23. ágú. 2011 - 14:00Gunnar Guðbjörnsson

Þrjár bækur frá Uglu

Frá Uglu

Bókafélagið Ugla hefur gefið út þrjár nýjar barnabækur, Láttu mig í friði, Næstum ósýnileg og Bumban.

Láttu mig í friði. Saga um strák sem lærir að rísa upp gegn einelti eftir Kes Gray og myndskreytinn Lee Wildish. Ungur drengur verður fyrir einelti en eignast vini sem sýna honum umhyggju og hjálpa honum að rísa upp gegn risanum sem hrellir hann. Áhrifarík og fallega myndskreytt saga eftir breska verðlaunahöfunda þar sem tekist er á við erfitt viðfangsefni með hugljúfum hætti. Hentar einkar vel þegar fjalla á um einelti í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla.

Næstum ósýnileg í bókaflokknum um Kalla og Lóu eftir verðlaunahöfundinn og myndskreytinn Lauren Child.
Kalli á litla systur sem heitir Lóa sem er lítil og mjög klár. Hún vill alltaf fá að vita hvað hann er að gera og vill aldrei vera neins staðar án hans. Þegar hann ætlar að vera einn með vini sínum Matta eltir Lóa þá á röndum með dúkkuvagn og tístandi kanínu. Lóa traðkar á geimskipum, kanínan fælir burt furðuskepnur og saman eru þær til vandræða. En þá snýst leikurinn við og þökk sé Lóu komast þeir að því að ósýnileika-töfradrykkurinn þeirra virkar í alvörunni og að furðuskepnur vilja ekki láta elta sig uppi en að þær elska teboð.
Lauren Child hefur unnið til allra helstu barnabókaverðlauna í Bretlandi og bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda. Næstum ósýnileg er fyrsta Kalla og Lóu bókin á íslensku en sjónvarpsþættir um systkinin hafa verið sýndir hér á landi.

Bumban. Sagan um það hvað mamma þín elskar þig mikið eftir Mij Kelly með myndskreytingum eftir Nicholas Allan. Bumban er sagan um hvað mamma þín elskar þig mikið og hvernig hún byrjaði að elska þig áður en þú fæddist. Hún er sagan um mömmu þína áður en þú hittir hana fyrst og hefst daginn þegar heimur hennar breyttist og hún sá að hún var komin með smá bumbu. Bumban er hugljúf og skemmtileg bók um hið stórkostlega kraftaverk þegar barn fæðist í heiminn.31.ágú. 2016 - 14:00 Kynning

Nýjar bækur: NORN!

Pabbi hefur eignast kærustu. Hún er með sítt hár, sítt, grænt og úfið hár. Og skemmdar tennur. Vörtur. Uppmjóan hatt. Það er brennisteinslykt af henni. Hún er NORN!
02.nóv. 2015 - 15:54 RaggaEiríks

Furðulegir atburðir: Ný barnabók Gerðar Kristnýjar fjallar um dularfullar dúkkur

Gerður Kristný hefur sent frá sér nýja barnabók. Hún heitir Dúkka og er spennandi og afar vel skrifuð saga um Kristínu Kötlu sem eignast dúkku sem er ekki eins blíð og góð og í upphafi mætti ætla.
19.des. 2013 - 20:00

Músin hennar Elísabetar flýgur út ... á skottinu

Elísabet Jökulsdóttir og Músin sem flaug á skottinu / Teikning eftir Jóhönnu Líf Músin sem flaug á skottinu er nítjánda bók skáldkonunnar Elísabetar Jökulsdóttur. Elísabet gaf út sína fyrstu bók, Dans í lokuðu herbergi, árið 1989 og síðan þá hefur hún sent reglulega frá sér ljóð, sögur og skáldsögur. Músin sem flaug á skottinu er hennar fyrsta barnabók og hefur hún að sögn höfundar hlotið góðar viðtökur.
09.feb. 2012 - 11:15

Gói og Baunagrasið frumsýnt á laugardaginn

Baunagrasið í samstarfi við Borgarleikhúsið kynnir Góa og Baunagrasið. Verkið verður frumsýnt á litla sviðinu laugardaginn 11. febrúar kl. 13:00
08.des. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Bókabeitan stefnir að því að efla bóklestur barna og unglinga

