02.jan. 2017 - 17:00 Suðri

Skin, Uss og Hendur Morðingjans

Guðrún Hannesdóttir sendir nú frá sér  sjöttu ljóðabókina og Sæmundur gefur út. Síðasta bók Guðrúnar Humátt (2015) var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Um hana segir í röksemdarfærslu dómnefndar m.a.: Humátt er eftirminnileg, innihaldsrík og vönduð ljóðabók sem einkennist af skörpu innsæi, aðdáunarverðum stílbrögðum og óbilandi tilfinningu fyrir möguleikum ljóðsins. Bókin er uppfull af þeim nákvæmu en jafnframt kraftmiklu, óvæntu myndum sem eru eitt höfundareinkenna Guðrúnar Hannesdóttur.

27.des. 2016 - 20:00 Suðri

„Þurfum að styðja betur við grunnskólann“

Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms.

26.des. 2016 - 17:00 Suðri

Smyril Line Cargo hefur vikulegar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam

Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, sem á og rekur farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur ákveðið að hefja beinar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Með tilkomu nýju ferjunnar stóreykst þjónusta Smyril Line Cargo við íslenska markaðinn og tengslin við suðvesturhorn landsins eflast. Siglt verður vikulega á milli Þorlákshafnar og Rotterdam, með viðkomu í Færeyjum á heimleiðinni, og styttist flutningstími fyrir bæði inn- og útflutning frá því sem nú er.

26.des. 2016 - 07:00 Suðri

Skógarhögg hafið hjá Kiwanisklúbbnum Ós

Á þessu starfsári heldur Kiwanisklúbburinn Ós upp á 30 ára afmæli. Starfsemin hófst á stjórnarskiptafundi í Pakkhúsinu þar sem Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar kom og sá um stjórnarskiptin. Honum til aðstoðar var umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson en báðir eru félagar í Ós. Þess má nefna að það sem af er ári hafa fimm nýir félagar gengið í klúbbinn.

25.des. 2016 - 10:00 Suðri

Saga baráttu og átaka til að ná fram einföldum mannréttindum

Bókmenntafélag jafnaðarmanna og nokkrir fyrrverandi félagar í Alþýðuflokknum höfðu frumkvæði að útgáfu bókarinnar. Bókmenntafélagið, hið fyrra, var stofnað árið 1929. Það gaf út bækur og tímaritið „Almanak alþýðu“. Fjöldi þekktra fræðimanna og rithöfunda kom að starfi félagsins, sem eftir nokkur ár lagði upp laupana vegna fjárskorts. Félagið var endurreist 12. mars 2011, og er núverandi formaður þess Árni Gunnarsson, fyrrum. alþingismaður.

25.des. 2016 - 08:00 Suðri

Vinsælustu jólalög allra tíma

Frá árdögum rokksins í Bretlandi hefur það verið mikið keppikefli þarlendra tónlistarmanna að eiga vinsælasta lagið um jólin, ár hvert. Mikið er lagt undir til að ná því markmiði og margar af frægustu og mest seldu smáskífum allra tíma hafa náð metsölu á þeim tíma.

24.des. 2016 - 12:30 Suðri

Hátíðleg stund með forsetanum

Það var hátíðleg stund í Grunnskólanum í Hveragerði. Tilefnið var opinn gangasöngur og afhending á upphæðinni sem safnaðist á góðgerðardaginn. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson heiðraði okkur með nærveru sinni og auk þess kom fulltrúi frá Samtökum krabbameinssjúkra barna, Gréta Ingþórsdóttir, og tók við peningaupphæðinni sem var samtals 810.000 kr.

24.des. 2016 - 11:00 Suðri

Allt mitt líf er tilviljun - Bókarkafli

Það er langur vegur frá verkamannabústöðum á Siglufirði eða saggafullum kjallara í Keflavík til þess að halda heimili í þremur heimsálfum og stunda milljarða viðskipti. En á þessari leið hefur Birkir Baldvinsson lent í ótrúlegum ævintýrum, jafnt á landi sem skýjum ofar.

