04. ágú. 2012 - 17:34Menn.is

Ronan Keating mættur til landsins - skemmtir sér á Austur í kvöld

Ronan Keating var fenginn til að syngja fyrir Þjóðhátíðargesti í Vestmannaeyjum á morgun, sunnudag. Hann er mættur til landsins en fer ekki til Eyja strax - heldu mun hann skemmta sér á hinum margrómaða stað Austur í kvöld.

Ronan Keating hóf ferilinn með Boyzone áríð 1994 og skapaði sér sess sem eitt helsta strákaband sögunnar. Með þeim seldi hann 23 milljónir platna til ársins 1999 þegar hann hóf sólóferil sinn.

Hlutirnir versnuðu ekki fyrir Ronan eftir að hann yfirgaf sveitina. Eftir að lag hans "When You Say Nothing At All" var notað í myndinni Notting Hill skaust hann almennilega upp á stjörnuhiminn. Og hefur hann selt 25 milljón plötur eftir að hann fór sóló.

En nú er svo komið að kappinn er mættur til landsins - sætur og sóló - eins og það er einhver staðar orðað. Og mun ef til vill finna sér íslenskt kvonfang á Austur í kvöld - svona rétt daginn áður en hann skemmtir gestum Þjóðhátíðar í Eyjum.