22. jún. 2012 - 19:46Menn.is

Carlsberg viðtalið: Hörður Ágústsson í hrikalega hressu spjalli

Við hittum á Hörð Ágústsson eigandi Macland og bílaleigunnar KúkúCampers sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hann var eldhress og sagði okkur frá ósið sem hann heldur fast í og vonbrigðin að halda með Tottenham.

Hvað er að frétta? 

Heyrðu það er bara allt fáránlega gott að frétta. Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð og allir í hrikalega góðu stuði hér í Macland. Svo skemmir ekki fyrir stemmingunni á Laugaveginum að við opnuðum bílaleiguna KúkúCampers sem er að glæða götuna lífi. Graffiti listamennirnir sem skreyttu bílana eru búnir að breyta þeim í tímalaus listaverk. Þú verður einfaldlega að kíkja og sjá þessa sturluðu bíla. Annað er bara rugl.


Hvaða sjónvarpsþátt viltu sjá aftur á skjáinn?


Uuuu. Arrested Development. Hvert tækifæri til að sjá AnalRapist er vel þegið. (ath. ef þú skilur ekki AnalRapist þá þarftu að horfa á Arrested Development)


Áttu þér slæman ósið?


Já ég prumpa undir sænginni og set yfir höfuðið á konunni minni, henni til mikillar óhamingju.


Mestu vonbrigði sem þú hefur upplifað?

Þegar Tottenham lentu í 4.sæti á liðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Næst mestu vonbrigðin voru að byrja að halda með Tottenham árið 1986. Meiri vonbrigði hef ég ekki upplifað.


EF þú mættir velja einn látinn einstakling til að ferðast með um heiminn hver yrði það?

Michael Jackson, pældu í VIP treatmenti sem maður fengi... allt löðrandi í tígrisdýrum og ungum drengjum.


Hvaða lag kemur þér í stuðið?

Ég fer í fríið, featuring Hermann Fannar snillingur.


Hvernig er hið fullkomna föstudagskvöld?

Vinna til sirka 19 í Macland, hoppa yfir á Hemma og Valda í einn skítkaldan. Detta í gírinn yfir "Ég fer í fríið". Redda pössun fyrir dætur mínar og kíkja svo á Kaffibarinn í nokkra svellkalda í viðbót.


Áttu góð ráð handa ungu fólki sem vill byrja fóta sig í fyrirtækjarekstri?

Já. Ekki fara út í rekstur nema að þú sért með hugmyndina vel mótaða og útpælda. Gerðu ráð fyrir að eyða gríðarlegum tíma í þetta og sofa mjög lítið. En þetta er djöfulli gaman.


Hörður flottur með þumalinn á lofti.