26. jún. 2011 - 09:00Gunnar Guðbjörnsson

Strandmenningarhátíð á Húsavík í júlí

Af vef Norræna hússins

Í sumar, 16.-23.júlí, verður litrík, ævintýraleg og skemmtileg, norræn strandmenningarhátíð á Húsavík.

Frá hátíðinni er sagt á vef Norræna hússins en þar er m.a. sagt að hún verði sniðin að fjölskyldufólki og að þar verði eitthvað fyrir alla í boði s.s. lifandi handverskssmiðja, tónlist, sýningar, óskalög sjómanna, söguganga og opnar smiðjur. Kynnið ykkur alla dagskrána á www.sailhusavik.is
01.jún. 2014 - 15:55

Birgitta ræddi um tjáningarfrelsi og stjórnskrá í Svíþjóð: „Lýðræðið er orðið að kerfisvillu sem kallar á nýtt kerfi“

Erindi sem Birgitta Jónsdóttir, þingkona og skáld, flutti á menningarsetrinu Teatermaskinen  í Riddarhyttan í Svíþjóð nú fyrir helgi vakti athygli. Birgittu var boðið til landsins meðal annars til að fjalla um hvernig gæti orðið umhorfs á Íslandi ef dreginn yrði raunverulegur lærdómur af hruninu. Þá kom hún einnig inn á tjáningarfrelsið og fjölmiðlaumhverfið í heiminum.
10.feb. 2012 - 08:30

Safnanótt á Árbæjarsafni

Mynd frá Þjóðminjasafni Íslands. Kvöldvaka í íslenskri baðstofu. Málverk eftir H. Aug. G. Schiött (1823-1895). Þjms. Vid. 60. Á Safnanótt mun Árbæjarsafn endurskapa horfinn heim, með kvöldvöku á baðstofuloftinu í Árbæ. Þar situr fólk við daufa birtu og stritar við að kemba, spinna og prjóna og húsbóndinn kveður rímur fyrir heimilisfólkið. 
10.des. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jólin koma í Þjóðminjasafni Íslands

Jóladagskrá Þjóðminjasafns Íslands hefst sunnudaginn 11. desember.  Grýla, Leppalúði og jólakötturinn kíkja í heimsókn og Svavar Knútur syngur með börnunum.
09.des. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jólasýning Árbæjarsafns 2011 - Önnur helgi

Sunnudaginn 11. desember verður aftur opið í Árbæjarsafni  milli kl. 13:00-17:00

08.des. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Roðinn í austri eftir Snorra G. Bergsson

Bókafélagið Ugla hefur gefið út bókina Roðinn í austri. Alþýðuflokkurinn, Komintern og kommúnistahreyfingin á Íslandi 1919–1924 eftir Snorra G. Bergsson sagnfræðing.

05.des. 2011 - 13:10

Var málverki af Jörundi stolið af Þjóðminjasafninu? Öll söfn lenda í þjófnaði en ekki í þessu tilfelli

Fullyrðingu um að myndin af Jörundi hundadagakonungi hafi týnst á Þjóðminjasafninu er mótmælt Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur segir á vefsíðu sinni að þjóðminjar á Þjóðminjasafni Íslands eigi til að týnast. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir að öll söfn eigi við slíkan vanda að etja en fullyrðingar Vilhjálms eigi samt ekki við rök að styðjast.
05.des. 2011 - 10:30 Gunnar Guðbjörnsson

Sýnisbók íslenskra fornleifa - Mannvist

Bókaútgáfan Opna hefur gefið út bókina Mannvist – sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur.

03.des. 2011 - 19:00

Aðventusunnudagar í Árbæjarsafni - Jólaundirbúningur eins og í gamla daga

Næstu þrjá aðventusunnudaga, 4. 11. og 18 desember, verður opið í Árbæjarsafni á milli 13 og 17. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að verja sunnudeginum í að fylgjast með hvernig jólin voru undirbúin í gamla daga í stað og eiga þannig notalega samverustund. Guðsþjónusta verður í torfkirkjunni, gengið í kringum jólatréð og gömlu íslensku jólasveinarnir verða á vappi.

03.des. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Kertaljós og klæðin rauð …

Kertaljós og klæðin rauð …er daagskrá sem haldin verður um jólaannir í Gamla bænum Laufási 4. desember milli kl 13:30-16:00.

02.des. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Bráðum koma blessuð jólin ... Jólasýning Árbæjarsafns 2011

Bráðum koma blessuð jólin ... kallast  jólasýning Árbæjarsafns 2011.  Sýningin  verður sunnudagana 4., 11. og 18. desember kl. 13:00-17:00

30.nóv. 2011 - 19:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jóla hvað? í Þjóðminjasafninu

Á morgun, þann 1. desember, mun Félag Þjóðfræðinga standa fyrir fyrirlestri í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Það eru Kristín Einarsdóttir aðjúnkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Anna Kristín Ólafsdóttir þjóðfræðingur sem flytja munu fyrirlesturinn sem ber yfirskriftina Jóla hvað?


19.nóv. 2011 - 18:00 Gunnar Guðbjörnsson

Sunnudagsleiðsögn um sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu

Á morgun, sunnudaginn 20. nóvember mun Ágústa Kristófersdóttir sýningarstjóri leiða gesti um sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu.


19.nóv. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Námskeið um Snorra Sturluson

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem kallast Snorri Sturluson 1179-1241 hefst nú á mánudag.

 


14.nóv. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu

Á morgun, þriðjudaginn 15. nóvember mun Inga Lára Baldvinsdóttir fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni fjalla um Hjálmar R. Bárðarson og sýningu á svarthvítum ljósmyndum hans sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafni  Íslands
14.nóv. 2011 - 11:00 Gunnar Guðbjörnsson

Upplestur skólabarna á Jónasarvöku í Þjóðmenningarhúsinu

Árleg Jónasarvaka á vegum Þjóðmenningarhússins og menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal
verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á miðvikudag 16nóvember kl.17:15.

11.nóv. 2011 - 08:00 Gunnar Guðbjörnsson

MUZEUM NARODOWE - Leiðsögn á pólsku

Sunnudaginn 13. nóvember verður boðið upp á leiðsögn á pólsku um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til – saga og menning í 1200 ár.


08.nóv. 2011 - 12:30 Gunnar Guðbjörnsson

Vill Sakminjasafnið í gamla Hegningarhúsið

Málaflutningsmenn og dómarar í Hæstarétti í Hegningarhúsinu á   Skólavörðustíg 1920. Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuður hefur starfað að mörgum áhugaverðum sýningum m.a. í tilefni afmælis Jóns Sigurðssonar í ár.  Hann hefur komið fram með áhugaverða hugmynd vegna fréttar um Leirfinn og Sakminjasafn lögreglunnar.


05.nóv. 2011 - 13:40 Gunnar Guðbjörnsson

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu

Á morgun, sunnudaginn 6. nóvember kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni hugsuð fyrir börn á aldrinum 8-11 ára.
03.nóv. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Áttu forngrip í fórum þínum?

Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður almenningi boðið að koma með gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands.
03.nóv. 2011 - 10:00 Gunnar Guðbjörnsson

Smá og stór einkasöfn á safnarasýningu Upplits á Flúðum á laugardag

Gömul lækningatæki, fingurbjargir, teskeiðar, bjöllur, bollastell, þjóðbúningadúkkur, hnífar, hestar, kýr, fuglar og búnaðarblaðið Freyr er meðal þess sem sjá má á safnarasýningu Upplits, menningarklasa uppsveita Árnessýslu, í Félagsheimilinu á Flúðum laugardaginn 5. nóvember kl. 13-17.
31.okt. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Myndheimur hornanna

Á morgun, þriðjudaginn 1. nóvember mun Lilja Árnadóttir fagstjóri munasafns við Þjóðminjasafn Íslands fjalla um myndir og skreytingar á íslenskum útskornum hornum.
30.okt. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Lærum að syngja og kveða íslensk alþýðulög

Krummi krunkar úti er dagskrá í Borgarbókasafni Reykjavíkur sem fer fram í dag en þar sem ætlunin er að gefa fólki tækifæri á að læra að syngja og kveða íslensk alþýðulög.


25.okt. 2011 - 14:30 Gunnar Guðbjörnsson

Góssið hans Árna

Í tilefni af því að handritasafn Árna Magnússonar er nú á sérstakri varðveisluskrá UNESCO verða flutt erindi um valin handrit fyrir almenning í hádegi annan hvern miðvikudag í vetur.
18.okt. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Ókeypis í þrjúbíó á fimmtudag- Þjóðfræði í mynd frumsýnd í Bíó Paradís

Þjóðfræði í mynd er röð heimildamynda sem þau Ólafur Ingibergsson og Björk Hólm þjóðfræðinemar eiga heiðurinn af. Á fimmtudaginn verða níu þættir frumsýndir, sjö eftir þau Ólaf og Björk auk tveggja eftir mannfræðinemann Áslaugu Einarsdóttur. Menningarpressan tók að því tilefni tvo af höfundum heimildamyndanna tali.

15.okt. 2011 - 10:30 Gunnar Guðbjörnsson

Leiðsögn um sýninguna Guðvelkomnir góðir vinir!

 Lilja Árnadóttir fagstjóri munasafns verður á morgun, sunnudag, með leiðsögn um sýninguna Guðvelkomnir góðir vinir!

14.okt. 2011 - 10:30 Gunnar Guðbjörnsson

Þjóðmenning og fötlun, rannsóknir og rímur - Málþing í Þjóðminjasafninu

Hljómsveitin Einbreið brú. Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands munu námsbrautir í þjóðfræði og fötlunarfræði í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi  laugardaginn 15. október kl. 14-16.
13.okt. 2011 - 08:00 Gunnar Guðbjörnsson

Íslensk tunga - upphaf og þróun, rituð mynd og hljóðmynd

Norræna félagið í Reykjavík og Þjóðminjasafn Íslands bjóða til hádegisfundar í dag, fimmtudaginn 13. október kl. 12:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. 
04.okt. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Führung in Deutsch – Leiðsögn á þýsku

Laugardaginn 8. október verður boðið upp á leiðsögn á þýsku um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár.
02.sep. 2011 - 22:30 Gunnar Guðbjörnsson

Ástkæra íslenska ullin

Prjónað úr íslenskri ull er mikill fengur fyrir  áhugasamt prjónafólk sem þyrstir í klassískar og fallegar uppskriftir að flíkum úr íslenskri ull en jafnframt fræðandi og skemmtileg bók fyrir alla sem hafa áhuga á sögu handverks og ullar.


26.ágú. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Töðugjöld í Viðey

Í Viðey er haustinu tekið opnum örmum með viðeigandi hátíðahöldum og uppskerufagnaði og á morgun, laugardag verða haldin Töðugjöld í eyjunni.


26.ágú. 2011 - 12:30 Gunnar Guðbjörnsson

Haustmarkaður á Árbæjarsafni - Allir geta selt vörur sínar

Sunnudaginn 28. ágúst verður haldinn  haustmarkaður á Árbæjarsafni.  Markaðurinn verður á torginu og hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.19.ágú. 2011 - 22:00 Gunnar Guðbjörnsson

Dansandi börn í þjóðbúningum á Árbæjarsafni.

Á sunnudaginn 21. ágúst verður búningadagur barna á Árbæjarsafni.


19.ágú. 2011 - 19:00 Gunnar Guðbjörnsson

Fjölbreyttar sýningar í Þjóðmenningarhúsinu - Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar

Þjóðmenningarhúsið verður opið frá kl. 11 til 22 á menningarnótt og verða fjölbreyttar sýningar um list og menningu sem  standa opnar allan tímann.
18.ágú. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

„Gakktu í bæinn“ - Menningarnótt í Þjóðminjasafninu

Í Þjóðminjasafni Íslands verður venju samkvæmt opið hús og skemmtileg dagskrá á Menningarnótt.Í Þjóðminjasafni Íslands verður venju samkvæmt opið hús og skemmtileg dagskrá á Menningarnótt.

Í tilkynningu frá safninu segir að gestum gefist kostur á að skoða spennandi, áhugaverðar og fróðlegar sýningar safnsins, en safnið er opið frá 10 til 22 og er aðgangur ókeypis í tilefni dagsins. Listasmiðja, kvikmyndasýning, tónleikar og sögustund fyrir börn eru meðal fjölda viðburða sem verða í boði. Þema hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ og heimilisleg stemmning verður í safninu allan daginn.

Dagskrá Menningarnætur í Þjóðminjasafninu er eftirfarandi:

11.00                Ensk leiðsögn um grunnsýningu safnsins.

13.00-15.00    

 Listasmiðja fyrir börn á öllum aldri.

15.00                Sögustund fyrir börnin með Brynhildi og Kristínu Evu úr Leynifélaginuog Geymslunni.
16.00                Píanóleikur í Myndasal. Jón Sigurðsson píanóleikari leikur vel valin tónverk.

 

18.00-19.00      Kvikmyndasýning í fyrirlestrarsal. Sýnd verður kvikmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar Húsmæðrakennaraskóli Íslands. Sumarstarf á Laugarvatni 1949-1955.Kvikmyndin er 17 mínútur að lengd og verður sýnd alls þrisvar sinnum.

19.00-21.00      Hjarta, spaði, tígull, lauf! Væri ekki gaman að rifja upp gömlu góðu spilin, til dæmis Ólsen Ólsen, Rommí eða Veiðimann? Þjóðminjasafnið býður gestum að koma og spila í gamla anddyrinu. Spilastokkar verða á staðnum.

21.00                Valgerður Guðnadóttir söngkona flytur hugljúfar, íslenskar dægurperlur við píanóundirleik  Vignis Þórs Stefánssonar í Myndasal.         

Yfir daginn gefst gestum einnig kostur á að sauma nafn sitt út í gestadúk, skiptast á gömlum og góðum húsráðum, bregða á leik í skemmtimenntunarherberginu og skoða fjölbreyttar sýningar safnsins.


17.ágú. 2011 - 18:30 Gunnar Guðbjörnsson

Þjóðfræðiprófessor lætur gamminn geysa - Tónleikar annað kvöld

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 18. ágúst kl.  20 stendur hið öfluga Félag Þjóðfræðinga fyrir tónleikum í Norræna húsinu með tónlistarmanninum og prófessor í þjóðfræði, Owe Ronström.05.ágú. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Sveitasælan er í Árbæ á sunnudag

 Sunnudaginn 7. ágúst kl. 13-16 verður hægt að njóta sveitasælunnar í Árbæjarsafni.um.
05.ágú. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Sunnudagskaffi að hætti Siggu á Hömrum

Guðfinna neðan við Hamrabæinn. Hauslausu hænurnar, ljósamótorinn, kamarinn, kúadellurnar, sveitasíminn og saltfiskurinn í bæjarlæknum er á meðal þess sem ber á góma á Upplitsviðburði á Gömlu-Borg í Grímsnesi sunnudaginn 7. ágúst kl. 15.+

01.ágú. 2011 - 22:00 Gunnar Guðbjörnsson

Fjósakonan sem fór út í heim

Anna frá Moldnúpi var óvenjuleg kona en líklegast hefur hún verið einn  víðförlasti Íslendingur sinnar samtíðar. Stofnaður hefur verið vísir að litlu safni á Moldnúpi, þar sem Annað ólst upp.

01.ágú. 2011 - 16:00 Gunnar Guðbjörnsson

Sýningar um Jón Sigurðsson að finna víða á afmælisári

Frá Sýningu um Jón Sigurðsson á Hrafnseyri Margar sýningar eru opnar í tilefni afmælis Jón Sigurðssonar eins og komið hefur fram hér á Menningarpressunni.   
01.ágú. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Söfnin í Skógum - Áhugaverð að sækja heim

Það er vel þess virði fyrir ferðalanga á Suðurlandi að skella sér í Byggðarsafnið í Skógum en á sama stað er einnig Samgöngusafn sem ekki er síður skemmtilegt