Menningarpressan

29. mar. 2012 - 09:00

Tengdó – nýtt, sannsögulegt, íslenskt verk frumsýnt á Litla sviðinu í kvöld

Tengdó, nýtt íslenskt verk, verður frumsýnt á Litla sviðinu í kvöld, 29. mars, klukkan 20. Hér er ráðist í gerð heimildaleikhúss þar sem skyggnst verður í persónulega sögu listamannanna. 

Í forgrunni er áratugalöng leit „ástandsbarns“ að föður sínum og djúpstæð þörf hennar á að þekkja uppruna sinn en um leið er horft gagnrýnum augum á íslenskt samfélag þá og nú. 

Leikhópurinn CommonNonsense hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar sýningar sem ramba á barmi myndlistar og leikhúss. Þau hafa áður m.a. sett upp Hrærivélina, CommonNonsense og Forðist okkur. Hópnum hefur bæst liðsstyrkur með leikstjóranum Jóni Páli Eyjólfssyni.

Aðstandendur Höfundar: Valur Freyr Einarsson, Ilmur Stefánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson | Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson | Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir | Tónlist: Davíð Þór Jónsson

Leikarar: Leikhópurinn CommonNonsense30.sep. 2014 - 12:38

Jólagestir Björgvins haldnir í áttunda sinn

-Miðasalan hefst fimmtudaginn 23. október

Jólagestir Björgvins verða haldnir í áttunda sinn þann 13. desember næstkomandi í Laugardalshöllinni og að venju verður gestalistinn glæsilegur og umgjörðin tilkomumikil. Þessir einstöku jólastórtónleikar eru í hugum fjölmargra orðnir ómissandi hluti af jólahátíðinni, en þar stíga á stokk fjöldinn allur af framúrskarandi tónlistarmönnum.
26.sep. 2014 - 14:30

Vígalegustu tónleikar ársins um helgina: Rjóminn af íslensku þungarokkssenunni

Rokkhátíðin Rokkjötnar verður haldin í Vodafone-höllinni þann 27. september næstkomandi. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru nú í óða önn að koma öllu á hreint og í mörg horn er að líta. Hér gefur að líta rjómann sem flýtur ofan á íslensku þungarokkssenunni.
25.sep. 2014 - 18:55

Kenneth Máni stígur á svið: „Við erum kannski glæpamenn en við erum alla vega ekki óheiðarlegir“

Fimmtudaginn 25.september frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Kenneth Máni. Kenneth er góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í Fangavaktinni útskýrir lífið og tilveruna. Björn Thors fer á kostum í hlutverki Kenneth og er leikstjórn í höndum Berg Þórs Ingólfssonar. Verkið samdi Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors.
14.sep. 2014 - 18:00

Leikhúsgagnrýni: Lína Langsokkur – Fléttað og freknótt stelpuskott í Borgarleikhúsinu

Lína Langsokkur situr á stalli með allra heilögustu persónum bókmenntasögunnar. Á meðan sjálfur Hamlet spókar sig um á leiksviðum heimsins í ýmsum tilraunakenndum útgáfum þá þorir enginn að fikta mikið í Línu. Útstæðar fléttur og frísklegar freknur eru alltaf á sínum stað og ekki ólíklegt að margar mæður verði beðnar um að gera Línu-fléttur í dætur sínar í vetur.
14.sep. 2014 - 13:30

Miðasala hafin á Reykjavík Comedy Festival: Grínistar á heimsmælikvarða

Fremstu grínistar Íslands koma að sjálfsögðu til með að hita upp. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú haldin alþjóðleg grínhátíð, í samstarfi við Europe Comedy Fest. Um er að ræða algjöra veislu fyrir áhugafólk um uppistand og almennt grín, því á hátíðinni koma fram mörg þekkt andlit úr bransanum, m.a. Steven Merchant og Jim Breuer.

