17. maí 2011 - 12:30Gunnar Guðbjörnsson

300 gestir koma til Íslands til að sækja óperutónleika í Hörpu

Frá Listahátíð í Reykjavík

Aðsóknin i tónlistarhúsið Hörpu hefur verið vonum framar en áætla má að allt að 40.000 gestir hafi þegar heimsótt húsið. 

Á vef Hörpu segir af þessari miklu aðsókn í húsið.  Búið er að selja mikinn fjölda miða á viðburði í Hörpu á næstunni en framundan er Listahátíð í  Reykjavík.  Hátíðin hefst  20. maí og er þegar uppselt  á marga viðburði á hana.

Alls sýna upplýsingar úr miðasölukerfi Hörpu að búið sé að afgreiða þrjátíu þúsund miða vegna viðburða fyrstu vikurnar eftir að það opnar. Töluverður áhugi er á viðburðum í húsinu erlendis frá en nefna má að 300 erlendir gestir koma hingað til lands til að hlýða á tónleika austurríska tenórsins Jonasarar Kaufman.

segir jafnframt á vef Hörpu.18.des. 2014 - 22:00

Elmar Gilberts, kynþokkafyllsti söngvari í Evrópu: „Sjálfstæði finnst mér ótrúlega kynþokkafullt“

Hann hefur verið kallaður kynþokkafyllsti óperusöngvari í heimi og Ísland er sannarlega fallið að fótum hans. Elmar Gilbertsson býr í Hollandi og starfar í óperuhúsum víða um heim og hefur hróður hans vaxið mikið síðustu ár. Þessi þokkatenór kemur þó reglulega til Íslands, bæði til að syngja, og til að kela við kærustuna sem er engin önnur en leikhúsgyðjan Selma Björns.
13.maí 2014 - 08:59

Óperan Ragnheiður fær glimrandi dóma erlendis

Breska mánaðarritið Opera Now, sem dreift er um allan heim, gefur óperunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og fer fögrum orðum um höfundana, söngvarana og listræna stjórnendur. Hljómsveit Íslensku óperunnar er sögð spila frábærlega undir stjórn Petri Sakari.
02.apr. 2014 - 15:46

Ekki lokið Nicht Fertig / Not Finished - Dagskrá 28. Listahátíðar í Reykjavík

Hanna Styrmisdóttir kynnti dagskrá hátíðarinnar. Titill Listahátíðar í ár kemur úr óvæntri átt, af kassa utan um verk listamanns sem tengist sögu íslenskrar myndlistar og Nýlistasafnsins náið. Titillinn segir það sem allir vita sem standa í sköpun af einhverju tagi, sem er að henni er aldrei lokið, segir Hanna Styrmisdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
25.mar. 2014 - 00:00

Skáldið og biskupsdóttirin - ný, frumsamin íslensk ópera og geisladiskur

Konsertuppfærsla á frumsaminni óperu á íslensku í fullri lengd um Hallgrím Pétusson „Skáldið og biskupsdóttirin“ og útgáfa á geisladisk með lögum úr óperunni. Í samvinnu við Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu hefur Alexandra Chernyshova samið óperu um Hallgrím Pétursson, prest og sálmaskáld og vináttu hans og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Frumsýnd 11.apríl.
22.mar. 2014 - 12:29

Ragnheiður slær öll óperumet - aukasýning í apríl

Vinsældum Ragnheiðar eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson viðbrugðið. Óperan Ragnheiður hefur heldur betur slegið í gegn og er nú orðin mest sótta íslenska óperan frá upphafi. Dómar um sýninguna hafa verið á einn veg og viðbrögð áhorfenda mikil.
16.mar. 2014 - 08:24

Barnaóperan Hans og Gréta sett upp af Óp-hópnum

Óp-hópurinn er nú í óðaönn að leggja lokahönd á uppsetningu sína á barnaóperunni Hans og Grétu eftir Humperdinck í Salnum í Kópavogi.  Með uppsetningunni vill hópurinn kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt. Þýðing Þorsteins Gylfasonar á verkinu notuð.
06.mar. 2014 - 07:00

Heillandi Ópera Gunnars Þórðarsonar - Stefán Ólafsson skrifar um Ragnheiði

Sýningin var öll hin glæsilegasta, raunar stórbrotin og mjög áhrifarík. Enda fögnuðu óperugestir lengi og innilega. Þetta var mikill sigur höfunda og flytjenda, skrifar Stefán Ólafsson á vefsvæði sitt á Eyjunni um óperuna Ragnheiði.
04.mar. 2014 - 14:25

Mikið fagnað á frumsýningu Ragnheiðar - ríkisstjórnin styrkir uppsetningu og upptöku

Óperan Ragnheiður var frumsýnd laugardaginn 1. mars og hefur fengið miklar öndvegis móttökur. Það ætlaði bókstaflega allt um koll að keyra er aðstandendur sýningarinnar sigu á svið í Eldborg í lok frumsýningarinnar og áhorfendur risu úr sætum og hrópuðu, klöppuðu og stöppuðu. Umsagnir gagnrýnenda sem birst hafa eru einnig ákaflega jákvæðar og bera þeir lof á verkið, flutninginn og sviðsetninguna. 
18.feb. 2014 - 11:25

Óperan um Ragnheiði Biskupsdóttur frumsýnd 1. mars

Miðasala er nú komin á fullt skrið á íslensku óperunni Ragnheiði, sem frumsýnd verður í Eldborg þann 1. mars næstkomandi. Óperan, sem er eftir tónlistarmanninn góðkunna Gunnar Þórðarson og rithöfundinn Friðrik Erlingsson, byggir á sannsögulegum íslenskum atburðum og fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, og ástarsamband hennar við kennara sinn, Daða Halldórsson.
07.feb. 2014 - 18:01

Nútímaballett frumsýndur á Safnanótt

Í kvöld á Safnanótt verður frumsýndur frumsaminn nútímaballett sniðinn sérstaklega að húsakynnum Borgarskjalasafns. Verkið er samið af nemendum á framhaldsstigi og kennurum Klassíska listdansskólans en hann heldur nú upp á 20 ára afmæli sitt (www.ballet.is).
04.feb. 2014 - 07:48

Sviðslistahópurinn Hello!earth - keðja í samtímadansi á Norðurlöndum og Eystrasalti

Sviðslistafólkið í Hello!earth.

Sviðslistahópurinn Hello!earth hefur dvalið á Egilsstöðum síðustu þrjár vikur á vegum Wilderness dance verkefnisins sem er hluti af keðju, tengslanets í samtímadansi á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Hello!earth hópurinn samanstendur af listafólki frá Danmörku, Þýskalandi, Brazilíu og Portúgal með mismunandi bakrunn, svo sem í sviðlist, dans-, mynd- og leiklist auk líffræði og félagsvísindum.

21.jan. 2014 - 17:54

Verdi og aftur Verdi - Sýning um líf og list Verdis aftur í Salnum

Tvö hundruð ár frá fæðingu Verdis. Sýning Óp-hópsins endurtekin í Salnum. Óp-hópurinn er hópur ungra óperusöngvara sem hafa vakið mikla athygli, enda á ferðinni mikið úrval ungra listamanna. Vegna fjölda áskorana verður sýning Óp-hópsins í samstarfi við Vonarstrætisleikhús þeirra Vigdísar Finnbogadóttur og Sveins Einarssonar endurtekin 24. janúar næstkomandi í Salnum í Kópavogi.
19.jan. 2014 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Dísella syngur á móti Rene Fleming - sópran á heimsmælikvarða

Dísella Lárusdóttir, sópran, starfar nú við Metropolitan Óperuna í New York í Bandaríkjunum. Þessa dagana er hún að æfa hlutverk einna skógardísanna í Rusölku eftir Dvorak, en í aðal hlutverki uppsetningarinnar er hin heimsfræga sópransöngkona, Rene Fleming. Frumsýning á Rusölku verður 23. janúar. 
03.des. 2013 - 09:00

Hæfileikarík börn í Hofi

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri menningarhússins Hofs. Barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn verður haldin í Hofi í febrúar en markmiðið með hátíðinni er á meðal annars að stuðla að auknu samstarfi þeirra sem koma að menningarstarfi fyrir börn og með börnum. Öll börn á Norðurlandi geta tekið þátt í hæfileikakeppni á vegum Hofs og verður völdum þátttakendum boðið að koma fram á hátíðinni.
21.okt. 2013 - 11:00 Bryndís Schram

Karlmannslausar konur - í Gamla bíói

Hús Bernhörðu Alba er magnað leikhúsverk, ólgandi af lífi  og ljúfsárum skáldskap.  Þetta er glæsileg sýning – afrek við fátæklegar aðstæður í lítlu leikhúsi, segir Bryndís Schram í ítarlegum og stórskemmtilegum leikdómi um Hús Bernhörðu Alba í Gamla Bíói.
25.sep. 2013 - 14:50

Danshöfundur Michael Jackson dæmir Street dance keppnina á Íslandi

Myndir af vefsíðu Karolina Fund Eina danskeppni sinnar tegundar á Íslandi, þar sem keppt er í öllum virkum street dansstílum á landinu, fer fram dagana 21.- 26. október næstkomandi. Keppt verður í dansstílum eins og Hiphop, Dancehall, Waacking, Break og Popping og munu tveir dansarar mætast í einvígi.
13.ágú. 2013 - 16:00 Ruth Ásdísardóttir

„Rómeó og Júlía okkar Íslendinga“ - Friðrik Erlingsson og Gunnar Þórðarson setja upp óperuna Ragnheiður

Ég finn hús FÍH á Rauðagerði nokkuð auðveldlega, þó ég verði að viðurkenna að ég hefi eiginlega aldrei komið inn í þetta hverfi áður. Í húsi FÍH fer fram æfing fyrir óperuna Ragnheiður sem verður frumsýnd í Skálholti föstudaginn 16. Ágúst. Ég er búin að mæla mér mót við Friðrik Erlingsson, en hann er annar höfundur verksins ásamt Gunnari Þórðarsyni.
11.ágú. 2013 - 14:00 Ruth Ásdísardóttir

„Var oft kölluð Sálsöngkonan“ - Sólrún Braga óperusöngkona hefur stundað söngheilun í mörg ár

Sólrún Bragadóttir er mörgum tónlistar- og óperuunnendum að góðu kunn. Hún hefur sungið út um allan heim og hafa Íslendingar oft fengið tækifæri til þess að sjá Sólrúnu á íslensku sviði. Meðal verka sem hún hefur tekið þátt í hér heima eru til dæmis Cosi Fan Tutti eftir Mozart (1997), La Boheme eftir Puccini (2001) og Pagliacci eftir Leoncavallo (2008). Fyrir utan klassískar uppákomur hefur Sólrún auk þess verið að fást við annars konar söng, en það er söngheilun. Í byrjun september ætlar hún að bjóða upp á helgarnámskeið í sérstakri Bel Canto sálarhljómun.
15.júl. 2013 - 20:57

Ragnheiður – ný íslensk ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson

Það er glæsilegur hópur einsöngvara sem flytur óperuna um Ragnheiði Óperan Ragnheiður verður frumflutt í konsertformi í Skálholtskirkju á þrennum tónleikum, dagana 16., 17. og 18. ágúst, undir stjórn Petri Sakari, Finninn Petri Sakari er Íslendingum vel kunnur fyrir frábær störf sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands árin 1988-1993 og aftur frá 1996-1998.
07.mar. 2013 - 11:30

Komdu og fylgdu Lísu niður í kanínuholuna í beinni útsendingu

Christopher Wheeldon sameinar upplifun leikhússins og ballettsins í þessu einstaka meistaraverki. Háskólabíó ætlar að sýna ballettinn Ævintýri Lísu í Undralandi í beinni útsendingu, fimmtudaginn 28. mars kl. 19.15 Um er að ræða aðeins þessa einu sýningu, en ballettinn er eftir Christopher Wheeldon, en hér sameinar hann upplifun leikhússins og ballettsins í þessu einstaka meistaraverki. Ballettinn hefur fengið frábærar viðtökur og fengið einróma lof gagnrýnenda.
06.nóv. 2012 - 13:49

Epískt stórvirki í fimm hlutum eftir Berlioz í Háskólabíó

Óperan Les Troyens eftir Berlioz verður sýnd í Háskólabíó þann 17. nóvember kl. 16:00 og verður aðeins þessi eina bíósýning. Les Troyens er í leikstjórn David McVicar og fjallar óperan um fall Trojuborgar og ástarsamband þeirra Enée og Didon sem leikin eru af þeim Bryan Hymel og Evu-Mariu Westbroek.  Ítalska sópransöngkonan Anna Caterina Antonacci fer með eitt burðarhlutverkið og hljómsveitinni stjórnar Antonio Pappano.
12.apr. 2012 - 15:20

Dagskrá Listahátíðar kynnt í dag og miðasala hafin á alla viðburði


Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní og fyllir vorkvöldin löng með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá sem Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar, kynnti í dag. Dagskrá hátíðarinnar í ár er klassísk og framsækin í senn og verða á hátíðinni frumflutt ný verk í öllum listgreinum og efnt til spennandi samvinnu milli listamanna, listgreina og áhorfenda.
14.mar. 2012 - 16:00

Opin kynning á Reykjavík Dance Festival 2012

Talið verður í Reykjavík Dance Festival 2012 á Dansverkstæðinu á morgun, fimmtudaginn 15.mars kl. 21. Haldin verður opin kynning á sérstakri útfærslu hátíðarinnar sem mun bera yfirskriftina A Series of Event. Dans-karókí, bókaútgáfa, drykkir og allir velkomnir.
14.mar. 2012 - 09:00

La Bohème frumsýnd í Eldborg

Ljósmyndari: Gísli Egill Hrafnsson. Hið ódauðlega meistaraverk, óperan La Bohème eftir Puccini, verður frumsýnd föstudaginn 16. mars kl. 20 í Eldborg í Hörpu. Hér er um að ræða aðra sýningu Íslensku óperunnar í hinum nýju húsakynnum, en skemmst er að minnast fyrstu uppsetningarinnar, Töfraflautunnar, sem 13.000 manns sáu síðastliðið haust. 
08.mar. 2012 - 15:10

Foxillur Friðrik: Illgirnin svo augljós - Eins og holdgervingar illskunnar - Eru einu vitleysingarnir á verkinu

Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson segir gagnrýnendur RÚV holdgervinga illskunnar. Rangfærslur á rangfærslur ofan hafi verið í gagnrýni þeirra á Vesalingana og þau hafi afhjúpað fávisku sína.
01.mar. 2012 - 13:42

Forstjóri Hörpu hættir: Rétt að sigla á önnur mið - Stýrir þar til nýr forstjóri verður ráðinn

Höskuldur Ásgeirsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri fasteignafélags og rekstrarfélags Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og tengdra félaga frá og með 1. febrúar 2012
07.des. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Töfraflautusöngvarar í Frostrósum Klassík -Hulda Björk og Kolbeinn um jólin og tónleikana

Þó fyrsta umferð Frostrósa sé yfirstaðin í Hörpu eru Frostrósir Klassík enn í undirbúningi en um næstu helgi verða tónleikar þar sem fjölmennur hópur listamanna kemur fram.
03.des. 2011 - 22:18

Klukkur Kvennakórs Garðabæjar klingja á mánudagskvöld í Digraneskirkju

Kvennakór Garðabæjar heldur Aðventutónleika sína í Digraneskirkju mánudagskvöldið 5. desember í Digraneskirkju.
02.des. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Dansgjörningur í dag í Hafnarhúsinu

Í dag, föstudaginn 2. desember kl. 16 sýnir Sigríður Soffía Níelsdóttir dansgjörninginn Hreyfingar flugdreka í D- sal Hafnarhússins en viðburðurinn er hluti af sýningu Bjarkar Viggósdóttur, Flugdrekar.

 

01.des. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jólatónleikar Kristjáns Jóhannssonar í Hallgrímskirkju 18. desember

Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson heldur sína árlegu jólatónleika í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 18.desember kl 20:00