25. nóv. 2011 - 15:30Gunnar Guðbjörnsson

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi - skáldin koma 26. og 27. nóvember

Frá Skriðuklaustri

Árviss rithöfundalest fer um Austurland nú um helgina 26. og 27. nóvember.
Á ferð verða fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín. Hallgrímur Helgason segir frá Konunni við 1000 gráður, Jón Yngvi Jóhannsson les úr ævisögu Gunnars Gunnarssonar sem heitir Landnám, Ragna Sigurðardóttir fræðir áheyrendur um sögu sína um Bónusstelpuna og Vigdís Grímsdóttir heldur á vit töfranna og les úr skáldsögunni Trúir þú á töfra?
 
Viðkomustaðir rithöfundalestarinnar eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður á Skriðuklaustri kl. 14.00 laugardaginn 26. nóv. og þá um kvöldið lesa höfundarnir í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20.30. Á sunnudaginn verður lesið í Miklagarði á Vopnafirði kl. 14.00 og í Safnahúsinu á Norðfirði kl. 20.00.14.apr. 2014 - 07:00

Hver var Hallgrímur Pétursson? - ný bók Karls Sigurbjörnssonar um sálmaskáldið

En hver var Hallgrímur og hvernig var lífshlaup hans, spyrja sig margir? Í þessari ríkulega myndskreyttu bók leitast Karl Sigurbjörnsson við að svara þeirri spurningu í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu séra Hallgríms.
13.apr. 2014 - 10:40

Upp, upp mín sál - Passíusálmarnir með myndskreytingum Barböru Árnason

„Passíusálmarnir hafa verið gefnir út meira en sextíu sinnum síðan þeir voru prentaðir fyrst árið 1666, eða að meðaltali 20 sinnum á öld. Þeir komu ekki í viðhafnarbúningi fyrir augu almennings, oftast fátæklega til fara, eins og þjóðin. En þeir voru handleiknir með dýpri lotningu en aðrir munir, sem alþýða hafi í höndum, og þeir voru ein sú auðsuppspretta, sem gerði þjóðina andlega ríki, þótt hún væri líkamlega snauð. Og aldrei eignaðist hún þá bók sem hún mat meir.“
11.apr. 2014 - 09:17

Tautar og raular - ný ljóðabók eftir Þórarinn Eldjárn - 10. ljóðabókin á 40 árum

Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér ljóðabókina Tautar og raular. Bókin inniheldur 70 fjölbreytt ljóð, flest frumort og ný en einnig fáein þýdd. Efnið skiptist í fjóra nokkuð ólíka hluta: óbundin ljóð og háttbundin, prósaljóð og þýðingar. Þetta er tíunda ljóðabók Þórarins ef frá eru taldar barnaljóðabækur hans og Kvæðasafn.
11.apr. 2014 - 08:34

Flæðarmál - verk 8 kvenhöfunda - safna fyrir útgáfunni

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda og sjö ritstjóra sem standa nú fyrir hópfjármögnun á Karolina Fund svo verkið komist í prentun. Söfnunin fer fram 10. apríl – 9 maí en á því tímabili þurfa þær að ná að safna þeirri upphæð sem uppá vantar. Þær biðla til almennings að taka þátt svo útgáfan verði að veruleika. Hægt er að sjá frekar á vefsíðu Karolina Fund.
11.apr. 2014 - 07:00

Bernska og Æska Tolstoy á íslensku

Ugla útgáfa hefur gefið út skáldsögurnar Bernska og Æska eftir rússneska skáldjöfurinn Lev Tolstoj í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Ráðgert er að gefa út síðasta hluta þríleiksins, Manndómsár, síðla sumars.
08.apr. 2014 - 14:10

