17. feb. 2011 - 09:40Gunnar Guðbjörnsson

Hulinn fjársjóður - Kristín Mjöll Jakobsdóttir um tónlistarmenntun á Íslandi

Frá Kristínu Mjöll Jakobsdóttur

Kristín Mjöll Jakobsdóttir, formaður Félags Íslenskra Tónlistarmanna, hefur skrifað þessa grein en hún birtist í Morgunblaðinu í morgun.  Kristín sendi Menningarpressunni einnig greinina.


Þegar ég var um tvítugt að hefja tónlistarnám við Yale-háskóla í Bandaríkjunum fannst mér spennandi að vera loks komin út í hinn stóra heim. Ég ímyndaði mér að nú fengi ég öll svörin, fyndi síðustu stykkin sem vantaði í púsluspilið.

Ég bjó erlendis í rúman áratug við nám og störf og vissulega dýpkaði myndin á þeim tíma og ég öðlaðist meiri þroska. Ég fór að átta mig betur á gildi eigin bakgrunns og þeirra forréttinda að alast upp á Íslandi. Ég kynntist samfélögum í þremur heimsálfum, í Bandaríkjunum, Hollandi og Hong Kong.

Í borginni síðastnefndu starfaði ég í sjö ár við hljóðfæraleik og kennslu. Þar var eftirspurn eftir tónlistarkennslu gríðarleg. Einkakennsla var ábatasöm því spyrðist það út að þú værir háskólamenntaður hljóðfæraleikari vildu menn ólmir fá þig til að kenna börnum sínum á hvaða hljóðfæri sem var. Þá fékk ég tilfinningu fyrir því að í Bretlandi og Bandaríkjunum væri víða pottur brotinn hvað varðaði framboð og gæði tónlistarmenntunar fyrir almenning þó að þangað sækti fjöldi tónlistarnema hvaðanæva úr heiminum til náms á æðri skólastigum.

Alkomin heim til Íslands árið 1998 varð ég smátt og smátt uppnumin af gæðum tónlistarmenntunar á Íslandi og hversu víðtækt framboð var á tónlistarkennslu um allt land. Ég sannfærðist um að leitun væri að betra og skilvirkara kerfi til tónlistarmenntunar, einkum á yngri stigum, en því sem byggt hafði verið upp af miklum metnaði í íslenskum tónlistarskólum. Með aðstoð víðsýnna stjórnmálamanna hafði nám í tónlistarskólum verið gert aðgengilegt þorra fólks og barna á landinu öllu. Hér gátu flestir sem áhuga höfðu hafið nám í tónlistarskóla þar sem var einkakennsla tvisvar í viku auk annarra stuðningsgreina.

Oft hefur verið talað um Ungverjaland sem fyrirheitna landið á sviði tónlistarmenntunar og undir síðustu aldamót var farið að horfa til Finnlands í þeirri umræðu. Finnar voru svo skynsamir að setja allt sitt traust á menninguna þegar kreppan skall á þeim í byrjun tíunda áratugarins og þeir uppskáru ríkulega. Ef þessi lönd eru í fremstu röð þá fylgir Ísland fast á eftir hvað varðar gæði almennrar tónlistarmenntunar í tónlistarskólum. Þessi staðreynd er bara ekki á allra vitorði og meðvitund tónlistarkennara sjálfra jafnvel ábótavant.

Hér hefur svo sannarlega verið um hulinn fjársjóð að ræða. Að vísu vöktu tónlistarmenn eins og Björk og hljómsveitin Sykurmolarnir heimsathygli á sínum tíma en ekki var það öðru fremur sett í samhengi við góða tónlistarskóla á Íslandi. Síðar fór frægðarsól Íslendinga að skína enn skærar með tilkomu fleiri hljómsveita sem fetuðu í fótspor Sykurmolanna svo sem Múm, SigurRós og Hjaltalín.

Í dag er varla sú hljómsveit eða tónlistarmaður frá Íslandi sem ekki gerir víðreist og vekur athygli á erlendri grund. Þá eru þeir ófáir íslenskir söngvararnir sem hafa haslað sér völl í óperuhúsum erlendis og Íslendingar eiga frábæra Sinfóníuhljómsveit sem hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Ísland og tónlist haldast orðið í hendur sem gott vörumerki.

Erum við Íslendingar þá einfaldlega hæfileikaríkari en aðrar þjóðir á tónlistarsviðinu? Enginn kemst langt á hæfileikunum einum saman, grunnurinn liggur alltaf í menntuninni. Við búum að vísu að ríkri sönghefð en oftast setja Íslendingar þessa velgengni í samhengi við sköpunarkraftinn sem býr í náttúru landsins. Náttúruöflin hafa sín áhrif á sérkenni íslenskrar tónlistar en skýra ekki almenna velgengni íslenskra tónlistarmanna.

Nú mætti spyrja: Úr því að tónlistarkennsla hefur verið svona góð á Íslandi er þá ekki einmitt hægt að skera niður? Á móti spyr ég: Er skynsamlegt að skera niður einmitt á því sviði sem Íslendingar hafa náð að skara fram úr og staðið sig vel? – og hætta á að óbætanlegu tjón hljótist af?

Tónlist á drjúgan skerf í skapandi greinum sem eru orðnar meðal undirstöðuatvinnugreina á Íslandi. Og hvert er menningarlega gildið ef við berum t.d. saman við fornbókmenntirnar og Sturlungaöld, það tímabil í sögu Íslands sem við höfum hreykt okkur af og skipað okkur til sætis meðal menningarþjóða?

Gæði tónlistarmenntunar hafa haldið sér og jafnvel aukist þrátt fyrir að síðasti áratugur hafi verið samfellt niðurskurðartímabil á framlagi sveitarfélaga til tónlistarskóla. Þetta á sérstaklega við um Reykjavík sem fyrst sveitarfélaga setti nemendur í átthagafjötra. Á meðan hafa tónlistarskólar neyðst til að mæta niðurskurðinum með hækkun skólagjalda á kostnað almennings. Á sama tíma hefur lögbundinni tónmenntakennslu í grunnskólum ekki verið fullnægt.

Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að hagræða og meiri niðurskurður mun beinlínis bitna á framboði og gæðum. Sá niðurskurður sem boðaður er í Reykjavík, mun vega að þessu skilvirka kerfi tónlistarkennslu á Íslandi sem byggt hefur verið upp á mörgum áratugum, samfella í tónlistarnámi mun glatast og framhaldsnám í tónlist eingöngu verða á færi örfárra. Hrun blasir við!

Höfundur er fagottleikari,
tónlistarkennari og
formaður Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT)15.des. 2016 - 15:00

Guitar Islancio með rafmagnaða rokktónleika: „Við erum rokkhundar inn við beinið“

„Þessu átti enginn von á og allra síst ég sjálfur. En við félagarnir, Bjössi Thor, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Fúsi Óttars ætlum að halda rafmagnaða tónleika í orðsins fyllstu merkingu á Cafe Rosenberg föstudagskvöldið 16. desember. Við erum rokkhundar inn við beinið og ætlum að sýna það og sanna. Guitar Islancio ætlar að bjóða upp á rafmagnað rokk, kraftmikinn blús og hvað eina á tónleikum sem verður talað um næstu árin.“
08.jún. 2016 - 17:00 Bleikt

Andri Freyr gefur út lagið Fyrirgefðu: „Var búinn að missa allt“

Andri Freyr Alfreðsson gaf út lagið Fyrirgefðu í dag en með honum í laginu eru gospelsöngkonan Eyrún Eðvalds og Pollapönkarinn Heiðar Örn.  Andri Freyr hefur verið að semja tónlist síðan 2001 og gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013.

11.jan. 2016 - 10:34 Ágúst Borgþór Sverrisson

Síðasta lagið frá Bowie: Kveðja til okkar frá manni sem vissi að hann var að deyja - Myndband

„David Bowie bjó til listaverk úr dauða sínum,“ segir Tony Visconti, leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið Lazarus, en erfitt er að verjast þeirri tilhugsun að þar sé Bowie að yrkja um eigin dauðastund. Texti lagsins og myndbandið vekja sterk hughrif í ljósi þess að Bowie er nýlátinn.
04.nóv. 2015 - 16:31

Kvennakór Garðabæjar hlaut gull- og silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni

Kvennakór Garðabæjar, skipaður áhugasöngkonum úr Garðabæ og nágrenni, vann til tvennra verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni Canta al mar á Spáni sem fór fram dagana 21.- 25. október. Kórinn vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks og í flokki kirkjuverka vann kórinn til silfurverðlauna. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
08.jún. 2015 - 21:00

Þegar tveir ungir menn hurfu í Reykjavík: „Voru þetta bara tveir listrænir strákar á megabömmer yfir lífinu?“

„Handan við hafdjúpin bláu. Hugur minn dvelur hjá þér. Ég vil að þú komir og kyssir. Kvíðann úr hjarta mér,“ eru upphafsorð lagsins Hvítra máva eftir Björn Braga Magnússon, en lagið og höfundurinn var efni pistils Dr.Gunna í tilefni Sjómannadagsins. Hvítir mávar komu út árið 1959 í flutningi Helenu Eyjólfsdóttur, með lagi eftir Walter Lange og texta eftir Björn Braga. Er þetta hans þekktasti texti en hann samdi einnig textann við Allt á floti.
02.maí 2015 - 17:27

Egill gagnrýnir Jón Gnarr harðlega: Gunnar Jökull var veikur, ekki bjáni

Egill Helgason ferð hörðum orðum um grein Jóns Gnarr í Fréttablaðinu í morgun sem fjallar um svokallað bjánapopp. Ástæða gagnrýninnar er sú að Jón Gnarr dregur Gunnar Jökul Hákonarson, fyrrverandi trommuleikara Trúbrots, inn í umræðuna. „Ég segi eins og er – mér finnst það ljótt,“ segir Egill.
02.maí 2015 - 11:41

Gleyma öllu um Hallbjörn, hendir plötu Gylfa í ruslið: Bjánapoppið er dautt

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, gerir upp við bjánapoppið sem hann kallar svo í nýjum pistli og segir það dautt, þar sem margar helstu hetjur þess á íslenskum vettvangi hafi gerst sekar um glæpi eða óásættanlega framkomu.
27.apr. 2015 - 20:48

Alvogen heldur styrktartónleika fyrir börn í Nepal: Retro Stefson, Amabadama og Ylja boðað komu sína

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að halda styrktartónleika í Hörpu þann 6. júní næstkomandi í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn en samtökin standa nú fyrir landssöfnun til styrktar þolendum jarðskjáltans mikla í Nepal. Alvogen mun bera allan kostnað vegna tónleikanna þannig aðgangseyrir renni óskertur til samtakanna vegna neyðaraðstoðar sem þau standa fyrir í kjölfar hamfaranna. Stefnt er að því að safna yfir 5 milljónum króna vegna tónleikanna sem renna óskert til UNICEF og Rauða krossins með stuðningi Alvogen. Andvirði miðasölu verður skipt jafnt á milli samtakanna. Jafnframt mun Alvogen leggja 4 milljónir króna í beinum fjárstuðningi til UNICEF fyrir sama málefni. Með stuðningi Alvogen og beinu fjárframlagi er stefnt að því að 9 milljónir króna renni til UNICEF og Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Nepal.
27.apr. 2015 - 20:21

Páll Óskar, Dúndurfréttir, Magni og Skítamórall spila á Kótelettunni

Mikil stemmning var á hátíðinni í fyrra Páll Óskar og Dúndurfréttir ásamt Magna Ásgeirssyni munu spila á Kótelettunni BBQ Festival, stærstu grill-tónlistarveislu Íslands sem haldin verður á Selfossi 12-14 júní. Þá munu Skítamórall og Stuðlabandið einnig troða upp á hátíðinni. Unnið er að því að fá fleiri öflug tónlistaratriði á hátíðina og verða þau opinberuð á næstunni að sögn Einars Björnssonar, aðalskipuleggjanda Kótelettunnar.Einar bætir við:
17.mar. 2015 - 11:50

„Hver er þessi maður? Svo sætur og fyndinn“: OMAM og Siggi Sigurjóns lofuð í hástert á Youtube

Nýtt lag og myndband hljómsveitarinar Of Monsters and Men hefur nú verið skoðað ríflega 240.000 sinnum á Vevo-rásinni á Youtube. Fjölmargir skrifa ummæli við myndbandið og lofa bæði lagið og myndbandið. Frammistaða Sigurðar Sigurjónssonar leikara vekur mikla athygli netverja.
26.feb. 2015 - 19:20

Er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fundin? Hún kom aldrei út

,,Þessi plata kom aldrei út og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni en hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa eftir fjársjóðum í skransölunni Notað og Nýtt í Kópavogi. Kom hann höndum yfir svokallaða ,,test pressu“ en um er að ræða prufu-plötu úr vínylpressu sem við nánari athugun reyndist afar sjaldgæfur fundur.
11.feb. 2015 - 17:00

Nýjung á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar: Sum lögin verða sungin á ensku

Lokakeppni forkeppni fyrir Eurovision verður á laugardagskvöldið næstkomandi. Þá verður bryddað upp á þeirri nýjung að hvert lag verður sungið á því tungumáli sem það yrði sungið á ef það yrði framlag Íslands til Eurovision í Austurríki í maí.
10.feb. 2015 - 10:16 Ragnheiður Eiríksdóttir

Skilja allir hommabrandara nema ég?: Hundur í óskilum í Borgarleikhúsinu

Dúettinn glettni Hundur í óskilum heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni þess standa þeir nú fyrir sýningunni Öldin okkar á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á mörkum þess að vera tónleikar, uppistand og leikrit - og reynir sannarlega á hæfileika hundanna á öllum þessum sviðum.
05.feb. 2015 - 14:48

Tónlistarhátíðin Sónar hefst í Hörpu í næstu viku

Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á stærstu Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni til þessa, sem fram fer í Hörpu í næstu viku. Aldrei hafa jafn margir listamenn komið fram á hátíðinni. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt í hljóð, umgjörð og hinn sjónræna þátt hennar -
29.jan. 2015 - 12:00

Sesar A frumsýnir tvö myndbönd og gefur nýtt lag - Náðu í það hér

Í tilefni af frumsýningu nýrra tónlistarmyndbanda Sesar A og enduropnun heimasíðunnar, www.sesar-a.com verður slegið upp gleðskap á Gauknum í kvöld.
18.jan. 2015 - 13:39

Dimma og Bubbi í Eldborg: Miðasala hafin á aukatónleikana

Bubbi og Dimma halda tónleika í Eldborg 6 og 7. mars næstkomandi. Uppselt er á fyrri tónleikana og er miðasala hafin á aukatónleikanna.  Á tónleikunum verða flutt lögin af plötu Utangarðsmanna Geislavirkir og af plötu Das Kapital, Lily Marlene. 
14.des. 2014 - 18:14

Snorri Helgason opnar sig

Snorri Helgason tónlistarmaður segir það nauðsynlegt að búa sér til þægindaramma m.a. svo hægt sé að sprengja ramman utan af sér. Hér segir hann frá því þegar hann fór eitt sinn út fyrir kassann sinn þegar hann samdi lag með aðstoð vinar síns Sindra Má Sigfússyni:
11.des. 2014 - 12:25

Systur flytja söngljóð, aríur og dúetta

Systurnar og söngkonurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur koma fram á tónleikum í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ þann 14. desember næstkomandi. Á tónleikunum verða flutt söngljóð, aríur og dúettar úr ýmsum vel þekktum óperum. Allir eru hjartanlega velkomnir en aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir á slaginu 20:00.
12.nóv. 2014 - 08:00

Bubbi ljóstrar upp gömlu leyndarmáli: Þess vegna byrjuðu tónleikar Dylans svona brösuglega

Bubbi Morthens hefur afhjúpað gamalt leyndarmál úr bransanum: Þegar Bob Dylan lék á Listahátíð í Laugardalshöll árið 1990 þótti flutningur fyrstu laganna á tónleikunum vera með slakasta móti. Nú hefur komið í ljós að Bubbi átti óbeinan þátt í því að svo fór.
06.nóv. 2014 - 11:00

Trommari AC/DC ákærður fyrir að hafa reynt að láta myrða tvo menn: Reiðarslag, segir íslenskur aðdáandi

Phil Rudd, trommari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, kom fyrir rétt á Nýja-Sjálandi í gær, ákærður fyrir að hafa reynt að ráða leigumorðingja til að myrða tvo menn. Rudd ákvað að tjá sig ekki um sakarefnin og var hann látinn laus gegn tryggingu.

Pressupennar
nýjast
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Fleiri pressupennar