12. apr. 2012 - 15:20

Dagskrá Listahátíðar kynnt í dag og miðasala hafin á alla viðburði

Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní og fyllir vorkvöldin löng með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá sem Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar, kynnti í dag. Dagskrá hátíðarinnar í ár er klassísk og framsækin í senn og verða á hátíðinni frumflutt ný verk í öllum listgreinum og efnt til spennandi samvinnu milli listamanna, listgreina og áhorfenda. 

Á hátíðinni verður ráðist í flutning á stórum klassískum tónverkum, popptónlist á verðuga fullrúa í ár og nýstárleg sviðsverk eru á dagskrá. Á fimmta tug viðburða eru á dagskrá auk stórs alþjóðlegs myndlistarverkefnis, sem mun leggja undir sig borgina í vor. Mörg hundruð listamenn koma að hátíðinni, frá Rússlandi, Spáni, Frakklandi, Sviss, Eystrasaltslöndunum, Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, öllum Norðurlöndunum, auk Íslands. Miðasala er hafin á alla viðburði á www.listahatid.is.

Handagangur varð í öskjunni þegar tilkynnt var um tónleika goðsagnarinnar Bryan Ferry, sem kemur hingað til lands ásamt miklu fylgdarliði. Vegna mikillar eftirspurnar var bætt við aukatónleikum og eru tónleikarnir í samstarfi við Mandela Days í Reykjavík 2012.

Margir tónlistarunnendur gleðjast einnig yfir komu franska frumkvöðulsins Yann Tiersen sem flytur órafmagnað tónleikaprógramm í Norðurljósum ásamt hljómsveit.

Spænsk/afríska söngdrottningin Buika á einnig marga dygga aðdáendur hér á landi, ekki síst eftir að hún kom fram í nýjustu kvikmynd Almodóvars. Hún syngur  með sinni óviðjafnanlegu rödd lög af öllum ferli sínum ásamt hljómsveit á sviði Eldborgar lokadag Listahátíðar.

Í nýju óhefðbundnu verki bjóða Íslenski dansflokkurinn og GusGus Listahátíðargestum í  framandi ferðalag fyrir öll skilningarvitin. Ferðalagið hefst í Norðurljósasal Hörpu en berst á fleiri staði í húsinu þar sem dans, ný tónlist frá GusGus og frumsýningar stuttmynda Reynis Lyngdal og Katrínar Hall leiða gesti inn í veröld iðandi af lífi og óvæntum uppákomum.

Stórskotalið íslenskrar dægurtónlistar kemur svo saman á einum tónleikum í Eldborg undir heitinu Hljómskálinn, lokahelgi hátíðarinnar.

Einleikstónleikar rússneska píanósnillingsins Arcadi Volodos  í Hörpu, Eldborg, eru mikill merkisviðburður í tónlistarlífinu enda þykja tækni hans og túlkun algerlega einstök.

Kammersveit Reykjavíkur heldur fyrstu Bachtónleikana í Eldborg undir stjórn eins eftirsóttasta stjórnanda heims, Richard Egarr.

Sinfóníuljómsveit Íslands verður með stórtónleika á hátíðinni og flytur dramatísku sinfóníuna Rómeó og Júlíu eftir Berlioz í fyrsta sinn á íslandi ásamt einsöngvurum og þremur kórum.


Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir flytja verk Messiaen, Visions de l‘Amen fyrir tvo flygla í fyrsta sinn á Íslandi, á hádegistónleikum.

Einn fremsti ljóðasöngvari heims, Christoph Prégardien, flytur valda ljóðasöngva eftir Franz Schubert og hinn þekkta ljóðaflokk Roberts Schumann "Liederkreis“, ásamt píanóleikaranum Ulrich Eisenlohr. Í tengslum við tónleikana efnir Listahátíð til masterklassa með þeim í samstarfi við FÍS.

Tónleikaþrennan Flakk, verður í Kaldalóni í Hörpu á Listahátíð með nýjum og framsæknum tónskáldum sem öll starfa að mestu erlendis, Önnu Þorvaldsdóttur, Berglindi Maríu Tómasdóttur og Páli Ragnari Pálssyni.

Listahátíð, í samvinnu við Útvarpsleikhúsið, pantaði í haust fjögur ný verk hjá íslenskum leikskáldum sem flutt verða fyrir áhorfendur á harla óvenjulegum stöðum víða um borgina: í fornbókaverslun, kampavínsklúbbi, heimahúsi og heilsulind. Höfundarnir eru Hrafnhildur Hagalín, Jón Atli Jónasson, Sigtryggur Magnason og Kviss Búmm Bang. Verkin verða svo unnin áfram fyrir útvarp og flutt í Útvarpsleikhúsinu.

Bræður – fjölskyldusaga, nýtt verk úr smiðju Vesturports verður frumsýnt á Listahátíð. Um er að ræða afar viðamikið verkefni á alþjóðavísu, unnið í samstarfi fjögurra norrænna leikhúsa. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu og semur handritið ásamt hinum virta bandaríska handritshöfundi Richard Lagravense, þekktum að fjölmörgum kvikmyndahandritum.

Pétur Gautur, verðlaunasýning Þorleifs Arnar Arnarssonar frá Luzern leikhúsinu í Sviss verður sýnd einu sinni á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Á stóra sviði Þjóðleikhússins verður einnig sýnt tólf klukkustunda langt myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Bliss, sem er upptaka á samnefndum gjörningi sem hann og stór hópur tónlistarfólks flutti á Performa hátíðinni í New York í nóvember síðastliðnum.

Bernd Ogrodnik frumsýnir brúðusýningu fyrir fullorðna áhorfendur sem byggir á skáldsögu Hemingways, Gamla manninum og hafinu.

Þjóðleikhúskjallaranum verður breytt í rafmagnaðan danstónlistarstað í nýju íslensku sviðsverki, Glymskrattanum, eftir dansarana og danshöfundana Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur og tónlistarmanninn Valdimar Jóhannsson.

Húslestrar Listahátíðar verða á sínum stað líkt og þrjú liðin ár enda hafa þeir mælst einstaklega vel fyrir og tíu rithöfundar munu lesa fyrir Listahátíðargesti. Listahátíð bætir um betur í ár og býður til þriggja húslestra á þýsku framhaldi af velgengni Íslands á bókasýningunni í Frankfurt. Hingað koma þýskir lesendur og hitta fyrir sína höfunda heima í stofu – og þeir nota ferðina og sjá fleiri viðburði á Listahátíð í leiðinni.

Norræn samtímalist leggur undir sig sýningarstaðina á Listahátíð 2012 í umfangsmiklu myndlistarverkefni í samstarfi Listahátíðar, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Norræna hússins, Kling og Bang og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Verkefnið ber titilinn (I)ndependent People, „Sjálfstætt fólk“, og á sér langan aðdraganda og hefur hlotið veglega styrki úr norrænum sjóðum. Sænski sýningarstjórinn Jonatan Habib Engqvist stýrir verkefninu, sem setur sjálf listamannins í sviga og samtal og samvinnu í forgrunn. Yfir eitt hundrað listamenn frá Íslandi, Norðurlöndunum, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar taka þátt í verkefninu, og allir eru þeir virkir í gamalgrónum eða nýjum samstarfsverkefnum. Verkefnið var kynnt á Armory Show í New York í mars og von er á erlendum blaðamönnum á Listahátíð í tengslum við það.  Sýningarnar opna allar laugardaginn 19. maí og fjöldi viðburða verður á dagskrá frá morgni til kvölds á sýningarstöðunum. Sunnudaginn 20. maí verður svo haldið alþjóðlegt málþing í Norræna húsinu með þátttöku lista- og fræðimanna. Til að halda utan um gríðarlegt umfang verkefnisins hefur verið opnuð vefsíða, www.independentpeople.is  með öllum upplýsingum um sýningar og listamenn, og þar munu þátttakendur verkefnisins setja inn textafærslur, ljósmyndir og fleira eftir því sem verkefninu vindur fram.

Samstarf  við Endurmenntun Háskóla Íslands heldur einnig áfram og í ár verða tvö námskeið í boði í tengslum við dagskrána.

Veggspjald Listahátíðar í ár er hannað af Sigga Eggertssyni, en hann sigraði  samkeppni sem Listahátíð efndi til í fyrsta sinn meðal hönnuða og myndlistarmanna í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. Mikil þátttaka var í samkeppninni og bárust 120 tillögur.

Listahátíð í Reykjavík er ómissandi þáttur af vorinu í huga tuga þúsunda gesta sem flykkjast á viðburði hátíðarinnar ár hvert.  Fleira ungt fólk sækir hátíðina nú en fyrr og þar skiptir hagstætt miðaverð  örugglega máli og erlendum gestum hefur einnig fjölgað milli ára.

Heildardagskrá og ítarlegar upplýsingar um alla viðburði er að finna á www.listahatid.is

Miðasala á alla viðburði hátíðarinnar hefst í dag á www.listahatid.is
og í miðasölusíma 561-2444 og í síma 528-5050 á viðburði Listahátíðar í Hörpu.
10.júl. 2015 - 23:00

10 ástæður þess að ferðalög eru algjör tímasóun og vitleysa!

Það er við hæfi að fjalla einnig um skuggahliðar ferðalaga en við rákumst á þennan snilldarlista inn á vefsíðunni 501.com. Meðfylgjandi er semsagt þessi bráðfyndni listi sem tiltekur helstu ástæður þess að ferðalög eru bölvuð vitleysa og það sé best að hætta þeim.

16.ágú. 2012 - 12:45

Kvikmyndalandið Ísland í lofsamlegri umfjöllun í Screendaily.com

Tökum á kvikmyndinni Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki var ekki fyrr lokið en tökur hófust á Noah þar sem Russel Crowe er í aðalhlutverki. Ísland hefur hlaupið í skarðið fyrir heimskautin, Alaska, Grænland, Rússland, Síberíu, Minnesota, Iwo Jima, Himalæja, og ljáð þessum stöðum sinn kyngimagnaða kraft og dulúð, segir í hinu víðlesna bandaríska kvikmyndavefriti, Screendaily.com.

 

12.ágú. 2012 - 17:00

Lofsamleg umfjöllun um íslenskan ljósmyndara í Photograph Week

Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, á ljósmynd sem er umfjöllun dagsins á hinu víðlesna vefsvæði Photography Week. Mynd Páls sýnir íslenska hesta í íslenskri náttúru.


10.ágú. 2012 - 12:00

Björk sögð hafa hótað að fara af sviði í Ósló ef ekki yrði dregið niður í norskum rappara

Íslenska poppstirnið Björk sá sig knúna til að fara fram á það að norski rapparinn Lars Vaulars drægi niður úr bassastyrk hljómsveitar sinnar á Øyafestivalen, tónlistarhátíð sem er haldin á hverju ári í Ósló. Björk var með tónleika á öðru sviði í Miðaldagarðinum í Ósló og þótti truflun stafa frá sviðinu þar sem Vaulars kom fram.


09.ágú. 2012 - 15:46

Íslensk teiknimynd gefin út á DVD með sjónlýsingu

Íslenska teiknimyndin Þór - Hetjur Valhalla verður gefin út á DVD í haust með svokallaðri sjónlýsingu. Þetta er í fyrsta skipti sem mynd er gefin út á Íslandi með sjónlýsingu.


03.ágú. 2012 - 21:00

Lifði af tvær kjarnorkusprengjur: Sýning á persónulegum munum Yamaguchi á Íslandi

Tsutomu Yamaguchi lifði af tvær kjarnorkusprengingar, í Nagasaki og Hiroshima í lok síðari heimsstyrjaldar. Munir sem voru í hans eigu eða tengjast honum verða til sýnis á Íslandi um tveggja mánaða skeið frá 9. ágúst nk. Þetta er í fyrsta sinn sem munirnir eru sýndir utan Japan.
Yamaguchi lést árið 2010, þá 93 ára að aldri.  


02.ágú. 2012 - 17:00

Björk gerir heimildarmynd um tónlist með David Attenborough

Tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir mun gera heimildarmynd í samstarfi við hinn kunna breska sjónvarpsmann David Attenborough um þróun tónlistarinnar. Heimildarmyndin verður sýnd á Channel 4 í Bretlandi.


18.jún. 2012 - 13:15

Paul McCartney sjötugur í dag: Einn af snillingum tónlistarsögunnar

Bítillinn Sir James Paul McCartney er sjötugur í dag en hefur sennilega aldrei verið jafn dáður sem tónlistarmaður og um þessar mundir. Heimurinn hefur notið tónlistargáfu hans í hálfa öld og hann er enn að. Síðast kom hann fram við krýningarafmæli Elísabetar drottningu og hann mun stíga á svið við opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London í næsta mánuði.

 


01.jún. 2012 - 17:33 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ný tónlistarhátíð í uppsiglingu: Reykjavík Midsummer Music 17. – 19. júní í Hörpu

Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður haldin í fyrsta sinn dagana 17.-19. júní 2012 í Hörpu. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Víkingur Heiðar Ólafsson  píanóleikari en hann mun leika kammermúsík ásamt fríðum hópi úr landsliði íslenskra tónlistarmanna. 
25.maí 2012 - 10:00

Íslenskur ljósmyndari handtekinn í Aserbaídjan: Tók myndir af einum mengaðasta stað jarðar

Páll Stefánsson ljósmyndari var í tvígang handtekinn og í seinna skiptið haldið í fangelsi í borginni Sumgayit í Aserbaídjan, einni menguðustu borg heims, þegar hann var þar við myndatökur. Íslenska sendiráðið í Moskvu þurfti að skerast í leikinn til að fá Pál lausan úr haldi.


02.maí 2012 - 21:41

Kristinn Ingvason fór á The Avengers: Fyrsti sumarsmellurinn steinliggur

Myndin rúllar ótrúlega vel og þótt hún sé löng þá verður maður ekkert var við það. Vel útfærð slagsmálaatriði með hæfilega fyndnum one-liners inn á milli gerir myndina afbragðs afþreyingu og vel þess virði að kíkja á.
26.apr. 2012 - 15:34

Tobba Marinós lifir á 500 kr. á dag: Leið eins og svikara þegar henni var boðið í hádegisverð

Þorbjörg Marinósdóttir, einnig þekkt sem Tobba Marinós, segir að sér hafi ofboðið neysluhyggjan sem er allsráðandi og þá ekki síður sitt eigið neyslumynstur. Þess vegna hafi hún ákveðið að eyða aðeins 500 krónum næstu daga til að auka verðvitund sína.


23.apr. 2012 - 11:00

Hönnun: Tískurisarnir Marni og Diesel á „Salone Del Mobile“ í ár - Stórglæsileg húsgögn! MYNDIR

Tískurisarnir Marni og Diesel tóku þátt í húsgagnahátíðinni „Salone Del Mobile“ í ár með glæsilegum húsgögnum og flottum málefnum. 
11.apr. 2012 - 21:00

Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar - 3 framúrskarandi söngnemar fá styrk

Söngvarar framtíðarinnar: Jóhann Kristinsson, Unnsteinn Árnason og Björg Birgisdóttir Í dag var í fyrsta sinn úthlutað úr minningarsjóði okkar ástsæla tónlistarmanns, Vilhjálms Vilhjálmssonar. Markmið sjóðsins er að styrkja söngnemendur sem þykja skara fram úr. Styrkurinn mun standa straum af skólagjöldum nemendanna við Söngskólann í Reykjavík næsta vetur.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar