Menningarpressan

07. jan. 2016 - 16:03-

Heimska: Eiríkur Örn Norðdahl skrifar um nánd og firrð í sýnileikaþjóðfélaginu í nýjustu skáldsögu sinni

Heimska, fimmta skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, er stutt og snörp en barmafull af hugmyndum og þráðum sem leiða djúpt inn í hjarta samtímans. Hrelliklám, játningaviðtöl rithöfunda í jólabókaflóðinu, og listaháskólaverkefni sem fanga athygli þjóðarinnar – allt þetta kemur fyrir í bókinni – en fyrst og fremst fjallar Heimska um sýnileika, það að vera stöðugt sjáanlegur og geta séð aðra, og það hvernig mannskepnan tekst á við tilvist í beinni útsendingu.

Bókin gerist á Ísafirði í framtíðinni, þegar samfélagsmiðlar og eftirlitsvæðingin hafa samtvinnast þannig að allir geta fylgst með öllum, öllum stundum. Áki og Leníta eru rithöfundar og fyrrverandi hjón sem nýta sýnileikann sem vopn til að hefna sín á hvort öðru – eftir að þau skrifa óvart sömu bókina í hvort í sínu lagi.

Kristján Guðjónsson skiptist á nokkrum tölvupóstum við Eirík Örn þar sem hann lætur gamminn geisa um Heimsku, tíðarandann og játningar, netlöggur og sýnileika. Viðtalið birtist áður á dv.is og í styttri útgáfu í helgarblaði DV þann 18. desember.Upphaf, saga, endir


KG: Ég er alltaf í jafn miklum vandræðum með að byrja viðtöl. Leggja fram fyrstu spurninguna og skilgreina stemmninguna, velja áttina sem stefnt er í (en passa að viðmælandinn fari ekki fram úr sér og mér) og á sama tíma móta hvers konar samskipti eða valdaátök munu einkenna viðtalið.  Og kannski er ég sérstaklega meðvitaður um þetta af því að ég er nýbúinn að lesa Heimskuna þína þar sem þú fjallar meðal annars um þetta fyrirbæri, höfundaviðtöl í jólabókaflóðinu. Þannig að ég ætla ekki að biðja höfundinn, eins og blaðamaðurinn í bókinni, að segja almennt frá bókunum sínum, það sem hann hefur skrifað og „ég myndi þekkja.“

En já, að byrja.... ég hef verið að pæla í byrjuninni. Upphafi og endi. Ég tók saman, fyrir blaðið síðasta miðvikudag, fyrstu málsgrein nokkurra mest áberandi bóka í jólabókaflóðinu. Og þess vegna datt mér í hug að spyrja: Hvort finnst þér erfiðara að byrja bók eða klára? Og hvor finnst þér mikilvægari fyrsta eða síðasta setningin í bókum - það hvernig þú kemur að listaverki eða það hvernig það skilur við þig?

(Heimska byrjar svona:

„Áki Talbot stóð gleiður við rúmstokkinn og reið konunni - sem hann minnti að héti Sigurbjörg og var á fjórum fótum á rúminu fyrir framan hann - af öllu afli þegar rafmagnið fór og litla græna ljósið á vefmyndavélinni - sem hann hafði verið að gæla við að brunda á, vitandi að Leníta væri að horfa – slokknaði.“

Og endar með mjög langri – jafnvel á mælikvarða þýskra fræðirita – málsgrein sem ég nenni ekki að skrifa upp hér.)EÖN: Það er að minnsta kosti miklu auðveldara að skrifa byrjun en endalok. Byrjanir opna gátt inn í heima en gefa ekki nema lítið sýnishorn af því hvernig þessir heima líta út og virka, oft skrifa næstu skref sig nærri því sjálf – þau leiða beint af upphafinu og sköpunargáfan er beinlínis að tryllast af kátínu á fyrstu skrefum skrifta. Maður ber svo litla ábyrgð í upphafi og þá er ferlið allt mjög skemmtilegt. Þegar lengra er komið þarf að fara að leysa ákveðna hluti og spinna út frá þemum á máta sem er ekki jafn augljós – maður þarf að fara að vinna gegn sögunni, streitast á móti, þarf að leita leiða til þess að bókin verði ekki einföld formúla og þá verður þetta sársaukafyllra.

Við innbyrðum öll ósköp af söguþráðum – bæði í menningunni og í lífinu – og þessir söguþræðir vilja sækja í sama farveg, líkja hver eftir öðrum. Meira að segja trámatískustu persónulegu reynslur okkar leita í klisjur – hetjuferðina um fall og upprisu, lærdóm, píslarvætti, endurfæðingu – og allt lausnarferli endar núorðið í sömu tólf sporunum. Ég skrifa sögur að einhverju leyti gegn þessu, kannski vegna þess að mig óar við því valdi sem Sagan með stóru s-i getur haft yfir manninum. Ekki mannkynssagan endilega, heldur narratífan, en mannkynssagan er hluti af þessu, það hvernig við sjáum okkur sjálf, hvernig við röðum reynslu okkar niður í viðráðanlegar frásagnarstærðir – hvernig Sagan getur þvingað okkur til þess að taka mikilvægar ákvarðanir nærri því ómeðvitað, hvernig hún blindar okkur jafnvel sýn á eigin mennsku.

Heimska er einhvers konar tilraun til þessa – og sem slík er hún reyndar líka viðbragð við þessum háleitu hugsjónum rithöfundarins, ræðum sem eru nákvæmlega einsog þessi. Henni er ætlað að vinda stöðugt ofan af sér, hún inniheldur jafnvel viðbragð við viðbragðinu við sjálfri sér. Og það er auðvitað ekki alveg augljóst hvernig maður binda enda á bók sem þarf eiginlega að geta étið sjálfa sig – ef maður vill hvorki gera úr henni hringekju né einhvers konar módernískt tilraunaverk.


Ég er reyndar alls ekkert viss um að ég vilji binda enda á mínar bækur, heldur að þær fylgi manni. Því auðvitað er erfiðasta hugmyndin við Söguþráðinn sú um endann – annars vegar vill maður ekki að neitt endi, óttast að það þurfi að enda, maður deyi, börnin manns deyi, allir sem maður elskar, heimurinn farist; og hins vegar veit maður að ekkert endar í raun og aldrei einsog í sögunum, þannig að hetjan fari bara að taka því rólega og lifa átakalausu hálf-boring lífi. Heimska er reyndar sú bók sem ég hef endurskrifað oftast, en endirinn á henni er eini hlutinn sem ég endurskrifaði aldrei – og hún eina bókin hvers endi ég endurskrifaði ekki, ég á fyrstu-tilraunar-enda á allar hinar bækurnar mínar. Og þessi endir? Ætli hann sé ekki nokkurs konar falin fídbakk-lúppa? Heimsslit innaní heimsslitum.Skeptískur á lestrarnautnina

KG: Áhugavert. Já, svo ég tali persónulega þá fylgja bækurnar þínar mér oft mjög lengi eftir að þær klárast (endirinn í Gæsku finnst mér alveg gera bókina og reyndar finnst mér endirinn í Illska líka frábær).
Sem er eiginlega smá fyndið því á meðan ég les þær er ég yfirleitt frekar pirraður, finnst þær ekki jafn góðar og ég vonaði. En svo vaxa þær eftir að ég klára. Ég vona að þú verðir ekki sár ef ég segi að ég hafði ekkert alltof mikla samúð með persónunum í þessari bók, fann ekkert mikið til með þeim (kannski af því að þær eru ekki hefðbundnar fall/upprisu/píslarvætti/lærdómspersónur).

En það er svo mikið af þráðum sem þú fléttar úr tíðarandanum sem gera það að verkum að maður fer alltaf að hugsa aftur og aftur um verkin. Síðustu mánuðir hafa endurómað meginþemu bókarinnar: játningabylgja jólabókaflóðsins, listaháskólaverkefnið sem skekur landið og umræður um það hafa snúist mikið um það að sjá alla stöðugt og sjást stöðugt. Tíðarandinn er svo sterkur. Alveg svo sterkur að það kæmi manni eiginlega ekki á óvart ef tveir rithöfundur myndu skrifa sömu bókina á sama tíma (einn vinur minn kom með þá kenningu að þú bloggaðir um bækurnar sem þú værir á leiðinni að gefa út til að festa þér hugmyndina, svo það myndin enginn annar skrifa bókina þína og gefa út á undan þér, er það áhyggjuefni?)

En kannski það sem mig langar að spyrja um en veit ekki alveg hvernig ég á að orða er eitthvað um tíðarandann, um hvernig tíðarandann birtist í bókmenntum, eða kannski frekar hvernig bókmenntir eigi/ættu/þyrftu að takast á við tíðarandann.


EÖN: Ef ég má svara þessu fyrst með pirringinn og persónurnar – ég hef nefnilega velt þessu svolítið fyrir mér, því þetta er ekki alveg óalgengt og ekki alveg viljandi af minni hálfu, og ég hef jafnvel tekið því persónulega því oft finnst mér sögupersónurnar mínar mjög líkar sjálfum mér. Þú veist, ef þú nærð ekki kontakt, þá er það vegna þess að ég er sjálfur sálarlaus! En svona án gríns, þá er mig farið að gruna að dálítið sínísk afstaða mín til þeirra komi til einmitt vegna þess að maður geti sem höfundur leyft sér að fara harðari höndum um breyskleika sem maður þekkir vel í sjálfum sér – ef þær væru fjarskyldari mér, ef ég væri að spegla breyskleika annarra, myndi ég kannski leggja meira upp úr því að skapa annars konar nálægð. Auðvitað tapast ýmislegt við að halda þessari afstöðu en ég held að maður græði líka ýmislegt – það er hætt við að fari maður að sníða alla agnúa af verði sögurnar (og sögupersónurnar) í raun litlausari, þótt þær haldi kannski betur rétt á meðan. Ég er líka dálítið skeptískur á lestrarnautnina sem slíka – og þá tala ég sem lestrarsaurlífisseggur.


Þegar ég skrifaði Illsku hafði ég stöðugar áhyggjur af því að verða einhvern veginn of seinn – að hún yrði „búin“ þegar ég loks næði að klára hana. Kannski ekki að neinn annar myndi skrifa hana en að hún yrði ekki „relevant“. Það hefur svo reynst vera þveröfugt – sem er auðvitað áhyggjuefni út af fyrir sig. En það gerði það að verkum að ég var nokkuð afslappaðri á meðan ég skrifaði Heimsku, sem ég þagði mestmegnis yfir þar til ég var búinn að skrifa. Ég skilaði hins vegar handritinu svo snemma – bloggaði eiginlega mest til að reyna að ná utan um hugmyndirnar, að fá skýra mynd af því sjálfur hvað ég hefði gert. Og maður veit það aldrei fyrr en eftir á, ég skrifa ekki með „intellektinu“ heldur ósjálfrátt, „instinktíft.“


Ég held að öruggasta leiðin til þess að segja ekkert um eða við tíðarandann sé að ætla sér það – ef eitthvað er óstöðugt og hverfult þá er það tíðarandinn. Það hljómar hálf barnalega að segja það en ég vil bara skrifa bækur um lífið sem ég lifi, heiminn í kringum mig, bækur sem ég vil lesa, allar þær klisjur. Ég skrifaði lokaútgáfuna af Heimsku í Víetnam – sem er alræðisríki, þar sem með manni er fylgst. Ég þurfti svo að fara krókaleiðir til að komast inn á Facebook og láta fylgjast með mér hinum megin frá. Ég lagði það beinlínis á mig að troðast framhjá netlöggunni til að sjást, til að vera með í hysteríunni – og það þegar ég hafði ferðast yfir hálfan hnöttinn með það fyrir augum að geta verið í friði. Og það kom mér ekkert á óvart. Og þar lá líka lykillinn að því að klára hana – að ég gat séð hvað hún var í raun persónuleg.


Einlægni í hysterískri hakkavél

KG: Já, tíðarandi er náttúrlega alltumlykjandi andrúmsloft. Við öndum því að okkur og útöndunin fer beint út í það. Hann fer inn í blóðið, rennur um hjartað og heilann og tengist svo á endanum DNA-keðjunum okkar. Fagurfræði, smekkur okkar og skynbragð ekki síður en umfjöllunarefni, mótast svo mikið af tímunum (oft finnst mér eins og listamönnum finnist það hálf-pirrandi ef maður er að reyna að greina þetta í verkum þeirra).