03.sep. 2014 - 16:02

Þau sóttu um stöðu Þjóðleikhússtjóra

Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust tíu umsóknir um stöðuna, frá þremur konum og sjö körlum.
03.sep. 2014 - 11:00

Ragga Gogga um lífið og listina: ,,Litirnir eru mín leið til að tjá mig"

Ragga Gogga á vinnustofu sinni ,,Öll list er andleg og kemur innan frá. Þetta snýst fyrst og fremst um að losa um tilfinningar.” Þetta segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir, einnig þekkt sem Ragga Gogga. Ragga hefur síðustu árin látið að sér kveða í myndlistarheiminum og bera verk hennar með sér dulúð og kraft og eru einkar litrík, rétt eins og listakonan sjálf. Tíu ár eru nú liðin frá hennar fyrstu myndlistarsýningu og er sú sjöunda framundan. Hún mun bera heitið Vinarþel og er tileinkuð fólkinu sem veitir henni hvað mestan innblástur og drifkraft. Blaðamaður Pressunar ræddi við Ragnheiði um lífið og listina.
03.sep. 2014 - 09:15

Viltu verða rithöfundur? Ágúst Borgþór kennir smásagnaskrif - „Gefandi að virkja sköpunargáfu annarra“

Ágúst Borgþór Sverrisson hefur um nokkurra ára skeið kennt fólki að skrifa smásögur á kvöldnámskeiðum. Næsta námskeið hans er í október í Endurmenntun Háskóla Íslands. Sjálfur hefur Ágúst Borgþór fengist við ritstörf í áratugi, blaðamennsku, auglýsingaskrif og þýðingar, auk þess að gefa út smásagnasöfn og skáldsögur.
30.ágú. 2014 - 10:30

Hvalfjarðardagar haldnir hátíðlegir í fimmta sinn

Guðjón Sigmundsson, oftast þekktur sem Gaui litli rekur skemmtilegt hernámsetur á Hlöðum í Hvalfirði. Þar má finna ýmsa muni úr seinni heimstyrjöldinni og er hér á ferð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
24.ágú. 2014 - 11:30

Kaffi og kveðskapur: Manst þú eftir Mokka? MYNDASYRPA

Það er eins og að stíga hálfa öld aftur í tímann að koma inn á kaffihúsið Mokka á Skólavörðustígnum. Hér hefur ekkert breyst í 56 ár.  Tekk innréttingar í anda sjöunda áratugarins, ilmur af kaffi og vöfflum og hlýlegt andrúmsloft. Maður getur nánast fundið fyrir nærveru allra þeirra fjölmörgu listamanna sem þar hafa setið í gegnum tíðina og fengið innblástur að ódauðlegum verkum.

08.ágú. 2014 - 12:25

Listasýning Mireyu: Verkin hvetja okkur til að tengjast okkur sjálfum

Laugardaginn 9. ágúst klukkan 15:00 opnar Mireya Samper sýningu í efri sölum Gerðarsafns í Kópavogi sem ber heitið Flæði. Á sýningunni eru innsetningar með tví-og þrívíðum verkum sem unnin voru á árunum 2013 og 2014.
31.júl. 2014 - 16:21

Nýtt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttir frumflutt á Heilsuhælinu í Hveragerði í kvöld

Nýtt verk eftir Elísabetu Jökulsdóttur skáldkonu verður flutt í kvöld á Heilsuhælinu í Hveragerði. Í stuttu viðtali sagði Elísabet að þetta væri um konu hlaðna sjúkdómum sem kæmi á Hælið til að skapa sér nýja framtíð því fortíðin væri á hælunum á henni. Leikurinn á sér stað á bökkum Varmár, maður og kona ganga sitt hvorumegin á bakkanum og týna ýmislegt uppúr ánni. Er þetta byggt á eigin reynslu Elísabet, spyr Blaðamaður.
31.júl. 2014 - 13:16

Saumaklúbbur slær til myndlistarsýningar

Samsýningin Innviðir hefur valdið mikla lukku en sýningin hefur staðið yfir í sýningarsalnum Íslensk Grafík í Hafnarhúsinu.  Alls eru það 13 listakonur sem koma að sýningunni og má segja að um frekar athyglisverðan listamannahóp sé að ræða, en konurnar eru saman í saumaklúbb og spratt hugmyndin að halda samsýninguna út frá því. Beta Gagga er ein af þeim sem stendur á bakvið Innvirði ásamt því að vera meðlimur af þessum listræna saumaklúbb, hún sagði okkur örlítið meira um sýninguna.

18.júl. 2014 - 14:30

Saga og Ugla fóru naktar saman í bað

 Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fóru á dögunum saman naktar í bað. Þær stöllur vita greinilega hvernig best er að koma sér á framfæri en í baðinu ræða þær um listina og hafa gaman af.


 

09.júl. 2014 - 15:00

Harry Potter snýr aftur: Ný smásaga eftir höfundinn JK Rowling

Harry Potter aðdáendur fá nú tækifæri til að skyggnast inn í framtíð galdrastráksins fræga, en JK Rowling hefur gefið út smásögu um endurfundi krakkanna úr  Hogwartsskólanum á heimsmeistaramóti Quidditch.
02.júl. 2014 - 13:30

UB40 með tónleika í Hörpu 19. september

Hljómsveitin UB40 hyggst heimsækja Ísland og halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 19. september en einungis um eina tónleika er að ræða. Í janúar 2014 tilkynntu meðlimir hljómsveitarinnar að þeir myndu koma saman á árinu til að taka upp nýja plötu og hefja tónleikaferð um heiminn með upprunalegri skipan hljómsveitarinnar. Eru þessi tíðindi mikið fagnaðarefni fyrir aðdáendur sveitarinnar sem var ein sú vinsælasta í heimi á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda.
24.jún. 2014 - 15:15

Andrés Þór leggur af stað í tónleikaferðalag í tilefni af nýju plötunni Nordic quartet

Gítarleikarinn Andrés Þór þykir einn af fremstu jazzgítaristum hérlendis af sinni kynslóð og hefur hann fengið góðar umfjallanir víðsvegar um plötur sínar og tónleika. Einnig hefur hann reglulega verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar og tónsmíðar og var Andrés nýlega útnefndur bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarið verið að leiða norrænan kvartett og gaf Andrés nýlega út diskinn „Nordic quartet”.

20.jún. 2014 - 18:37

Myndir dagsins: Batman í Eden

Myndir dagsins að þessu sinni eru af myndlistarmanninum Örvari Árdal og verkum hans en Örvar hefur skapað ævintýraheim á rústunum af Eden í Hveragerði. Örvar er fæddur árið 1974 á Ísafirði en hefur verið búsettur í Hveragerði um árabil. Örvar nam við myndmenntaskóla Íslands árin 1987 til 1991. Hann hefur staðið fyrir fjórtán einkasýningum og hafa verk hans vakið nokkra athygli.
12.jún. 2014 - 00:00

Jazzskipið varpar akkeri á Jómfrúnni

Nicki Parrott syngur og slær bassann. Sérstakir aukatónleikar verða í sumartónleikaröð Jómfrúarinnar fimmtudaginn 12. júní kl. 16-18. Fínir tónlistarmenn af jazz-skemmtiferðaskipinu Crystal Symphony bregða sér í land og skemmta sjófarendum og landkröbbum.
11.jún. 2014 - 10:00

Bókmenntir á Kótelettu - Sunnlenska bókakaffið og Bókabæir austanfjalls standa að

Bókamessa við upphaf Kótelettu 2014. Fjórir rithöfundar kynna splunkunýjar bækur sínar við upphaf Kótelettu sem er bæjarhátíð á Selfossi um komandi helgi. Þeir sem lesa eru Ari Jóhannesson, Óttar Guðmundsson, Guðmundur Brynjólfsson og Bjarni Harðarson. Kynningin fer fram í Bókakaffinu á Austurvegi 22, fimmtudagskvöldið 12. júní og hefst klukkan 20:30. Húsið verður opnað klukkan 20.
11.jún. 2014 - 00:00

Þrjár nýjar smásögur gefnar út á Íslandi og í Brasilíu - Tvímálaforlagið Sagarana gefur út

Þrjár nýjar smásögur um óravíddir djammsins í Reykjavík, Kaupmannahöfn stríðsáranna frá sjónarhóli íslensks barns og dularfullt mannshvarf á grískri eyju koma út föstudaginn 13. júní. Allar bækurnar eru, auk þess að vera gefnar út á íslensku, þýddar á portúgölsku fyrir Brasilíumarkað og verður ein þeirra kynnt strax á föstudaginn sem tvímálaútgáfa.
10.jún. 2014 - 12:49

Trio Danois leikur í Borgarneskirkju laugardaginn 14. júní kl. 16.00

Trio Danois er nýtt tríó, skipað hornleikaranum Pernille Karlslev og píanistunum Morten Fagerli og Jónínu Ernu Arnardóttur, það var stofnað 2013 og mun á árinu 2014 halda tónleika í Noregi, Danmörku, Færeyjum og Eystrasaltslöndunum. 
09.jún. 2014 - 10:57 Björgvin G. Sigurðsson

Myrkari og magnaðri Mad men snúa aftur

Mad men eru án efa með því allra besta sem hefur verið framleitt fyrir sjónvarp. Fyrirtaks vel gerðir fanga þeir tíðarandann og deigluna á þessum áratug byltinga, blóma og blóðshúthellinga í Víetnam. Vonir og væntingar eftirstríðsáranna, með allri þeirri fordæmalausu velmegun sem þeim fylgdu, verða að litluu þegar upp er staðið. Kennedy bræðurnir og King myrtir og Nixon kominn í Hvíta húsið.
08.jún. 2014 - 10:30

Hrói Höttur – splunkunýtt leikrit með þekktum stjörnum úr ævintýraskóginum

Leikhópurinn Lotta fer á kostum í uppsetningu á Hróa hetti. Fjórar stjörnur segir Bryndís. Ég fór börnin mín á sýninguna, 6, 9 og 11 ára og þau voru öll alveg himinlifandi. Þegar við ókum heim á leið spunnust upp fjörlegar umræður okkar á milli sem enduðu einhverra hluta vegna á þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekkert skrýtið þó einhver ætti jafnvel þrjár mömmur. Ég hefði ekki viljað fara á mis við þessar umræður. Bryndís Loftsdóttir leikrýnir Hróa hött í meðförum Lottu.
07.jún. 2014 - 15:09

Lögin sem skilgreindu árin frá 1960 til aldamóta- Frá Bítlum til Madonnu

Tónlistin rammar inn tíðarandann og stemninguna á hverjum tíma. Lögin sem fanga taktinn í mannlífinu og skilgreina hann lifa með okkur árum saman enda ekkert sem rifjar upp liðna tíð einsog tindasmellir hvers tíma. Allt frá Bítlum og Stones til Madonnu, Oasis, Jacksons, U2 og Nirvana. Hér eru lögin tíu sem skilgreindu áratugina frá 1960-1990 og þar er margan gullmolann að finna:
06.jún. 2014 - 08:57

Draugabanarnir 30 ára - aftur í bíó vestra

Ghostbusters er ein vinsælasta bíómynd níunda áratugarins og var frumsýnd 8. júní 1984. Þeir Bill Murray og Dan Akroyd fóru á kostum í þessari frumlegu gamanmynd þar sem þeir glímdu við draugaplágu mikla í New York. Kapparnir léku hámenntaða vísindamenn sem hafði ekki orðið ágengt á ferlinum en fundu nú réttu hilluna.
05.jún. 2014 - 08:54 Björgvin G. Sigurðsson

Málverk af Emil Jónssyni afhjúpaði í Þinghúsinu - var forseti þings og forsætisráðherra

Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, og fjölskylda Emils við afhjúpun verksins. Í gær, þriðjudaginn 3. júní, afhjúpaði forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, málverk af Emil Jónssyni, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis, að viðstaddri fjölskyldu Emils, alþingismönnum, fyrrverandi forsetum Alþingis og fleiri gestum. Að lokinni afhjúpun málverksins flutti Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur erindi um stjórnmálaferil Emils Jónssonar.
05.jún. 2014 - 08:44

Ný lög frá Sister Sister - systurnar frá Akureyri stefna á plötu fljótlega

Systurnar frá Akureyri í Sister Sister. Systurnar Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke sem mynda hljómsveitina Sister Sister, settu inn tvö ný lög á Youtube síðuna sína nýverið. Hljómsveitin, sem hefur verið starfrækt síðan 2013, hefur átt góðu gengi að fagna síðan myndband hljómsveitarinnar við lagið Desire fór í loftið. Hér eru nýju lögin.
04.jún. 2014 - 08:34

