25. nóv. 2011 - 15:30Gunnar Guðbjörnsson

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi - skáldin koma 26. og 27. nóvember

Frá Skriðuklaustri

Árviss rithöfundalest fer um Austurland nú um helgina 26. og 27. nóvember.
Á ferð verða fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín. Hallgrímur Helgason segir frá Konunni við 1000 gráður, Jón Yngvi Jóhannsson les úr ævisögu Gunnars Gunnarssonar sem heitir Landnám, Ragna Sigurðardóttir fræðir áheyrendur um sögu sína um Bónusstelpuna og Vigdís Grímsdóttir heldur á vit töfranna og les úr skáldsögunni Trúir þú á töfra?
 
Viðkomustaðir rithöfundalestarinnar eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður á Skriðuklaustri kl. 14.00 laugardaginn 26. nóv. og þá um kvöldið lesa höfundarnir í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20.30. Á sunnudaginn verður lesið í Miklagarði á Vopnafirði kl. 14.00 og í Safnahúsinu á Norðfirði kl. 20.00.30.jan. 2014 - 16:30

Íslensku bókmenntaverðlaunin - Guðbjörg, Andri Snær og Sjón verðlaunuð

Tímakistan, Mánasteinn og Íslenska teiknibókin hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013. Í tilefni 125 ára afmælis Félags íslenskra bókaútgefenda og 25 ára afmælis Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru nú veitt í fyrsta skipti í flokki barna- og unglingabóka. Þær höfðu áður fallið undir flokk fagurbókmennta.
29.jan. 2014 - 14:45 Björgvin G. Sigurðsson

Henning Mankell um krabbameinið - skrifar um það út frá sjónarhorni lífsins

Sænski rithöfundurinn Henning Mankell. Henning Mankell greinir frá því í dag að hann hafi fyrir tveimur vikum greinst með alvarlegt krabbamein. Mankell ætlar að skrifa röð greina þar sem hann mun segja frá baráttunni við krabbann.
29.jan. 2014 - 10:00

Eiríkur um Íslandskrísuna - ný bók - kemur samtímis út vestan hafs og austan

Eirikur Bergmann - ný bók eftir hann kemur samtímis út í Evrópu og Bandaríkjunum Bók dr. Eiríks Bergmanns Einarssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, Iceland and the international financial crisis: Boom, Bust and Recovery, kemur út 28. janúar 2014 hjá alþjóðlega útgáfufélaginu Palgrave Macmillan, einu virtasta fræðibókaforlagi heimsBókin kemur út samtímis í Evrópu og í Bandaríkjunum og er dreift þaðan á heimsvísu.
25.jan. 2014 - 11:00 Björgvin G. Sigurðsson

Tam o ' Shanter - Robert Burns kemur út í þýðingu Sölva Björns

Robert Burns gefinn út í nýrri þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Útgáfuhóf, upplestur og veitingar. Hluti af skoskri hátíðarviku. Myndbönd með Tam o' Shanter og Red, red rose.
24.jan. 2014 - 09:00

Þorsti - áleitin saga um stormasamt samband mæðgna

Þorsti er ný bók frá Forlaginu eftir Esther Gerritsen. Verðlaunuð bók og vinsæl víða um lönd. Bókin er um mæðgurnar Coco og Elisabeth. Þær hittast sjaldan en þegar þær einn góðan veðurdag rekast hvor á aðra segir Elisabeth dóttur sinni að hún eigi ekki langt eftir ólifað.
23.jan. 2014 - 14:59

Sandmaðurinn beint á toppinn - Ljóshærða villidýrið nr. 2

Samkvæmt nýjum lista Eymundsson yfir mest seldu bækurnar taka lesendur vel á móti nýjum þýðingum á erlendum skáldsögum. Fjórða bók sænsku Kepler hjónanna, Sandmaðurinn fer rakleitt á toppinn. Hin stórmerka HHhH um einn af böðlum þriðja ríkisins stekkur í annað sætið, enda einkar forvitnileg bók þar. Fiskarnir hafa enga fætur er í þriðja sæti heildarlistans. Árleysi alda er í fjórða sæti og ný í sjöunda sætið kemur enn ný þýdd skáldsaga; Þorsti eftir Esther Gerritsen.
21.jan. 2014 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Svartar fjaðrir - 119 ár frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi

Davíð Stefánsson þegar Svartar fjaðrir kom út árið 1919. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, sem kom út árið 1919, flaug beint inn að hjarta þjóðarsálarinnar. Þar slógu hin tilfinningaþrungnu, myndrænu en ekki síst persónulegu ljóð í takt við tíðarandann.
18.jan. 2014 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Hættulegasti maður 3. ríkisins - tilraunin til að myrða ljóshærða villidýrið

Sagan hefst í Prag 1942. Tveir menn eru komnir frá London til að drepa þann þriðja, Reinhard Heydrich, yfirmann Gestapo, leyniþjónustu nasista, og skipuleggjanda Endanlegu lausnarinnar á „gyðingavandamálinu“, manninn sem ýmist var kallaður Böðullinn í Prag, Ljóshærða villidýrið eða Hættulegasti maður Þriðja ríkisins.
17.jan. 2014 - 11:55

Árleysi alda mest selda skáldverkið - Almanak HÍ efst - sölulisti Eymundsson

Fiskarnir hafa enga fætur, Lygi og Andköf koma næst skáldverka. Maður sem heitir Ove selst best af Kiljunum og meistaraverk Einars Kárasonar, Óvinafagnaður, kemur önnur. Fyrsta bók Einars úr þrenningunni meistaralegu upp úr Sturlungu.
17.jan. 2014 - 09:00

Sandmaðurinn - nýr tryllir frá Kepler

Í Sandmanninum er sagt frá því að á kaldri vetrarnóttu finnst fárveikur ungur maður á reiki í Stokkhólmi. Í ljós kemur að sjö ár eru síðan hann var lýstur látinn, löngu eftir að hann og systir hans hurfu, þá á barnsaldri. Lögreglumaðurinn Joona Linna er sannfærður um að raðmorðinginn Jurek Walter hafi átt sök á hvarfi systkinanna, maður sem Joona handsamaði sjálfur fyrir þrettán árum og hefur síðan verið í strangri einangrun á geðsjúkrahúsi.
17.jan. 2014 - 08:00

Landvinningar Gyrðis - tvær bóka hans gefnar út í Tékklandi

Gyrðir Elíasson er einn af rómuðustu og best metnu höfundum seinni áratuga. Nú vinnur hann ný lönd en nýverið komu út tvær af bókum hans út í Tékklandi. Það eru Sandárbókin og verðlaunabókin Milli trjánna. Fyrir þá síðarnefndu hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011.
16.jan. 2014 - 09:00

Sterki maðurinn í stríðinu - Lúðvík 100 ár og þorskastríðin þrjú

Þorskastríðin þrjú, Saga landhelgismálsins 1948-1976 heitir bókin. Hún er eftir Guðna Th. Jóhannesson. Þar er dregið saman mikið efni um landhelgismálið. Það er hollt að velta því fyrir sér á þessu ári, 2014, en þá verða eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Lúðvíks Jósepssonar, skrifar Svavar Gestsson.
15.jan. 2014 - 13:00

Stækka þarf launasjóð og styðja við unga höfunda - enginn undir 30 fær úthlutað

Eiríkur tekur við viðurkenningu sem bæjarlistamaður Ísafjarðar. Það eru einfaldlega of litlir peningar til skiptanna. Það þarf að fjölga mánuðum og eyrnamerkja hluta þeirra aldri – alveg einsog ég er viss um að horft er til kynjasjónarmiða við úthlutun (sem tekst sjálfsagt misvel frá ári til árs), þá þarf líka að horfa til uppruna (það séu ekki allir úr RVK, til dæmis) og aldurs, segir Eiríkur Örn Norðdahl rihöfundur á heimasíðu sinni um launasjóð rithöfunda.
13.jan. 2014 - 08:05

Leiðangurinn frá Norðurey - rafræn bók gefin út á netinu - ný tegund af bókaklúbb

Horfinn heimur er ný útgáfa af bókaklúbb sem hefur hlotið góðar viðtökur. Bókin Leiðangurinn frá Norðurey eftir Arnþór Sigurðsson er í skrifum og verða tveir kaflar birtir á í hverjum mánuði á netsíðunni horfinnheimur.is, 1. hvers mánaðar og þann 15.
11.jan. 2014 - 10:00

Söngur Svartþrastarins - merkilegasta bókin, segir Benedikt

Hér er gripið niður í pistil Benedikts sem má sjá í heild sinni vefsetri Heims: Bókin sem ég er að lesa núna er líklega merkilegust af öllum. Hún heitir Svartþröstur og er eftir frænda minn Hafliða Vilhelmsson. Þeir sem eru vel að sér í fuglafræði vita að svartþröstur er Blackbird á ensku og nafnið er sótt í samnefnt lag Bítlanna

10.jan. 2014 - 07:00

Almanak HÍ og Sjálfstætt fólk seljast best - Laxness efstur skálda -1. árslisti Eymundsson

Sjálfstætt fólk eftir Halldór er mest selda skáldverkið í upphafi árs.

Almanak HÍ er efst á heildarlistanum. Iceland small world, ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar sem var mest selda bók Eymundsson búðanna á liðnu ári, kemur næst og þá Almanak hins íslenska þjóðvinafélags. Í fjórða sæti er ein rómaðasta skáldsaga Íslandssögunnar allrar; stórvirkið Sjálfstætt fólk  eftir nóbelskáldið Halldór Laxness og eru líkast til margir nemendur að ná sér í eintak í byrjun annar.

09.jan. 2014 - 17:44

Hlaðvarpinn úthlutar til menningarmála kvenna - 7 milljónir til 17 verkefna

Sjötíu og fjórar milljónir á sjö árum til menningarmála kvenna. Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans. Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði tæplega 7 milljónum króna til menningarmála kvenna að þessu sinni. Úthlutunin fór fram í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, kl. 17.00 í dag. Í þessari sjöundu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 17 styrkir en alls bárust rúmlega eitt hundrað umsóknir.
09.jan. 2014 - 11:36 Björgvin G. Sigurðsson

Konan í búrinu - meistarastykki Adler-Olsen í misgóðri mynd

Carl og Assad leggja á djúpið og fara að rannsaka afdrif ungu þingkonunnar. Af stað fer magnaður tryllir. Jusse Adler-Olsen er einn skemmtilegasti og frumlegasti glæpasagnahöfundur bókmenntanna. Hann kom brakandi ferskur inn í sigurgöngu norrænu glæpasögunnar með hörkuspennandi bækur sem leiftruðu af húmor og háði. Bæði í flestu sem lýtur að tilveru þrenningarinnar litríku í Deild Q, Carls, Assads og Rose, og í bland samfélagslegu.
09.jan. 2014 - 10:00

Svona hætti Valgeir að reykja - gagnmerk bók segir sálfræðingur

Svona hætti Valgeir að reykja. Bókaútgáfan Salka hefur endurútgefið bók Valgeirs Skagfjörð, Fyrst ég gat hætt getur þú það líka. Valgeir Skagfjörð, leikari og fyrrum stórreykingamaður, deilir hér með lesendum reynslu sinni af því að hætta reykingum fyrir fullt og allt. Ýmsir kvillar voru farnir að hrjá hann sem hann tengdi við flensu, ofþreytu, rangt mataræði, stress og fleira í þeim dúr. En þegar maður á besta aldri hefur þjáðst af flensu og ofþreytueinkennum í nokkur ár er kannski kominn tími til að hugsa sinn gang.
07.jan. 2014 - 12:39

Mest seldu bækur ársins - Arnaldur í 1. - Hemmi Gunn efstur ævisagna

Samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda er Skuggasund eftir Arnald Indriðason mest selda bók ársins 2013. Lygi eftir Yrsu kemur næst og Vísindabók Villa  er í þriðja sæti. Veisluréttir Hagkaups eftir Rikku er í fjórða og á eftir henni koma Guðni léttur í lund og lágkolvetnalífsstill Gunnars Más. Hemmi Gunn - sonur þjóðar er mest selda ævisagan.
07.jan. 2014 - 08:48

Ljóðaslamm 2014- 5 manna dómnefnd velur bestu atriðin - Anna Svava kynnir

Sjöunda ljóðaslamm Borgarbókasafns Reykjavíkur verður haldið á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar 2014. Að þessu sinni er þemað af öllu hjarta. Sem fyrr er ljóðaslammið ætlað ungu fólki (frá aldrinum 15-25 ára) og er skilgreint á afar opinn hátt sem einskonar ljóðagjörningur og er áherslan ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupplestur ekki til ljóðaslamms.
05.jan. 2014 - 12:19

Stjórnmálin vígaslóð ákveðinna siðareglna- hlakkar til næstu bókar Össurar

Ég las Ár drekans eftir Össur Skarphéðinsson í desember. Á pólitíkinni hef ég lítið vit, og æ minna eftir því sem ég átta mig betur á því um hvað hún snýst, en hitt vil ég nefna að í þessari bók sjást vel þær hliðar persónu Össurar sem ég hef lítillega kynnst og lýsir sér í glaðværð, prakkaraskap, hlýju og tryggð, skrifar rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson á Facebook síðu sína. 
04.jan. 2014 - 00:00

Iceland small world mest seld hjá Eymundsson - Ove í öðru og Arnaldur í þriðja

Iceland small world ljósmyndabók eftir Sigurgeir Sigurjónsson er mest selda bók ársins 2013 hjá Eymundsson verslununum. Í öðru sæti er Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman og í þriðja kemur Arnaldur Indriðason með Skuggasund og þar með efstur íslenskra skáldsagnahöfunda.
01.jan. 2014 - 09:00 Björgvin G. Sigurðsson

Gróandi þjóðlíf með þverrandi tár - Lofsöngur um land og þjóð

Íslands þúsund ár. Fátt er hátíðlegra á fyrsta degi ársins en að hlusta á þjóðsönginn. Hann er ávallt leikinn strax að loknu ávarpi forsetans á nýársdag og er það löngu orðin ein af rótgrónu hefðum hverra áramóta. Þetta tignarlega lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar við upphafinn sálm Matthíasar Jochumssonar, Lofsöngur, sómir sér aldrei betur en í froststillunni á fyrsta degi ársins. Samið í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.
28.des. 2013 - 00:00

Sunnlenska bókakaffið: Ljóða- og lífsstílsbækur seldust best - Skessukaltar uppseld

Ljóðabókin „Árleysi alda“ eftir Bjarka Karlsson er tvímælalaust smellur ársins í Sunnlenska bókakaffinu, að sögn Elínar Gunnlaugsdóttur bóksala á Sunnlenska.is og bloggsíðu Bókakaffisins. Hún bendir á að metsölulistar bókabúða líti yfirleitt allt öðruvísi út en metsölulisti stórmarkaðanna þar sem Yrsa og Arnaldur bítast um efstu sætin. Lesendur sækist í húmor ekki síður en spennu og þá komi vinsældir ljóðabóka skemmtilega á óvart en Skessukatlar Þorsteins frá Hamri seldist upp.
25.des. 2013 - 00:00

Jólasaga - Nóttin helga eftir Selmu Lagerlöf

Það var jóladagur.  Allir höfðu farið til kirkju, nema ég og amma. Við fórum ekki vegna þess, að önnur var of ung, en hin of gömul. Okkur leiddist báðum að fá ekki að fara til kirkjunnar og sjá jólaljósin.  En þegar við vorum sestar niður í einverunni, fór amma að segja mér sögu. Þetta er upphaf jólasögu Selmu Lagerlöf Nóttin helga.
23.des. 2013 - 19:50

Skuggasund mest selda bókin - Hemmi Gunn efstur ævisagna

Arnaldur nær þeim árangri enn ein jólin að selja mest allra höfunda. Skuggasund eftir Arnald Indriðason er mest selda bókin á sölulista Bóksölulistans síðustu söluvikuna fyrir jól. Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og Vísindabók Villa í þriðja. Hemmi Gunn - sonur þjóðar er mest selda ævisagan, Sigrún og Friðgeir í öðru sæti og Við Jóhanna í því þriðja.
23.des. 2013 - 00:00 Björgvin G. Sigurðsson

Töframaður tungumálsins með sína bestu bók– mögnuð saga um grimmd og góðmennsku

Sæmd er fágæt bók. Einstaklega vel skrifað listaverk sem segir magnaða sögu af grimmd og góðmennsku sem hverfist um einn lítinn en samt risastóran atburð. Sagan varpar sterku ljósi á nöturlegt samfélagið í lokin á löngu niðurlægingartímabili landsins, en við upphaf nýrra tíma. Ein besta bók ársins 2013. Björgvin G. Sigurðsson skrifar ritdóm um Sæmd.
22.des. 2013 - 13:24 Björgvin G. Sigurðsson

Lífshlaup jafnaðarmanns - merkileg saga litríkar ævi hugsjónamanns

Einnig er afar fróðlegt að lesa um átök Björgvins Guðmundssonar við Vilmund Gylfason. Vilmundur beindi gagnrýni sinni harkalega að Björgvini sem forystumanni flokksins í borginni á þeim tíma. Björgvin rekur aftur rót þess að gagnrýni sinni á flokksforystuna 1970, og þar með á Gylfa föður Vilmundar. Björgvin G. Sigurðsson ritdæmir æviminningar nafna síns Guðmundssonar.
22.des. 2013 - 10:18

Þegar Steingrímur kynntist kapítalinu

Í þessu ljósi er gagnlegt, stundum jafnvel kostulegt, að lesa bók Steingríms. Öll stórverkefni hans í fjármálaráðuneytinu snúast um að díla við stórkapítalið, hin stærstu á heimsvísu í gegnum AGS og aðra slíka, þau minni við að slökkva elda í misilla brunnum rústum íslenzkra fjármálafyrirtækja, skrifar Karl Th. Birgisson í ridómi um Frá hruni og heim.
22.des. 2013 - 10:05 Björgvin G. Sigurðsson

Tímakistan tilnefnd til barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins

Andri Snær ásamt dómnefndinni og formanni ráðsins, Unni Brá Konráðsdóttur alþingismanni. Íslenska dómnefnd Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins hefur tilnefnt bókina Tímakistuna eftir Andra Snæ Magnason til verðlaunanna árið 2014. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 2002 og er nú tilnefnt til þeirra í sjöunda skipti.  Þau hljóta barna- eða unglingabók sem þykir bera af öðrum sambærilegum bókum sem gefnar hafa verið út í Færeyjum, Grænlandi eða Íslandi.
21.des. 2013 - 11:06 Björgvin G. Sigurðsson

Ævintýri ofurhvolpsins Káts - með betri íslenskum barnabókum í mörg ár

Steinunn Jenný les upp úr bók sinni um Kát. Halló krakkar. Ég heiti Kátur. Ég er hvolpur. Kátur hvolpur. Þannig hefst sagan af Káti - ævintýri ofurhvolps eftir yngsta rithöfundinn á bókamarkaði þetta árið. Steinunn Jenný Karlsdóttir er höfundur sögunnar og skrifar bókina með hjálp föður síns Karls Th. Birgissonar.
21.des. 2013 - 10:00

Af kynjum og víddum - andans næring - mjúk og skemmtileg skrifar Ögmundur

Jólin eru hátíð bókanna skrifar Ögmundur Jónasson á heimasíðu sína þar sem hann fjallar um ljóðabók Péturs Arnars, Af kynjum og víddum. Ögmundur skrifar: Ég steig inn í lestrarhátiðina með ljóðabók Péturs Arnar Björnssonar,  Af kynjum og víddum og loftbólum andans. Mæli ég með þeirri andans næringu sem lesturinn gaf, skemmtilegur, mjúkur, íhugull og ljóðrænn. Höfundur hefði ef til vill sagt að viðkynning við þessa bók væri einsog að hlaupa útí móa og týna  sjálfum sér eitt augnablik - og finna á ný.
21.des. 2013 - 08:00

Jólapakki frá Senu upp á 2,5 milljónir

Án verður Strumpafjör í pakkanum frá Senu, en það er ein af mörgum vinsælum skífum sem fyrirtækið gefur út. Rausnarlegt af Senu og sannarlega til eftirbreytni og ástæða til þess að taka undir áskorun félagsins til annarra aflögufærra fyrirtækja. Það safnast hratt saman og gleður marga um jólin. Þeir mega missa sem eiga og margir líða skort.
20.des. 2013 - 09:39

Myrkramessa Extravaganza Heimslitahátíðarinnar

Hressileg Myrkramessa, hátíð skugga og ljóss, mun bjóða vegfarendum sínum uppá magnaða dagskrá ljóða, óhljóða og göróttra gjörninga, ásamt lifandi tónlist í lokin. Hlaðborðið verður drekkhlaðið og gómsætt, því listamennirnir er koma fram hafa markað djúp spor á Íslandi í gegnum árin með viðfangsefnum sínum og ástríðu.
20.des. 2013 - 08:28

Börnin hennar Patti Smith - ný bók og Because the night - Bono og Bruce

Í bókinni Bara börn sem Salka gefur út segir tónlistarkonan fræga Patti Smith frá sérsöku sambandi sínu og listamannsins ­Roberts Mapplethorpe. Bara börn hefst sem ástarsaga sumarið sem Coltrane dó, árið 1967, og lýkur sem tregasöng rúmum tveimur áratugum síðar. Because the night myndband ein og með Bono og Bruce.
19.des. 2013 - 20:00

Músin hennar Elísabetar flýgur út ... á skottinu

Elísabet Jökulsdóttir og Músin sem flaug á skottinu / Teikning eftir Jóhönnu Líf Músin sem flaug á skottinu er nítjánda bók skáldkonunnar Elísabetar Jökulsdóttur. Elísabet gaf út sína fyrstu bók, Dans í lokuðu herbergi, árið 1989 og síðan þá hefur hún sent reglulega frá sér ljóð, sögur og skáldsögur. Músin sem flaug á skottinu er hennar fyrsta barnabók og hefur hún að sögn höfundar hlotið góðar viðtökur.
19.des. 2013 - 12:20 Björgvin G. Sigurðsson

Vatnið - Lokasmíð á miklu listaverki - Bók sem breytir viðhorfum

Vatnið í náttúru Íslands er einstakt verk á alla lund. Brunnur upplýsinga, fágætra ljósmynda og brennandi hugsjónaelds höfundar sem drifin er áfram af miklum málstað og göfugum. Björgvin G. Sigurðsson fjallar um Vatnið í náttúru Íslands.
19.des. 2013 - 12:03 Ruth Ásdísardóttir

Brjánn Guðjónsson um Meistarasögur: Mútusagan frá Noregi hefur hrist aðeins upp í fólki

Brjánn Guðjónsson afhendir Tómasi Inga Tómassyni eintak af bókinni en hann er með sögu í bókinni Meistarasögur eftir Brján Guðjónsson hafa verið að gera það ansi gott í sölu fyrir jólin og heyrðu við aðeins í Brjáni og spurðum hvernig hefði gengið.
19.des. 2013 - 08:31

Merk einsögurannsókn á Gunnu suðu - Bjarni rýnir í nýja bók Guðnýjar

Hörð lífsbarátta Guðrúnar Ketilsdóttur og persónulegir hagir hennar á langri ævi eins og þeir birtast okkur í opinberum skjölum varpa mögnuðu ljósi á eitt hörmulegasta tímabil Íslandssögunnar. Bjarni Harðarson rýnir í stórmerkilega sögu Gunnu suðu. Hann segir samantekt Guðnýjar um Guðrúnu Ketilsdóttur vandaða og athyglisverða sem áhugamenn um Íslandssögu 18. og 19. aldar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

18.des. 2013 - 12:09 Björgvin G. Sigurðsson

Til Eyja með Eddu - persónuleg saga hamfaranna á Heimaey

Til Eyja er skínandi góð bók. Líkt og í fyrri bókum Eddu leikur penninn í höndum hennar. Sagan er vel stíluð og snyrtilega sögð í alla staði. Hrífandi og persónuleg bók sem gefur lesendum sérstaka sýn á mannlíf og atburði hamfaranna á Heimaey fyrir fjörutíu árum síðan.
17.des. 2013 - 15:36

Arnaldur selur mest - Skuggasund í 1. sæti

Skuggasund Arnaldar Indriðasonar er mest selda bókin á sölulista Félags íslenskra bókaútgefenda 9.-15. desember. Vísindabók Villa er í öðru sæti og jafnframt mest selda barna og unglingabókin. Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er í þriðja sæti og Veisluréttir Hagkaups eftir Rikku er í því fjórða. Hemmi Gunn - Sonur þjóðar eftir Orra Pál Ormarsson er mest selda ævisagan og Sigrún og Friðgeir Sigrúnar Pálsdóttur í öðru sæti.
17.des. 2013 - 09:51

Mögnuð frásögn um margbreytilegt líf

Við skjótum þig á morgun, Mister Magnússon heitir bókin. Höfundur er Haukur Már Haraldsson. Útgefandi er Ormstunga. Það hefur ekki farið nógu mikið fyrir þessari bók í jólabókaflóðinu en hún er mögnuð frásögn manns sem hefur átt lygilegt líf. Svavar Gestsson fjallar um nýja bók Hauks Más.
17.des. 2013 - 09:00 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ár drekans: Engin venjuleg bók um íslenska pólitík - Mannleg, kímin og hlý

Össur Skarphéðinsson,  Ár drekans - dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum.  Sögur útgáfa 2013 Ár drekans er engin venjuleg bók um pólitík. Í henni fjallar fyrrverandi utanríkisráðherra um eitt ár í lífi sínu og síðustu ríkisstjórnar, af hreinskilni sem stappar nærri vægðarleysi á köflum. Össur segir sjálfur í formála að eina reglan sem lagt sé upp með sé að meiða engan.
16.des. 2013 - 15:12

Yrsa aftur í fyrsta sæti - Jón Kalman hækkar flugið

 	Bók Jóns Kalman hefur fengið firna góðar viðtökur og þykir ein af bestu bókum ársins. Keppir um Bókmenntaverðlaunin. Á nýjum bóksölulista Eymundsson bókabúðanna er Lygi Yrsu Sigurðardóttur mest selda bókin. Vísindabók Villa er í öðru sæti og mest selda barnabókin en mesta athygli vekur söluaukning bókar Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur. Hún er annað mest selda skáldverkið og í þriðja sæti heildalistans.
16.des. 2013 - 09:13

Bókin um vettlinga aftur fáanleg

Margra grasa kennir á bókamarkaði þetta árið. Óhætt að segja að aldrei hafi fleiri bækur um matreiðslu og prjónaskap verið fleiri en nú. Enn bætist í þann bókahóp þar sem bókin Vettlingar/Mittens eftir Margréti Maríu Leifsdóttur hefur nú verið endurútgefin hjá Sölku vegna mikillar eftirspurnar. Í bókinni eru grunn-uppskriftir af tveimur gerðum af vettlingum þar sem prjónamunstur eru innblásin af nokkrum tískuhönnuðum samtímans.
15.des. 2013 - 17:02 Björgvin G. Sigurðsson

Lífsháski - Elsti „ungi“ rithöfundur landsins með sína fyrstu bók.

Unglingaspennusagan Lífsháski eftir Halldór Svavarsson er ný bók sem Óðinsauga gefur út. Þetta er fyrsta bók höfundar sem er á áttræðisaldri og segir af þremur systkinum sem fara í dálitla sjóferð sér til skemmtunar. Menningapressan rýndi í bókina og tók höfund tali.
14.des. 2013 - 15:51 Björgvin G. Sigurðsson

Ævintýri Amal - hrífandi saga og hrikaleg - ein af bestu bókum ársins

Saga Amal Tamimi á svo sannarlega erindi við lesendur. Stórbrotin saga af harmi og hamingju byltingar- og baráttukonunnar frá Jerúsalem.  Ekki einatt er sagan bæði hrífandi og hrikaleg heldur er hún prýðilega skrifuð af Kristjönu Guðbrandsdóttur. Textinn rennur mjög vel, stílinn látlaus og hnitmiðaður þannig að sagan af ævintýri Amal kemst vel til skila. Hólar gefa út og er útgáfan ljómandi fín.
14.des. 2013 - 09:00

Hrellir - ævintýri um umhverfisvernd

Hrellir - ævintýri um umhverfrisvernd er ein af athyglisverðari bókum vertíðarinnar. Hrellir var að koma út hjá Sölku og vekur athygli enda ekki algengt að út komi ævintýri fyrir börn með svo skýran boðskap um umhverfismál.
14.des. 2013 - 08:32

Bækur í Bíó Paradís - Yrsa, Guðni, Vigdís og fleiri höfundar lesa

Þriðjudagskvöldið 17. desember stendur Bíó Paradís fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins kl 20:00. Þá munu nokkrir frábærir rithöfundar stíga fram og kynna verk sín. Það verður sannkölluð jólastemmning í Bíó Paradís þessi kvöld. Boðið verður upp á smákökur og konfekt auk þess sem heitt kaffi og kakó og ískalt jólaöl verður á boðstólum.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður >