06. des. 2011 - 17:00Gunnar Guðbjörnsson

Þóra - 32 nútímalegar og spennandi hekluppskriftir

Frá Sölku Bókaútgáfu

Þóra – heklbók eftir Tinnu Þórudóttur Þorvaldsdóttur kemur út hjá bókaútgáfunni Sölku í lok vikunnar.
 
Í þessari fallegu og fjölbreytilegu bók eru sýndar mismunandi aðferðir við hekl, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir lærði ung að halda á prjónum og heklunál – fór fljótt að hekla og prjóna af fingrum fram og breyta uppskriftum eftir eigin höfði. Henni er umhugað um íslenskt handverk og að fleiri læri listina. Tinna vill halda á lofti hannyrðaarfinum sem formæðurnar miðluðu til hennar, því er bókin tileinkuð þeim og sérstaklega Þóru langömmu hennar sem kenndi henni tökin.  
 
Hér eru 32 nútímalegar og spennandi uppskriftir sem Tinna hefur hannað eða útfært, systurnar Ingibjörg og Lilja Birgisdætur tóku ljósmyndirnar og sáu um útlit bókarinnar.
25.nóv. 2014 - 00:26

Ofsi - Sturlungasaga með stæltum krafti og kjarki

Það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir verkefnavali leikhópsins Aldrei óstelandi. Að setja saman sína eigin leikgerð upp úr Ofsa Einars Kárasonar, þannig að sagan gangi upp með einfaldri sviðsmynd og fjórum leikurum, er mikið hættuspil. Fyrir áhorfendur var sýningin því ekki aðeins spennandi vegna hins magnaða söguþráðs og meitlaða texta, flestir biðu líka í ofvæni eftir útfærslunni.
24.nóv. 2014 - 19:40

Ætlaði að verða draugabani en varð rithöfundur: Sverrir Norland ræðir við Sverri Norland

Nýlega dvaldist ég nokkra daga á heimili Sverris Norland, rithöfundar og myndasöguteiknara, og tók við hann stutt viðtal. Enda þótt Sverri dauðleiðist greinilega allur félagsskapur til lengdar reyndist hann bæði þolinmóður og þægilegur viðmælandi. 
18.nóv. 2014 - 10:04

Smásagnakvöld í Máli og menningu: Nóbelsverðlaunhafi, píanóleikur og fleira

Smásagnakvöld verður haldið í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi í kvöld kl. 20.30. Silja Aðalsteinsdóttir les upp úr þýðingu sinni á smásagnasafni Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro, Lífið að leysa. Gyrðir Elíasson les upp úr bókunum Koparakur og Lungnafiskarnir.

 


16.nóv. 2014 - 09:35 Ágúst Borgþór Sverrisson

Kona undirbýr sjálfsmorð

Mikil gróska hefur verið í bókmenntum hér á landi undanfarin ár og fer enn vaxandi. Hún birtist meðal annars í frambærilegum verkum lítt þekktra höfunda. Ritlistarkennsla, sem á sér langa hefð í t.d. Bandaríkjunum og Bretlandi, er nú farin að skjóta rótum hér.
09.nóv. 2014 - 14:00

Bjarni: Eins og að leiða einkadóttur sína upp að altarinu

Bjarni Bjarnason hefur sent frá sér skáldsögun Hálfsnert stúlka en þar segir frá ungri stúlku sem finnst illa til reika eftir ellefu ára dvöl í afskekktum skógi í Ástralíu. Sálgreinandi fær það flókna verkefni að komast að því hvað gerðist. Meðfram ritun skáldsögunnar sinnti Bjarni uppeldi tvíburasona sinna sem hann á með eiginkonu sinni, Katrínu Júlíusdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra.
04.nóv. 2014 - 17:45

Þegar lífið speglaðist í dægurlagi á vínylplötu: Angurvær ástar- og harmsaga frá 1989

Stundarfró, fyrsta skáldsaga Orra Harðarsonar, virkar lengi framan af eins og fimmta eða tíunda skáldsaga virts höfundar en ekki sú fyrsta. Við skulum samt ekki láta eins og það sé eitthvert undur að þroskaður listamaður, lífsreyndur maður kominn af æskuskeiði, skrifi fagmannlega skáldsögu. Orri hefur lengi fengist við að segja sögur í tónlist sinni, hann er vel lesinn og hefur áður sent frá sér lipurlega stílað en ekki mjög eftirminnilegt ádeilurit, Alkasamfélagið. Það skal samt tekið undir með þeim sem hafa sagt að Stundarfró er hreint afspyrnugóð fyrsta skáldsaga höfundar.
02.nóv. 2014 - 11:30

Tantragúrúinn, hjákonan og homminn sem var of venjulegur fyrir matarboðið

Leikkonan og rithöfundurinn Ingibjörg Reynisdóttir, sem sendi frá sér metsölubókina Gísli á Uppsölum árið 2012 fylgir henni nú eftir með nýrri skáldsögu sem ber heitið Rogastanz. Bókin byggir á raunverulegu fólki sem Ingibjörg kynntist í gegnum danska vinkonu sína í Kaupmannahöfn, fólki sem lifir heldur óhefðbundnu lífi. Ingibjörg tók spjall við Ingibjörgu um málin.
26.okt. 2014 - 14:00

Stefán Máni með nýja bók: Færir ógnina nær lesandanum

Allar myndir / Pressphotos.biz Stefán Máni er maður sem óttast stöðnun. Af ótta við að festast í sama farinu söðlaði hann um, skrifaði allt öðruvísi bók en hann hefur verið vanur og skipti um útgefanda: yfirgaf stærsta forlag landsins og hóf samstarf við litla en vaxandi útgáfu. Litlu dauðarnir, nýjasta bók Stefán Mána, er ekki eiginleg spennusaga en samt ótrúlega spennandi.
23.okt. 2014 - 15:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ritdómur: Eftirminnilegt sálfræðidrama

Stefán Máni hefur allt frá upphafi rithöfundarferils síns ferðast um myrkviði sálarinnar í bókum sínum og verið ófeiminn við að draga þar fram í dagsljósið ýmislegt í mannlegu fari sem okkur langar ekki til að horfast í augu við.
18.okt. 2014 - 19:00

Karitas – í baráttu við sviðið

Bryndís Loftsdóttir skrifar Það er vandasamt verk að sviðsetja vinsælar skáldsögur en vel þess virði þegar best tekst til. Karitas án titils, skáldsaga Kristínar Marju Baldursdóttur kom út árið 2004 og framhaldið, Óreiða á striga árið 2007. Bækurnar nutu báðar gríðarlegra vinsælda og hafa auk þess verið þýddar á fjölmörg tungumál.  Það kemur því ekki á óvart að áfram sé glímt við sögu Karítasar, að þessu sinni á stóra sviði Þjóðleikhússins.
05.okt. 2014 - 18:00

Fiskfélagið afhjúpar sína bestu rétti í nýrri matreiðslubók

Í lok ársins 2013 varð hugmynd að veruleika hjá matreiðslumeisturum Fiskfélagsins, Lárusi Gunnari Jónassyni og Ara Þór Gunnarssyni, en sú hugmynd var að gefa út matreiðslubók af vinsælustu réttum staðarins.
26.sep. 2014 - 14:30

Vígalegustu tónleikar ársins um helgina: Rjóminn af íslensku þungarokkssenunni

Rokkhátíðin Rokkjötnar verður haldin í Vodafone-höllinni þann 27. september næstkomandi. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru nú í óða önn að koma öllu á hreint og í mörg horn er að líta. Hér gefur að líta rjómann sem flýtur ofan á íslensku þungarokkssenunni.
03.sep. 2014 - 09:15

Viltu verða rithöfundur? Ágúst Borgþór kennir smásagnaskrif - „Gefandi að virkja sköpunargáfu annarra“

Ágúst Borgþór Sverrisson hefur um nokkurra ára skeið kennt fólki að skrifa smásögur á kvöldnámskeiðum. Næsta námskeið hans er í október í Endurmenntun Háskóla Íslands. Sjálfur hefur Ágúst Borgþór fengist við ritstörf í áratugi, blaðamennsku, auglýsingaskrif og þýðingar, auk þess að gefa út smásagnasöfn og skáldsögur.
09.júl. 2014 - 15:00

Harry Potter snýr aftur: Ný smásaga eftir höfundinn JK Rowling

Harry Potter aðdáendur fá nú tækifæri til að skyggnast inn í framtíð galdrastráksins fræga, en JK Rowling hefur gefið út smásögu um endurfundi krakkanna úr  Hogwartsskólanum á heimsmeistaramóti Quidditch.
11.jún. 2014 - 10:00

Bókmenntir á Kótelettu - Sunnlenska bókakaffið og Bókabæir austanfjalls standa að

Bókamessa við upphaf Kótelettu 2014. Fjórir rithöfundar kynna splunkunýjar bækur sínar við upphaf Kótelettu sem er bæjarhátíð á Selfossi um komandi helgi. Þeir sem lesa eru Ari Jóhannesson, Óttar Guðmundsson, Guðmundur Brynjólfsson og Bjarni Harðarson. Kynningin fer fram í Bókakaffinu á Austurvegi 22, fimmtudagskvöldið 12. júní og hefst klukkan 20:30. Húsið verður opnað klukkan 20.
11.jún. 2014 - 00:00

Þrjár nýjar smásögur gefnar út á Íslandi og í Brasilíu - Tvímálaforlagið Sagarana gefur út

Þrjár nýjar smásögur um óravíddir djammsins í Reykjavík, Kaupmannahöfn stríðsáranna frá sjónarhóli íslensks barns og dularfullt mannshvarf á grískri eyju koma út föstudaginn 13. júní. Allar bækurnar eru, auk þess að vera gefnar út á íslensku, þýddar á portúgölsku fyrir Brasilíumarkað og verður ein þeirra kynnt strax á föstudaginn sem tvímálaútgáfa.
03.jún. 2014 - 09:54

Fjórar nýjar frá Forlaginu; Uppreisn - Piparkökuhúsið - Mamma segir - Heilbrigði trjáa

Bókaútgáfan stendur í blóma þó sumar sé. Fjórar nýjar bækur bættust í bókaflóruna frá Forlaginu.Í Uppreisn eftir Jakob Ejersbo fléttast saman margar sögur sem eiga sér þó sameiginlegan, sáran undirtón. Sofie er hálfdönsk og hálfgrænlensk en hún hafnar eftir ævintýralegum krókaleiðum í Afríku.
29.maí 2014 - 14:00

Kristian Guttesen: Í landi hinna ófleygu fugla

Í tilefni af fertugsafmæli höfundar og 19 ára skáldaafmælis kemur ljóðabókin Í landi hinna ófleygu fugla eftir Kristian Guttesen út þann 29. maí 2014. Bókin er áttunda frumorta ljóðabók höfundar, en Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995.
23.maí 2014 - 08:33

Stjörnurnar á HM - sex bækur frá Sögu um leikinn fallega

Viðfangsefni bókanna eru Brasilíumaðurinn Neymar og brasilíska landsliðið, hinn róstusami Mario Balotelli og ítalska landsliðið, Luis Suárez og úrúgvæska landsliðið, Lionel Messi og argentínska liðið og Cristiano Ronaldo og það portúgalska. Síðastnefndu bækurnar tvær eru endurútgáfur bóka sem Sögur sendi frá sér fyrir tveim árum, en hafa verið uppfærðar mjög rækilega og bætt inn miklu efni um landslið Argentínu og Portúgals. Sjötta bókin er yfirlit yfir 30 helstu stjörnurnar sem skína munu skært á HM. Ferill þeirra er rakinn í stuttu máli, og nefndir kostir og gallar við hverja um sig.

12.maí 2014 - 08:47

„Leikprufan, Gjöf mín yðar hátign, Stjörnur“ komin út

Bókin „Leikprufan, Gjöf mín yðar hátign, Stjörnur“ eftir Kristínu Ómarsdóttur & Gunnhildi Hauksdóttur kom út á vegum Útúrdúrs á degi bókarinnar. Bókin er nú komin í verslanir Eymundssonar og Máls & Menningar, aðrar bókaverslanir og Mengi, Óðinsgötu svo einhverjar séu nefndar.

09.maí 2014 - 09:06

Maturinn hennar Nönnu - ein vinsælasta matreiðslubókin fáanleg aftur

Ein vinsælasta matreiðslubók Nönnu Rögnvaldardóttur, Maturinn hennar Nönnu, er nú loks fáanleg aftur. Bókin vakti athygli þegar hún kom út fyrir þá áherslu sem hún leggur á nýtni hráefna og að ekkert fari til spillis.
07.maí 2014 - 08:26

Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa - ný bók um sjálfsvíg

Bókin er hispurslaust uppgjör geðlæknis við eitt stærsta vandamál geðsjúkdómafræðinnar og sjálfan sig. Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? gengur á hólm við leyndarhyggjuna, þöggunina og alla fordómanna sem umlykja sjálfsvígin.
07.maí 2014 - 08:23

Dægradvöl Gröndals endurútgefin - ein rómaðasta sjálfsævisaga Íslendings

Dægradvöl Benedikts Gröndal er ein rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta og hefur nú verið endurútgefin í kilju. Hún er skrifuð á seinustu áratugum 19. aldar þegar höfundurinn var tekinn að reskjast og kom ekki út fyrr en löngu eftir hans dag.
 

25.apr. 2014 - 11:00

Jóhannesarguðspjall - ný rafbók eftir Óttar Norðfjörð - skemmtilega skrítið Guðspjall

Jóhannesarguðspjall er ný rafbók eftir Ótta Norðfjörð sem var að koma út hjá Forlaginu. Bókin er í grunninn gamla guðspjallið, nema Jesús er ekki lengur „hetjan“, heldur María frá Magdala, betur þekkt sem María Magdalena. Guð er sömuleiðis kvenkyns og líka helmingur lærisveinanna, eða „lærlinganna“ eins og þeir heita hjá Óttari.

23.apr. 2014 - 19:28

Ó - Sögur um djöfulskap - Ingunn fær Íslensku þýðingarverðlaunin

Ingunn ásamt Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra á Gljúfrasteini í dag. Ingunni Ásdísardóttur voru í dag veitt Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á erlendu skáldverki við athöfn á Gljúfrasteini í dag. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin en þau voru veitt fyrir þýðingu á færeysku skáldsögunni Ó - Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, sem Uppheimar gáfu út út.
22.apr. 2014 - 08:30

Mörður og Njála - Bjarni Harðarson vinnur að skáldsögu um Mörð

Mörður Valgarðsson og bók bókanna á Íslandi. Bjarni Harðarson bóksali mun á félagsfundi Ættfræðifélagsins, fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, fjalla um Mörð Valgarðsson, þessa illræmdustu persónu í Njálssögu, sem Íslendingar hafa nú kosið vinsælustu bók sína. Fyrirlesturinn kallar hann Ættarerjur, Mörður Valgarðsson og forleikurinn að Njálu.
17.apr. 2014 - 10:13

Þjóðsögur Jóns Árnasonar áfram á toppnum - Hamskiptin nr. 2

Nýja útgáfan af Þjóðsögum Jóns Árnasonar hefur slegið hressilega í gegn og er áfram í fyrsta sæti sölulista Eymundsson verslananna.  Hún  kemur örugglega uppúr mörgum fermingarpökkun í ár enda sérstaklega vönduð og vegleg útgáfa í alla staði sem gæðir þessar sígildu sögur nýju lífi fyrir næstu kynslóðir Íslendinga.
17.apr. 2014 - 10:01

Kuggur og Maxímús - 3 nýjar barnabækur frá Forlaginu

Kuggur í ferðaflækjum og Kuggur fer á listahátíð eru tvær nýja bækur um Kugg og eru þettta 11.og 12. bókin um Kugg. Maxímús Músíkús kætist í kór er ný bók um músina tónelsku. Þar segir frá því að þegar berin fara að vaxa á trjánum saknar Maxímús Músíkús heimahaganna og aftur upp í sveit í almennilegan berjamó.
14.apr. 2014 - 07:00

Hver var Hallgrímur Pétursson? - ný bók Karls Sigurbjörnssonar um sálmaskáldið

En hver var Hallgrímur og hvernig var lífshlaup hans, spyrja sig margir? Í þessari ríkulega myndskreyttu bók leitast Karl Sigurbjörnsson við að svara þeirri spurningu í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu séra Hallgríms.
13.apr. 2014 - 10:40

Upp, upp mín sál - Passíusálmarnir með myndskreytingum Barböru Árnason

„Passíusálmarnir hafa verið gefnir út meira en sextíu sinnum síðan þeir voru prentaðir fyrst árið 1666, eða að meðaltali 20 sinnum á öld. Þeir komu ekki í viðhafnarbúningi fyrir augu almennings, oftast fátæklega til fara, eins og þjóðin. En þeir voru handleiknir með dýpri lotningu en aðrir munir, sem alþýða hafi í höndum, og þeir voru ein sú auðsuppspretta, sem gerði þjóðina andlega ríki, þótt hún væri líkamlega snauð. Og aldrei eignaðist hún þá bók sem hún mat meir.“