Lestrarnautn - ljóðasafn Gerðar Kristnýjar á 20 ára skáldaafmæli

Lestrarnautn er nýtt ljóðasafn Gerðar Kristnýjar sem Forlagið gefur út. Formála af safninu ritar Guðrún Nordal. Gerður Kristný hefur verið eitt af bestu og vinsælustu skáldum landsins um árabil og kominn tími til að taka öll útgefin ljóð hennar saman í einu safni.
07.apr. 2014 - 08:20

Ljóðin bjarga lífi mínu - Innri rödd úr annars höfði - ný ljóðabók Ásdísar Óladóttur

Ljóðin bjarga lífi minu, segir Ásdís.  Í bókinni eru 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og ljóðin verið haldreipi mitt í lífinu, segir skáldið.
01.apr. 2014 - 09:58

Smásagan Blöndukútur í Sorpu eftir Þórarin Eldjárn frumflutt fyrir alla grunnskólanema

Þórarinn ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Þórarinn Eldjárn skrifaði söguna Blöndukútur í Sorpu fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í tilefni dags barnabókarinnar að beiðni IBBY á Íslandi, en þetta er í fjórða sinn sem félagið fagnar deginum með þessum hætti. Þórarinn hlaut á síðasta ári Sögustein, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir hið mikla framlag sitt til barnamenningar, verk bæði í lausu máli og bundnu, þýdd og frumsamin.
01.apr. 2014 - 09:48

20 stystu smásögurnar - Benedikt birtir nýjar sögur

Benedikt Jóhannesson birtir 20 nýjar smásögur. Benedikt Jóhannesson ritstjóri birtir 20 stystu smásögurnar á heimur.is. Hann segir að í tilefni af nýlegri gagnrýni um smásagnasafn sitt, Kattarglottið, hafi hann ákveðið ég að skrifa nokkrar nýjar smásögur: En ég hef engar skrifað frá því að bókin kom út. Þær urðu 20 og birtast hér í fyrsta og væntanlega eina sinn, segir Benedikt.
30.mar. 2014 - 14:18

- Nej, Mogens, for helvede, hvad laver du? - Sjón með bestu kynlífslýsinguna

Karl Blöndal afhenti Sjón verðlaunin sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Rithöfundurinn Sjón hlaut í gær Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum. Lestrarfélagið Krummi veitti honum verðlaunin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi, en þetta er í áttunda sinn sem Rauða hrafnsfjöðrin er veitt.
30.mar. 2014 - 09:41 Björgvin G. Sigurðsson

Englarnir eru í orden - Beint úr leikhúsinu heim í stofu

Atli Rafn Sigurðarson fer á kostum í Englum alheimsins. Kleppur er víða, er ein af þekktustu setningum íslenskra bókmennta. Þessi snjalla lína úr Englum alheimsins rammar inn kjarna meistaraverks Einars Más Guðmundssonar sem hann byggir á sögu bróður síns heitins: Geðsjúkdómar eru ekki bundnir við nokkra sérvitringa sem eru vistaðir inn við sund. Þeir eru úti um allt og geta tekið hvern sem er niður. Líka efnaða tannlækninn sem gekk allt í haginn, og segir þetta við Pál í bókinni.
27.mar. 2014 - 11:50

Magnús Árni skrifar kafla í alþjóðlega bók um Evrópuvæðingu

Dr. Magnús Árni skrifar kafla í bók um Evrópuvæðinguna. Dr. Magnús Árni Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst ritar kafla í bók um Evrópuvæðingu sem kemur út hjá hinu virta alþjóðlega útgáfufyrirtæki Palgrave Macmillan þann 6. ágúst næstkomandi. Bókin heitir Europeanization and European Integration, From incremental to structural change.
26.mar. 2014 - 13:00

Ævar vísindamaður gefur út bók - Umhverfis Ísland í 30 tilraunum

Ævar í hlutverki vísindamannsins í vel heppnuðum og vinsælum þáttum í Ríkissjónvarpinu. Von er á bók eftir leikarann og vísindamanninn Ævar Benediktsson, betur þekktur úr sjón- og útvarpi sem Ævar vísindamaður, sem heitir Umhverfis Ísland í 30 tilraunum.
25.mar. 2014 - 13:28

Stelpa fer á bar - þínar fantasíur - lestu kafla úr bókinni hér

Kannski geymir nóttin þínar villtustu fantasíur. Þú ræður ferðinni, segir í tilkynningu frá Forlaginu um nýja fantasíubók, Stelpa fer á bar.
Lestu kafla úr bókinni hér, en ástæða er til að vara við berorðri erótík í þeim.
22.mar. 2014 - 08:00

Poems and paintings - myndverk og ljóð Bjarna Bernharð

Poems and Paintings er ný útkomin bók eftir Bjarna Bernharð, sem inniheldur 83 ljóð í þýðingu Philip Roughton og 17 ljósmyndir af olíu- akrylmálverkum höfundar, en jafnhliða skáldskapnum á Bjarni Bernharður að baki tæpa fjóra áratugi sem málari.
20.mar. 2014 - 14:00

Hljóðin í nóttinni selst best

Hljóðin í nóttinni selst best íslenskra bóka, bæði á lista Félags bókaútgefenda og á nýjum sölulista Eymundsson verslananna. Hún þokar málinu um Harry niður í annað sætið  hjá Eymundsson en það er  bók sem gengur vel í íslenska lesendur. Þá fer Kroppurinn er kraftaverk vel af stað en hún fer beint í 5. sæti. Í henni er börnum kennd líkamsvirðing, fyrir eigin líkama og annarra.
19.mar. 2014 - 18:30

Með kveðju frá Tartu - Bryndís Schram skrifar heim

Ég heyrði einhvern tíma Lennart Meri, fyrrverandi forseta Eistlands, segja,  að rússneski björnin hefði bara fengið sér blund – hann mundi von  bráðar vakna aftur. Björninn skyldi þó ekki vera að skríða úr hýði sínu einmitt núna? Bryndís Schram skrifar frá Tartu.
19.mar. 2014 - 17:47

Ris, fall og endurkoma Björgólfs Thors -ný bók í Bretlandi

Ný bók í Bretlandi eftir Björgólf Thor um ris, fall og endurkomu. Björgólfur Thor Björgólfsson sendir frá sér bókina Billions to Bust and Back þann 26. júní næstkomandi. Undirtitill bókarinnar er „How I made, lost and rebuilt a fortune“.
18.mar. 2014 - 13:58

Bókahátíð haldin á Flateyri í fyrsta sinn

Um næstu helgi, 21.-22 mars, verður haldin Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Áherslan í ár verður á ljóð og ljóðaformið. Meðal helstu viðburða má nefna upplestur á Vagninum og fiskiveislu í frystihúsinu þar sem öllum landsmönnum verður boðið í glæsilega fiskiveislu í boði Arctic Odda.
17.mar. 2014 - 09:26

Hljóðin í nóttinni - mikilvæg bók um samfélag sem brást börnum segir Gunnar Smári

Ég las Hljóðin í nóttinni, vel skrifaða og yfirvegaða skýrlu Bjargar Guðrúnar Gísladóttur um fátækt, vanrækslu, ofbeldi og óbærilegt álag sem hún bjó við í bernsku. Gunnar Smári Egilsson fjallar um Hljóðin í nóttinni á facebókarsíðu sinni.
17.mar. 2014 - 08:54 Björgvin G. Sigurðsson

Njósnari á meðal vina - sagan af þriðja manninum

Njósnari á meðal vina,  A Spy among friends, hetir ný bók Bens Macintyre um einn frægasta njósnara í sögu breska heimsveldisins, Kim Philby. Bókin hefur vakið mikla athygli en í henni rekur hann áralangan vinskap hans við Nicholas Elliott, njósnara bresku leyniþjónustunnar.
16.mar. 2014 - 11:00

Amazon loks með rafbækur á Íslensku fyrir Kindle

Langri bið lokið fyrir lesendur rafbóka. Fyrstu íslensku rafbækurnar fyrir Kindle eru nú komnar í sölu hjá Amazon. Um er að ræða allar bækur sem Bókabeitan og Bókaútgáfan Björt gefa út.
Nú er þetta loksins orðið eins og það á að vera og allar bækur Bókabeitunnar og Bjartar bókaútgáfu fáanlegar á Amazon.com,“ segir Birgitta Elín Hassell, sem á og rekur útgáfurnar ásamt Mörtu Hlín Magnadóttir.
14.mar. 2014 - 09:00

Kroppurinn er kraftaverk

Kroppurinn er kraftaverk. Ný bók frá Forlaginu fyrir börn. Líkami þinn er snillingur. Hann gerir allskonar stórkostlega hluti, eins og að hoppa, stækka og lækna sárin sín. Ef þú hlustar segir hann þér hvað hann þarf til að vera hraustur og líða vel.
14.mar. 2014 - 08:48

Ég geng í hring - Guðmundur Andri í nýju ljóði

Ég geng í hring 
í kringum allt sem er. Guðmundur Andri Thorsson rammar atburði og andrúm í skínandi fínu ljóði á Facebook.

12.mar. 2014 - 15:29

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur - fyrirlestur um elstu ævisögu íslenskrar alþýðukonu

Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur  heldur fyrirlestur sunnudaginn 16.mars kl. 14 á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju um Guðrúnu Ketilsdóttur. Hún fæddist árið 1759 og er saga hennar líklega elsta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu – vinnukonu frá 18.öld. 
10.mar. 2014 - 15:10 Björgvin G. Sigurðsson

Konungsmorð og Krónprinsessa - dramatík og dauðasyndir Hanne-Vibeke seljast vel

Hanne-Vibeke Holst hefur skrifað margar vinsælar bækur, síðast Iðrun sem gekk vel. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert er mest selda bókin í búðum Eymundsson þessa vikuna. Íslensk þýðing á bók eftir Hanne-Vibeke Holst, Konungsmorðið, kemur inn í fjórða sæti heildarlistans. Bókin er framhald hinnar vinsælu Krónprinsessu sem fjallar um dramatísk átök á vettvangi stjórnmálanna og er um margt fyrirmynd dönsku Hallarþáttanna. Konungsmorðið kom út í Danmörku fyrir 9 árum en kemur nú út í íslenskri þýðingu.
07.mar. 2014 - 11:48

Bókamarkaðinum við Laugardalsvöll lýkur á sunnudaginn

Ástríðubóksalinn Bryndís Loftsdóttir ræðir um Bókamarkaðinn við Menningarpressuna. Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir að venju en hann hefur verið starfræktur allar götur síðan 1952. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdarstjóra markaðarins, hefur aðsókn verið góð og almenn ánægja verið með nýja staðsetningu markaðarins.
04.mar. 2014 - 14:19

Matreiðslu- og lífsstílsbækur seljast best - Marco áhrifin, Sandmaðurinn og HHhH koma næst

Samkvæmt sölulista Félags íslenskra bókaútgefenda eru 30 dagar - leið til betri lífsstíls eftir Davíð Kristinsson, 5:2 mataræðið með Lukku í Happ eftir Unnur Guðrún Pálsdóttir og Stóra Disney heimilisréttabókin sem Margrét Þóra Þorláksdóttir ritstýrði söluhæstar það sem af er ári á uppsöfnuðum sölulista.

Sömu bækur skipa efstu sætin þessa vikuna en þar á eftir koma þrjár nýjar skáldsögur hver annarri betri; Marco áhrifin, Sandmaðurinn og HHhH.  Þetta er bóksalan þessa vikuna í heild og einstökum flokkum:  
01.mar. 2014 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Marco-áhrifin - mögnuð spenna og háskalegur húmor - ein besta norræna glæpasagan

Carl og Assad fyrir framan vegginn af óleystu sakamálunum. Marco-áhrifin er meistaraverk í flokki spennusagna og litríkri flóru norrænu glæpasögunnar. Skemmtilega flókin flétta í margslunginni skáldsögu af harmi og hamingjuleit utangarðfólks í allsnægtum velferðarsamfélagsins, með öllum sínum kostum og göllum. Björgvin G. Sigurðsson ritdæmir Marco-áhrifin eftir Jusse Adler-Olsen.
28.feb. 2014 - 11:00

Að gæta bróður míns - synir og syndir feðranna

Klaus Haapala hafði alltaf ímyndað sér að hann yrði heppnari í lífinu en pabbi hans og afi. Þeir höfðu báðir – af mjög ólíkum orsökum þó – hrakist út í glæpi og báðir höfðu orðið að greiða glöp sín dýru verði. Klaus heldur sig á mjóum vegi dyggðarinnar, varkár og skynsamur, alveg þangað til daginn þegar allt breytist.
27.feb. 2014 - 10:00

Sannleikurinn um mál Harrys selst best - 5:2 mataræðið slær í gegn

Aðra vikuna í röð selst Sannleikurinn um mál Harrys best allra bóka á sölulista Eymundsson búðanna. Skammt á hæla hennar er últraspennan danska Marco áhrifin eftir Adler-Olsen. Þá er franska meistaraverkið HHhH eftir Binet í þriðja sæti en hún hefur selst vel frá því að hún kom út og fengið skínandi viðtökur, hérlendis sem erlendis og er með rómaðri bókum síðari ára.
26.feb. 2014 - 14:00 Björgvin G. Sigurðsson

Kárason fer á kostum - Djöflaeyjan í útvarpinu

Margt hefur undan látið á Rás 1 á síðustu mánuðum. Eitt er þó sem betur fer óbreytt, einn vinsælasti liður rásarinnar sem er útvarpssagan. Þar hafa hlustendur fengið að heyra marga meistarafléttuna í gegnum tíðina og ekki er hún af lakara taginu nú. Þessar vikurnar stendur yfir lestur Einars Kárasonar á meistaraverkum sínum Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Einhverjum bestu og vinsælustu bókum síðari áratuga.
26.feb. 2014 - 08:54

Frá hjara veraldar - ljóð úr útlegð á Íslandi - flúði nasistana

Laugardaginn 8. mars opnar sýning í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Sýningin opnar með málþingi um ævi og verk Melittu á sama stað og stendur dagskráin frá kl. 13 - 15. Flúði nasistana og flutti til Íslands.
25.feb. 2014 - 10:00

Myrtu hægri öfgamenn Palme? - rithöfundurinn Stieg Larsson rannsakaði ódæðið

Svenska Dagbladet segir frá því í dag að sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Stieg Larsson sem skrifaði hinar óhemjuvinsælu Millenium um Lisbeth Salander hafi árum saman rannsakað morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, en hann var skotinn til bana  28. febrúar árið 1986.
22.feb. 2014 - 14:44

Refur til Úkraínu - ljóðabók í landi uppreisnar og átaka

Í skugga byltingar í Úkraínu og baráttu fólks fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum var skrifað undir samning um útgáfu á ljóðabókinni Refur eftir Emil Hjörvar Petersen. Bókin kemur út í Úkraínu á þessu ái og er önnur ljóðabók höfundar.
21.feb. 2014 - 10:05

Sannleikurinn um Harry selst best - Marco áhrif Adler-Olsens beint í 2. sætið

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert mest selda bókin hjá Eymundsson. Marco áhrifin eftir Jusse Adler-Olsen beint í annað sætið. HHhH eftir Laurent Binet í þriðja sæti. Hörku fínar bækur keppa um hylli lesenda og óhætt að segja að úrval nýrra, þýddra skáldsagna er bæði mikið og gott nú í byrjun árs.

Marco áhrifin er 5. bókin í röðinni um Carl Mörck og hans fólk í Deild Q. Þar er hvergi slegið af í listilega góðri bók sem er hlaðin spennu og dramatík, þó að húmorinn sé aldrei langt undan.

18.feb. 2014 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Arfleifð Lyndons - Hið mikla samfélag og krossinn frá Víetnam

Líkast til er Lyndon B. Johnson einn vanmetnasti forseti Bandaríkjanna. Þessi voldugi öldungardeildarþingmaður frá Texas var af ítrustu hagkvæmnisástæðum valinn varaforsetaefni John F. Kennedy en varð óvænt forseti þegar JFK var myrtur. Lyndon stóð strax í djúpum skugga hins goðsagnakennda forvera síns og fékk í fangið það hrikalegasa ólán sem hugsast gat; stríðsreksturinn í Víetnam.
16.feb. 2014 - 11:10

5:2 - Bókin sem ýtti matarabyltingu af stað

5:2 hefur farið sem logi um akur á vettvangi mataræðisins. Að sögn höfundar er þetta ekki megrunarkúr heldur einföld, fljótvirk og heilsusamleg aðferð til að grennast og bæta heilsuna. Bókin er biblía 5:2 mataræðisins og er nú komin út á íslensku hjá Forlaginu.
14.feb. 2014 - 10:18 Björgvin G. Sigurðsson

HHhH eftir Binet mest selda bókin - Verðlaunaverk Sjón og Andra seljast vel

HHhH eftir Laurent Binet er mest selda bókin í búðum Eymundsson. Verðlaunabækur Sjón og Andra Snæs verma toppsæti yfir skáldverk og barnabækur. Sandmaður Keplers selst áfram vel. Nokkuð rakið að 5. bókin um Deild Q eftir Jusse Adler-Olsen blandi sér í toppbaráttuna í næstu viku.
14.feb. 2014 - 09:58 Björgvin G. Sigurðsson

Revival og Mr Mercedes - Tvær nýjar bækur frá Stephen King á þessu ári

Meistari hrollvekjunnar snýr aftur á fyrri slóðir. Tvær nýjar Stephen King bækur eru væntanlegar á þessu ári. Mr Mercedes í júní og Revival í haust. Ekkert að draga úr afköstunum hjá 66 ára gömlum King sem er einn mest seldi rithöfundur allra tíma.
13.feb. 2014 - 11:52

Marco áhrifin - 5. bókin um Deild Q í Danmörku

Jusse Adler-Olen er í sérflokki spennusagnahöfunda. Bókaröð hans um Deild Q þar sem þeir Carl Mörck, Assad og Rósa fara á kostum í skuggalega spennandi sögum þar sem kaldhæðnin og húmorinn liggur undir þræðinum hefur notið mikilla vinsælda. Nýverið var frumsýnd myndin við þá fyrstu, Konan í búrinu, og nú er 5. bókin í röðinni komin út á íslensku.
10.feb. 2014 - 12:55

Konan við 1000° verðlaunuð í Frakklandi - valin best á Spáni

Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum.
08.feb. 2014 - 13:00

Neindarkennd er ný ljóðabók - 5. í röð Meðgönguljóða

Fyrsta ljóðabók Bjarkar Þorgrímsdóttur, Neindarkennd, kemur út miðvikudaginn 12. febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóð. Blásið verður til útgáfuhófs í Bókabúð Máls og menningar kl 17:00. Lestur og veitingar í boði.
07.feb. 2014 - 17:55 Björgvin G. Sigurðsson

Yrsa jafnoki Stephen King segir Independent: Ég man þig vel tekið í Bandaríkjunum

Yrsa Sigurðardóttir hlýtur mikið lof í Bandaríkjunum fyrir sögu sína Ég man þig sem væntanleg er á markað þar í landi þann 25. mars. Tímarit sem bóksalar og bókaverðir taka mikið mark á við innkaup sín hafa mært draugasögu Yrsu og sagt að hún sé í fremstu röð norrænna glæpasagnahöfunda þegar kemur að því að framkalla gæsahúð, Ég man þig sé glæsilega ofinn yfirnáttúrlegur tryllir og sagan sé hrikalega ógnvekjandi.
06.feb. 2014 - 15:00

Níu af tíu mest seldu bókunum um matargerð - Rikka nr. 1 - Sandmaðurinn efst skáldverka

Matargerð Friðrikku fer vel í landann. Mest seld í janúar. Mest seldu bækurnar í janúar. Matargerð í bland við hollan lífsstíl er þjóðinni ofarlega í huga á þessum fyrsta mánuði ársins. Veisluréttir Hagkaups eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur er mest selda bók mánaðarins en 9 af 10 mest seldu bókum janúar eru matreiðslubækur af einhverju tagi. Eina skáldverkið sem kemst á lista er hinn glænýi spennutryllir, Sandmaðurinn, eftir Lars Kepler.
06.feb. 2014 - 08:17

Blóð hraustra manna eftir Óttar Norðfjörð hlýtur Tindabikkju Glæpafélags Vestfjarða

Blóð hraustra manna eftir Óttar M. Norðfjörð hlaut Tindabikkjuna 2013, árleg verðlaun Glæpafélags Vestfjarða fyrir bestu glæpasögu ársins, sem afhent voru í Safnahúsinu á Ísafirði um helgina. Þetta er í fjórða skipti sem verðlaunin eru veitt en eins og áður eru verðlaunin listaverk eftir vestfirskan listamann.
05.feb. 2014 - 19:00

Glæpurinn eftir Árna kvikmyndaður

Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn handsalar samninginn við Árna. Jóhann Páll útgefandi er í miðið. Glæpurinn - ástarsaga eftir Árna Þórarinsson verður kvikmynduð. Að margra mati ein af bestu og frumlegustu bókum síðasta árs. Kvikmyndafyrirtækið Tenderlee MPC hefur tryggt sér kvikmyndarétt skáldsögunnar. Ritdómur Pressunnar um Glæpinn.
05.feb. 2014 - 07:55

Draumaland Örnu gefið út í mörgum löndum

Draumaland, bók Örnu Skúladóttur, sérfræðings í barnahjúkrun, um svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs, kemur nú út í þýðingum í hverju landinu á fætur öðru. Í bókinni fjallar Arna heildrænt um þroska, daglegt líf, líðan barna og foreldra, nætursvefn og daglúra og hefur hún vakið mikla athygli fyrir rannsóknir sínar.

02.feb. 2014 - 08:00

Valli víðförli beint í 3 og 4 sæti barnabókalistans - 5:2 mataræðið á toppnum

Vinsæl lífstílsbók. 5:2 eftir Unni Guðrúnu Pálsdóttur beint í fyrsta sætið á heildarlista Eymundsson búðanna. Sandmaðurinn sænski eftir Kepler er í öðru sæti og franski stórsmellurinn HHhH er í þriðja sæti. Bækurnar um Valla víðförla fara í þriðja og fjórað sæti barna- og unglingabókalistans.
01.feb. 2014 - 10:00

30 dagar - Leið að nýjum lífsstíl

30 dagar - leið til betri lífsstils er ný bók frá Forlaginu. Sögð áhrifarík leið til að bæta heilsuna án þess að laggst sé í öfgakennda breytingu. Fróðleikur um áhrif fæðunnar á líkamann. Eftir Davíð Kristinsson sérmenntaðan næringar- og lífsstílsþjálfari.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Pressupennarnýjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.5.2016
Dósentsmálið 1937
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.5.2016
Icesave - enn og aftur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 19.5.2016
Að sýna sjálfum sér virðingu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.5.2016
Íslenskt verkafólk yfirgefið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.5.2016
Afvegaleidd aflandsumræða
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.5.2016
Takið vel á móti Álfinum
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 04.5.2016
Sagan endurtekur sig
Fleiri pressupennar