26.des. 2016 - 20:00 Vesturland

Bókarkafli: Hafbókin eða listin að veiða risaháfisk á gúmmíbáti fyrir opnu hafi árið um kring

Við endann á fjörunni neyðist ég til að klöngrast yfir klett og þar handan við er önnur fjara. Hún er alveg tandurhrein og án nokkurra ummerkja eftir þangdræsur. Sjórinn hefur skolað öllu með sér aftur út. Við hinn endann á fjörunni er gömul skipabraut með ryðgaða teina sem ganga ofan í sjóinn. Þegar ég var barn sá ég oft svona braut sem lá upp úr sjónum og inn undir klettabrún og var notuð þegar þurfti að draga skip upp í naust eða slipp og renna þeim aftur á flot. Ég ímyndaði mér að þetta væru teinar fyrir járnbrautarlest sem brunaði niður á hafsbotn og væri með vatnsþétta glugga þannig að hægt væri að virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið.
26.des. 2016 - 16:00 Vesturland

Landsbanki Íslands dæmdur til að endurgreiða rúman milljarð

Hæstiréttur dæmdi á mánudag Landsbanka Íslands til að endurgreiða tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum á Snæfellsnesi tæplega 1,2 milljarða króna með áföllnum dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Fyrirtækin sem um ræðir eru  Guðmund Runólfsson í Grundarfirði og Hraðfrystihús Hellissands í Rifi í Snæfelssbæ.
26.des. 2016 - 14:00 Vesturland

Sigurjón Magnússon rithöfundur: Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja

„Fjölmenningin er mjög fyrirferðarmikil í allri þjóðfélagsumræðu og við hljótum að velta því fyrir okkur hvert hún stefni, hvort hún sé ásættanleg í núverandi mynd. En margir hafa lýst efasemdum sínum um þetta, jafnvel sjálf Angela Merkel. Það er óneitanlega eitthvað mikið að þegar Evrópa stendur frammi fyrir því að trúarbrögð sem setja mark sitt á líf milljóna í álfunni þola ekki eðlilega umfjöllun án þess að menn stefni sér með því í hreinan voða.“ Þetta segir Sigurjón Magnússon rithöfundur sem sendi nýlega frá sér skáldsöguna Sonnettuna.
26.des. 2016 - 10:00 Vesturland

Meðalatvinnutekjur á Vesturlandi 2015 rétt undir landsmeðaltali

Atvinnutekjur á Vesturlandi námu 44,2 milljörðum kr. á árinu 2015 og höfðu aukist um 0,2% að raunvirði frá árinu 2008. Á sama tíma fjölgaði íbúum Vesturlands um 1,3%. Þessar tölur segja hins vegar ekki mikið um þróunina innan svæðisins þar sem hún var mjög mismunandi. Á suðurhluta svæðisins, á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, hækkuðu atvinnutekjur um 3,7% og íbúum fjölgaði um 6,3%, mest á Akranesi. Í Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Dalabyggð drógust atvinnutekjur hins vegar saman um 8,7% og íbúum fækkaði um 4,0%. Á Snæfellsnesi jukust atvinnutekjur nokkuð og íbúum fækkaði um 1,6%.
25.des. 2016 - 20:00 Vesturland

Bókarkafli - Leitin að svarta víkingnum: „Þá hefði allt orðið brjálað“

Það er árið 1983. Ákveðið hefur verið að halda kirkjuhátíð á Skarði um sumarið. Meðal gesta verður forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, sem á að koma og taka á móti ljósprenti af einu glæsilegasta handriti miðalda: Skarðsbók. Kristinn Jónsson, núlifandi ábúandi á Skarði, vildi koma kirkjunni í stand fyrir hátíðina. Meðal þess sem þurfti að gera var að koma almennilegri grunnfestingu undir hana. Fyrr á tíð var látið duga að reisa kirkjuna á steingrunni og líklega var það ástæðan fyrir því að kirkjan á Skarði fauk af grunni sínum árið 1910. Kristinn segir sjálfur að það hafi verið óþægilegt að sjá kirkjuna rísa og hníga, eftir því hvort var frost eða þíða.
25.des. 2016 - 15:00 Vesturland

Sígilda jólaplatan sem floppaði

Haustið 1963 var bandaríski upptökustjórinn Phil Spector skær og ört vaxandi stjarna innan dægurtónlistarinnar. Hann var einungis 23 ára gamall, talinn undrabarn eftir að hafa stjórnað útsetningum og upptökum á hverjum slagaranum á fætur öðrum.  Hann vann með nöfnum á borð við The Chrystals, Darlene Love, Bob B. Soxx and The Blue Jeans og The Ronnettes. Allt voru þetta svartir listamenn, - íðilfagrar túberaðar söngkonur í stuttum kjólum og hárlakkið hvergi sparað.
25.des. 2016 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Stjórnlaust land

Þann 29. desember verða liðnir tveir mánuðir síðan þjóðin gekk til Alþingiskosninga. Í þeim kosningum kolféll meirihluti ríkisstjórnar síðasta kjörtímbils. Sú stjórn situr þó enn sem valdalítil starfsstjórn því hvorki hefur gengið né rekið hjá flokkunum sem nú eru á þingi að koma sér saman um nýjan stjórnarmeirihluta. Það er stjórnarkreppa í landinu.
24.des. 2016 - 14:00 Vesturland

Jólahugvekja: Ratljós í rökkvuðum heimi

Þegar sólin er hvað lægst á lofti hér á norðurhveli jarðar og náttmyrkrið umvefur okkur eins og öll von sé úti og dagur muni aldrei aftur rísa, þá er okkur fluttur boðskapurinn um fæðingu guðssonarins –  Krists – sem var í jötu lagður lágt, en ríkir þó á himnum hátt.
23.des. 2016 - 20:00 Vesturland

Fyrstu jól Bergs voru í Jerúsalem: Endurfundir í Landinu helga

Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, er nýkominn frá Ísrael úr för sem hann fór þangað ásamt Sigríði Kristinsdóttur eiginkonu sinni. Þetta er fyrsta heimsókn Bergs til Ísraels frá því hann bjó þar sem barn í 2 og hálft ár, þ.e. frá jólum 1963 fram í júlí 1966, þegar fjölskyldan hélt heim á leið í lítilli Fiat-lús með skipi frá hafnaborginni Haifa áleiðis til Grikklands. Faðir Bergs, Þorgeir Þorgeirsson, tók fyrri hluta sérfræðináms síns í læknisfræði, þ.e. í meinafræði, við Hadassah-spítalann í útjaðri Jerúsalem. Með í för á sínum tíma voru einnig móðir Bergs, Kristjana F. Arndal, og systirin Lilja.
13.des. 2016 - 18:00 Vesturland

Bréf til biskupsins yfir Þjóðkirkju Íslands

Formönnum sóknarnefnda í Staðastaðarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi hefur nú borist bréf frá þér þar sem það er tilkynnt að búsetuskyldu sóknarprests sama prestakalls sé aflétt. Orðrétt segir: ,,Biskup Íslands og sóknarprestur Staðastaðarprestakalls voru á fundi sínum 14. október sl. sammála um að biskup myndi aflétta búsetuskyldu af sóknarpresti Staðastaðarprestakalls. Það hefur nú verið gert með bréfi til sóknarprests, dagssett 2. desember 2016”. Enn fremur segir að; ,,Biskup og sóknarprestur munu í sameiningu vinna að því að finna samastað í prestakallinu fyrir skrifstofu sóknarprests” vegna þess að þér, frú biskup, er svo ,,umhugað um að prestsþjónustan í prestakallinu sé tryggð”. Þá gerir þú þér vonir um að ,,trúnaðarmenn kirkjunnar í sóknarnefndum ásamt sóknarpresti skipuleggi nú í sameiningu hina kirkjulegu þjónustu í prestakallinu út frá þessum nýju forsendum og með hagsmuni sóknarbarna að leiðarljósi”. 

