21. feb. 2011 - 21:10Gunnar Guðbjörnsson

Íslenskt mennta- og menningarsamfélag - Ari Hróðmarsson um tónlistarskólana í Reykjavík

Frá Ara Hróðmarssyni

Menningarpressunni hefur borist eftirfarandi grein frá Ara Hróðmarssyni þar sem hann segir meðal annars að umfjöllun og samanburður tónlistarskóla og skólahljómsveita við íþróttafélög er gerður meira til að auka skilning á stöðu mála fremur en til að hefja eitt yfir annað.

Því miður virðist vera sem hluti landsmanna telji tónlistarnám ekki vera jafn mikilvægt og  annað bóklegt eða verklegt nám. Stundum í skóla fannst samnemendum mínum jafnvel skrýtið að ég spilaði á hljóðfæri. Ekki var það vegna þess að einhver sagði þeim að það væri skrýtið, heldur vegna þess að hljóðfæranám er sérnám sem fer fram í sérstökum og þar til gerðum skólum. Getur verið að það sé ástæða þess að málefni tónlistarskólanna mæti ekki meiri samfélagslegum hljómgrunni?

Öflugt og almennt tónlistarnám örvar skapandi hugsun í samfélaginu auk þess að veita einstaklingum tækifæri til þess að tjá sig þegar orðum sleppir. Með því að auka við almenna tónmennta- og tónlistarkennslu þá mun góð vinna tónlistarskóla og tónlistarmanna skila sér betur inní samfélagið

Tónlistarskólar í Reykjavík eru sjálfseignarstofnanir þar sem Reykjavíkurborg borgar launakostnað kennara og stjórnenda. Reykjavíkurborg rekur svo fjórar skólahljómsveitir þar sem grunnskólanemendum gefst kostur á að læra á blásturshljóðfæri og slagverk á mun ódýrari máta en í hefðbundnum tónlistarskóla. Í bæði tónlistarskólunum og skólahljómsveitunum er unnið gott starf af hæfu fólki.

Það eitt og sér er þó ekki nóg til þess að skila sér í samfélagsvitundina.  Gott er að benda á að tónlistarskólar eiga ekki kost á auglýsingu í gegnum flytjendur eins og til dæmis íþróttafélög fá í gegnum sitt keppnisfólk.

Ég vil taka það fram að hér er ekki verið að stilla íþróttum og tónlist upp gegn hvort öðru. Eingöngu er samanburður gerður til þess að auðvelda skilning á stöðu mála.

Í Laugardalnum eru tvö íþróttafélög, Ármann og Þróttur, og vinna þau bæði gott starf í íþrótta og tómstundaiðkun ungmenna í hverfinu. Auk þess er hér Laugardalslaugin, Laugardalsvöllurinn, Laugardalshöllin, Skautahöllin, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, World Class, Grasagarðurinn og eflaust fleira. Laugardalurinn er paradís íþrótta og útiveru hér í Reykjavík. Bravó! En hve margir vita að í sama hverfi eru aðalstöðvar Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og að í Laugarnesskóla hefur skólahljómsveit Austurbæjar aðsetur sitt með á annað hundrað nemendur?  
Tónlistarskólar eru ekki tengdir atvinnuhópum í tónlist. Kennsla og flutningur eru formlega séð aðskilin, þó svo að flestir tónlistarmenn fáist við hvort tveggja. Þegar minnst er á gengi karlaliðs Þróttar í blaki í íþróttafréttum útvarps, sjónvarps og dagblaða þá tengir fólk sjálfkrafa saman meistaraflokk karla, flytjandann, og yngri flokka starf félagsins, kennsluna.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari ber ekki skilti utan á sér sem segir að hann hafi lokið námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík áður en hann byrjaði að læra í Julliard en á sama tíma er það nokkuð almenn vitneskja að Eiður Smári ólst upp hjá Val áður en hann fór til PSV Eindhoven.