22.des. 2016 - 18:15 Suðri

Aðventustund Vina alþýðunnar á Eyrarbakka

Veislustjórinn, Siggeir Ingólfsson, setur hátíðina.

Á borðum voru afurðir Hjallastefnurnar sem Vinir alþýðunnar hafa verkað á þjóðlegan máta úr hráefni sem veitt hefur verið af Eyrarbakkabátnum Mána ÁR. Þetta var; kæst skata – nætursaltaður þorskur og siginn fiskur sem verkaður hefur verið í útsýnispallinum við Alþýðuhúsið á síðustu vikum. Þúsundir erlendra ferðamanna hafa myndað þar verkunina á fiskinum og þannig vottað þessa þjóðlegu verkunaraðferð Hjallastefnunnar.


13.des. 2016 - 20:00 Suðri

„Hveragerði tilvalið og sjálfsagt sögusvið“

Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, er ein athygliverðasta skáldsaga ársins og hefur hún verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Guðrún Eva hefur fyrir löngu skotið sér í fremsta flokk íslenskra rithöfunda og er hún nú einn snjallasti og frumlegasti höfundur sinnar kynslóðar, enda rekur hvert stórvirkið annað frá henni.

13.des. 2016 - 07:00 Suðri

Fólk eins og ég og þú

„Þetta erlenda vinnuafl sem flæðir hér inn er að taka vinnu af okkur Íslendingum og halda niðri launum.  Það er óþolandi að fara í búð eða á veitingastað þar sem er bara talað við mann á útlensku, þetta lið að á læra og tala íslensku“.

11.des. 2016 - 18:00 Suðri

Hátíð hins hógværa konungs

Ég held alltaf upp á eina minningu sem ég á frá því fyrir fáum árum og hefur í raun ekki neitt með aðventu að gera en átti sér stað á aðventu.  Ég fór á frumsýningu myndarinnar Vatnalíf, heimildarmynd um Veiðivötnin sem hann Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari á Selfosski gerði. Þangað voru mættir ýmsir hagsmunaðilar og einnig þau sem vissu að þau kæmi jafnvel fyrir í myndinni. Fólk var spennt að sjá útkomuna og afraksturinn.  Í einum hluta myndarinnar ríkti mikil eftirvænting.

09.des. 2016 - 22:00 Suðri

Bjargræði - Bókarkafli

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér bókina Bjargræði. Höfundur er Hermann Stefánsson sem hefur sent frá sér fjölda bóka og hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári fyrir bók sína, Leiðin út í heim.

09.des. 2016 - 17:00 Suðri

Kirkjufyllir á aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju

Það var kirkjufyllir á aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju þann 4. desember síðastliðinn. Kór kirkjunnar söng og organisti var Haukur Arnarr Gíslason. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir stýrði barnastund. Barnasöngur var undir handleiðslu Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur. Kolbrún Hulda og Jóhanna Eirný Sigurðardóttir sungu einsöng. Séra Kristján Björnsson flutti  hugvekja og var  kynninr samkomunnar sem var mjög hátíðleg og fór hið besta fram.

08.des. 2016 - 14:30 Suðri

Upplestrarkvöld í Bókakaffinu í kvöld: Kona kemur við sögu

Þeir sem lesa að þessu sinni eru Hjörtur Pálsson ljóðskáld sem sendi frá sér heildarsafn ljóða á árinu, Heiðrún Ólafsdóttir rithöfundur sem þýtt hefur bókina Zombíland sem lýsir grænlenskum samtíma, Guðmundur Óli Sigurgeirsson sem les úr bernskuminningum sínum af Rangárvöllum og síðast en ekki síst, Gísli Sigurðsson sem kynnir fræðiritið Kona kemur við sögu, sem hann hefur unnið með Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur og fleirum. Hér skyggnast sérfræðingar Árnastofnunar í handrit og aðrar heimildir um þátt kvenna í menningu þjóðarinnar.

28.nóv. 2016 - 17:00 Suðri

Lóuungi og tröllastrákur

Tröllastrákurinn læknar hrekkjusvín er ný bók eftir þá vinsælu fjölmiðlakonu og rithöfund Sirrý, Sigríði Arnardóttur. Tröllastráknum Vaka og Sögu vinkonu hans finnst fátt skemmtilegra en að smíða kofa og það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í litla kofaþorpinu þeirra. Hrekkjusvín vinna skemmdarverk á kofunum í skjóli nætur og Vaki og Saga fyllast reiði og örvæntingu. Óvæntur atburður verður síðan til þess að allir þurfa að standa saman og hjálpast að.
27.nóv. 2016 - 23:00 Suðri

Sígildar sögur hrakninga á heiðavegum

Veröld gefur út bókina Hrakningar á heiðavegum eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson, en þetta sígilda meistaraverk hefur verið ófáanlegt um langt árabil. Bókaröðin kom út í fjórum bindum árin 1949-1957 og geymir safn sagna af heiðum og öræfum landsins og eru sem slíkar ómetanlegar heimildir um þætti í sögu lands og  þjóðar.
27.nóv. 2016 - 20:00 Suðri

Heiða - Áhrifamikil mynd af sérstæðri kvenhetju

Hvað rekur unga konu til að gerast sauðfjárbóndi úr alfaraleið í stað þess að verða fyrirsæta í New York? Keppa í rúningi og stunda fósturtalningar í kindum í stað þess að drekka í sig stórborgarlífið og slá í gegn á síðum glanstímarita? Heiða er sannkallað náttúrubarn og er einyrki á Ljótarstöðum sem er efsti bær í Skaftártungu. Jafnframt því að sinna fimm hundruð fjár hefur hún barist fyrir tilveru sinni og sveitarinnar fyrir austan – varið landið – svo öllu verði ekki fórnað fyrir fáein megawött; gljúfri, besta beitarlandinu – þar sem fyrst grær á vorin.
27.nóv. 2016 - 13:30 Suðri

Á meðan straumarnir sungu

Á meðan straumarnir sungu er endurminningabók séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar frá fyrri hluta ævi hans. Höfundur sem er fæddur 1928 segir hér frá Fljótshlíð bernskuáranna og síðar námsárum við MA og syðra. En meginhluti bókarinnar fjallar um Öræfi, Suðursveit og Mýrar þar sem Sváfnir þjónaði sem prestur frá 1952 til 1963.
26.nóv. 2016 - 18:00 Suðri

Jean-Rémi safnar á Karolina fund: Jólaævintýri Dickens á tveimur tungum

Jean-Rémi Chareyre er mörgum Sunnlendingum að góðu kunnur, en hann rekur ásamt Renuka, konu sinni, veitingastaðinn Seylon á Selfossi og er pistlahöfundur á Herðubreið, enda einkar flinkur og beittur penni. Hann hefur nú þýtt smásöguna A Christmas Carol eftir Charles Dickens yfir á íslensku og hyggst bjóða upp á tvímála útgáfu af verkinu. Slík útgáfa felst í því, að á vinstri blaðsíðum bókarinnar er textinn á frummálinu (ensku) en á hægri blaðsíðum hefur sami texti verið þýddur á íslensku. Með slíku fyrirkomulagi er orðabókin nánast óþörf.
26.nóv. 2016 - 13:00 Suðri

Fundað um mikilvægi viðlagaverndar

Viðlagatrygging Íslands sótti forsvarsfólk Árborgar í vikunni, en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki stofnunarinnar og skráningu opinberra  mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ. Sameiginlegur fundur var haldinn með Árborg og Flóahreppi.
26.nóv. 2016 - 11:20 Suðri

Gullsmiðir söfnuðu 1,8 milljón króna fyrir Krabbameinsfélagið

Fullrúar Félags íslenskra gullsmiða hafa afhent Krabbameinsfélaginu 1,8 milljónir króna sem söfnuðust vegna sölu á viðhafnarútgáfu af Bleiku slaufunni í október. Um var að ræða hálsmen úr silfri gert í takmörkuðu upplagi. Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir frá Félagi íslenskra gullsmiða afhentu Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóra Krabbameinsfélagsins, styrkinn í gær í Húsi atvinnulífsins.
26.nóv. 2016 - 07:00 Suðri

Baráttudagur gegn einelti í Barnaskólanum á Eyrarbakka

Börnin í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri héldu upp á baráttudag gegn einelti 8. nóvember sl. með eftirminnilegum hætti. Yngstu bekkirnir 1.-3. hafa síðustu daga verið að vinna verkefni tengt því. Þeim finnst að einelti eigi hvergi rétt á sér, hvorki á vinnustaðnum þeirra, í skólanum,  né annars staðar í samfélaginu. Til að vekja athygli á því hafa þau búið til og safnað saman í ofurlitlar hamingjukrukkur jákvæðum orðum sem þau fóru með með út í samfélagið  þennan dag og deila með fólkinu sem þar er.

25.nóv. 2016 - 16:00 Suðri

Kennarar á Hellu afhenda yfirlýsingu til sveitarstjórnar

Við, grunnskólakennarar á Íslandi, krefjumst þess að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alveralega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnavart grunnskólakennurum. Laun kennara eru of lág og valda því með öðru að grunnskólakerfið er ekki lengur sjálfbært. Þeir kennarar sem nú starfa í grunnskólunum njóta mun verri kjara en samanburðarhópar og raunar töluvert lægri kjara en almennt tíðkast á landinu.
24.nóv. 2016 - 20:00 Suðri

„Um hvað á ég að spyrja næst?“

Páll Magnússon vatt sér í framlínu íslenskra stjórnmála eftir langar feril í fjölmiðlun, meðal annars sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Páll vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og leiddi síðan flokkinn til þess að vera sá stærsti í kjördæminu, sem hann hefur ekki verið frá 2007 en Samfylkingin og Framsókn voru stærstir flokka í Suðurkjördæmi í tveimur kosningum þar á eftir.

24.nóv. 2016 - 18:00 Suðri

Harðorð ályktun frá kennurum í Árborg

Grunnskólakennarar í Árborg hittust á samstöðufundi í Vallaskóla á Selfossi fyrr í vikunni og báru saman bækur sínar. Þeir samþykktu ályktun á fundinum sem var skilað til bæjaryfirvalda á bæjarstjórnarfundi síðdegis. Frekari aðgerða er að vænta á næstu dögum og munu þær væntanlega ná til allra kennara á Suðurlandi.

13.nóv. 2016 - 17:00 Suðri

Styrkarreikningur fyrir fjölskyldu Sverris Ketils

Sverrir Ketill Gunnarsson lést í umferðarslysi skammt frá Fagurhólsmýri í Öræfum um liðna helgi. Hann var aðeins 17 ára, fæddur í mars árið 1999, búsettur á Höfn í Hornafirði. Hann bjó í foreldrahúsum og átti hann eldri bróður og systur sem var hans besti vinur. Mikil sorg er á Höfn vegna andláts Sverris en vinir hans lýsa honum sem góðhjörtuðum dreng sem vildi öllum vel.
13.nóv. 2016 - 16:00 Suðri

Margslungnir og myrkir 13 dagar - Bókadómur

Í 13 dögum snýr Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu aftur í níundu bók Árna Þórarinssonar um kappann. Árni fann með sögunum af Einari sinn sérstaka og skemmtilega takt í flóru glæpasagnanna og eru bækurnar tvímælalaust með því besta úr heimi krimmanna. Höfundurinn er sérlega flinkur penni og hefur vaxið ásmegin sem rithöfundi með hverri bók.

