Sígild tónlist Til baka á Menningarpressan

19. feb. 2011 - 20:00Gunnar Guðbjörnsson

Njálsbrenna tónmenningar og listalífs á Íslandi? - Njáll Sigurðsson skrifar

Frá Njáli Sigurðssyni

Njáll Sigurðsson hefur sent Menningarpressunni þessa ítarlegu grein þar sem hann skrifar um aðför
yfirvalda að listum og menningu.  Njáll er tónlistarmaður og fyrrverandi námstjóri í tónmennta- og tónlistargreinum.

Inngangsorð: Njálsbrenna 1000 ára.

Hér stýrir lyklaborði eftirlaunakarl, heitinn eftir vitrum manni og sögufrægum sem brenndur var inni á bæ sínum að Bergþórshvoli fyrir margt löngu. Þeirrar frægu brennu mun ætlunin að minnast í sumar með viðeigandi hætti í Sögusetrinu að Hvolsvelli í Rangárþingi austur, og e.t.v. víðar. Tilefnið er það að liðin eru nákvæmlega 1000 ár frá Njálsbrennu, eftir því sem talið er af fræðimönnum. Það verður Njálsbrennuhátíð og menningarveisla austur í Hvolsvelli um verslunarmannahelgina í sumar.

Upphaf tónlistarnáms - Tónlistarskóli Rangæinga.
Undirritaður hefur um mestalla ævina fengist við störf á sviði tónlistar og tónlistarfræðslu. Fékk sína fyrstu tilsögn hjá prestsfrúnni í Holti undir Eyjafjöllum, lærði fyrstu tónana á harmóníum og blokkflautu, þá 10 ára að aldri. Þetta var á árunum 1954-55. Um áramótin 1955-56 var ákveðið, fyrir forgöngu Björns Fr. Björnssonar sýslumanns, að stofnaður skyldi Tónlistarskóli Rangæinga og yrði hann til húsa í Hvolsskóla, rétt austan við læknissetrið og kirkjuna að Stórólfshvoli. Þetta skólahús stendur enn og einnig íbúðarhús skólastjórahjónanna. Þar er nú stunduð ferðaþjónusta.
Prestsfrúin í Holti, hugsjónakonan frú Hanna Karlsdóttir, eiginkona séra Sigurðar Einarssonar sóknarprests, skálds og útvarpsmanns, var driffjöður í söngstarfi kirkjunnar og var í forystu í Kirkjukórasambandi Íslands. Fyrsta veturinn sem tónlistarskólinn starfaði, hafði frú Hanna frumkvæði að því að aka um sveitir Eyjafjalla á Willys-jeppa þeirra hjóna, sækja þar heilan bílfarm af misjafnlega músíkölskum krökkum, fara einu sinni í viku, á miðvikudögum að mig minnir, með allan skarann út í Hvolsvöll í spilatíma. Þar beið hún á meðan við vorum í tímum og flutti okkur svo aftur heim undir kvöldið. Aldrei féll niður skólaferð þennan vetur, hvernig sem viðraði.
Fyrsti kennari skólans var Guðmundur Gilsson, ungur myndarlegur maður, nýráðinn organisti, kórstjóri og tónlistarskólastjóri á Selfossi. Hann kom með fyrsta mjólkurbílnum í bítið að morgninum, kenndi síðan allan daginn krökkum víða að úr héraðinu. Fékk svo bílfar heim um kvöldið. Pálmi Eyjólfsson sýsluskrifari, annar af helstu hvatamönnum Tónlistarskólans, skutlaði Guðmundi á eign bíl heim á Selfoss um kvöldið. Og ekki gat kennarinn unnið þennan langa vinnudag án þess að fá einhverjar góðgerðir. Það var auðleyst, hann borðaði hádegismatinn hjá Margréti Ísleifsdóttur, eiginkonu Pálma á gestrisnu heimili þeirra á Hvolsveginum. Sagnir herma að krakkarnir, börn Pálma og Margrétar, hafi hlakkað alveg sérstaklega til miðvikudaganna, því þá var ævinlega eitthvað mikið gott að borða. Þegar á daginn leið, einkum um kaffileytið, var kennarinn orðinn þreyttur eftir langan og erfiðan vinnudag, stundum jafnvel syfjaður. En að kvöldi fóru allir ánægðir heim. Af greiðslum fyrir akstur nemenda og kennara, einnig fyrir fæði kennarans, fer engum sögum. Þetta merka hugsjónastarf var byggt upp og unnið af framsýnu forystufólki úr heimbyggð.  Að mestu eða öllu án endurgjalds. Gert fyrir listina, þó ung væri í þessari mynd í héraðinu. Af áhuga, einlægni og fórnfýsi.
Þennan fyrsta vetur voru nemendur Tónlistarskólans um 25-30 talsins, eftir því hvort talið var við upphafið eða undir lok vetrarstarfsins. Slík vetrarafföll verða enn í skólum, ekki síst tónlistarskólum. Í hljóðfæraleik var aðallega kennt á orgel (harmóníum) og píanó. Einnig var kennd tónmennt og sumir krakkarnir lærðu á blokkflautu. Hópur nemenda í Hvolsskóla lærði að spila á heimasmíðuð ásláttarhljóðfæri (á síðari tímum nefnd Orff-hljóðfæri) svo sem tréspil og þríhorn og jafnvel fleiri einföld og auðsmíðuð hljóðfæri. Meðal nemenda í Hvolsskóla þennan vetur var handlaginn og músíkalskur strákur, Gunnar Þórðarson að nafni. Hann varð seinna landskunnur tónlistarmaður, gítarleikari, tónskáld og forystumaður í frægum popp-hljómsveitum, einkum þeirri sem kennd var við Keflavík og samhljóma tónlistarinnar. Forgöngu um hljóðfærasmíði og hljómsveitarleik nemendanna höfðu skólastjórahjónin í Hvolsskóla, Trúmann Christiansen og kona hans frú Birna Christiansen.
Um vorið voru haldnir eftirminnilegir lokatónleikar. Þá spilaði undirritaður upp úr Organtónum Brynjólfs Þorlákssonar lítið en áhrifamikið lag úr tónlistarsvítu Edwards Grieg við leikritið um Pétur Gaut. Nefnist það: „Dauði Ásu“ og mun í þessu alkunna safnriti hafa verið í umritun fyrir harmóníum eftir útgefandann, Brynjólf Þorláksson fyrrum organista við Dómkirkjuna í Reykjavík. Flutningur minn tókst vonum framar, að loknu ekki lengra námi. Eftir síðustu örveika hljómana varð drykklöng þögn og svo algjör, að það hefði bókstaflega mátt heyra saumnál detta. Tónleikagestum hefur líklega heyrst sem sú gamla í leikritinu myndi vera ekki minna en steindauð, svo eftirminnileg var þessi þagnarstund. Og nægjanlega löng var hún til að hæfa tilefninu og stemningunni eftir lok þessa litla tónverks.
Svo skemmtilega vill til að varðveist hefur lýsing á þessum lokatónleikum í dagbókardrögum tengdamóður minnar frú Laufeyjar Guðjónsdóttur, eiginkonu Magnúsar Kristjánssonar, stjórnanda Kaupfélags Rangæinga í Hvolsvelli á þessum árum. Laufey söng í kirkjukórnum í Stórólfshvolskirkju og var einnig ein af dyggu stuðningsfólki tónlistarskólans. Hún segir svo frá:
Í dag, 28. apríl 1957 var Tónlistarskóla Rangæinga sagt upp í fyrsta sinn, en hann var stofnaður í haust og hafa sótt hann um 30 nemendur í vetur. Aðal hvatamaður að stofnun skólans er Björn sýslumaður, en kennari Guðmundur Gilsson frá Selfossi. Dagurinn í dag var yndislegur. 11 börn komu fram og léku á orgel, sitt lagið hvert og var auðheyrt að börnin hafa stundað skólann af miklum áhuga. Mesta hrifningu vakti leikur Njáls Sigurðssonar frá Krossi, en hann spilaði „Dauði Ásu“. Svanfríður spilaði „Þegar sól vermir jörð“.
Megi sólin jafnan verma þennan unga gróður.
Stofnun þessa skóla og starfsemi hans allt til þessa dags, var og hefur verið mörgum nemandanum mikilvægt upphaf á leiðinni um veg listarinnar, sem síðar getur þó reynst bæði misjafnlega greiðfær, einnig misbeinn og misbreiður. Tveir af nemendum tónlistarskólans, sem þennan fyrsta vetur sátu í jeppa prestshjónanna í Holti, náðu svo langt að gera tónlistina að sínu ævistarfi. Undirritaður er annar af þeim. Hinn nemandinn er Anna Magnúsdóttir frá Hvammi, sem um áratugi var kennari við Tónlistarskóla Rangæinga en varð að láta af störfum fyrir nokkru, vegna heilsubrests og fötlunar. Meðal þekktra tónlistarmanna sem seinna hófu námsferil sinn í skólanum, má nefna Elínu Ósk Óskarsdóttur frá Lambhúshól undir Eyjafjöllum. Hún hefur getið sér gott orð hér heima á Íslandi og í útlöndum, sem óperusöngvari, söngkennari og kórstjóri.
Hér verður ekki nafngreint allt það ágæta fólk sem starfað hefur við Tónlistarskóla Rangæinga þau rúmlega 50 ár sem liðin eru frá stofnun hans, sem kennarar, skólastjórar eða stjórnendur kóra og hljómsveita. Þó verð ég að nefna hér heiðurs- og dugnaðarhjónin Sigríði Sigurðardóttur frá Steinmóðarbæ og Friðrik Guðna Þórleifsson. Árin sem þau stýrðu skólanum voru eitt mesta uppgangstímabilið í sögu hans. Annað blómaskeið í sögu skólans var í skólastjóratíð Agnesar Löve. Síðast en ekki síst vil ég nefna Þorgerði Jónu Guðmundsdóttur, skólasystur mína og húsfreyju á kirkjustaðnum Ásólfsskála. Hún hefur um um langt árabil verið driffjöður í tónlistarlífi í austursveitum Rangárþings, sem organisti, kórstjóri, tónmennta- og tónlistarkennari.

Tónlistarskólinn í Reykjavík - Páll Ísólfsson.