 Vissulega hafði Eiður meðfædda hæfileika en hann þurfti fagmannlega umgjörð hjá knattspyrnudeild Vals til að hlúa að þeim hæfileikum svo hann gæti stigið hið stóra skref út í atvinnumennsku. Það sama á við um Víking Heiðar, meðfæddar gáfur skila fólki bara svo og svo langt, það þarf umgjörð sem hæfir og fólk sem hefur reynslu til að hlúa að hæfileikaríkum nemendum, sú reynsla og umgjörð er til staðar hjá tónlistarskólunum í Reykjavík.

Reynsla ein og sér dugar þó greinilega ekki, réttir aðilar þurfa að vita af reynslunni og miðað við þá aðför sem gerð er nú að tónlistarskólunum, þá er greinilegt að eitthvað vantar uppá fræðslu og skilning borgarfulltrúa og embættismanna.

Það sem vakir fyrir Reykjavíkurborg er að koma framhaldsstigi í tónlist yfir á Ríkið, það má vel vera að það geti gengið, en samkvæmt lögum þá eiga sveitarfélög að sjá um tónlistarnám og Reykjavíkurborg getur ekki tekið einhliða ákvörðun hvað framtíðarrekstur tónlistarskólanna varðar. Samningur við Ríkið um yfirtöku framhaldsstigsins í tónlist verður því að liggja fyrir áður en nokkuð er gert.

Það er styrkur tónlistarskóla að blanda saman grunn-, mið- og framhaldsnámi í tónlist. Með því er mikill samgangur mismunandi námsstiga sem gerir það að verkum að stutt er í góðar fyrirmyndir fyrir byrjendur í tónlistinni. Það getur verið ómetanlegt fyrir byrjanda á hljóðfæri að koma fram á sömu tónleikum og mun færari og eldri spilari.
En hvernig getum við gert tónlistarnám að stærri þátttakanda í samfélaginu?
Það gerist fyrst og fremst með því að bæta tónmenntakennslu í grunnskólum, tónmenntakennsla er jafn mikilvæg ungum börnum og það að læra að lesa og reikna og fjöldi rannskókna bendir einmitt til þess að tónmenntanám styðji við almenna lærdómsgetu.

 Iðkun tónlistar á unga aldri hefur jákvæð áhrif á almenna námsgetu. Tónlistarnemandinn þarf að læra nýtt tungumál (nótur), samhæfa flóknar vöðvahreyfingar til þess að mynda hljóð á hljóðfærið (þýða nóturnar í hljóð) og virkja sköpunargáfu sína til þess að ljá nótunum líf.  Fáar námsgreinar í skyldunámi gera slíkar kröfur um fjölda framkvæmda á sama tíma, á hverri sekúndu er tónlistarmaður í hlutverki þýðanda, túlkanda og topp íþróttamanns.

Minni almenn listkennsla rýrir skapandi hugsun sem mun smám saman ganga að samfélaginu dauðu. Tækniframfarir 20. aldarinnar höfðu það í för með sér að hagnýtasti prófunarmátinn varð krossapróf, maður rennir prófinu bara í gegn og þá sér maður einkunnina á tölvuskjánum. Það gefst ekkert rúm fyrir persónulega túlkun einstaklingsins og útkoman er annaðhvort röng eða rétt. Lífið er ekki rangt eða rétt og tónlistin er eins. Í tónlistinni er fólk hvatt til þess að mynda sér sína eigin skoðun, kynna sér efniviðinn eftir sinni bestu getu en persónuleg túlkun er það sem skilur á milli í eyrum áheyrendanna.

 Á krossaprófi þá lítur einkunnin 7 ekkert glæsilega út á meðan fiðlukonsert með allar réttar nótur getur hljómað skelfilega ef engin persónuleg túlkun er til staðar.

 Af hverju er fólki ennþá kennt eftir færibandamódeli iðnbyltingarinnar?

Hver hagnast á því að stærstur hluti samfélagsins virki ekki sköpunargáfu sína?

Er skrýtið að krefjast þess að fólk hafi persónulega skoðun og túlkun?

 Því er nefnilega þannig farið hjá okkur að það sem er ekki partur af mótunarárum fólks mun ávallt vera hálf skrýtið í okkar augum.

Er hægt að búast við því að almenningur í landinu geri sér grein fyrir gildi tónlistarmenntunar án þess að hafa lært nokkuð um tónlist?

Ég persónulega nenni ekki að sýta það sem er búið og gert en við verðum að líta til framtíðar, framtíðar barnanna í landinu.

Vinnum saman að menntun barna, unglinga og fullorðinna.

Nám nýtist okkur alltaf, hvað sem við tökum okkur fyrir hendur, ekki lít ég á náttúrufræðiáfangana sem ég tók í MH sem tímasóun, það fag hjálpaði mér að móta mig í þann listamann sem ég er í dag, ekki síður en annað sem ég hef tekið mér fyrir hendur.

Stjórnmálamaður sem heldur því fram að tónlistarnám hjá unglingi sem ekki hefur lokið miðstigi sé tímasóun, verður að eiga það við sjálfan sig.

 Nám fer fram alla ævi og janfrétti til náms þýðir að ekki má halla á fólk eftir aldri, búsetu, fjárhag eða vali á námi, þangað til við höfum náð því markmiði mun baráttan halda áfram.

 Höfundur er tónlistarmaður.

15.des. 2016 - 15:00

Guitar Islancio með rafmagnaða rokktónleika: „Við erum rokkhundar inn við beinið“

„Þessu átti enginn von á og allra síst ég sjálfur. En við félagarnir, Bjössi Thor, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Fúsi Óttars ætlum að halda rafmagnaða tónleika í orðsins fyllstu merkingu á Cafe Rosenberg föstudagskvöldið 16. desember. Við erum rokkhundar inn við beinið og ætlum að sýna það og sanna. Guitar Islancio ætlar að bjóða upp á rafmagnað rokk, kraftmikinn blús og hvað eina á tónleikum sem verður talað um næstu árin.“
08.jún. 2016 - 17:00 Bleikt

Andri Freyr gefur út lagið Fyrirgefðu: „Var búinn að missa allt“

Andri Freyr Alfreðsson gaf út lagið Fyrirgefðu í dag en með honum í laginu eru gospelsöngkonan Eyrún Eðvalds og Pollapönkarinn Heiðar Örn.  Andri Freyr hefur verið að semja tónlist síðan 2001 og gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013.

11.jan. 2016 - 10:34 Ágúst Borgþór Sverrisson

Síðasta lagið frá Bowie: Kveðja til okkar frá manni sem vissi að hann var að deyja - Myndband

„David Bowie bjó til listaverk úr dauða sínum,“ segir Tony Visconti, leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið Lazarus, en erfitt er að verjast þeirri tilhugsun að þar sé Bowie að yrkja um eigin dauðastund. Texti lagsins og myndbandið vekja sterk hughrif í ljósi þess að Bowie er nýlátinn.
04.nóv. 2015 - 16:31

Kvennakór Garðabæjar hlaut gull- og silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni

Kvennakór Garðabæjar, skipaður áhugasöngkonum úr Garðabæ og nágrenni, vann til tvennra verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni Canta al mar á Spáni sem fór fram dagana 21.- 25. október. Kórinn vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks og í flokki kirkjuverka vann kórinn til silfurverðlauna. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
08.jún. 2015 - 21:00

Þegar tveir ungir menn hurfu í Reykjavík: „Voru þetta bara tveir listrænir strákar á megabömmer yfir lífinu?“

„Handan við hafdjúpin bláu. Hugur minn dvelur hjá þér. Ég vil að þú komir og kyssir. Kvíðann úr hjarta mér,“ eru upphafsorð lagsins Hvítra máva eftir Björn Braga Magnússon, en lagið og höfundurinn var efni pistils Dr.Gunna í tilefni Sjómannadagsins. Hvítir mávar komu út árið 1959 í flutningi Helenu Eyjólfsdóttur, með lagi eftir Walter Lange og texta eftir Björn Braga. Er þetta hans þekktasti texti en hann samdi einnig textann við Allt á floti.
02.maí 2015 - 17:27

Egill gagnrýnir Jón Gnarr harðlega: Gunnar Jökull var veikur, ekki bjáni

Egill Helgason ferð hörðum orðum um grein Jóns Gnarr í Fréttablaðinu í morgun sem fjallar um svokallað bjánapopp. Ástæða gagnrýninnar er sú að Jón Gnarr dregur Gunnar Jökul Hákonarson, fyrrverandi trommuleikara Trúbrots, inn í umræðuna. „Ég segi eins og er – mér finnst það ljótt,“ segir Egill.
02.maí 2015 - 11:41

Gleyma öllu um Hallbjörn, hendir plötu Gylfa í ruslið: Bjánapoppið er dautt

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, gerir upp við bjánapoppið sem hann kallar svo í nýjum pistli og segir það dautt, þar sem margar helstu hetjur þess á íslenskum vettvangi hafi gerst sekar um glæpi eða óásættanlega framkomu.
27.apr. 2015 - 20:48

Alvogen heldur styrktartónleika fyrir börn í Nepal: Retro Stefson, Amabadama og Ylja boðað komu sína

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að halda styrktartónleika í Hörpu þann 6. júní næstkomandi í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn en samtökin standa nú fyrir landssöfnun til styrktar þolendum jarðskjáltans mikla í Nepal. Alvogen mun bera allan kostnað vegna tónleikanna þannig aðgangseyrir renni óskertur til samtakanna vegna neyðaraðstoðar sem þau standa fyrir í kjölfar hamfaranna. Stefnt er að því að safna yfir 5 milljónum króna vegna tónleikanna sem renna óskert til UNICEF og Rauða krossins með stuðningi Alvogen. Andvirði miðasölu verður skipt jafnt á milli samtakanna. Jafnframt mun Alvogen leggja 4 milljónir króna í beinum fjárstuðningi til UNICEF fyrir sama málefni. Með stuðningi Alvogen og beinu fjárframlagi er stefnt að því að 9 milljónir króna renni til UNICEF og Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Nepal.
27.apr. 2015 - 20:21

Páll Óskar, Dúndurfréttir, Magni og Skítamórall spila á Kótelettunni

Mikil stemmning var á hátíðinni í fyrra Páll Óskar og Dúndurfréttir ásamt Magna Ásgeirssyni munu spila á Kótelettunni BBQ Festival, stærstu grill-tónlistarveislu Íslands sem haldin verður á Selfossi 12-14 júní. Þá munu Skítamórall og Stuðlabandið einnig troða upp á hátíðinni. Unnið er að því að fá fleiri öflug tónlistaratriði á hátíðina og verða þau opinberuð á næstunni að sögn Einars Björnssonar, aðalskipuleggjanda Kótelettunnar.Einar bætir við:
17.mar. 2015 - 11:50

„Hver er þessi maður? Svo sætur og fyndinn“: OMAM og Siggi Sigurjóns lofuð í hástert á Youtube

Nýtt lag og myndband hljómsveitarinar Of Monsters and Men hefur nú verið skoðað ríflega 240.000 sinnum á Vevo-rásinni á Youtube. Fjölmargir skrifa ummæli við myndbandið og lofa bæði lagið og myndbandið. Frammistaða Sigurðar Sigurjónssonar leikara vekur mikla athygli netverja.
26.feb. 2015 - 19:20

Er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fundin? Hún kom aldrei út

,,Þessi plata kom aldrei út og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni en hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa eftir fjársjóðum í skransölunni Notað og Nýtt í Kópavogi. Kom hann höndum yfir svokallaða ,,test pressu“ en um er að ræða prufu-plötu úr vínylpressu sem við nánari athugun reyndist afar sjaldgæfur fundur.
11.feb. 2015 - 17:00