12.nóv. 2016 - 21:00 Suðri

Fjórir nýjr þingmenn í Suðurkjördæmi

Fjórir nýir þingmenn taka sæti á Alþingi úr Suðurkjördæmi í kjölfar kosninganna. Suðri tók þau tali um nýafstaðnar kosningar og væntingar þeirra til nýja starfsins, helstu áherlslumálin, viðhorf til ríkisstjórnamyndana, hver skilaboð kjósenda voru að þeirra mati og hvernig framtíðin blasi við í upphafi kjörtímabilsins.
12.nóv. 2016 - 19:30 Suðri

„Það eru allir velkomnir í Rauða krossinn“

Erla (til hægri) ásamt Katrínu Stefaníu Klemenzard. Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða kross deildarinnar í Árnessýslu sem er staðsett á Eyrarvegi 23 á Selfossi. Hefur krafturinn í starfinu vakið athygli og er það mjög sýnilegt. Suðri tók Erlu tali um starfið og hvernig það kom til að hún réðst til þess.
25.okt. 2016 - 17:00 Suðri

Páll Valur Björnsson: Innviðauppbygging ferðamannastaða áríðandi

Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum.

24.okt. 2016 - 16:00 Suðri

Halldór Gunnarsson: Barátta fyrir réttindum eldri borgara og öryrkja

Halldór Gunnarsson oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum Suðra:
23.okt. 2016 - 21:00 Suðri

Guðmundur Sighvatsson: Hagmunir alþýðunnar í fyrirrúmi

Guðmundur Sighvatsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum.

23.okt. 2016 - 18:00 Suðri

Framsókn í Suðurkjördæmi: Heilbrigðisþjónusta og bættar samgöngur stærstu málin

Sigurður Ingi Jóhannson oddviti, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir og Einar Freyr Elínarson, sem skipa efstu sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sátu fyrir svörum Suðra:

23.okt. 2016 - 16:00 Suðri

Sturla Jónsson: Hvernig er hægt að selja það sem maður á ekki?

Sturla Jónsson oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum.

23.okt. 2016 - 14:00 Suðri

Oddný og Arna: Uppbygging innviða á Suðurlandi mikilvægust

Oddný G. Harðardóttir oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir svörum.

23.okt. 2016 - 08:00 Suðri

Ari Trausti: Framtíð byggða byggist á jöfnum tækifærum

Ari Trausti Guðmundsson oddviti VG í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum Suðra.
22.okt. 2016 - 17:00 Suðri

Smári McCarthy: Viljum kerfisbreytingar ekki kjördæmapot

Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum.
22.okt. 2016 - 14:00 Suðri

Páll Magnússon: Mikilvægast að styrkja grunnþjónustuna

Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum.

22.okt. 2016 - 08:00 Suðri

Jóna Sólveig Elínardóttir: Lækkun vaxta er stærsta kjaramálið

 Jóna Sólveig Elínardóttir oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi sat fyrir svörum.

22.okt. 2016 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Clinton og leiðin í Hvíta húsið

Leið Hillary Rodham Clinton að kosningunum um næsta forseta Bandaríkjanna er stórbrotin og litrík. Allt frá fyrstu árum hennar og Bills í Little Rock í Arkansas til þess að hún er fáeina metra frá því að verða fyrsta konan í Hvíta húsinu og annar Demókratinn í röð hefur Hillary vakið verðskuldaða athygli og lengi verið orðuð við embættið.

09.okt. 2016 - 20:00 Suðri

Jóna Sólveig segir Ísland geta náð góðum samningi við ESB: „Viljum markaðslausn í sjávarútvegi“

Jóna Sólveig Elínardóttir er ein þeirra sem kemur ný inn á svið stjórnmálanna fyrir kosningarnar í lok október. Jóna Sólveig er nýkjörin varaformaður Viðreisnar leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi, en þar mælist flokkurinn með tæplega 14% fylgi í kjördæmakönnun Gallup og stutt í annan mann á þing í kjördæminum. Ritstjóri Suðra ræddi við Jónu Sólveigu um helstu hugðarefni hennar, bernskuna í Mýrdalnum og málefnastöðu Viðreisnar.

08.okt. 2016 - 18:00 Suðri

Fyrsta rafmagnsrútan til Íslands

Hópferðarfyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson á Selfossi hefur pantað fyrstu rafmangsrútu Íslands, frá Kína. Fyrirtækið stefnir að því að flytja inn fleiri slíkar rútur á næsta ári.
08.okt. 2016 - 11:00 Suðri

Fjöldauppsagnir hjá Frostfiski

Á fjórða tug starfsmanna Frostfisks í Þorlákshöfn var sagt upp starfi fyrr í vikunni. Bæjarstjórinn, Gunnsteinn Ómarsson, segir þetta mikið högg fyrir bæjarfélagið og hefur áhyggjur af þróun útgerðar og fiskvinnslu í bænum.

08.okt. 2016 - 08:00 Suðri

Nýtt steinasafn í Hveragerði

Steinasafnið var í eigu Sigurðar Pálssonar og Sigrúnar Sigfúsdóttur sem byrjuðu fyrir alvöru að safna steinum þegar þau bjuggu á Höfn í Hornafirði um 1960 en þá var Sigurður sveitastjóri þar. Þau kynntust Gísla Arasyni (nú 99 ára og lifir hress og kátur á Höfn) sem kenndi þeim helstu kúnstir steinasafnarans.

08.okt. 2016 - 07:00 Aðsend grein

Ég get, ég ætla, ég skal

Ég er í stjórnmálum, kannski ekki uppbyggilegasta starfsumhverfi í heimi - meira svona eitt það erfiðasta, og ég fæ oft þá spurningu hvernig ég ,,meika þetta” –  allt þetta baktal, niðurrif, fólk með ljótar skoðanir á mér og þrá margra til að níða af mér skóinn.

07.okt. 2016 - 20:00 Suðri

Villikettirnir og vegferð VG - Bókakafli úr ný útkominni bók Jóns Torfasonar

Í nýútkominni bók Jóns Torfasonar, Villikettirnir og vegferð VG er rakin saga þeirra átaka geysuðu innan VG í tíð vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Bókin er skrifuð út frá sjónarhóli þeirra sem gagnrýndu sem harðast stefnu forystunnar, sjónarhóli Villikattanna sem svo voru nefndir eftir fræg ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um að innan samstarfsflokksins þyrfti einlæglega að smala köttum!

06.okt. 2016 - 16:30 Suðri

Vestmannaeyjabær vill fá að reka nýjan Herjólf

Að mati bæjarstjórnar er ekki nokkur munur á rekstri Herjólfs og rekstri annara kafla vegakerfis Íslendinga. Bæjarstjórn telur því brýnt að rekstur Herjólfs verði ætíð séður sem hluti af þjóðvegakerfi Íslendinga og gjaldtöku og þjónustu verði að hagað í samræmi við þá skilgreiningu.

25.sep. 2016 - 11:30 Suðri

Innflutningur án takmarkana

Ingimundur Bergmann formaður Félags kjúklingabænda. Á eyju kaupmannsins er talsvert um slíkar reglur neytendum til hagsbóta og öryggis - og gleymum því ekki að allir á eyjunni eru náttúrulega neytendur líka - en einnig er talsvert mikið um allskyns reglur og eftirlit til að vernda búfénaðinn sem þar er, sem öfugt við kaupmanninn, hefur ekki átt þess kost að ferðast til annarra landa og krækja sér í ýmsar miskræsilegar pestir.
24.sep. 2016 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Fátækragildrur á fasteignamarkaði

Aldrei hafa önnur eins fyrirheit verið gefin um nýja tíma á íbúðamarkaði og fyrir síðustu kosningar. Ekkert af þeim fyrirheitum gekk eftir, að því er virðist. Leigumarkaðurinn er sama svívirðan og áður. Ekkert bólar á nýja Breiðholtinu félagsmálaráðherrans og verðtrygging er ekki undantekning á útleið heldur almenn og ríkjandi regla í lánaviðskiptum.