15. feb. 2010 - 17:10Bryndís Schram

Bryndís Schram um Ufsagrýlur í Hafnarfjarðarleikhúsinu: Orða vant


Hafnarfjarðarleikhúsið:

Ufsagrýlur


Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningar: Myrra Leifsdóttir
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson
Tónlist/hljóð: Stilluppsteypa


Hver er þessi Móeiður Helgadóttir? Ég bara spyr. Hún hefur verið að skjóta upp kollinum hér og þar í leikhúsheiminum, en nú ræðst hún ótrauð til atlögu við sjálft skáldið Sjón. Hugrökk ung kona, því að leikritið – þetta fyrsta leikrit, sem Sjón semur í fullri lengd –  Ufsagrýlur (fáránlegt heiti) hefur ekki verið árennilegt við fyrsta lestur – hann heimtar heilt geðsjúkrahús á sviðið eða fangelsi í Guantanamo stíl, risastórt gámaskip, óveður á hafi úti, þyrlu sem nálgast með fullfermi. Hefði mátt virðast ógerlegt við ófullkomnar aðstæður í óræðu rými suður í Hafnarfirði.

En þetta leysir hún allt léttilega – og sem meira er, þetta virkar. Í upphafi erum við stödd á  geðspítala, þar sem fyrrverandi bankadríslar húka í læstum búrum og eru í endurhæfingu hjá læknavísindunum. Á hæðinni fyrir ofan röflar vitiskertur og útvatnaður bankastjóri – og þegar ég segi röflar, þá meina ég það, eintal hans er í slitrum og óskiljanlegt áhorfendum. En svo erum við allt í einu – án þess að hróflað sé við nokkrum hlut – komin um borð í stórt skip, sem bíður sendingar frá landi – frá Íslandi. Þegar þyrlan nálgast og losar sig við farminn á dekkið, eru hljóð hennar svo sannfærandi, að maður sér hana fyrir sér þarna handan við hornið. Móeiður ber að vísu enga áyrgð á hljóðeffektum, Það gera þeir félagar Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson (Stilluppsteypa) og fara á flug.  Rammir tónar í upphafi leiks og  vindgnauð á opnu hafi gefur ýmislegt í skyn en uppljóstrar engu. Að ég nú ekki tali um búninga og gervi, sem eru þaulhugsuð og draga fram fáránleikann og vitfirringuna í  lífi þjóðar. Myrra Leifsdóttir og Ásta Hafþórsdóttir hafa vandað mjög til verka og mega vera ánægðar með sitt framlag til sýningarinnar. Vil ég sérstaklega nefna gervi Móru yfirlæknis. Af hverju skyldi hún annars tala með þýskum hreim? Er það til að  undirstrika skyldleikann við útrýmingarbúðir nasista, sem líka voru undir stjórn læknavísindanna?)Lýsingin með hugviti Garðars Borgþórssonar, er tpæld og gaf myndinni fyllingu.

En hvað er þá um verkið sjálft að segja – þetta fyrsta leikrit eftir Sjón í fullri lengd?  Ég ímyndaði mér, að Sjón, sem er maður orðsins, mundi leggja fyrir okkur djúpt hugsaðan texta, og að við þyrftum að fara að pæla, brjóta heilann, vera vakandi fyrir óræðum merkingum orða. En, ó, nei, Sjón hendir textanum og lætur verkin tala. Kannski er veruleikinn svo viti firrtur, að orðin duga ekki lengur til að lýsa honum eða koma til skila neinni merkingu. Raunveruleikinn er oftast ótrúlegri og fáránlegri en nokkur orð geta lýst.