Árin liðu, tónlistarskólar spruttu upp víða um landið, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Forystuhlutverk hafði Tónlistarskólinn í Reykjavík, stofnaður á því merkisári 1930, þegar Alþingishátíðin var á Þingvöllum um sumarið og svo hóf Ríkisútvarpið sína starfsemi og sitt menningarstarf á sviði tónlistar undir árslok, í desember. Forystumaður í báðum tilvikum var Páll Ísólfsson tónskáld og organisti, fyrst í Fríkirkjunni og síðar lengi í Dómkirkjunni. Hann var fyrsti skólstjóri Tónlistarskólans og fyrsti tónlistarráðunautur Útvarpsins. Einnig landskunnur söngstjóri Þjóðkórsins í Útvarpinu, stjórnandi lúðraveita og síðast en ekki síst ástsælt tónskáld.
Páll Ísólfsson var þekktur og viðurkenndur orgelsnillingur. Hann hafði ungur lært orgelleik hjá dr. Karl Straube sem var kantor og organisti við Tómasarkirkjuna í Leipzig. Í þeirri sömu kirkju var fyrr á tímum organisti og kantor einn af merkustu tónsmiðum sögunnar, Johann Sebastian Bach að nafni.
Mörgum er ógleymanlegur leikur Páls Ísólfssonar á Frobenius-orgelið góða í Dómkirkjunni, sem oft var útvarpað. Má þar ekki síst nefna fyrstu tónana í forspilinu fyrir jólamessunni kl. 6 á aðfangadagskvöld, strax á eftir klukknahljómnum. Á þetta pípuorgel Dómkirkjunnar kenndi hann mörgum íslenskum organistum listgrein sína. Þar á meðal undirrituðum. Aldrei þáði Páll neina þóknun fyrir þetta merka brautryðjendastarf sem orgelkennari, taldi það hluta af skyldum sínum sem dómorganisti. Nú er pípuorgelið hans Páls endurbyggt í Reykholtskirkju í Borgarfirði og sómir sér þar vel.

Tónlistarskólar - Húsnæðismál.
Tónlistarskólinn starfaði um skeið í Hljómskálanum, litlu átthyrndu húsi í Hljómskálagarðinum. Þessi sérstæða og fallega bygging var fyrsta sérsmíðaða tónlistarhús landsins. Byggt nokkrum árum fyrr og hannað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Þar var og er enn spiluð músík þegar Lúðrasveit Reykjvíkur heldur þar sínar æfingar. Nú er þar á sumrin einnig kaffihús.
Síðar þegar tónlistarnemendum fjölgaði, var skólinn víða til húsa, hraktist um frá einum stað til annars, vegna skorts á heppilegu skólahúsi. Meðal annars var hann um skeið í Þjóðleikhúsinu, hálfsmíðuðu en þó fokheldu. Þangað til herinn kom vorið 1940. Síðar í Þrúðvangi við Laufásveg, húsi Einars Benediktssonar skálds og athafnamanns. Slík hrakningasaga var og er dæmigerð fyrir margan tónlistarskólann, fyrr og síðar. Ekki þó allra, sem betur fer. Á mínum námsárum var Tónlistarskólinn uppi á lofti fyrir ofan Tónabíó við Skipholt. Þar er hann enn. Nú er í bíó- og tónleikasalnum ekki lengur spiluð tónlist, þar er bara spilað BINGÓ fyrir aldraða.

Lög um tónlistarskóla 1950 - Gylfi Þ. Gíslason - Kennaranám.

Og enn liðu árin, tónlistarskólum fjölgaði vítt og breitt um landið. Fastur fjárhagslegur grundvöllur þessa stórmerka listfræðslustarfs í skólum var fest í sessi með lagasetningu Alþingis, fyrir forgöngu Gylfa Þ. Gíslasonar, þess merka og framsýna hugsjónamanns í íslensku þjóðlífi og menningarlífi. Árið var 1959, ef rétt er munað. Um svipað leyti var sett á stofn söngkennaradeild (síðar nefnd tónmenntakennaradeild) í Tónlistarskólanum í Reykjavík, sérstaklega ætluð verðandi kennurum í grunn- og framhaldsskólum. Seinna byggðust upp samsvarandi deildir fyrir verðandi tónlistarkennara, fyrst píanókennaradeild og síðar blásarakennaradeild, strengjakennaradeild og jafnvel fleiri. Og slík kennaramenntun var til í fleiri tónlistarskólum. Allt var þetta kennaranám við það miðað að mennta góða og fjölhæfa kennara og búa þá sem best undir kennslu og uppeldisstörf í tónmennta- og tónlistargreinum, í bestu samræmi við þær starfsaðstæður sem á þessum árum voru ríkjandi í skólum og menntastofnunum landsins.

Tónmennt í grunnskólum - Grunnskólalög 1974.
Upp frá þessu hélt tónlistarnám áfram að eflast, bæði í nýstofnuðum tónlistarskólum og síðar einnig sem skyldunám grunnskólanemenda, í þeirri námsgrein sem lengi hét söngur en hlaut síðar það virðulega heiti tónmennt. Þetta nýja heiti námsgreinarinnar var síðan lögfest með setningu grunnskólalaganna 1974. Þetta var enn einn merkisáfanginn í menntasögu 20. aldarinnar. Meðal forystumanna við þá lagasetningu var sá fjölhæfi og mikilhæfi frömuður mennta og menningar, Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti.

Skólarannsóknir - Námskrár - Námsefni.

Tónmennt í grunnskólum tók að eflast mjög eftir tilkomu framfarasinnaðrar stofnunar sem fyrst var nefnd Skólarannsóknir, en varð að deild innan menntamálaráðuneytis og kölluð skólarannsóknadeild (síðar skólaþróunardeild). Þetta framtak hófst um og eftir 1970. Undir stjórn þessarar nýju stofnunar og fyrir forystu Andra Ísakssonar og eftirmanna hans, var allt innra starf grunnskólanna endurskipulagt og endurbyggt samkvæmt nýjustu kenningum hugmyndasmiða þeirra tíma. Erlendir fyrirlesarar komu til leiðsagnar og héldu hér eftirminnleg námskeið, þeirra á meðal dr. Wolfgang Edelstein.
Í skólarannsóknadeild og síðar skólaþróunardeild var lagður nýr grunnur að öllum námsgreinum, þar á meðal tónmenntafræðslu í grunnskólum, með nýju námsefni, nýrri námskrá, framförum í kennsluháttum og hugsjónavakningu meðal kennara og skólafólks. Að þessum verkefnum unnu nefndir og starfshópar, oftast einn hópur fyrir hverja námsgrein. Undirritaður lagði þar hönd að verkum, bar um árabil starfsheitið námstjóri. Síðasta verkefnið á því sviði var að stýra samningu nýrrar námskrár tónlistarskólanna. Hitann og þungann af því verki báru tveir dugmiklir tónlistarkennarar: Kristín Stefánsdóttir kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Garðbæingurinn Sigurður Flosason, þekktur djasstónlistarmaður og kennari við Tónlistarskóla FÍH. Með þeim starfaði fjöldi kennara úr öllum kennslugreinum tónlistar.

Óveðursský - Niðurskurður - Afturför.

Skömmu eftir allt þetta framfara- og uppbyggingarstarf, tóku óveðursský að hrannast upp á himni menningar og mennta, sérstaklega á sviði tónmennta og tónlistarfræðslu. Kennaramenntun í Tónlistarskólanum var lögð niður. Sú mikla reynsla og þekking sem þar hafði áunnist í menntun kennara til að sinna störfum við íslenskar aðstæður var einskis metin, lögð niður og ekki byggð upp með sama hætti annars staðar. Sú kennaramenntun sem við tók, var með allt öðrum hætti og byggð á mjög breyttum forsendum, frá því sem áður var.
Niðurskurður fjárveitinga frá hinu opinbera, bæði ríki og sveitarfélögum, til lista, menningar og fræðslumála, lenti æ meir og oftar undir miskunnarlausri beitingu niðurskurðarafla og -hnífa. Blómlegt tónlistarlíf, sem tekist hafði svo undravel að byggja upp hér í þessu fámenna landi og á skemmri tíma en vitað er um í öðrum vestrænum löndum, átti árin á eftir og á enn undir högg að sækja; meiri, þéttari og þyngri en nokkru sinni.

Tónlistarnám í hættu.

Starfsemi tónlistarskólanna er nú í mikilli hættu. Nemendur, sem komnir eru til þess listræna þroska að geta hafið markvisst nám og undirbúning undir tónlistarstörf af ýmsu tagi, við sköpun og flutning listaverka tónlistarinnar, eldri og yngri, ugga nú um sinn hag. Einnig foreldrar þessa unga og upprennandi listafólks, kennarar þeirra, og áhugafólk um listir og menningu í landinu hefur áhyggjur af þróun þessara mála.

Brottrekstur brautryðjanda.

Til að bíta höfuðið af skömminni, mátti svo lesa um það í dagblöðunum nýlega að búið væri að reka frá störfum Jónas Ingimundarson, tónlistarráðunaut Kópavogsbæjar. Starf hans bara hreinlega lagt niður. Uppsagnarbréfið fékk hann afhent á útidyratröppunum heima hjá sér og það beint úr hendi bæjarstjórans.
 Jónas var upphafsmaður að Salnum í Kópavogi; hugsuðurinn, lífið og sálin á bak við byggingu hans og starfsemi, allt frá upphafi. Eldhuginn á bak við tónleikaraðirnar "Tónlist fyrir alla" í skólum landsins. Hjálparhella, listrænn ráðgjafi og uppalandi íslenskra söngvara um áratugi. Kórstjóri og píanósnillingur, í einleik, samleik og meðleik. Glæsilegur menninngar- og tónlistarfrömuður, flestum öðrum fremri - par exellense.
Við Jónas erum fornvinir frá námsárum okkar á Íslandi og í Austurríki. Og við erum í rauninni einnig gamlir sveitungar, báðir Landeyingar að ættum og uppruna. Og hann hefur meira að segja líka tengsl við Bergþórshvol eins og ég, því þar var hann fæddur, á lýðveldisárinu 1944, sama ár og undirritaður. Í Landeyjum sáumst við fyrst, á íþróttamóti UMF Dagsbrúnar, á bökkum Hólmsfljóts, sumarið 1954, þá 10 ára að aldri. Báðir með appelsínflösku í annarri hendi og Síríus súkkulaði í hinni. Horfðumst í augu sem grámyglur tvær, hvorugur sagði orð. Það átti eftir að breytast við síðari og meiri kynni.
Fréttin um uppsögn Jónasar birtist í vikubyrjun og barst síðan út með meiri hraða en nokkur eldur. Fjölmiðlar og Netheimar loguðu, listamenn og listunnendur flykktu sér fram til stuðnings þessum göfuglynda og mikla listamanni, mótmæltu þessari ákvörðun bæjaryfirvalda. Í lok vikunnar sáu menn sitt óvænna, ákvörðun var tekin um að afturkalla uppsögnina. Bæjaryfirvöld báru því við að um mistök hefði verið að ræða og báðust opinberlega afsökunar.

Um peningamál og fjárstreymi.
Undirritaður starfaði um áratugi í ráðuneyti mennta- og menningarmála, sem nú er í Sambandshúsinu gamla að Sölvhólsgötu 4. Þar í nágrenninu, handan við stræti kennt við fyrsta landsnámsmanninn og nokkru norðan við styttu hans á Arnarhóli, annað hús á allt öðru sviði, stórt og dökkt á litinn. Stundum kallað "Musterið undir Svörtuloftum". Sú bygging var frá upphafi umdeild, svo er einnig nú, meira þó vegna starfseminnar heldur en hússins. Þar er aðalaðsetur fyrir stefnumörkum í fjármálum og peningamálum þjóðarinnar. Þar er haldið utan um prentun peningaseðla og myntsláttu krónnunnar, þessa minnsta og viðkvæmasta gjaldmiðils í víðri veröld. Hvort krónan fær að lifa eða víkur fyrir öðrum alþjóðlegum gjaldmiðli, veit enginn. Inn og út úr musterinu undir Svörtuloftum streyma peningar og gjaldeyrir, sem líklega má telja ekki bara í milljörðum, heldur hundruð og þúsundum milljarða, jafnvel tölum sem við skiljum varla, svo billjónum eða trilljónum.
Sáralítið ef nokkuð af þessum miklu fjármunum munu þó renna til menningar eða mennta, nema þá eftir krókaleiðum. Þeir streyma inn og út úr bönkum og innlánsstofnunum, sparisjóðum, svo og sjóðum ríkis og sveitarfélaga. Að slíkum peningum sitja helst og fyrst bankajöfrar, útrásarvíkingar, kvótakóngar, braskarar og stórsvindlarar ýmsir, sem virðast komast upp með að stela eins miklu og þeim getur dottið í hug og án þess að nokkur lög eða réttlæti nái yfir.
 Þegar staðsetning musterisins undir Svörtuloftum var til umræðu í þjóðfélaginu, var haldinn eftirminnilegur útifundur á Arnarhóli. Hann var til að mótmæla byggingu og staðsetningu hússins. Honum var útvarpað í Ríkisútvarpinu. Á þessum mótmælafundi hélt einn af fremstu listamönnum þjóðarinnar, landskunnur leikari og útvarpsmaður, fræga ræðu. Þá mælti hann orð sem síðan eru fleyg orðin, eitthvað í þessa veru: „Megi sú hönd visna sem vinnur slíkt óhæfuverk að skrifa undir þann gjörning að þetta hús verði byggt á þessum stað!“

Aðför að listum og menningu.
Í upphafi var minnst á Bergþórshvol sem var vettvangur eins mesta níðingsverks íslenskrar sögu, þegar nafni minn var brenndur til bana ásamt öllu sínu heimilisfólki, að einum manni undanskildum. Sú aðför sem nú er gerð að menningu og listum, finnst mér svo grimmileg, að henni megi líkja við óhæfuverkið sem unnið var á sögufrægum stað austur undir Affallsbökkum fyrir 1000 árum. Látlausar og síendurteknar fréttir af samdætti, niðurskurði og uppsögnum starfsfólks á ýmsum menningarsviðum, fylla mann innri reiði, hneykslan og jafnvel hefndarhug. En hvert ætti sú hefnd að beinast? Ekki vill maður taka undir orð leikarans góða á útifundinum forðum, sem sögð voru titrandi röddu. Enginn skyldi óska öðrum heilsutjóns.

Vonarglæta? - Nýtt tónlistarhús.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, segir gamalt máltæki. Nú hyllir undir að nýtt tónlistarhús verði opnað og vígt í vor. Fyrr var minnst á Hljómskálann, hann var byggður 1922 til að hýsa starfsemi Hljómsveitar Reykjavíkur, kennslu í hljóðfæraleik og æfingar.
Til tónleikahalds á öndverðri 20. öldinni var notast við ýmis hús og byggingar, sem ætlaðar voru til annarrar starfsemi af ýmsu tagi. Má þar einkum nefna: Góðtemplarahúsið, "Gúttó" við Templarasund, þar sem nú er bílastæði Alþingis (1887-1968); Iðnó, leikhúsið gamla við Tjörnina, (frá 1896), Bárubúð byggð 1899 sem félagsheimili Sjómannafélagsins Bárunnar, stóð þar sem Ráðhúsið er nú; Nýja bíó við Lækjargötu (frá um 1919, brann 1998); Gamla bíó við Ingólfsstræti, (frá 1927), hýsir nú Íslensku óperuna. Svo má ekki gleyma kirkjum víða um land, skólahúsum og þinghúsum.
Um miðja 20. öldina og síðar komu til sögu ný og stærri hús: Austurbæjarbíó við Snorrabraut (opnað 1947), þar voru um árabil tónleikar Tónlistarfélagsins í Reykjavík; Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu (vígt vorið 1950), þar var Sinfóníuhljómsveit Íslands til húsa í rúman áratug; Háskólabíó (vígt 1961), þar er Sinfónían enn í dag. Þá má nefna félagsheimili og íþróttahallir, á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Einnig nýlegar og glæsilegar kirkjur, einkum Hallgrímskirkju.
Síðast en ekki síst ber að hrósa Kópavogsbæ og Jónasi Ingimundarsyni fyrir að fá því framgengt að byggður var Salurinn, þetta miðlungsstóra en feiknagóða tónlistarhús, sem óhikað má telja best heppnaða framtak á þessu sviði hér á landi, fyrr og síðar. Á þeim rúmlega 10 árum sem liðin eru frá vígslu Salarins í ársbyrjun 1999, hefur hann vissulega sannað ágæti sitt, fyrir frábæran hljómburð, hvort sem um er að ræða talað orð eða tónlist, söng, hljóðfæraleik, kammermúsík, dægurlög eða poppmúsík.
Í vor, þegar daginn tekur að lengja, eftir að landsmenn hafa náð því að að þreyja Þorrann, Góuna og Einmánuð, verður vígt nýtt og glæsilegt tónlistarhús við Höfnina gömlu í Reykjavík. Það ber nafn  af vígslumánuðinum, Harpa. Það er gott nafn og fallegt. Svo hét einnig fyrsta söngfélagið í Reykjavík, stofnað 1862. Stór skal Harpan verða og flott, eitt stærsta og dýrasta tónlistarhús á Norðurlöndum. Verður einskonar tákn fyrir snilld íslenskra arkitekta og hönnuða, líkt og óperuhúsið í Sidney í Ástralíu. Miklar vonir eru bundnar við þetta nýja tónlistarhús og margháttaða menningarstarsemi sem þar er fyrirhuguð.
Öllu þessu fylgja góðar óskir tónlistarfólks og tónlistarunnenda. Efasemdarraddir og spurningar heyrast þó: Verður Harpan ekki of stór og of dýr? Hvernig mun ganga að reka þetta hús (sbr. fréttir um taprekstur stórra tónlistar- og óperuhúsa í Norður-Evrópu). Var stökkið frá Hljómskálnum gamla, yfir Tjörnina og Iðnó í Hörpuna nýju ekki einum of stórt fyrir Reykvíkinga og Íslendinga? Mátti ekki eitthvað á milli vera? Hefði í þessum áfanga ekki dugað eitthvað minna og ódýrara (sbr. Salurinn í Kópavogi sem fyrr var getið)?

Lokaorð.
Hvar er eiginlega komið okkar vegferð um vegi listanna? Á þessari nýju öld, eftir rúmlega 1000 ár í þessu landi? Fyrr var nefnt að þeir vegir geti verið misjafnlega beinir og misjafnlega breiðir. En að loka þeim með víggirðingum niðurskurðar, svartsýni, afturhalds og andlegrar nísku, það er menningarleg glæpastarfsemi af versta og alvarlegasta tagi, sem um getur í síðari tíma sögu þjóðarinnar í þessu landi. Er þetta ekki hrein og bein aðför af hálfu yfirvalda, sem líkja má við Njálsbrennu menningar og listalífs þjóðarinnar? Ætla yfirvöld ríkisvalds og sveitarstjórna að halda áfram á þessari braut?
Svarið við þessu er og hlýtur að vera aðeins eitt: Slíkt má aldrei verða! Að öðrum kosti kalla ráðamenn þjóðarinnar yfir sig þá skömm að þeirra óhæfuverk verði lengur í minnum höfð en nokkur önnur, svo enn sé vitnað til fleygra orða í Brennu-Njálssögu.

Kópavogi, í lok Þorra 2011,
Njáll Sigurðsson (njallsig@hi.is).
Höfundur er tónlistarmaður og fyrrverandi námstjóri
í tónmennta- og tónlistargreinum.
04.nóv. 2015 - 16:31

Kvennakór Garðabæjar hlaut gull- og silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni

Kvennakór Garðabæjar, skipaður áhugasöngkonum úr Garðabæ og nágrenni, vann til tvennra verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni Canta al mar á Spáni sem fór fram dagana 21.- 25. október. Kórinn vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks og í flokki kirkjuverka vann kórinn til silfurverðlauna. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
30.mar. 2014 - 08:00

Dagur vináttu Íslands og Grænlands í Hörpu!

Sunnudaginn 30. mars verður haldinn „Dagur vináttu Íslands og Grænlands“ í Hörpu. Kynntar verða ævintýraferðir til Grænlands, gersemar frá Grænlandi verða á boðstólum og efnt er til tónleika í Kaldalóni. Dagskráin hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir.
20.apr. 2013 - 17:00

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar tónlist EVE Online í Hörpu

Tölvuleikur CCP, EVE Online, og sá sýndarheimur sem byggður hefur verið upp í leiknum fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Tímamótunum verður fagnað á tíundu Fanfest hátíðinni sem fram fer í Hörpu dagana 24.-27. apríl nk.
09.nóv. 2012 - 10:28

Garðar Thór Cortes með nýárstónleika í Grafavogskirkju og Hofi

Platínutenórinn Garðar Thór Cortes blæs til nýárstónleika við áramótin, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrri tónleikarnir fara fram í Grafarvogskirkju sunnudagskvöldið 30. desember nk. og seinni tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri þann 5. janúar (nk). Sérstakir gestir Garðars verða faðir hans Garðar Cortes, Valgerður Guðnadóttir og söngflokkurinn Mr. Norrington.
12.apr. 2012 - 15:20

Dagskrá Listahátíðar kynnt í dag og miðasala hafin á alla viðburði


Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní og fyllir vorkvöldin löng með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá sem Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar, kynnti í dag. Dagskrá hátíðarinnar í ár er klassísk og framsækin í senn og verða á hátíðinni frumflutt ný verk í öllum listgreinum og efnt til spennandi samvinnu milli listamanna, listgreina og áhorfenda.
26.mar. 2012 - 09:00

Tælingarsöngvar í Hörpu

Ágúst Ólafsson. Baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson og píanóleikarinn Antonía Hevesi freista þess að tæla áheyrendur sína á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu á morgun, þriðjudag kl. 12.15, en þá flytja þau serenöður og mansöngva eftir W.A. Mozart, Donizetti, Schubert og Tsjækovskí undir yfirskriftinni „Tælingarsöngvar“.
21.mar. 2012 - 10:00

Hornaveisla í Hörpu

f.v. Sturlaugur Jón Björnsson, Anna Sigurbjörnsdóttir, Stefán Jón Bernharðsson og Emil Friðfinnsson. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna þreytir frumraun sína í Hörpu með tónleikum í Norðurljósum sunnudaginn 25. mars klukkan 17 og býður til sannkallaðrar hornaveislu.
15.mar. 2012 - 08:07

Boðið samstarf: Fól í sér að öllum starfsmönnum yrði sagt upp, starfsemin flutt annað en sýnt áfram

Stjórn LA hafnaði tilboði um samstarf þar sem það fól í sér að öllu starfsfólki yrði sagt upp, starfsemin flutt annað en þó sýnt í nafni þess.
14.mar. 2012 - 09:00

La Bohème frumsýnd í Eldborg

Ljósmyndari: Gísli Egill Hrafnsson. Hið ódauðlega meistaraverk, óperan La Bohème eftir Puccini, verður frumsýnd föstudaginn 16. mars kl. 20 í Eldborg í Hörpu. Hér er um að ræða aðra sýningu Íslensku óperunnar í hinum nýju húsakynnum, en skemmst er að minnast fyrstu uppsetningarinnar, Töfraflautunnar, sem 13.000 manns sáu síðastliðið haust. 
17.feb. 2012 - 12:00

Fyrstu hádegistónleikar Íslensku óperunnar í Hörpu í Norðurljósum

Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir og píanóleikarinn Steinunn Birna Ragnarsdóttir bjóða í ferðalag næstkomandi þriðjudag kl. 12.15, en þá flytja þær sönglög Henri Duparc á fyrstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu, undir yfirskriftinni „Boðið í ferðalag“.
07.feb. 2012 - 12:00

Aukasýning á „Litla flugan" í Salnum

Auka sýning á „Litla Flugan“ í Salnum fer fram á föstudaginn, 10. febrúar.
21.des. 2011 - 13:32

Jólalög við kertaljós í Bústaðakirkju 22. desember

Annað kvöld verða jólalög við kertaljós í Bústaðakirkju.


20.des. 2011 - 13:31

Tenórarnir þrír á Ingólfstorgi á Þorláksmessukvöld

Þorláksmessukvöld kl. 21 verða Tenórarnir 3 ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanista með sína árlegu tónleika á Ingólfstorgi í boði Höfuðborgarstofu.
19.des. 2011 - 11:16

Jólaró í Hörpu á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu verður hin hefðbundna „Jólaró“ Íslensku óperunnar haldin í anddyri Hörpu kl. 17-18.30.
16.des. 2011 - 16:14

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í kvöld og á morgun - Nýtt jólalag Eivarar

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju  verða í kvöld og á morgun en á tónleikunum í ár verður frumflutt nýtt jólalag eftir Eivøru sem hana dreymdi á dögunum. Lagið nefnir hún „Jólaminnir“ en í hrífandi fallegri þýðingu Eyþórs Árnasonar heitir það „Jólaminning.“ Lagið tileinkar hún öllum þeim sem ekki eru með okkur lengur og við söknum og sérstaklega á jólunum. Hún hefur sérstaklega í huga föður sinn sem lést á árinu.

11.des. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Leika á diski fyrir pólskt útgáfufélag - Tónlist W.F. Bach á nútíma tréflautur

Útgáfufyrirtækið Acte Préalable í Varsjá hefur nýlega gefið út hljómdisk þar sem flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir leika í heild sex dúó-sónötur Wilhelms Friedemann Bach á nútíma tréflautur.

11.des. 2011 - 13:29 Gunnar Guðbjörnsson

Hin fegursta rósin er fundin - Söngsveitin Fílharmónía í Langholtskirkju

Söngsveitin Fílharmónía heldur aðventutónleika með yfirskriftinni Hin fegursta rósin er fundin í Langholtskirkju sunnudaginn 11. desember kl. 17 og þriðjudaginn 13. desember kl. 20.00.11.des. 2011 - 13:00

Kammerkórinn Carmina syngur fyrir alla Evrópu

Kammerkórinn Carmina syngur fyrir alla Evrópu á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva
 

10.des. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jólatónleikar í Seltjarnarneskirkju á sunnudag

Sunnudaginn 11. desember kl.17 ætla söngvararnir Þóra H. Passauer, Katla Björk Rannversdóttir, Guðrún Helga Stefánsdóttir og Halldór Unnar Ómarsson að bjóða upp á ljúfa jólasöngskemmtun við kertaljós í Seltjarnarneskirkju en meðleikari á tónleikunum er Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar.

09.des. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Stórtónleikar í Bústaðakirkju - „Jólaljós 2011“

Stórtónleikar verða haldnir  í Bústaðakirkju 14.desember kl. 20 undir heitinu „Jólaljós 2011“.

09.des. 2011 - 10:30

Orgel fyrir alla - Orgeljól

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju stendur fyrir orgeltónleikum fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni
"ORGEL FYRIR ALLA- ORGELJÓL" laugardaginn 10. desember kl. 14 ( ath. nýjan tíma).

08.des. 2011 - 18:30 Gunnar Guðbjörnsson

Reykjavík býður tónvísindasmiðjur í anda Bjarkar í öllum grunnskólum

Kennurum í grunnskólum borgarinnar verður í vetur boðið upp á námskeið til að geta leitt þverfagleg þemaverkefni, Biophilia í skólum,  fyrir nemendur í 5.-7. bekk.
07.des. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Töfraflautusöngvarar í Frostrósum Klassík -Hulda Björk og Kolbeinn um jólin og tónleikana

Þó fyrsta umferð Frostrósa sé yfirstaðin í Hörpu eru Frostrósir Klassík enn í undirbúningi en um næstu helgi verða tónleikar þar sem fjölmennur hópur listamanna kemur fram.
07.des. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Voces Thules í Langholtskirkju

Voces Thules verða mestmegnis á ljúfu og notalegu nótunum á tónleikum sínum í Langholtskirkju, föstudaginn 9. desember kl. 21.

07.des. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jólatónleikar á aðventu í Grafarvogskirkju á sunnudag

Jólatónleikar á aðventu verða haldnir í Grafarvogskirkju sunnudaginn 11. desemer kl. 20.00


06.des. 2011 - 11:30 Gunnar Guðbjörnsson

Kraumslistinn 2011 gefinn út

Kraumslistinn 2011 hefur verið kynntur.

05.des. 2011 - 19:30 Gunnar Guðbjörnsson

Rússneski píanósnillingurinn Arcadi Volodos á Listahátíð í vor - Miðasala hafin

Rússneski píanóleikarinn Arcadi Volodos verður gestur  Listahátíðar í Reykjavík á næsta ári og fara fram í Hörpu, Eldborg, sunnudaginn 20. maí 2012 kl. 20.

05.des. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Guðrún Ólafsdóttir í Hafnarborg

Guðrún Ólafsdóttir kemur fram á tónleikum í Hafnarborg á morgun, þriðjudaginn 6. desember kl. 12:00-12:30.

05.des. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Hljómsveitarsvítur Bach með Kammersveitinni á hljómdiski

Út er kominn hjá Smekkleysu nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur,  Hljómsveitarsvítur I-IV BVW 1066-1069 eftir Johann Sebastian Bach.

04.des. 2011 - 22:53 Gunnar Guðbjörnsson

Jónasi fagnað innilega við afhendingu heiðursborgaratitils

Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara var haldin sérstök móttaka í Salnum í Kópavogi í dag þar sem bærinn gerði hann að heiðursborgara.
04.des. 2011 - 19:00 Gunnar Guðbjörnsson

Leggur áherslur á skýrar laglínur og formgerð verkanna - Steingrímur Þórhalls um nýtt verk

Steingrímur Þórhallsson er organisti og kórstjóri í Neskirkju.  Hann lætur sér þó ekki þau annasömu verk nægja.  Í vor lýkur hann tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og flytur ásamt 90 manna hóp tónlistarfólks lokaverkefni sitt í Neskirkju á þriðjudag.
04.des. 2011 - 18:00 Gunnar Guðbjörnsson

Trio lyrico í Wien

Íslenski tónlistarhópurinn Tríó lyrico, sem skipaður er þremur íslenskum tónlistarkonum kemur fram í Bláa sal OFF-Theater í Wien í kvöld

04.des. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Söngfjelagið - Nýstofnaður kór með aðventutónleika

Söngfjelagið er nýstofnaður kór í Reykjavík sem heldur sína fyrstu aðventutónleika sunnudagskvöldið 11. desember kl. 20.00 í Háteigskirkju.
04.des. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Sónötukvöld - Nýr geisladiskur Rutar Ingólfsdóttur

Sónötukvöld er nýr geisladiskur Rutar Ingólfsdóttur, fiðluleikara og Richards Simm, píanóleikara.

04.des. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

90 flytjendur flytja útskriftarverk Steingríms Þórhallssonar - Tveir kórar, Bachsveit og einsöngvarar

Þriðjudaginn 6. desember kl. 20.00 verða tónleikar í Neskirkju við Hagatorg en þar verður flutt Magnificat eftir Johann Sebastian Bach ásamt frumflutningi á nýju Magnificat eftir nemanda skólans Steingrím Þórhallsson og er það lokaverk hans frá tónsmíðadeild LHÍ, en hann útskrifast næsta vor.  

04.des. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju

Árlegir aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju verða að venju annan sunnudag í aðventu, 4. desember kl. 20.00.

03.des. 2011 - 22:18

Klukkur Kvennakórs Garðabæjar klingja á mánudagskvöld í Digraneskirkju

Kvennakór Garðabæjar heldur Aðventutónleika sína í Digraneskirkju mánudagskvöldið 5. desember í Digraneskirkju.
03.des. 2011 - 17:30 Gunnar Guðbjörnsson

Brautryðjandinn - Kammertónlist Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Brautryðjandinn heitir nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur sem út er kominn hjá Smekkleysu.
03.des. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Kertaljós og klæðin rauð …

Kertaljós og klæðin rauð …er daagskrá sem haldin verður um jólaannir í Gamla bænum Laufási 4. desember milli kl 13:30-16:00.

03.des. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Aðventustund í Listasafni Einars Jónssonar

Á morgun, sunnudaginn 4. desember kl. 16 verða tónleikar og ljóðaupplestur í Listasafni Einars Jónssonar.

Pressupennar
nýjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar