23. maí 2015 - 08:00

Eika og Eiríki lenti saman: Ekki sammála um Hryðjuverkamaður snýr heim

„Jæja, ertu þá loksins kominn aftur hingað uppeftir?“ sagði Eiki þar sem hann gekk fram á mig sitjandi á rafmagnskassa í Vesturberginu og horfa yfir blokkirnar.

 

Myndir: Pressphotos.biz

Hann var enn í fráreimuðum hermannaklossunum og rifna svarta leðurjakkanum, hafði lítið breyst þótt mér þætti hann raunar heldur ógreinilegur í framan. Skýrleiksvandinn lá þó líkast til heldur mín megin.

Við héldum að þú værir orðinn svo fínn með þig að þú kæmir ekki lengur hingað að heimsækja okkur, litlu ljótu villingana,

bætti hann við og kveikti sér í Camel filters.

Settist svo við hliðina á mér.
„Hvaða vitleysa,“ svaraði ég, færði mig til hliðar og hneppti tweet-jakkanum þéttar að mér. „Ég er ekkert fínn með mig,“ tautaði ég sármóðgaður.

„Jú, víst ertu það, einhvers konar uppskrúfaður prófessor vestur í bæ með gleraugu og þessa fáránlegu hipsterakollhúfu. Leiðir ekki hugann að okkur nema þegar þú þarft að troða okkur í einhverja hryðjuverkabók. Lætur okkur líta út eins og einhver dýragarðsbörn. Slærð svo bara um þig með gömlum géttósögum í fínu latte samkvæmunum þínum í miðbænum. Þú ert bara að nota okkur þér sjálfum til framdráttar. Sé ekki að þú sért neitt að hugsa um okkar hag.“

„Þetta er nú bara venjulegur sixpensari,“ sagði ég og tók ofan hattinn. „Og ég er ekkert að nota ykkur. Þessi bakgrunnur héðan úr Breiðholti er bara svona sögusvið, bara svona grundvöllur undir söguna. Bókin er ekkert um þig eða vini þína sko.“

„Um hvað er þetta þá?“

„Sko, sagan hefst á heimkomu Steingríms Vals Orrasonar í ársbyrjun 2008 ...“

„2008! Það er löngu eftir mína tíð. Hef heldur aldrei heyrt á hann minnst, þennan Steingrím Val,“ sagði Eiki og greip freklega frammí fyrir mér.

„Leyfðu mér þá að klára,“ sagði ég. „Valur – hann er alltaf bara kallaður Valur – hafði verið í einskonar útlegð erlendis eftir að hafa álpast í heldur óheppilegt hryðjuverk meðan á leiðtogafundinum í Höfða stóð haustið 1986.“

„Bíddu nú aðeins rólegur,“ sagði Eiki og greip aftur frammí fyrir mér, „hvernig álpast maður í óheppilegt hryðjuverk?“

„Ég tók nú bara svona til orða,“ sagði ég. „Þetta áttu nú frekar að vera einhvers konar mótmæli hans og félaga í Róttæknifélagi Íslands sem fóru úr böndunum en þeir voru undir áhrifum Rauðu herdeildanna í Þýskalandi.“

„Hvernig mótmæli?“

„Þú verður nú bara að lesa bókina til að komast að því,“ svaraði ég pirraður.

„Ég veit nú ekki hvort ég nenni því. En hvað, hvað svo?“

Jú, sjáðu til. Í kjölfarið á meintu hryðjuverkinu hafði Valur flúið land, falið sig á meðal róttæklinga í Berlin og svo flutt til Austur-Berlínar nokkru fyrir fall múrsins og stofnað þar fjölskyldu. Heima á Íslandi sátu vinirnir eftir og svo dóttir sem var komin undir en Valur vissi ekki af.

„Vissi ekki af?“

 „Nei, hann var þarna í einskonar útlegð, eftirlýstur maður og svona. Og barnsmóðirinn hér heima á Íslandi. Smá vesen sem er útskýrt betur í bókinni.“

„Ok, allt í fína, haltu áfram.“

Já, einmitt. Ástæða heimkomunar eftir tuttugu ár í útlegð er sko að dóttirin mun flækt í viðjar illskeyttrar glæpaklíku. Leikurinn berst um undirheima Reykjavíkur þar sem Valur þvælist óvart inn í innbrot, yfir í heim makráðugra fésýslumanna og aftur til Berlínar áður en haldið er út á land á Íslandi í aðdraganda hruns.

 

„Voðalegar vendingar eru þetta. Er þetta ekki full reyfarakennt? – Var það ekki það sem hann þarna bókmenntamaðurinn í Kiljunni sagði?“

„Jú, auðvitað er það reyfarakennt. Þetta er reyfari, allavega í aðra röndina. En sagan hverfist nú líka um samskipti feðgina sem kynnast við erfiðar aðstæður og ...“

„Þeir voru að segja það strákarnir hérna, að þetta væri nú allt saman um okkur, núna og í framtíðinni? Er það þá ekki rétt?“

„Sko, þetta kemur allt í ljós ef þú bara hættir að grípa frammí fyrir mér,“ sagði ég.

Sagan fjallar jú vissulega um ólík örlög æskuvina úr Breiðholtinu: einn er stjórnmálamaður, annar glæpon, þriðji fésýslumaður, sú fjórða embættismaður og svo útlaginn sjálfur, hinn meinti hryðjuverkamaður. Öll ólust þau upp á sama blettinum í Breiðholti. Sagan hleypur á milli nútíðar og endurlits úr fortíð þaðan sem ýmsar sögur eru sagðar. En þetta er samt alls ekki um þig og vini þín. Skiluðu það?

„Já, já, ég skil það alveg,“ sagði Eiki afundinn, „ég er enginn fáviti, veit bara ekki hvort ég trúi þér. Það er nú ekki alltaf alveg að marka þig. Er þetta ekki bara eitthvað sölutrix, til þess að fá mig til þess að kaupa bókina?“

„Kaupa bókina! umút þér um ekki keypt bækur eins og aðrir. ona raman thvað sölutrix, til þess að f hann þarna bentr tv“ át ég upp eftir honum og gerði mér upp hneykslan. „Eins og ég viti ekki þú myndir heldur hnupla henni.“

„Æi, voðalegir fordómar eru þetta í þér. Eins og við getum ekki keypt bækur eins og aðrir. En þessi stjórnmálafræði sem þú lærðir og ælir út út þér endalaust af hundleiðinlegu efni um. Er þessi bók ekki líka uppfull af einhverju svoleiðis?“

„Jú, jú, svona í bland. En sagan er samt fyrst og fremst drifin áfram af innri spennu Vals og samskiptunum við dóttur hans og vinina á Íslandi sem hann hittir eftir öll þessi ár og svo fjölskyldu hans og félaga úti í Berlín. Þetta er saga manns sem veit vart hvort hann kemur eða fer. Allt sem hann áður trúði er horfið. Sjónarhornið er manns sem hvarf úr landi rétt tvítugur á miðjum níunda áratugnum og kemur svo heim til Íslands tuttugu árum síðar á hátindi góðæris. Hvað er breytt? Hvað er eins?“

„Ég sé nú ekki stjórnmálafræðina í þessu.“

„Nei, þetta er auðvitað skáldsaga. En kannski má kalla það stjórnmálafræðilega skáldsögu, því það eru sögulegir atburðir sem ramma inn frásögnina; frá falli Berlínarmúrsins og fram að efnahagshruni Íslands. Inn í spilið fléttast semsé leiðtogafundurinn í Höfða, aðgerðir Rauðu herdeildanna í Þýskalandi, aðstæður í Austur-Berlín og hugsjónir óknyttakrakka í Breiðholti á níunda áratugnum.“

„Óknyttakrakka! Ertu að kalla okkur óknyttakrakka?“ hrópaði Eiki sem virtist hafa snöggreiðst.

Hann stökk niður af rafmagnskassanum og steytti framan í mig hnefann.

„Róaðu þig maður,“ sagði ég. „Taktu ekki öllu svona persónulega. Þú lætur eins og rithöfundur eftir vondan dóm, hangir bara á einu orði sem þér líkar ekki.“

„Þú ert bara svo óskýr með þetta. Geturðu ekki ákveðið þig um hvað þessi bók þín er? Ég er bara að biðja um smá útskýringu maður.“

„Voðalega ertu tregur,“ sagði ég, núna með kennararöddinni.

Sko, þetta er svona: Það eru þrír ásar í þessari sögu. Ég hafði áhuga á að segja sögu manns sem er klofinn milli tveggja heima í Kalda stríðinu og með því lýsa þjóðfélagsbreytingum á Íslandi. Í mínum huga er Valur kannski einhvers konar táknmynd Kalda stríðsins – Berlínarmúrinn gengur eiginlega þvert í gegnum hann. Annar þráðurinn er þjóðfélagsþróun Íslands fram að hruni. Þriðji þátturinn og kannski burður sögunnar eru samskipti feðgina og vinahópsins. Vinahópinn hugsa ég sem lýsingu á einkennum Íslands, þessu smáa samfélagi okkar þar sem allir þekkjast. Ég hafði í huga minn eigin uppvöxt í Breiðholti – okkar uppvöxt – hérna tengdust menn vinaböndum og fóru svo í ýmsar áttir. Í einni blokkinni bjuggu til að mynda félagar okkar sem létu til sín taka í þjóðfélaginu; annar varð útrásarvíkingur, hinn götukrimmi. Ég þekki þá enn í dag og þykir voða vænt um þá báða. Svona var Breiðholtið og svona er Ísland.

 „Ég er nú ekki alveg sannfærður,“ sagði Eiki, drap í sígarettunni og stikaði niður Vesturbergið.
16.ágú. 2017 - 13:18

Sæmundur gefur út unga og efnilega höfunda

Bókaútgáfan Sæmundur efndi til útgáfuteitis fyrir helgi í tilefnu útkomu tveggja bóka eftir tvo unga og upprennandi höfunda sem voru báðir að gefa út sína fyrstu bók. Teitið fór fram í bókaverslun Eymundssonar í Austurstræti. Þar mætti fjölmenni til að fagna með höfundunum tveimur sem lásu upp úr bókum sínum.

Jóhanna María Einarsdóttir og Björn Halldórsson eru bæði útgefnir rithöfundar sem hafa fengið verk sín birt í ýmsum miðlum. Nú á fimmtudaginn gáfu þau bæði út sína fyrstu bók. Ljósmyndarinn Jóhann A. Kristjánsson smellti nokkrum myndum af höfundunum og gestum.

24.jan. 2017 - 10:20 Kynning

Óhugnaður: Afhöggna fætur rekur á land

Lögreglan í Vestfold í Noregi stendur frammi fyrir óvenjulegri og óhugnanlegri gátu þegar afhöggna mannsfætur tekur að reka á land. Kannað er hvort þessi atburðir tengist mannshvörfum á svæðinu. Aldraðir menn og geðsjúk kona hafa horfið skyndilega. Vissu þau eitthvað sem þau máttu ekki vita?
21.des. 2016 - 08:29

Undarlegar og öðruvísi jólasögur eftir Eirík Brynjólfsson

Hvað gerir lítil, svöng og ísköld berfætt stelpa sem er að selja eldspýtur í hríðarbyl í Kaupmannahöfn á aðfangadag og gengur fram hjá uppljómuðu húsi þar sem allt er til sem hugurinn girnist? Og hvað gerir frelsarinn þegar litla stúlkan fær vonda hugmynd?
12.des. 2016 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja: Sigurjón Magnússon, höfundur Sonnettunnar, í viðtali

„Fjölmenningin er mjög fyrirferðarmikil í allri þjóðfélagsumræðu og við hljótum að velta því fyrir okkur hvert hún stefni, hvort hún sé ásættanleg í núverandi mynd. En margir hafa lýst efasemdum sínum um þetta, jafnvel sjálf Angela Merkel. Það er óneitanlega eitthvað mikið að þegar Evrópa stendur frammi fyrir því að trúarbrögð sem setja mark sitt á líf milljóna í álfunni þola ekki eðlilega umfjöllun án þess að menn stefni sér með því í hreinan voða.“

28.nóv. 2016 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Óskar Magnússon hefur skapað lögmanninn Stefán Bjarnason: „Gáfaðri og myndarlegri en ég“

„Ég er ekki að eltast við að vera fyndinn. Ég stoppa ekki og segi við sjálfan mig að nú verði ég að skrifa eitthvað fyndið. Þetta kemur meira af sjálfu sér og stundum strika ég fyndnina út. Smáatriðafyndni passar sérstaklega vel í smásögur og reyndar gætu sumir kaflarnir í bókinni staðið sem smásögur.“
28.nóv. 2016 - 11:18 Ágúst Borgþór Sverrisson

Litakassinn fræðir börnin um litina og umferðarljósin

Litakassinn er ný barnabók eftir Róbert Marvin. Litirnir í litakassanum fara á stjá. Áður en þeir vita af blandast þeir og upp spretta nýir og spennandi litir. Á sama tíma og börn kynnast litunum fræðast þau um umferðarljósin.
09.nóv. 2016 - 15:18

Raðmorðingi gengur laus í Reykjavík: Nýja Breiðholt birtir ískyggilega framtíðarsýn

Nýja Breiðholt er óvenjuleg spennusaga eftir Kristján Atla Ragnarsson sem gerist í ískyggilegri framtíð í Reykjavík þar sem nær allir innviðir eru hrundir og frumskógarlögmálið ræður ríkjum í samskiptum íbúanna.
05.nóv. 2016 - 19:02

Himnaríki er annað fólk: Sverrir Norland ræðir við sjálfan sig um nýja skáldsögu sína, Fyrir allra augum

Þriðjudagur, 1. nóvember 2016, og ég drösla mér á fætur miklu síðar en ég hafði hugsað mér. Veturinn er framundan og mig langar helst að leggjast í draumsælan dvala næstu mánuðina, ranka ekki við mér fyrr en trén taka aftur að blómgast næsta vor. En mín bíður verkefni, ótrúlega mikilvægt verkefni!
31.ágú. 2016 - 14:00 Kynning

Nýjar bækur: NORN!

Pabbi hefur eignast kærustu. Hún er með sítt hár, sítt, grænt og úfið hár. Og skemmdar tennur. Vörtur. Uppmjóan hatt. Það er brennisteinslykt af henni. Hún er NORN!
08.júl. 2016 - 09:50 Ágúst Borgþór Sverrisson

Glæpasagnahóf í Eymundsson á Skólavörðustíg í dag: Bókin „13 krimmar“ kynnt

Glæpasögur eru vinsæl lesning, ekki síst á sumrin. Í dag er öllum glæpasagnaunnendum boðið til veislu í Eymundsson Skólavörðustíg þegar kynnt verður bókin „13 krimmar“ en hún inniheldur glæpasmásögur eftir hóp höfunda sem hafa fengist töluvert við smásagnagerð undanfarin ár.
21.mar. 2016 - 14:30

Barnabókin sem fær börn til að sofna á nokkrum mínútum komin út á íslensku

Bók sem fær börn til að sofna er þarfaþing. Það kemur því ekki á óvart þó að slík bók, barnabókin Kanínan sem vill fara að sofa, hafi farið sigurför um heiminn. Höfundurinn er sænski sálfræðingurinn Carl-Johan Forssén. Bókin er sérhönnuð til hjálpa börnum að sofna fljótt og vel.
03.mar. 2016 - 12:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Fékk ekki starfslaun eftir útgáfu bókar sem núna hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bækur Elísabetar Jökulsdóttur og Guðbergs Bergssonar hafa verið tilnefndar af hálfu Íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bók Guðbergs er skáldsagan Þrír sneru aftur en bók Elísabetar er ljóðabókin Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsakletta.
01.mar. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Einar ósáttur við bók um Breivik: „Skil ekki alveg hvers vegna þarf að sýna fjöldamorðingja og drullusokk þann sóma“