Í hvers konar samfélagi hrærumst við? Erum við ekki komin út á ystu mörk mannlegrar hegðunar? Hvað getur mannskepnan lagst lágt í græðgi og subbuskap? Auðvitað er Sjón – eins og við öll hin – bullandi reiður, fullur af ógeði,  fyrirlitningu og vonbrigðum. Og  hann finnur engin orð lengur. Í stað þess dregur hann upp óskammfeilnar myndir, sem segja allt sem segja þarf – myndir af drullusokkum og skíthælum, glæpahyski, morðingjum, þjófum og þjófsnautum.  Hann gengur af ásettu ráði fram af áhorfendum með viðbjóði og fúlmennsku. Við göngum út með ógleði í maganum – en samt er allt satt, sem hann sýnir okkur á sviðinu. Hann er ekki að ljúga neinu að okkur.

Endanlega snýst allt um gullið. Hvar er gullið að finna? Það er ekki á Tortólu, heldur í iðrum þeirra, sem fyrir löngu eru orðnir af aurum apar. Það leynist í skítnum. Þeir þurfa hægðalyf og stólpípu til að finna aftur hina földu fjársjóði. Þegar gullið hefur gengið niður af þeim, fljótandi innan um skítinn, þá er fundið fé til að hefja endurreisnina. Þá verður allt aftur eins  og það var. Ekkert breytist. Er nema von, að höfundinum verði orða vant?

Það er svo mikið úrval góðra leikara á Íslandi, að það sætir furðu. Maður fer í  atvinnuleikhúsin, og þar eru allir vel skólaðir – bara með mismunandi sterka áru – og síðan í litlu jaðarleikhúsin, þar sem leikgleðin bætir oft upp það sem á vantar í fagmennsku. En ég gat ekki betur séð – að vísu erfitt undir ufsagrýlugervum – en að þarna væru líka atvinnuleikarar með margra ára reynslu að baki. Nefni ég þar gamla kunningja eins og Árna Pétur, Hjálmar Hjálmarsson og Erling Jóhannesson. Hinn ungi Orri Huginn svíkur engan. Hann hefur alla vega frábæra fysík – datt í gólfið hvað eftir annað og niður stiga án þess að brjóta sig. Stelpunum, þeim Birnu Hafstein og Aðalbjörgu Þóru Árnadóttur, tókst báðum að draga upp skýra mynd af persónum sínum, hinum kvenlega sadista í hlutverki yfirlæknis á endurhæfingarhælinu og hinni aðþrengdu eiginkonu bankastjórans.

Þetta er sem sagt leikrit um  kreppuna á Íslandi og heimatilbúnar orsakir hennar. Það er óþol í andrúmsloftinu, það kreppir að á heimilum, í skólum og á vinnustöðum. En – það  kreppir ekki að í leikhúsum borgarinnar. Líkt og í Weimar forðum daga hefur kreppan  kveikt í fólki, vakið það af værum blundi og sköpunarkrafturinn flæðir í undirdjúpunum sem aldrei fyrr. Rúnar Guðbrandsson, sem hefur haldið Hafnarfjarðarleikhúsinu gangandi árum saman af mikilli bjartsýni og þrautseigju, er ekkert á því að gefast upp. Ufsagrýlur  er ekkert stofudrama, það er gróteska og hryllingsbúð, svo sem hæfir efninu. Mér finnst Rúnar hafa sýnt kjark að leggja til atlögu við þetta verk, því að sannleikanum verður hver sárreiðastur og miskunnarlaus – jafnvel brútöl afhjúpun á veruleikanum á upp á pallborðið hjá fáum. Ætli eðlislæg viðbrögð flestra sé ekki að stinga höfðinu í sandinn. Þetta er hins vegar leikhús fyrir þá, sem kjósa fremur að ganga uppréttir.
Ekki láta deigan síga, Rúnar.
 
Bryndís Schram

30.mar. 2016 - 18:55 Kristín Clausen

Píkusögur aftur á svið

Píka er líkamshlutinn sem við nefnum sjaldnast upphátt og helst ekki sínu rétta nafni. Hvers vegna ekki að byrja núna? Píkusögur, eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, hefur verið kallað mikilvægasta og pólitískasta leikverk síðari ára.
20.jan. 2016 - 11:00

Játning Karls Ágústs: Vil vita hvað ég sé fyrir mörgum öryrkjum

„Ég hef lifað af ritlist í um það bil 35 ár. Ég lagði það á mig að mennta mig sérstaklega í þessari grein og ná mér í meistaragráðu. Ég hef meira að segja kennt blásaklausum ungmennum þetta vafasama fag í rúm 15 ár í þremur þjóðlöndum og sumir af nemendum mínum hafa jafnvel náð athygli á ritvellinum, illu heilli eða góðu,“
12.apr. 2015 - 10:00

Sverrir: „Ég hef kannski þannig útlit að fólk þekkir mig ekki endilega“

„Þetta er maður sem lifir í mjög hörðum heimi og hefur aldrei verið númer eitt, en þegar vinur hans deyr þá opnast möguleikinn fyrir hann á að taka það skref og prófa að verða að ágengari persónu,“ segir Sverrir Guðnason um hlutverk sitt í sænsku kvikmyndinni Flugparken
24.mar. 2015 - 01:13

Fimm stjörnu farsi í Hveragerði

Eftir mjög erfiða byrjun á þessari annars ágætu helgi skellti ég mér í Leikhús í Hveragerði föstudagskvöldið 20. mars og fylgdist með sýningunni á farsanum Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan sem leikfélagið sýnir þessi misserin. Ingrid Jónsdóttir er leikstjóri verksins.
13.mar. 2015 - 12:48 Ragnheiður Eiríksdóttir

Tilfinningar, dans og dásemd: Billy Elliot í Borgarleikhúsinu

Það kannast flestir við söguna um Billy Elliot, son námuverkamannsins sem uppgötvar danshæfileika sína nánast fyrir tilviljun og þráir það heitast að fylgja kölluninni við misjafnar undirtektir umhverfisins.
10.feb. 2015 - 10:16 Ragnheiður Eiríksdóttir

Skilja allir hommabrandara nema ég?: Hundur í óskilum í Borgarleikhúsinu

Dúettinn glettni Hundur í óskilum heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni þess standa þeir nú fyrir sýningunni Öldin okkar á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á mörkum þess að vera tónleikar, uppistand og leikrit - og reynir sannarlega á hæfileika hundanna á öllum þessum sviðum.
28.des. 2014 - 17:47

Jesú slær í gegn: „Af hverju er þetta allt svona fyndið?“

Í kvöld verður 100. sýning á Jesús litla. Sýningin var frumsýnd 2009 og hefur verið partur af jólaundirbúningi margra leikhúsgesta í Borgarleikhúsinu síðastliðin ár.  Jesús litli sópaði að sér verðlaunum og hefur leikhópurinn ferðast erlendis með sýninguna.
27.des. 2014 - 18:47

Sjálfstætt fólk – hefðbundnari sýning en búist hafði verið við

Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í ár var ný leikgerð á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Það var spenna í leikhúsgestum fyrir frumsýninguna enda einhvern veginn búið að planta þeirri hugmynd í fjölmiðlum að hér væri á ferðinni byltingarkennd uppfærsla í höndum leikstjóra sem óhikað færi sínar eigin leiðir, óttalaus um móttökur áhorfenda og stjörnulausa dóma. Þessi grallaralega markaðssetning olli því kannski að það tók áhorfendur dálítinn tíma að gefa sig á vald sögunnar.
08.des. 2014 - 21:14 RaggaEiríks

Hold og heitir kroppar: sirkus Íslands sýnir jólakabarett

Ég er agalega mikil sirkusmanneskja. Ég elska loftfimleika og þegar ég varð lítil varð ég algjörlega innblásin og uppnumin ein áramótin af atriði í Billy Smart þar sem tvö börn í hvítum sokkabuxum gengu um og sýndu jafnvægiskúnst á stórum hvítum kúlum.
30.nóv. 2014 - 17:39 Ragnheiður Eiríksdóttir

