25. nóv. 2011 - 15:30Gunnar Guðbjörnsson

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi - skáldin koma 26. og 27. nóvember

Frá Skriðuklaustri

Árviss rithöfundalest fer um Austurland nú um helgina 26. og 27. nóvember.
Á ferð verða fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín. Hallgrímur Helgason segir frá Konunni við 1000 gráður, Jón Yngvi Jóhannsson les úr ævisögu Gunnars Gunnarssonar sem heitir Landnám, Ragna Sigurðardóttir fræðir áheyrendur um sögu sína um Bónusstelpuna og Vigdís Grímsdóttir heldur á vit töfranna og les úr skáldsögunni Trúir þú á töfra?
 
Viðkomustaðir rithöfundalestarinnar eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður á Skriðuklaustri kl. 14.00 laugardaginn 26. nóv. og þá um kvöldið lesa höfundarnir í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20.30. Á sunnudaginn verður lesið í Miklagarði á Vopnafirði kl. 14.00 og í Safnahúsinu á Norðfirði kl. 20.00.16.mar. 2014 - 11:00

Amazon loks með rafbækur á Íslensku fyrir Kindle

Langri bið lokið fyrir lesendur rafbóka. Fyrstu íslensku rafbækurnar fyrir Kindle eru nú komnar í sölu hjá Amazon. Um er að ræða allar bækur sem Bókabeitan og Bókaútgáfan Björt gefa út.
Nú er þetta loksins orðið eins og það á að vera og allar bækur Bókabeitunnar og Bjartar bókaútgáfu fáanlegar á Amazon.com,“ segir Birgitta Elín Hassell, sem á og rekur útgáfurnar ásamt Mörtu Hlín Magnadóttir.
14.mar. 2014 - 09:00

Kroppurinn er kraftaverk

Kroppurinn er kraftaverk. Ný bók frá Forlaginu fyrir börn. Líkami þinn er snillingur. Hann gerir allskonar stórkostlega hluti, eins og að hoppa, stækka og lækna sárin sín. Ef þú hlustar segir hann þér hvað hann þarf til að vera hraustur og líða vel.
14.mar. 2014 - 08:48

Ég geng í hring - Guðmundur Andri í nýju ljóði

Ég geng í hring 
í kringum allt sem er. Guðmundur Andri Thorsson rammar atburði og andrúm í skínandi fínu ljóði á Facebook.

12.mar. 2014 - 15:29

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur - fyrirlestur um elstu ævisögu íslenskrar alþýðukonu

Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur  heldur fyrirlestur sunnudaginn 16.mars kl. 14 á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju um Guðrúnu Ketilsdóttur. Hún fæddist árið 1759 og er saga hennar líklega elsta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu – vinnukonu frá 18.öld. 
10.mar. 2014 - 15:10 Björgvin G. Sigurðsson

Konungsmorð og Krónprinsessa - dramatík og dauðasyndir Hanne-Vibeke seljast vel

Hanne-Vibeke Holst hefur skrifað margar vinsælar bækur, síðast Iðrun sem gekk vel. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert er mest selda bókin í búðum Eymundsson þessa vikuna. Íslensk þýðing á bók eftir Hanne-Vibeke Holst, Konungsmorðið, kemur inn í fjórða sæti heildarlistans. Bókin er framhald hinnar vinsælu Krónprinsessu sem fjallar um dramatísk átök á vettvangi stjórnmálanna og er um margt fyrirmynd dönsku Hallarþáttanna. Konungsmorðið kom út í Danmörku fyrir 9 árum en kemur nú út í íslenskri þýðingu.
07.mar. 2014 - 11:48

Bókamarkaðinum við Laugardalsvöll lýkur á sunnudaginn

Ástríðubóksalinn Bryndís Loftsdóttir ræðir um Bókamarkaðinn við Menningarpressuna. Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir að venju en hann hefur verið starfræktur allar götur síðan 1952. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdarstjóra markaðarins, hefur aðsókn verið góð og almenn ánægja verið með nýja staðsetningu markaðarins.
04.mar. 2014 - 14:19

Matreiðslu- og lífsstílsbækur seljast best - Marco áhrifin, Sandmaðurinn og HHhH koma næst

Samkvæmt sölulista Félags íslenskra bókaútgefenda eru 30 dagar - leið til betri lífsstíls eftir Davíð Kristinsson, 5:2 mataræðið með Lukku í Happ eftir Unnur Guðrún Pálsdóttir og Stóra Disney heimilisréttabókin sem Margrét Þóra Þorláksdóttir ritstýrði söluhæstar það sem af er ári á uppsöfnuðum sölulista.

Sömu bækur skipa efstu sætin þessa vikuna en þar á eftir koma þrjár nýjar skáldsögur hver annarri betri; Marco áhrifin, Sandmaðurinn og HHhH.  Þetta er bóksalan þessa vikuna í heild og einstökum flokkum:  
01.mar. 2014 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Marco-áhrifin - mögnuð spenna og háskalegur húmor - ein besta norræna glæpasagan

Carl og Assad fyrir framan vegginn af óleystu sakamálunum. Marco-áhrifin er meistaraverk í flokki spennusagna og litríkri flóru norrænu glæpasögunnar. Skemmtilega flókin flétta í margslunginni skáldsögu af harmi og hamingjuleit utangarðfólks í allsnægtum velferðarsamfélagsins, með öllum sínum kostum og göllum. Björgvin G. Sigurðsson ritdæmir Marco-áhrifin eftir Jusse Adler-Olsen.
28.feb. 2014 - 11:00

Að gæta bróður míns - synir og syndir feðranna

Klaus Haapala hafði alltaf ímyndað sér að hann yrði heppnari í lífinu en pabbi hans og afi. Þeir höfðu báðir – af mjög ólíkum orsökum þó – hrakist út í glæpi og báðir höfðu orðið að greiða glöp sín dýru verði. Klaus heldur sig á mjóum vegi dyggðarinnar, varkár og skynsamur, alveg þangað til daginn þegar allt breytist.
27.feb. 2014 - 10:00

Sannleikurinn um mál Harrys selst best - 5:2 mataræðið slær í gegn

Aðra vikuna í röð selst Sannleikurinn um mál Harrys best allra bóka á sölulista Eymundsson búðanna. Skammt á hæla hennar er últraspennan danska Marco áhrifin eftir Adler-Olsen. Þá er franska meistaraverkið HHhH eftir Binet í þriðja sæti en hún hefur selst vel frá því að hún kom út og fengið skínandi viðtökur, hérlendis sem erlendis og er með rómaðri bókum síðari ára.
26.feb. 2014 - 14:00 Björgvin G. Sigurðsson

Kárason fer á kostum - Djöflaeyjan í útvarpinu

Margt hefur undan látið á Rás 1 á síðustu mánuðum. Eitt er þó sem betur fer óbreytt, einn vinsælasti liður rásarinnar sem er útvarpssagan. Þar hafa hlustendur fengið að heyra marga meistarafléttuna í gegnum tíðina og ekki er hún af lakara taginu nú. Þessar vikurnar stendur yfir lestur Einars Kárasonar á meistaraverkum sínum Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Einhverjum bestu og vinsælustu bókum síðari áratuga.
26.feb. 2014 - 08:54

Frá hjara veraldar - ljóð úr útlegð á Íslandi - flúði nasistana

Laugardaginn 8. mars opnar sýning í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Sýningin opnar með málþingi um ævi og verk Melittu á sama stað og stendur dagskráin frá kl. 13 - 15. Flúði nasistana og flutti til Íslands.
25.feb. 2014 - 10:00

Myrtu hægri öfgamenn Palme? - rithöfundurinn Stieg Larsson rannsakaði ódæðið

Svenska Dagbladet segir frá því í dag að sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Stieg Larsson sem skrifaði hinar óhemjuvinsælu Millenium um Lisbeth Salander hafi árum saman rannsakað morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, en hann var skotinn til bana  28. febrúar árið 1986.
22.feb. 2014 - 14:44

Refur til Úkraínu - ljóðabók í landi uppreisnar og átaka

Í skugga byltingar í Úkraínu og baráttu fólks fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum var skrifað undir samning um útgáfu á ljóðabókinni Refur eftir Emil Hjörvar Petersen. Bókin kemur út í Úkraínu á þessu ái og er önnur ljóðabók höfundar.
21.feb. 2014 - 10:05

Sannleikurinn um Harry selst best - Marco áhrif Adler-Olsens beint í 2. sætið

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert mest selda bókin hjá Eymundsson. Marco áhrifin eftir Jusse Adler-Olsen beint í annað sætið. HHhH eftir Laurent Binet í þriðja sæti. Hörku fínar bækur keppa um hylli lesenda og óhætt að segja að úrval nýrra, þýddra skáldsagna er bæði mikið og gott nú í byrjun árs.

Marco áhrifin er 5. bókin í röðinni um Carl Mörck og hans fólk í Deild Q. Þar er hvergi slegið af í listilega góðri bók sem er hlaðin spennu og dramatík, þó að húmorinn sé aldrei langt undan.

18.feb. 2014 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Arfleifð Lyndons - Hið mikla samfélag og krossinn frá Víetnam

Líkast til er Lyndon B. Johnson einn vanmetnasti forseti Bandaríkjanna. Þessi voldugi öldungardeildarþingmaður frá Texas var af ítrustu hagkvæmnisástæðum valinn varaforsetaefni John F. Kennedy en varð óvænt forseti þegar JFK var myrtur. Lyndon stóð strax í djúpum skugga hins goðsagnakennda forvera síns og fékk í fangið það hrikalegasa ólán sem hugsast gat; stríðsreksturinn í Víetnam.
16.feb. 2014 - 11:10

5:2 - Bókin sem ýtti matarabyltingu af stað

5:2 hefur farið sem logi um akur á vettvangi mataræðisins. Að sögn höfundar er þetta ekki megrunarkúr heldur einföld, fljótvirk og heilsusamleg aðferð til að grennast og bæta heilsuna. Bókin er biblía 5:2 mataræðisins og er nú komin út á íslensku hjá Forlaginu.
14.feb. 2014 - 10:18 Björgvin G. Sigurðsson

HHhH eftir Binet mest selda bókin - Verðlaunaverk Sjón og Andra seljast vel

HHhH eftir Laurent Binet er mest selda bókin í búðum Eymundsson. Verðlaunabækur Sjón og Andra Snæs verma toppsæti yfir skáldverk og barnabækur. Sandmaður Keplers selst áfram vel. Nokkuð rakið að 5. bókin um Deild Q eftir Jusse Adler-Olsen blandi sér í toppbaráttuna í næstu viku.
14.feb. 2014 - 09:58 Björgvin G. Sigurðsson

Revival og Mr Mercedes - Tvær nýjar bækur frá Stephen King á þessu ári

Meistari hrollvekjunnar snýr aftur á fyrri slóðir. Tvær nýjar Stephen King bækur eru væntanlegar á þessu ári. Mr Mercedes í júní og Revival í haust. Ekkert að draga úr afköstunum hjá 66 ára gömlum King sem er einn mest seldi rithöfundur allra tíma.
13.feb. 2014 - 11:52

Marco áhrifin - 5. bókin um Deild Q í Danmörku

Jusse Adler-Olen er í sérflokki spennusagnahöfunda. Bókaröð hans um Deild Q þar sem þeir Carl Mörck, Assad og Rósa fara á kostum í skuggalega spennandi sögum þar sem kaldhæðnin og húmorinn liggur undir þræðinum hefur notið mikilla vinsælda. Nýverið var frumsýnd myndin við þá fyrstu, Konan í búrinu, og nú er 5. bókin í röðinni komin út á íslensku.
10.feb. 2014 - 12:55

Konan við 1000° verðlaunuð í Frakklandi - valin best á Spáni

Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum.
08.feb. 2014 - 13:00

Neindarkennd er ný ljóðabók - 5. í röð Meðgönguljóða

Fyrsta ljóðabók Bjarkar Þorgrímsdóttur, Neindarkennd, kemur út miðvikudaginn 12. febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóð. Blásið verður til útgáfuhófs í Bókabúð Máls og menningar kl 17:00. Lestur og veitingar í boði.
07.feb. 2014 - 17:55 Björgvin G. Sigurðsson

Yrsa jafnoki Stephen King segir Independent: Ég man þig vel tekið í Bandaríkjunum

Yrsa Sigurðardóttir hlýtur mikið lof í Bandaríkjunum fyrir sögu sína Ég man þig sem væntanleg er á markað þar í landi þann 25. mars. Tímarit sem bóksalar og bókaverðir taka mikið mark á við innkaup sín hafa mært draugasögu Yrsu og sagt að hún sé í fremstu röð norrænna glæpasagnahöfunda þegar kemur að því að framkalla gæsahúð, Ég man þig sé glæsilega ofinn yfirnáttúrlegur tryllir og sagan sé hrikalega ógnvekjandi.
06.feb. 2014 - 15:00

Níu af tíu mest seldu bókunum um matargerð - Rikka nr. 1 - Sandmaðurinn efst skáldverka

Matargerð Friðrikku fer vel í landann. Mest seld í janúar. Mest seldu bækurnar í janúar. Matargerð í bland við hollan lífsstíl er þjóðinni ofarlega í huga á þessum fyrsta mánuði ársins. Veisluréttir Hagkaups eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur er mest selda bók mánaðarins en 9 af 10 mest seldu bókum janúar eru matreiðslubækur af einhverju tagi. Eina skáldverkið sem kemst á lista er hinn glænýi spennutryllir, Sandmaðurinn, eftir Lars Kepler.
06.feb. 2014 - 08:17

Blóð hraustra manna eftir Óttar Norðfjörð hlýtur Tindabikkju Glæpafélags Vestfjarða

Blóð hraustra manna eftir Óttar M. Norðfjörð hlaut Tindabikkjuna 2013, árleg verðlaun Glæpafélags Vestfjarða fyrir bestu glæpasögu ársins, sem afhent voru í Safnahúsinu á Ísafirði um helgina. Þetta er í fjórða skipti sem verðlaunin eru veitt en eins og áður eru verðlaunin listaverk eftir vestfirskan listamann.
05.feb. 2014 - 19:00

Glæpurinn eftir Árna kvikmyndaður

Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn handsalar samninginn við Árna. Jóhann Páll útgefandi er í miðið. Glæpurinn - ástarsaga eftir Árna Þórarinsson verður kvikmynduð. Að margra mati ein af bestu og frumlegustu bókum síðasta árs. Kvikmyndafyrirtækið Tenderlee MPC hefur tryggt sér kvikmyndarétt skáldsögunnar. Ritdómur Pressunnar um Glæpinn.
05.feb. 2014 - 07:55

Draumaland Örnu gefið út í mörgum löndum

Draumaland, bók Örnu Skúladóttur, sérfræðings í barnahjúkrun, um svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs, kemur nú út í þýðingum í hverju landinu á fætur öðru. Í bókinni fjallar Arna heildrænt um þroska, daglegt líf, líðan barna og foreldra, nætursvefn og daglúra og hefur hún vakið mikla athygli fyrir rannsóknir sínar.

02.feb. 2014 - 08:00

Valli víðförli beint í 3 og 4 sæti barnabókalistans - 5:2 mataræðið á toppnum

Vinsæl lífstílsbók. 5:2 eftir Unni Guðrúnu Pálsdóttur beint í fyrsta sætið á heildarlista Eymundsson búðanna. Sandmaðurinn sænski eftir Kepler er í öðru sæti og franski stórsmellurinn HHhH er í þriðja sæti. Bækurnar um Valla víðförla fara í þriðja og fjórað sæti barna- og unglingabókalistans.
01.feb. 2014 - 10:00

30 dagar - Leið að nýjum lífsstíl

30 dagar - leið til betri lífsstils er ný bók frá Forlaginu. Sögð áhrifarík leið til að bæta heilsuna án þess að laggst sé í öfgakennda breytingu. Fróðleikur um áhrif fæðunnar á líkamann. Eftir Davíð Kristinsson sérmenntaðan næringar- og lífsstílsþjálfari.
01.feb. 2014 - 08:00

Ég man þig - Bókin sem menn geymdu inn í ísskáp endurútgefin

Bókin sem menn geymdu inni í ísskáp. Í vikunni endurútgefur Veröld hina sögufrægu draugasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Bókin kom út árið 2010 og vann Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin og Tindabykkjuna – verðlaun Glæpafélags Vestfjarða.
31.jan. 2014 - 00:00 Björgvin G. Sigurðsson

Þriðju verðlaun Andra í 3 flokkum - Þyrfti 3 líf til að lesa, skrifa og lifa

Þriðju verðlaun Andra Snæs í þremur flokkum. Einstakur árangur án hliðstæðu. Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason er fyrsta bókin til að hljóta verðlaun í nýjum flokki barna og unglingabóka. Í viðtali við Menningarpressuna segir Andri Snær það mjög ánægjulegt og mikinn heiður að fá þessi verðlaun, ekki síst þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt í flokki barna og unglingabóka.
30.jan. 2014 - 16:30

Íslensku bókmenntaverðlaunin - Guðbjörg, Andri Snær og Sjón verðlaunuð

Tímakistan, Mánasteinn og Íslenska teiknibókin hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013. Í tilefni 125 ára afmælis Félags íslenskra bókaútgefenda og 25 ára afmælis Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru nú veitt í fyrsta skipti í flokki barna- og unglingabóka. Þær höfðu áður fallið undir flokk fagurbókmennta.
29.jan. 2014 - 14:45 Björgvin G. Sigurðsson

Henning Mankell um krabbameinið - skrifar um það út frá sjónarhorni lífsins

Sænski rithöfundurinn Henning Mankell. Henning Mankell greinir frá því í dag að hann hafi fyrir tveimur vikum greinst með alvarlegt krabbamein. Mankell ætlar að skrifa röð greina þar sem hann mun segja frá baráttunni við krabbann.
29.jan. 2014 - 10:00

Eiríkur um Íslandskrísuna - ný bók - kemur samtímis út vestan hafs og austan

Eirikur Bergmann - ný bók eftir hann kemur samtímis út í Evrópu og Bandaríkjunum Bók dr. Eiríks Bergmanns Einarssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, Iceland and the international financial crisis: Boom, Bust and Recovery, kemur út 28. janúar 2014 hjá alþjóðlega útgáfufélaginu Palgrave Macmillan, einu virtasta fræðibókaforlagi heimsBókin kemur út samtímis í Evrópu og í Bandaríkjunum og er dreift þaðan á heimsvísu.
25.jan. 2014 - 11:00 Björgvin G. Sigurðsson

Tam o ' Shanter - Robert Burns kemur út í þýðingu Sölva Björns

Robert Burns gefinn út í nýrri þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Útgáfuhóf, upplestur og veitingar. Hluti af skoskri hátíðarviku. Myndbönd með Tam o' Shanter og Red, red rose.
24.jan. 2014 - 09:00

Þorsti - áleitin saga um stormasamt samband mæðgna

Þorsti er ný bók frá Forlaginu eftir Esther Gerritsen. Verðlaunuð bók og vinsæl víða um lönd. Bókin er um mæðgurnar Coco og Elisabeth. Þær hittast sjaldan en þegar þær einn góðan veðurdag rekast hvor á aðra segir Elisabeth dóttur sinni að hún eigi ekki langt eftir ólifað.
23.jan. 2014 - 14:59

Sandmaðurinn beint á toppinn - Ljóshærða villidýrið nr. 2

Samkvæmt nýjum lista Eymundsson yfir mest seldu bækurnar taka lesendur vel á móti nýjum þýðingum á erlendum skáldsögum. Fjórða bók sænsku Kepler hjónanna, Sandmaðurinn fer rakleitt á toppinn. Hin stórmerka HHhH um einn af böðlum þriðja ríkisins stekkur í annað sætið, enda einkar forvitnileg bók þar. Fiskarnir hafa enga fætur er í þriðja sæti heildarlistans. Árleysi alda er í fjórða sæti og ný í sjöunda sætið kemur enn ný þýdd skáldsaga; Þorsti eftir Esther Gerritsen.
21.jan. 2014 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Svartar fjaðrir - 119 ár frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi

Davíð Stefánsson þegar Svartar fjaðrir kom út árið 1919. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, sem kom út árið 1919, flaug beint inn að hjarta þjóðarsálarinnar. Þar slógu hin tilfinningaþrungnu, myndrænu en ekki síst persónulegu ljóð í takt við tíðarandann.
18.jan. 2014 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Hættulegasti maður 3. ríkisins - tilraunin til að myrða ljóshærða villidýrið

Sagan hefst í Prag 1942. Tveir menn eru komnir frá London til að drepa þann þriðja, Reinhard Heydrich, yfirmann Gestapo, leyniþjónustu nasista, og skipuleggjanda Endanlegu lausnarinnar á „gyðingavandamálinu“, manninn sem ýmist var kallaður Böðullinn í Prag, Ljóshærða villidýrið eða Hættulegasti maður Þriðja ríkisins.
17.jan. 2014 - 11:55

Árleysi alda mest selda skáldverkið - Almanak HÍ efst - sölulisti Eymundsson

Fiskarnir hafa enga fætur, Lygi og Andköf koma næst skáldverka. Maður sem heitir Ove selst best af Kiljunum og meistaraverk Einars Kárasonar, Óvinafagnaður, kemur önnur. Fyrsta bók Einars úr þrenningunni meistaralegu upp úr Sturlungu.
17.jan. 2014 - 09:00

Sandmaðurinn - nýr tryllir frá Kepler

Í Sandmanninum er sagt frá því að á kaldri vetrarnóttu finnst fárveikur ungur maður á reiki í Stokkhólmi. Í ljós kemur að sjö ár eru síðan hann var lýstur látinn, löngu eftir að hann og systir hans hurfu, þá á barnsaldri. Lögreglumaðurinn Joona Linna er sannfærður um að raðmorðinginn Jurek Walter hafi átt sök á hvarfi systkinanna, maður sem Joona handsamaði sjálfur fyrir þrettán árum og hefur síðan verið í strangri einangrun á geðsjúkrahúsi.
17.jan. 2014 - 08:00

Landvinningar Gyrðis - tvær bóka hans gefnar út í Tékklandi

Gyrðir Elíasson er einn af rómuðustu og best metnu höfundum seinni áratuga. Nú vinnur hann ný lönd en nýverið komu út tvær af bókum hans út í Tékklandi. Það eru Sandárbókin og verðlaunabókin Milli trjánna. Fyrir þá síðarnefndu hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011.
16.jan. 2014 - 09:00

Sterki maðurinn í stríðinu - Lúðvík 100 ár og þorskastríðin þrjú

Þorskastríðin þrjú, Saga landhelgismálsins 1948-1976 heitir bókin. Hún er eftir Guðna Th. Jóhannesson. Þar er dregið saman mikið efni um landhelgismálið. Það er hollt að velta því fyrir sér á þessu ári, 2014, en þá verða eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Lúðvíks Jósepssonar, skrifar Svavar Gestsson.
15.jan. 2014 - 13:00

Stækka þarf launasjóð og styðja við unga höfunda - enginn undir 30 fær úthlutað

Eiríkur tekur við viðurkenningu sem bæjarlistamaður Ísafjarðar. Það eru einfaldlega of litlir peningar til skiptanna. Það þarf að fjölga mánuðum og eyrnamerkja hluta þeirra aldri – alveg einsog ég er viss um að horft er til kynjasjónarmiða við úthlutun (sem tekst sjálfsagt misvel frá ári til árs), þá þarf líka að horfa til uppruna (það séu ekki allir úr RVK, til dæmis) og aldurs, segir Eiríkur Örn Norðdahl rihöfundur á heimasíðu sinni um launasjóð rithöfunda.
13.jan. 2014 - 08:05

Leiðangurinn frá Norðurey - rafræn bók gefin út á netinu - ný tegund af bókaklúbb

Horfinn heimur er ný útgáfa af bókaklúbb sem hefur hlotið góðar viðtökur. Bókin Leiðangurinn frá Norðurey eftir Arnþór Sigurðsson er í skrifum og verða tveir kaflar birtir á í hverjum mánuði á netsíðunni horfinnheimur.is, 1. hvers mánaðar og þann 15.
11.jan. 2014 - 10:00

Söngur Svartþrastarins - merkilegasta bókin, segir Benedikt

Hér er gripið niður í pistil Benedikts sem má sjá í heild sinni vefsetri Heims: Bókin sem ég er að lesa núna er líklega merkilegust af öllum. Hún heitir Svartþröstur og er eftir frænda minn Hafliða Vilhelmsson. Þeir sem eru vel að sér í fuglafræði vita að svartþröstur er Blackbird á ensku og nafnið er sótt í samnefnt lag Bítlanna

10.jan. 2014 - 07:00

Almanak HÍ og Sjálfstætt fólk seljast best - Laxness efstur skálda -1. árslisti Eymundsson

Sjálfstætt fólk eftir Halldór er mest selda skáldverkið í upphafi árs.

Almanak HÍ er efst á heildarlistanum. Iceland small world, ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar sem var mest selda bók Eymundsson búðanna á liðnu ári, kemur næst og þá Almanak hins íslenska þjóðvinafélags. Í fjórða sæti er ein rómaðasta skáldsaga Íslandssögunnar allrar; stórvirkið Sjálfstætt fólk  eftir nóbelskáldið Halldór Laxness og eru líkast til margir nemendur að ná sér í eintak í byrjun annar.

09.jan. 2014 - 17:44

Hlaðvarpinn úthlutar til menningarmála kvenna - 7 milljónir til 17 verkefna

Sjötíu og fjórar milljónir á sjö árum til menningarmála kvenna. Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans. Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði tæplega 7 milljónum króna til menningarmála kvenna að þessu sinni. Úthlutunin fór fram í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, kl. 17.00 í dag. Í þessari sjöundu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 17 styrkir en alls bárust rúmlega eitt hundrað umsóknir.
09.jan. 2014 - 11:36 Björgvin G. Sigurðsson

Konan í búrinu - meistarastykki Adler-Olsen í misgóðri mynd

Carl og Assad leggja á djúpið og fara að rannsaka afdrif ungu þingkonunnar. Af stað fer magnaður tryllir. Jusse Adler-Olsen er einn skemmtilegasti og frumlegasti glæpasagnahöfundur bókmenntanna. Hann kom brakandi ferskur inn í sigurgöngu norrænu glæpasögunnar með hörkuspennandi bækur sem leiftruðu af húmor og háði. Bæði í flestu sem lýtur að tilveru þrenningarinnar litríku í Deild Q, Carls, Assads og Rose, og í bland samfélagslegu.
09.jan. 2014 - 10:00

Svona hætti Valgeir að reykja - gagnmerk bók segir sálfræðingur

Svona hætti Valgeir að reykja. Bókaútgáfan Salka hefur endurútgefið bók Valgeirs Skagfjörð, Fyrst ég gat hætt getur þú það líka. Valgeir Skagfjörð, leikari og fyrrum stórreykingamaður, deilir hér með lesendum reynslu sinni af því að hætta reykingum fyrir fullt og allt. Ýmsir kvillar voru farnir að hrjá hann sem hann tengdi við flensu, ofþreytu, rangt mataræði, stress og fleira í þeim dúr. En þegar maður á besta aldri hefur þjáðst af flensu og ofþreytueinkennum í nokkur ár er kannski kominn tími til að hugsa sinn gang.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður >