Menningarpressan

21. júl. 2012 - 21:32

Skytturnar og það besta sem Norðurland hefur gefið frá sér í Hip-Hop heiminum.

Með fyrstu hljómsveitum sem létu á sér kræla í íslensku Hip Hopi voru Skytturnar frá Akureyri. Þær voru frumkvöðlar í að senda frá sér efni, þær gáfu út kynningardiskinn SP 2001 sem innhélt meðal annars slagarann "ég geri það sem ég vil".

Árið 2003 kom svo út breiðskífan Íllgresið sem fékk frábæra dóma hjá gagnrýnendum og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Skytturnar stíga á stokk föstudags kvöldið um verlsó í Sjallanum með nýtt efni í bland við gamalt og lofa miklu glensi og þó nokkuð af gamani.

Skytturnar taka með sér uppalinn norðlending sem kallar sig MC Gauti og Konna Conga sem er sjóðheitur þessa dagana.

Það styttist í hátíðina Ein með öllu á Akureyri og hér er myndband til að hita sig upp fyrir Verslunarmannahelgina.

20.apr. 2015 - 16:30

HILMA verður bíómynd: Kvikmyndaréttur seldur að splunkunýrri íslenskri spennusögu

Þann 30. apríl næstkomandi kemur út hjá bókaforlaginu Draumsýn spennusagan HILMA eftir Óskar Guðmundsson. Kvikmyndafyrirtækið New Work ehf. sem framleiddi Falskur fugl eftir samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að HILMU.
18.apr. 2015 - 23:21

Tveggja mínútna stikla úr Batman V Superman loksins birt og gerir allt vitlaust á Youtube

Beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu eftir stiklu úr kvikmyndinni Batman v. Superm­an: Dawn of Justice. Hún hefur nú verið birt á Youtube og á örfáum tímum hefur verið horft á hana tíu milljón sinnum.
17.apr. 2015 - 13:10

Myndir dagsins: Nakta hetjan Konráð dansar fyrir utan Goldfinger til að lokka fleiri inn

„Ofurhetja er fædd. Nakta hetjan. Hér sjáið þið hana að störfum, að rétta við hallandi ljósastaur. Hvert verður hennar næsta verk. Fylgist með Nöktu hetjunni bjarga borginni og þegnum hennar“, segir Konráð Ragnarsson, maðurinn á bak við Nöktu hetjuna undir einni myndinni þar sem sjá má hetjuna að störfum.
14.apr. 2015 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jón Atli: „Þegar þú sviptir einhvern frelsinu þá berðu ábyrgð á lífi hans“

Jón Atli Jónasson er staddur á Íslandi þessa dagana vegna frumsýningar bíómyndarinnar Austur, en það fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Jón Atli býr í Berlín ásamt sambýliskonu sinni og vinnur aðallega við handritaskrif.
13.apr. 2015 - 17:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hellisbúinn: Framúrskarandi spennusaga

Af og til lesum við fréttir af andláti fólks sem hefur verið látið í langan tíma á heimilum sínum án þess að nokkur hafi vitjað um það. Slík atvik vekja oft umræðu um einmanaleika í nútímasamfélagi og skort á umhyggju fyrir náunganum
12.apr. 2015 - 16:30

Yfirgefið þorp í auðninni: Magnaðar myndir Braga frá herstöðinni á Miðnesheiði

Sá staður sem hefur fangað ímyndunarafl Íslendinga hvað sterkast á 20. öldinni er herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði – Völlurinn. Staður sem heimamenn gátu aðeins séð í gegnum grindverk úr fjarlægð en hvers innra útlit var algjörlega óþekkt. Þar fyrir innan var efniviður draumóra. Frá þessu sjálfbæra samfélagi á miðri hraunbreiðunni hljómaði endurómur frá siðmenningu og ósóma nýja heimsins, hergóss og einkennisklæddir ungir menn, smyglað áfengi og „rock'n'roll“. Verslanir, skyndibitastaðir, kvikmyndahús, kirkja og barnaskólar nefndir eftir hershöfðingjum – örlítið brot af Ameríku kastað niður í miðja auðnina, útlönd á íslenskri heiði.
12.apr. 2015 - 12:09

Þráinn leggur til að hann verði tekinn af heiðurslaunum listamanna

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, tjáir sig um þá tillögu Framsóknarflokksins að leggja niður heiðurslaun listamanna og notað féð til að styrkja yngri listamenn.
12.apr. 2015 - 10:00

Sverrir: „Ég hef kannski þannig útlit að fólk þekkir mig ekki endilega“

„Þetta er maður sem lifir í mjög hörðum heimi og hefur aldrei verið númer eitt, en þegar vinur hans deyr þá opnast möguleikinn fyrir hann á að taka það skref og prófa að verða að ágengari persónu,“ segir Sverrir Guðnason um hlutverk sitt í sænsku kvikmyndinni Flugparken
07.apr. 2015 - 14:17

Ummæli Stefáns Mána um Þorgrím Þráinsson vekja gremju

Rithöfundurinn Stefán Máni, sem þessa dagana sendir frá sér ungmennabókina Nóttin langa, var í viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar segir hann meðal annars um unglinga og bóklestur:
06.apr. 2015 - 13:45

Erfið æska, framhjáhald, svik og vanræksla í úthugsuðu verki

Bonita Avenue eftir Peter Buwalda er fyrsta bók höfundar er um margt mjög áhugaverð, ágeng og spennandi og er það ótrúlegt að þetta sé frumraun Buwalda. Hann hefur starfað lengi sem blaðamaður og ritstjóri, þannig að hann er ekki alls óvanur skriftum, en þessi saga er samt mjög faglega skrifuð og fléttan bæði flókin og vel unnin.
28.mar. 2015 - 14:25

Þetta eru bestu kynlífslýsingarnar í íslenskum bókmenntum: „Amma breiðir út faðminn í berjalynginu“

Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum, var veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma í gærkvöldi. Viðurkenninguna hlaut Soffía Bjarnadóttir fyrir bók sína Segulskekkja sem JPV gefur út. 
28.mar. 2015 - 00:00

Rokkveisla í Háskólabíó- Landslið rokkara heiðrar Guns N´Roses

Öllu verður tjaldað til á stóra sviði Háskólabíós í kvöld en þá hyggjast nokkrir af helstu rokkurum landsins stíga á svið og flytja öll þekktustu og bestu lög Gun N´Roses, einnar ástsælustu rokkhljómsveitar sögunnar. Um er að ræða sérstaka heiðurstónleika sem haldnir eru í tilefni þess að sveitin fagnar í ár 30 ára starfsafmæli.
24.mar. 2015 - 01:13

Fimm stjörnu farsi í Hveragerði

Eftir mjög erfiða byrjun á þessari annars ágætu helgi skellti ég mér í Leikhús í Hveragerði föstudagskvöldið 20. mars og fylgdist með sýningunni á farsanum Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan sem leikfélagið sýnir þessi misserin. Ingrid Jónsdóttir er leikstjóri verksins.
22.mar. 2015 - 13:27

Kristian Guttesen í nærmynd: Eilífðir á næsta leyti

Á þessu ári fagnar Kristian Guttesen 20 ára skáldaafmæli, en fyrsta bókin hans, Afturgöngur, kom út árið 1995. Kristian hefur frá tvítugsaldri birt ljóð og sögur í tímaritum og dagblölðum á Norðurlöndum. Verk hans hafa verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, malayalam, norsku og spænsku. Á komandi sumri er fyrirhugað að gefa út úrval ljóða skáldsins, sem skarta mun handfylli ljóða úr sérhverri bók af ferlinum.
17.mar. 2015 - 11:50

„Hver er þessi maður? Svo sætur og fyndinn“: OMAM og Siggi Sigurjóns lofuð í hástert á Youtube

Nýtt lag og myndband hljómsveitarinar Of Monsters and Men hefur nú verið skoðað ríflega 240.000 sinnum á Vevo-rásinni á Youtube. Fjölmargir skrifa ummæli við myndbandið og lofa bæði lagið og myndbandið. Frammistaða Sigurðar Sigurjónssonar leikara vekur mikla athygli netverja.
16.mar. 2015 - 18:30

Uppistandarinn Erna Dís:,,Stelpur tolla sjaldnar í sviðsljósinu“

,,Það er eiginlega synd hvað það er lítið af stelpum í gríni miðað við hvað það er mikið af fyndum stelpum þarna úti. Það er eins og stelpur tolli sjaldnar í sviðsljósinu, enda er mikið um áreiti og gagnrýni,“ segir Erna Dís Schweitz sem undanfarin misseri hefur getið sér gott orð sem uppistandari. Mun hún næstkomandi miðvikudag troða upp á skemmtistaðnum Fredrikssen ásamt þeim Snjólaugu Lúðvíksdóttur og Margrét Hugrúnu Gústavsdóttur en um er að ræða mánaðarlegt uppistandskvöld sem ber heitið Fyndið fólk á Fredrikssen. Erna segir að í raun sé hægt að gera grín að öllu. Það fari bara eftir í hvernig búning maður setji grínið.

13.mar. 2015 - 12:48 Ragnheiður Eiríksdóttir

Tilfinningar, dans og dásemd: Billy Elliot í Borgarleikhúsinu

Það kannast flestir við söguna um Billy Elliot, son námuverkamannsins sem uppgötvar danshæfileika sína nánast fyrir tilviljun og þráir það heitast að fylgja kölluninni við misjafnar undirtektir umhverfisins.
05.mar. 2015 - 13:45 Ágúst Borgþór Sverrisson

Gamaldags, pirrandi, óþolandi hreinskilinn finnskur karldurgur kominn til Íslands

Kvikmynd finnska leikstjórans Dome Karuoski sem gengur undir enska titlinum „The Grump“ (Ólundarseggurinn) hefur slegið í gegn í kvikmyndahúsum þar í landi og sýningarrétturinn hefur verið seldur til fjölmargra landa
28.feb. 2015 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Rósa hefur sigrast á eftirköstum eineltis með skapandi vinnu: „Hélt alltaf að það væri eitthvað að mér“

Rósa Grímsdóttir er 28 ára gömul stúlka sem stendur í ströngu þessa dagana. Hún er við það að ljúka við lokaverkefni sitt frá Kvikmyndaskóla Íslands en það er víkingafantasían Hefnd, leikin kvikmynd upp á um það bil 15 mínútur. 
26.feb. 2015 - 19:20

Er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fundin? Hún kom aldrei út

,,Þessi plata kom aldrei út og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni en hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa eftir fjársjóðum í skransölunni Notað og Nýtt í Kópavogi. Kom hann höndum yfir svokallaða ,,test pressu“ en um er að ræða prufu-plötu úr vínylpressu sem við nánari athugun reyndist afar sjaldgæfur fundur.
26.feb. 2015 - 12:11

Menningar- og matarveisla í Hörpu - 25% afsláttur af öllum matreiðslubókum

Penninn - Eymundsson tekur þátt í menningar- og matarveislunni Food and Fun af lífi og sál og hefur í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO ákveðið að bjóða gestum að hlýða á átta rithöfunda lesa úr verkum sínum og spjalla um þau við sjónvarpsmanninn Egil Helgason í Hörpu á laugardag og sunnudag.
16.feb. 2015 - 16:23

Ný útvarpsstöð: Radio Iceland í loftið

Radio Iceland, ný útvarpsstöð á ensku sem miðuð er fyrir erlenda ferðamenn, hóf útsendingar á hádegi í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið og var síðan fyrsti viðmælandinn ásamt Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra.

11.feb. 2015 - 17:00

Nýjung á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar: Sum lögin verða sungin á ensku

Lokakeppni forkeppni fyrir Eurovision verður á laugardagskvöldið næstkomandi. Þá verður bryddað upp á þeirri nýjung að hvert lag verður sungið á því tungumáli sem það yrði sungið á ef það yrði framlag Íslands til Eurovision í Austurríki í maí.
11.feb. 2015 - 11:55

Hreint mataræði: Austurlenskar og vestrænar lækningahefðir mætast - BÓKARKAFLI

Fimmtudaginn 12. febrúar kemur út bókin Hreint mataræði eftir Dr. Alejandro Junger og verður útgáfunni fagnað á fimmtudeginum kl. 17-18 í Lifandi markaði, Borgartúni. Guðrún Bergmann heldur þar fyrir fyrirlestur um efni bókarinnar.
10.feb. 2015 - 10:16 Ragnheiður Eiríksdóttir

Skilja allir hommabrandara nema ég?: Hundur í óskilum í Borgarleikhúsinu

Dúettinn glettni Hundur í óskilum heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni þess standa þeir nú fyrir sýningunni Öldin okkar á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á mörkum þess að vera tónleikar, uppistand og leikrit - og reynir sannarlega á hæfileika hundanna á öllum þessum sviðum.
06.feb. 2015 - 09:37

Mynd dagsins: Daði Guðbjörnsson sýnir á Mokka

Mynd dagsins er af vatnslitamynd eftir Daða Guðbjönsson en í dag verður opnuð á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg sýning á vatnslitamyndum eftir Daða, undir yfirskriftinni „Ljóð í vatninu“. Á sýningunni eru 14 málverk, unnin með svokallaðri akvarell-tækni.


 


05.feb. 2015 - 14:48

Tónlistarhátíðin Sónar hefst í Hörpu í næstu viku

Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á stærstu Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni til þessa, sem fram fer í Hörpu í næstu viku. Aldrei hafa jafn margir listamenn komið fram á hátíðinni. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt í hljóð, umgjörð og hinn sjónræna þátt hennar -
30.jan. 2015 - 17:00

Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 voru afhent á Bessastöðum í dag. Ófeigur Sigurðsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Öræfi. Bryndís Björgvinsdóttir fékk verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir söguna Hafnfirðingabrandarinn.
29.jan. 2015 - 12:00

Sesar A frumsýnir tvö myndbönd og gefur nýtt lag - Náðu í það hér

Í tilefni af frumsýningu nýrra tónlistarmyndbanda Sesar A og enduropnun heimasíðunnar, www.sesar-a.com verður slegið upp gleðskap á Gauknum í kvöld.
21.jan. 2015 - 18:10

Elísabet Jökulsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir hlutu Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis. Þetta í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrsta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna. Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu en að þessu sinni steig frú Vigdís Finnbogadóttir á svið og afhenti verðlaunahöfum gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.
20.jan. 2015 - 18:09

LOLITA: Útsmoginn og falskur Humbert svífst einskis í 5 stjörnu verki

Bókin Lólíta er fyrir löngu talin helsta bókmenntaverk síðustu aldar og það ekki að ósekju. Að lesa þessa bók er eins og skella sér til sunds, fara á bólakaf og koma ekki upp fyrr en þér er þrotinn kraftur og önd.
19.jan. 2015 - 12:45

Óli Stef á hvíta tjaldið

Ólafur Stefánsson er lifandi goðsögn í handboltaheiminum. Ný íslensk heimildarmynd, Óli Prik, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 6. febrúar næstkomandi. Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir 17 ár í atvinnumennsku og tekur að sér að þjálfa meistaraflokk Vals.
18.jan. 2015 - 13:39

Dimma og Bubbi í Eldborg: Miðasala hafin á aukatónleikana

Bubbi og Dimma halda tónleika í Eldborg 6 og 7. mars næstkomandi. Uppselt er á fyrri tónleikana og er miðasala hafin á aukatónleikanna.  Á tónleikunum verða flutt lögin af plötu Utangarðsmanna Geislavirkir og af plötu Das Kapital, Lily Marlene. 
15.jan. 2015 - 13:30

Framsóknarmenn voru óánægðastir með áramótaskaupið

Meirihluti landsmanna var á því að áramótaskaup Ríkissjónvarpsins hafi verið í lakari kantinum. Kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks höfðu lítinn húmor fyrir því sem borið var á borð fyrir þá.
15.jan. 2015 - 12:15

Telur að Hörður sé dáinn: Las um dauða persónunnar sem hann lék í fjölmiðlum

Víkingur Kristjánsson, sem lék Hörð í þáttaseríunni Réttur, komst að því um daginn að persónan Hörður væri dáin, er hann las frétt á vefmiðli um að tökur hæfust á þriðju seríunni í apríl. Í lok síðasta þáttar miðaði rjúpnaskytta rifflli á Hörð en óvissa var um málalyktir.
09.jan. 2015 - 11:11

Odee til liðs við Íslenska dansflokkinn: Frumsýning í febrúar

Þann 6. febrúar næstkomandi frumsýnir Íslenski dansflokkurinn sýninguna TAUGAR á Nýja sviði Borgarleikhússins. Að þessu sinni hefur flokkurinn fengið listamanninn Odee til liðs við sig við gerð veggspjalds sýningarinnar. Með samstarfi þessu vill Íslenski dansflokkurinn halda áfram að tvinna saman myndlist og danslist á nýjan hátt og þar með efla tengsl þessara tveggja listgreina enn meira.
02.jan. 2015 - 12:23

Wish you were here: Myndlistarsýning og tónleikar

Á myndlistarsýningunni ‘Wish you were here’ verður nemendagalleríinu Kaffistofunni á Hverfisgötu 44 breytt í strandarparadís. Þar verða hljóðverk og vidjóverk tengd minningum og tímaflakki sýnd innan um gerviströnd.
01.jan. 2015 - 19:00

Leikdómur um Dúkkuheimili Borgarleikhússins

Unnur Ösp, Hilmir Snær og Valur Freyr í hlutverkum sínum í Dúkkuheimili Jólafrumsýning Borgarleikhússins í ár var Dúkkuheimili Ibsens. Verkið fjallar um Nóru og eiginmann hennar, lögfræðinginn Þorvald Helmer. Samband þeirra byggir á stöðugum sýndarleik um flekkleysi, fegurð og hamingju fjölskyldunnar. Þorvaldur er að taka við starfi bankastjóra en er grunlaus um leyndarmál Nóru sem spillt getur áliti samfélagsins á hjónunum og rústað stöðu fjölskyldunnar.  Eftir að Þorvaldur kemst að sannleikanum stendur Nóra frammi fyrir vali á milli þess að halda glansmyndahlutverki sínu með fjölskyldunni eða yfirgefa bæði eiginmann og börn og freista þess að endurvinna sjálfstæði sitt.
28.des. 2014 - 17:47

Jesú slær í gegn: „Af hverju er þetta allt svona fyndið?“

Í kvöld verður 100. sýning á Jesús litla. Sýningin var frumsýnd 2009 og hefur verið partur af jólaundirbúningi margra leikhúsgesta í Borgarleikhúsinu síðastliðin ár.  Jesús litli sópaði að sér verðlaunum og hefur leikhópurinn ferðast erlendis með sýninguna.
27.des. 2014 - 18:47

Sjálfstætt fólk – hefðbundnari sýning en búist hafði verið við

Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í ár var ný leikgerð á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Það var spenna í leikhúsgestum fyrir frumsýninguna enda einhvern veginn búið að planta þeirri hugmynd í fjölmiðlum að hér væri á ferðinni byltingarkennd uppfærsla í höndum leikstjóra sem óhikað færi sínar eigin leiðir, óttalaus um móttökur áhorfenda og stjörnulausa dóma. Þessi grallaralega markaðssetning olli því kannski að það tók áhorfendur dálítinn tíma að gefa sig á vald sögunnar.
23.des. 2014 - 10:39

Bóksala: Öræfi Ófeigs komin á toppinn

Töluverðar sviptingar urðu á metsölulista Eymundssons í síðustu viku. Skáldsagan Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, sem slegið hefur rækilega í gegn og er komin í fimmtu prentun, trónir nú á toppnum. DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og Arnaldur er í þriðja sæti með Kamp Knox.
22.des. 2014 - 10:00

Einar Kárason gefur lítið fyrir það álit að Steinar Bragi sé besti rithöfundur þjóðarinnar

Um daginn birti DV niðurstöðu álitsgjafahóps um bestu rithöfunda landsins. Einar Kárason rithöfundur tjáir sig um þetta tiltæki á Facebook-síðu sinni og er vægast sagt lítt hrifinn af bókmenntasmekk álitsgjafahóps blaðsins. Einar tekur þó fram að sjálfur hafi hann fengið fínan stað í niðustöðunni, en segir síðan:
21.des. 2014 - 20:47 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jólasaga: Hinir látnu eru með okkur á jólunum

Þennan aðfangadag fórum við seint í kirkjugarðinn því mamma hafði verið að vinna og kom ekki heim fyrr en undir lok dags. Eldri systkini mín voru að þrífa og hafa til matinn en ég þurfti að fara með mömmu.    
Það snjóaði blautum snjó á leiðinni en það var of hlýtt til að úr þessu yrði fannfergi.
21.des. 2014 - 13:45 Kynning

Nenni ekki að elda

 

Sjónvarpskokkurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir hefur fært út kvíarnar og er komin í bókaslaginn fyrir þessi jól með stórskemmtilegri matreiðslubók sem ber þann skemmtilega og lýsandi titil Nenni ekki að elda.
21.des. 2014 - 13:23 -

Stóra Alifuglabókin

Meistarakokkinn Úlfar Finnbjörnsson er flestum okkar að góðu kunnur fyrir framúrskarandi eldamennsku. Stóra villibráðarbókin sem hann gaf út fyrir þremur árum er til á mörgum heimilum enda seldist bókin upp hjá útgefanda á sínum tíma. Úlfar heldur áfram að heilla okkur í glænýrri matreiðslubók sem kom út í síðasta mánuði, Stóru Alifuglabókinni.

 20.des. 2014 - 01:43

Skáldaveisla Einars Ben: Jóhanna, Ófeigur, Yrsa, Einar Kára, Þórdís og Bjartmar - Aðgangur ókeypis

Boðið er til skáldaveislu á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg, laugardaginn 20. desember klukkan 16.  Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Fram koma Bjartmar Guðlaugsson, Einar Kárason, Jóhanna Kristjónsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Yrsa Sigurðardóttir, Þórdís Gísladóttir. Aðgangur ókeypi
18.des. 2014 - 22:00

Elmar Gilberts, kynþokkafyllsti söngvari í Evrópu: „Sjálfstæði finnst mér ótrúlega kynþokkafullt“

Hann hefur verið kallaður kynþokkafyllsti óperusöngvari í heimi og Ísland er sannarlega fallið að fótum hans. Elmar Gilbertsson býr í Hollandi og starfar í óperuhúsum víða um heim og hefur hróður hans vaxið mikið síðustu ár. Þessi þokkatenór kemur þó reglulega til Íslands, bæði til að syngja, og til að kela við kærustuna sem er engin önnur en leikhúsgyðjan Selma Björns.
16.des. 2014 - 19:55 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Hálfsnert stúlka Bjarna með því betra sem er að finna í flóðinu í ár

Bjarni Bjarnason hefur fyrir margt löngu skapað sér sess sem einn af betri núlifandi rithöfundum þjóðarinnar. Bjarni hefur hingað til verið þekktastur fyrir verðlaunaverk sitt Borgin á bak við orðin, sem kom út árið 1998 og Endurkomu Maríu sem Ormstunga gaf út árið 1996. Höfundur hefur síðan þá vaxið með hverri bók. Ekkert verk hefur þó vakið jafn mikla athygli og þau verk sem nefnd eru hér að ofan. Hálfsnert stúlka Bjarna er þó með hans betri verkum og minnir nokkuð á þá  bækur sem komu honum á kortið. Þess má geta að útgáfuréttur á bókinni hefur þegar verið seldur til Bretlands.
15.des. 2014 - 14:38

Bóksölulisti: Ljónatemjarinn heldur toppsætinu

Metsölulisti Eymundsson fyrir síðustu viku liggur fyrir. Spennusagan Ljónatemjarinn eftir Camillu Läckberg heldur fyrsta sætinu. DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og í þriðja sæti er Kamp Knox eftir Arnald Indriðason.
14.des. 2014 - 18:14

Snorri Helgason opnar sig

Snorri Helgason tónlistarmaður segir það nauðsynlegt að búa sér til þægindaramma m.a. svo hægt sé að sprengja ramman utan af sér. Hér segir hann frá því þegar hann fór eitt sinn út fyrir kassann sinn þegar hann samdi lag með aðstoð vinar síns Sindra Má Sigfússyni: