09.jan. 2016 - 08:00

Versta kvikmynd í heimi sýnd á Íslandi: Myndband

The Room er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið. Hún kom út árið 2003 og var sýnd við einstaklega dræmar viðtökur í Los Angeles (flestir gestir vildu fá endurgreitt áður en hálftími var liðinn) þar sem ungir kvikmyndaáhugamenn rákust á hana og sáu húmorinn í hörmungunum.
31.okt. 2015 - 14:34 RaggaEiríks

Sigurganga íslenskra kvikmynda heldur áfram: Hrútar besta myndin og Gunnar Jónsson (Fúsi) besti leikarinn

Íslenskar kvikmyndir halda áfram sigurför sinni um heiminn. Í dag var tilkynnt að kvikmynd Gríms Hákonarsonar hefði hlotið gullverðlaun á alþjóðlegu Valladolid kvikmyndahátíðinni sem haldinn er á Spáni. Á sömu hátíð var Gunnar Jónsson valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem Fúsi í samnefndri mynd eftir Dag Kárason.
03.okt. 2015 - 18:00

Eru Ameríkumenn hættir að gera góðar bíómyndir: Bestu myndirnar eru hundgamlar!

Óhætt mun að segja að bandarísk kvikmyndagerð er sú áhrifamesta í heimi. Og engum blöðum er um það að fletta að amerískar myndir eru þær vinsælustu í heimi. En ætla mætti að Bandaríkjamenn væru hins vegar hættir að gera verulega góðar bíómyndir. Þá ályktun má að minnsta kosti draga af lista sem BBC bjó til með ærnu erfiði og á að sýna 100 bestu bandarísku myndrinar frá upphafi.
08.sep. 2015 - 14:21

Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Hrútar mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli.
31.ágú. 2015 - 11:41

Fúsi tilnefndur: Hjartnæm þroskasaga af ljúfum risa

Kvikmyndin  Fúsi  eftir  Dag  Kára  Pétursson er  tilnefnd  til   Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs  í  ár. Tilkynnt var í morgun hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til hinna eftirsóttu verðlauna sem verða afhent þann 27. október í Hörpu.  
24.ágú. 2015 - 19:00 Ari Brynjólfsson

Grófasta mynd sem sýnd hefur verið í þrívídd hér á landi: Stikla

„Þetta er allavega grófasta mynd sem ég hef séð í bíó og grófasta þrívíddarmynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum á Íslandi,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís í samtali við Pressuna. Um er að ræða kvikmyndina Love sem vakið hefur mikla athygli þar sem hún sýnir kynlíf á mjög afhjúpandi hátt. Hrönn segir það hafa verið röð út úr dyrum á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Queer Palm verðlaunanna:

18.apr. 2015 - 23:21

Tveggja mínútna stikla úr Batman V Superman loksins birt og gerir allt vitlaust á Youtube

Beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu eftir stiklu úr kvikmyndinni Batman v. Superm­an: Dawn of Justice. Hún hefur nú verið birt á Youtube og á örfáum tímum hefur verið horft á hana tíu milljón sinnum.
12.apr. 2015 - 10:00

Sverrir: „Ég hef kannski þannig útlit að fólk þekkir mig ekki endilega“

„Þetta er maður sem lifir í mjög hörðum heimi og hefur aldrei verið númer eitt, en þegar vinur hans deyr þá opnast möguleikinn fyrir hann á að taka það skref og prófa að verða að ágengari persónu,“ segir Sverrir Guðnason um hlutverk sitt í sænsku kvikmyndinni Flugparken
19.jan. 2015 - 12:45

Óli Stef á hvíta tjaldið

Ólafur Stefánsson er lifandi goðsögn í handboltaheiminum. Ný íslensk heimildarmynd, Óli Prik, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 6. febrúar næstkomandi. Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir 17 ár í atvinnumennsku og tekur að sér að þjálfa meistaraflokk Vals.
03.nóv. 2014 - 19:15

Vonarstræti hirti gullverðlaun

Kvikmyndin Vonarstræti hlaut fyrstu verðlaun á hátíð norrænna kvikmynda í Lübbeck í Þýskalandi um helgina. Leikstjóri myndarinnar er Baldvin Z en meðal leikara sem slegið hafa í gegn með frammistöðu sinni í myndinni er Þorsteinn Bachmann.
17.okt. 2014 - 12:14

Frankenstein í leikstjórn Danny Boyle í Bíó Paradís 18. og 19. október

Leikhúsunnendum, sem og kvikmyndaunnendum, gefst einstakt tækifæri til þess að upplifa hrollvekju Mary Shelly, Frankenstein, í Bíó Paradís þann 18. og 19. október. Þá verður uppfærsla National Theatre Live London á á þessu ódauðlega leikriti sýnd en leikstjóri sýningarinnar er enginn annar en snillingurinn Danny Boyle.
03.okt. 2014 - 13:00 Kristín Clausen

Afinn er fjögurra stjörnu skemmtun: Salurinn vældi úr hlátri þrátt fyrir alvarlegan undirtón

Kvikmyndin Afinn sem byggir á samnefndu leikriti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu er frábær viðbót við íslenska kvikmyndaflóru. Persónusköpun myndarinnar er þétt og svo vel unnin að auðvelt er að lifa sig inn í tilvistarkreppu Guðjóns og fjölskylduerjurnar sem koma upp vegna þess hve hann virðist týndur í lífinu.
09.jún. 2014 - 10:57 Björgvin G. Sigurðsson

Myrkari og magnaðri Mad men snúa aftur

Mad men eru án efa með því allra besta sem hefur verið framleitt fyrir sjónvarp. Fyrirtaks vel gerðir fanga þeir tíðarandann og deigluna á þessum áratug byltinga, blóma og blóðshúthellinga í Víetnam. Vonir og væntingar eftirstríðsáranna, með allri þeirri fordæmalausu velmegun sem þeim fylgdu, verða að litluu þegar upp er staðið. Kennedy bræðurnir og King myrtir og Nixon kominn í Hvíta húsið.
06.jún. 2014 - 08:57

Draugabanarnir 30 ára - aftur í bíó vestra

Ghostbusters er ein vinsælasta bíómynd níunda áratugarins og var frumsýnd 8. júní 1984. Þeir Bill Murray og Dan Akroyd fóru á kostum í þessari frumlegu gamanmynd þar sem þeir glímdu við draugaplágu mikla í New York. Kapparnir léku hámenntaða vísindamenn sem hafði ekki orðið ágengt á ferlinum en fundu nú réttu hilluna.
02.jún. 2014 - 10:35 Björgvin G. Sigurðsson

Stephen Fry stelur senunni í 24 - Jack snýr aftur með tilþrifum

Þættirnir gefa fyrri seríum ekkert eftir nema síður væri og dúkka upp bæði nýjar persónur og eldri en óhætt er að segja að senuþjófurinn sé sá breski snillingur Stephen Fry í hlutverki forsætisráðherra Bretlands. Sýnishorn úr nýju röðinn og viðtal við Kiefer.
31.maí 2014 - 09:41

Skandalar sem skuku samfélagið - Tíu stærstu stjórnmálahneykslin

Iran-Contra var eitt stærsta hneyksli stjórnmálasögunnar, þá lenti Ronald Reagan bandaríkjaforseti í kröppum dansi. Í tilefni kosninganna til sveitarstjórna er upplagt að rifja upp stærstu hneykslin í bandarískri stjórnmálasögu. Ekkert veldur öðrum eins straumhvörfum og jafn hratt og hressilegur skandall. Nixon, Monica, Ellsberg og Iran-Contra. Skandalarnir í kringum þau skuku samfélagið. Hér eru tíu stærstu hneykslin:
29.maí 2014 - 10:35

Svipmynd af JFK - fæddist þennan dag árið 1917

Glæsimennið Kennedy var fyrirtaks ræðumaður og barðist fyrir miklum mannréttindabótum á bandarísku samfélagi. John F. var frjálslyndur velferðarsinni sem áorkaði miklu á 1000 dögum í Hvíta húsinu. Hér er stutt svipmynd af JFK, afmælisbarni dagsins:
26.maí 2014 - 16:00

Mad men - 7. röðin í loftið - bestu atriðin

Mad men eru án efa með því besta sem hefur verið framleitt fyrir sjónvarpið. Þessir vinsælu og marg verðlaunuðu þættir hefja göngu sína aftur um mánaðarmótin þegar 7. og næst síðasta röðin fer í loftið. Stöð 2 hefur sýnt þessa snilldarþætti og gerir áfram.

Lokin í sögunni af Don Draper og auglýsingaheiminum í New York á sjöunda áratugnum nálgast nú lokin og margir sem bíða spenntir afdrifa þessa snjalla og litríka auglýsingamanns.

Hér er stikla fyrir nýju röðina og brot af því besta:

25.maí 2014 - 07:00

Tíu bestu bíómyndir allra tíma

Hér rekur hvert meistaraverkið annað, þó endalaust megi deila um slíkar samantektir, enda er það meðal annars skemmtanagildi þeirra. Á hverfanda hveli, Pulp fiction, Star Wars, Psycho og Guðfaðirinn. Allt rómaðir stórsmellir sem tilheyra hópi sígildra kvikmynda. Listann er gaman að máta við sínar eigin uppáhaldasmyndir.
18.maí 2014 - 16:00

Tíu bestu hlutverk Matthew McConaughey

Matthew McConaughey er ein skærasta stjarna Hollywood þessi misserin. Óskarinn á þessu ári fyrir Dallas Buyers club og stjörnu performans í True detective sem Rust Cohle skutu honum efst á stjörnuhimininn.