22. jún. 2012 - 14:55Menn.is

Ólafur Ragnar huggaði fjögurra mánaða barn meðan móðir verslaði inn

Það er ýmislegt lagt á forsetaframbjóðendur í kosningabaráttunni og meðal annars er fortíð þeirra grannskoðuð og oftar en ekki reynt að finna þeim eitthvað til foráttu.

Það vill þó svo til að það eru ótal margt gott sem forsetaframbjóðendurnir hafa látið af sér leiða og þykir okkur gild ástæða til að gefa því gaum.

Helena Kristinsdóttir ákvað að hrósa einum forsetaframbjóðanda fyrir sína upplifun af honum - og setti um það stöðuuppfærslu á Facebook sem er svohljóðandi.

„Fyrst það eru margir svona svakalega duglegir að rakka niður þá forsetaframbjóðendur sem þeir vilja ekki þá ætla ég að hrósa þeim frambjóðanda sem mér hugnast að kjósa. Hann er forseti Ísland og hefur verið það um árabil og verið alþýðlegur eins og hægt er að vera í hans stöðu. Einu sinni fór ég inn í Pennann í Hallarmúla með Írisi Birnu 4 mánaða gamla og þurfti að kaupa slatta inn en Íris varð allt í einu mjög ósátt og byrjaði að gráta af miklum móð og þegar að ég sá að það væri ekkert að styttast í það að hún róaðist þá ætlaði ég að fara og skilja eftir kerruna með ýmsu dóti í, en þá kom hann Ólafur Ragnar og spurði mig hvort að hann gæti aðstoðað mig með barnið á meðan að ég kláraði að versla og ég sagði að hún væri líklega bara með í maganum en rétti honum hana samt, hann labbaði á eftir mér með krílið í fanginu sem auðvitað steinþagnaði um leið og hann tók við henni og hélt á henni þangað til ég var komin að bílnum, þá var hún steinsofnuð og hann tímdi varla að sleppa henni.....frábær náungi þessi Forseti okkar :)“.

Okkur langar endilega að heyra fleiri svona hrós um forsetaframbjóðendur. Þannig séu einhverjir með persónulega upplifun af slíku - þá viljum við gjarnan fá að heyra af því á pressan@pressan.is.