Einhvern veginn finnst mér einmitt stíllinn á Heimsku (og reyndar Illsku líka) vera þannig að þær henta internetvæddum lesendum: Blátt áfram tungutak og stuttir kaflar (og nú stutt bók). Hugsar þú um hvernig framsetningin, formið og stíllinn geta hentað samtímanum? Og hugsar þú yfirleitt að skáldsagan muni mikið lengur vera relevant tjáningarmiðill?

Og, svo við höldum aðeins áfram með þann þráð, sem er helsta umfjöllunarefni bókarinnar, um að sjást og fá að vera í friði. Bókin sprettur úr vangaveltum um þetta var það ekki? Hvað myndir þú segja að hafi verið áhugaverðasti punkturinn sem þú hafi uppgötvað um þetta í skriftaferlinu?


EÖN: Ég held að ætli skáldsagan að vera relevant verði fagurbókmenntahöfundar að hætta að sækja inn á miðjuna – hætta að reyna að keppa við sjónvarpið (eða internetið) í senseisjónalisma. Bókmenntir eiga rétt á sér á meðan þær eru tiltekin aðferð til þess að fást við veruleikann. Auðvitað taka þær mið af samtíma sínum og læra af öðrum miðlum, öðrum formum – þetta er ekki diss á fantasíur eða krimma, per se – en þær mega ekki verða að athafnasvæði fyrir kvikmyndagerðarmenn sem nenna ekki að standa í veseninu sem fylgir því að búa til bíómynd, svona einsog ljóðið er oft athafnasvæði fyrir rithöfunda sem nenna ekki að skrifa lengri verk.

Stíllinn í Illsku og Heimsku er samt ólíkur á þann veg að í Illsku er svo margt aukreitis – það er svo mikið pláss í stórri skáldsögu, maður getur leyft sér miklu ítarlegri útúrdúra. Ég ákvað strax í upphafi að Heimska yrði stutt; ég vildi takast á við að skrifa stutta bók með annars konar intensíteti. Sem þýðir ekki að það séu ekki útúrdúrar en púslin verða að smella saman á annan hátt – ég verð að vita fyrir víst að þau eigi öll heima þar sem þau eru og skilja eftir nóg af vísbendingum um það hvernig það gengur upp til þess að lesandinn fari ekki bara að hata mig og grýti bókinni í gólfið. En auðvitað er textinn frekar beint áfram í bæði Heimsku og Illsku, sem hann er t.d. ekki að sama marki í Gæsku.


Ég byrjaði að skrifa Heimsku mjög sympatískur í garð þessa sýnileikaþjóðfélags – en einhvern veginn kom ég út úr henni með miklu meira óþol á samfélagsmiðlum og þannig hóp-performönsum en ég átti von á. Ég hef tekið þátt í öllu sem ég gat á internetinu frá því að ég fékk fyrst innhringitengingu árið 1995 og hef notið þess innilega, eignast vini, haldið sambandi við fólk um allan heim, ritstýrt vefritum og bloggað – tekið þátt í íslensku menningarsamfélagi á hátt sem mér hefði aldrei verið kleift að gera án þess. En einhvern veginn er mér farið að finnast þetta allt alveg fullkomlega óþolandi. Að maður skuli varla geta gert neitt lengur sem er ekki sýning fyrir einhvern – og ég held mér finnist næstum verstar tilraunirnar til einlægni, að þær skuli allar lenda í þessari hysterísku hakkavél.

Ég vona að ég sé ekki farinn að rugla of mikið. Ég er sko með flensu.

Allt „sínískt“ utan persónulegra kynna

KG: Æji, sorrí hvað það tekur alltaf langan tíma hjá mér að svara. Gleymi mér alltaf í Facebook-skrollinu  (Þetta er auðvitað ekki djók). En nei, mér finnst þetta hljóma nokkuð skynsamlega. Þetta er hins vegar auðvitað orðið lengra en nokkurn tímann væri hægt að birta í prentmiðli. Ættum því bráðum að setja punktinn við þetta. Er eitthvað sem þig langar geðveikt mikið að tala um? Var einhver spurning sem þú varst að vonast til að fá? (Áður við byrjuðum hafði ég hugsað mér að spyrja þig um játningakúltúrinn, um tilhneigingu listarinnar í dag til að vilja vera eitthvað annað en list, um jólabókaflóðið og hvort gagnrýni og viðtökur á Heimsku hafi verið vonbrigði).

EÖN: Það er náttúrulega áhugavert, sem mér hafði ekki dottið í hug, ekki í samhenginu við Heimsku – þetta hvað tendensinn í jólabókaflóðinu í ár er ákveðinn og tiltekinn. Það er kannski ekki einsog allir hafi skrifað sömu bókina en ég man varla eftir jafn sterkum þematískum líkindum, nema kannski árið eftir hrun. En þá var fólk að dokumentera eitthvað tímabundið og tiltekið – nú er aldagamall játningabókaþráður, sem hefur alltaf átt einhverja fulltrúa í hverju flóði, skyndilega dómínerandi.

Áður við byrjuðum hafði ég hugsað mér að spyrja þig um játningakúltúrinn, um tilhneigingu listarinnar í dag til að vilja vera eitthvað annað en list.

Það er auðvitað erfitt að ætla að kommenta eitthvað á játningakúltúrinn, nema til að hrósa honum, án þess að koma út úr því einsog hvínandi skíthæll. Og auðvitað hefur hann opnað á alls konar umræðu sem var tímabær og nauðsynleg. Sannleikurinn gjörir yður frjálsan og það allt saman. En hann er líka frekur herra – og það er ekki allt satt sem virðist vera satt og ekki allt logið sem er skáldskapur. Kannski er ekkert einlægara og ærlegra en kaldhæðnin þegar til kastanna kemur. Hún hefur það í öllu falli fram yfir einlægnina að vera ekki jafn yfirdrepsfull, sá sem talar af kaldhæðni krýnir sig ekki samtímis – hvorki með þyrnum eða gulli. En svo er vandinn á endanum sá að það er ekkert svæði eftir sem er ekki „performatíft“, ekkert svæði þar sem maður „bara er“ og í slíku samfélagi verður næstum allt „sínískt“ utan raunverulegra, náinna, persónulegra kynna. Strax og við missum takið hvert á öðru – eins og þegar Áki og Leníta skilja í Heimsku – verður fjarlægðin svo mikil.

Í sjálfu sér er játningakúltúrinn í mjög mörgum lögum og oft erfitt að átta sig á því hvað það er sem hin ólíku svæði eiga sameiginlegt, annað en að einstaklingarnir í þjóðfélaginu keppast við að berhátta sálir sínar – og raunar líkama líka – í leit að einhvers konar merkingu, og strúktúrarnir – yfirvaldið – virðast mjög áfram um að það gangi sem snurðulausast fyrir sig. Mark Zuckerberg var þannig ekki beinlínis að gefa auðæfi sín til „góðgerðamála“ einsog það var kallað í fréttum á dögunum, heldur að fjárfesta þeim í sítengdri framtíð fyrir alla – sem þýðir auðvitað að hugsjónir hans eru aðrar og hugsanlega dystópískari en bara að græða peninga, kannski einhvers konar heimsyfirráð. Ég ligg að minnsta kosti andvaka af áhyggjum yfir þessu enda er ég ekki viss um að ég lifi af að vera neitt „tengdari“ en ég er.

Í bókinni Reality Hunger eftir David Shields, frá 2010, heldur höfundur því fram að skáldskapurinn sé dauður – hinar ímynduðu sögur standist ekki lengur samanburð við veruleikann – ekki síst sökum þess hve aðgengi okkar að veruleika fólks sé orðið mikið og hversu auðvelt sé að vinna með fundna texta á tölvuöld – og listamenn framtíðarinnar muni fyrst og fremst kokka veruleikann ofan í alþýðu manna.

Í Skandinavíu er hins vegar að líða undir lok einhvers konar játningabókmenntaáratugur, sem náði hámarki í Knausgaard og Min Kamp. Þar var reyndar líka alltaf eitthvað aðeins flóknara í gangi, heiftarlegra samspil milli veruleika og skáldskapar. Knausgaard laug einu og öðru og opinberaði miklu meira um breyskleika sína en trámu, lagði miklu meira upp úr því hvað hann hafði gert og hugsað sjálfur en í hverju hann hefði „lent“. Daniel Sjölin skrifaði líka merkilega bók þar sem hann fer alveg yfir strikið í lygum um sjálfan sig – svoleiðis að enginn gat lengur vitað hvar lygarnar byrjuðu. Íslendingar spóluðu bara aftur til baka í eitthvað sambland af Í túninu heima og Harmsögu ævi minnar. ((Hérna gúglaði ég í flensunni Í túninu heima, opnaði síðuna og kom aftur í bréfið, og skildi svo ekkert hvað var að gerast þegar byrjunarorðin fóru að berast mér innan úr stofu, úr wi-fi hátalaranum, í flutningi nóbelskáldsins sjálfs)).

Mér finnast þessar hugmyndir yfirleitt áhugaverðar – þótt ég kveiki yfirleitt ekki á „venjulegri“ (skáld-)ævisögum, sem skortir þessa tensjón, þessa glímu. Mitt fyrsta viðbragð gagnvart öllum sem segjast að fyrra bragði vera að segja sannleikann er að fyllast grunsemdum. En það eru heldur ekki allar bækur skrifaðar fyrir mig og þurfa ekki að vera það. Ég hef mest velt þessu fyrir mér til þess að átta mig á því hvort ég kærði mig um að gera eitthvað þessu líkt sjálfur, en ég hef ekki fundið áhugaverðan vinkil á það og er satt að segja að verða lúinn á veruleikabókmenntum, hvort sem er á prenti eða á neti – finnst hann í augnablikinu segja mér minna um mitt eigið líf eða heiminn en skáldskapur, finnst hann veita mér minna perspektíf og vera með meiri átroðning, einsog það sé innbyggt í hann að maður ætti að skammast sín fyrir að sinna þeim ekki af lífi og sál.

Þegar ég hugsa um félagsmiðlana velti ég því líka hreinlega fyrir mér stundum hversu mikið eitt velmegunarþjóðfélag megi vorkenna sér – án þess að ég vilji gera lítið úr hinni persónulegu reynslu í hvert sinn – og hvaða merkingu það hafi að við skulum öll stíga fram sem fórnarlömb, sem þolendur; á meðan ég reikna með því að við séum öll, á langri og flókinni ævi, hvorutveggja, líka gerendur. Það er svolítil einstefna í þessu sem veitir þessu maóískara yfirbragð en ég held að sé nokkru samfélagi hollt.

Um jólabókaflóðið og hvort gagnrýni og viðtökur á Heimsku hafi verið vonbrigði.

Maður öðlast dálítið annað perspektíf á flóðið þegar maður hefur einu sinni gefið út bók sem naut almennrar hylli – maður áttar sig betur á því að maður er alls ekki í þessu til þess að láta klappa sér á bakið. Í fyrsta lagi held ég að það sé hálfgert happdrætti hvernig þessir dómar fara – ég hef aldrei ætla að skrifa bækur sem væru „allra“ og legg ekkert endilega mikið upp úr því að þær séu auðmeltanlegar – og í öðru lagi held ég að þar spili ýmislegt sálrænt og pólitískt inn í. Ég ákvað fyrir löngu síðan að bækur mínar ættu ekki að minna of mikið hver á aðra og það flækir kannski svolítið viðtökurnar, a.m.k. fyrir suma. Ég garga kannski eitthvað með sjálfum mér þegar gagnrýnandinn er neikvæður, en svo reyni ég að draga bara andann.

Það eru 13 ár síðan ég fór að gefa út bækur og ég er miklu vanari mótlæti en meðbyr, sem er líka ágætt – ég hugsa að maður sé líklegur til að fara bara að þóknast þeim sem eru alltaf að klappa manni á bakið. Ég hef alltaf skrifað af einhverri listrænni mótþróaröskun og er ekki viss um að ég væri vel fúngerandi – að ég gæti skrifað hluti sem mér þættu áhugaverðir, merkingarbærir eða þrungnir tilfinningu sem ég trúi á – ef ég myndi glotra niður þeirri spennu úr lífi mínu. En svo má ég ekki vorkenna sjálfum mér alltof mikið heldur – Heimska er seld til Frakklands og Svíþjóðar og það á að gera úr henni bíómynd. Og svo fékk hún líka nokkra glimrandi dóma ofan í hratið, fyrir utan viðbrögð lesenda – tölvupósta og þvíumlíkt – sem eru ekki hótinu verri en þegar ég gaf út Illsku. Jólabókaflóðið er fyrst og fremst efnahagslegt atriði svona rétt á meðan því stendur – kapphlaup við peninga og athygli, dómarnir fara með hluta af sölunni og auðvitað sé ég eftir peningunum, ég er alltaf blankur og það er þreytandi til lengdar. En ég átta mig sífellt betur á því hvað þetta flóð er í raun og veru lítið relevant fyrir bókmenntirnar, sem lifa í einhverri allt annarri vídd.23.jan. 2018 - 14:27 DV

Óskarsverðlaun 2018 - Þessar kvikmyndir eru tilnefndar í ár

Verðlaun eru veitt í 24 flokkum og eru fimm myndir tilnefndar í hverjum flokki, að undanskildum besta kvikmynd þar sem myndir mega vera allt að tíu talsins, eru níu í ár og besta förðun og hár þar sem tilnefningar eru þrjár talsins.
23.jan. 2018 - 11:45 Ari Brynjólfsson

Netflix ætlar að eyða 830 milljörðum í nýja þætti árið 2018

Þegar Netflix byrjaði að framleiða þættina sínvinsælu, Spilaborg eða House of Cards, árið 2012 efuðust margir innan skemmtanabransans að efnisveita gæti haldið úti framleiðslu á þáttum sem kosta rúmlega einn milljarð króna. Síðan eru liðin sex ár og nú hyggst Netflix eyða rúmlega 830 milljörðum króna í nýja þætti á árinu.
16.ágú. 2017 - 13:18

Sæmundur gefur út unga og efnilega höfunda

Bókaútgáfan Sæmundur efndi til útgáfuteitis fyrir helgi í tilefnu útkomu tveggja bóka eftir tvo unga og upprennandi höfunda sem voru báðir að gefa út sína fyrstu bók. Teitið fór fram í bókaverslun Eymundssonar í Austurstræti. Þar mætti fjölmenni til að fagna með höfundunum tveimur sem lásu upp úr bókum sínum.

Jóhanna María Einarsdóttir og Björn Halldórsson eru bæði útgefnir rithöfundar sem hafa fengið verk sín birt í ýmsum miðlum. Nú á fimmtudaginn gáfu þau bæði út sína fyrstu bók. Ljósmyndarinn Jóhann A. Kristjánsson smellti nokkrum myndum af höfundunum og gestum.

09.nóv. 2016 - 15:18

Raðmorðingi gengur laus í Reykjavík: Nýja Breiðholt birtir ískyggilega framtíðarsýn

Nýja Breiðholt er óvenjuleg spennusaga eftir Kristján Atla Ragnarsson sem gerist í ískyggilegri framtíð í Reykjavík þar sem nær allir innviðir eru hrundir og frumskógarlögmálið ræður ríkjum í samskiptum íbúanna.
31.ágú. 2016 - 14:00 Kynning

Nýjar bækur: NORN!

Pabbi hefur eignast kærustu. Hún er með sítt hár, sítt, grænt og úfið hár. Og skemmdar tennur. Vörtur. Uppmjóan hatt. Það er brennisteinslykt af henni. Hún er NORN!
08.júl. 2016 - 09:50 Ágúst Borgþór Sverrisson

Glæpasagnahóf í Eymundsson á Skólavörðustíg í dag: Bókin „13 krimmar“ kynnt

Glæpasögur eru vinsæl lesning, ekki síst á sumrin. Í dag er öllum glæpasagnaunnendum boðið til veislu í Eymundsson Skólavörðustíg þegar kynnt verður bókin „13 krimmar“ en hún inniheldur glæpasmásögur eftir hóp höfunda sem hafa fengist töluvert við smásagnagerð undanfarin ár.
14.jún. 2016 - 10:09

Heimsfrægur þrívíddarlistamaður ætlar að kenna Íslendingum: Allir geta lært tæknina

Þrívíddarlistamaðurinn Dru Blair sérhæfir sig í airbrushtækni og er einn sá besti í heimi. Tæknin gengur út á að gera myndirnar sem líkastar því sem gerist í raunveruleikanum og má oft varla greina hvort um er að ræða ljósmynd eða málverk.  Hann þykinn einn færasti realisma airbrush artisti i heimi
18.apr. 2016 - 09:32 Kristín Clausen

Barnamenningarhátíðin hefst á morgun

Barnamenningarhátíðin verður sett í sjötta skipti á morgun 19. apríl kl. 11 með gleðihátíð í Eldborgarsal Hörpu. Í ár er margbreytileikanum fagnað sérstaklega og af því tilefni mun hljómsveitin Pollapönk frumflytja lag sitt Litríkir sokkar og vettlingar  á setningunni.
30.mar. 2016 - 18:55 Kristín Clausen

Píkusögur aftur á svið

Píka er líkamshlutinn sem við nefnum sjaldnast upphátt og helst ekki sínu rétta nafni. Hvers vegna ekki að byrja núna? Píkusögur, eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, hefur verið kallað mikilvægasta og pólitískasta leikverk síðari ára.
21.mar. 2016 - 14:30

Barnabókin sem fær börn til að sofna á nokkrum mínútum komin út á íslensku

Bók sem fær börn til að sofna er þarfaþing. Það kemur því ekki á óvart þó að slík bók, barnabókin Kanínan sem vill fara að sofa, hafi farið sigurför um heiminn. Höfundurinn er sænski sálfræðingurinn Carl-Johan Forssén. Bókin er sérhönnuð til hjálpa börnum að sofna fljótt og vel.
03.mar. 2016 - 12:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Fékk ekki starfslaun eftir útgáfu bókar sem núna hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bækur Elísabetar Jökulsdóttur og Guðbergs Bergssonar hafa verið tilnefndar af hálfu Íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bók Guðbergs er skáldsagan Þrír sneru aftur en bók Elísabetar er ljóðabókin Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsakletta.
20.jan. 2016 - 11:00

Játning Karls Ágústs: Vil vita hvað ég sé fyrir mörgum öryrkjum

„Ég hef lifað af ritlist í um það bil 35 ár. Ég lagði það á mig að mennta mig sérstaklega í þessari grein og ná mér í meistaragráðu. Ég hef meira að segja kennt blásaklausum ungmennum þetta vafasama fag í rúm 15 ár í þremur þjóðlöndum og sumir af nemendum mínum hafa jafnvel náð athygli á ritvellinum, illu heilli eða góðu,“
14.jan. 2016 - 21:30

Mikael óhress

Mikael Torfason, rithöfundur, segir að úthluta eigi listamannalaunum á þann veg að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Sjálfur hlaut hann ekki náð fyrir nefndarinnar en aðalstjórn Rithöfundasambandsins eins og hún leggur sig fékk 12 mánaða starfslaun.
12.jan. 2016 - 14:40 Kristín Clausen

Í mínu ástandi -Persónuleg sýning byggð á erfiðri lífsreynslu

Í mínu ástandi nefnist sýning Önnu Hansson á málverkum og teikningum sem verður opnuð í Anarkíu listasal laugardaginn 16. janúar kl. 15-18. 

Verkin á sýningunni eru sjálfsmyndir og skiptast í stór þróttmikil olíumálverk og teikningar þar sem bleki og kolum er blandað saman. Þetta eru tjáningarrík og formsterk málverk, efnis- og litameðferð er djörf og ákveðin og sterkt formskyn Önnu og markviss pensilskrift skila sér vel í þessum kröftugu myndum.  09.jan. 2016 - 11:18 Kristín Clausen

Justin Bieber tókst hið ómögulega

Mynd: GettyImages Justin Bieber tókst í vikunni að afreka eitthvað sem engum öðrum tónlistarmanni hefur hingað til tekist. Bieber náði fyrsta, öðru og þriðja sæti á breska vinsældarlistanum. Hann er því kominn í hóp stærstu tónlistarmanna sögunnar.
09.jan. 2016 - 08:00

Versta kvikmynd í heimi sýnd á Íslandi: Myndband

The Room er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið. Hún kom út árið 2003 og var sýnd við einstaklega dræmar viðtökur í Los Angeles (flestir gestir vildu fá endurgreitt áður en hálftími var liðinn) þar sem ungir kvikmyndaáhugamenn rákust á hana og sáu húmorinn í hörmungunum.
02.jan. 2016 - 13:36 Ágúst Borgþór Sverrisson

Auður Jónsdóttir ósátt við Fréttablaðið: „Ljótt gagnvart fjölskyldu minni“

Auður ásamt eiginmanni sínum, Þórarni Leifssyni. Auður Jónsdóttir rithöfundur en óánægð með þá tilhneigingu fjölmiðla að setja sjálfsævisögustimpil á nýjustu bók hennar, Stóra skjálfta, sem hún segir vera hreinræktaða skáldsögu. Í Fréttatímanum var gefið til kynna að höfundur lýsti reynslu sinni af flogaveiki í bókinni og í Fréttablaðinu er bókin sögð sjálfsævisöguleg.
22.des. 2015 - 13:00

Lítil stúlka leitar að hamingjunni

Ný íslensk barnabók, Vikkala Sól og hamingjukrúsin eftir Kristínu Margrét Kristmannsdóttir kom út með hvelli fyrir tæpum hálfum mánuði síðan, og rauk upp í annað sæti metsölulista Eymundsson fyrstu vikuna í flokki barnabóka. Þá fór bókin í einnig í sjötta sæti almenna listans. Bókin hefur vakið eftirtekt fyrir bæði göfugan boðskap og heillandi ævintýri sem liggur á mörkum fantasíu og raunveruleika. Tekist er á við það sem við öll viljum og leitumst eftir óháð aldri: sjálfa hamingjuna, sem gleymist stundum að sjá í hinu stóra og smáa.  
20.des. 2015 - 21:00

Jólasaga Pressunnar 2015 er eftir Róbert Marvin

Fyrir síðustu jól tók Pressan upp þann sið að birta frumsamda jólasögu eftir íslenskan höfund skömmu fyrir jól. Okkur langar til að halda þessu áfram og að þessu sinni birtum við áhrifamikla jólasmásögu eftir rithöfundinn Robert Marvin. Hann hefur getið sér gott orð fyrir smásögur sínar en fyrr á árinu gaf hann einnig út skáldsöguna Konur húsvarðarins, sem er spennusaga. Smásagan sem hér fer á eftir, Gjöf handa mömmu, er í senn hjartnæm og vönduð saga sem heldur lesandanum föngnum. Hún birtist  upphaflega í smásagnasafninu Jólasögur sem kom út í haust og inniheldur jólasmásögur eftir ýmsa höfunda.
17.des. 2015 - 18:29 Kristín Clausen

Þetta eru bestu bækur ársins 2015 að mati íslenskra bóksala

Bókmenntaverðlaun bóksala voru veitt í gær, 16. desember 2015. Alls voru veitt verðlaun í níu flokkum. Líkt og fyrri ár kaus starfsfólk bókaverslana um bestu bók ársins í hverjum flokki.  
15.des. 2015 - 21:03

Allar stelpur ættu að eiga bókina Stelpur -10 skref að sterkari sjálfsmynd

Bókin Stelpur 10 skref að sterkari sjálfsmynd kom út um miðjan nóvember síðastliðinn en Veröld gefur út bókina sem er fimmta bók höfundarins Kristínar Tómasdóttur. Höfundur heldur áfram á sömu braut og hún hefur áður verið, það er, fræðsluefni fyrir unglingsstelpur. Að þessu sinni er bókin miðuð að því að lesandinn sé að vinna með sjálfsmynd sína samhliða lestri til dæmis í gegnum verkefni sem sett eru fram í bókinni.
09.des. 2015 - 16:08

Gunnella með sýningu í Gróskusal

Þessa dagana stendur myndlistarkonan Gunnella fyrir málverkasýningu í Gróskusal á Garðatorgi 1 í Garðabæ. Á sýningunni sýnir Gunnella nýjar glæsilegar myndir í hinum ýmsu stærðum en einnig fá nokkur eldri verk að fylgja með.
02.des. 2015 - 16:03 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Hilma hittir í mark

Hilma er fyrsta bók Óskars Guðmundssonar en það er svo sannarlega enginn byrjendabragur á þessari æsispennandi sögu, sem er hörkuvel skrifuð og spunnin af mikilli íþrótt og hugkvæmni.
29.nóv. 2015 - 15:00

Stefán Máni rífst við sjálfan sig: „Þú vilt ekki að hann verði fúll er það?“

Stefán hitti Mána til að rabba við hann um nýjasta verk hans Nautið. Nautið fer vel af stað og blekið var varla þornað þegar Stefán Máni hafði gert samning við Pegasus um að Nautið yrði að sjónvarpsseríu í leikstjórn Baldvins Z. Í lýsingu á verkinu segir meðal annars:
10.nóv. 2015 - 14:00

„Enginn vill láta kalla sig glæpamann:“ Rithöfundurinn Ágúst Borgþór í vandræðum

Ágúst Borgþór er kappsfullur blaðamaður, afkastamikill og hraðvirkur. Hann hefur það orð á sér að vera mjög óþolinmóður.
08.nóv. 2015 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Gefur sjálfur út plötuna Draumur um koss og lætur svartsýni stóru útgefendanna ekki hafa áhrif á sig

Karl Hallgrímsson tónlistarmaður. Platan Draumur um koss er nýkomin út en það er tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson sem á veg og vanda af plötunni. Hann gefur hana út sjálfur og segist ekki láta svartsýni stóru útgefendanna hafa áhrif á sig og telji að geisladiskar/plötur eigi sér enn líf fyrir höndum.
04.nóv. 2015 - 16:31

Kvennakór Garðabæjar hlaut gull- og silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni

Kvennakór Garðabæjar, skipaður áhugasöngkonum úr Garðabæ og nágrenni, vann til tvennra verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni Canta al mar á Spáni sem fór fram dagana 21.- 25. október. Kórinn vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks og í flokki kirkjuverka vann kórinn til silfurverðlauna. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
03.nóv. 2015 - 14:15 Kristján Kristjánsson

Meistaraverk! Af hverju fékk Jón Kalman ekki bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs?

Henriette Bacher Lind, bókmenntagagnrýnandi Jótlandspóstsins, á varla til nógu stór lýsingarorð til að lýsa hrifningu sinni á bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, sem er nýkomin út á dönsku.  Hún segir bókina vera meistaraverk og gefur henni sex stjörnur af sex mögulegum.
02.nóv. 2015 - 15:54 RaggaEiríks

Furðulegir atburðir: Ný barnabók Gerðar Kristnýjar fjallar um dularfullar dúkkur

Gerður Kristný hefur sent frá sér nýja barnabók. Hún heitir Dúkka og er spennandi og afar vel skrifuð saga um Kristínu Kötlu sem eignast dúkku sem er ekki eins blíð og góð og í upphafi mætti ætla.
01.nóv. 2015 - 13:00

Má bjóða þér að lesa kafla úr spennusögunni Inn í myrkrið?

Skáldsagan Inn í myrkrið hefur fengið góðar viðtökur og selst prýðilega. Sagan fjallar um venjulegan mann sem fer út af sporinu, leiðist í afbrot og fer að lifa tvöföldu lífi. Sagan fer rólega af stað en magnast eftir því sem á líður.
27.okt. 2015 - 10:44

Leiðinlegur hversdagsleiki eða hættuleg glæpabraut

Inn í myrkrið er óvenjuleg spennusaga að því leyti að hún er að mestu sálræn. Þó að vissulega gerist miklir atburðir inn á milli þá er sagan fyrst og fremst raunsæ lýsing á manni sem hefur misst tökin á lífinu og sogast æ lengra inn myrkrið. Helsta togstreitan er á milli þess hvort að aðalpersónan Óskar, sem er fastur í ástlausu hjónabandi sem er ekkert nema vaninn einn, kjósi að halda sig við örugga en leiðinlega hversdagsleikann eða velji hina spennandi en hættulegu óvissu sem fylgir glæpalífinu.
21.okt. 2015 - 21:30

Inn í myrkrið eftir Ágúst Borgþór Sverrisson

Út er komin skáldsagan Inn í myrkrið eftir Ágúst Borgþór Sverrisson, óvenjuleg spennusaga um ferð manns inn í myrkrið í eigin sál og til fundar við myrk öfl í samfélaginu.

03.okt. 2015 - 18:00

Eru Ameríkumenn hættir að gera góðar bíómyndir: Bestu myndirnar eru hundgamlar!

Óhætt mun að segja að bandarísk kvikmyndagerð er sú áhrifamesta í heimi. Og engum blöðum er um það að fletta að amerískar myndir eru þær vinsælustu í heimi. En ætla mætti að Bandaríkjamenn væru hins vegar hættir að gera verulega góðar bíómyndir. Þá ályktun má að minnsta kosti draga af lista sem BBC bjó til með ærnu erfiði og á að sýna 100 bestu bandarísku myndrinar frá upphafi.
17.sep. 2015 - 11:00

Glæsileg dagskrá á RIFF í ár: Hátt í 100 kvikmyndir, matarveisla og sundbíó

Kvikmyndin Tale of Tales verður opnunarmynd RIFF í ár Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 12. sinn þann 24. september næstkomandi og mun standa til sunnudagsins 4. október. Opnunarmyndin Tale of Tales verður sýnd við sérstaka athöfn í Gamla bíó þann 24. september. Þá verður víðtæk dagskrá í Kópavogi, meðal annars í Gerðasafni, Salnum og Bókasafni Kópavogs. Gert er ráð fyrir að hátt í hundrað erlendir gestir munu sækja hátíðina heim, bæði leikstjórar myndanna, framleiðendur, dreifingaraðilar og blaðamenn.
08.sep. 2015 - 14:21

Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Hrútar mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli.
31.ágú. 2015 - 11:41

Fúsi tilnefndur: Hjartnæm þroskasaga af ljúfum risa

Kvikmyndin  Fúsi  eftir  Dag  Kára  Pétursson er  tilnefnd  til   Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs  í  ár. Tilkynnt var í morgun hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til hinna eftirsóttu verðlauna sem verða afhent þann 27. október í Hörpu.  
24.ágú. 2015 - 19:00 Ari Brynjólfsson

Grófasta mynd sem sýnd hefur verið í þrívídd hér á landi: Stikla

„Þetta er allavega grófasta mynd sem ég hef séð í bíó og grófasta þrívíddarmynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum á Íslandi,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís í samtali við Pressuna. Um er að ræða kvikmyndina Love sem vakið hefur mikla athygli þar sem hún sýnir kynlíf á mjög afhjúpandi hátt. Hrönn segir það hafa verið röð út úr dyrum á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Queer Palm verðlaunanna:

08.jún. 2015 - 21:00

Þegar tveir ungir menn hurfu í Reykjavík: „Voru þetta bara tveir listrænir strákar á megabömmer yfir lífinu?“

„Handan við hafdjúpin bláu. Hugur minn dvelur hjá þér. Ég vil að þú komir og kyssir. Kvíðann úr hjarta mér,“ eru upphafsorð lagsins Hvítra máva eftir Björn Braga Magnússon, en lagið og höfundurinn var efni pistils Dr.Gunna í tilefni Sjómannadagsins. Hvítir mávar komu út árið 1959 í flutningi Helenu Eyjólfsdóttur, með lagi eftir Walter Lange og texta eftir Björn Braga. Er þetta hans þekktasti texti en hann samdi einnig textann við Allt á floti.
23.maí 2015 - 08:00

Eika og Eiríki lenti saman: Ekki sammála um Hryðjuverkamaður snýr heim

„Jæja, ertu þá loksins kominn aftur hingað uppeftir?“ sagði Eiki þar sem hann gekk fram á mig sitjandi á rafmagnskassa í Vesturberginu og horfa yfir blokkirnar.
12.maí 2015 - 16:30

Sindri Freyr er „Þér við hlið“

Sindri Freyr Guðjónsson

Tónlistarmaðurinn Sindri Freyr Guðjónsson gaf í dag út sitt annað lag á ferlinum en lagið Þér við hlið er nú frjálst til hlustunar á YouTube. Þessi bráðum 21 árs gamli Eyjamaður grípur hér sumarið á lofti með fersku og skemmtilegu „sumarpoppi“.

10.maí 2015 - 19:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Játaði á sig ofbeldi og uppskar útskúfun

Ofbeldi er margslungið. Margt af því ofbeldi sem við beitum hvert annað er þannig vaxið að það gerir illt vera að reyna að refsa fyrir það opinberlega, það er þess eðlis að aðrir eru ekki þess umkomnir að dæma og refsa fyrir það, ekki nema við viljum lifa í lögregluríki.
03.maí 2015 - 09:03

Jón Gnarr svarar fyrir sig: „Ekki ætlun mín að halla á Gunnar Jökul“

Jón Gnarr svarar að einhverju leyti gagnrýni sem Egill Helgason beindi að honum í dag fyrir að hafa sett trommuleikarann Gunnar Jökul Hákonarson í hóp bjánapoppara.  Forsaga málsins er grein sem Jón Gnarr birti í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins og hörð gagnrýni Egils Helgasonar á greinina á bloggsvæði Egils á Eyjunni.
02.maí 2015 - 22:48

Nýr og óþekktur höfundur að slá í gegn? Fjölmenni í útgáfuteiti HILMU

Spennusagan Hilma hefur vakið töluverða forvitni fólks og fengið frábærar viðtökur þeirra fáu sem enn hafa lesið hana en útgáfuteiti vegna bókarinnar var haldið síðastliðinn fimmtudag í Eymundsson Austurstræti. Útgáfuteitið var afar fjölmennt og mörg eintök seldust af bókinni á staðnum.
02.maí 2015 - 17:27

Egill gagnrýnir Jón Gnarr harðlega: Gunnar Jökull var veikur, ekki bjáni

Egill Helgason ferð hörðum orðum um grein Jóns Gnarr í Fréttablaðinu í morgun sem fjallar um svokallað bjánapopp. Ástæða gagnrýninnar er sú að Jón Gnarr dregur Gunnar Jökul Hákonarson, fyrrverandi trommuleikara Trúbrots, inn í umræðuna. „Ég segi eins og er – mér finnst það ljótt,“ segir Egill.
02.maí 2015 - 14:00

Listakonan Jonna glímdi við Bakkus og erfiðan skilnað: „Listin bjargaði mér“

„Í rauninni er fótunum kippt undan manni þegar maður lendir í slíkri lífsreynslu. Ég fékk taugaáfall og hefði sennilega verið lögð inn á geðdeild ef ég ætti ekki svona yndislega móður sem tók mig að sér og bjó hjá mér í þrjár vikur.“
02.maí 2015 - 11:41

Gleyma öllu um Hallbjörn, hendir plötu Gylfa í ruslið: Bjánapoppið er dautt

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, gerir upp við bjánapoppið sem hann kallar svo í nýjum pistli og segir það dautt, þar sem margar helstu hetjur þess á íslenskum vettvangi hafi gerst sekar um glæpi eða óásættanlega framkomu.
28.apr. 2015 - 19:35

Bubbi: Þingmenn væla yfir saklausum gjörningi á meðan þeir hafa tekið ákvörðun um að nauðga landinu

Líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum hefur uppátæki  hins umdeilda listamanns, Marco Evaristti, að hella bleiku náttúrulegu litarefni í Strokk, vakti hörð viðbrögð hér á landi. Er svo komið að listmaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótanna Íslendinga. En Marco segist hafa borist fjölda líflátshótana.
28.apr. 2015 - 10:45

Enginn bað Ólaf Elíasson um að hoppa upp í rassgatið á sér

Uppátæki hins umdeilda listamanns, Marco Evaristti, að hella bleiku náttúrulegu litarefni í Strokk, vakti hörð viðbrögð hér á landi. Kepptust Íslendingar við að úthúða listamanninum á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Liturinn var með öllu horfinn úr náttúrunni eftir fjóra klukkutíma. Marco var uppnefndur heimskur glæpamaður sem ætti að drulla sér af Íslandi þegar í stað. Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og hann er gjarnan kallaður fjallar um málið á Eyjunni.
27.apr. 2015 - 20:48

Alvogen heldur styrktartónleika fyrir börn í Nepal: Retro Stefson, Amabadama og Ylja boðað komu sína

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að halda styrktartónleika í Hörpu þann 6. júní næstkomandi í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn en samtökin standa nú fyrir landssöfnun til styrktar þolendum jarðskjáltans mikla í Nepal. Alvogen mun bera allan kostnað vegna tónleikanna þannig aðgangseyrir renni óskertur til samtakanna vegna neyðaraðstoðar sem þau standa fyrir í kjölfar hamfaranna. Stefnt er að því að safna yfir 5 milljónum króna vegna tónleikanna sem renna óskert til UNICEF og Rauða krossins með stuðningi Alvogen. Andvirði miðasölu verður skipt jafnt á milli samtakanna. Jafnframt mun Alvogen leggja 4 milljónir króna í beinum fjárstuðningi til UNICEF fyrir sama málefni. Með stuðningi Alvogen og beinu fjárframlagi er stefnt að því að 9 milljónir króna renni til UNICEF og Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Nepal.