Bókabeitan  er nýstofnuð bókaútgáfa sem hefur að yfirlýstu markmiði að efla bóklestur barna og unglinga.
06.des. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Harpa Dís er 18 ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og gefur út sína aðra bók

Barna-og unglingabókin Fangarnir í trénu eftir Hörpu Dís Hákonardóttur er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku en hún er sjálfsætt framhald bókarinnar Galdrasteinninn eftir sama höfund sem kom út árið 2009.
06.des. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Stígvélaði kötturinn úr Shrek nú í sinni eigin mynd

Kvikmyndin Puss in Boots verður  frumsýnd  föstudaginn 9. desember hjá Sambíóunum.
02.des. 2011 - 19:30 Gunnar Guðbjörnsson

Aðventustundir í Grasagarðinum - viðburðarík helgi í Café Flóru

Aðventuhelgina 3.-4. desember verður margt skemmtilegt um að vera í Grasagarðinum í jólaljósadýrð og aðventustemningu.
02.des. 2011 - 18:05

Sigrún Eldjárn hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Sigrún Eldjárn. Sigrún Eldjárn rithöfundur og myndlistarmaður hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2011. Frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður dómnefndar, kynnti verðlaunahafann við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Sigrúnu áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna.
30.nóv. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Artúr bjargar jólunum frumsýnd á föstudaginn

Á föstudag frumsýnir myndin Artúr bjargar jólunum en hér er á ferðinni stórskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna sem afhjúpar loksins leyndarmálið sem öll börn hafa velt fyrir sér; hvernig í ósköpunum fara jólasveinarnir að því að afhenda allar þessar gjafir á einni nóttu?
27.nóv. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Bráðsnjöll bók fyrir börnin – allt um íslensku húsdýrin

Út er komin bráðskemmtileg barnabók, Íslensku húsdýrin og Trölli eftir Bergljótu Arnalds.


27.nóv. 2011 - 10:30 Gunnar Guðbjörnsson

Brandarar, Jókim Aðalönd, Jólasyrpa og fleira

Edda gefur út bækur úr smiðju Disney fyrir yngri kynslóðina.


26.nóv. 2011 - 17:30 Gunnar Guðbjörnsson

Fjölskyldusmiðja á aðventu í Listasafni Íslands

Leiðsögn og listsmiðja fyrir börn (5 – 9 ára) sunnudaginn 27. nóvember kl. 14 – 15 í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7.

26.nóv. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Árleg aðventusýning Þjóðleikhússins nú sýnd sjöunda leikárið í röð!

Sjöundu aðventuna í röð sýnir Þjóðleikhúsið ævintýrið Leitina að jólunum en sýningarnar hefjast á morgun, sunnudag. Að jafnaði verða þrjár sýningar hvern laugardag og sunnudag kl. 11, 13 og 14:30 allar helgar til jóla.

26.nóv. 2011 - 11:00 Gunnar Guðbjörnsson

Árviss Grýlugleði á Skriðuklaustri

Hin árvissa Grýlugleði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri verður haldin á morgun,  sunnudaginn 27. nóvember, á fyrsta sunnudegi í aðventu, kl. 14.00.
26.nóv. 2011 - 08:00 Gunnar Guðbjörnsson

Bjálfansbarnið og bræður hans

Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt jólaleikrit í Listakaupstað á Ísafirði um helgina.

24.nóv. 2011 - 11:00 Gunnar Guðbjörnsson

Keppt upp á líf og dauða – æsispennandi unglingabók

Hungurleikarnir er fyrsta bók í þríleik eftir Suzanne Collins. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda undangengin ár, vermt efstu sæti metsölulista og hlotið bestu meðmæli ritdómara.
23.nóv. 2011 - 13:30 Gunnar Guðbjörnsson

Rikka og töfrahringurinn í Japan

Rikka og töfrahringurinn er ný barnabók eftir Hendrikku Waage kemur út nú í vikunni hjá bókaútgáfunni Sölku.


22.nóv. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Auður og gamla tréð - Jógabók fyrir börn

Barnabókin Auður og gamla tréð - Jógabók fyrir börn eftir Evu Rún Þorgeirsdóttir og Stellu Sigurgeirsdóttur kemur út hjá bókaútgáfunni Sölku nú í vikunni.
20.nóv. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Háskalegur huldutryllir – Byggja skal björgin, blóðinu blanda –

Út er komin bókin Ríólítreglan eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
19.nóv. 2011 - 08:00 Gunnar Guðbjörnsson

Barnabókahátíð Forlagsins er í dag

Barnabókahátíð Forlagsins verður haldin í Iðnó í dag, laugardaginn 19. nóvember þar sem verður líf og fjör milli klukkan 14 og 17.


18.nóv. 2011 - 08:00 Gunnar Guðbjörnsson

Skrímsli í Börnum og menningu

Hausthefti Barna og menningar kemur út í vikunni. Blaðið er í þetta sinn helgað litla og stóra skrímslinu hennar Áslaugar Jónsdóttur, bókagerðarkonu.
16.nóv. 2011 - 08:00 Gunnar Guðbjörnsson

Norðlingaskóli og Laugalækjaskóli sigruðu á síðasta undanúrslitakvöldi Skrekks

Norðlingaskóli og Laugalækjaskóli  sigruðu fjórða og síðasta undankvöld Skrekks í gærkvöld.

15.nóv. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Langholtsskóli og Réttarholtsskóli mæta á úrslitakvöldið þann 21. nóvember

Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöld og voru það Langholtsskóli og Réttarholtsskóli sem urðu hlutskarpastir.

15.nóv. 2011 - 10:00 Gunnar Guðbjörnsson

Grunnskólabörnum boðið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu

Í dag og á fimmtudag verður grunnskólabörnum boðið að heimsækja Hörpu og hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands.
13.nóv. 2011 - 08:00 Gunnar Guðbjörnsson

Gullfalleg bók fyrir börnin – um það að vera öðruvísi en hinir

Hvíta hænan er ný  bók sem komin er út frá Forlaginu.
 

12.nóv. 2011 - 18:00 Gunnar Guðbjörnsson

Litlu greyin - Loksins fáanleg aftur!

Guðrún Helgadóttir hlaut Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur 1994 fyrir bók sína Litlu greyin.  Í tilkynningu segir að bókin hafi lengi verið ófáanleg en er nú loksins endurútgefin.

12.nóv. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Skúli í jólastuði! – Skelfilega snjöll og pínlega prakkaraleg

Hjá Forlaginu er  komin út bókin Skúli skelfir og jólaleikritið

11.nóv. 2011 - 09:30 Gunnar Guðbjörnsson

Barnamenningarhátíð í Hofi

Menningarhúsið Hof efnir til barnamenningarhátíðar sunnudaginn 13. nóvember næstkomandi.

09.nóv. 2011 - 16:25 Gunnar Guðbjörnsson

114 teikningar bárust í teiknimyndasamkeppni Listasafns Reykjavíkur

Vinningshafar í teiknimyndasamkeppni Listasafns Reykjavíkur verða kynntir á sýningu í Hafnarhúsinu næsta laugardag 12. nóvember.


09.nóv. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Árbæjarskóli og Víkurskóli komnir í úrslit Skrekks

Dómnefnd ákvað eftir spennandi keppni í  gærkvöld að Árbæjarskóli og Víkurskóli færu áfram á úrslitakvöld skrekks þann 21. nóvember næstkomandi.
08.nóv. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Skessudagar í þriðja sinn í Reykjanesbæ

Um næstu helgi verða Skessudagar haldnir í 3. sinn í Reykjanesbæ, nánar tiltekið dagana 12. og 13 nóvember..

 


08.nóv. 2011 - 11:30 Gunnar Guðbjörnsson

Hólabrekkuskóli og Háteigsskóli voru fyrstir að tryggja sér sæti í úrslitum

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2011 fór fram í kvöld fyrir troðfullu húsi í Borgarleikhúsinu. Á sviðið mættu sjö vel undirbúnir skólar með sjö frábær atriði, að þessu sinni voru það Hólabrekkuskóli og Háteigsskóli sem fóru áfram í úrslit.
06.nóv. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Agnar Smári : Tilþrif í tónlistarskólanum

Barnabókin Agnar Smári : Tilþrif í tónlistarskólanum eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku.
05.nóv. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Svörin við spurningum stelpnanna

Út er komin hjá Veröld bókin Stelpur A-Ö – Upplýsingabrunnur fyrir  forvitnar stelpur eftir Kristínu Tómasdóttur.

05.nóv. 2011 - 18:20 Gunnar Guðbjörnsson

Geta krakkar í alvörunni bjargað heiminum?

Komin er út ný hressandi fantasíusaga fyrir börn og unglinga og er bókin sú fyrsta í þriggja bóka seríu eftir John Stephens.  Bókin er full af fjöri, húmor og tilfinningum.05.nóv. 2011 - 15:20 Gunnar Guðbjörnsson

Fimmtán ára fiðlunemandi leikur Árstíðirnar eftir Vivaldi á Ísafirði

Á morgun, sunnudaginn 6.nóvember kl. 15:00 verður eitt þekktasta og vinsælasta verk tónbókmenntanna, Árstíðirnar fjórar eftir Antonio Vivaldi, fluttar í Hömrum á Ísafirði.
05.nóv. 2011 - 13:40 Gunnar Guðbjörnsson

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu

Á morgun, sunnudaginn 6. nóvember kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni hugsuð fyrir börn á aldrinum 8-11 ára.
02.nóv. 2011 - 16:30 Gunnar Guðbjörnsson

Dagbók frá Dalvík – Fjörug og skemmtileg barnabók

Dagbók Ólafíu Arndísar er ný barnabók frá Kristjönu Friðbjörnsdóttur.
30.okt. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Söngur Guðsfulgsins - Ísak Harðar og Helgi Þorgils sameina krafta sína í barnabók

Bókaútgáfan Uppheimar hefur gefið út  barnabókina Söngur Guðsfuglsins eftir Ísak Harðarson með myndskreytingum eftir Helga Þorgils Friðjónsson.

30.okt. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Ævintýri í höllinni – ný bók um forsetann, prinsessuna og félaga

Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf er ný bók eftir eftir Gerði Kristnýju.
 


27.okt. 2011 - 19:00 Gunnar Guðbjörnsson

Eldum saman - Íslensk matreiðslubók handa krökkum

Bókafélagið Ugla hefur gefið út bókina Eldum saman eftir Guðmund Finnbogason.

27.okt. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Töfraheimur Múmíndals

Múmínsnáðinn á afmæli er  litrík sögubók fyrir yngstu börnin sem komin er út hjá Forlaginu.


26.okt. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Nýttu tímann vel í listasmiðju Gullkistunnar

Stúlkurnar ungu sem tóku þátt í listasmiðju Gullkistunnar á laugardaginn nýttu vel hvert augnablik.

23.okt. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Carpe Diem

CARPE DIEM  - unglingabók eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur og Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku.


23.okt. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Seiðkonan - Þriðja bókin um Nicolas Flame

Seiðkonan er þriðja bókin í bókaflokki Michaels Scott um hinn ódauðlega Nicolas Flamel en áður hafa komið út á íslensku Gullgerðarmaðurinn og Töframaðurinn. Bækurnar fara sigurför um heiminn og kvikmyndir byggðar á bókaflokknum eru í deiglunni.

20.okt. 2011 - 15:30 Gunnar Guðbjörnsson

Sígilt barnaefni – Sagnadansar og lausavísur handa börnum

Út er komin bókin Dans vil ég heyra en hún hefur að geyma sagnadansa og lausavísur sem Eva María Jónsdóttir valdi.
19.okt. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Indverskur gestur hjá Gullkistunni - Listasmiðja fyrir börn og opið hús

Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi fólk á Laugarvatni heldur listasmiðju fyrir börn á öllum aldri laugardaginn 22. október í Eyvindartungu við Laugarvatn.


18.okt. 2011 - 16:30 Gunnar Guðbjörnsson

Fótboltasaga frá Gunnari Helga - Spennandi, drepfyndin og pínu sorgleg

Út er komin hjá Forlaginu bókin Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason.


17.okt. 2011 - 19:30 Gunnar Guðbjörnsson

Byrjar á Tomma og Jenna - Páll Óskar aftur í Bíó Paradís

Páll Óskar Hjálmtýsson snýr aftur í Bíó Paradís eftir afar vinsælar kvikmyndauppákomur sínar á síðasta starfsári.