25. nóv. 2011 - 15:30Gunnar Guðbjörnsson

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi - skáldin koma 26. og 27. nóvember

Frá Skriðuklaustri

Árviss rithöfundalest fer um Austurland nú um helgina 26. og 27. nóvember.
Á ferð verða fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín. Hallgrímur Helgason segir frá Konunni við 1000 gráður, Jón Yngvi Jóhannsson les úr ævisögu Gunnars Gunnarssonar sem heitir Landnám, Ragna Sigurðardóttir fræðir áheyrendur um sögu sína um Bónusstelpuna og Vigdís Grímsdóttir heldur á vit töfranna og les úr skáldsögunni Trúir þú á töfra?
 
Viðkomustaðir rithöfundalestarinnar eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður á Skriðuklaustri kl. 14.00 laugardaginn 26. nóv. og þá um kvöldið lesa höfundarnir í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20.30. Á sunnudaginn verður lesið í Miklagarði á Vopnafirði kl. 14.00 og í Safnahúsinu á Norðfirði kl. 20.00.28.des. 2013 - 00:00

Sunnlenska bókakaffið: Ljóða- og lífsstílsbækur seldust best - Skessukaltar uppseld

Ljóðabókin „Árleysi alda“ eftir Bjarka Karlsson er tvímælalaust smellur ársins í Sunnlenska bókakaffinu, að sögn Elínar Gunnlaugsdóttur bóksala á Sunnlenska.is og bloggsíðu Bókakaffisins. Hún bendir á að metsölulistar bókabúða líti yfirleitt allt öðruvísi út en metsölulisti stórmarkaðanna þar sem Yrsa og Arnaldur bítast um efstu sætin. Lesendur sækist í húmor ekki síður en spennu og þá komi vinsældir ljóðabóka skemmtilega á óvart en Skessukatlar Þorsteins frá Hamri seldist upp.
25.des. 2013 - 00:00

Jólasaga - Nóttin helga eftir Selmu Lagerlöf

Það var jóladagur.  Allir höfðu farið til kirkju, nema ég og amma. Við fórum ekki vegna þess, að önnur var of ung, en hin of gömul. Okkur leiddist báðum að fá ekki að fara til kirkjunnar og sjá jólaljósin.  En þegar við vorum sestar niður í einverunni, fór amma að segja mér sögu. Þetta er upphaf jólasögu Selmu Lagerlöf Nóttin helga.
23.des. 2013 - 19:50

Skuggasund mest selda bókin - Hemmi Gunn efstur ævisagna

Arnaldur nær þeim árangri enn ein jólin að selja mest allra höfunda. Skuggasund eftir Arnald Indriðason er mest selda bókin á sölulista Bóksölulistans síðustu söluvikuna fyrir jól. Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og Vísindabók Villa í þriðja. Hemmi Gunn - sonur þjóðar er mest selda ævisagan, Sigrún og Friðgeir í öðru sæti og Við Jóhanna í því þriðja.
23.des. 2013 - 00:00 Björgvin G. Sigurðsson

Töframaður tungumálsins með sína bestu bók– mögnuð saga um grimmd og góðmennsku

Sæmd er fágæt bók. Einstaklega vel skrifað listaverk sem segir magnaða sögu af grimmd og góðmennsku sem hverfist um einn lítinn en samt risastóran atburð. Sagan varpar sterku ljósi á nöturlegt samfélagið í lokin á löngu niðurlægingartímabili landsins, en við upphaf nýrra tíma. Ein besta bók ársins 2013. Björgvin G. Sigurðsson skrifar ritdóm um Sæmd.
22.des. 2013 - 13:24 Björgvin G. Sigurðsson

Lífshlaup jafnaðarmanns - merkileg saga litríkar ævi hugsjónamanns

Einnig er afar fróðlegt að lesa um átök Björgvins Guðmundssonar við Vilmund Gylfason. Vilmundur beindi gagnrýni sinni harkalega að Björgvini sem forystumanni flokksins í borginni á þeim tíma. Björgvin rekur aftur rót þess að gagnrýni sinni á flokksforystuna 1970, og þar með á Gylfa föður Vilmundar. Björgvin G. Sigurðsson ritdæmir æviminningar nafna síns Guðmundssonar.
22.des. 2013 - 10:18

