Sígild tónlist Til baka á Menningarpressan

02. feb. 2011 - 21:00Gunnar Guðbjörnsson

Hvernig geturðu réttlætt þetta? Viðbrögð Úlfs Eldjárns við grein Oddnýjar í Fréttablaðinu

Mynd eftir manicowl.com

Í dag birtist í Fréttablaðinu grein eftir formann menntaráðs, Oddnýju Sturludóttur.   Menningarpressunni hefur borist svar frá Úlfi Eldjárn, tónlistarmanni þar sem hann krefur formanninn svara.

Sæl Oddný,

ég las greinina þína í Fréttablaðinu í morgun. Ég þakka þér fyrir að gefa okkur smá von um að eitthvað sé að gerast á bakvið tjöldin sem muni koma í veg fyrir að eldri tónlistarnemar þurfi að hverfa frá námi og leggja þurfi niður rótgróna tónlistarskóla í borginni.

Þó er athyglisvert að samningur við ríkið um að taka yfir þessi mál er einfaldlega ekki í höfn þegar þetta er skrifað og hvergi til upplýsingar um málið aðrar en þær sem er að finna í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011. Á meðan svo er ættirðu kannski að fara að hægt í saka aðra um misskilning á málinu því einu opinberu upplýsingarnar sem skólastjórar tónlistarskólanna og aðrir hafa um málið er að finna í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, þ.e. niðurskurður upp á 160 milljónir. Er að undra að fólk bregðist illa við?

Við lestur greinarinnar fannst mér einnig leitt að sjá að þú, sjálfur píanókennarinn, sért búin að stilla upp tónlistarnámi sem einhvers konar óþarfa lúxus sem við neyðumst til að skera niður þegar harðnar í ári. Þú leyfir þér að stilla málum þannig upp að nauðsynlegt sé að skera niður í tónlistarskólum til að verja leiksskóla og grunnskóla.

Staðreyndin er sú að framlög til grunnskóla eru gríðarlega há á Íslandi miðað við önnur lönd, þeim virðist bara vera hræðilega illa ráðstafað. Fyrst það á verja velferðina væri kannski ráð að fara að nýta þessa fjármuni betur og hætta að færa þessar endalausu fórnir fyrir ónýta menntastefnu.

Annað fer þó ekki síður fyrir brjóstið á mér og öðrum þeim sem láta sig tónlistarmenntun barna og fullorðinna varða: Þið í borgarstjórn réttlætið nú niðurskurð til tónlistarskóla með þeim rökum að verið sé að verja velferðina, en á sama tíma eruð þið að AUKA framlög til íþróttafélaga og íþróttamannvirkja!

Íþróttamannvirkið Laugarból eitt og sér fær 132,4 milljónir á þessu ári, gervigrasvöllur við Austurberg fær 54,4 milljónir. Bara þessir tveir liðir eru samanlagt meiri en allur fyrirhugaður niðurskurður til tónlistarskólanna.

Hvernig geturðu réttlætt þessi útgjöld til íþróttamannvirkja í ljósi þess sem þú segir? Væri þá ekki einmitt við hæfi að fresta þessum framkvæmdum til að „verja velferðina?“

Við höfum heyrt talað um „erfiða tíma“ í sambandi við þetta mál. Eru tímarnir virkilega orðnir svo „erfiðir“ að við neyðumst til að eyðileggja margra áratuga uppbyggingarstarf tónlistarskólanna til þess að geta haldið áfram að dæla peningum í verktaka og íþróttafélög?

Ég bíð spenntur eftir svari.

Bestu kveðjur,
Úlfur Eldjárn.04.nóv. 2015 - 16:31

Kvennakór Garðabæjar hlaut gull- og silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni

Kvennakór Garðabæjar, skipaður áhugasöngkonum úr Garðabæ og nágrenni, vann til tvennra verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni Canta al mar á Spáni sem fór fram dagana 21.- 25. október. Kórinn vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks og í flokki kirkjuverka vann kórinn til silfurverðlauna. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
30.mar. 2014 - 08:00

Dagur vináttu Íslands og Grænlands í Hörpu!

Sunnudaginn 30. mars verður haldinn „Dagur vináttu Íslands og Grænlands“ í Hörpu. Kynntar verða ævintýraferðir til Grænlands, gersemar frá Grænlandi verða á boðstólum og efnt er til tónleika í Kaldalóni. Dagskráin hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir.
20.apr. 2013 - 17:00

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar tónlist EVE Online í Hörpu

Tölvuleikur CCP, EVE Online, og sá sýndarheimur sem byggður hefur verið upp í leiknum fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Tímamótunum verður fagnað á tíundu Fanfest hátíðinni sem fram fer í Hörpu dagana 24.-27. apríl nk.
09.nóv. 2012 - 10:28

Garðar Thór Cortes með nýárstónleika í Grafavogskirkju og Hofi

Platínutenórinn Garðar Thór Cortes blæs til nýárstónleika við áramótin, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrri tónleikarnir fara fram í Grafarvogskirkju sunnudagskvöldið 30. desember nk. og seinni tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri þann 5. janúar (nk). Sérstakir gestir Garðars verða faðir hans Garðar Cortes, Valgerður Guðnadóttir og söngflokkurinn Mr. Norrington.
12.apr. 2012 - 15:20

Dagskrá Listahátíðar kynnt í dag og miðasala hafin á alla viðburði


Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní og fyllir vorkvöldin löng með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá sem Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar, kynnti í dag. Dagskrá hátíðarinnar í ár er klassísk og framsækin í senn og verða á hátíðinni frumflutt ný verk í öllum listgreinum og efnt til spennandi samvinnu milli listamanna, listgreina og áhorfenda.
26.mar. 2012 - 09:00

Tælingarsöngvar í Hörpu

Ágúst Ólafsson. Baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson og píanóleikarinn Antonía Hevesi freista þess að tæla áheyrendur sína á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu á morgun, þriðjudag kl. 12.15, en þá flytja þau serenöður og mansöngva eftir W.A. Mozart, Donizetti, Schubert og Tsjækovskí undir yfirskriftinni „Tælingarsöngvar“.
21.mar. 2012 - 10:00

Hornaveisla í Hörpu

f.v. Sturlaugur Jón Björnsson, Anna Sigurbjörnsdóttir, Stefán Jón Bernharðsson og Emil Friðfinnsson. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna þreytir frumraun sína í Hörpu með tónleikum í Norðurljósum sunnudaginn 25. mars klukkan 17 og býður til sannkallaðrar hornaveislu.
15.mar. 2012 - 08:07

Boðið samstarf: Fól í sér að öllum starfsmönnum yrði sagt upp, starfsemin flutt annað en sýnt áfram

Stjórn LA hafnaði tilboði um samstarf þar sem það fól í sér að öllu starfsfólki yrði sagt upp, starfsemin flutt annað en þó sýnt í nafni þess.
14.mar. 2012 - 09:00

La Bohème frumsýnd í Eldborg

Ljósmyndari: Gísli Egill Hrafnsson. Hið ódauðlega meistaraverk, óperan La Bohème eftir Puccini, verður frumsýnd föstudaginn 16. mars kl. 20 í Eldborg í Hörpu. Hér er um að ræða aðra sýningu Íslensku óperunnar í hinum nýju húsakynnum, en skemmst er að minnast fyrstu uppsetningarinnar, Töfraflautunnar, sem 13.000 manns sáu síðastliðið haust. 
17.feb. 2012 - 12:00

Fyrstu hádegistónleikar Íslensku óperunnar í Hörpu í Norðurljósum

Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir og píanóleikarinn Steinunn Birna Ragnarsdóttir bjóða í ferðalag næstkomandi þriðjudag kl. 12.15, en þá flytja þær sönglög Henri Duparc á fyrstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu, undir yfirskriftinni „Boðið í ferðalag“.
07.feb. 2012 - 12:00

Aukasýning á „Litla flugan" í Salnum

Auka sýning á „Litla Flugan“ í Salnum fer fram á föstudaginn, 10. febrúar.
21.des. 2011 - 13:32

Jólalög við kertaljós í Bústaðakirkju 22. desember

Annað kvöld verða jólalög við kertaljós í Bústaðakirkju.


20.des. 2011 - 13:31

Tenórarnir þrír á Ingólfstorgi á Þorláksmessukvöld

Þorláksmessukvöld kl. 21 verða Tenórarnir 3 ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanista með sína árlegu tónleika á Ingólfstorgi í boði Höfuðborgarstofu.
19.des. 2011 - 11:16

Jólaró í Hörpu á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu verður hin hefðbundna „Jólaró“ Íslensku óperunnar haldin í anddyri Hörpu kl. 17-18.30.
16.des. 2011 - 16:14

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í kvöld og á morgun - Nýtt jólalag Eivarar

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju  verða í kvöld og á morgun en á tónleikunum í ár verður frumflutt nýtt jólalag eftir Eivøru sem hana dreymdi á dögunum. Lagið nefnir hún „Jólaminnir“ en í hrífandi fallegri þýðingu Eyþórs Árnasonar heitir það „Jólaminning.“ Lagið tileinkar hún öllum þeim sem ekki eru með okkur lengur og við söknum og sérstaklega á jólunum. Hún hefur sérstaklega í huga föður sinn sem lést á árinu.

11.des. 2011 - 21:00 Gunnar Guðbjörnsson

Leika á diski fyrir pólskt útgáfufélag - Tónlist W.F. Bach á nútíma tréflautur

Útgáfufyrirtækið Acte Préalable í Varsjá hefur nýlega gefið út hljómdisk þar sem flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir leika í heild sex dúó-sónötur Wilhelms Friedemann Bach á nútíma tréflautur.

11.des. 2011 - 13:29 Gunnar Guðbjörnsson

Hin fegursta rósin er fundin - Söngsveitin Fílharmónía í Langholtskirkju

Söngsveitin Fílharmónía heldur aðventutónleika með yfirskriftinni Hin fegursta rósin er fundin í Langholtskirkju sunnudaginn 11. desember kl. 17 og þriðjudaginn 13. desember kl. 20.00.11.des. 2011 - 13:00

Kammerkórinn Carmina syngur fyrir alla Evrópu

Kammerkórinn Carmina syngur fyrir alla Evrópu á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva
 

10.des. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jólatónleikar í Seltjarnarneskirkju á sunnudag

Sunnudaginn 11. desember kl.17 ætla söngvararnir Þóra H. Passauer, Katla Björk Rannversdóttir, Guðrún Helga Stefánsdóttir og Halldór Unnar Ómarsson að bjóða upp á ljúfa jólasöngskemmtun við kertaljós í Seltjarnarneskirkju en meðleikari á tónleikunum er Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar.

09.des. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Stórtónleikar í Bústaðakirkju - „Jólaljós 2011“

Stórtónleikar verða haldnir  í Bústaðakirkju 14.desember kl. 20 undir heitinu „Jólaljós 2011“.

09.des. 2011 - 10:30

Orgel fyrir alla - Orgeljól

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju stendur fyrir orgeltónleikum fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni
"ORGEL FYRIR ALLA- ORGELJÓL" laugardaginn 10. desember kl. 14 ( ath. nýjan tíma).

08.des. 2011 - 18:30 Gunnar Guðbjörnsson

Reykjavík býður tónvísindasmiðjur í anda Bjarkar í öllum grunnskólum

Kennurum í grunnskólum borgarinnar verður í vetur boðið upp á námskeið til að geta leitt þverfagleg þemaverkefni, Biophilia í skólum,  fyrir nemendur í 5.-7. bekk.
07.des. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Töfraflautusöngvarar í Frostrósum Klassík -Hulda Björk og Kolbeinn um jólin og tónleikana

Þó fyrsta umferð Frostrósa sé yfirstaðin í Hörpu eru Frostrósir Klassík enn í undirbúningi en um næstu helgi verða tónleikar þar sem fjölmennur hópur listamanna kemur fram.
07.des. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Voces Thules í Langholtskirkju

Voces Thules verða mestmegnis á ljúfu og notalegu nótunum á tónleikum sínum í Langholtskirkju, föstudaginn 9. desember kl. 21.

07.des. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Jólatónleikar á aðventu í Grafarvogskirkju á sunnudag

Jólatónleikar á aðventu verða haldnir í Grafarvogskirkju sunnudaginn 11. desemer kl. 20.00


06.des. 2011 - 11:30 Gunnar Guðbjörnsson

Kraumslistinn 2011 gefinn út

Kraumslistinn 2011 hefur verið kynntur.

05.des. 2011 - 19:30 Gunnar Guðbjörnsson

Rússneski píanósnillingurinn Arcadi Volodos á Listahátíð í vor - Miðasala hafin

Rússneski píanóleikarinn Arcadi Volodos verður gestur  Listahátíðar í Reykjavík á næsta ári og fara fram í Hörpu, Eldborg, sunnudaginn 20. maí 2012 kl. 20.

05.des. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Guðrún Ólafsdóttir í Hafnarborg

Guðrún Ólafsdóttir kemur fram á tónleikum í Hafnarborg á morgun, þriðjudaginn 6. desember kl. 12:00-12:30.

05.des. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Hljómsveitarsvítur Bach með Kammersveitinni á hljómdiski

Út er kominn hjá Smekkleysu nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur,  Hljómsveitarsvítur I-IV BVW 1066-1069 eftir Johann Sebastian Bach.

04.des. 2011 - 22:53 Gunnar Guðbjörnsson

Jónasi fagnað innilega við afhendingu heiðursborgaratitils

Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara var haldin sérstök móttaka í Salnum í Kópavogi í dag þar sem bærinn gerði hann að heiðursborgara.
04.des. 2011 - 19:00 Gunnar Guðbjörnsson

Leggur áherslur á skýrar laglínur og formgerð verkanna - Steingrímur Þórhalls um nýtt verk

Steingrímur Þórhallsson er organisti og kórstjóri í Neskirkju.  Hann lætur sér þó ekki þau annasömu verk nægja.  Í vor lýkur hann tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og flytur ásamt 90 manna hóp tónlistarfólks lokaverkefni sitt í Neskirkju á þriðjudag.
04.des. 2011 - 18:00 Gunnar Guðbjörnsson

Trio lyrico í Wien

Íslenski tónlistarhópurinn Tríó lyrico, sem skipaður er þremur íslenskum tónlistarkonum kemur fram í Bláa sal OFF-Theater í Wien í kvöld

04.des. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Söngfjelagið - Nýstofnaður kór með aðventutónleika

Söngfjelagið er nýstofnaður kór í Reykjavík sem heldur sína fyrstu aðventutónleika sunnudagskvöldið 11. desember kl. 20.00 í Háteigskirkju.
04.des. 2011 - 15:00 Gunnar Guðbjörnsson

Sónötukvöld - Nýr geisladiskur Rutar Ingólfsdóttur

Sónötukvöld er nýr geisladiskur Rutar Ingólfsdóttur, fiðluleikara og Richards Simm, píanóleikara.

04.des. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

90 flytjendur flytja útskriftarverk Steingríms Þórhallssonar - Tveir kórar, Bachsveit og einsöngvarar

Þriðjudaginn 6. desember kl. 20.00 verða tónleikar í Neskirkju við Hagatorg en þar verður flutt Magnificat eftir Johann Sebastian Bach ásamt frumflutningi á nýju Magnificat eftir nemanda skólans Steingrím Þórhallsson og er það lokaverk hans frá tónsmíðadeild LHÍ, en hann útskrifast næsta vor.  

04.des. 2011 - 09:00 Gunnar Guðbjörnsson

Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju

Árlegir aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju verða að venju annan sunnudag í aðventu, 4. desember kl. 20.00.

03.des. 2011 - 22:18

Klukkur Kvennakórs Garðabæjar klingja á mánudagskvöld í Digraneskirkju

Kvennakór Garðabæjar heldur Aðventutónleika sína í Digraneskirkju mánudagskvöldið 5. desember í Digraneskirkju.
03.des. 2011 - 17:30 Gunnar Guðbjörnsson

Brautryðjandinn - Kammertónlist Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Brautryðjandinn heitir nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur sem út er kominn hjá Smekkleysu.
03.des. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Kertaljós og klæðin rauð …

Kertaljós og klæðin rauð …er daagskrá sem haldin verður um jólaannir í Gamla bænum Laufási 4. desember milli kl 13:30-16:00.

03.des. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Aðventustund í Listasafni Einars Jónssonar

Á morgun, sunnudaginn 4. desember kl. 16 verða tónleikar og ljóðaupplestur í Listasafni Einars Jónssonar.

Pressupennar
nýjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar