21. nóv. 2011 - 20:00Gunnar Guðbjörnsson

Maður hefur hitt á veikan blett - Óttar M. Norðfjörð um gagnrýni á bók sína

Frá Óttari M. Norðfjörð

Ný bók Óttars M. Norðfjörð hefur vakið athygli síðustu vikur og ekki síst fyrir þær sakir að sagan tengist einvígi aldarinnar sem fram fór á Íslandi fyrir næstum 40 árum. 

Óttar sagði Menningarpressunni frá þessari nýju bók, uppruna  hennar og hversvegna hann býr í borginni Sevilla á Spáni.

Hugmyndin um að skrifa um Fischer-Spassky skákeinvígið í Reykjavík árið 1972 hefur lengi blundað í mér, því ég hef teflt alla mína ævi og alltaf heillast af því, ekki bara vegna skákarinnar heldur líka tengingar við kalda stríðið og pólitík þess tíma. En það tók mig smá tíma að finna réttu nálgunina að efniviðnum.
Það hefur farið nokkuð fyrir því að þetta er ekki eina bókin sem gerist á þessum viðsjárverðu tímum. Er einhver skýring á þessu, tæpu ári fyrir fjörtíu ára afmæli einvígisins.
Það er auðvitað erfitt að segja hvers vegna bæði ég og Arnaldur Indriðason gefum út bók um einvígi aldarinnar fyrir jólin. Kannski var þetta einfaldlega rétti tíminn fyrir bók, eða bækur réttara sagt, um einvígið.
Óttar er kornungur maður og fæddur um átta árum eftir einvígið sjálft. Það hefur sjálfsagt legið mikil vinna í að afla upplýsinga um þennan tíma og fanga andrúmsloftið sem þá ríkti í íslensk samfélagi. Þeir sem vilja bjarga sér grípa til þeirra miðla sem gefast og það gerði Óttar í sumar gegnum Facebook til af afla sér vitneskju um bréfsefni frá þeim tíma sem bókin gerist á.
Þeir hlutar bókarinnar sem gerast árið 1972 kostuðu mikla heimildarvinnu – ég lá í bókum um og frá þessu tímabili til að ná rétta andanum. Síðan hef ég stundum notað Facebook til að fá hjálp, eins og þú minnist á, en ábending eins facebookvinar um hvar best var að kaupa bréfsefni í Reykjavík 1972 skilaði sér einmitt í bókina.
Rithöfundurinn segist lengi hafa verið einlægur í áhuga sínum fyrir skáklistinni.
Pabbi minn var mikill skákmaður, og vann meira að segja Bobby Fischer í fjöltefli í Kaupmannahöfn árið 1962. Pabbi kenndi mér mannganginn þegar ég var pínkulítill og þetta er svolítið eins og baktería, þegar maður smitast einu sinni af skákbakteríunni, þá hverfur hún aldrei. Ef ég sé tvo menn að tefla í almenningsgarði verð ég einfaldlega að stoppa og kíkja á stöðuna.
Gagnrýni getur haft á sér ýmsar hliðar og athygli vakti í þættinum Kiljan þegar bókunum tveimur um einvígið var nánast stillt upp saman.  Ekki reyndust gagnrýnendapar Kiljunnar allskostar sátt við bók Óttars þó aðrir hafi keppst við að hæla henni. En selur það ekki bara betur þegar  skoðanir séu ólíkar?
Jú, ég held það. Bækur sem vekja umtal, eða hálfgerða reiði eins og í tilviki Kiljuparsins, seljast gjarnan vel. Þá veit maður líka að maður hefur hitt á einhvern veikan blett.
Heyrst hefur að Óttar sé farinn að  fikta við kvikmyndahandritagerð samhliða skáldsöguskrifum og blaðamaður spyr hann hvort í leynist sannleikskorn?

Jú, ég hef alltaf heillast af kvikmyndalist og byrjaði minn rithöfundaferil á því að skrifa kvikmyndahandrit, langt á undan útgáfu fyrstu skáldsögu minnar. Í augnablikinu er ég viðloðandi þrjú kvikmyndaverkefni, öll mjög ólík og jafn skemmtileg, auk þess sem ég er kominn langt í undirbúningsvinnu á næstu skáldsögu. Það eru því fjörugir tímar framundan!

Óttar er á Íslandi þessar vikurnar og kynnir bók sína en hann er farinn að venjast hlýjara loftslagi en því sem við þekkjum á hefðbundnu íslensku hausti.
Ég hef verið með annan fótinn á Spáni síðustu 5 árin, því ég á spænska kærustu. Í fyrstu sótti ég til Spánar vegna hennar, en í dag hefur þetta breyst, því hef ég heillast af landinu, fólkinu, loftslaginu og matnum, og vil helst dvelja þar jafnhliða Íslandi.
Haustið 2011 ætti þó ekki að reynast eins grimmilega kalt fyrir Spánarbúann eins og venjan er og Menningarpressan óskar honum áframhaldandi góðs gengist í íslenska jólabókaflóðinu.23.apr. 2014 - 19:28

Ó - Sögur um djöfulskap - Ingunn fær Íslensku þýðingarverðlaunin

Ingunn ásamt Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra á Gljúfrasteini í dag. Ingunni Ásdísardóttur voru í dag veitt Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á erlendu skáldverki við athöfn á Gljúfrasteini í dag. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin en þau voru veitt fyrir þýðingu á færeysku skáldsögunni Ó - Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, sem Uppheimar gáfu út út.
22.apr. 2014 - 08:30

Mörður og Njála - Bjarni Harðarson vinnur að skáldsögu um Mörð

Mörður Valgarðsson og bók bókanna á Íslandi. Bjarni Harðarson bóksali mun á félagsfundi Ættfræðifélagsins, fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, fjalla um Mörð Valgarðsson, þessa illræmdustu persónu í Njálssögu, sem Íslendingar hafa nú kosið vinsælustu bók sína. Fyrirlesturinn kallar hann Ættarerjur, Mörður Valgarðsson og forleikurinn að Njálu.
17.apr. 2014 - 10:13

Þjóðsögur Jóns Árnasonar áfram á toppnum - Hamskiptin nr. 2

Nýja útgáfan af Þjóðsögum Jóns Árnasonar hefur slegið hressilega í gegn og er áfram í fyrsta sæti sölulista Eymundsson verslananna.  Hún  kemur örugglega uppúr mörgum fermingarpökkun í ár enda sérstaklega vönduð og vegleg útgáfa í alla staði sem gæðir þessar sígildu sögur nýju lífi fyrir næstu kynslóðir Íslendinga.
17.apr. 2014 - 10:01

Kuggur og Maxímús - 3 nýjar barnabækur frá Forlaginu

Kuggur í ferðaflækjum og Kuggur fer á listahátíð eru tvær nýja bækur um Kugg og eru þettta 11.og 12. bókin um Kugg. Maxímús Músíkús kætist í kór er ný bók um músina tónelsku. Þar segir frá því að þegar berin fara að vaxa á trjánum saknar Maxímús Músíkús heimahaganna og aftur upp í sveit í almennilegan berjamó.
14.apr. 2014 - 07:00

Hver var Hallgrímur Pétursson? - ný bók Karls Sigurbjörnssonar um sálmaskáldið

En hver var Hallgrímur og hvernig var lífshlaup hans, spyrja sig margir? Í þessari ríkulega myndskreyttu bók leitast Karl Sigurbjörnsson við að svara þeirri spurningu í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu séra Hallgríms.
13.apr. 2014 - 10:40

Upp, upp mín sál - Passíusálmarnir með myndskreytingum Barböru Árnason

„Passíusálmarnir hafa verið gefnir út meira en sextíu sinnum síðan þeir voru prentaðir fyrst árið 1666, eða að meðaltali 20 sinnum á öld. Þeir komu ekki í viðhafnarbúningi fyrir augu almennings, oftast fátæklega til fara, eins og þjóðin. En þeir voru handleiknir með dýpri lotningu en aðrir munir, sem alþýða hafi í höndum, og þeir voru ein sú auðsuppspretta, sem gerði þjóðina andlega ríki, þótt hún væri líkamlega snauð. Og aldrei eignaðist hún þá bók sem hún mat meir.“
11.apr. 2014 - 09:17

Tautar og raular - ný ljóðabók eftir Þórarinn Eldjárn - 10. ljóðabókin á 40 árum

Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér ljóðabókina Tautar og raular. Bókin inniheldur 70 fjölbreytt ljóð, flest frumort og ný en einnig fáein þýdd. Efnið skiptist í fjóra nokkuð ólíka hluta: óbundin ljóð og háttbundin, prósaljóð og þýðingar. Þetta er tíunda ljóðabók Þórarins ef frá eru taldar barnaljóðabækur hans og Kvæðasafn.
11.apr. 2014 - 08:34

Flæðarmál - verk 8 kvenhöfunda - safna fyrir útgáfunni

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda og sjö ritstjóra sem standa nú fyrir hópfjármögnun á Karolina Fund svo verkið komist í prentun. Söfnunin fer fram 10. apríl – 9 maí en á því tímabili þurfa þær að ná að safna þeirri upphæð sem uppá vantar. Þær biðla til almennings að taka þátt svo útgáfan verði að veruleika. Hægt er að sjá frekar á vefsíðu Karolina Fund.
11.apr. 2014 - 07:00

Bernska og Æska Tolstoy á íslensku

Ugla útgáfa hefur gefið út skáldsögurnar Bernska og Æska eftir rússneska skáldjöfurinn Lev Tolstoj í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Ráðgert er að gefa út síðasta hluta þríleiksins, Manndómsár, síðla sumars.
08.apr. 2014 - 14:10

Lestrarnautn - ljóðasafn Gerðar Kristnýjar á 20 ára skáldaafmæli

Lestrarnautn er nýtt ljóðasafn Gerðar Kristnýjar sem Forlagið gefur út. Formála af safninu ritar Guðrún Nordal. Gerður Kristný hefur verið eitt af bestu og vinsælustu skáldum landsins um árabil og kominn tími til að taka öll útgefin ljóð hennar saman í einu safni.
07.apr. 2014 - 08:20

Ljóðin bjarga lífi mínu - Innri rödd úr annars höfði - ný ljóðabók Ásdísar Óladóttur

Ljóðin bjarga lífi minu, segir Ásdís.  Í bókinni eru 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og ljóðin verið haldreipi mitt í lífinu, segir skáldið.
01.apr. 2014 - 09:58

Smásagan Blöndukútur í Sorpu eftir Þórarin Eldjárn frumflutt fyrir alla grunnskólanema

Þórarinn ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Þórarinn Eldjárn skrifaði söguna Blöndukútur í Sorpu fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í tilefni dags barnabókarinnar að beiðni IBBY á Íslandi, en þetta er í fjórða sinn sem félagið fagnar deginum með þessum hætti. Þórarinn hlaut á síðasta ári Sögustein, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir hið mikla framlag sitt til barnamenningar, verk bæði í lausu máli og bundnu, þýdd og frumsamin.
01.apr. 2014 - 09:48

20 stystu smásögurnar - Benedikt birtir nýjar sögur

Benedikt Jóhannesson birtir 20 nýjar smásögur. Benedikt Jóhannesson ritstjóri birtir 20 stystu smásögurnar á heimur.is. Hann segir að í tilefni af nýlegri gagnrýni um smásagnasafn sitt, Kattarglottið, hafi hann ákveðið ég að skrifa nokkrar nýjar smásögur: En ég hef engar skrifað frá því að bókin kom út. Þær urðu 20 og birtast hér í fyrsta og væntanlega eina sinn, segir Benedikt.
30.mar. 2014 - 14:18

- Nej, Mogens, for helvede, hvad laver du? - Sjón með bestu kynlífslýsinguna

Karl Blöndal afhenti Sjón verðlaunin sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Rithöfundurinn Sjón hlaut í gær Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum. Lestrarfélagið Krummi veitti honum verðlaunin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi, en þetta er í áttunda sinn sem Rauða hrafnsfjöðrin er veitt.
30.mar. 2014 - 09:41 Björgvin G. Sigurðsson

Englarnir eru í orden - Beint úr leikhúsinu heim í stofu

Atli Rafn Sigurðarson fer á kostum í Englum alheimsins. Kleppur er víða, er ein af þekktustu setningum íslenskra bókmennta. Þessi snjalla lína úr Englum alheimsins rammar inn kjarna meistaraverks Einars Más Guðmundssonar sem hann byggir á sögu bróður síns heitins: Geðsjúkdómar eru ekki bundnir við nokkra sérvitringa sem eru vistaðir inn við sund. Þeir eru úti um allt og geta tekið hvern sem er niður. Líka efnaða tannlækninn sem gekk allt í haginn, og segir þetta við Pál í bókinni.
27.mar. 2014 - 11:50

Magnús Árni skrifar kafla í alþjóðlega bók um Evrópuvæðingu

Dr. Magnús Árni skrifar kafla í bók um Evrópuvæðinguna. Dr. Magnús Árni Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst ritar kafla í bók um Evrópuvæðingu sem kemur út hjá hinu virta alþjóðlega útgáfufyrirtæki Palgrave Macmillan þann 6. ágúst næstkomandi. Bókin heitir Europeanization and European Integration, From incremental to structural change.
26.mar. 2014 - 13:00

Ævar vísindamaður gefur út bók - Umhverfis Ísland í 30 tilraunum

Ævar í hlutverki vísindamannsins í vel heppnuðum og vinsælum þáttum í Ríkissjónvarpinu. Von er á bók eftir leikarann og vísindamanninn Ævar Benediktsson, betur þekktur úr sjón- og útvarpi sem Ævar vísindamaður, sem heitir Umhverfis Ísland í 30 tilraunum.
25.mar. 2014 - 13:28

Stelpa fer á bar - þínar fantasíur - lestu kafla úr bókinni hér

Kannski geymir nóttin þínar villtustu fantasíur. Þú ræður ferðinni, segir í tilkynningu frá Forlaginu um nýja fantasíubók, Stelpa fer á bar.
Lestu kafla úr bókinni hér, en ástæða er til að vara við berorðri erótík í þeim.
22.mar. 2014 - 08:00

Poems and paintings - myndverk og ljóð Bjarna Bernharð

Poems and Paintings er ný útkomin bók eftir Bjarna Bernharð, sem inniheldur 83 ljóð í þýðingu Philip Roughton og 17 ljósmyndir af olíu- akrylmálverkum höfundar, en jafnhliða skáldskapnum á Bjarni Bernharður að baki tæpa fjóra áratugi sem málari.
20.mar. 2014 - 14:00

Hljóðin í nóttinni selst best

Hljóðin í nóttinni selst best íslenskra bóka, bæði á lista Félags bókaútgefenda og á nýjum sölulista Eymundsson verslananna. Hún þokar málinu um Harry niður í annað sætið  hjá Eymundsson en það er  bók sem gengur vel í íslenska lesendur. Þá fer Kroppurinn er kraftaverk vel af stað en hún fer beint í 5. sæti. Í henni er börnum kennd líkamsvirðing, fyrir eigin líkama og annarra.
19.mar. 2014 - 18:30

Með kveðju frá Tartu - Bryndís Schram skrifar heim

Ég heyrði einhvern tíma Lennart Meri, fyrrverandi forseta Eistlands, segja,  að rússneski björnin hefði bara fengið sér blund – hann mundi von  bráðar vakna aftur. Björninn skyldi þó ekki vera að skríða úr hýði sínu einmitt núna? Bryndís Schram skrifar frá Tartu.
19.mar. 2014 - 17:47

Ris, fall og endurkoma Björgólfs Thors -ný bók í Bretlandi

Ný bók í Bretlandi eftir Björgólf Thor um ris, fall og endurkomu. Björgólfur Thor Björgólfsson sendir frá sér bókina Billions to Bust and Back þann 26. júní næstkomandi. Undirtitill bókarinnar er „How I made, lost and rebuilt a fortune“.
18.mar. 2014 - 13:58

Bókahátíð haldin á Flateyri í fyrsta sinn

Um næstu helgi, 21.-22 mars, verður haldin Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Áherslan í ár verður á ljóð og ljóðaformið. Meðal helstu viðburða má nefna upplestur á Vagninum og fiskiveislu í frystihúsinu þar sem öllum landsmönnum verður boðið í glæsilega fiskiveislu í boði Arctic Odda.
17.mar. 2014 - 09:26

Hljóðin í nóttinni - mikilvæg bók um samfélag sem brást börnum segir Gunnar Smári

Ég las Hljóðin í nóttinni, vel skrifaða og yfirvegaða skýrlu Bjargar Guðrúnar Gísladóttur um fátækt, vanrækslu, ofbeldi og óbærilegt álag sem hún bjó við í bernsku. Gunnar Smári Egilsson fjallar um Hljóðin í nóttinni á facebókarsíðu sinni.
17.mar. 2014 - 08:54 Björgvin G. Sigurðsson

Njósnari á meðal vina - sagan af þriðja manninum

Njósnari á meðal vina,  A Spy among friends, hetir ný bók Bens Macintyre um einn frægasta njósnara í sögu breska heimsveldisins, Kim Philby. Bókin hefur vakið mikla athygli en í henni rekur hann áralangan vinskap hans við Nicholas Elliott, njósnara bresku leyniþjónustunnar.
16.mar. 2014 - 11:00

Amazon loks með rafbækur á Íslensku fyrir Kindle

Langri bið lokið fyrir lesendur rafbóka. Fyrstu íslensku rafbækurnar fyrir Kindle eru nú komnar í sölu hjá Amazon. Um er að ræða allar bækur sem Bókabeitan og Bókaútgáfan Björt gefa út.
Nú er þetta loksins orðið eins og það á að vera og allar bækur Bókabeitunnar og Bjartar bókaútgáfu fáanlegar á Amazon.com,“ segir Birgitta Elín Hassell, sem á og rekur útgáfurnar ásamt Mörtu Hlín Magnadóttir.
14.mar. 2014 - 09:00

Kroppurinn er kraftaverk

Kroppurinn er kraftaverk. Ný bók frá Forlaginu fyrir börn. Líkami þinn er snillingur. Hann gerir allskonar stórkostlega hluti, eins og að hoppa, stækka og lækna sárin sín. Ef þú hlustar segir hann þér hvað hann þarf til að vera hraustur og líða vel.
14.mar. 2014 - 08:48

Ég geng í hring - Guðmundur Andri í nýju ljóði

Ég geng í hring 
í kringum allt sem er. Guðmundur Andri Thorsson rammar atburði og andrúm í skínandi fínu ljóði á Facebook.

12.mar. 2014 - 15:29

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur - fyrirlestur um elstu ævisögu íslenskrar alþýðukonu

Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur  heldur fyrirlestur sunnudaginn 16.mars kl. 14 á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju um Guðrúnu Ketilsdóttur. Hún fæddist árið 1759 og er saga hennar líklega elsta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu – vinnukonu frá 18.öld. 
10.mar. 2014 - 15:10 Björgvin G. Sigurðsson

Konungsmorð og Krónprinsessa - dramatík og dauðasyndir Hanne-Vibeke seljast vel

Hanne-Vibeke Holst hefur skrifað margar vinsælar bækur, síðast Iðrun sem gekk vel. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert er mest selda bókin í búðum Eymundsson þessa vikuna. Íslensk þýðing á bók eftir Hanne-Vibeke Holst, Konungsmorðið, kemur inn í fjórða sæti heildarlistans. Bókin er framhald hinnar vinsælu Krónprinsessu sem fjallar um dramatísk átök á vettvangi stjórnmálanna og er um margt fyrirmynd dönsku Hallarþáttanna. Konungsmorðið kom út í Danmörku fyrir 9 árum en kemur nú út í íslenskri þýðingu.