Þegar Steingrímur kynntist kapítalinu

Í þessu ljósi er gagnlegt, stundum jafnvel kostulegt, að lesa bók Steingríms. Öll stórverkefni hans í fjármálaráðuneytinu snúast um að díla við stórkapítalið, hin stærstu á heimsvísu í gegnum AGS og aðra slíka, þau minni við að slökkva elda í misilla brunnum rústum íslenzkra fjármálafyrirtækja, skrifar Karl Th. Birgisson í ridómi um Frá hruni og heim.
22.des. 2013 - 10:05 Björgvin G. Sigurðsson

Tímakistan tilnefnd til barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins

Andri Snær ásamt dómnefndinni og formanni ráðsins, Unni Brá Konráðsdóttur alþingismanni. Íslenska dómnefnd Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins hefur tilnefnt bókina Tímakistuna eftir Andra Snæ Magnason til verðlaunanna árið 2014. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 2002 og er nú tilnefnt til þeirra í sjöunda skipti.  Þau hljóta barna- eða unglingabók sem þykir bera af öðrum sambærilegum bókum sem gefnar hafa verið út í Færeyjum, Grænlandi eða Íslandi.
21.des. 2013 - 11:06 Björgvin G. Sigurðsson

Ævintýri ofurhvolpsins Káts - með betri íslenskum barnabókum í mörg ár

Steinunn Jenný les upp úr bók sinni um Kát. Halló krakkar. Ég heiti Kátur. Ég er hvolpur. Kátur hvolpur. Þannig hefst sagan af Káti - ævintýri ofurhvolps eftir yngsta rithöfundinn á bókamarkaði þetta árið. Steinunn Jenný Karlsdóttir er höfundur sögunnar og skrifar bókina með hjálp föður síns Karls Th. Birgissonar.
21.des. 2013 - 10:00

Af kynjum og víddum - andans næring - mjúk og skemmtileg skrifar Ögmundur

Jólin eru hátíð bókanna skrifar Ögmundur Jónasson á heimasíðu sína þar sem hann fjallar um ljóðabók Péturs Arnars, Af kynjum og víddum. Ögmundur skrifar: Ég steig inn í lestrarhátiðina með ljóðabók Péturs Arnar Björnssonar,  Af kynjum og víddum og loftbólum andans. Mæli ég með þeirri andans næringu sem lesturinn gaf, skemmtilegur, mjúkur, íhugull og ljóðrænn. Höfundur hefði ef til vill sagt að viðkynning við þessa bók væri einsog að hlaupa útí móa og týna  sjálfum sér eitt augnablik - og finna á ný.
21.des. 2013 - 08:00

Jólapakki frá Senu upp á 2,5 milljónir

Án verður Strumpafjör í pakkanum frá Senu, en það er ein af mörgum vinsælum skífum sem fyrirtækið gefur út. Rausnarlegt af Senu og sannarlega til eftirbreytni og ástæða til þess að taka undir áskorun félagsins til annarra aflögufærra fyrirtækja. Það safnast hratt saman og gleður marga um jólin. Þeir mega missa sem eiga og margir líða skort.
20.des. 2013 - 09:39

Myrkramessa Extravaganza Heimslitahátíðarinnar

Hressileg Myrkramessa, hátíð skugga og ljóss, mun bjóða vegfarendum sínum uppá magnaða dagskrá ljóða, óhljóða og göróttra gjörninga, ásamt lifandi tónlist í lokin. Hlaðborðið verður drekkhlaðið og gómsætt, því listamennirnir er koma fram hafa markað djúp spor á Íslandi í gegnum árin með viðfangsefnum sínum og ástríðu.
20.des. 2013 - 08:28

Börnin hennar Patti Smith - ný bók og Because the night - Bono og Bruce

Í bókinni Bara börn sem Salka gefur út segir tónlistarkonan fræga Patti Smith frá sérsöku sambandi sínu og listamannsins ­Roberts Mapplethorpe. Bara börn hefst sem ástarsaga sumarið sem Coltrane dó, árið 1967, og lýkur sem tregasöng rúmum tveimur áratugum síðar. Because the night myndband ein og með Bono og Bruce.
19.des. 2013 - 20:00

Músin hennar Elísabetar flýgur út ... á skottinu

Elísabet Jökulsdóttir og Músin sem flaug á skottinu / Teikning eftir Jóhönnu Líf Músin sem flaug á skottinu er nítjánda bók skáldkonunnar Elísabetar Jökulsdóttur. Elísabet gaf út sína fyrstu bók, Dans í lokuðu herbergi, árið 1989 og síðan þá hefur hún sent reglulega frá sér ljóð, sögur og skáldsögur. Músin sem flaug á skottinu er hennar fyrsta barnabók og hefur hún að sögn höfundar hlotið góðar viðtökur.
19.des. 2013 - 12:20 Björgvin G. Sigurðsson

Vatnið - Lokasmíð á miklu listaverki - Bók sem breytir viðhorfum

Vatnið í náttúru Íslands er einstakt verk á alla lund. Brunnur upplýsinga, fágætra ljósmynda og brennandi hugsjónaelds höfundar sem drifin er áfram af miklum málstað og göfugum. Björgvin G. Sigurðsson fjallar um Vatnið í náttúru Íslands.
19.des. 2013 - 12:03 Ruth Ásdísardóttir

Brjánn Guðjónsson um Meistarasögur: Mútusagan frá Noregi hefur hrist aðeins upp í fólki

Brjánn Guðjónsson afhendir Tómasi Inga Tómassyni eintak af bókinni en hann er með sögu í bókinni Meistarasögur eftir Brján Guðjónsson hafa verið að gera það ansi gott í sölu fyrir jólin og heyrðu við aðeins í Brjáni og spurðum hvernig hefði gengið.
19.des. 2013 - 08:31

Merk einsögurannsókn á Gunnu suðu - Bjarni rýnir í nýja bók Guðnýjar

Hörð lífsbarátta Guðrúnar Ketilsdóttur og persónulegir hagir hennar á langri ævi eins og þeir birtast okkur í opinberum skjölum varpa mögnuðu ljósi á eitt hörmulegasta tímabil Íslandssögunnar. Bjarni Harðarson rýnir í stórmerkilega sögu Gunnu suðu. Hann segir samantekt Guðnýjar um Guðrúnu Ketilsdóttur vandaða og athyglisverða sem áhugamenn um Íslandssögu 18. og 19. aldar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

18.des. 2013 - 12:09 Björgvin G. Sigurðsson

Til Eyja með Eddu - persónuleg saga hamfaranna á Heimaey

Til Eyja er skínandi góð bók. Líkt og í fyrri bókum Eddu leikur penninn í höndum hennar. Sagan er vel stíluð og snyrtilega sögð í alla staði. Hrífandi og persónuleg bók sem gefur lesendum sérstaka sýn á mannlíf og atburði hamfaranna á Heimaey fyrir fjörutíu árum síðan.
17.des. 2013 - 15:36

Arnaldur selur mest - Skuggasund í 1. sæti

Skuggasund Arnaldar Indriðasonar er mest selda bókin á sölulista Félags íslenskra bókaútgefenda 9.-15. desember. Vísindabók Villa er í öðru sæti og jafnframt mest selda barna og unglingabókin. Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er í þriðja sæti og Veisluréttir Hagkaups eftir Rikku er í því fjórða. Hemmi Gunn - Sonur þjóðar eftir Orra Pál Ormarsson er mest selda ævisagan og Sigrún og Friðgeir Sigrúnar Pálsdóttur í öðru sæti.
17.des. 2013 - 09:51

Mögnuð frásögn um margbreytilegt líf

Við skjótum þig á morgun, Mister Magnússon heitir bókin. Höfundur er Haukur Már Haraldsson. Útgefandi er Ormstunga. Það hefur ekki farið nógu mikið fyrir þessari bók í jólabókaflóðinu en hún er mögnuð frásögn manns sem hefur átt lygilegt líf. Svavar Gestsson fjallar um nýja bók Hauks Más.
17.des. 2013 - 09:00 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ár drekans: Engin venjuleg bók um íslenska pólitík - Mannleg, kímin og hlý

Össur Skarphéðinsson,  Ár drekans - dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum.  Sögur útgáfa 2013 Ár drekans er engin venjuleg bók um pólitík. Í henni fjallar fyrrverandi utanríkisráðherra um eitt ár í lífi sínu og síðustu ríkisstjórnar, af hreinskilni sem stappar nærri vægðarleysi á köflum. Össur segir sjálfur í formála að eina reglan sem lagt sé upp með sé að meiða engan.
16.des. 2013 - 15:12

Yrsa aftur í fyrsta sæti - Jón Kalman hækkar flugið

 	Bók Jóns Kalman hefur fengið firna góðar viðtökur og þykir ein af bestu bókum ársins. Keppir um Bókmenntaverðlaunin. Á nýjum bóksölulista Eymundsson bókabúðanna er Lygi Yrsu Sigurðardóttur mest selda bókin. Vísindabók Villa er í öðru sæti og mest selda barnabókin en mesta athygli vekur söluaukning bókar Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur. Hún er annað mest selda skáldverkið og í þriðja sæti heildalistans.
16.des. 2013 - 09:13

Bókin um vettlinga aftur fáanleg

Margra grasa kennir á bókamarkaði þetta árið. Óhætt að segja að aldrei hafi fleiri bækur um matreiðslu og prjónaskap verið fleiri en nú. Enn bætist í þann bókahóp þar sem bókin Vettlingar/Mittens eftir Margréti Maríu Leifsdóttur hefur nú verið endurútgefin hjá Sölku vegna mikillar eftirspurnar. Í bókinni eru grunn-uppskriftir af tveimur gerðum af vettlingum þar sem prjónamunstur eru innblásin af nokkrum tískuhönnuðum samtímans.
15.des. 2013 - 17:02 Björgvin G. Sigurðsson

Lífsháski - Elsti „ungi“ rithöfundur landsins með sína fyrstu bók.

Unglingaspennusagan Lífsháski eftir Halldór Svavarsson er ný bók sem Óðinsauga gefur út. Þetta er fyrsta bók höfundar sem er á áttræðisaldri og segir af þremur systkinum sem fara í dálitla sjóferð sér til skemmtunar. Menningapressan rýndi í bókina og tók höfund tali.
14.des. 2013 - 15:51 Björgvin G. Sigurðsson

Ævintýri Amal - hrífandi saga og hrikaleg - ein af bestu bókum ársins

Saga Amal Tamimi á svo sannarlega erindi við lesendur. Stórbrotin saga af harmi og hamingju byltingar- og baráttukonunnar frá Jerúsalem.  Ekki einatt er sagan bæði hrífandi og hrikaleg heldur er hún prýðilega skrifuð af Kristjönu Guðbrandsdóttur. Textinn rennur mjög vel, stílinn látlaus og hnitmiðaður þannig að sagan af ævintýri Amal kemst vel til skila. Hólar gefa út og er útgáfan ljómandi fín.
14.des. 2013 - 09:00

Hrellir - ævintýri um umhverfisvernd

Hrellir - ævintýri um umhverfrisvernd er ein af athyglisverðari bókum vertíðarinnar. Hrellir var að koma út hjá Sölku og vekur athygli enda ekki algengt að út komi ævintýri fyrir börn með svo skýran boðskap um umhverfismál.
14.des. 2013 - 08:32

Bækur í Bíó Paradís - Yrsa, Guðni, Vigdís og fleiri höfundar lesa

Þriðjudagskvöldið 17. desember stendur Bíó Paradís fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins kl 20:00. Þá munu nokkrir frábærir rithöfundar stíga fram og kynna verk sín. Það verður sannkölluð jólastemmning í Bíó Paradís þessi kvöld. Boðið verður upp á smákökur og konfekt auk þess sem heitt kaffi og kakó og ískalt jólaöl verður á boðstólum.
13.des. 2013 - 16:00

Bestu kynlífslýsingarnar: „Hún steig upp úr kjólnum, nakin, algjörlega nakin“

Sex rithöfundar eru tilnefndir til verðlaunanna Rauðu hrafnsfjaðrarinnar sem veitt er ár hvert fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum. Það er Lestrarfélagið Krummi sem veitir verðlaunin í áttunda sinn.
13.des. 2013 - 12:19

Frábær bók - listaverk í efnistökum og stíl - Svavar ritdæmir Ferðasögu

Yfir frásögninni er hógværð en dimmur undirtónn sem er fyrirboði þess sem koma skal. Og allir þekkja. Höfundurinn fellur aldrei í þá freistni að yfirdrífa, ýkja né heldur að velta sér upp úr örlögum fólks. Sem er þó sannarlega oft gert í bókum af miklu minna tilefni.
13.des. 2013 - 09:32

Frá Gísla Súrssyni til Mugison - Hvað veist þú um Vestfirði?

Þetta er þriðja bók Eyþórs Jóvinssonar sem samdi spurningarna. Hann hefur sent frá sér tvær ljósmyndabækur síðastliðin tvö ár. Hugmyndin að spurningabókinni kviknaði aðeins fyrir rétt um mánuði síðan, daginn eftir að Ísafjarðarbær keppti í Útsvari með eftirtektarverðum árangri. Því er óhætt að segja að það hafi verið hafðar hraðar hendur við að semja spurningar, setja upp og prenta. Aðeins 30 dagar frá hugmynd að útgáfu.
12.des. 2013 - 14:43

Bóksalaverðlaunin - Sjón fór með sigur af hólmi

Bóksalaverðlaunin voru veitt í 14. sinn en þau voru stofnuð árið 2000. Skemmtilegt framtak og fróðlegt að fá innsýn inn í hvaða bækur hvers tíma eru í mestum metum hjá fólkinu sem hefur þann starfa að selja og fjalla um bækurnar beint og milliliðalaust alla daga. Þetta árið fer Sjón með sigur af hólmi í flokki skáldsagna og Andri Snær í unglingabókaflokknum. Þá telja bóksalar að Maður sem heitir Ove sé besta þýdda skáldverkið.
12.des. 2013 - 09:00

Vatnið í náttúru Íslands - lokabindi stórvirkis Guðmundar Páls

Vatnið í náttúru Íslands, lokabindi stórbrotinnar ritraðar Guðmundar Páls Ólafssonar um íslenska náttúru, kemur út í dag fimmtudaginn 12. desember. Af því tilefni verður útgáfuhátíð í Hörpu þar sem einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum Guðmundar og sýnd endurgerð kvikmyndar hans og Óla Arnar Andreasen – Mörg eru dags augu. Útgáfuhátíðin hefst kl. 17 og fer fram á 2. hæð, í Hörpuhorni við Eldborg. 
12.des. 2013 - 08:00

Íslensk knattspyrna 2013 í máli og myndum

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson. Þetta er 33. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Í ár eru tímamót í útgáfu bókarinnar því hún er öll litprentuð í fyrsta skipti en áður hafa mest 37 prósent hennar verið í lit, 96 síður af 256, og fyrir vikið er uppsetning hennar og efnisröðun talsvert breytt að þessu sinni.
11.des. 2013 - 13:11

Átta ára rithöfundur - Steinunn Jenný skrifar um Kát - ævintýri ofurhvolps

Hin átta ára Steinunn Jenný Karlsdóttir hefur sent frá sér barnabókina „Kátur — Ævintýri ofurhvolps“. Þetta er frumraun hennar sem höfundar, en bókina skrifaði hún með aðstoð föður síns, Karls Th. Birgissonar.
11.des. 2013 - 11:42 Björgvin G. Sigurðsson

Ég er Malala - orðlaus Stewart í áhrifaríku viðtali

Fyrir skömmu kom út bókin Ég er Malala, I am Malala, þar sem saga hennar og sjónarmið eru sett fram. Bókin hefur vakið mikla athygli og borið hróður hetjunnar ungu, sem nú er 16 ára, áfram um heimsbyggðina. Lesendur setur orðlausa yfir grimmd og miskunnarleysi Talibanana en ekki síður yfir æðruleysi og yfirvegun Malölu.
11.des. 2013 - 10:00

Nýtt TMM - troðfullt af spennandi efni

Nýtt hefti Tímarits Máls og menningar er komið út, síðasta hefti ársins. Þar kennir að vanda margra grasa. Birtur fyrirlestur kenndur við Sigurð Nordal sem Auður Ava Ólafsdóttir flutti í haust og vakti mikla athygli og einnig fyrirlestur Arnaldar Indriðasonar á ráðstefnunni Heimur handritanna sem haldin var í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar.
11.des. 2013 - 08:00

Stórgóðar skagfirskar skemmtisögur

Þriðja bókin af Skagfirskum skemmtisögum er komin út hjá Hólum. Þarna bætast við 250 sögur úr Skagafirðinum og honum tengdum. Þar með eru sögurnar orðnar meira en 700 talsins sem Björn Jóhann Björnsson hefur safnað saman. Hér eru nokkra sögur úr bókinni sem tengjast stjórnmálamönnum.

10.des. 2013 - 11:49

Villi skákar helstu höfundum - Hemmi Gunn mest selda ævisagan

Nýr sölulisti frá Félagi íslenskra bókaútgefenda sýnir að Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson er mest selda bók landsins. Skuggasund Arnaldar Indriðasonar er í öðru sæti, Veisluréttir Hagkaups í þriðja og Lygi Yrsu Sigurðardóttur í fjórða sæti listans.
10.des. 2013 - 09:30 Ruth Ásdísardóttir

„Það var annað hvort að læra á gítar eða gefa út bók“ - Meistarasögur hafa slegið í gegn

Meistarasögur er fyrsta bók Brjáns Guðjónssonar Meistarasögur eftir Brján Guðjónsson er frábær bók sem er nýkomin út, en í henni eru skemmtilegar sögur sagðar af landsþekktum íþróttamönnum. Oft er fjallað um íþróttamenn landsins á frekar alvarlegum nótum og því er virkilega gaman að heyra að Brjánn hafi tekið sig til og gefið út bókina Meistarasögur.
10.des. 2013 - 08:06

Brot úr byggðasögu - mannlíf Grýtubakkahrepps á myndarlegri bók

Brot úr byggðasögu - mannlí í Grýtubakkahreppi kom út hjá Hólum fyrir skemmstu. Bókin skiptist í átta hluta. Um hreppinn og stjórn hans, einkum á þeim tíma þegar framfærslumálin vógu þyngst. Búnaðarbálkurinn er fyrirferðarmestur, bændur tóku hlutverk sitt alvarlega og stofnuðu Framfarafélag 1867 og Nautgriparæktarfélag 1904.
10.des. 2013 - 08:00

Gegn alls konar fordómum - Svavar ritdæmir Við Jóhanna

Það er spurning hvort þessi bók á ekki einnig erindi á alþjóðlegan markað, að minnsta kosti hér í grannlöndum okkar og jafnvel víðar. Bækur Jónínu hafa verið þýddar á fjölda tungumála, meðal annars á þýsku. Þess vegna ætti hún að eiga auðveldan aðgang að forleggjurum á því málsvæði.
09.des. 2013 - 17:13

Arnaldur aftur á toppinn - nýr listi Eymundsson - 27% söluaukning á milli vikna

Þau skiptast á að skipa fyrsta sætið Arnaldur og Yrsa. Nú nær Arnaldur aftur fyrsta sæti heildarlista Eymundsson með Skuggasund og Yrsa Sigurðardóttir er númer tvö með Lygi. Nýr sölulisti Eymundsson birtist í dag sem er byggður á sölu bóka í 17 verslunum Pennans - Eymundssonar um land allt á tímabilinu 2.- 8. desember. Á tímabilinu seldust 3.080 mismunandi titlar sem er aukning um 650 titla frá síðustu viku eða 27% aukning á milli vikna. Ljóst er á sölunni í síðustu viku að jólasalan er komin í fullan gang.
09.des. 2013 - 09:00

Þetta var síðasti dagur lífs míns - smásögur rithringsins

Árið 2012 kom fyrsta smásagnasafnið út eftir Rithringsmeðlimi en að henni stóðu 12 höfundar. Samvinnan gekk svo vel að ákveðið var að gefa aftur út smásagnasafn 2013 en þá bættust við fleiri höfundar því eins og fyrr sagði eiga átján höfundar sögu í safninu, auk þess eru þarna tvær samvinnusögur, en allir höfundarnir skrifuðu eitthvað í þeim, í gegnum tólið, málsgrein á dag á Rithringnum. Fyrsta setningin var sett inn og höfundarnir bættu við, einn af öðrum, þar sem frá var horfið.
08.des. 2013 - 14:24 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Landbúnaðarsaga Íslands er stórvirki sem lengi verður vitnað til

Stutt umsögn á netmiðli getur því aldrei orðið alvöru dómur um stórvirki eins og Landbúnaðarsöguna, til þess er einfaldlega hvorki tími til að liggja yfir verkinu né tóm til að skrifa um alla þætti þessarar löngu og miklu bókar, sem reyndar skiptist í fjögur hnausþykk bindi.
07.des. 2013 - 08:00 Björgvin G. Sigurðsson

Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál - Sölvi og nýja bókin um sterkasta mann heims

Það er óhætt að staðhæfa að verk Sölva um Jón Pál muni vekja athygli og áhuga margra enda bráðskemmtilegt. Vel skrifuð bók sem varpar nýju og athyglisverðu ljósi á einn af þekktustu Íslendingum samtímans. Manns sem um leið var goðsögn sem lést skyndilega á unga aldri. Bókin um Jón Pál mun án efa höfða til margra, enda loksins skrifuð saga þessa merkilega manns sem hafði mikil áhrif á stuttum tíma á samtíma sinn.
07.des. 2013 - 07:00

Skjótið bara, sama er mér! Svavar um stórvirkið Kamban

Kamban Líf hans og starf heitir bókin. Útgefandinn er Mál og menning. Höfundurinn er sá sem best allra þekkir til Kambans og verka hans: Sveinn Einarsson. Bókin er mikill fengur þeim sem hafa áhuga á íslenskri menningarsögu og svo líka stjórnmálasögu. Skjótið þið bara, sama er mér! Þessi voru andlátsorð Kambans að sögn viðstaddra þegar hann var skotinn.
06.des. 2013 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Úr fangelsi í forsetastól - einstök saga Nelsons Mandela

Nú þegar Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og friðarverðlaunahafi Nóbels, er allur 95 ára gamall verður saga hans enn goðsagnakenndari en áður. Eitt af því sem hvað helst hóf hann upp til þeirrar almennu aðdáunar og virðingar sem hann nýtur er ekki síst sú ákvörðun hans að koma í veg fyrir hefndarleiðangra síns fólks gegn kúgurunum hvítu. Áratuga yfirgangur og niðurlæging skyldi gerð upp í opnum sannleiksnefndum en ekki með sveðjum og byssum.
06.des. 2013 - 08:00 Björgvin G. Sigurðsson

Bernskudagar Óskars í Sunnubúðinni- hrífandi saga af fátæku fólki

Bernskudagar Óskars í Sunnubúðinni er góð bók. Grípandi og vel skrifuð. Segir hrikalega en um leið hrífandi sögu sem svo sannarlega á erindi við Ísland samtímans. Það er svo undalega stutt síðan fátækt, fáfræði og almennt félagslegt óréttlæti var hlutskipti þorra alþýðu manna á landinu. Björgvin G. Sigurðsson ritdæmir Bernskudaga.
05.des. 2013 - 12:53

Árleg bókmenntakynning MFÍK - Vigdís Gríms, Amal Tamimi og Ragnar skjálfti meðal höfunda

Á fundi SHA og MFÍK í Friðarhúsi 13. nóvember/ Óðinn Dagur Bjarnason. Árleg bókmenntakynning MFÍK, Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, verður haldin laugardaginn 7. desember í MÍR salnum við Hverfisgötu 105. Upplesturinn hefst kl. 14. Húsið opnar 13.30 Glæsilegt kaffihlaðborð 1.000 krónur. Ágóði af kaffisölu rennur til útgáfu bókar um sögu MFÍK sem nú er í smíðum
05.des. 2013 - 09:00

Að vera kona - ný bók eftir Caitlin Moran - konubókin í ár í Bretlandi

Caitlin Moran höfundur þessarar bráðskemmtilegu bókar. Samhliða eigin þroskasögu rekur Caitlin Moran eldfim baráttumál kvenréttindahreyfingarinnar. Að vera kona er sjálfsævisögulegt varnarrit gallharðs femínista um allt frá strippbúllum til fóstureyðinga, frá kynlífshegðun til starfsframa. Bókin sló í gegn í heimalandinu Bretlandi og vakti mikið og þarft umtal.
04.des. 2013 - 19:00

Eins og fótarmein angri Sigmund Davíð - Svavar um forvitran Guðna

Undanfarin ár hefur Guðni lagt það fyrir sig að segja skemmtisögur á Þorrablótum og víðar. Þykir með afbrigðum skemmtilegur og fyndinn...Bókin er samt ekki eins skemmtileg og Guðni getur verið læv eins og það heiti á nútímaíslensku. Guðni segir í inngangi að tilgangur bókarinnar sé að gleðja fólk og kalla fram “súrefni sálarinnar”. Það virðist takast því svo mikið er víst að bókin er rifin út. Svavar Gestsson rýnir í bókina um og eftir Guðna Ágústsson.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður >