14.maí 2017 - 18:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Umskiptingarnir

Í íslenskum þjóðsögum má finna margar frásagnir af hinum svokölluðu umskiptingum. Slíkt fyrirbæri er vera sem oftast mun vera gamall álfur. Honum hefur verið komið í stað mannsbarns sem álfar hafa rænt. Gamli álfurinn í hlutverki barnsins er hið versta greppitrýni, ódælt og vart húsum hæft. Vesalings foreldrar barnsins sem numið hefur verið á brott skilja ekki neitt í neinu um það hvernig hið ljúfa og fallega barn gat umturnast svona.
13.maí 2017 - 17:00 Vesturland

Bókarkafli: Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk

Unnur Jökulsdóttir sendi þessa bók frá sér nú í vor. Hér er fjallað um náttúru Mývatnssveitar og Mývatns með afar skemmtilegum, áhugaverðum og lærdómsríkum hætti. Þessi bók á hiklaust erindi við íbúa Vesturlands því landshlutinn geymir ótal náttúperlur og mikil verðmæti í lífríki vatna og áa. Nú á dögum er sótt að þessum djásnum með ýmsum hætti. Bókin „Undur Mývatns“ er tilvalið lesefni nú þegar lífríkið hefur lifnað eftir vetrardvala. Hér fer hluti af kafla úr henni:
12.maí 2017 - 20:00 Vesturland

Flatus lifir enn: „Þetta eru svona prumpuský út um allt“

Líklega kannast allir landsmenn við steinsteypuvegginn við gömlu malarvinnsluna við þjóðveg númer 1 undir Esjurótum í Kollafirði. Heimildir herma að árið 1991 hafi orðin „FLATUS LIFIR!“ verið máluð á hann. Þessi orð á veggnum hafa lifað allt fram á þennan dag og orðið tilefni heilabrota vegfarenda. Hver er Flatus og hvaðan kom hann? Lifir hann enn?
29.apr. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Sílikondalur sjávarútvegsins

Á undanförnum árum hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með uppbyggingu og velgengni hátæknifyrirtækisins Skagans3x. Það er landsbyggðarfyrirtæki með stöðvar á Akranesi og Ísafirði. Stöðugt vinnast nýjir sigrar. Gerðir eru stórir samningar um framleiðslu og sölu tækjabúnaðar í fiskvinnslufyrirtæki á landi og um borð í skip. Nú síðast eru það sjálfvirk lestarkerfi um borð í nýja íslenska ísfisktogara.
03.apr. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Fyrst voru skipin rauð og þeir máluðu þau blá

Húsin voru líka rauð og þeir máluðu þau grá. Svona hefur þetta gengið allar götur síðan flutningafyrirtækið Eimskip keypti meirihlutann í HB hf. árið 2003. Þá misstu Akurnesingar yfirráðin á nær öllum nýtingarrétt sínum á fiskimiðunum við Ísland.
02.apr. 2017 - 18:00 Vesturland

Rýnt í gömul herkort á Kjalarnesi

Kjalnesingarnir (f. v.) Elías Pétursson núverandi sveitarstjóri Langanessbyggðar, Sigþór Magnússon fyrrv. skólastjóri Klébergsskóla, Guðni Ársæll Indriðason frá Melum og bræðurnir Ólafur og Björn Jónssynir frá Brautarholti virða fyrir sér gömul kort. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hélt á dögunum aðalfund sinn í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Félagið er áhugamannafélag um sögu og menningu á Kjalarnesi og hefur meðal annars staðið fyrir bygginu útialtaris við Esjuberg. Þar er einn fyrsti kirkjustaður á Íslandi og er bygging altarisins nú langt komin.
02.apr. 2017 - 09:00 Vesturland

Reisugildi hjá SÁÁ í Vík - Myndir

Hendrik Berndsen (Binni blómasali), Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, Þórarinn Tyrfingsson og Björgólfur Þór Guðmundsson í reisugildinu á Vík. Haldið var svokallað reisugildi í nýrri meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi. Þar var því fagnað að nú er búið að reisa nýbyggingar og loka þeim þannig að allt er orðið fokhelt og rúmlega það. Þessi mannvirki eru vísast mestu fjárfestingar í einstökum heilbrigðisbyggingaframkvæmdum á dreifingarsvæði blaðsins Vesturlands síðan sjúkrahúsin voru byggð á Akranesi og í Stykkishólmi.
19.mar. 2017 - 20:00 Vesturland

Arna var prestur í hruninu: „Eftir á að hyggja þá var þetta svakalegt“

Séra Arna Grétarsdóttir tók við sem nýr sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós þann 1. júlí í fyrra. Áður hafði séra Gunnar Kristjánsson setið staðinn í hartnær 38 ár. Áður en Arna hóf störf sem nýr prestur á Reynivöllum hafði hún starfað í ein níu ár sem prestur íslenska safnaðarins í Noregi. Það var mikil reynsla. Aðeins um ári eftir að hún hélt til Noregs ásamt fjölskyldu sinni árið 2007 dundi efnahagshrunið mikla yfir haustið 2008.
05.mar. 2017 - 17:00 Vesturland

Ýsan virðist skyndilega alveg horfin

Mjög góð þorskveiði er nú í Faxaflóa og veður afar hagstætt. Sárafáir bátar róa þó frá Akranesi. Einn þeirra er línubáturinn Eskey ÓF. „Við erum með 12 tonn í þessum róðri. Þetta er nánast allt stór þorskur. Það er búin að vera mjög góð veiði hjá okkur undafarið,“
05.mar. 2017 - 10:00 Vesturland

Markar tímamót: Tvö skemmtiferðaskip til Akraness í sumar

Von er á tveimur skemmtiferðaskipum til Akraness í sumar. Þetta sætir tíðindum sem marka tímamót því slík skip hafa til þessa ekki vanið komur sínar til bæjarins. Annað skipið og það stærra mun koma einu sinni. Hitt skipið sem er miklu minna er bókað í 14 komur. Mikil spenna og eftirvænting er bundin við komu skipanna til Akraness. Það gæti haft mikla þýðingu
05.mar. 2017 - 08:00 Vesturland

Hann er sagður dökkur og ljótur, með mongólska andlitsdrætti

Bókaútgáfan Bjartur hefur endurútgefið bókina Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson í kiljuformi. Bókin sló rækilega í gegn fyrir síðustu jól, hlaut frábærar viðtökur bæði almennings og gagnrýnenda og varð algjörlega uppseld dagana fyrir jólin.
04.mar. 2017 - 20:00 Vesturland

Að heyra hluti eins og „Helvítis útlendingar!“ Fordómar og rembingur er með því versta sem ég veit

Fyrir jól kom út bókin „Heiða – fjalldalabóndinn“ eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þessi bók greinir frá lífi Heiðu Ásgeirsdóttur sauðfjárbónda á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Bókin vakti mikla athygli. Hér er með góðfuslegu leyfi útgefanda birtur stuttur kafli úr henni.
04.mar. 2017 - 15:00 Vesturland

Loðnufrysting hafin á Akranesi

Glæsiskipið Venus nýkomin að bryggju á Akranesi laust fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Eins og sjá má sér lítið á skipinu þó um borð sé tvö þúsund tonna loðnufarmur.

Frysting og hrognataka á loðnu er hófst aðfararnótt þriðjudagsins á Akranesi. Seint á mánudagskvöld kom Venus NS, uppsjávarveiðiskip HB Granda með farm þangað.  „Við erum með um tvö þúsund tonn upp úr sjó. Við fengum þennan afla út af Þorlákshöfn. Þetta er mjög góð loðna

04.mar. 2017 - 08:00 Vesturland

Frumkvöðullinn Frederick Howell – ferðagarpur og ljósmyndari

Árið 1890 steig 33 ára gamall breskur skólastjóri á land í Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem hann kom til Íslands. Maðurinn hét fullu nafni Frederick William Warbeck Howell, fæddur 1857 í Norður-Wales. Hann hafði lesið bækur eftir breska ferðalanga sem höfðu fyrr á 19. öldinni haldið í eins konar pílagrímsferðir til Íslands.
04.mar. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Veðurblíðan varir áfram

Snjókoman sem féll síðustu helgina í febrúar hefur ekki farið fram hjá neinum. Loksins kom snjórinn á vetri sem hefur verið fádæma blautur og snjóléttur. Víða féllu ríflega hálfrar aldar gamlar metatölur um þykkt á jafnföllnum snjó.
19.feb. 2017 - 21:30 Vesturland

Bókadómur: Land föður míns – Saga þýskrar fjölskyldu

Tuttugasta öldin var umbrotatími í sögu mannskyns. Miklar framfarir urðu í tækni og vísindum. Tvisvar braust út ófriður sem teygði loga sína um gervalla jörðina. Þjóðfélög umbyltust og með þeim lífsskilyrði fólksins sem myndaði þau.

19.feb. 2017 - 20:00 Vesturland

Rósa Björk á Balí: „Mér fannst ég hafa fundið sjálfa mig þarna“

Að leggja land undir fót og fara til Balí er nú ekki eins og að skreppa milli bæja í íslenskri sveit. Eyjan Balí er í Indónesíu í í Suðaustur Asíu. Nánar tiltekið norðvestur af Ástralíu. Þetta er hinum megin á hnettinum. Rósa Björk Halldórsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands og leiðsögukona í íshellinum í Langjökli segir að það taki um sólarhring að komast þangað frá Íslandi.

19.feb. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Verkfallið

Sjómannaverkfalið hefur nú staðið í tvo mánuði. Menn eru komnir á endastöð í því. Nú þegar loðnan er fundin þá telur klukkan hratt niður í núll. Samfélagið getur ekki endalaust beðið eftir því hver ber sigur úr býtum í þessu störueinvígi  sjómanna og útvegsfyrirtækja. Ríkið verður að grípa inn í deiluna og leggja sitt af mörkum til lausnar hennar. Yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra um að hún sé á móti sértækum aðgerðum voru illa ígrundaðar. Ef ekki vill betur þá verður forsætisráherra að grípa fram fyrir hendur sjávarútvegsráðherra, jafnvel þó það tefli lífi ríkisstjórnarinnar í hættu. Til hvers eru stjórnmálamenn ef ekki nú?
18.feb. 2017 - 20:00 Vesturland

Ný og glæsileg meðferðarstöð SÁÁ í Vík

Horft yfir húsin í átt að Vesturlandsvegi og Esjubergi. Ljósm. Ólafur Kristjánsson.

„Þetta er sjálfsagt stærsta einstaka framkvæmdin í íslenskri heilbrigðisþjónustu nú um stundir.“ Arnþór Jónsson formaður SÁÁ er greinilega stoltur þar sem við stöndum í nýbyggingu sem er óðum að taka á sig mynd sem ný eftirmeðferðarstöð samtakanna í Vík á Kjalarnesi. Fjöldi iðnaðarmanna eru á þönum. Það er verið að setja upp milliveggi, einangra, koma fyrir loftræstikerfum og áfram á telja. Aðrir eru að setja í glugga og klæða þakið. Eftir nokkra daga verður haldið reisugildi. „Við ætlum að halda upp á það. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel og eru eftir áætlun.“ Arnþór segir að Vík í nýrri mynd eigi að taka til starfa í lok ágústmánaðar.

18.feb. 2017 - 18:00 Vesturland

Meira fannst af loðnu

Stjórnvöld hafa ákveðið að auka heildar loðnukvóta við Ísland úr 57.000 tonnum í 299.000 tonn. Af því munu íslensk skip mega veiða 196.075 tonn. Það er veruleg aukning frá áður útgefnum kvóta sem var einungis rétt rúm 12.000 tonn. Hafrannsóknastofnun mældi meira af loðnu í leiðangri tveggja skipa dagana nú í febrúar. Því er talið óhætt að auka aflaheimildir.

18.feb. 2017 - 14:00 Vesturland

Kjuregej heiðruð af Rússum

Viðurkenninguna hlaut Kjuregej frá rússneska utanríkisráðuneytinu fyrir að hafa kynnt menningu heimalands síns Jakútíu hér á landi um áratugaskeið, og að hafa með störfum sínum eflt samskipti Íslands og Rússlands.

18.feb. 2017 - 08:00 Vesturland

Norðmenn ætla að græða ótæpilega á Lundey með því að láta hana veiða „kreppukóð“

HB Grandi hefur selt uppsjávarveiðiskipið Lundey til Noregs. Skipið hefur legið ónotað að mestu um misseraskeið í Akraneshöfn og algerlega verkefnalaust síðan nýsmíðarnar Venus og Víkingur komu til landsins. Lundey sem að upphafi til hefur verið í þjónustu Íslendinga síðan 1960 er þegar farin til Noregs. Þangað var hún seld fyrir 124 íslenskra króna. Hlutverki skipsins virðist hvergi lokið. Rætist væntingar Norðmanna sem keyptu skipið þá mun Lundey nú brjóta blað í nýtingu nytjastofna í Atlantshafi og skila eigendum sínum glóandi gulli í farmavís.

17.feb. 2017 - 18:00 Vesturland

Verkfall sjómanna – til umhugsunar

Ég er ekki á íslenskum kjarasamningi og á því ekki beinna hagsmuna að gæta í sambandi við verkfall sjómanna og því getur enginn sagt að eftirfarandi pistill sé skrifaður í eiginhagsmunaskyni. Ég nýt því þeirra forréttinda, öfugt við marga, að geta sagt það sem ég hugsa án þess að eiga á hættu að missa plássið.

12.feb. 2017 - 09:00 Vesturland

Bátahús rís að Görðum – málþing um trébáta

Grind bátahússins. Eins og smá má stendur það við hlið Kútter Sigurfara. AKRANES: Þessa dagana eru smiðið að ljúka við að reisa grind bátahúss við Byggðasafnið á Görðum á Akranesi. „Efnið í grindina er tilhöggvið og síðan tappað saman. Allt gert með gamla laginu. Húsið verður svo klætt að utan með timbri en þakið með bárujárni.
11.feb. 2017 - 17:00 Vesturland

GMR Endurvinnsla á Grundartanga gjaldþrota

Séð yfir iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Tilkynnt hefur verið um  að 17 starfsmönnum málmendurvinnslufyrirtækisins GMR á Grundartanga hafi verið sagt upp störfum. Fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta. Reksturinn mun hafa verið erfiður og liðið sérstaklega fyrir mikið fall á  heimsmarkaðsverði á stáli sem varð fyrir tveimur árum síðan.
09.feb. 2017 - 22:00 Vesturland

Dökkar horfur á loðnuvertíð

Varla er hægt að segja að horfurnar séu bjartar þegar loðnuvertíð er annars vegar. Fari sem horfi verða kvótar íslenskra skipa hverfandi í ár. Hafrannsóknastofnun hefur gefið þau ráð að heildar loðnukvótinn verði  57 þúsund tonn. Samkvæmt milliríkjasamningum um skiptinu loðnustofnsins þá koma aðeins 12.100 tonn í hlut íslenskra skipa.
07.feb. 2017 - 22:00 Vesturland

Bókarkafli: Var Grænland aflgjafi hinnar fornu íslensku menningar sem átti vöggu sína á Vesturlandi?

Fyrir síðustu jól kom út bókin „Árdagar Íslendinga – Kenningar um uppruna Íslendinga og landnámið.“ Höfundur bókarinnar er Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur. Í henni fjallar Guðmundur um hinar ýmsu kenningar sem fræðimenn hafa sett fram varðandi rætur og upphaf íslensku þjóðarinnar og hvernig landið byggðist.
06.feb. 2017 - 16:00 Vesturland

Kirkjugarðurinn á Akranesi stækkaður

Ljósmyndin  sýnir nýju grafastæðin með stígum eins og reiturinn horfir við nú af veginum inn í kirkjugarðinn. Meiri jarðveg verður bætt ofan á í vor og síðan þökulagt yfir moldina. Nú er verið að stækka kirkjugarðinn að Görðum á Akranesi. „Það stefndi í að öll grafarstæði yrðu uppurin eftir tvö ár í mesta lagi. Nú er því verið að undirbúa svæði fyrir um 300 ný grafastæði innan marka kirkjugarðsins á svæði sem alltaf hefur staðið til að nota. Við athuganir kom hins vegar í ljós að það er klöpp þanra undir.
05.feb. 2017 - 20:00 Vesturland

Sjónvarpsstjóri og landsbyggðarmaður

Kristján Kristjánsson nýr sjónvarpsstjóri ÍNN segist líta á sig sem landsbyggðarmann en hann er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Ég er þorpari alinn upp norðan við Glerána.“ Kvikmyndir og sjónvarp er honum ástríða. „Ég var eitthvað um 12 ára gamall þegar ég byrjaði í kvikmyndabransanum. Á tímabili starfaði ég í þremur kvikmyndaklúbbum.

05.feb. 2017 - 09:00 Vesturland

Lýsa slæmri umgengni um íslenska hraunhella

„Við Íslendingar höfum lengi vanrækt margar fegurstu og viðkvæmustu náttúrminjar landsins á ámælisverðan hátt. Ástandið fer versnandi. Tækifærismennska og gullæði svífa yfir vötnum íslenskrar ferðaþjónustu. Fátt er heilagt en flest virðist falt.“
05.feb. 2017 - 06:00 Vesturland

Líf og heilsa íbúa á Vesturlandi

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Frá og með 2017 er ætlunin að færa mælingarnar á næsta stig með því að bæta við spurningavagni um lífsstílsþætti sem líklegir eru til að hafa áhrif á heilbrigði.
04.feb. 2017 - 17:00 Vesturland

Sjónvarpsstöðin ÍNN sækir fram

„Það að stjórna ÍNN er mjög spennandi verkefni, ekki síst í tengslum við systurfjölmiðlana sem heyra undir Pressuna. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er framundan. Undanfarið höfum við hægt og rólega unnið að því að endurnýja stöðina. Það er búið að hanna nýtt merki fyrir hana
04.feb. 2017 - 12:00 Vesturland

Lesbókin er nýtt kaffihús við Akratorg á Akranesi

„Mig langaði til að fara í land,“ segir Guðleifur Rafn Einarsson. Hann er frystitogarasjómaður frá Akranesi sem nú hefur ákveðið að láta af sjómennskunni og gerast kaffihúsavert á Akranesi . „Við Christel Björg Rúdolfsdóttir Clothier eignuðumst dóttur í ágúst og ég tók mér þriggja mánaða fæðingarorlof frá sjómennskunni. Ég fór ekki aftur út á sjó því við ákváðum að fara út í það að reka kaffihús hér á Akranesi.“
04.feb. 2017 - 06:00 Vesturland

Áhugi á ferju yfir Flóann

Töluverður áhugi virðst meðal íbúa Akraness að komið á laggirar reglubundnum farþegasiglingum með farþega fyrir Faxaflóa milli Akraness og Reykjavíkur. Akranesbær fékk skoðanakönnunarfyrirtæki til að rannsaka þetta með fyrirspurnum. Niðurstöðurnar sýna að ríflega helmingur þeirra sem Skagamanna sem á annað borð leggja leið sína til höfuðborgarsvæðisins til að sinna vinnu eða námi, telja líklegt að þau nýttu sér hraðferjusiglingar yfir Flóann milli Akraness og Reykjavíkur stæði slíkt til boða

04.feb. 2017 - 06:00 Vesturland

Rektor LbhÍ boðar starfslok

Dr. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), hefur óskað eftir lausn frá starfi sem rektor af persónulegum ástæðum, og hverfa aftur til prófessorstarfa innan skólans. Háskólaráð LbhÍ mun í kjölfarið undirbúa auglýsingu um ráðningu nýs rektors í samstarfi við menntamálaráðuneytið. Fram að því mun Björn gegna starfinu.
03.feb. 2017 - 18:00 Vesturland

Nýr valkostur í sálfræðimeðferð og ráðgjöf fyrir fólk

„Tölum saman“ er nýtt úrræði á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og Dags Bjarnasonar geðlæknis sem miðar að því að auka aðgengi almennings, þá sérstaklega fólks á landsbyggðinni, að gagnreyndri sálfræðimeðferð og ráðgjöf.  Um er að ræða fjarþjónustu þar sem viðtal við sálfræðinginn fer fram með öruggum hætti í gegnum myndfundi á internetinu með forritinu Kara connect.
03.feb. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Endurnýjun fiskiskipaflotans

Það er ánægjulegt að fylgjast með þeirri endurnýjun sem nú er að eiga sér stað í íslenska fiskiskipaflotanum. Stærri skip okkar voru orðin alltof gömul svo talið var í áratugum, og löngu kominn tími á endurnýjun og nýsmíðar. Nú er loks verið að vinna bragarbót á þessu. Ný eða nýleg skip koma til landsins, bæði togarar og uppsjávarskip.
22.jan. 2017 - 20:00 Vesturland

Elsti lögreglumaður Íslands fagnaði 100 ára afmæli

Stefán Bjarnason fyrrum yfirlögregluþjónn á Akranesi varð 100 ára miðvikudaginn 18. janúar. Hann starfaði sem slíkur á Akranesi í 44 ár, frá 1941 þar til hann lét af störfum 1985. Stefán fæddist á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Bjarni Oddson bóndi í Saurbæ í Siglufirði síðar sjómaður á Siglufirði, f. 4. des. 1867 í Hólakoti í Fljótum, Skagafirði, d. 14. apríl 1942 og kona hans Filippía Þorsteinsdóttir, f. 3. sept. 1874 á Ytri-Skörðugiljum, Seyluhreppi, Skagafirði, d. 7. des. 1962.

22.jan. 2017 - 15:00 Vesturland

Þegar Phønix strandaði í Miklaholtshreppi: „Þá er víðar Guð enn í Görðum“

Þann 31. janúar verða 136 liðin síðan póstgufuskipið Phønix strandaði í Miklaholtshreppi. Það gerðist eftir að skipið hafði hreppt mikla hrakninga í óveðri og ísingu á Faxaflóa. Skipbrotsmenn komust örmagna, kaldir og blautir á land. Margir þeirra voru illa kalnir og biðu þessa aldrei bætur.
22.jan. 2017 - 08:00 Vesturland

Hitaveitan að komast á í Kjósinni

Á næstu dögum verður heitu vatni hleypt á fyrsta áfanga nýju hitaveitunnar í Kjósarhreppi. Hann nær frá heitavatnsholunum á Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn, niður að Hvalfirði að Eyrarkoti og Bolaklettum, ásamt dæluhúsi á Hjarðarholti, inn að Eyrum og neðri-Hlíð (frístundahúsasvæðinu Valshamri) og að Eilífsdal.
21.jan. 2017 - 20:30 Vesturland

Annasamt ár að baki hjá Rannsóknasetri HÍ á Snæfellsnesi

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi sinnir mikilvægum störfum við vöktun og rannsóknir á nátturufari og náttúrauðlindum á Vesturlandi.  Hér fer stutt greinargerð um starfsemina á árinu 2016. Rannsóknir nema: Starfsmenn voru tveir í ársbyrjun, báðir í 100% starfi, Jón Einar Jónsson forstöðumaður og Árni Ásgeirsson náttúrufræðingur.

21.jan. 2017 - 19:00 Vesturland

Bókarkafli: Húsleit samtímis á tveimur stöðum

Hér fer kafli úr bókinni „Gjaldeyriseftirlitið – Vald á eftirlits“ eftir Björn Jón Bragason sagnfræðing og lögfræðing. Hann er ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs. Bókin greinir frá starfsemi Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, einkum í tengslum við þrjú mál tengd fyrirtækjunum Aserta, Ursus og Samherja. Í úrdráttnum sem hér er birtur segir frá því þegar Seðlabankinn og lögreglan létu til skarar skríða í húsleit hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja.
21.jan. 2017 - 14:00 Vesturland

Nýr fjölmiðill Skagamanna slær í gegn

„Viðbrögðin eru búin að vera gríðarlega góð. Mig óraði hreinlega ekki fyrir þessu. Ég hef aldrei nokkurt tímann fengið viðlíka svörun meðal almennings við neinu sem ég hef gert á starfsferli mínum sem blaðamaður,“ segir Sigurður Elvar Þórólfsson. Hann er ritstjóri vefmiðilsins Skagafréttir sem settur var á fót í byrjun nóvember síðastliðinn.
26.des. 2016 - 20:00 Vesturland

Bókarkafli: Hafbókin eða listin að veiða risaháfisk á gúmmíbáti fyrir opnu hafi árið um kring

Við endann á fjörunni neyðist ég til að klöngrast yfir klett og þar handan við er önnur fjara. Hún er alveg tandurhrein og án nokkurra ummerkja eftir þangdræsur. Sjórinn hefur skolað öllu með sér aftur út. Við hinn endann á fjörunni er gömul skipabraut með ryðgaða teina sem ganga ofan í sjóinn. Þegar ég var barn sá ég oft svona braut sem lá upp úr sjónum og inn undir klettabrún og var notuð þegar þurfti að draga skip upp í naust eða slipp og renna þeim aftur á flot. Ég ímyndaði mér að þetta væru teinar fyrir járnbrautarlest sem brunaði niður á hafsbotn og væri með vatnsþétta glugga þannig að hægt væri að virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið.
26.des. 2016 - 16:00 Vesturland

Landsbanki Íslands dæmdur til að endurgreiða rúman milljarð

Hæstiréttur dæmdi á mánudag Landsbanka Íslands til að endurgreiða tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum á Snæfellsnesi tæplega 1,2 milljarða króna með áföllnum dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Fyrirtækin sem um ræðir eru  Guðmund Runólfsson í Grundarfirði og Hraðfrystihús Hellissands í Rifi í Snæfelssbæ.
26.des. 2016 - 14:00 Vesturland

Sigurjón Magnússon rithöfundur: Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja

„Fjölmenningin er mjög fyrirferðarmikil í allri þjóðfélagsumræðu og við hljótum að velta því fyrir okkur hvert hún stefni, hvort hún sé ásættanleg í núverandi mynd. En margir hafa lýst efasemdum sínum um þetta, jafnvel sjálf Angela Merkel. Það er óneitanlega eitthvað mikið að þegar Evrópa stendur frammi fyrir því að trúarbrögð sem setja mark sitt á líf milljóna í álfunni þola ekki eðlilega umfjöllun án þess að menn stefni sér með því í hreinan voða.“ Þetta segir Sigurjón Magnússon rithöfundur sem sendi nýlega frá sér skáldsöguna Sonnettuna.
26.des. 2016 - 10:00 Vesturland

Meðalatvinnutekjur á Vesturlandi 2015 rétt undir landsmeðaltali

Atvinnutekjur á Vesturlandi námu 44,2 milljörðum kr. á árinu 2015 og höfðu aukist um 0,2% að raunvirði frá árinu 2008. Á sama tíma fjölgaði íbúum Vesturlands um 1,3%. Þessar tölur segja hins vegar ekki mikið um þróunina innan svæðisins þar sem hún var mjög mismunandi. Á suðurhluta svæðisins, á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, hækkuðu atvinnutekjur um 3,7% og íbúum fjölgaði um 6,3%, mest á Akranesi. Í Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Dalabyggð drógust atvinnutekjur hins vegar saman um 8,7% og íbúum fækkaði um 4,0%. Á Snæfellsnesi jukust atvinnutekjur nokkuð og íbúum fækkaði um 1,6%.
25.des. 2016 - 20:00 Vesturland

Bókarkafli - Leitin að svarta víkingnum: „Þá hefði allt orðið brjálað“

Það er árið 1983. Ákveðið hefur verið að halda kirkjuhátíð á Skarði um sumarið. Meðal gesta verður forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, sem á að koma og taka á móti ljósprenti af einu glæsilegasta handriti miðalda: Skarðsbók. Kristinn Jónsson, núlifandi ábúandi á Skarði, vildi koma kirkjunni í stand fyrir hátíðina. Meðal þess sem þurfti að gera var að koma almennilegri grunnfestingu undir hana. Fyrr á tíð var látið duga að reisa kirkjuna á steingrunni og líklega var það ástæðan fyrir því að kirkjan á Skarði fauk af grunni sínum árið 1910. Kristinn segir sjálfur að það hafi verið óþægilegt að sjá kirkjuna rísa og hníga, eftir því hvort var frost eða þíða.
25.des. 2016 - 15:00 Vesturland

Sígilda jólaplatan sem floppaði

Haustið 1963 var bandaríski upptökustjórinn Phil Spector skær og ört vaxandi stjarna innan dægurtónlistarinnar. Hann var einungis 23 ára gamall, talinn undrabarn eftir að hafa stjórnað útsetningum og upptökum á hverjum slagaranum á fætur öðrum.  Hann vann með nöfnum á borð við The Chrystals, Darlene Love, Bob B. Soxx and The Blue Jeans og The Ronnettes. Allt voru þetta svartir listamenn, - íðilfagrar túberaðar söngkonur í stuttum kjólum og hárlakkið hvergi sparað.
25.des. 2016 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Stjórnlaust land

Þann 29. desember verða liðnir tveir mánuðir síðan þjóðin gekk til Alþingiskosninga. Í þeim kosningum kolféll meirihluti ríkisstjórnar síðasta kjörtímbils. Sú stjórn situr þó enn sem valdalítil starfsstjórn því hvorki hefur gengið né rekið hjá flokkunum sem nú eru á þingi að koma sér saman um nýjan stjórnarmeirihluta. Það er stjórnarkreppa í landinu.

Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 19.5.2017
Mikilvæg fyrirmynd
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 18.5.2017
Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 19.5.2017
Umbreytingavorin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.5.2017
Einangrað eins og Norður-Kórea?
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 22.5.2017
Vandræðalega bekkjarpartýið!
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 22.5.2017
Hvít sem mjólk
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 23.5.2017
Stjórnvöld eiga að vera á tánum en ekki hnjánum
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 23.5.2017
Stærðin skiptir máli
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson - 24.5.2017
Mjög takmörkuð öryggisgæsla á Rammstein tónleikunum
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 25.5.2017
Um fjallageitur og samfélagsmiðlamont
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 24.5.2017
Uppstigningardagur
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 26.5.2017
Hin nýja miðja
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 21.5.2017
Samskipti
Fleiri pressupennar