Menningarpressan

09. des. 2015 - 16:08

Gunnella með sýningu í Gróskusal

Þessa dagana stendur myndlistarkonan Gunnella fyrir málverkasýningu í Gróskusal á Garðatorgi 1 í Garðabæ. Á sýningunni sýnir Gunnella nýjar glæsilegar myndir í hinum ýmsu stærðum en einnig fá nokkur eldri verk að fylgja með.

Gunnella segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar en einhverjir hafa þó sagt að það sé erfitt að finna salinn. Rétt er því að árétta að gengið er inn á yfirbyggt glertorg við verslunina Víði en þar beint framundan er hurð merkt Gróskusal.

Sýningin opnaði þann 5. desember síðastliðinn og stendur hún til og með 13. desember. Boðið er upp á léttar veitingar á staðnum og að sjálfsögðu eru allir velkomnir, en opið er alla umrædda daga frá klukkan 13:00 til 17:00.