21. nóv. 2011 - 20:00Gunnar Guðbjörnsson

Maður hefur hitt á veikan blett - Óttar M. Norðfjörð um gagnrýni á bók sína

Frá Óttari M. Norðfjörð

Ný bók Óttars M. Norðfjörð hefur vakið athygli síðustu vikur og ekki síst fyrir þær sakir að sagan tengist einvígi aldarinnar sem fram fór á Íslandi fyrir næstum 40 árum. 

Óttar sagði Menningarpressunni frá þessari nýju bók, uppruna  hennar og hversvegna hann býr í borginni Sevilla á Spáni.

Hugmyndin um að skrifa um Fischer-Spassky skákeinvígið í Reykjavík árið 1972 hefur lengi blundað í mér, því ég hef teflt alla mína ævi og alltaf heillast af því, ekki bara vegna skákarinnar heldur líka tengingar við kalda stríðið og pólitík þess tíma. En það tók mig smá tíma að finna réttu nálgunina að efniviðnum.
Það hefur farið nokkuð fyrir því að þetta er ekki eina bókin sem gerist á þessum viðsjárverðu tímum. Er einhver skýring á þessu, tæpu ári fyrir fjörtíu ára afmæli einvígisins.
Það er auðvitað erfitt að segja hvers vegna bæði ég og Arnaldur Indriðason gefum út bók um einvígi aldarinnar fyrir jólin. Kannski var þetta einfaldlega rétti tíminn fyrir bók, eða bækur réttara sagt, um einvígið.
Óttar er kornungur maður og fæddur um átta árum eftir einvígið sjálft. Það hefur sjálfsagt legið mikil vinna í að afla upplýsinga um þennan tíma og fanga andrúmsloftið sem þá ríkti í íslensk samfélagi. Þeir sem vilja bjarga sér grípa til þeirra miðla sem gefast og það gerði Óttar í sumar gegnum Facebook til af afla sér vitneskju um bréfsefni frá þeim tíma sem bókin gerist á.
Þeir hlutar bókarinnar sem gerast árið 1972 kostuðu mikla heimildarvinnu – ég lá í bókum um og frá þessu tímabili til að ná rétta andanum. Síðan hef ég stundum notað Facebook til að fá hjálp, eins og þú minnist á, en ábending eins facebookvinar um hvar best var að kaupa bréfsefni í Reykjavík 1972 skilaði sér einmitt í bókina.
Rithöfundurinn segist lengi hafa verið einlægur í áhuga sínum fyrir skáklistinni.
Pabbi minn var mikill skákmaður, og vann meira að segja Bobby Fischer í fjöltefli í Kaupmannahöfn árið 1962. Pabbi kenndi mér mannganginn þegar ég var pínkulítill og þetta er svolítið eins og baktería, þegar maður smitast einu sinni af skákbakteríunni, þá hverfur hún aldrei. Ef ég sé tvo menn að tefla í almenningsgarði verð ég einfaldlega að stoppa og kíkja á stöðuna.
Gagnrýni getur haft á sér ýmsar hliðar og athygli vakti í þættinum Kiljan þegar bókunum tveimur um einvígið var nánast stillt upp saman.  Ekki reyndust gagnrýnendapar Kiljunnar allskostar sátt við bók Óttars þó aðrir hafi keppst við að hæla henni. En selur það ekki bara betur þegar  skoðanir séu ólíkar?
Jú, ég held það. Bækur sem vekja umtal, eða hálfgerða reiði eins og í tilviki Kiljuparsins, seljast gjarnan vel. Þá veit maður líka að maður hefur hitt á einhvern veikan blett.
Heyrst hefur að Óttar sé farinn að  fikta við kvikmyndahandritagerð samhliða skáldsöguskrifum og blaðamaður spyr hann hvort í leynist sannleikskorn?

Jú, ég hef alltaf heillast af kvikmyndalist og byrjaði minn rithöfundaferil á því að skrifa kvikmyndahandrit, langt á undan útgáfu fyrstu skáldsögu minnar. Í augnablikinu er ég viðloðandi þrjú kvikmyndaverkefni, öll mjög ólík og jafn skemmtileg, auk þess sem ég er kominn langt í undirbúningsvinnu á næstu skáldsögu. Það eru því fjörugir tímar framundan!

Óttar er á Íslandi þessar vikurnar og kynnir bók sína en hann er farinn að venjast hlýjara loftslagi en því sem við þekkjum á hefðbundnu íslensku hausti.
Ég hef verið með annan fótinn á Spáni síðustu 5 árin, því ég á spænska kærustu. Í fyrstu sótti ég til Spánar vegna hennar, en í dag hefur þetta breyst, því hef ég heillast af landinu, fólkinu, loftslaginu og matnum, og vil helst dvelja þar jafnhliða Íslandi.
Haustið 2011 ætti þó ekki að reynast eins grimmilega kalt fyrir Spánarbúann eins og venjan er og Menningarpressan óskar honum áframhaldandi góðs gengist í íslenska jólabókaflóðinu.11.feb. 2015 - 11:55

Hreint mataræði: Austurlenskar og vestrænar lækningahefðir mætast - BÓKARKAFLI

Fimmtudaginn 12. febrúar kemur út bókin Hreint mataræði eftir Dr. Alejandro Junger og verður útgáfunni fagnað á fimmtudeginum kl. 17-18 í Lifandi markaði, Borgartúni. Guðrún Bergmann heldur þar fyrir fyrirlestur um efni bókarinnar.
30.jan. 2015 - 17:00

Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 voru afhent á Bessastöðum í dag. Ófeigur Sigurðsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Öræfi. Bryndís Björgvinsdóttir fékk verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir söguna Hafnfirðingabrandarinn.
21.jan. 2015 - 18:10

Elísabet Jökulsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir hlutu Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis. Þetta í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrsta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna. Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu en að þessu sinni steig frú Vigdís Finnbogadóttir á svið og afhenti verðlaunahöfum gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.
20.jan. 2015 - 18:09

LOLITA: Útsmoginn og falskur Humbert svífst einskis í 5 stjörnu verki

Bókin Lólíta er fyrir löngu talin helsta bókmenntaverk síðustu aldar og það ekki að ósekju. Að lesa þessa bók er eins og skella sér til sunds, fara á bólakaf og koma ekki upp fyrr en þér er þrotinn kraftur og önd.
23.des. 2014 - 10:39

Bóksala: Öræfi Ófeigs komin á toppinn

Töluverðar sviptingar urðu á metsölulista Eymundssons í síðustu viku. Skáldsagan Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, sem slegið hefur rækilega í gegn og er komin í fimmtu prentun, trónir nú á toppnum. DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og Arnaldur er í þriðja sæti með Kamp Knox.
22.des. 2014 - 10:00

Einar Kárason gefur lítið fyrir það álit að Steinar Bragi sé besti rithöfundur þjóðarinnar

Um daginn birti DV niðurstöðu álitsgjafahóps um bestu rithöfunda landsins. Einar Kárason rithöfundur tjáir sig um þetta tiltæki á Facebook-síðu sinni og er vægast sagt lítt hrifinn af bókmenntasmekk álitsgjafahóps blaðsins. Einar tekur þó fram að sjálfur hafi hann fengið fínan stað í niðustöðunni, en segir síðan:
21.des. 2014 - 20:47 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jólasaga: Hinir látnu eru með okkur á jólunum

Þennan aðfangadag fórum við seint í kirkjugarðinn því mamma hafði verið að vinna og kom ekki heim fyrr en undir lok dags. Eldri systkini mín voru að þrífa og hafa til matinn en ég þurfti að fara með mömmu.    
Það snjóaði blautum snjó á leiðinni en það var of hlýtt til að úr þessu yrði fannfergi.
20.des. 2014 - 01:43

Skáldaveisla Einars Ben: Jóhanna, Ófeigur, Yrsa, Einar Kára, Þórdís og Bjartmar - Aðgangur ókeypis

Boðið er til skáldaveislu á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg, laugardaginn 20. desember klukkan 16.  Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Fram koma Bjartmar Guðlaugsson, Einar Kárason, Jóhanna Kristjónsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Yrsa Sigurðardóttir, Þórdís Gísladóttir. Aðgangur ókeypi
16.des. 2014 - 19:55 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Hálfsnert stúlka Bjarna með því betra sem er að finna í flóðinu í ár

Bjarni Bjarnason hefur fyrir margt löngu skapað sér sess sem einn af betri núlifandi rithöfundum þjóðarinnar. Bjarni hefur hingað til verið þekktastur fyrir verðlaunaverk sitt Borgin á bak við orðin, sem kom út árið 1998 og Endurkomu Maríu sem Ormstunga gaf út árið 1996. Höfundur hefur síðan þá vaxið með hverri bók. Ekkert verk hefur þó vakið jafn mikla athygli og þau verk sem nefnd eru hér að ofan. Hálfsnert stúlka Bjarna er þó með hans betri verkum og minnir nokkuð á þá  bækur sem komu honum á kortið. Þess má geta að útgáfuréttur á bókinni hefur þegar verið seldur til Bretlands.
15.des. 2014 - 14:38

Bóksölulisti: Ljónatemjarinn heldur toppsætinu

Metsölulisti Eymundsson fyrir síðustu viku liggur fyrir. Spennusagan Ljónatemjarinn eftir Camillu Läckberg heldur fyrsta sætinu. DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og í þriðja sæti er Kamp Knox eftir Arnald Indriðason.
14.des. 2014 - 15:00

Einstakur viðburður: Sjálfsviðtal skálds í bundnu máli - „Úr þér vellur eintómt rugl, aumi spyrill!“

Skáldið Bjarki Karlsson sló í gegn í fyrra með ljóðabók sinni Árleysi alda. Hann fylgir henni nú eftir með bókinni Ársleysi árs og alda. Bjarki yrkir í hefðbundnum stíl og það sama gerði hann er Pressan leitaði til hans um að taka viðtal við sjálfan sig. Það er allt í bundnu máli!
14.des. 2014 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Metsöluhöfundur í tæknilegum erfiðleikum

Ingibjörg Reynisdóttir átti söluhæstu bókina á Íslandi árið 2012 er hún sendi frá sér bók sína um Gísla á Uppsölum sem seldist að mér skilst í rúmlega 20 þúsund eintökum. Glæsilega gert. Áður hafði Ingibjörg sent frá sér tvær unglingabækur. Núna hefur hún hins vegar róið á allt önnur mið með skáldsögunni Rogastanz.
12.des. 2014 - 20:43

Draumar, atvinnuleysi, fátækt og drykkjuskapur í Vonarlandi Kristínar

Verk Kristínar Steinsdóttur þekkja flestir, en ferill hennar sem barnabókahöfundar er bæði langur og farsæll.
12.des. 2014 - 17:00

Þjóðsögurnar slá í gegn: Jóhannes hefur komið þjóðsögum Jóns Árnasonar aftur til almennings

„Þjóðsögurnar höfðu verið ófáanlegar í bókabúðum í næstum tíu ár. Og þá höfðu þær komið út í stórum doðröntum sem pössuðu illa á náttborðið. Okkur fannst hreinlega kominn tími til að gefa þetta út aftur. Við söfnuðum saman öllum aðalsögunum, 130 talsins, og létum prenta í fallegri bók (sem fer afar vel á náttborði),“

11.des. 2014 - 19:59

Kristian opnar sig fyrir sjálfum sér: Ljóð, strangt uppeldi, innblástur og ný bók

Það sem mér finnst svo þreytandi við blaðaviðtöl er hvernig blaðamenn skeyta aftan við öll tilsvör viðskeyti á borð við „segir hann og hlær“, „svarar hún kímin“ eða „segir hann og skellir upp úr“. Einhvern veginn finnast mér þessar viðbætur og augljósir tilbúningar blaðamanns ósannfærandi og klisjukennd. Sjá ekki allir í gegnum þetta? segi ég vanalega stundarhátt og hlæ við.
10.des. 2014 - 10:00

Hver myrti söngkonuna? Dimm og drungaleg saga

Atvinnulaus rithöfundur fær það verkefni að skrifa sögu ungrar, látinnar tónlistarkonu. Verkefnið dregur hann meðal annars vestur á Ísafjörð en sagan gerist að mestu leyti í Reykjavík. Við kynnumst kaldrifjuðu fólki og dularfull leyndarmál eru dregin fram í dagsljósið.
09.des. 2014 - 10:57 Raggaeiriks

Ofbeldissamband skáldkonu og siðblindingja: Ragga rýnir í nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur

Ég ætlaði aðeins að glugga í bókina og klára hana kannski seinna. Ég lagðist í rauðan leðursófa og byrjaði að lesa, ég þurfti oft að skipta um stellingu því lesturinn fór alveg inn í mig. Ég gat ekki lagt bókina frá mér.
08.des. 2014 - 15:06

Ný bók beint í fyrsta sæti metsölulistans!

Það er álag á Metsölulista Eymundsson um þessar mundir.
Ljónatemjarinn eftir Camillu Lackberg kom út á fimmtudaginn síðastliðinn og gerði sér lítið fyrir og fór beint í fyrsta sætið á Metsölulista Eymundsson. Camilla á stóran aðdáendahóp hér á landi, sem beðið hefur í ofvæni í tvö og hálft ár eftir nýrri bók en þetta er tíunda bók Camillu sem kemur út á íslensku.
05.des. 2014 - 20:00

Hvað er bogið við þessa mynd? Sjáið einstæðar myndir úr Reykjavík sem ekki varð

Eins og víða annars staðar hafa staðið deilur um útlit og staðsetningu bygginga yfir hinar ýmsu stofnanir í Reykjavík. Í bókinni Reykjavík sem ekki varð eftir Önnu D. Ágústsdóttur sagnfræðing og Guðna Valberg arkitekt, gefur að líta myndir af þeirri Reykjavík sem hefði getað orðið en varð ekki.
05.des. 2014 - 14:20

Elísabet: „Ég vissi ekkert að hann var ofbeldismaður“ - Enginn dans við Ufsaklett komin út

Elísabet Jökulsdóttir er að gefa út sína 21. bók.  Enginn dans við Ufsaklett, bókin fjallar um konu sem verður ástfangin af ofbeldismanni. Elísabet hitti Elísabetu í tilefni útkomunnar og byrjaði á að spyrja:
05.des. 2014 - 10:00

Hryðjuverk í Kringlunni: Saga um gjörning sem fer úr böndunum

Þrír vinir, listamenn, ákveða að fremja afar ögrandi listrænan gjörning í Kringlunni. Þegar á hólminn er kominn reynist einn þeirra hafa enn róttækari hugmyndir um gjörninginn en félagar hans og ærslafullur leikur breytist í skelfilega atburðarás dauða og eyðileggingar. 
03.des. 2014 - 17:04

Svei mér þá ef ég elska ekki þessa konu

Útgefandi: Bjartur Það þarf vart að kynna skáldkonuna Steinunni Sigurðardóttur fyrir nokkrum bókelskandi manni eða konu. Nýjasta bók hennar Gæðakonur er allt í senn..Frábær stíll ákaflega spennandi frásögn. Ást er rauði þráðurinn, eins og oft áður.
02.des. 2014 - 11:53 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Átakanlegar sögur af sjóslysum: Háski í jólapakka!

Illugi Jökulsson er óðum að verða einn helsti alþýðufræðari samtímans með bloggpistlum, blaðagreinum og útvarpsþáttum – auk bóka eins og Háska í hafi sem ber undirtitilinn Hafís grandar Kong Tryggve. Þetta er annað bindi og framhald af bók sem kom út í fyrra og rakti sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar. Sú bók var bæði fróðleg og skemmtileg en þessi er í raun og veru ennþá betri en sú fyrri, enda gefur Illugi sér meira tóm til að segja nokkrar af sögunum, og fer á kostum.
01.des. 2014 - 17:30

Íslensku bókmenntaverðlaunin: Þekktir og óþekktir höfundar fá tilnefningar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru kynntar í dag. Óhætt er að segja að í hópi tilnefndra sé að finna misjafnlega þekkt nöfn, allt frá Guðbergi Bergssyni til barnabókahöfundarins Evu Þengilsdóttur.
01.des. 2014 - 14:05 Raggaeiriks

Ragga les bók: KATA eftir Steinar Braga: Er maðurinn kona?

Margir höfðu varað mig við Kötu, sagt að hún væri svakaleg/erfið/átakanleg/sjokkerandi. Nokkrir höfðu líka sagt að allt þetta kvenlega innsæi væri alls ekkert undarlegt miðað við þá staðreynd að höfundurinn hefði búið með bráðskýrri skáldkonu á meðan hann skrifaði bókina.
01.des. 2014 - 10:40

Bókmenntagagnrýnandi Víðsjár veldur ólgu meðal rithöfunda: „Mikill vesalingur“, segir Vigdís Grímsdóttir

Björn Þór Vilhjálmsson, bókmenntagagnrýnandi í menningarþættinum Víðsjá á Rás 1, hefur vakið töluverða gremju meðal rithöfunda vegna ritdóma sem þykja einkennast af yfirlæti, tilgerð og hroka. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, er málshefjandi á Facebook-síðu sinni: 

 


29.nóv. 2014 - 18:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hryllingssögur: Fjölbreyttar, misjafnar og áhugaverðar

Smásagan hefur átt undir högg að sækja á 21. öldinni eftir ýmis blómaskeið á síðustu öld. Þetta hefur meðal annars komið fram í því að smásagan er búin að vera sem afþreyingarform en áður fyrr birtu blöð og tímarit gjarnan ástar-, spennu- og hryllingssögur, vel uppbyggðar með óvæntum endi.
29.nóv. 2014 - 15:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Heillandi, dularfullur og ógnvekjandi heimur

Undanfarin fimm ár hef ég kennt fólki smásagnagerð á kvöldnámskeiðum. Þar hef ég látið nemendur lesa hnitmiðaðar smásögur sem eiga það sameiginlegt að kjarni þeirra er aldrei sagður berum orðum heldur sýndur í atburðum og athöfnum persónanna. Í sögum Gyrðis Elíassonar, sem svo sannarlega eru hnitmiðaðar og fágaðar, er þessi kjarni svo óræður að það er ekki hægt að koma honum í orð
25.nóv. 2014 - 00:26

Ofsi - Sturlungasaga með stæltum krafti og kjarki

Það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir verkefnavali leikhópsins Aldrei óstelandi. Að setja saman sína eigin leikgerð upp úr Ofsa Einars Kárasonar, þannig að sagan gangi upp með einfaldri sviðsmynd og fjórum leikurum, er mikið hættuspil. Fyrir áhorfendur var sýningin því ekki aðeins spennandi vegna hins magnaða söguþráðs og meitlaða texta, flestir biðu líka í ofvæni eftir útfærslunni.
24.nóv. 2014 - 19:40

Ætlaði að verða draugabani en varð rithöfundur: Sverrir Norland ræðir við Sverri Norland

Nýlega dvaldist ég nokkra daga á heimili Sverris Norland, rithöfundar og myndasöguteiknara, og tók við hann stutt viðtal. Enda þótt Sverri dauðleiðist greinilega allur félagsskapur til lengdar reyndist hann bæði þolinmóður og þægilegur viðmælandi.