15. feb. 2011 - 10:35Gunnar Guðbjörnsson

Tónlistarmenntun höfuðborgarinnar í uppnámi - Björn Th. Árnason um niðurskurð

Af vef FÍH

Björn Th. Árnason, formaður Félags Íslenskra Hljómlistarmanna hefur skrifað eftirfarandi grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.  Hún birtist hér einnig á Menningarpressunni.

 

 “Það er mikilvægt að skoða hvernig hægt er að nýta fjármagnið betur á næstu 4 árum og hvernig hægt er að koma betur til móts við tónlistanema. Það þarf að skoða hvort hægt sé að efla fagvitund, kostnaðarvitund  og setja árangurs- og námsframvindumarkmið í tónlistarskólum. Það þarf að ræða hlutina opinskátt með jafnræði og skólapólitík að leiðarljósi.   Vegvísir til listfræðslu er rauði þráðurinn þegar kemur að listfræðslu í málefnasamningi borgarstjórnarflokkanna.“

Á þessa leið hljóðar hluti fundargerðar frá fundi Samráðs tónlistarskólastjóra 19. ágúst 2010 sem var haldinn á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Það er auðvelt að taka undir slík markmið og vinna að því að þau verði að veruleika. En fellur slík markmiðasetning að starfi tónlistarskólanna? Í stuttu máli sagt já,  því þau eru nú þegar í fullu gildi. Fagvitund innan tónlistarskólanna er mjög sterk enda fer þar saman margra ára háskólamenntun kennara,  virðing og væntumþykja fyrir starfinu. Kostnaðarvitund nemenda er allgóð enda er svo komið vegna áratuga niðurskurðar borgaryfirvalda að skólarnir hafa þurft að hækka skólagjöld frá ári til árs til þess að rekstur þeirra standi undir sér. Skólagjöld sem eru orðin svo há að tónlistarnám er að verða eitthvert dýrasta nám sem einstaklingur leggur fyrir sig. Það er því líklegt að þeir nemendur sem þurfa orðið að greiða slík gjöld til þess að mennta sig í tónlist nýti tímann sinn vel og slugsi ekki eins og oft má lesa á milli línanna þegar skoðuð er orðræða stjórnmálamanna.  Vert er að taka fram að sá einstaklingur sem ákveður að mennta sig í tónlist og gera hana að ævistarfi sínu gerir það ekki til þess að öðlast gull og  græna skóga heldur af ást sinni á tónlistinni. Hvað varðar árangurs- og námsframvindumarkmið tónlistarskólanna koma þau fram í Aðalnámskrá tónlistarskólanna sem gefin var út af Mennta-og menningarmálaráðuneyti árið 2000 auk þess sem greinanámskrár eru gefnar út fyrir hvert hljóðfæri og bóklegar greinar.  Hver skóli er svo með sinn námsvísi. Nemendur taka síðan samræmd áfangapróf  sem dæmd eru af vel þjálfuðum prófdómurum sem hafa vottun í sínu fagi.  Árangurinn endurspeglast svo í öflugu tónlistarlífi þjóðarinnar. Allt frá árinu 1998 hafa skólarnir undirritað samning sem er gerður alfarið einhliða af hálfu borgaryfirvalda.    Í samningnum er kveðið á um ríkar skyldur sem skólarnir verða að undirgangast s.s. fjölda nemenda, í hvaða námsáfanga þeir eru og allar þær upplýsingar sem Menntasvið kallar eftir hverju sinni.  Þessi samningur er svo undirritaður frá ári til árs og er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.  Gegnsæið er svo mikið að allir skólastjórnendur tónlistarskólanna í Reykjavík skrifa undir sama samninginn.  Þar eru engar undantekningar gerðar þrátt fyrir fjölbreytileika í skólastarfi en ætla mætti að þeir samningar sem gerðir eru á milli aðila ættu að endurspegla starfsemi skólanna hverju sinni.   Um skólapólitíkina verð ég að segja þetta:  Það er mikilvægt að þeir sem ræða menntun í samfélaginu beri gott skynbragð á hana.  Það er því miður ekki reyndin þegar rætt er um starf tónlistarskólanna í Reykjavík og hvernig tekið hefur verið á þessum málaflokki.  Þar hafa orðið alvarleg mistök.  Þeir sem starfa við stjórnun þessara stofnana hafa margoft bent á leiðir til þess að nýta fjármagnið betur en án árangurs.   Árið 1995 voru einungis 9 tónlistarskólar í rekstri í Reykjavík og stunduðu um 3000 nemendur nám við þá. Tíu árum síðar eru skólarnir orðnir 20 og nemendur 2600.  Hvað gerðist?  Jú,  skólunum var fjölgað á þann hátt að dregið var úr launagreiðslum til þeirra skóla sem fyrir voru og þeim deilt upp á milli þeirra sem nýir komu.  Framlög borgarinnar voru óbreytt þrátt fyrir 11 nýja skóla og hefur rekstur þeirra stöðugt dregist saman síðan. Hver er svo staðan í dag?  Ef fyrirhugaður niðurskurður nær fram að ganga munu einungis 1800 nemendur stunda nám í tónlistarskólunum í Reykjavík, þ.e.a.s. ef skólunum verður ekki lokað næsta haust.  Tónlistarnám er einstaklingsmiðað nám og samkvæmt lögum ber hverjum nemanda að fá 1 stund í einkakennslu í aðalfagi auk bóklegra greina. Það er því  bein tenging á milli fjölda nemenda og framlaga borgarinnar til málaflokksins  þar sem borgin greiðir einungis laun kennara og stjórnenda skólanna.  Kostnaður vegna húsnæðis og annars rekstrar er hins vegar greiddur af skólagjöldum. Könnun sem gerð var árið 2009 af hálfu Menntasviðs Reykjavíkurborgar sýnir að 90% foreldra og barna eru ánægð með þá menntun sem börn og unglingar fá í tónlistarskólunum.  Einhverra hluta vegna er ekki minnst á þessa könnun.  Hvers vegna?  Í úttekt Anne Bamford um lista- og menningarkennslu á Íslandi, kemur sama niðurstaða.  Í könnun sem Félag tónlistarskólakennara (FT) gerði árið 2009 á starfsemi tónlistarskóla á landinu öllu, kemur í ljós að skólarnir bjóða upp á mjög fjölbreytt nám og hafa mótast af því samfélagi sem þeir eru í.  Yfirleitt er gott aðgengi að skólunum og hátt hlutfall barna og unglinga stunda þar nám. Þetta á þó ekki við í Reykjavík þar sem langlægsta hlutfall barna og unglinga hefur aðgang að tónlistarkennslu eða vel innan við 20% og má rekja orsakirnar til lágra framlaga höfuðborgarinnar til tónlistarkennslu en þau eru lægst allra sveitarfélaga á landinu.  Með þessa staðreynd að leiðarljósi vil ég skora á ráðandi meirihluta í Reykjavík að draga til baka niðurskurðaráform sín þannig að tónlistarskólarnir þurfi ekki að leggja niður starfsemi sína næstkomandi haust eins og allt stefnir í.

Virðingarfyllst
Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna.15.des. 2016 - 15:00

Guitar Islancio með rafmagnaða rokktónleika: „Við erum rokkhundar inn við beinið“

„Þessu átti enginn von á og allra síst ég sjálfur. En við félagarnir, Bjössi Thor, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Fúsi Óttars ætlum að halda rafmagnaða tónleika í orðsins fyllstu merkingu á Cafe Rosenberg föstudagskvöldið 16. desember. Við erum rokkhundar inn við beinið og ætlum að sýna það og sanna. Guitar Islancio ætlar að bjóða upp á rafmagnað rokk, kraftmikinn blús og hvað eina á tónleikum sem verður talað um næstu árin.“
08.jún. 2016 - 17:00 Bleikt

Andri Freyr gefur út lagið Fyrirgefðu: „Var búinn að missa allt“

Andri Freyr Alfreðsson gaf út lagið Fyrirgefðu í dag en með honum í laginu eru gospelsöngkonan Eyrún Eðvalds og Pollapönkarinn Heiðar Örn.  Andri Freyr hefur verið að semja tónlist síðan 2001 og gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013.

11.jan. 2016 - 10:34 Ágúst Borgþór Sverrisson

Síðasta lagið frá Bowie: Kveðja til okkar frá manni sem vissi að hann var að deyja - Myndband

„David Bowie bjó til listaverk úr dauða sínum,“ segir Tony Visconti, leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið Lazarus, en erfitt er að verjast þeirri tilhugsun að þar sé Bowie að yrkja um eigin dauðastund. Texti lagsins og myndbandið vekja sterk hughrif í ljósi þess að Bowie er nýlátinn.
04.nóv. 2015 - 16:31

Kvennakór Garðabæjar hlaut gull- og silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni

Kvennakór Garðabæjar, skipaður áhugasöngkonum úr Garðabæ og nágrenni, vann til tvennra verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni Canta al mar á Spáni sem fór fram dagana 21.- 25. október. Kórinn vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks og í flokki kirkjuverka vann kórinn til silfurverðlauna. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
08.jún. 2015 - 21:00

Þegar tveir ungir menn hurfu í Reykjavík: „Voru þetta bara tveir listrænir strákar á megabömmer yfir lífinu?“

„Handan við hafdjúpin bláu. Hugur minn dvelur hjá þér. Ég vil að þú komir og kyssir. Kvíðann úr hjarta mér,“ eru upphafsorð lagsins Hvítra máva eftir Björn Braga Magnússon, en lagið og höfundurinn var efni pistils Dr.Gunna í tilefni Sjómannadagsins. Hvítir mávar komu út árið 1959 í flutningi Helenu Eyjólfsdóttur, með lagi eftir Walter Lange og texta eftir Björn Braga. Er þetta hans þekktasti texti en hann samdi einnig textann við Allt á floti.
02.maí 2015 - 17:27

Egill gagnrýnir Jón Gnarr harðlega: Gunnar Jökull var veikur, ekki bjáni

Egill Helgason ferð hörðum orðum um grein Jóns Gnarr í Fréttablaðinu í morgun sem fjallar um svokallað bjánapopp. Ástæða gagnrýninnar er sú að Jón Gnarr dregur Gunnar Jökul Hákonarson, fyrrverandi trommuleikara Trúbrots, inn í umræðuna. „Ég segi eins og er – mér finnst það ljótt,“ segir Egill.
02.maí 2015 - 11:41

Gleyma öllu um Hallbjörn, hendir plötu Gylfa í ruslið: Bjánapoppið er dautt

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, gerir upp við bjánapoppið sem hann kallar svo í nýjum pistli og segir það dautt, þar sem margar helstu hetjur þess á íslenskum vettvangi hafi gerst sekar um glæpi eða óásættanlega framkomu.
27.apr. 2015 - 20:48

Alvogen heldur styrktartónleika fyrir börn í Nepal: Retro Stefson, Amabadama og Ylja boðað komu sína

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að halda styrktartónleika í Hörpu þann 6. júní næstkomandi í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn en samtökin standa nú fyrir landssöfnun til styrktar þolendum jarðskjáltans mikla í Nepal. Alvogen mun bera allan kostnað vegna tónleikanna þannig aðgangseyrir renni óskertur til samtakanna vegna neyðaraðstoðar sem þau standa fyrir í kjölfar hamfaranna. Stefnt er að því að safna yfir 5 milljónum króna vegna tónleikanna sem renna óskert til UNICEF og Rauða krossins með stuðningi Alvogen. Andvirði miðasölu verður skipt jafnt á milli samtakanna. Jafnframt mun Alvogen leggja 4 milljónir króna í beinum fjárstuðningi til UNICEF fyrir sama málefni. Með stuðningi Alvogen og beinu fjárframlagi er stefnt að því að 9 milljónir króna renni til UNICEF og Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Nepal.
27.apr. 2015 - 20:21

Páll Óskar, Dúndurfréttir, Magni og Skítamórall spila á Kótelettunni

Mikil stemmning var á hátíðinni í fyrra Páll Óskar og Dúndurfréttir ásamt Magna Ásgeirssyni munu spila á Kótelettunni BBQ Festival, stærstu grill-tónlistarveislu Íslands sem haldin verður á Selfossi 12-14 júní. Þá munu Skítamórall og Stuðlabandið einnig troða upp á hátíðinni. Unnið er að því að fá fleiri öflug tónlistaratriði á hátíðina og verða þau opinberuð á næstunni að sögn Einars Björnssonar, aðalskipuleggjanda Kótelettunnar.Einar bætir við:
17.mar. 2015 - 11:50

„Hver er þessi maður? Svo sætur og fyndinn“: OMAM og Siggi Sigurjóns lofuð í hástert á Youtube

Nýtt lag og myndband hljómsveitarinar Of Monsters and Men hefur nú verið skoðað ríflega 240.000 sinnum á Vevo-rásinni á Youtube. Fjölmargir skrifa ummæli við myndbandið og lofa bæði lagið og myndbandið. Frammistaða Sigurðar Sigurjónssonar leikara vekur mikla athygli netverja.
26.feb. 2015 - 19:20

Er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fundin? Hún kom aldrei út

,,Þessi plata kom aldrei út og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni en hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa eftir fjársjóðum í skransölunni Notað og Nýtt í Kópavogi. Kom hann höndum yfir svokallaða ,,test pressu“ en um er að ræða prufu-plötu úr vínylpressu sem við nánari athugun reyndist afar sjaldgæfur fundur.
11.feb. 2015 - 17:00

Nýjung á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar: Sum lögin verða sungin á ensku

Lokakeppni forkeppni fyrir Eurovision verður á laugardagskvöldið næstkomandi. Þá verður bryddað upp á þeirri nýjung að hvert lag verður sungið á því tungumáli sem það yrði sungið á ef það yrði framlag Íslands til Eurovision í Austurríki í maí.
10.feb. 2015 - 10:16 Ragnheiður Eiríksdóttir

Skilja allir hommabrandara nema ég?: Hundur í óskilum í Borgarleikhúsinu

Dúettinn glettni Hundur í óskilum heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni þess standa þeir nú fyrir sýningunni Öldin okkar á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á mörkum þess að vera tónleikar, uppistand og leikrit - og reynir sannarlega á hæfileika hundanna á öllum þessum sviðum.
05.feb. 2015 - 14:48

Tónlistarhátíðin Sónar hefst í Hörpu í næstu viku

Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á stærstu Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni til þessa, sem fram fer í Hörpu í næstu viku. Aldrei hafa jafn margir listamenn komið fram á hátíðinni. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt í hljóð, umgjörð og hinn sjónræna þátt hennar -
29.jan. 2015 - 12:00

Sesar A frumsýnir tvö myndbönd og gefur nýtt lag - Náðu í það hér

Í tilefni af frumsýningu nýrra tónlistarmyndbanda Sesar A og enduropnun heimasíðunnar, www.sesar-a.com verður slegið upp gleðskap á Gauknum í kvöld.
18.jan. 2015 - 13:39

Dimma og Bubbi í Eldborg: Miðasala hafin á aukatónleikana

Bubbi og Dimma halda tónleika í Eldborg 6 og 7. mars næstkomandi. Uppselt er á fyrri tónleikana og er miðasala hafin á aukatónleikanna.  Á tónleikunum verða flutt lögin af plötu Utangarðsmanna Geislavirkir og af plötu Das Kapital, Lily Marlene. 
14.des. 2014 - 18:14

Snorri Helgason opnar sig

Snorri Helgason tónlistarmaður segir það nauðsynlegt að búa sér til þægindaramma m.a. svo hægt sé að sprengja ramman utan af sér. Hér segir hann frá því þegar hann fór eitt sinn út fyrir kassann sinn þegar hann samdi lag með aðstoð vinar síns Sindra Má Sigfússyni:
11.des. 2014 - 12:25

Systur flytja söngljóð, aríur og dúetta

Systurnar og söngkonurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur koma fram á tónleikum í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ þann 14. desember næstkomandi. Á tónleikunum verða flutt söngljóð, aríur og dúettar úr ýmsum vel þekktum óperum. Allir eru hjartanlega velkomnir en aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir á slaginu 20:00.
12.nóv. 2014 - 08:00

Bubbi ljóstrar upp gömlu leyndarmáli: Þess vegna byrjuðu tónleikar Dylans svona brösuglega

Bubbi Morthens hefur afhjúpað gamalt leyndarmál úr bransanum: Þegar Bob Dylan lék á Listahátíð í Laugardalshöll árið 1990 þótti flutningur fyrstu laganna á tónleikunum vera með slakasta móti. Nú hefur komið í ljós að Bubbi átti óbeinan þátt í því að svo fór.
06.nóv. 2014 - 11:00

Trommari AC/DC ákærður fyrir að hafa reynt að láta myrða tvo menn: Reiðarslag, segir íslenskur aðdáandi

Phil Rudd, trommari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, kom fyrir rétt á Nýja-Sjálandi í gær, ákærður fyrir að hafa reynt að ráða leigumorðingja til að myrða tvo menn. Rudd ákvað að tjá sig ekki um sakarefnin og var hann látinn laus gegn tryggingu.