Frá Candle in the wind til Mull of Kintyre - Mest seldu lögin í Bretlandi frá 1970

Elton slær allt út með Candle in the wind. Breski smáskífulistinn hefur um áratugaskeið verið farvegur helstu deiglu dægurtónlistar í heiminum. Lengi vel áttu Paul McCartney og Wings lang mest selda lagið í sögu breska smáskífulistans, Mull of Kintyre. Lagið seldist í 2 milljónum eintaka og 50 þúsund betur. Þá kom Band-aid með Do they know its Christmas og sló allt út allt þar til Elton John endurvann Candle in the Wind til minningar um Díönu prinsessu:
03.jún. 2014 - 14:47

I Walk the line - Besta country lagið að mati Rolling Stone

Cash upp á sitt besta en hann er einn af vinsælustu tónlistarmönnum allra tíma. I Walk the line með Johnny Cash er besta country lag allra tíma samkvæmt úttekt og kosningu Rolling Stone tímaritsins. Listinn nær yfir marga sígilda country smelli en á toppnum trónir með yfirburðum maðurinn í svörtu Johnny Cash með lagið magnaða I Walk the line.
03.jún. 2014 - 09:54

Fjórar nýjar frá Forlaginu; Uppreisn - Piparkökuhúsið - Mamma segir - Heilbrigði trjáa

Bókaútgáfan stendur í blóma þó sumar sé. Fjórar nýjar bækur bættust í bókaflóruna frá Forlaginu.Í Uppreisn eftir Jakob Ejersbo fléttast saman margar sögur sem eiga sér þó sameiginlegan, sáran undirtón. Sofie er hálfdönsk og hálfgrænlensk en hún hafnar eftir ævintýralegum krókaleiðum í Afríku.
02.jún. 2014 - 10:35 Björgvin G. Sigurðsson

Stephen Fry stelur senunni í 24 - Jack snýr aftur með tilþrifum

Þættirnir gefa fyrri seríum ekkert eftir nema síður væri og dúkka upp bæði nýjar persónur og eldri en óhætt er að segja að senuþjófurinn sé sá breski snillingur Stephen Fry í hlutverki forsætisráðherra Bretlands. Sýnishorn úr nýju röðinn og viðtal við Kiefer.
01.jún. 2014 - 15:55

Birgitta ræddi um tjáningarfrelsi og stjórnskrá í Svíþjóð: „Lýðræðið er orðið að kerfisvillu sem kallar á nýtt kerfi“

Erindi sem Birgitta Jónsdóttir, þingkona og skáld, flutti á menningarsetrinu Teatermaskinen  í Riddarhyttan í Svíþjóð nú fyrir helgi vakti athygli. Birgittu var boðið til landsins meðal annars til að fjalla um hvernig gæti orðið umhorfs á Íslandi ef dreginn yrði raunverulegur lærdómur af hruninu. Þá kom hún einnig inn á tjáningarfrelsið og fjölmiðlaumhverfið í heiminum.
01.jún. 2014 - 14:25

Hliðstæður og Reykjavík, bær, bygging - tvær nýjar sýningar á Kjarvalsstöðum

Eitt verka Louisu Matthíasdóttur. Tvær nýjar sýningar á Kjarvalsstöðum Hliðstæður og Reykjavík, bær, bygging. Á þeirri síðarnefndu má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur valið Reykjavíkurljóð eftir 10 skáld frá árunum 1931-2013 til að ljóðskreyta sýninguna.
31.maí 2014 - 09:41

Skandalar sem skuku samfélagið - Tíu stærstu stjórnmálahneykslin

Iran-Contra var eitt stærsta hneyksli stjórnmálasögunnar, þá lenti Ronald Reagan bandaríkjaforseti í kröppum dansi. Í tilefni kosninganna til sveitarstjórna er upplagt að rifja upp stærstu hneykslin í bandarískri stjórnmálasögu. Ekkert veldur öðrum eins straumhvörfum og jafn hratt og hressilegur skandall. Nixon, Monica, Ellsberg og Iran-Contra. Skandalarnir í kringum þau skuku samfélagið. Hér eru tíu stærstu hneykslin:
30.maí 2014 - 22:56

Ævintýri íslensku listakonunnar Mireyu í Svíþjóð: „Þessi maður vildi ólmur hjálpa mér“

,,Þarna vorum við bæði „mállaus“ í Svíþjóð, því ekki tala ég sænsku, að vinna að sama markmiði,“ segir myndlistarkonan Mireya Samper sem stödd er í Riddarhyttan í Svíþjóð. Mireya var beðin um að vinna verk í Svíþjóð og þar lenti hún í skemmtilegu ævintýri.
30.maí 2014 - 07:52

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen – Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen eða Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins, er nokkuð sérstakur listviðburður.  Ragnar Kjartansson útfærir risavaxnar sviðsmyndir innblásnar úr Heimsljósi Halldórs Laxness á stóra sviði Borgarleikhússins og fær Kjartan Sveinsson, fyrrum hljómsveitarmeðlim í Sigur Rós,  í lið með sér til að semja tónlistina.
29.maí 2014 - 14:00

Kristian Guttesen: Í landi hinna ófleygu fugla

Í tilefni af fertugsafmæli höfundar og 19 ára skáldaafmælis kemur ljóðabókin Í landi hinna ófleygu fugla eftir Kristian Guttesen út þann 29. maí 2014. Bókin er áttunda frumorta ljóðabók höfundar, en Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995.
29.maí 2014 - 10:53

Að eilífu Queen - ný skífa með áður óútgefnu efni

Breska sveitin Queen er ein af vinsælli sveitum sögunnar. Til dæmis er safnplatan af fyrri hluta ferils þeirra mest selda platan í breskri sögu og sú eina sem hefur selst í meira en 6 milljónum eintaka. Nú er von á nýrri plötu frá þeim, tveimur áratugum eftir að sá magnaði söngvari Queen, Freddie Mercury, lést. Á skífunni verða meðal annars verða áður óútgefin lög með Mercury.
29.maí 2014 - 10:35

Svipmynd af JFK - fæddist þennan dag árið 1917

Glæsimennið Kennedy var fyrirtaks ræðumaður og barðist fyrir miklum mannréttindabótum á bandarísku samfélagi. John F. var frjálslyndur velferðarsinni sem áorkaði miklu á 1000 dögum í Hvíta húsinu. Hér er stutt svipmynd af JFK, afmælisbarni dagsins:
28.maí 2014 - 08:37

Leikhópurinn Lotta frumsýnir Hróa Hött

Söguna um Hróa hött þekkja flestir en í útgáfu Leikhópsins Lottu fléttast ævintýrið um Þyrnirós inn í atburðarrásina og úr verður einstaklega fjörugt og skemmtilegt verk. Alls eru sex leikarar í sýningunni sem skipta á milli sín 12 hlutverkum. Þá er flutt lifandi tónlist, söngur og dans og því nóg um að vera. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum og er hann enginn annar en Vignir Rafn Valþórsson en hann vakti mikla athygli í vetur fyrir uppsetningar sínar í Borgarleikhúsinu, Refinn og Bláskjá.
28.maí 2014 - 08:29

Beethoven, sveifla og Ási í Bæ á stofutónleikum sumarsins 2014

Fjöldi tónlistarmanna hefur síðan komið fram í stofunni en allt frá því að hjónin Halldór Laxness og Auður Sveinsdóttir hófu búskap á Gljúfrasteini árið 1945 hefur stofan verið vettvangur fyrir tónlistarmenn innlenda sem erlendra og þjónað hlutverki eins konar menningarstofnunar í Mosfellsdalnum.
27.maí 2014 - 14:15

Naktir stjórnmálamenn í Tjarnarbíó? Hin hliðin á íslenskum stjórnmálamönnum

Ásgeir Ásgeirsson gjarnan kallaður geirix hefur vakið mikla athygli fyrir fréttamyndir sínar. / Mynd af Ásgeiri tók Spessi Á sýningunni Á nærfötunum: Hin hliðin á íslenskum stjórnmálamönnum, sem samanstendur af ljósmyndum Ásgeirs „Geirix“ Ásgeirssonar eru íslenskir stjórnmálamenn sýndir í öðru ljósi, þar sem húmorinn kemur í stað alvarleika stjórnmálanna. Þá hefur heyrst að nokkrir frambjóðendur fyrir borgarstjórnakosningarnar hafi verið myndaðir naktir og myndir af þeim verði á sýningunni en það hefur þó ekki fengist staðfest.
27.maí 2014 - 11:38

Bjössi Thor og Bítlarnir

Björn Thoroddsen gítarleikari er af mörgum talinn einn af betri gítarleikurum samtímans. Hann gaf nýlega út disk sem hann kallar Bjössi Thor og bítlarnir þar sem hann flytur bítlalögin, aleinn og óstuddur. Diskurinn hefur fengið lof gagnrýnenda jafnt innanlands sem og erlendis. 
27.maí 2014 - 08:24

Hringiða - margmiðlunarsýning frumsýnd í Listasafni Árnesinga

Hringiða er margmiðlunarinnsetning þar sem hljóð og mynd hreyfa við hugmyndum um landamæri eða mörk, raunveruleg og ímynduð. Fræðilega fjallar hún um mörk sem eru afleiðing ímynda sem ekki eru sýnileg. Þannig getur sýningin hreyft við ómeðvituðum minningum og vísað í ástand milli þess segjanlega og hins ósegjanlega.
26.maí 2014 - 16:00

Mad men - 7. röðin í loftið - bestu atriðin

Mad men eru án efa með því besta sem hefur verið framleitt fyrir sjónvarpið. Þessir vinsælu og marg verðlaunuðu þættir hefja göngu sína aftur um mánaðarmótin þegar 7. og næst síðasta röðin fer í loftið. Stöð 2 hefur sýnt þessa snilldarþætti og gerir áfram.

Lokin í sögunni af Don Draper og auglýsingaheiminum í New York á sjöunda áratugnum nálgast nú lokin og margir sem bíða spenntir afdrifa þessa snjalla og litríka auglýsingamanns.

Hér er stikla fyrir nýju röðina og brot af því besta:

26.maí 2014 - 08:27

Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra - ný íslensk orgeltónlist

Lára Bryndís Eggertsdóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við tónlistarverkefnið Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra. Í leit sinni að nýrri íslenskri orgeltónlist fannst henni afraksturinn ekki í samræmi við þann fjölda frábærra tónskálda sem landið hefur alið af sér.
25.maí 2014 - 10:26

Hot Eskimos á Kex

Á meðal höfunda og hljómsveita sem koma við á efnisskrá tríósins eru  Ásgeir Trausti, Paul McCartney, Stevie Wonder, Nýdönsk, Of Monsters and Men og Arnþór Helgason  Heitu Eskimóarnir hafa  sjaldan verið í jafngóðum gír.
25.maí 2014 - 07:00

Tíu bestu bíómyndir allra tíma

Hér rekur hvert meistaraverkið annað, þó endalaust megi deila um slíkar samantektir, enda er það meðal annars skemmtanagildi þeirra. Á hverfanda hveli, Pulp fiction, Star Wars, Psycho og Guðfaðirinn. Allt rómaðir stórsmellir sem tilheyra hópi sígildra kvikmynda. Listann er gaman að máta við sínar eigin uppáhaldasmyndir.
23.maí 2014 - 08:33

Stjörnurnar á HM - sex bækur frá Sögu um leikinn fallega

Viðfangsefni bókanna eru Brasilíumaðurinn Neymar og brasilíska landsliðið, hinn róstusami Mario Balotelli og ítalska landsliðið, Luis Suárez og úrúgvæska landsliðið, Lionel Messi og argentínska liðið og Cristiano Ronaldo og það portúgalska. Síðastnefndu bækurnar tvær eru endurútgáfur bóka sem Sögur sendi frá sér fyrir tveim árum, en hafa verið uppfærðar mjög rækilega og bætt inn miklu efni um landslið Argentínu og Portúgals. Sjötta bókin er yfirlit yfir 30 helstu stjörnurnar sem skína munu skært á HM. Ferill þeirra er rakinn í stuttu máli, og nefndir kostir og gallar við hverja um sig.