Ragga fer í leikhús: Hilmir Snær svitnar - Beint í æð í Borgarleikhúsinu

Verkið Beint í æð, sem sýnt er um þessar mundir á stóra sviði Borgarleikhússins, tikkar í öll farsaboxin í bókinni. Á sviðinu eru fernar dyr, misskilningur hrúgast á misskilning ofan, skarpir en þó fyrirsjáanlegir brandarar eru endurteknir í sífellu...
26.nóv. 2014 - 10:27

Útlenski drengurinn í Tjarnarbíói: „Við vissum að við værum með sterkt efni í höndunum frá fyrsta degi“

Útlenski drengurinn eftir Þórarinn Leifsson í uppsetningu leikhópsins Glennu var frumsýndur síðastliðinn sunnudag í Tjarnarbíói við frábærar viðtökur áhorfenda sem gagnrýnenda.
25.nóv. 2014 - 00:26

Ofsi - Sturlungasaga með stæltum krafti og kjarki

Það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir verkefnavali leikhópsins Aldrei óstelandi. Að setja saman sína eigin leikgerð upp úr Ofsa Einars Kárasonar, þannig að sagan gangi upp með einfaldri sviðsmynd og fjórum leikurum, er mikið hættuspil. Fyrir áhorfendur var sýningin því ekki aðeins spennandi vegna hins magnaða söguþráðs og meitlaða texta, flestir biðu líka í ofvæni eftir útfærslunni.
24.nóv. 2014 - 15:42 Ragnheiður Eiríksdóttir

Ragnheiður fer í leikhús: OFSI

Leikhópurinn Aldrei óstelandi frumsýndi Ofsa, sem byggt er á samnefndri skáldsögu Einars Kárasonar, sunnudagskvöldið 23. nóvember.
18.okt. 2014 - 19:00

Karitas – í baráttu við sviðið

Bryndís Loftsdóttir skrifar Það er vandasamt verk að sviðsetja vinsælar skáldsögur en vel þess virði þegar best tekst til. Karitas án titils, skáldsaga Kristínar Marju Baldursdóttur kom út árið 2004 og framhaldið, Óreiða á striga árið 2007. Bækurnar nutu báðar gríðarlegra vinsælda og hafa auk þess verið þýddar á fjölmörg tungumál.  Það kemur því ekki á óvart að áfram sé glímt við sögu Karítasar, að þessu sinni á stóra sviði Þjóðleikhússins.
17.okt. 2014 - 12:14

Frankenstein í leikstjórn Danny Boyle í Bíó Paradís 18. og 19. október

Leikhúsunnendum, sem og kvikmyndaunnendum, gefst einstakt tækifæri til þess að upplifa hrollvekju Mary Shelly, Frankenstein, í Bíó Paradís þann 18. og 19. október. Þá verður uppfærsla National Theatre Live London á á þessu ódauðlega leikriti sýnd en leikstjóri sýningarinnar er enginn annar en snillingurinn Danny Boyle.
09.okt. 2014 - 19:00

Kerry Godliman tekur þátt í grínveislunni í Hörpu: Jón Gnarr frábær en Boris Johnson leiðinlegur trúður

Leikkonan og uppistandsgrínistinn Kerry Godliman hlakkar til að koma til Íslands en hún tekur þátt í Reykjavík Comedy Festival 2014 sem haldin verður í Hörpu dagana 24.-26. október en um er að ræða þriggja daga grínveislu á vegum Senu.
02.okt. 2014 - 19:00

Umdeildur leikhúsgagnrýnandi í deilum við leikara og dramatúrg: Arftaki Jóns Viðars?

Leikdómar Jakobs Bjarnar Grétarssonar í Fréttablaðinu hafa vakið töluverða athygli undanfarið. Símon Birgisson, listrænn ráðunautur við sýningu Þjóðleikhússins, lokaði á Jakob á Facebook í kjölfar gagnrýni og fyrir skömmu áttu Jakob og leikarinn Jóhannes Haukur í deilum á Facebook vegna leikdóms þess fyrrnefnda.
25.sep. 2014 - 18:55

Kenneth Máni stígur á svið: „Við erum kannski glæpamenn en við erum alla vega ekki óheiðarlegir“

Fimmtudaginn 25.september frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Kenneth Máni. Kenneth er góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í Fangavaktinni útskýrir lífið og tilveruna. Björn Thors fer á kostum í hlutverki Kenneth og er leikstjórn í höndum Berg Þórs Ingólfssonar. Verkið samdi Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors.
14.sep. 2014 - 18:00

Leikhúsgagnrýni: Lína Langsokkur – Fléttað og freknótt stelpuskott í Borgarleikhúsinu

Lína Langsokkur situr á stalli með allra heilögustu persónum bókmenntasögunnar. Á meðan sjálfur Hamlet spókar sig um á leiksviðum heimsins í ýmsum tilraunakenndum útgáfum þá þorir enginn að fikta mikið í Línu. Útstæðar fléttur og frísklegar freknur eru alltaf á sínum stað og ekki ólíklegt að margar mæður verði beðnar um að gera Línu-fléttur í dætur sínar í vetur.
03.sep. 2014 - 16:02

Þau sóttu um stöðu Þjóðleikhússtjóra

Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust tíu umsóknir um stöðuna, frá þremur konum og sjö körlum.
31.júl. 2014 - 16:21

Nýtt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttir frumflutt á Heilsuhælinu í Hveragerði í kvöld

Nýtt verk eftir Elísabetu Jökulsdóttur skáldkonu verður flutt í kvöld á Heilsuhælinu í Hveragerði. Í stuttu viðtali sagði Elísabet að þetta væri um konu hlaðna sjúkdómum sem kæmi á Hælið til að skapa sér nýja framtíð því fortíðin væri á hælunum á henni. Leikurinn á sér stað á bökkum Varmár, maður og kona ganga sitt hvorumegin á bakkanum og týna ýmislegt uppúr ánni. Er þetta byggt á eigin reynslu Elísabet, spyr Blaðamaður.
08.jún. 2014 - 10:30

Hrói Höttur – splunkunýtt leikrit með þekktum stjörnum úr ævintýraskóginum

Leikhópurinn Lotta fer á kostum í uppsetningu á Hróa hetti. Fjórar stjörnur segir Bryndís. Ég fór börnin mín á sýninguna, 6, 9 og 11 ára og þau voru öll alveg himinlifandi. Þegar við ókum heim á leið spunnust upp fjörlegar umræður okkar á milli sem enduðu einhverra hluta vegna á þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekkert skrýtið þó einhver ætti jafnvel þrjár mömmur. Ég hefði ekki viljað fara á mis við þessar umræður. Bryndís Loftsdóttir leikrýnir Hróa hött í meðförum Lottu.
30.maí 2014 - 07:52

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen – Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen eða Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins, er nokkuð sérstakur listviðburður.  Ragnar Kjartansson útfærir risavaxnar sviðsmyndir innblásnar úr Heimsljósi Halldórs Laxness á stóra sviði Borgarleikhússins og fær Kjartan Sveinsson, fyrrum hljómsveitarmeðlim í Sigur Rós,  í lið með sér til að semja tónlistina.
28.maí 2014 - 08:37

Leikhópurinn Lotta frumsýnir Hróa Hött

Söguna um Hróa hött þekkja flestir en í útgáfu Leikhópsins Lottu fléttast ævintýrið um Þyrnirós inn í atburðarrásina og úr verður einstaklega fjörugt og skemmtilegt verk. Alls eru sex leikarar í sýningunni sem skipta á milli sín 12 hlutverkum. Þá er flutt lifandi tónlist, söngur og dans og því nóg um að vera. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum og er hann enginn annar en Vignir Rafn Valþórsson en hann vakti mikla athygli í vetur fyrir uppsetningar sínar í Borgarleikhúsinu, Refinn og Bláskjá.
15.maí 2014 - 09:50

Fantastar – leiksýning við höfnina

Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona hefur forystu fyrir hópi listamanna frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku sem vinna saman að þessum listviðburði sem byggir á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna og misskilinni sjálfsmynd þeirra. Sögur verða endursagðar og heimildir skáldaðar.Sýningin er frumsýnd 22. mai kl. 21 og er hluti af Listahátíð í Reykjavík og framleidd í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Sýnt er í Brim húsinu við Geirsgötu.  Sýningum lýkur 5. júní og nánari upplýsingar um miðasölu, sýningardaga og miðaverð er hér.
11.maí 2014 - 10:27

Frystiklefinn og menningarmiðstöðin - atvinnuleikhús stofnað á Snæfellsnesi

Kári Viðarsson stofnandi atvinnuleikhúss í Rifi. Frá árinu 2010 hefur Kári Viðarsson reglulega sett upp leiksýningar í Frystiklefanum í Rifi, gömlu frystihúsi sem hann fékk leyfi til að gera upp og breyta í menningarmiðstöð á Snæfellsnesi. Nú er svo komið að hann heurf fest kaup á húsinu og mun starfsemi hússins því færast í aukana á næstu misseruum.
03.maí 2014 - 16:52

Stefnir í stórhátíð í Þjóðleikhúsinu - Sólheimaleikhúsið sýnir Lorca og skóarakonuna

Frá fyrri uppfærslu Sólheimaleikhússins. Mynd Sunnlenska. Það stefnir í stórhátíð í Þjóðleikhúsinu. Þau í Sólheimaleikhúsinu eru á leið með leikritið sitt og sinna vina frá Madrid á Spáni í sjálft Þjóðleikhúsið.
29.apr. 2014 - 08:18

Kynfræðsla Pörupilta í útrás - sýna á ensku í Finnlandi

Kynfræðsla Pörupilta sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í febrúar og mars fékk boð á leiklistahátíðina Pop Up Art house í Helsinki, Finnlandi.  Þeir Pörupiltar hafa snarað kynfræðslunni yfir á ensku og ætla nú að sýna Finnunum Badboys Sex education.  
28.apr. 2014 - 08:24

Háskaleikurinn BLAM! í Borgarleikhúsinu - sýning ársins í Danmörku

BLAM! Verk Krisjáns Ingimarssonar kemur aftur á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 13 maí kl 20. BLAM! er óður til leikgleði og hugrekkis, bræðingur af „Die hard“ og „The Office“, verk án orða þar sem listamenn og eldhugar endasendast um sviðið í stórhættulega fyndnum slagsmálaleik.
27.apr. 2014 - 12:58

Eldraunin - einn af hornsteinum leikritasögunnar - textanum treyst til að fylla sviðið

Leikararnir Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson voru sannfærandi og logandi heit á frumsýningarkvöldinu. Eftir seigt upphaf átti Sigurður Skúlason einnig flotta spretti. Bryndís Loftsdóttir fjallar um Eldraunina.
24.apr. 2014 - 11:42

Möguleikhúsið mætir með Eldklerkinn á Hvolsvöll

Pétur í hlutverki Jóns í þessari rómuðu sýningu Möguleikhússins. Eldklerkurinn Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum. Hér er sögð saga Jóns, hver hann var og hvaðan hann kom, frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruhamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar.
18.apr. 2014 - 11:04

Hamlet litli – Leikhús í sinni bestu mynd

Þetta er leikhús í sinni bestu mynd, óaðfinnanlegur leikur, sterkt handrit, góð leikstjórn og tæknivinna til fyrirmyndar. Sýningin er glæsileg, fyndin og forvitnileg, og höfðar jafnt til foreldra sem barna. Bryndís Loftsdóttir gagnrýnir Litli Hamlet.
16.apr. 2014 - 09:20

Emil í Kattholti snýr aftur - Sýndur í Freyvangi um páskana

Sænski óknyttadrengurinn úr Smálöndunum með gullhjartað Emil Svenson er kominn aftur og verður í fullu fjöri í Freyvangi um páskana. Þar sem sýningum var hætt í janúar fyrir fullu húsi var ákveðið að taka sýninguna upp aftur og sýna 5 sinnum dagana 16., 17. og 19. apríl. Þeir sem ekki sáu Emil í Kattholti í vetur fá nú annað tækifæri til að sjá stórgóða uppfærslu á sígildri sögu Astrid Lindgren.

15.apr. 2014 - 10:53

Söngur hrafnanna - nýtt útvarpsleikrit frumflutt á páskadag

Svartar fjaðrir. Davíð með hrafninn. Raddir fortíðar leika um loftið í húsi við Bjarkarstíg á Akureyri. Þetta er hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús sem hefur staðið óbreytt í hálfa öld. Árni Kristjánsson píanóleikari og Páll Ísólfsson tónskáld heimsækja Davíð til að fagna Gullna hliðinu, nýskrifuðu leikriti eftir skáldið.
14.apr. 2014 - 12:19

Bréf frá Bryndísi: Að vera – ekki leika - Meistari Bergmann í nýju ljósi í Eistlandi

Bréf frá Bryndísi í Tartu. Það er mikið daðrað og drukkið og duflað. Veisluborð svigna undan krásum, og þjónustufólk á þönum að þóknast yfirboðurum sínum. Börnin – Fanny og Alexander – úti um allt, undir borðum og inni á gafli, með ærslum og látum. Þau eru agalaus dekurbörn –  frjáls borin.
14.apr. 2014 - 09:37

Dagbók jazzsöngvarans – síðbúinn foreldrafróðleikur

Valur Freyr og Kristbjörg í Dagbókinni. „Það eru margir fyndnir punktar í sýningunni og þrátt fyrir að ekki takist sem skildi að koma sögunni á framfæri þá er vel þess virði að fylgjast með Kristbjörgu Kjeld leiða sýninguna áfram.“ Bryndís Loftsdóttir dæmri Dagbók Jazzsöngvara.
12.apr. 2014 - 14:09

Útundan – Ekki réttlátt hlutskipti

Efniviður verksins er áhugaverður og verður vonandi til þess að auka áhuga og skilning á hlutskipti þeirra sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn. Bryndís Loftsdóttir gagnrýnir leikverkið Útundan.
07.apr. 2014 - 13:05

Hamlet litli frumsýnt í Borgarleikhúsinu

Laugardaginn 12.apríl kl 14 frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Hamlet litla á litla sviðinu þar sem Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir þeim Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Sigurði Þór Óskarssyni & tónlistarkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Leikhópurinn tekur þessa frægu harmsögu og gerir hana skiljanlega fyrir börn og fullorðna. Sýningin er tilvalin fyrir eldri en 11 ára aldur.
06.apr. 2014 - 09:00

Bugsy Malone til styrktar Leiðarljóss - Foster tekur Tallulah

Úr uppfærslu Valhúsaskóla á Bugsy Malone. Flott framtak hjá nemendum skólans fyrir gott málefni. Margir sem eru á fullorðins aldri muna eftir hinni firna vinsælu Bugsy Malone þar sem Jodie Foster fór á kostum. Nú er stykkið sett upp af nemendum Valhúsaskóla til styrktar Leiðarljóss. Sjáðu Jodie taka My name is Tallulah.
31.mar. 2014 - 09:45 Björgvin G. Sigurðsson

Mögnuð uppfærsla Engla alheimsins skilaði sér vel á skjáinn

Atli Rafn vinnur leiksigur í Englum alheimsins. Hámarki náði dramatísk sýningin í lokaatriðinu fyrir hlé þegar Páll og Rögnvaldur, Rúnar Freyr, hittast. Leikur Atla Rafns í gegnum allt verkið er með því besta sem sést hefur á fjölunum en í þessu atriði rís hann hæst í yfirþyrmandi og átakanlegri senunni. Sjaldséður leiksigur sem stenst samanburð við það besta hvarvetna.