„Ég skil ekki alveg hvers vegna þarf að sýna fjöldamorðingja og drullusokk þann sóma að skrifa um hann bók,“ skrifar Einar Kárason, rithöfundur, á Facebook-síðu sína í tilefni bókar norska rithöfundarins Åsne Seierstad um fjöldaborðingjann Breivik.
20.jan. 2016 - 11:00

Játning Karls Ágústs: Vil vita hvað ég sé fyrir mörgum öryrkjum

„Ég hef lifað af ritlist í um það bil 35 ár. Ég lagði það á mig að mennta mig sérstaklega í þessari grein og ná mér í meistaragráðu. Ég hef meira að segja kennt blásaklausum ungmennum þetta vafasama fag í rúm 15 ár í þremur þjóðlöndum og sumir af nemendum mínum hafa jafnvel náð athygli á ritvellinum, illu heilli eða góðu,“
14.jan. 2016 - 21:30

Mikael óhress

Mikael Torfason, rithöfundur, segir að úthluta eigi listamannalaunum á þann veg að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Sjálfur hlaut hann ekki náð fyrir nefndarinnar en aðalstjórn Rithöfundasambandsins eins og hún leggur sig fékk 12 mánaða starfslaun.
07.jan. 2016 - 16:03 -

Heimska: Eiríkur Örn Norðdahl skrifar um nánd og firrð í sýnileikaþjóðfélaginu í nýjustu skáldsögu sinni

Heimska, fimmta skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, er stutt og snörp en barmafull af hugmyndum og þráðum sem leiða djúpt inn í hjarta samtímans. Hrelliklám, játningaviðtöl rithöfunda í jólabókaflóðinu, og listaháskólaverkefni sem fanga athygli þjóðarinnar – allt þetta kemur fyrir í bókinni – en fyrst og fremst fjallar Heimska um sýnileika, það að vera stöðugt sjáanlegur og geta séð aðra, og það hvernig mannskepnan tekst á við tilvist í beinni útsendingu.
02.jan. 2016 - 13:36 Ágúst Borgþór Sverrisson

Auður Jónsdóttir ósátt við Fréttablaðið: „Ljótt gagnvart fjölskyldu minni“

Auður ásamt eiginmanni sínum, Þórarni Leifssyni. Auður Jónsdóttir rithöfundur en óánægð með þá tilhneigingu fjölmiðla að setja sjálfsævisögustimpil á nýjustu bók hennar, Stóra skjálfta, sem hún segir vera hreinræktaða skáldsögu. Í Fréttatímanum var gefið til kynna að höfundur lýsti reynslu sinni af flogaveiki í bókinni og í Fréttablaðinu er bókin sögð sjálfsævisöguleg.
20.des. 2015 - 21:00

Jólasaga Pressunnar 2015 er eftir Róbert Marvin

Fyrir síðustu jól tók Pressan upp þann sið að birta frumsamda jólasögu eftir íslenskan höfund skömmu fyrir jól. Okkur langar til að halda þessu áfram og að þessu sinni birtum við áhrifamikla jólasmásögu eftir rithöfundinn Robert Marvin. Hann hefur getið sér gott orð fyrir smásögur sínar en fyrr á árinu gaf hann einnig út skáldsöguna Konur húsvarðarins, sem er spennusaga. Smásagan sem hér fer á eftir, Gjöf handa mömmu, er í senn hjartnæm og vönduð saga sem heldur lesandanum föngnum. Hún birtist  upphaflega í smásagnasafninu Jólasögur sem kom út í haust og inniheldur jólasmásögur eftir ýmsa höfunda.
02.des. 2015 - 16:03 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Hilma hittir í mark

Hilma er fyrsta bók Óskars Guðmundssonar en það er svo sannarlega enginn byrjendabragur á þessari æsispennandi sögu, sem er hörkuvel skrifuð og spunnin af mikilli íþrótt og hugkvæmni.
29.nóv. 2015 - 15:00

Stefán Máni rífst við sjálfan sig: „Þú vilt ekki að hann verði fúll er það?“

Stefán hitti Mána til að rabba við hann um nýjasta verk hans Nautið. Nautið fer vel af stað og blekið var varla þornað þegar Stefán Máni hafði gert samning við Pegasus um að Nautið yrði að sjónvarpsseríu í leikstjórn Baldvins Z. Í lýsingu á verkinu segir meðal annars:
10.nóv. 2015 - 14:00

„Enginn vill láta kalla sig glæpamann:“ Rithöfundurinn Ágúst Borgþór í vandræðum

Ágúst Borgþór er kappsfullur blaðamaður, afkastamikill og hraðvirkur. Hann hefur það orð á sér að vera mjög óþolinmóður.
02.nóv. 2015 - 15:54 RaggaEiríks

Furðulegir atburðir: Ný barnabók Gerðar Kristnýjar fjallar um dularfullar dúkkur

Gerður Kristný hefur sent frá sér nýja barnabók. Hún heitir Dúkka og er spennandi og afar vel skrifuð saga um Kristínu Kötlu sem eignast dúkku sem er ekki eins blíð og góð og í upphafi mætti ætla.
01.nóv. 2015 - 13:00

Má bjóða þér að lesa kafla úr spennusögunni Inn í myrkrið?

Skáldsagan Inn í myrkrið hefur fengið góðar viðtökur og selst prýðilega. Sagan fjallar um venjulegan mann sem fer út af sporinu, leiðist í afbrot og fer að lifa tvöföldu lífi. Sagan fer rólega af stað en magnast eftir því sem á líður.
10.maí 2015 - 19:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Játaði á sig ofbeldi og uppskar útskúfun

Ofbeldi er margslungið. Margt af því ofbeldi sem við beitum hvert annað er þannig vaxið að það gerir illt vera að reyna að refsa fyrir það opinberlega, það er þess eðlis að aðrir eru ekki þess umkomnir að dæma og refsa fyrir það, ekki nema við viljum lifa í lögregluríki.
03.maí 2015 - 09:03

Jón Gnarr svarar fyrir sig: „Ekki ætlun mín að halla á Gunnar Jökul“

Jón Gnarr svarar að einhverju leyti gagnrýni sem Egill Helgason beindi að honum í dag fyrir að hafa sett trommuleikarann Gunnar Jökul Hákonarson í hóp bjánapoppara.  Forsaga málsins er grein sem Jón Gnarr birti í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins og hörð gagnrýni Egils Helgasonar á greinina á bloggsvæði Egils á Eyjunni.
02.maí 2015 - 22:48

Nýr og óþekktur höfundur að slá í gegn? Fjölmenni í útgáfuteiti HILMU

Spennusagan Hilma hefur vakið töluverða forvitni fólks og fengið frábærar viðtökur þeirra fáu sem enn hafa lesið hana en útgáfuteiti vegna bókarinnar var haldið síðastliðinn fimmtudag í Eymundsson Austurstræti. Útgáfuteitið var afar fjölmennt og mörg eintök seldust af bókinni á staðnum.
20.apr. 2015 - 16:30

HILMA verður bíómynd: Kvikmyndaréttur seldur að splunkunýrri íslenskri spennusögu

Þann 30. apríl næstkomandi kemur út hjá bókaforlaginu Draumsýn spennusagan HILMA eftir Óskar Guðmundsson. Kvikmyndafyrirtækið New Work ehf. sem framleiddi Falskur fugl eftir samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að HILMU.
13.apr. 2015 - 17:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hellisbúinn: Framúrskarandi spennusaga

Af og til lesum við fréttir af andláti fólks sem hefur verið látið í langan tíma á heimilum sínum án þess að nokkur hafi vitjað um það. Slík atvik vekja oft umræðu um einmanaleika í nútímasamfélagi og skort á umhyggju fyrir náunganum
07.apr. 2015 - 14:17

Ummæli Stefáns Mána um Þorgrím Þráinsson vekja gremju

Rithöfundurinn Stefán Máni, sem þessa dagana sendir frá sér ungmennabókina Nóttin langa, var í viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar segir hann meðal annars um unglinga og bóklestur: