Menningarpressan

21. júl. 2012 - 21:32

Skytturnar og það besta sem Norðurland hefur gefið frá sér í Hip-Hop heiminum.

Með fyrstu hljómsveitum sem létu á sér kræla í íslensku Hip Hopi voru Skytturnar frá Akureyri. Þær voru frumkvöðlar í að senda frá sér efni, þær gáfu út kynningardiskinn SP 2001 sem innhélt meðal annars slagarann "ég geri það sem ég vil".

Árið 2003 kom svo út breiðskífan Íllgresið sem fékk frábæra dóma hjá gagnrýnendum og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Skytturnar stíga á stokk föstudags kvöldið um verlsó í Sjallanum með nýtt efni í bland við gamalt og lofa miklu glensi og þó nokkuð af gamani.

Skytturnar taka með sér uppalinn norðlending sem kallar sig MC Gauti og Konna Conga sem er sjóðheitur þessa dagana.

Það styttist í hátíðina Ein með öllu á Akureyri og hér er myndband til að hita sig upp fyrir Verslunarmannahelgina.

23.apr. 2014 - 12:00

Vinsælustu lögin af mest seldu plötunum: Queen - Abba - Bítlar - Adele - Oasis

Listann yfir mest seldu plötur allra tíma í Bretlandi fylla verk sem eru alþekkt og innihalda margan tindasmellinn. Hér eru nokkur lög af þessum metsöluskífum sem hafa mörg hver lifað á öldum ljósvakans áratugum saman og flokkast meðal sígildra verka tónlistarinnar.
23.apr. 2014 - 08:01

Safnplata Queen fyrst til að seljast í 6 milljónum eintaka í Bretlandi

Safnplatan Queen Greatest hits náði þeim áfanga fyrir nokkrum dögum að fara fyrst allra breiðskífna yfir 6 milljóna múrinn í Bretlandi. Það merkir að á þeim 33 árum sem platan kom út er hún til á meira en fjórða hverju heimili í landinu. Glænýr listi yfir 40 mest seldu plötur allra tíma í Bretlandi.
22.apr. 2014 - 11:30

Tónleikar í röðinni „Tónsnillingar morgundagsins“ í Hörpu

Kristján og Hafdís hita upp í Hörpunni. Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Tónsnillingar morgundagsins verða í Kaldalóni Hörpu kl. 20.00 sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl. Þar koma fram Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari.
22.apr. 2014 - 09:25

Raggi Bjarna daðrar við leiklistargyðjuna

Raggi Bjarna kallar ekki allt ömmu sína, enda engin ástæða til. Þær eru eflaust nokkar ömmurnar þarna úti, ef ekki langömmurnar sem hafa dillað sér við ljúfa tóna Ragga í gegnum tíðina. Nú hefur hann hinsvegar sést sigla á ný mið og daðrar nú við leiklistargyðjuna.
22.apr. 2014 - 08:30

Mörður og Njála - Bjarni Harðarson vinnur að skáldsögu um Mörð

Mörður Valgarðsson og bók bókanna á Íslandi. Bjarni Harðarson bóksali mun á félagsfundi Ættfræðifélagsins, fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, fjalla um Mörð Valgarðsson, þessa illræmdustu persónu í Njálssögu, sem Íslendingar hafa nú kosið vinsælustu bók sína. Fyrirlesturinn kallar hann Ættarerjur, Mörður Valgarðsson og forleikurinn að Njálu.
22.apr. 2014 - 08:13

Stúdíó hljómur - Eflum íslenskt tónlistarlíf - tónleikaröð og hljómsveitakeppni

Stúdíó Hljómur kynnir á ný tónleikaröðina/hljómsveitakeppnina, Eflum íslenskt tónlistarlíf, sem hefur átt fylgi að fagna meðal íslenskra hljómsveita síðan hún hófst vorið 2013. Dagana 24. og 25. apríl er haldið áfram með tónleikaröðin/hljómsveitakeppnin þar sem frá var horfið á Hressó og Gamla Gauknum.
21.apr. 2014 - 10:47 Björgvin G. Sigurðsson

Amerísk fegurð - ný 4 laga skífa frá Springsteen - rammpólitískt rokk í hæsta klassa

American beauty er ný fjögurra laga EP skífa, 12", sem Bruce Springsteen sendi frá sér um helgina á Degi plötubúðarinnar. Platan kemur einungis út á vinyl í takmörkuðu upplagi, 7,500 stykkjum. Stafræn útgáfa til niðurhals kemur í kjölfarið þann 22. apríl. Amerískt úrvalsrokk af bestu gerð.
20.apr. 2014 - 11:43 Björgvin G. Sigurðsson

Trúin í tónlist U2 - Tilurð Achtung baby

Myndin er með þeim betri á þessum vettvangi. Segir nánast með ljóðrænum hætti sögu sveitar og verks og er ógleymanlegt atriðið úr hljóðverinu í Berlín þegar Bono dettur niður á One..Hinsvegar er það endurflutningur á þáttum Guðna Rúnars Agnarssonar frá 2007, Áfram gakk, um trúarlegan bakgrunn margra texta U2. Guðni rekur í þessum fínu þáttum trúarlegt inntak margra texta U2 og þann rauða þráð sem kristnin er í verkum þeirra félaga.
20.apr. 2014 - 11:12

Aldrei fór ég suður - hörku rokk á heimsmælikvarða - Gúanó stelpan hans Mugisons

Mugsion fer mikinn á Aldrei fór ég suður. Hátíðin í ár var engin undantekning. Hörku rokk á heimsmælikvarða þar sem hvert úrvalsbandið rak annað. Rás 2 útvarpaði herlegheitunum og á mikinn sóma skilinn fyrir að veita veislunni til allra þeirra sem ekki komast en vilja njóta þess sem fram fer á sviðinu fyrir vestan þessi tvö kvöld fyrir páska.
19.apr. 2014 - 10:29 Björgvin G. Sigurðsson

Wish you were here - tíu bestu lög Pink Floyd

Listinn sem hér fer á eftir er settur saman með tilliti til þess hvaða lög eru höfð í hvað mestum hávegum af aðdáendum sveitarinnar í bland við sölu og vinsældir einstakra laga. Hér rekur hvert meistarastykkið annað og enginn efi á því að lögin á toppi listans eru meðal helstu demanta tónlistarsögunnar.
18.apr. 2014 - 11:04

Hamlet litli – Leikhús í sinni bestu mynd

Þetta er leikhús í sinni bestu mynd, óaðfinnanlegur leikur, sterkt handrit, góð leikstjórn og tæknivinna til fyrirmyndar. Sýningin er glæsileg, fyndin og forvitnileg, og höfðar jafnt til foreldra sem barna. Bryndís Loftsdóttir gagnrýnir Litli Hamlet.
18.apr. 2014 - 10:55

Píslarsagan, Passíusálmarnir og pílagrímagöngur - Guðspjall dagsins

Í dag verða píslarsagan og Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesin í kirkjum um allt land. Víða eru sálmarnir lesnir í heild sinni, svo sem í Hallgrímskirkju í Reykjavík og Kirkjuselinu í Fellabæ. Í Hafnarfjarðarkirkju verða Passíusálmar sungnir við upprunaleg lög og í Grafarvogskirkju flytja Megas, Magga Stína og félagar síðasta hluta Passíusálmanna. Guðsþjónustur og helgistundir eru víða um land.
17.apr. 2014 - 10:13

Þjóðsögur Jóns Árnasonar áfram á toppnum - Hamskiptin nr. 2

Nýja útgáfan af Þjóðsögum Jóns Árnasonar hefur slegið hressilega í gegn og er áfram í fyrsta sæti sölulista Eymundsson verslananna.  Hún  kemur örugglega uppúr mörgum fermingarpökkun í ár enda sérstaklega vönduð og vegleg útgáfa í alla staði sem gæðir þessar sígildu sögur nýju lífi fyrir næstu kynslóðir Íslendinga.
17.apr. 2014 - 10:01

Kuggur og Maxímús - 3 nýjar barnabækur frá Forlaginu

Kuggur í ferðaflækjum og Kuggur fer á listahátíð eru tvær nýja bækur um Kugg og eru þettta 11.og 12. bókin um Kugg. Maxímús Músíkús kætist í kór er ný bók um músina tónelsku. Þar segir frá því að þegar berin fara að vaxa á trjánum saknar Maxímús Músíkús heimahaganna og aftur upp í sveit í almennilegan berjamó.
17.apr. 2014 - 09:05

Jón Gunnar: „Er Leonardo DiCaprio á leið til landsins?"

,,Ástandið var orðið svoleiðis að fólk var alveg komið í hringi á kommentakerfunum og sumir hverjir farnir að undirbúa sig fyrir komu sjálfs Leonardo DiCaprio í stað hins raunverulega Jordan Belford. Heimsendir nálgaðist því óðfluga” segir Jón Gunnar Geirdal sem getur ekki annað en brosað yfir múgæsingnum sem skapaðist í kjölfar tilkynningar um komu fyrirlesarans Jordan Belford.
16.apr. 2014 - 13:58 Björgvin G. Sigurðsson

Peggy Olson - Konan í vígi karlanna - Moss um Mad men

Elisabeth Moss leikur Peggy í Mad men og gerir það sérlega vel. Ein skærasta stjarna þáttanna sem hafa verið hlaðnir verðlaunum á síðustu árum.

Elisabeth Moss er ein af skærustu stjörnum Mad men þáttanna í hlutverki Peggy Olson. Sumpart sjáum við heiminn með augum Peggy í þáttunum, en þeir hefjast á því að hún kemur til starfa hjá Sterling-Cooper og kynnist þessu rammgerðasta vígi karlanna sem finnst. Peggy vinnur sig hratt og nokkuð óvænt upp og er eina konan sem kemst úr stöðu ritara í starf sem auglýsingahönnuður á löngu tímabili, enda hlutverk kynjanna afar niðurnegld i veröld auglýsinganna á Madeson avenue.

16.apr. 2014 - 09:40

Nýtt myndband frá Hjaltalín - Letter to - byggt á myndefni úr Á tali hjá Hemma Gunn

Hljómsveitin Hjaltalín hefur sent frá sér nýtt myndband. Um er ræða myndband við lagið Letter To [...] af plötunni Enter 4, í leikstjórn Magnúsar Leifssonar. Um kvikmyndatöku sá Árni Filippusson og klipping var í höndum bræðranna Guðlaugs Andra og Sigurðar Eyþórssona. Þetta er annað myndbandið sem Magnús gerir fyrir Hjaltalín, en hitt myndbandið var við lagið Myself.
16.apr. 2014 - 09:20

Emil í Kattholti snýr aftur - Sýndur í Freyvangi um páskana

Sænski óknyttadrengurinn úr Smálöndunum með gullhjartað Emil Svenson er kominn aftur og verður í fullu fjöri í Freyvangi um páskana. Þar sem sýningum var hætt í janúar fyrir fullu húsi var ákveðið að taka sýninguna upp aftur og sýna 5 sinnum dagana 16., 17. og 19. apríl. Þeir sem ekki sáu Emil í Kattholti í vetur fá nú annað tækifæri til að sjá stórgóða uppfærslu á sígildri sögu Astrid Lindgren.

15.apr. 2014 - 11:50

Íslensk erfðagreining leitar að listageninu

Halldór Halldórsson, Halldór Laxness og Auður Jónsdóttir. „Með þessu bréfi viljum við bjóða þér þátttöku í rannsókn á erfðum listhneigðar,“ segir í bréfi Íslenskrar erfðagreiningar til listamannsins  Úlfs Eldjárns sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni.  Rannsóknin er unnin af Íslenskri erfðagreiningu en þáttökuboð var sent á 4500 einstaklinga sem ástunda skapandi greinar á sviði tónlistar, danslistar, myndlistar, leiklistar, skáklistar eða bókmennta. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvort listhneigð gangi í erfðir.

15.apr. 2014 - 10:53

Söngur hrafnanna - nýtt útvarpsleikrit frumflutt á páskadag

Svartar fjaðrir. Davíð með hrafninn. Raddir fortíðar leika um loftið í húsi við Bjarkarstíg á Akureyri. Þetta er hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús sem hefur staðið óbreytt í hálfa öld. Árni Kristjánsson píanóleikari og Páll Ísólfsson tónskáld heimsækja Davíð til að fagna Gullna hliðinu, nýskrifuðu leikriti eftir skáldið.
15.apr. 2014 - 09:45 Björgvin G. Sigurðsson

Óborganleg orðaskipti í breska þinginu - 100 bestu

Það hvessti oft í kringum Thatcher enda umdeild mjög, en henni var sjaldan orða vant og snögg til svars þegar að henni var sótt, og fóru margir sneyptir frá þeim orrustum orðsins. Samantektin endar á háu nótunum þar sem meistarar hins talaða orðs úr breskri þingsögu fara á kostum; Margaret Thatcher, Tony Blair og William Hague en öll eru þau og voru kosta góð við boxið fræga. Þá eiga þeir John Prescott og David Cameron hreint magnaða spretti líka, svo dæmi séu tekin.
14.apr. 2014 - 12:19

Bréf frá Bryndísi: Að vera – ekki leika - Meistari Bergmann í nýju ljósi í Eistlandi

Bréf frá Bryndísi í Tartu. Það er mikið daðrað og drukkið og duflað. Veisluborð svigna undan krásum, og þjónustufólk á þönum að þóknast yfirboðurum sínum. Börnin – Fanny og Alexander – úti um allt, undir borðum og inni á gafli, með ærslum og látum. Þau eru agalaus dekurbörn –  frjáls borin.
14.apr. 2014 - 10:01

Förufólk - fastasýning frímerkja Birgis Andréssonar í Norrænu

Mynd sem Gunnar Smári tók af fastasýningu á verkum Birgis um borð í Norrænu. Gunnar Smári Egilsson ferðast nú með fjölskyldu sinni um fornt áhrifasvæði vestnorrænna manna og segir bráðskemmtilega ferðasöguna á Forufolk.is. Í greininni sem fylgir hér á eftir, og er færsla af síðunni, segir hann frá fastasýningu um borð í Norrænu, en á henni eru 13 verk eftir þann mikla meistara og myndlistarmann Birgi Andrésson heitinn.
14.apr. 2014 - 09:37

Dagbók jazzsöngvarans – síðbúinn foreldrafróðleikur

Valur Freyr og Kristbjörg í Dagbókinni. „Það eru margir fyndnir punktar í sýningunni og þrátt fyrir að ekki takist sem skildi að koma sögunni á framfæri þá er vel þess virði að fylgjast með Kristbjörgu Kjeld leiða sýninguna áfram.“ Bryndís Loftsdóttir dæmri Dagbók Jazzsöngvara.
14.apr. 2014 - 07:00

Hver var Hallgrímur Pétursson? - ný bók Karls Sigurbjörnssonar um sálmaskáldið

En hver var Hallgrímur og hvernig var lífshlaup hans, spyrja sig margir? Í þessari ríkulega myndskreyttu bók leitast Karl Sigurbjörnsson við að svara þeirri spurningu í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu séra Hallgríms.
13.apr. 2014 - 10:40

Upp, upp mín sál - Passíusálmarnir með myndskreytingum Barböru Árnason

„Passíusálmarnir hafa verið gefnir út meira en sextíu sinnum síðan þeir voru prentaðir fyrst árið 1666, eða að meðaltali 20 sinnum á öld. Þeir komu ekki í viðhafnarbúningi fyrir augu almennings, oftast fátæklega til fara, eins og þjóðin. En þeir voru handleiknir með dýpri lotningu en aðrir munir, sem alþýða hafi í höndum, og þeir voru ein sú auðsuppspretta, sem gerði þjóðina andlega ríki, þótt hún væri líkamlega snauð. Og aldrei eignaðist hún þá bók sem hún mat meir.“
13.apr. 2014 - 09:42

Þór Breiðfjörð og félagar á Kex - sígræn sönglög úr amerísku söngbókinni

Þór fer fyrir flutningi á sígrænum amerískum sönglögum. Á næsta jazzkvöldi KEX Hostel, þriðjudaginn  15. apíl, treður upp hljómsveit söngvarans Þórs Breiðfjörð. Sveitina skipa, auk Þórs, þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.
12.apr. 2014 - 14:09

Útundan – Ekki réttlátt hlutskipti

Efniviður verksins er áhugaverður og verður vonandi til þess að auka áhuga og skilning á hlutskipti þeirra sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn. Bryndís Loftsdóttir gagnrýnir leikverkið Útundan.
12.apr. 2014 - 10:00

Góðir - vondir og ljótir: Tíu bestu vestrarnir

Það er enginn svalari en Clint þegar svo háttar.

Hér er úttekt á því besta af því besta af vestrunum. Útilokaðar voru myndir sem voru hálfgerðir vestrar eða grínútgáfur af þessari göfugu grein kvikmyndanna. Hver er hetjan og hver skúrkurinn er yfirleitt erfitt að greina enda línan óskýr á gráa svæðinu, utan hefðbundinna laga og reglna. Hér eru þeir allra bestu, frá John Wayne til Clint Eastwood, Redford og Newman og auðvitað klassastykki Sergio Leone:

11.apr. 2014 - 13:00

Öðruvísi handverk til sýnis - einstakur lopafatnaður Gunnars Aðalsteins

Gunnar Aðalsteinn við handverk sitt. Nú stendur yfir sýning á einstökum lopafatnaði eftir Gunnar Aðalstein Thorsteinson í sal Ásatrúarfélagsins Síðumúla 15 í Reykjavík. Gunnar sýnir þar peysur, vesti, húfur, eyrnabönd og fleira sem skreytt er með heiðnum táknum og eru engir tveir hlutir eins. Handverk sem er vissulega óvenjulegt og öðruvísi.
11.apr. 2014 - 09:17

Tautar og raular - ný ljóðabók eftir Þórarinn Eldjárn - 10. ljóðabókin á 40 árum

Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér ljóðabókina Tautar og raular. Bókin inniheldur 70 fjölbreytt ljóð, flest frumort og ný en einnig fáein þýdd. Efnið skiptist í fjóra nokkuð ólíka hluta: óbundin ljóð og háttbundin, prósaljóð og þýðingar. Þetta er tíunda ljóðabók Þórarins ef frá eru taldar barnaljóðabækur hans og Kvæðasafn.
11.apr. 2014 - 08:34

Flæðarmál - verk 8 kvenhöfunda - safna fyrir útgáfunni

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda og sjö ritstjóra sem standa nú fyrir hópfjármögnun á Karolina Fund svo verkið komist í prentun. Söfnunin fer fram 10. apríl – 9 maí en á því tímabili þurfa þær að ná að safna þeirri upphæð sem uppá vantar. Þær biðla til almennings að taka þátt svo útgáfan verði að veruleika. Hægt er að sjá frekar á vefsíðu Karolina Fund.
11.apr. 2014 - 07:00

Bernska og Æska Tolstoy á íslensku

Ugla útgáfa hefur gefið út skáldsögurnar Bernska og Æska eftir rússneska skáldjöfurinn Lev Tolstoj í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Ráðgert er að gefa út síðasta hluta þríleiksins, Manndómsár, síðla sumars.
11.apr. 2014 - 07:00

Elísabet: Vettlingar notaðir til að senda dulin skilaboð

Elísabet Jökulsdóttir Í dag 11. apríl opnar ljósmyndasýning á Vettlingum á Mokka í boði Elísabetar Jökulsdóttur. Undanfarin þrjú ár hefur hún tekið myndir af vettlingum á götunni sem hafa týnst eða glatast en hafa nú fundist á nýjan leik.
10.apr. 2014 - 11:00 Björgvin G. Sigurðsson

Síðasta sería Mad men - maðurinn á bak við þættina - Endatafl Dons Draper

Þættirnir segja sögu sjöunda áratugarins í Bandaríkjunum í gegnum Draper, Jon Hamm, fjölskyldu hans og vinnufélaga sem leggja sjaldan frá sér vindlingana eða viskýglasið ótilneydd. Látlaust kvennafar og sundurtætt fjölskyldulíf Dons er í bakgrunni margslunginnar sögu þar sem aldrei er dauður punktur.
10.apr. 2014 - 10:53

Finnskur karlakór syngur til styrktar SKB - tónleikar í Bústaðakirkju á sunnudag

Finnski frímúrarakórinn SCF heldur styrktartónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. apríl nk. kl. 20.00. Þar verða sungin verk eftir Jean Sibelius, Jack Mattsson, Charles Gounod og Kaj-Erik Gustafsson. Ekki verður krafist aðgangseyris að tónleikunum en frjálsum framlögum safnað og afraksturinn látinn renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Bústaðakirkja og STEF gefa öll gjöld eftir til að rýra ekki hlut SKB.
10.apr. 2014 - 10:35 Björgvin G. Sigurðsson

Holding Hands for 74 years vinnur áhorfendaverðlaun á Shorts&Docs

Stutta heimildamyndin Holding Hands for 74 years í leikstjórn Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur vann áhorfendaverðlaunin á Reykjavík Shorts&Docs Festival sem veitt voru í Bíó Paradís í gærkvöld. Holding Hands for 74 Years er ástarsaga. Sagan hefst í Reykjavík 1939 þar sem við kynnumst Lúðvík og Arnbjörgu. Við kynnumst hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár.
09.apr. 2014 - 14:00

Mono Town heldur útgáfutónleika á Akureyri

Mono Town heldur útgáfutónleika á Akureyri í tilefni af fyrstu breiðskífu sinni In The Eye Of The Storm 12. apríl á Græna Hattinum á Akureyri. Uppselt var á útgáfutónleika sveitarinnar í Gamla Bíói í síðustu viku. Miðasalafer fram áMiði.is og í Eymundsson á Akureyri. 
09.apr. 2014 - 09:20

The Clash - 37 ár frá tímamótaplötu pönksins

Nú eru rétt og slétt 37 ár frá því að tímamótaskífan The Clash kom út, samnefnd sveitinni. Pönkið var komið á útopnu og bylgjan æddi yfir heiminn. Áhrif breskra pönksveita á borð við Clash og Sex Pistols á þróun tónlistarinnar eru ómæld og er einn af merkustu köflum rokksögunnar þar í landi, og er þá mikið sagt.
09.apr. 2014 - 08:23

Sjóðheit Bræðsla í sumar - sérlega vegleg, segir Magni Ásgeirs um dagskrána

Borgfirðingurinn Magni Ásgeirsson er einn umsjónarmanna Bræðslunnar og er hátíðin sérstaklega vegleg þetta árið. Tónlistarhátiðin Bræðslan hefur slegið hressilega í gegn. Einmuna veðurblíða og úrval fínna og fjölbreyttra tónlistarmanna einkenna hátíðina rómuðu á á Borgarfirði eystra. Í sumar verður Bræðslan haldin laugardaginn 26. júlí nk.  Þetta er í tíunda skiptið sem Borgfirðingar slá upp tónlistarhátíð í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði og því verður hátíðin í sumar sérlega vegleg líkt og dagskráin ber með sér.
08.apr. 2014 - 14:10

Lestrarnautn - ljóðasafn Gerðar Kristnýjar á 20 ára skáldaafmæli

Lestrarnautn er nýtt ljóðasafn Gerðar Kristnýjar sem Forlagið gefur út. Formála af safninu ritar Guðrún Nordal. Gerður Kristný hefur verið eitt af bestu og vinsælustu skáldum landsins um árabil og kominn tími til að taka öll útgefin ljóð hennar saman í einu safni.
08.apr. 2014 - 10:30 Björgvin G. Sigurðsson

Endeavour - upphafsár Morse í Oxford - sérdeilis gott sjónvarpsefni

Shaun Evans fer ljómandi vel með hlutverk Morse á unga aldri. Djúp og dramatísk persónusköpun á ungum Morse er það besta við þættina. Ljómandi vel leikinn af Evans er dreginn upp sterk mynd af viðkvæmum en sérlega snjöllum ungum manni sem er nokkuð áttavilltur í lífinu. Skelin og brimandi sjálfsöryggi hins miðaldra Morse sem við höfum áður kynnst er fjarri því komið, en efnið í afar ólíklegan en einkar snjallann lögreglufulltrúa er sannarlega til staðar.
07.apr. 2014 - 13:05

Hamlet litli frumsýnt í Borgarleikhúsinu

Laugardaginn 12.apríl kl 14 frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Hamlet litla á litla sviðinu þar sem Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir þeim Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Sigurði Þór Óskarssyni & tónlistarkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Leikhópurinn tekur þessa frægu harmsögu og gerir hana skiljanlega fyrir börn og fullorðna. Sýningin er tilvalin fyrir eldri en 11 ára aldur.
07.apr. 2014 - 08:20

Ljóðin bjarga lífi mínu - Innri rödd úr annars höfði - ný ljóðabók Ásdísar Óladóttur

Ljóðin bjarga lífi minu, segir Ásdís.  Í bókinni eru 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og ljóðin verið haldreipi mitt í lífinu, segir skáldið.
07.apr. 2014 - 07:57

Asa tríó á Kex djass

Áfram dunar djassinn á Kex. Nú er það úrvalstríóið Asa sem stígur á svið. Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel þriðjudaginn  8. apíl leikur ASA Trió en meðlimir þess eru þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Agnar Már Magnússon á Hammond orgel og Scott McLemore á trommur.  
06.apr. 2014 - 09:55

Hljómahöllin opnuð í Reykjanesbæ - Páll Óskar tekur lagið

Fjöldi manns kom saman við opnunarhátíð Hljómahallar, Rokksafns Íslands og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fór fram nýju og endurbættu húsnæði Stapans í Reykjanesbæ á laugardaginn. Sex ár eru síðan Rúnar Júlíusson, Ragnheiður Skúladóttir og Böðvar Jónsson tóku fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni.
06.apr. 2014 - 09:27

Sara sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna

Sara sigraði með glimrandi fínum flutningi á Dylan lagi. Sara Pétursdóttir, sem keppti fyrir Tækniskólann, sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var um helgina. Sara er 17 ára og flutti lag Bobs Dylans „To Make You Feel My Love“ sem Adele gerði að sínu fyrir nokkrum misserum. Keppnin fór fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og var hún sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu í Ríkissjónvarpinu.
06.apr. 2014 - 09:00

Bugsy Malone til styrktar Leiðarljóss - Foster tekur Tallulah

Úr uppfærslu Valhúsaskóla á Bugsy Malone. Flott framtak hjá nemendum skólans fyrir gott málefni. Margir sem eru á fullorðins aldri muna eftir hinni firna vinsælu Bugsy Malone þar sem Jodie Foster fór á kostum. Nú er stykkið sett upp af nemendum Valhúsaskóla til styrktar Leiðarljóss. Sjáðu Jodie taka My name is Tallulah.
06.apr. 2014 - 08:53

Vio sigraði Músíktilraunir 2014

Úrslitakvöldi Músíktilrauna lauk í gærkvöld fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpunnar. 10 hljómsveitir kepptu og spiluðu þær allar af hjartans lyst. Hljómsveitin Vio frá Mosfellsbæ kom, sá og sigraði og má heyra eitt laga þeirra hér að neðan.
05.apr. 2014 - 09:07 Björgvin G. Sigurðsson

Tíu sigursælustu erlendu myndirnar

Hin franska Amélie náði miklum vinsældum og rakaði að sér viðurkenningum. Til dæmis um myndirnar á listanum er Amélie, vinsælasta franska myndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum og Crouching tiger hidden dragon eftir Ang Lee, vinsælasta erlenda myndin þar í landi frá upphafi. Þá hafa allar þessar myndir rakað að sér verðlaunum á hinum ýmsu hátíðum.