13.des. 2016 - 11:24 Jóhanna María

Ný lína frá MTK: MuffinTopKiller® mótar línurnar og lætur þér líða vel.

Það er greinilegt að konur í dag vilja vandaða og fallega hönnun sem uppfyllir kröfur um þægindi, enda hafa viðtökurnar við nýju línunni frá MuffinTopKiller® (MTK) farið fram úr björtustu vonum.
27.mar. 2014 - 12:24

Calvin Klein er heiðursgestur á HönnunarMars 2014 - heldur fyrirlestur í Hörpu

Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein er heiðursgestur á Hönnunarmars, sem hefst formlega í dag. Klein er einn þekktasti hönnuður veraldar, en hann hefur rekið eigin hönnunarhús um langt árabil. Klein verður með fyrirlestur í Hörpu í dag.
27.mar. 2014 - 07:00

HönnunarMars hefst í dag - haldinn í 6. sinn - 100 viðburðir

Einkenni HönnunarMars 2014 sem er hannað af Laufeyju Jónsdóttur, fatahönnuði og Friðriki Steini Friðrikssyni, upplifunarhönnuði. HönnunarMars 2014 hefst í dag, fimmtudaginn 27. mars en hátíðin er nú haldin í sjötta skiptið. Dagskrá HönnunarMars er sérstaklega fjölbreytt þetta árið og telur rúmlega hundrað viðburði á yfir 60 sýningarstöðum vítt og breitt um borgina. Sem dæmi um viðburði má nefna sýningar, tískusýningar, fyrirlestra, málþing, tónleika, uppboð, vinnustofur og kaupstefnu.
26.mar. 2014 - 08:04

HönnunarMars 2014 - fjölbreytt dagskrá - Dögg sýnir í Hönnunarsafninu

Stóll úr hönnunarsmiðju Daggar. HönnunarMars fer fram í sjötta sinn, dagana 27. – 30. mars 2014. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga. Dögg Guðmundsdóttir með eina af mörgum sýningum tengdum Hönnuanarmars í Hönnunarsafninu.
24.jan. 2014 - 11:15

Dagskrá listahátíðar Ferskra Vinda 2014 lýkur um helgina

Hin alþjóðlega listahátíð Ferskir Vindar stendur nú yfir í Garði. Fjöldinn allur af erlendum listamönnum er þar saman kominn, en hátíðin er nú haldin í þriðja sinn. Nú um helgina lýkur hins vegar formlegri dagskrá þetta árið með tilheyrandi sýningum, tónleikum og gjörningum.
09.jan. 2014 - 17:44

Hlaðvarpinn úthlutar til menningarmála kvenna - 7 milljónir til 17 verkefna

Sjötíu og fjórar milljónir á sjö árum til menningarmála kvenna. Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans. Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði tæplega 7 milljónum króna til menningarmála kvenna að þessu sinni. Úthlutunin fór fram í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, kl. 17.00 í dag. Í þessari sjöundu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 17 styrkir en alls bárust rúmlega eitt hundrað umsóknir.
03.jan. 2014 - 10:51

Óvænt kynni - innreið nútímans í íslenska hönnun

Íslensk hönnun á sér merkilega sögu sem allt of sjaldan fær athygli og umræður í lista- og menningarlífi landsins. Því er sýningin Óvænt kynni, innreið nútímans í íslenska hönnun, kærkomið og merkilegt tækifæri til þess að fræðast um og njóta íslenskrar hönnunar sem nú stendur í talsverðum blóma, líkt og til að mynda fatahönnuðir okkar eru dæmi um.
16.des. 2013 - 09:13

Bókin um vettlinga aftur fáanleg

Margra grasa kennir á bókamarkaði þetta árið. Óhætt að segja að aldrei hafi fleiri bækur um matreiðslu og prjónaskap verið fleiri en nú. Enn bætist í þann bókahóp þar sem bókin Vettlingar/Mittens eftir Margréti Maríu Leifsdóttur hefur nú verið endurútgefin hjá Sölku vegna mikillar eftirspurnar. Í bókinni eru grunn-uppskriftir af tveimur gerðum af vettlingum þar sem prjónamunstur eru innblásin af nokkrum tískuhönnuðum samtímans.
26.nóv. 2013 - 13:02

Jólasveinarnir komnir í ipad - nýtt jólasveinaforrit

Nú þurfa iPad notendur ekki lengur að hafa áhyggjur af því að vita ekki hvaða jólasveinn kemur næst til byggða, því í dag kom Jólasveinadagatalið í App búðirnar um allan heim. Um er að ræða app/smáforrit frá Gebo Kano ehf. sem keyrir á iPad spjaldtölvum. Í jólasveinadagatalinu er hægt að fá áminningu um hvaða jólasveinn kemur næstu nótt og senda hana á Facebook þannig að jólastressaðir vinir þar séu líka með á nótunum. Jólasveinakomur í takt við tímann. Enginn ætti að gleyma skótauinu í glugganum með þessu nýja forriti.

12.nóv. 2013 - 09:21 Björgvin G. Sigurðsson

ESB eykur framlög til lista og skapandi greina -Íslendingar njóta góðs af

Ákvörðun Evrópusambandsins um miklar fjárfestingar í menningarmálum og skapandi greinum hefur vakið verulega athygli. Yfir.4,5% þjóðarframleiðslu ríkjanna kemur frá menningu og skapandi greinum. Sambandið áætlar að setja alls 1.8 milljarð evra í áætlunina á tímabilinu og er það aukning upp á 35%.

25.okt. 2013 - 13:00

Snorri og dauðinn í Mexíkó

Dagur hinna dauðu er árleg þjóðhátíð Mexíkóa. Íslenskir listamenn taka þátt í listahátíð í tilefni daga hinna dauðu. Það eru þau Auður Ómarsdóttir og Snorri Ásmundsson. Þá leitar Snorri að líki í Mexíkó til listsköpunar.
18.sep. 2013 - 10:03

Hönnuðir kynna verkefni sín í Hafnarhúsinu

Hönnunarmiðstöð í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og  Listaháskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð í Hafnarhúsi á veturna. Á fyrirlestrunum kynna innlendir og erlendir hönnuðir og arkitektar verkefnin sín en jafnframt eru tekin fyrir málefni líðandi stundar á sviðum hönnunar og arkitektúrs.
22.ágú. 2013 - 10:30

Sjávarfang á Menningarnótt – Allir velkomnir!

Ásta Vilhelmína Guðmundsóttir mun standa vaktina í Hafnarhúsinu næstu tvær helgar. Í byrjun ágústmánaðar opnaði Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, fatahönnuður og textíllistakona, sýninguna Sjávarfang í sal Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu. Sýningin verður á sínum stað á Menningarnótt og verður jafnframt opin tvær næstu helgar, eða til og með 1. september.
07.júl. 2013 - 15:00

Vingjarnlegt fagurkvendi setur fólk í búr

Vingjarnlega fagurkvendið Kristín Blöndal tók á móti okkur Júlíunum í vinnustofu sinni við Dugguvog 23 en hún sýndi okkur verk sitt og útskýrði um leið merkingu þess en það er án titils.
25.apr. 2013 - 09:16 Ruth Ásdísardóttir

Listasafn Reykjavíkur afhjúpar útilistaverk tileinkað börnum á Klambratúni í dag

Listaverkinu komið fyrir á Klambratúni en það verður afhjúpað í dag, sumardaginn fyrsta. Listasafn Reykjavíkur afhjúpar útilistaverkið Viðsnúning eftir Guðjón Ketilsson við hátíðlega athöfn við Kjarvalsstaði, sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 13. Verkið á í sérstöku samtali við umhverfið á Klambratúni og er unnið með það í huga að börn og fullorðnir geti nýtt það í leik og starfi.
16.mar. 2013 - 17:49

Bola-kýrnar vöktu mestu athyglina: Auglýsing frá Ölgerðinni sigraði í umhverfisgrafík

Kýrnar náðu inn á flesta fréttamiðla landsins Í flokknum umhverfisgrafík sigraði eftirminnileg auglýsing Ölgerðarinnar á bjórnum Bola frá því um verslunarmannahelgi.  Kýrnar á bænum Miðhjálega við Bakkaveg á leiðinni til bakkaflugvallar og Landeyjahafnar, skörtuðu þá óvenjulegum litum við hefðbundna beit á túnum bæjarins. 
15.mar. 2013 - 10:57

Rakel Blom sigraði í hönnunarkeppni í Nýja Sjálandi

Rakel Blomsterberg er að vonum hæstánægð með þennan frábæra árangur.

Fatahönnuðurinn Rakel Blomsterberg, eða Rakel Blom eins og hún kallar sig, vann í hönnunarkeppni, International Emerging Designer Awards, sem haldin var í Dunedin, Nýja Sjálandi, miðvikudaginn, þann 13. mars. Meðal keppenda voru 29 aðrir topphönnuðir, en þeir komu meðal annars frá Englandi, Írlandi, Kína, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Dómararnir, Stephen Jones, Margi Robertson, Tanya Carlson, Karen Webster og Glynis Traill-Nash voru öll sammála um að keppnin hefði verið einstaklega hörð þetta árið.

 


14.mar. 2013 - 12:08

Spóinn er lentur í Iðu

Spói, nýjasta hönnun Rúnars Haraldssonar, verður til sýnis í bókaversluninni Iðu á Lækjargötu, dagana 14-17 mars. Sýningin er liður í hönnunarmars sem er nú í fullum gangi. Við tókum hönnuðinn í stutt spjall og okkur lá forvitni að vita svolítið meira um hönnunina.
26.feb. 2013 - 15:33

Hannar herðatré til styrktar Mottumars

Ungur og efnilegur hönnuður, Sunna Ósk Þorvaldsdóttir, hefur gengið til liðs við Krabbameinsfélagið og átakið Mottumars með því að hanna og selja Mottuherðatré til styrktar átakinu. Mottuherðatrén eru úr mdf-efni og  fáanleg í hvítu, svörtu og rauðbrúnu. Þau kosta 4.000 krónur stykkið og rennur allur ágóði til Krabbameinsfélagsins.
06.mar. 2012 - 09:00

Rætur – íslensk samtímaskartgripahönnun opnuð á laugardaginn

Erling Jóhannesson, Armband/ Braclet 2012. Rætur er yfirskrift sýningar á íslenskri samtímaskartgripahönnun sem verður opnuð í Hafnarborg á laugardaginn 10. mars. Sýningin gefur innsýn í heim íslenskrar skartgripahönnunar og þær ólíku rætur sem gullsmiðir og skartgripahönnuðir leita í varðandi hugmyndir, efnisval og aðferðir.
08.des. 2011 - 11:00 Gunnar Guðbjörnsson

Artíma efnir til lista- og hönnunarmarkaðar - Áhugasamir hafi samband

Laugardaginn 17. desember mun ARTÍMA gallerí listfræðinema við Háskóla Íslands opna lista- og hönnunarmarkað frá kl. 14:00-19:00. Frekari opnunartími verður auglýstur síðar.


28.nóv. 2011 - 13:00 Gunnar Guðbjörnsson

Icelandic Contemporary Design opnar á Design Forum Finland í Helskinki á miðvikudag

Verk Tinnu Gunnarsdóttur. Opnun sýningarinnar Icelandic Contemporary Design í Design Forum Finland í Helsinki markar upphafið að víðfeðmu samstarfi milli íslenskra hönnuða og World Design Capital Helsinki 2012, þangað sem augu hönnunarheimsins munu beinast á árinu 2012.


24.nóv. 2011 - 16:15 Gunnar Guðbjörnsson

Hópur frá Svíþjóð sækir tónleika SÍ - Fjöldi ferðamanna kemur til að upplifa Hörpu

Stór hópur frá Svíþjóð er staddur í Reykjavík um helgina til þess að sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld  og sýningu Íslensku Óperunnar á Töfraflautunni  á laugardaginn.
21.nóv. 2011 - 13:30 Gunnar Guðbjörnsson

Goddur með fyrirlestur í Opna listaháskólanum

Goddur - Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við LHÍ heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum þriðjudaginn 22.nóvember kl.12:05 í Skipholti 1, stofu 113.20.nóv. 2011 - 20:00 Gunnar Guðbjörnsson

Kynleg hönnun og kúnstugar konur - Hönnun sem verkfæri í jafnréttisbaráttunni

Kvenréttindafélag Íslands býður upp á súpu og spjall í hádeginu mánudaginn 21. nóvember. Þá mun Sóley Stefánsdóttir halda erindi á Hallveigarstöðum þar sem hún kynnir verkefni sem fjallar um hönnun sem verkfæri í jafnréttisbaráttunni.
16.nóv. 2011 - 17:00 Gunnar Guðbjörnsson

Fyrirlestur um Hönnunarsjóð Auroru í Hafnarhúsinu á morgun

Hönnunarsjóður Auroru og nokkrir styrkþegar sjóðsins miðla af reynslu sinni í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20 í Hafnarhúsinu.
15.nóv. 2011 - 16:00 Gunnar Guðbjörnsson

Ný norræn byggingarlist - Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Norræna Húsið í Reykjavík skipuleggur syrpu fyrirlestra veturinn 2011-2012 sem hafa það að markmiði að kynna nýja norræna byggingarlist. Síðasti fyrirlestur haustsins verður næstkomandi fimmtudagskvöld eða 17.nóvember.

 

15.nóv. 2011 - 14:00 Gunnar Guðbjörnsson

Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt Hörpu

Gestafjöldi í Hörpu frá opnun hússins telur nú rúmlega 500 þúsund manns og segir í tilkynningu að  nú í októbermánuði einum hafi rúmlega 120 þúsund heimsótt húsið húsið.
12.nóv. 2011 - 12:00 Gunnar Guðbjörnsson

Síðasta sýningarhelgi á Áratug af tísku

Í dag, laugardag,verður efnt til stefnumóts við fatahönnuðinn Sonju Bent þar sem gestum gefst kostur að fræðast um störf hennar og fá innsýn inn í heim fatahannaðarins.

04.nóv. 2011 - 22:00 Gunnar Guðbjörnsson

Stefnumót við fatahönnuði

Efnt verður til stefnumóts við fatahönnuðina Eygló Margrét Lárusdóttur (EYGLO) og Guðmund Hallgrímsson (MUNDI) þar sem almenningi gefst kostur á að spyrja spurninga og fá innsýn í heim þeirra og fræðast um fatnaðinn.