12.des. 2016 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Vantraustið gegn stofnunum samfélagsins

Mikið og viðvarandi vantraust ríkir í garð fjölmargra stofnana þjóðfélags okkar. Því miður erum við stöðugt að fá fregnir sem grafa enn frekar undan þessu trausti. Þetta er alvarlegt mál því fólk á að geta treyst stofunum sem eiga að vera burðarstoðir í samfélagsgerðinni.

11.des. 2016 - 14:00 Vesturland

Góður gangur hjá HB Grandaskipum í makrílnum

Skipverjar á Venus NS eru aflakóngar Íslands í makríl 2016.

Heildarafli íslenskra skipa af norsk-íslenskri síld á fyrstu ellefu mánuðum ársins er aðeins meiri en á síðasta ári. Munar þar um fimm þúsund tonnum. Íslensku skipin hafa landað 47.900 tonnum á það sem af er árinu en voru komin með 42.600 tonn á sama tíma í fyrra.  Allur aflinn var tekinn í íslenskri lögsögu. Aflahæstir eru Síldarvinnsluskipin Börkur NK-122 með 5.284 tonn og Beitir NK-123 með 4.885 tonn.

11.des. 2016 - 11:00 Vesturland

Háski í hafi IV: Pourquoi Pas? - Manndrápsveður á Mýrunum eftir Illuga Jökulsson

Eins og nafnið bendir til fjórða bókin í flokknum Háski í hafi, sem Illugi hefur gefið út undanfarin ár og fjallar um sjóslys og sjóhernað við Ísland á 20. öld. Þessi bók er helguð þeim dramatíska atburði sem varð fyrir 80 árum, í september 1936, þegar franska rannsóknarskipið Pourqoi Pas? fórst í skyndilegu óveðri á Mýrunum og með því öll áhöfnin nema einn maður. Vakti þessi skipstapi mikla athygli um heim allan, enda leiðangursstjórinn Jean-Baptiste Charcot heimsfrægur maður. Í bókinni er ítarlega greint frá ferli Charcots og skips hans, sem og slysinu 1936 og björgunartilraunum.
10.des. 2016 - 14:00 Vesturland

Oddfellowstúkur á Akranesi gáfu HVE nýtt ómskoðunartæki

Kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, á Akranesi var nýverið færð rausnarleg gjöf. Það voru tvær stúlkur í Oddfellow á Akranesi sem sameiginlega stóðu að því að gefa HVE nýtt og fullkomið ómskoðunartæki til notkunar á deildinni.

08.des. 2016 - 17:00 Vesturland

Verkalýðsfélag Akraness hafði sigur í málum gegn Norðuráli

Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Félagsdómur hefur fallist á á allar dómskröfur Verkalýðsfélags Akraness gegn Norðuráli á Grundartanga. Þau varða ágreining um túlkun á greinum í kjarasamningi félagsins við stóriðjufyrirtækið. Annað málið snýst um túlkun á réttindaávinnslu starfsmanna til greiðslu orlofs- og desemberuppbóta. Hitt varðar túlkun á ávinnslu á starfsaldurhækkunum. Norðuráli er alls gert að greiða Verkalýðsfélagi Akraness alls eina milljón króna vegna málskostnaðar við bæði málin.

27.nóv. 2016 - 18:00 Vesturland

Ný bók um fornleifauppgröft á kirkjustæði í Reykholti

Þriðjudagurinn 25. október s.l. var stór dagur í rannsóknarsögu Snorrastofu en þá kom út ný bók eftir dr. Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræðing; „Reykholt. The Church Excavations.“ Þar er gerð grein fyrir uppgrefti á kirkjustæði fornkirkna staðarins á árunum 2002–2007. Útgefendur eru Þjóðminjasafn Íslands, Snorrastofa og Háskólaútgáfan. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í verslun Snorrastofu.