Nýjung á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar: Sum lögin verða sungin á ensku

Lokakeppni forkeppni fyrir Eurovision verður á laugardagskvöldið næstkomandi. Þá verður bryddað upp á þeirri nýjung að hvert lag verður sungið á því tungumáli sem það yrði sungið á ef það yrði framlag Íslands til Eurovision í Austurríki í maí.
10.feb. 2015 - 10:16 Ragnheiður Eiríksdóttir

Skilja allir hommabrandara nema ég?: Hundur í óskilum í Borgarleikhúsinu

Dúettinn glettni Hundur í óskilum heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni þess standa þeir nú fyrir sýningunni Öldin okkar á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á mörkum þess að vera tónleikar, uppistand og leikrit - og reynir sannarlega á hæfileika hundanna á öllum þessum sviðum.
05.feb. 2015 - 14:48

Tónlistarhátíðin Sónar hefst í Hörpu í næstu viku

Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á stærstu Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni til þessa, sem fram fer í Hörpu í næstu viku. Aldrei hafa jafn margir listamenn komið fram á hátíðinni. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt í hljóð, umgjörð og hinn sjónræna þátt hennar -
29.jan. 2015 - 12:00

Sesar A frumsýnir tvö myndbönd og gefur nýtt lag - Náðu í það hér

Í tilefni af frumsýningu nýrra tónlistarmyndbanda Sesar A og enduropnun heimasíðunnar, www.sesar-a.com verður slegið upp gleðskap á Gauknum í kvöld.
18.jan. 2015 - 13:39

Dimma og Bubbi í Eldborg: Miðasala hafin á aukatónleikana

Bubbi og Dimma halda tónleika í Eldborg 6 og 7. mars næstkomandi. Uppselt er á fyrri tónleikana og er miðasala hafin á aukatónleikanna.  Á tónleikunum verða flutt lögin af plötu Utangarðsmanna Geislavirkir og af plötu Das Kapital, Lily Marlene. 
14.des. 2014 - 18:14

Snorri Helgason opnar sig

Snorri Helgason tónlistarmaður segir það nauðsynlegt að búa sér til þægindaramma m.a. svo hægt sé að sprengja ramman utan af sér. Hér segir hann frá því þegar hann fór eitt sinn út fyrir kassann sinn þegar hann samdi lag með aðstoð vinar síns Sindra Má Sigfússyni:
11.des. 2014 - 12:25

Systur flytja söngljóð, aríur og dúetta

Systurnar og söngkonurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur koma fram á tónleikum í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ þann 14. desember næstkomandi. Á tónleikunum verða flutt söngljóð, aríur og dúettar úr ýmsum vel þekktum óperum. Allir eru hjartanlega velkomnir en aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir á slaginu 20:00.
12.nóv. 2014 - 08:00

Bubbi ljóstrar upp gömlu leyndarmáli: Þess vegna byrjuðu tónleikar Dylans svona brösuglega

Bubbi Morthens hefur afhjúpað gamalt leyndarmál úr bransanum: Þegar Bob Dylan lék á Listahátíð í Laugardalshöll árið 1990 þótti flutningur fyrstu laganna á tónleikunum vera með slakasta móti. Nú hefur komið í ljós að Bubbi átti óbeinan þátt í því að svo fór.
06.nóv. 2014 - 11:00

Trommari AC/DC ákærður fyrir að hafa reynt að láta myrða tvo menn: Reiðarslag, segir íslenskur aðdáandi

Phil Rudd, trommari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, kom fyrir rétt á Nýja-Sjálandi í gær, ákærður fyrir að hafa reynt að ráða leigumorðingja til að myrða tvo menn. Rudd ákvað að tjá sig ekki um sakarefnin og var hann látinn laus gegn tryggingu.