22. nóv. 2010 - 19:00Gunnar Guðbjörnsson

Martröð millana ekki ýktasta formið af útrásinni - Óskar Hrafn í viðtali

Óskar Hrafn Þorvaldsson

Óskar Hrafn Þorvaldsson Mynd: forlagid.is

Flestir rithöfundur koma  einhverntíma að blaðamennsku á ferli sínum og oftast er það á fyrri hluta starfsævinnar.  Óskar Hrafn  Þorvaldsson tók við sameiginlegri Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis snemma hausts 2008 og gengdi því starfi í tæp  2 ár.  Óskar Hrafn starfar nú á Fréttatímanum en í sumar fréttist af því að hann væri að vinna að skáldsögu.  Það kom á daginn að sagan af bókarskrifum  var engin kjaftasaga og nú er Martröð millanna komin við hlið annarra íslenskra spennusagna í bókabúðum landins.

Ég fékk eiginlega áfall um daginn þegar ég stóð fyrir framan staflana af jólabókum og sá allar spennusögurnar í bunkum.  Þarna var bókin mín innan um Arnald, Árna og Yrsu og þetta var svona frekar yfirþyrmandi að sjá og það kom upp í hugan sú spurning, hvað ætti að fá fólk til að kaupa bókina mína.   Það fylgir því  engu að síður mikil stemmning fyrir jólin að sjá þetta allt og vera nú allt í einu hluti af þessu öllu saman.  En samkeppnin er óneitanlega rosaleg.

 

Sagan sem Óskar Hrafn hefur samið sprettur úr atburðum fyrir og eftir hrun.

 

Sagan er  auðvitað skáldskapur en  það verður ekki hægt að útiloka að einhverjir komi til með að sjá atburði eða þekki sjálfan sig fyrir í þeim aðstæðum sem fyrir koma.  Ekki skal ég segja hverjir það ættu að vera eða  hvaða atburði það á við. Raunveruleikinn er ef til vill ekki langt undan en gerist eitthvað slíkt er það  ekki viljaverk.  Frásögnin getur að öllum líkindum  gefið  fólki einhverja mynd af þeim  heimi  sem við lifðum á þessu tímabili.  Ég held raunar að raunveruleikinn sé miklu ótrúlegri en það sem ég skrifa í bókinni.  Hann er held ég  alltaf ótrúlegri  en skáldskapurinn.  Við vitum sjálfsagt heldur ekki um nema lítið brot af því sem gerðist í raun og veru og munum örugglega aldrei vita.  Bókin mín er ekki ýktasta formið af hinum raunverulegu  uppátækjum sem áttu sér stað  á árunum fyrir hrun. 

Óskar Hrafn segir að við nú vitum orðið mun meira um hvað átti sér stað í íslensku þjóðfélagi fyrir hrun. Bækur voru skrifaðar um spillta fjármálamenn áður  sem beittu klækjum og stunduðu jafnvel glæpi en þær sögur voru ekki byggðar á neinu raunverulegu.

 

Það sem var okkur lokuð bók á árunum fyrir hrun hefur nú opnast og upplýsingar af ýmsu tagi eru  á lausu.  Fólk fetti ekki fingur út í ýmislegt eins og lífstílinn á þeim sem héldu um fjarmagnið hér á landi, öfgakenndan flottræfilsháttinn.  Stór hluti af þessum lífstíl var eins og nú hefur sýnt sig fenginn að láni og þegar fólk sér þetta nú,  horfa hlutirnir auðvitað öðruvísi við.  Bókin er auðvitað með vissa samfélagslega skýrskotun í þeim skilningi.    

Vonin um að Íslendingar dragi lærdóm af mistökum sínum síðust ár segir Óskar vera fyrir hendi en fyrir henni sé enn ekki nokkur vissa.

 Ef maður á að setja á sig einhvern pólitískan hatt og reyna að rýna í ástandið þá er nú  ekki endilega ástæða til að ætla að það sé mikið að breytast ennþá.  Við búum við stjórnvöld sem eru ákvarðanafælin. Bankastofnanirnar þjást af því sama og eiga í erfiðleikum með  að hrista af sér drauga hrunsins.  Kerfi sem enn hefur ekki tekið á því að hjálpa atvinnulífinu í landinu og reisa það við.  Fyrirtæki sem ætti að loka eru enn starfandi í stað þess að  þau séu látin  falla svo hægt sé að  snúa sér að þeim fyrirtækjum sem eiga möguleika á að ná sér til að lifa og dafna. Fólk sem tekur að sér að reka banka og stýra lánasöfnum er ráðið til að taka ákvarðanir en ekki til að viðhalda ástandi.  Hafi þetta fólk ekki dug í sér til að gera kalt mat á hlutunum  og taka ákvarðanir sem þjóna bankanum í því að koma ástandi hans aftur á réttan kjöl er það sem þarf  en einmit þetta hefur skort.

Það er kannski ekki að fólkið sé ekki að standa sig í starfi heldur er meira mín tilfinningi að það sé almennt mikil hræðsla  við það  hvað gerist  ef tekið  verður til í þessum innlendu lánasöfnum til fyrirtækja .  Afskriftirnar yrðu slíkar að efnahagsreikningar bankanna  myndu minnka til muna.  Það gæti gert það að verkum að arðsemin minnkar og þá um leið fækkar fólkinu sem bankinn hefur burði til að að hafa á launaskrá.  Mér finnst ekki ótrúlegt að það sé hluti af vandamálinu, ákvarðanafælninni.  Það kann að henta þeim sem í bönkunum starfa að halda viðvarandi ástandi gangandi.

Málaferli sem tengjast eru ekki líkleg til að breyta miklu um framtíð landsins og segir Óskar Hrafn að það stafi svosem ekki af viljaleysi sérstaks saksóknara. 

Mál eins og New York-málið, slitastjórnarmálið  gegn Jóni Ásgeir og klíkunni svoköllluðu.  Það virðist vera skýrt aðstjórnendur fyrirtækja  bera ábyrgð á gerðum fyrirtækja sinna og engar reglur eða lög banna Jóni Ásgeiri, Pálma í Fons eða Hannesi Smárasyni að pönkast í forstjórum fyrirtækja.  Fullnaðaruppgjör við útrásarvíkinga sé ég ekki vera í uppsiglingu og hef ekki trú á að neitt í þá veru eigi eftir að eiga sér stað.

Þessa innsýn Óskars Hrafn  má skrifa á reynslu hans sem blaðamanns til fjölda ára þrátt fyrir ungan aldur. Óskar hefur þegar mikla reynslu af hraðanum á fréttastofum landins og það leiðir talið að muninum á því að skrifa fréttir og bækur.

Sjálfur hef eg mest lesið krimma og ævisögur.  Ég er ekki maður sem leitar í fagurbókmenntir.  Einhverntíma reyndi ég að byrja á Budenbrooks eftir Thomas Mann og gafst upp. Konan mín er nú meira í þeirri deild. Ég gafst meira að segja upp á myndinni um daginn.  Svo hef ég nú lesið ljóð Einars Ben og Steins Steinarrs.   Það var því mjög erfitt að skrifa bók fyrir mig sem fréttamann. Mér finnst ég mjög bundinn af því að halda mig sífellt við staðreyndir en í bók þarftu skapa umhverfi  og nota til þess aðferðir sem eru mér framandi.  Sem dæmi má nefna að setja inn veðurlýsingar, útlit fólks  og stemmningu  allskonar. Þetta eru atriði sem ég er ekkert vanur að vinna með og það fannst mér  eiginlega erfiðast.  Blaðamennska byggist á að koma staðreyndum hratt frá sér og því  hefði ég allt eins getað skrifað þessa bók á 20 síðum. 

Ekki minnist Óskar Hrafn þess að hafa fengið nein sérstök tilmæli frá útgefendum nema ef vera skyldi að hann ætti ekki að hafa  bókina of langa en á því virðist hættan hafa verið lítil. 

Mín eigin sýn á spennubók var að frásögnin væri hröð og ég held að það hafi gengið.  Hraðar bækur hafa nú tilhneigingu til að vera styttri.  Enn er ég sannfærður um að ég get bætt margt og tel það heilbrigt að gera sér grein fyrir að þessi bók er ekki fullkomin. Ég lít enn ekki á mig sem rithöfund heldur meira sem lærling.  Ég fékk Guðmund Andra Thorsson sem ritstjóra fyrir þetta verk og það var ótrúlegt lán því  fáir  betri stílistar eru  til.  Sjálfur skrifar hann auðvitað fagurbókmenntir en hann er líka svo mikið  kamelljón. 

Virðing unga rithöfundarins fyrir lærimeistaranum er mikil enda segir hann Guðmund Andra geta í raun gert allt sem hann vilji sem rithöfundur, slík sé breidd hans.

Að læra af honum var ótrúlega dýrmætt fyrir mig.  Hugsanlega mun það sitja lengst í mér  við alla þessa reynslu og ég held að ef ég fer út í að skrifa aðra bók þá er það óhemju spennandi  að sjá hve  mikið ég hef lært af honum Guðmundi Andra.   Hversu vel tók ég eftir því sem hann hafði að kenna mér um stíl og uppbyggingu til dæmis.    Ég sé mig aldrei fyrir mér skrifa einhverja harmþrungna sögu um lífið á sveitabæjum á 19. öld en maður veit auðvitað aldrei hvert maður getur þróast.
16.ágú. 2017 - 13:18

Sæmundur gefur út unga og efnilega höfunda

Bókaútgáfan Sæmundur efndi til útgáfuteitis fyrir helgi í tilefnu útkomu tveggja bóka eftir tvo unga og upprennandi höfunda sem voru báðir að gefa út sína fyrstu bók. Teitið fór fram í bókaverslun Eymundssonar í Austurstræti. Þar mætti fjölmenni til að fagna með höfundunum tveimur sem lásu upp úr bókum sínum.

Jóhanna María Einarsdóttir og Björn Halldórsson eru bæði útgefnir rithöfundar sem hafa fengið verk sín birt í ýmsum miðlum. Nú á fimmtudaginn gáfu þau bæði út sína fyrstu bók. Ljósmyndarinn Jóhann A. Kristjánsson smellti nokkrum myndum af höfundunum og gestum.

24.jan. 2017 - 10:20 Kynning

Óhugnaður: Afhöggna fætur rekur á land

Lögreglan í Vestfold í Noregi stendur frammi fyrir óvenjulegri og óhugnanlegri gátu þegar afhöggna mannsfætur tekur að reka á land. Kannað er hvort þessi atburðir tengist mannshvörfum á svæðinu. Aldraðir menn og geðsjúk kona hafa horfið skyndilega. Vissu þau eitthvað sem þau máttu ekki vita?
21.des. 2016 - 08:29

Undarlegar og öðruvísi jólasögur eftir Eirík Brynjólfsson

Hvað gerir lítil, svöng og ísköld berfætt stelpa sem er að selja eldspýtur í hríðarbyl í Kaupmannahöfn á aðfangadag og gengur fram hjá uppljómuðu húsi þar sem allt er til sem hugurinn girnist? Og hvað gerir frelsarinn þegar litla stúlkan fær vonda hugmynd?
12.des. 2016 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja: Sigurjón Magnússon, höfundur Sonnettunnar, í viðtali

„Fjölmenningin er mjög fyrirferðarmikil í allri þjóðfélagsumræðu og við hljótum að velta því fyrir okkur hvert hún stefni, hvort hún sé ásættanleg í núverandi mynd. En margir hafa lýst efasemdum sínum um þetta, jafnvel sjálf Angela Merkel. Það er óneitanlega eitthvað mikið að þegar Evrópa stendur frammi fyrir því að trúarbrögð sem setja mark sitt á líf milljóna í álfunni þola ekki eðlilega umfjöllun án þess að menn stefni sér með því í hreinan voða.“

28.nóv. 2016 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Óskar Magnússon hefur skapað lögmanninn Stefán Bjarnason: „Gáfaðri og myndarlegri en ég“

„Ég er ekki að eltast við að vera fyndinn. Ég stoppa ekki og segi við sjálfan mig að nú verði ég að skrifa eitthvað fyndið. Þetta kemur meira af sjálfu sér og stundum strika ég fyndnina út. Smáatriðafyndni passar sérstaklega vel í smásögur og reyndar gætu sumir kaflarnir í bókinni staðið sem smásögur.“
28.nóv. 2016 - 11:18 Ágúst Borgþór Sverrisson

Litakassinn fræðir börnin um litina og umferðarljósin

Litakassinn er ný barnabók eftir Róbert Marvin. Litirnir í litakassanum fara á stjá. Áður en þeir vita af blandast þeir og upp spretta nýir og spennandi litir. Á sama tíma og börn kynnast litunum fræðast þau um umferðarljósin.
09.nóv. 2016 - 15:18

Raðmorðingi gengur laus í Reykjavík: Nýja Breiðholt birtir ískyggilega framtíðarsýn

Nýja Breiðholt er óvenjuleg spennusaga eftir Kristján Atla Ragnarsson sem gerist í ískyggilegri framtíð í Reykjavík þar sem nær allir innviðir eru hrundir og frumskógarlögmálið ræður ríkjum í samskiptum íbúanna.
05.nóv. 2016 - 19:02

Himnaríki er annað fólk: Sverrir Norland ræðir við sjálfan sig um nýja skáldsögu sína, Fyrir allra augum

Þriðjudagur, 1. nóvember 2016, og ég drösla mér á fætur miklu síðar en ég hafði hugsað mér. Veturinn er framundan og mig langar helst að leggjast í draumsælan dvala næstu mánuðina, ranka ekki við mér fyrr en trén taka aftur að blómgast næsta vor. En mín bíður verkefni, ótrúlega mikilvægt verkefni!
31.ágú. 2016 - 14:00 Kynning

Nýjar bækur: NORN!

Pabbi hefur eignast kærustu. Hún er með sítt hár, sítt, grænt og úfið hár. Og skemmdar tennur. Vörtur. Uppmjóan hatt. Það er brennisteinslykt af henni. Hún er NORN!
08.júl. 2016 - 09:50 Ágúst Borgþór Sverrisson

Glæpasagnahóf í Eymundsson á Skólavörðustíg í dag: Bókin „13 krimmar“ kynnt

Glæpasögur eru vinsæl lesning, ekki síst á sumrin. Í dag er öllum glæpasagnaunnendum boðið til veislu í Eymundsson Skólavörðustíg þegar kynnt verður bókin „13 krimmar“ en hún inniheldur glæpasmásögur eftir hóp höfunda sem hafa fengist töluvert við smásagnagerð undanfarin ár.
21.mar. 2016 - 14:30

Barnabókin sem fær börn til að sofna á nokkrum mínútum komin út á íslensku

Bók sem fær börn til að sofna er þarfaþing. Það kemur því ekki á óvart þó að slík bók, barnabókin Kanínan sem vill fara að sofa, hafi farið sigurför um heiminn. Höfundurinn er sænski sálfræðingurinn Carl-Johan Forssén. Bókin er sérhönnuð til hjálpa börnum að sofna fljótt og vel.
03.mar. 2016 - 12:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Fékk ekki starfslaun eftir útgáfu bókar sem núna hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bækur Elísabetar Jökulsdóttur og Guðbergs Bergssonar hafa verið tilnefndar af hálfu Íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bók Guðbergs er skáldsagan Þrír sneru aftur en bók Elísabetar er ljóðabókin Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsakletta.
01.mar. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Einar ósáttur við bók um Breivik: „Skil ekki alveg hvers vegna þarf að sýna fjöldamorðingja og drullusokk þann sóma“

„Ég skil ekki alveg hvers vegna þarf að sýna fjöldamorðingja og drullusokk þann sóma að skrifa um hann bók,“ skrifar Einar Kárason, rithöfundur, á Facebook-síðu sína í tilefni bókar norska rithöfundarins Åsne Seierstad um fjöldaborðingjann Breivik.
20.jan. 2016 - 11:00

Játning Karls Ágústs: Vil vita hvað ég sé fyrir mörgum öryrkjum

„Ég hef lifað af ritlist í um það bil 35 ár. Ég lagði það á mig að mennta mig sérstaklega í þessari grein og ná mér í meistaragráðu. Ég hef meira að segja kennt blásaklausum ungmennum þetta vafasama fag í rúm 15 ár í þremur þjóðlöndum og sumir af nemendum mínum hafa jafnvel náð athygli á ritvellinum, illu heilli eða góðu,“
14.jan. 2016 - 21:30

Mikael óhress

Mikael Torfason, rithöfundur, segir að úthluta eigi listamannalaunum á þann veg að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Sjálfur hlaut hann ekki náð fyrir nefndarinnar en aðalstjórn Rithöfundasambandsins eins og hún leggur sig fékk 12 mánaða starfslaun.
07.jan. 2016 - 16:03 -

Heimska: Eiríkur Örn Norðdahl skrifar um nánd og firrð í sýnileikaþjóðfélaginu í nýjustu skáldsögu sinni

Heimska, fimmta skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, er stutt og snörp en barmafull af hugmyndum og þráðum sem leiða djúpt inn í hjarta samtímans. Hrelliklám, játningaviðtöl rithöfunda í jólabókaflóðinu, og listaháskólaverkefni sem fanga athygli þjóðarinnar – allt þetta kemur fyrir í bókinni – en fyrst og fremst fjallar Heimska um sýnileika, það að vera stöðugt sjáanlegur og geta séð aðra, og það hvernig mannskepnan tekst á við tilvist í beinni útsendingu.
02.jan. 2016 - 13:36 Ágúst Borgþór Sverrisson

Auður Jónsdóttir ósátt við Fréttablaðið: „Ljótt gagnvart fjölskyldu minni“

Auður ásamt eiginmanni sínum, Þórarni Leifssyni. Auður Jónsdóttir rithöfundur en óánægð með þá tilhneigingu fjölmiðla að setja sjálfsævisögustimpil á nýjustu bók hennar, Stóra skjálfta, sem hún segir vera hreinræktaða skáldsögu. Í Fréttatímanum var gefið til kynna að höfundur lýsti reynslu sinni af flogaveiki í bókinni og í Fréttablaðinu er bókin sögð sjálfsævisöguleg.
20.des. 2015 - 21:00

Jólasaga Pressunnar 2015 er eftir Róbert Marvin

Fyrir síðustu jól tók Pressan upp þann sið að birta frumsamda jólasögu eftir íslenskan höfund skömmu fyrir jól. Okkur langar til að halda þessu áfram og að þessu sinni birtum við áhrifamikla jólasmásögu eftir rithöfundinn Robert Marvin. Hann hefur getið sér gott orð fyrir smásögur sínar en fyrr á árinu gaf hann einnig út skáldsöguna Konur húsvarðarins, sem er spennusaga. Smásagan sem hér fer á eftir, Gjöf handa mömmu, er í senn hjartnæm og vönduð saga sem heldur lesandanum föngnum. Hún birtist  upphaflega í smásagnasafninu Jólasögur sem kom út í haust og inniheldur jólasmásögur eftir ýmsa höfunda.
02.des. 2015 - 16:03 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Hilma hittir í mark

Hilma er fyrsta bók Óskars Guðmundssonar en það er svo sannarlega enginn byrjendabragur á þessari æsispennandi sögu, sem er hörkuvel skrifuð og spunnin af mikilli íþrótt og hugkvæmni.
29.nóv. 2015 - 15:00

Stefán Máni rífst við sjálfan sig: „Þú vilt ekki að hann verði fúll er það?“

Stefán hitti Mána til að rabba við hann um nýjasta verk hans Nautið. Nautið fer vel af stað og blekið var varla þornað þegar Stefán Máni hafði gert samning við Pegasus um að Nautið yrði að sjónvarpsseríu í leikstjórn Baldvins Z. Í lýsingu á verkinu segir meðal annars:
10.nóv. 2015 - 14:00

„Enginn vill láta kalla sig glæpamann:“ Rithöfundurinn Ágúst Borgþór í vandræðum

Ágúst Borgþór er kappsfullur blaðamaður, afkastamikill og hraðvirkur. Hann hefur það orð á sér að vera mjög óþolinmóður.
02.nóv. 2015 - 15:54 RaggaEiríks

Furðulegir atburðir: Ný barnabók Gerðar Kristnýjar fjallar um dularfullar dúkkur

Gerður Kristný hefur sent frá sér nýja barnabók. Hún heitir Dúkka og er spennandi og afar vel skrifuð saga um Kristínu Kötlu sem eignast dúkku sem er ekki eins blíð og góð og í upphafi mætti ætla.
01.nóv. 2015 - 13:00

Má bjóða þér að lesa kafla úr spennusögunni Inn í myrkrið?

Skáldsagan Inn í myrkrið hefur fengið góðar viðtökur og selst prýðilega. Sagan fjallar um venjulegan mann sem fer út af sporinu, leiðist í afbrot og fer að lifa tvöföldu lífi. Sagan fer rólega af stað en magnast eftir því sem á líður.
23.maí 2015 - 08:00

Eika og Eiríki lenti saman: Ekki sammála um Hryðjuverkamaður snýr heim

„Jæja, ertu þá loksins kominn aftur hingað uppeftir?“ sagði Eiki þar sem hann gekk fram á mig sitjandi á rafmagnskassa í Vesturberginu og horfa yfir blokkirnar.
10.maí 2015 - 19:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Játaði á sig ofbeldi og uppskar útskúfun

Ofbeldi er margslungið. Margt af því ofbeldi sem við beitum hvert annað er þannig vaxið að það gerir illt vera að reyna að refsa fyrir það opinberlega, það er þess eðlis að aðrir eru ekki þess umkomnir að dæma og refsa fyrir það, ekki nema við viljum lifa í lögregluríki.
03.maí 2015 - 09:03

Jón Gnarr svarar fyrir sig: „Ekki ætlun mín að halla á Gunnar Jökul“

Jón Gnarr svarar að einhverju leyti gagnrýni sem Egill Helgason beindi að honum í dag fyrir að hafa sett trommuleikarann Gunnar Jökul Hákonarson í hóp bjánapoppara.  Forsaga málsins er grein sem Jón Gnarr birti í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins og hörð gagnrýni Egils Helgasonar á greinina á bloggsvæði Egils á Eyjunni.
02.maí 2015 - 22:48

Nýr og óþekktur höfundur að slá í gegn? Fjölmenni í útgáfuteiti HILMU

Spennusagan Hilma hefur vakið töluverða forvitni fólks og fengið frábærar viðtökur þeirra fáu sem enn hafa lesið hana en útgáfuteiti vegna bókarinnar var haldið síðastliðinn fimmtudag í Eymundsson Austurstræti. Útgáfuteitið var afar fjölmennt og mörg eintök seldust af bókinni á staðnum.
20.apr. 2015 - 16:30

HILMA verður bíómynd: Kvikmyndaréttur seldur að splunkunýrri íslenskri spennusögu

Þann 30. apríl næstkomandi kemur út hjá bókaforlaginu Draumsýn spennusagan HILMA eftir Óskar Guðmundsson. Kvikmyndafyrirtækið New Work ehf. sem framleiddi Falskur fugl eftir samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að HILMU.
13.apr. 2015 - 17:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hellisbúinn: Framúrskarandi spennusaga

Af og til lesum við fréttir af andláti fólks sem hefur verið látið í langan tíma á heimilum sínum án þess að nokkur hafi vitjað um það. Slík atvik vekja oft umræðu um einmanaleika í nútímasamfélagi og skort á umhyggju fyrir náunganum
07.apr. 2015 - 14:17

Ummæli Stefáns Mána um Þorgrím Þráinsson vekja gremju

Rithöfundurinn Stefán Máni, sem þessa dagana sendir frá sér ungmennabókina Nóttin langa, var í viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar segir hann meðal annars um unglinga og bóklestur: