12. apr. 2012 - 15:20

Dagskrá Listahátíðar kynnt í dag og miðasala hafin á alla viðburði

Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní og fyllir vorkvöldin löng með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá sem Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar, kynnti í dag. Dagskrá hátíðarinnar í ár er klassísk og framsækin í senn og verða á hátíðinni frumflutt ný verk í öllum listgreinum og efnt til spennandi samvinnu milli listamanna, listgreina og áhorfenda. 

Á hátíðinni verður ráðist í flutning á stórum klassískum tónverkum, popptónlist á verðuga fullrúa í ár og nýstárleg sviðsverk eru á dagskrá. Á fimmta tug viðburða eru á dagskrá auk stórs alþjóðlegs myndlistarverkefnis, sem mun leggja undir sig borgina í vor. Mörg hundruð listamenn koma að hátíðinni, frá Rússlandi, Spáni, Frakklandi, Sviss, Eystrasaltslöndunum, Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, öllum Norðurlöndunum, auk Íslands. Miðasala er hafin á alla viðburði á www.listahatid.is.

Handagangur varð í öskjunni þegar tilkynnt var um tónleika goðsagnarinnar Bryan Ferry, sem kemur hingað til lands ásamt miklu fylgdarliði. Vegna mikillar eftirspurnar var bætt við aukatónleikum og eru tónleikarnir í samstarfi við Mandela Days í Reykjavík 2012.

Margir tónlistarunnendur gleðjast einnig yfir komu franska frumkvöðulsins Yann Tiersen sem flytur órafmagnað tónleikaprógramm í Norðurljósum ásamt hljómsveit.

Spænsk/afríska söngdrottningin Buika á einnig marga dygga aðdáendur hér á landi, ekki síst eftir að hún kom fram í nýjustu kvikmynd Almodóvars. Hún syngur  með sinni óviðjafnanlegu rödd lög af öllum ferli sínum ásamt hljómsveit á sviði Eldborgar lokadag Listahátíðar.

Í nýju óhefðbundnu verki bjóða Íslenski dansflokkurinn og GusGus Listahátíðargestum í  framandi ferðalag fyrir öll skilningarvitin. Ferðalagið hefst í Norðurljósasal Hörpu en berst á fleiri staði í húsinu þar sem dans, ný tónlist frá GusGus og frumsýningar stuttmynda Reynis Lyngdal og Katrínar Hall leiða gesti inn í veröld iðandi af lífi og óvæntum uppákomum.

Stórskotalið íslenskrar dægurtónlistar kemur svo saman á einum tónleikum í Eldborg undir heitinu Hljómskálinn, lokahelgi hátíðarinnar.

Einleikstónleikar rússneska píanósnillingsins Arcadi Volodos  í Hörpu, Eldborg, eru mikill merkisviðburður í tónlistarlífinu enda þykja tækni hans og túlkun algerlega einstök.

Kammersveit Reykjavíkur heldur fyrstu Bachtónleikana í Eldborg undir stjórn eins eftirsóttasta stjórnanda heims, Richard Egarr.

Sinfóníuljómsveit Íslands verður með stórtónleika á hátíðinni og flytur dramatísku sinfóníuna Rómeó og Júlíu eftir Berlioz í fyrsta sinn á íslandi ásamt einsöngvurum og þremur kórum.


Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir flytja verk Messiaen, Visions de l‘Amen fyrir tvo flygla í fyrsta sinn á Íslandi, á hádegistónleikum.

Einn fremsti ljóðasöngvari heims, Christoph Prégardien, flytur valda ljóðasöngva eftir Franz Schubert og hinn þekkta ljóðaflokk Roberts Schumann "Liederkreis“, ásamt píanóleikaranum Ulrich Eisenlohr. Í tengslum við tónleikana efnir Listahátíð til masterklassa með þeim í samstarfi við FÍS.

Tónleikaþrennan Flakk, verður í Kaldalóni í Hörpu á Listahátíð með nýjum og framsæknum tónskáldum sem öll starfa að mestu erlendis, Önnu Þorvaldsdóttur, Berglindi Maríu Tómasdóttur og Páli Ragnari Pálssyni.

Listahátíð, í samvinnu við Útvarpsleikhúsið, pantaði í haust fjögur ný verk hjá íslenskum leikskáldum sem flutt verða fyrir áhorfendur á harla óvenjulegum stöðum víða um borgina: í fornbókaverslun, kampavínsklúbbi, heimahúsi og heilsulind. Höfundarnir eru Hrafnhildur Hagalín, Jón Atli Jónasson, Sigtryggur Magnason og Kviss Búmm Bang. Verkin verða svo unnin áfram fyrir útvarp og flutt í Útvarpsleikhúsinu.

Bræður – fjölskyldusaga, nýtt verk úr smiðju Vesturports verður frumsýnt á Listahátíð. Um er að ræða afar viðamikið verkefni á alþjóðavísu, unnið í samstarfi fjögurra norrænna leikhúsa. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu og semur handritið ásamt hinum virta bandaríska handritshöfundi Richard Lagravense, þekktum að fjölmörgum kvikmyndahandritum.

Pétur Gautur, verðlaunasýning Þorleifs Arnar Arnarssonar frá Luzern leikhúsinu í Sviss verður sýnd einu sinni á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Á stóra sviði Þjóðleikhússins verður einnig sýnt tólf klukkustunda langt myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Bliss, sem er upptaka á samnefndum gjörningi sem hann og stór hópur tónlistarfólks flutti á Performa hátíðinni í New York í nóvember síðastliðnum.

Bernd Ogrodnik frumsýnir brúðusýningu fyrir fullorðna áhorfendur sem byggir á skáldsögu Hemingways, Gamla manninum og hafinu.

Þjóðleikhúskjallaranum verður breytt í rafmagnaðan danstónlistarstað í nýju íslensku sviðsverki, Glymskrattanum, eftir dansarana og danshöfundana Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur og tónlistarmanninn Valdimar Jóhannsson.

Húslestrar Listahátíðar verða á sínum stað líkt og þrjú liðin ár enda hafa þeir mælst einstaklega vel fyrir og tíu rithöfundar munu lesa fyrir Listahátíðargesti. Listahátíð bætir um betur í ár og býður til þriggja húslestra á þýsku framhaldi af velgengni Íslands á bókasýningunni í Frankfurt. Hingað koma þýskir lesendur og hitta fyrir sína höfunda heima í stofu – og þeir nota ferðina og sjá fleiri viðburði á Listahátíð í leiðinni.

Norræn samtímalist leggur undir sig sýningarstaðina á Listahátíð 2012 í umfangsmiklu myndlistarverkefni í samstarfi Listahátíðar, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Norræna hússins, Kling og Bang og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Verkefnið ber titilinn (I)ndependent People, „Sjálfstætt fólk“, og á sér langan aðdraganda og hefur hlotið veglega styrki úr norrænum sjóðum. Sænski sýningarstjórinn Jonatan Habib Engqvist stýrir verkefninu, sem setur sjálf listamannins í sviga og samtal og samvinnu í forgrunn. Yfir eitt hundrað listamenn frá Íslandi, Norðurlöndunum, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar taka þátt í verkefninu, og allir eru þeir virkir í gamalgrónum eða nýjum samstarfsverkefnum. Verkefnið var kynnt á Armory Show í New York í mars og von er á erlendum blaðamönnum á Listahátíð í tengslum við það.  Sýningarnar opna allar laugardaginn 19. maí og fjöldi viðburða verður á dagskrá frá morgni til kvölds á sýningarstöðunum. Sunnudaginn 20. maí verður svo haldið alþjóðlegt málþing í Norræna húsinu með þátttöku lista- og fræðimanna. Til að halda utan um gríðarlegt umfang verkefnisins hefur verið opnuð vefsíða, www.independentpeople.is  með öllum upplýsingum um sýningar og listamenn, og þar munu þátttakendur verkefnisins setja inn textafærslur, ljósmyndir og fleira eftir því sem verkefninu vindur fram.

Samstarf  við Endurmenntun Háskóla Íslands heldur einnig áfram og í ár verða tvö námskeið í boði í tengslum við dagskrána.

Veggspjald Listahátíðar í ár er hannað af Sigga Eggertssyni, en hann sigraði  samkeppni sem Listahátíð efndi til í fyrsta sinn meðal hönnuða og myndlistarmanna í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. Mikil þátttaka var í samkeppninni og bárust 120 tillögur.

Listahátíð í Reykjavík er ómissandi þáttur af vorinu í huga tuga þúsunda gesta sem flykkjast á viðburði hátíðarinnar ár hvert.  Fleira ungt fólk sækir hátíðina nú en fyrr og þar skiptir hagstætt miðaverð  örugglega máli og erlendum gestum hefur einnig fjölgað milli ára.

Heildardagskrá og ítarlegar upplýsingar um alla viðburði er að finna á www.listahatid.is

Miðasala á alla viðburði hátíðarinnar hefst í dag á www.listahatid.is
og í miðasölusíma 561-2444 og í síma 528-5050 á viðburði Listahátíðar í Hörpu.
21.okt. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Tímamótauppfærsla Íslensku óperunnar annað kvöld - Menningarpressan leit við á æfingu

Menningarpressan leit í vikunni við í Eldborg þar sem verið var að leggja lokahönd á uppfærslu Íslensku óperunnar á Töfraflautu Mozarts.


21.okt. 2011 - 19:10

„Annars flokks uppfærsla,“ segir Kristján Jóhannsson um Töfraflautuna á íslensku - Mætir samt

Stórtenórinn Kristján Jóhannsson ætlar að mæta á frumsýningu á Töfraflautunni þó hún sé sungin á íslensku en það eitt geri hana að annars flokks uppfærslu.
19.okt. 2011 - 21:30 Gunnar Guðbjörnsson

Boðorðin fimmtán á Listalausum degi 1. nóvember

Eins og Menningarpressan greindi frá í morgun er ætlunin að halda Listalausan dag 1.nóvember næstkomandi.


19.okt. 2011 - 19:30 Gunnar Guðbjörnsson

Fyrsta frumýning Óperunnar í Hörpu -Hátt í 10.000 miðar seldir á Töfraflautuna

Það verða mikil viðbrigði fyrir flytjendur og áheyrendur eftir þrengslin í Gamla bíói að upplifa óperu í Eldborg. Um komandi helgi verður merkisviðburður í sögu Íslensku óperunnar og óperuflutnings á Íslandi – en þá færir Íslenska óperan upp fyrstu óperusýningu sína í Eldborg í Hörpu.fjölunum í þessari fyrstu uppfærslu verður engin


10.okt. 2011 - 16:00 Gunnar Guðbjörnsson

Endurskoðun á leiklistarlögum - Verða lög um sviðslistir

Á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur um skeið verið unnið að endurskoðun á leiklistarlögum nr. 138/1998. Mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi á yfirstandandi þingi.

09.okt. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Butoh á Dansverkstæðinu

Sonja Heller er dansari og danshöfundur sem sérhæfir sig í Butoh. Hún er stödd hér á landi og mun kenna Butoh í Dansverkstæðinu Skúlagötu 28 næstu tvær vikurnar. 10 - 21 október.


28.sep. 2011 - 19:30 Gunnar Guðbjörnsson

Gleðihringurinn - Lærum gömlu dansana og minnkum kynslóðabilið

Gleðihringinn verður haldinn í annað sinn sunnudaginn 2. október kl. 14. Sá fyrsti fór vel af stað en um 50 manns mættu í Gerðuberg og skemmtu sér konunglega.
28.sep. 2011 - 10:00 Gunnar Guðbjörnsson

Fullkominn dagur til drauma frumsýndur á föstudag

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið „Fullkominn dagur til drauma“ föstudaginn 30. september næstkomandi.


25.sep. 2011 - 22:00 Gunnar Guðbjörnsson

Á samning í New York

Á vef Félags íslenskra listdansara er greint frá því að Guðrún Svava Kristinsdóttir hafi komist á nemendasamning hjá Graham II dansflokknum í New York.

 

25.sep. 2011 - 13:30 Gunnar Guðbjörnsson

Elín Ósk fagnar 25 ára starfsafmæli í októberlok

Í tilefni af 50 ára afmæli Elínar Óskar Óskarsdóttur og 25 ára starfsafmæli hennar 2011 heldur hún tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 30. október kl. 17.00


21.sep. 2011 - 09:41 Gunnar Guðbjörnsson

Óperan Faust sýnd beint frá Covent Garden og aðeins 300 miðar í boði

Miðasala er hafin á óperuna Faust  sem sýnd verður beint 28. september í Háskólabíói.  Aðeins eru 300 miðar í boði á þessa vinsælu óperu Gounod.
10.sep. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

5000 miðar seldir á Töfraflautuna - Aukasýning 20. nóvember

Í Hörpu hafa nú æfingar hafist fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á Töfraflautu Mozart en frumsýning verður 22. október í Eldborg.
10.sep. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Óperukvöld Útvarpsins hefjast í kvöld

Hlustendum Rásar 1 verður boðið uppá  fjölbreytt menningarkvöld á laugardagskvöldum í vetur: Óperumánuðir og leikritamánuðir munu skiptast á því óperur verða fluttar kl. 19.00 á laugardagskvöldum í september, en leikrit í október, óperur í nóvember og svo framvegis.

 

08.sep. 2011 - 18:00 Gunnar Guðbjörnsson

Stórkostlegir tónleikar en vandræðagangur í bílastæðahúsi Hörpu

Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands tókust með miklum ágætum í gærkvöld en ekki gekk allt jafn snurðulaust fyrir sig og sjálfur tónleikarnir.
06.sep. 2011 - 22:40 Gunnar Guðbjörnsson

Reykjavík Dance Festival sett í gær

Reykjavík Dance Festival var sett í gær með pompi og prakt í Bíó Paradís. Það var Borgarstjóri Reykvíkinga Jón Gnarr sem setti hátíðina formlega setta.


05.sep. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Snorri Ásmunds og Sigrún Gunnars með dansgjörning á Reykjavík dance festival

Listamennirnir  Snorri Ásmundsson og Sigrún Gunnarsdóttir frumsýna dansgjörning á Reykjavik dance festival, þriðjudaginn 6 sept klukkan 20:00 í Bíó paradís.


03.sep. 2011 - 18:00 Gunnar Guðbjörnsson

Elmar í Amsterdam næsta vetur - vonast til að syngja fljótlega heima

Elmar Gilbertsson hefur í næsta mánuði störf við Óperuna í Maastricht þar sem hann verður fastráðinn næsta árið.


25.ágú. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Heimsþekktir danshöfundar til liðs við Íslenska dansflokkinn á nýju sýningarári

Nýtt sýningarár er að hefjast hjá Íslenska dansflokknum. Líkt og síðasta vetur verður fjölbreytnin áfram höfð að leiðarljósi en dansinn settur í forgrunn.
18.ágú. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Óperusmiðja Garðarbæjar sýnir á föstudag

 Óperusmiðja Garðabæjar starfar þessa dagana á fullu en hún er nú haldin þriðja sinni í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.

14.ágú. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Verk Margrétar Söru sýnt víða um Evrópu

Vefur Félags íslenskra listdansara greinir enn á ný frá því að verkið „Soft Target“ eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur/Panic Productions sé á faraldsfæti.
 
07.ágú. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Ekki hægt að dansa samtímis í tveimur veislum - Rannveig Fríða ræðir við MP

Sjaldan fáum við hér að heyra  af sumum söngvurum sem þó njóta mikilla vinsælda hér á landi.  Rannveig Fríða Bragadóttir er búsett í Vín í Austurríki.  Hún hefur gefið sig nokkuð að kennslu síðustu ár en syngur enn tónleika með söngkennslunni.  
27.júl. 2011 - 20:41 Gunnar Guðbjörnsson

Ekki annað hægt en að vera sáttur - Tómas Tómasson eftir frumraun í Bayreuth

Tómas Tómasson þreytti í kvöld  frumraun sína við óperuhátíðina í Bayreuth fyrstur Íslendinga.

26.júl. 2011 - 11:00 Gunnar Guðbjörnsson

Óperutöfrar um verslunarmannahelgi í Menningarhúsinu Miðgarði

Óperutöfrar, eru tónleikar sem haldnir verða  í Menningarhúsinu Miðgarði, Skagafirði, laugardaginn 30.júlí klukkan 20.30

 

25.júl. 2011 - 20:30 Gunnar Guðbjörnsson

Fékk sannarlega sönginn með móðurmjólkinni - Valdís G. Gregory

Ung söngkona kemur fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld en hún hefur stundað nám m.a. í Bandaríkjunum en verið á námskeiðum í Bretlandi og á Ítalíu.  Á tónleikunum leikur Guðríður St. Sigurðardóttir með söngkonunni ungu og það er kannski ekkert skrýtið, Guðríður er móðir Valdísar G. Gregory.
24.júl. 2011 - 22:00 Gunnar Guðbjörnsson

Auður Ragnarsdóttir setur upp dansverk í Noregi

Auður Ragnarsdóttir danslistamaður hlaut nýverið styrk til þess að setja upp dansverk í Noregi en frá þessu er greint á vef Félags íslenskra listdansara.
22.júl. 2011 - 11:00 Gunnar Guðbjörnsson

Margrét Brynjarsdóttir á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju

 Á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn koma fram þau Margrét Brynjarsdóttir, mezzosópran og Gísli Jóhann Grétarsson, gítarleikari og tónskáld.


18.júl. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Kristján Jóhannsson í víking með nemendur sína

Kristján Jóhannsson heldur utan í september ásamt fjórum af nemendum sínum en ætlunin er að kynna þá fyrir ítölskum umboðsmönnum og ráðandi fólki í tónlistarlífi þar ytra.

17.júl. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Hver þáttur sýndur á nýjum stað - Tosca í Reykjanesbæ

Nokkrir söngvarar hafa nú tekið höndum saman um að setja upp óperu í Reykjanesbæ í ágúst.  Undurbúningur er kominn á fulla ferð og miðasalan hafin á midi.is.


11.júl. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Reykjavík Dance Festival í septemberbyrjun

Reykjavík Dance Festival verður haldin 5. - 11. september næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er mjög glæsileg í ár og munu fremstu danslistamenn landsins koma fram.
03.júl. 2011 - 21:30 Gunnar Guðbjörnsson

Íslenski dansflokkurinn slær aftur í gegn í Austurríki

Á vef Félags íslenskra listdansara segir að Íslenski dansflokkurinn hafi fengið fimm stjörnur af sex mögulegurm hjá fyrir sýningu sína þegar flokkurinn sýndi í Linz í apríl síðastliðnum en nú hafi dansflokkurinn enn á ný slegið í gegn í Austurríki.
25.jún. 2011 - 21:06 Gunnar Guðbjörnsson

Verðum í liði með tónlistarmönnum - Steinunn Birna um deilumál varðandi Hörpu

Nú er liðinn um einn og hálfur mánuður síðan fyrstu opinberu tónleikarnir voru haldnir í Tónlistar-og ráðstefnuhúsinu Hörpu og óhætt að segja að í flestum tilfellum hafi reynslan verið góð. Menningarpressan tók Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra hússins tali og spurði hana út í fyrsta mánuðinn.
25.jún. 2011 - 16:00 Gunnar Guðbjörnsson

Elín Ósk og Jónas Þórir á Gljúfrasteini

Á morgun, sunnudag,  munu Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Jónas Þórir, píanóleikari koma fram á Gljúfrasteini. 
19.jún. 2011 - 19:30 Gunnar Guðbjörnsson

Svanur Láru Stefáns á TANZ IST í Austurríki

Íslenski dansflokkurinn sýndi á tveimur sýningum um síðustu helgi verkið Svaninn eftir Láru Stefánsdóttur á TANZ IST,  Samtímadanslistahátíðinni í Dornbirn í Austurríki.
16.jún. 2011 - 22:20 Gunnar Guðbjörnsson

Lér konungur sigurvegari á Grímunni 2011

Gríman 2011 var afhent í Borgarleikhúsinu í kvöld en sjónvarpað var beint á Stöð2 og blaðamaður Menningarpressunnar sat spenntur við viðtækið.

 

15.jún. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Katrín Hall semur dans fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance?

Í vef Félags íslenskra listdansara segir að listrænn stjórnandi Íslenska dansflokkins, Katrín Hall, hafi á dögunum haldið  til Englands til að semja fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance?
13.jún. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Tekur þátt í Belvedere keppninni í júlí - Heldur styrktartónleika á Seltjarnarnesi

Í júlíbyrjun verður alþjóðlega óperukeppnin "Hans Gabor Belvedere" keppnin haldin í Vínarborg. Eftir áheyrnarpróf í Íslensku óperunni hefur Ragnheiði Lilju Óladóttur verið boðið að taka þátt ásamt 140 öðrum söngvurum frá 50 löndum.
13.jún. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Víkingur Heiðar til Bayreuth á vegum Wagnerfélagsins

Víkingur Heiðar Ólafasson hefur hlotið styrk frá Wagnerfélaginu á Íslandi til að kynna sér óperuhátíðina í Bayreuth árið 2011.
08.jún. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Bragi Bergþórsson fastráðinn í Stralsund

Bragi Bergþórsson hefur gert samning við óperuhúsið í Stralsund í Þýskalandi og hefst samningur hans næsta haust.


07.jún. 2011 - 23:00 Gunnar Guðbjörnsson

Erna Ómars í Salamanca á Spáni

Erna Ómarsdóttir gerir það víðreist þessa dagana því á morgun sýnir hún dansverkið Teach us to Outgrow our Madness í Teatro Caja Duero í Salamanca á Spáni.
06.jún. 2011 - 23:00 Gunnar Guðbjörnsson

Listahátíð vel sótt

Listahátíð í Reykjavík 2011 lauk í gærkvöld en dagskráin í ár virðist hafa farið vel í landann. Fölbreytt dagskrá hátíðarinnar í ár stóð í sautján daga með tugum viðburða og þátttöku yfir fimm hundruð listamanna, meðal annars frá Kína, Slóvakíu, Spáni, Póllandi, Nígeríu, Frakklandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.


05.jún. 2011 - 11:00 Gunnar Guðbjörnsson

Bonney syngur ljóðaperlur eftir Schumann, Strauss og Grieg á einsöngstónleikum á Listahátíð 5. júní

Sópransöngkonan einstaka syngur ljóðaperlur eftir Schumann, Strauss og Grieg á einsöngstónleikum á Listahátíð 5. júní.04.jún. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Viðar Gunnarsson snýr aftur til Íslands - Viðtal við bassann

Viðar Gunnarsson hefur ekki verið áberandi hér á landi síðustu ár og því munu margir fagna því að hann snýr aftur til Íslands í sumar.  En Viðar ætlar ekki aðeins að eyða hér sumarfríinu, bassasöngvarinn er að flytja aftur til Íslands.
02.jún. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Tenórar enn á ný - Nú í Norðurljósum Hörpu

Annað kvöld, föstudagskvöldið 3. júní  kl. 20 verða  aukatónleikar  óperutónleika Tenóranna þriggja.  Tónleikarnir voru haldnir fyrir rétt rúmum mánuði til að kveðja hið ástsæla óperuhús „Gamla bíó“  sem þjónað hefur óperuunnendum til margra ára.  
02.jún. 2011 - 17:30 Gunnar Guðbjörnsson

Vilt ÞÚ syngja í Töfraflautunni? - Prufusöngur fyrir drengi og stúlkur

Íslenska óperan efnir til prufusöngs fimmtudaginn 9. júní fyrir þrjú hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart, sem frumsýnd verður í Hörpu í haust. Um er að ræða hlutverk „drengjanna þriggja“, „Drei Knaben“, sem koma töluvert við sögu í óperunni.
02.jún. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Beijing Dance Theater í Þjóðleikhúsinu í kvöld

Beijing Dance Theater, virtur dansflokkur frá Kína, er kominn til landsins og sýnir á Listahátíð í Reykjavík dansverk í Þjóðleikhúsinu í kvöld, uppstigningardag 2. júní.

 

31.maí 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jón Axel dansar vestanhafs

Frá því er greint á vef Félags íslenskra dansara að ballettdansarinn ungi Jón Axel Fransson dansi þessa dagan með  Konunglega Danska Ballettinum á ferð hópsins í Bandaríkjunum.
30.maí 2011 - 18:15 Gunnar Guðbjörnsson

Fyrsta óperuuppfærslan í Hörpu selst vel - Yfir 1000 miðar seldir á fyrsta degi

Miðasala á fyrstu óperusýningu Íslensku óperunnar í Hörpu fór heldur betur hressilega af stað í dag en alls seldust yfir 1000 miðar.


29.maí 2011 - 19:00 Gunnar Guðbjörnsson

Sex Pör í Tjarnarbíói

Á Listahátíð verður dans- og tónlistarveisla í Tjarnarbíói þar sem sex stutt dans- og tónverk verða frumflutt á einu kvöldi, á þriðjudagskvöld.
29.maí 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Óp-hópurinn í Salnum - Síðdegistónleikar á þriðjudag

Hinn stórskemmtilegi  Óp – hópur mætir í annað sinn til leiks í Salnum, þriðjudaginn 31.maí, með nýja og ferska efnisskrá.
28.maí 2011 - 22:30 Gunnar Guðbjörnsson

Helga Kolbeinsdóttir hlaut námsstyrk úr sjóð til minningar um Sigurð Demetz.

Á síðastliðnu ári var stofnaður styrktarstjóður til minningar um Sigurð Demetz og var aðalhvatamaður að sjóðnum Ólafur Magnússon vinur Demetz og fyrrverandi nemandi hans  í samstarfi við Söngskóla Sigurðar Demetz.
1 2 3 4 5 6