27.nóv. 2016 - 16:00 Vesturland

Bókakafli: Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur

Bókin Tvísaga sem er nýkomin út er opinská og einlæg frásögn þar sem Ásdís Halla Bragadóttir segir einstaka sögu móður sinnar Sigríðar Stefaníu Sívertsdóttur Hjelm – og þeirra mæðgna. „Saga þeirra er full af gleði en líka djúpum harmi, vonum og vonbrigðum og sannleika sem aldrei er einhlítur,“ segir í tilkynningu frá útgáfunni.
27.nóv. 2016 - 14:30 Vesturland

Harðorður í garð útgerðarfyrirtækjanna

Eftir fund með félögum í sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness sem haldinn var á Akanesi 15. Nóvember skrifaði Vilhjálmur Birgisson hvassan pistil á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness (vlfa.is). Pistillinn ber yfirskriftina „Gremja á meðal sjómanna.“
27.nóv. 2016 - 12:00 Vesturland

Fjölsóttur fundur um kláf upp á Esjutind

Miðvikudagskvöldið 9. nóvember voru um 100 manns samankomin til fundar í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi til að ræða um framtíð Esjunnar með tilliti til umhverfis- og skipulagsmála. Tilefnið var eins og greint var frá í síðasta tölublaði Vesturlands að nú eru uppi áform um að setja upp kláfferju sem strengd yrði á víra frá landi Mógilsár í Kollafirði upp á topp Esjunnar. Um er að ræða umfangsmikil mannvirki sem lægju um eitt vinsælasta útivistarsvæði Íslands. 

26.nóv. 2016 - 23:00 Vesturland

Litlu munaði að höfuðstaður Íslands risi á Akranesi

„Ég fékk þetta með móðurmjólkinni. Það var mikið talað um málefni sem snertu sögu Akraness á mínu æskuheimili. Þetta var áhugasvið beggja foreldra minna. Móðir mín Ólína Þórðardóttir var ættuð bæði frá Háteig og Grund hér á Akranesi og innan úr Elínarhöfða. Ólafur Frímann Sigurðsson faðir minn var svo frá Sýruparti á Akranesi.
26.nóv. 2016 - 16:30 Vesturland

Bókarkafli: Útkall – kraftaverk undir Jökli

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa í 23 ár í röð verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga. Í nýju bókinni, Útkall - kraftaverk undir Jökli, er meðal annars greint frá því þegar Svanborg SH 404 verður vélarvana og kastast af ógnarafli utan í klettana undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi fyrir um það bil 15 árum síðan á aðventu 2001. Örmagna vonar Eyþór Garðarsson úr Grundarfirði að þrír félagar hans úr Ólafsvík séu á þilfarinu fyrir neðan. Eina lífsvonin er þyrla. Björgun, sem líkja má við kraftaverk, er í uppsiglingu.
26.nóv. 2016 - 15:00 Vesturland

Telur að sjómenn felli kjarasamning öðru sinni

„Ég reikna fastlega með því að samningurinn verði felldur. Ef það fer eins og ég held miðað við það sem ég hef heyrt út undan mér hér á Akranesi og víðar, þá er mikil óánægja meðal sjómanna,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA). Í síðustu viku hélt hann fund á Akranesi með sjómönnum sem tilheyra sjómannadeild VLFA um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaðurinn segir að óánægja ríki meðal sjómanna vegna nýja samningsins
14.nóv. 2016 - 19:00 Vesturland

Fundað um framtíð Esjunnar og hugmyndir um kláfferju upp á fjallið

Íbúar á Kjalarnesi kalla nú eftir hugmyndum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur varðandi það hvaða sýn þau hafi á framtíð Esjunnar sem útivistarvæðis. Í gærkvöldi þegar Vesturland var í prentun var haldinn opinn fundur Íbúasamtaka Kjalarness með borgarfulltrúum og öðrum þar sem þessi mál voru rædd. Eitt helsta tilefnið eru fyrirhugaðar framkvæmdir við gerð kláfferju eða svifbrautar úr Kollafirði og upp á Þverfell. Íbúasamtökin lýstu í sumar alfarið yfir andstöðu við þessar áætlanir.

13.nóv. 2016 - 14:00 Vesturland

Leggur til að Breiðafjörður verði Ramsarsvæði hið fyrsta

Trausti Baldursson forstöðumaður Vistfræði- og ráðgjafadeildar Náttúrufræðistofnunar Íslands leggur til að Breiðafjörður verði verndaður samkvæmt Ramsarsamþykktinni svokölluðu. Þessi alþjóða samþykkt tók gildi á Íslandi árið 1978 og er  helsta markmið hennar að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða heimsins. Fari svo að svæði séu gerð að Ramsarsvæðum  þá skuldbinda stjórnvöld sig til að vernda þau í samræmi við makmið samningsins.
10.nóv. 2016 - 20:30 Vesturland

Borgnesingur kaus Trump

„Ég kaus Donald Trump,“ sagði Smári Gissurarson í spjalli við Vesturland aðfaranótt þriðjudagsins þegar talning stóð yfir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Smári fæddist í Borgarnesi 1957 og bjó þar til 25 ára aldurs 1982. „Þá flutti ég til Ólafsvíkur og var þar á sjó. Síðan fór ég til Reykjavíkur 1986 en endaði svo í Bandaríkjunum 1993.“
24.okt. 2016 - 14:00 Vesturland

„Þetta er yfirlitssýning um lífsleið mína sem hefur verið svolítið stórgrýtt“ - Gyða L. Jónsdóttir Wells

Gyða við listsköpun á vinnustofu sinni. Í baksýn eru myndir af Jerome Valdimar heitnum og einkasonardótturinni Mary. „Þetta er yfirlitssýning um lífsleið mína sem hefur verið svolítið stórgrýtt,“ segir listakonan Gyða L. Jónsdóttir Wells þar sem við sitjum á vinnustofu hennar í Samsteypunni - Listamiðstöð Akraness í fyrrum húsnæði Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut á Akranesi.
23.okt. 2016 - 15:00 Vesturland

Steingrímur og Katrín töldu sig búin að ná tökum á villiköttunum – Kafli úr bókinni Villikettirnir og vegferð VG

Blaðið grípur hér ofan í frásögn bókarinnar frá árinu 2012 þegar líða tók að lokum kjörtímabilsins. Þá er ljóst að hvorki þáverandi né núverandi forysta VG er tekin mjög alvarlega, hvorki af samstarfsflokki né fjölmiðlum. Í bókinni er rætt um þær athugasemdir Ögmundar Jónassonar í eldhúsdagsumræðum vorið 2012 að ekki hafi verið fyrirséð þegar samþykkt var að ganga til viðræðna við ESB að þær yrðu svo kostnaðarsamar og langar sem raun hefði orðið á. Ráðherrarnir Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir varaformaður vakna um sama leyti til meðvitundar um að ef til vill sé nú orðið of langt gengið og það styttist í kosningar.
22.okt. 2016 - 18:00 Vesturland

„Vökudagar verða fjölbreyttir í ár“ - Ella María Gunnarsdóttir forstöðukona menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað

„Vökudagar verða fjölbreyttir í ár. Þeir hefjast fimmtudaginn 27. október og standa til sunnudagsins  6. nóvember. Á þessum 11 dögum verður boðið upp á yfir 40 viðburði sem verða af öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytnin verður því mikil.“
21.okt. 2016 - 19:00 Vesturland

Hvað ætlar þú að kjósa? Áherslur framboðana í málefnum Vesturlands

Laugardaginn 29. október verður gengið til kosninga á nýju Alþingi Íslendinga. Kjósendur hafa fjölda flokka til að velja á milli þegar þeir gera upp hug sinn. Blaðið Vesturland sendi spurningu á oddvita allra lista sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Hún hljóðaði svo: Hver er framtíðarsýn ykkar lista þegar kemur að Vesturlandi?

20.okt. 2016 - 19:00 Vesturland

Gunnar Bragi: „Þetta var það erfiðasta sem ég hef tekist á í pólitíkinni“

Gunnar Braga þarf vart að kynna fyrir lesendum. Á kjörtímabilinu sem nú er á enda hefur hann setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn sem 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hann gegndi lengst af embætti utanríkisráðherra en er nú ráðherra sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamála.
20.okt. 2016 - 07:30 Þorvarður Pálsson

Magnús Þór Hafsteinsson í leyfi frá ritstjórn Vesturlands fram yfir kosningar

Í Vesturlandi sem út kom í dag er greint frá því að Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri blaðsins, er kominn í tímabundið leyfi frá ritstjórnarstörfum fram yfir kosningar þann 29. október næstkomandi. Frá þessu greinir Björn Ingi Hrafnsson í leiðara sem hann skrifar í Vesturland í dag.

10.okt. 2016 - 17:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Laxeldi og laxveiði

Það er ofur skiljanlegt að veiðiréttareigendur og laxveiðimenn hafi þungar áhyggjur af áformum um stórfellt laxeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Á Vesturlandi eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Þær skila háum tekjum inn í sveitirnar sem þær renna um. Hagsmunirnir eru miklir fyrir hinar dreifðu byggðir.
09.okt. 2016 - 13:30 Vesturland

Nýr ísfisktogari HB Granda sjósettur í Tyrklandi - Myndir

Akurey AK rennur af stað fánum prýdd af stalli sínum í skipasmíðastöðinni og út í Marmarahafið. Þriðjudaginn 27. september var nýr ísfisktogari HB Granda, sem hlotið hefur nafnið Akurey AK 10, sjósettur hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi. Akurnesingurinn Eiríkur Jónsson sem hefur gegnt stöðu skipstjóra á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK um árabil, var um borð þegar hinni nýju Akurey var rennt á flot út í Marmarahafið. Eiríkur verður skipstjóri á Akurey AK.
09.okt. 2016 - 09:00 Vesturland

Hvernig tryggjum við gott gengi ferðaþjónustunnar á Vesturlandi?

Ekki fer á milli mála að Vesturland er að verða eitt „heitasta” svæðið fyrir erlenda ferðamenn. Afþreyingarmöguleikum, gististöðum og veitingastöðum fjölgar, ferðamenn eru fleiri en nokkru sinni fyrr og náttúrufegurðin, mannlífið og menningin stuðla að jákvæðri upplifun þeirra.
07.okt. 2016 - 17:00 Vesturland

Nýtt vörumerki Ferðaþjónustu bænda

Hey Iceland er nafn á nýju vörumerki Ferðaþjónustu bænda. Það kemur í stað vörumerkisins Icelandic Farm Holidays. Hey Iceland er afrakstur viðamikillar stefnumótunar sem hefur átt sér stað undanfarin misseri hjá Ferðaþjónustu bænda.
07.okt. 2016 - 16:00 Vesturland

„Viðreisn er hófsamur hægriflokkur og laus við kreddur“ - Gylfi Ólafsson

Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram í lok mánaðarins. Gylfi er nýr og ferskur frambjóðandi á vettvangi stjórnmálanna. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fer í framboð.
06.okt. 2016 - 18:00 Vesturland

Dýragrafreiturinn í Kjós er fallegur minnisvarði um marga góða vini

Dýragrafreiturinn er undir Meðalfelli í fallegu og vinalegu umhverfi þar sem Laxá í Kjós rennur skammt hjá og liðast um dalinn. Vorið 2002 vígði séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnarðarins í Reykjavík, sérstakan grafreit fyrir húsdýr í landi Hurðarbaks í Kjós. Þessi dýragrafreiturinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og er enn í fullum rekstri. Stofnendur garðsins voru þau Guðný G. Ívarsdóttir og Kristján heitinn Mikkaelsson í Flekkudal í Kjós.
06.okt. 2016 - 10:00 Vesturland

Mynd dagsins - Stýrimaður á Gulltoppi GK 24 frá Grindavík fann fornt stríðsflagg

Á dögunum kom Skagamaðurinn Guðmundur Jón Hafsteinsson stýrimaður og afleysingaskipstjóri á línuveiðararnum Gulltoppi GK 24 frá Grindavík færandi hendi á Hernámssetrið á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.
25.sep. 2016 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Kjósum um framtíðina


22.sep. 2016 - 19:30 Vesturland

„Jafnaðarmenn þurfa að hugsa betur um almennt launafólk“

Guðjón S. Brjánsson telur að afla megi tekna til að efla velferðina í landinu með því þjóðin innheimti gjöld af þeim sem nýta auðlindir hennar bæði til lands og sjávar. Guðjón S. Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands leiðir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Í nýliðnu prófkjöri flokksins felldi hann Ólínu Þorvarðardóttur sitjandi þingmann úr oddvitasætinu.
22.sep. 2016 - 16:30 Vesturland

Makrílveiðin að renna sitt skeið á enda - ,,Þetta viðskiptabann er aðgerð dauðans og er meira ruglið''

„Þetta er búið að vera flott. Það er bara búin að vera mokveiði í allt sumar. Ég hóf vertíðina 3. ágúst og heildaraflinn hjá mér er nú að nálgast 500 tonnin. Þetta er langmesti aflinn sem ég hef fengið á einni vertíð til þessa. Áður hafði ég mest fengið um 180 tonn á einni vertíð. Í fyrra veiddi ég um 100 tonn,“ sagði Eiður Ólafsson útgerðarmaður og skipstjóri á Ísak AK 67 við Vesturland á þriðjudagsmorgun. Hann var þá að veiðum á bát sínum skammt frá landi utan við golfvöllinn í Reykjanesbæ.
12.sep. 2016 - 20:00 Vesturland

„Flokkurinn þarf nú að leggja eyru við gagnrýnisröddum“

„Það kom á óvart hversu afgerandi úrslitin urðu í prófkjörinu. Ég var þó mjög vongóður allan tímann meðan baráttan í því stóð yfir. Síðustu dagana fyrir sjálfan kjördag á laugardag skynjaði ég hvernig landið lá. Sjálfur hafði ég ótrúlega lítinn tíma til að hamast í prófkjörsbaráttunni. Ég var fastur í vinnu við nýja búvörusamninga í þinginu. En niðurstaðan í prófkjörinu er mjög ánægjuleg,“

10.sep. 2016 - 11:00 Vesturland

Skeljasandsrör fjarlægt

Haraldur Hjaltalín og félagar hjá fyrirtækinu Fasteignaviðhaldi skera sundur rörlögnina og taka bútana niður.

Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur sem kunnugt er lokið sínu hlutverki. Síðustu daga hefur verið unnið að því að skera sundur og fjarlægja rörlögn sem lá frá Sementsbryggjunnni í sandþró verksmiðjunnar. Um þessi rör var skeljasandi dælt um áratugaskeið úr skipum Björgunar hf. sem sótti hann einkum á hafsbotn utanvert í Hvalfirði.

08.sep. 2016 - 20:00 Vesturland

Þórður Guðsteinn: „Þetta ber allt þess merki að vera klíkustjórnmál“

Pírötum hefur ekki tekist að láta framboðsmál sín í Norðvesturkjördæmi ganga stórslysalaust því nú hafa þau tíðindi gerst að flokksmenn hafa fellt eigin framboðslista þar. Listinn var kominn fram eftir prófkjör sem fór fram í netkosningu. Til að fá þennan lista staðfestan þurfti að framkvæma svokallaða staðfestingarkosningu meðal flokksmanna um land allt.

28.ágú. 2016 - 16:15 Vesturland

Straumur ferðamanna í Stykkishólmi slær öll fyrri met

Stykkishólmur. Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sem rekur Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur vakið athygli á því hvernig fjöldi ferðamanna í bæjarfélaginu hefur farið ört vaxandi á síðustu misserum. Í pistli á bloggsíðu sinni (vulcan.blog.is) fjallar Haraldur um þetta.
27.ágú. 2016 - 18:00 Vesturland

Drottningar í drossíu

Drottingarnar glæsilegu stilla sér upp við drossíuna. Í júlí tóku nokkrar dömur á besta aldri sig til og óku saman hringveginn á 58 ára gamalli Chevrolet-bifreið. Það voru Dúfa Stefánsdóttir frá Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd og vinkonur hennar. Allar nema ein eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám á sínum tíma samtímis við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði.
27.ágú. 2016 - 16:00 Vesturland

Hjónin í Gröf: „Við höfum komist ágætlega frá lífinu“

Hjónin í Gröf í góðum gír. Á bænum Gröf í Hvalfjarðarsveit búa fullorðin hjón. Hún er fædd 1936 og hann 1934, bæði í janúar. „Við giftum okkur þegar ég var 21. árs. Það var 1955. Við trúlofuðum okkur á fullveldisdaginn 1. desember 1953. Það er búið að leggja mikið á konuna,” segir Jón Eiríksson og lítur kankvís með brosi á Ruth Hallgrímsdóttur eiginkonu sína til 61 árs.
27.ágú. 2016 - 12:00 Vesturland

Gefast hvergi upp þrátt fyrir altjón í bruna

Þriðjudaginn 9. ágúst gereyðilögðust húsakynni járniðnaðarfyrirtæksins Jötunstál í bruna á Breiðinni á Akranesi. „Eldsupptökin urðu í jeppabifreið sem stóð innandyra hjá okkur. Eyðileggingin varð alger, bara húsveggirnir stóðu eftir. Fyrirtækið var ekki nægilega vel tryggt en við gefumst ekki upp. Ég þarf líklega að geispa golunni til að gefast upp og hætta,“ segir Birgir Snæland eigandi og framkvæmdastjóri Jötunstáls.

16.júl. 2016 - 16:00 Vesturland

Nýútskrifaður búfræðingur byggir 150 gripa fjós

Þann 3. júní síðastiliðinn útskrifaðist Jón Þór Marinósson sem búfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Jón Þór býr ásamt foreldrum sínum á Hvítanesi í Hvalfjarðarsveit, nánar tiltekið Skilmannahreppi hinum forna norðan Akrafjalls ekki langt innan Akraness. Nú á vordögum meðan hann var að ljúka náminu á Hvanneyri gerði Jón Þór sér lítið fyrir og reisti í félagi við foreldra sína fjós fyrir 150 gripi á Hvítanesi. Þar ætlar hann í framtíðinni að stunda eldi á nautum til kjötframleiðslu.

12.júl. 2016 - 14:00 Vesturland

Gro Jorunn Hansen unir sér hvergi betur en í Bæjarsveitinni

Gro Jorunn Hansen úti í haga með hrossunum.
Sumarið 1988 kom ung sveitastúlka frá Noregi til Íslands. „Ég man alltaf að einn vinur minn sagði við mig þegar ég var að fara fyrst til Íslands að ég ætti eftir að búa þar til framtíðar. Ég væri svo lík Íslendingum í hugsunarhætti. Svona mátulega kærulaus,“ hlær Gro Jorunn Hansen þar sem við sitjum í eldhúsinu yfir kaffi og norskum snúðum heima hjá henni í Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. 


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.1.2017
Orðaskipti okkar Björns Bjarnasonar
Austurland
Austurland - 12.1.2017
Reiður, gamall maður
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.1.2017
Ég styð þessa ráðherraskipan
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.1.2017
Meira af því sama?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.1.2017
Gæfa Dana og gengi
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 14.1.2017
Þjóðin í blóma og á réttri leið
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 15.1.2017
Ísjakinn okkar er að bráðna
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 12.1.2017
Stolt Akureyrar
Gestur K. Pálmason
Gestur K. Pálmason - 16.1.2017
Aðeins um ákvarðanir og forgangsröðun
Vestfirðir
Vestfirðir - 15.1.2017
Haldið til Hvanneyrar
Austurland
Austurland - 16.1.2017
Sameiningamálin
Austurland
Austurland - 17.1.2017
Læra menn aldrei af reynslunni?
Fleiri pressupennar