29.nóv. 2017 - 11:00
Suðri
„Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu? Af hverju heyrðist ekkert í honum eftir að múrinn féll? Hafði hann eitthvað að fela?“
28.nóv. 2017 - 15:00
Suðri
Mikill áhugi hefur verið fyrir íslenskunámi í haust hjá Fræðslunetinu, en hátt í 200 námsmenn munu ljúka 60 stunda íslenskunámskeiðum á haustönn. Flestir stunda nám í íslensku I en einnig verða haldin nokkur námskeiði í íslensku II. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir íslenskunámið og einnig veita starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna námsmönnum veglega styrki til námsins.
13.nóv. 2017 - 15:00
Vaka Helgafell gefur út bókina Í skugga drottins eftir Bjarna Harðarson. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga sem segir frá leiguliðum Skálholtsstóls á 18. öld. Aðalpersóna er húsfreyjan María á Eiríksbakka sem leyfir vorsultinum að tálga sig ár hvert á meðan óguðlegur og skemmtinn niðursetningur fyllir líf hennar af sögum og þvættingi. En yfir um og allt um kring er Guðsótti. Óttinn við hinn reiða Krist og eilífan helvítiseld. Við sögu koma misgóðir Guðsmenn, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar. Blaðið grípur hér ofan í frásögn af heyskap undir Vörðufelli, drengjum sem hafa selsaugu og um Skálholt sem stendur rétt undir hliðum Helvítis.
30.okt. 2017 - 18:00
Suðri
Tvær mikilvægar bækur koma út hjá Sögufélagi í október og í tilefni þess var haldið tvöfalt útgáfuhóf í Bókabúð Forlagsins fimmtudaginn 19. október. Önnur bókin er eftir Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing og heitir Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Eins og titillinn gefur til kynna er skipulögð leit að íslensku klaustrunum hér í forgrunni.
29.okt. 2017 - 18:00
Starfsemi í brugghúsi Ölverks í Hveragerði hófst formlega þann 6. september síðastliðinn og þá aðeins á eftir áætlun vegna umfangsmikilla framkvæmda sem ráðist var í. Nú tæpum 5 vikum síðar eru alls 5 bjórar fáanlegir úr brugghúsi Ölverks og aðrir sem bíða þess að komast á krana.
27.okt. 2017 - 21:30
,,Fjölgun gististaða á Suðurlandi nær hæstu hæðum í Rangárþingi eystra þar sem gistiplássum mun á næstu misserum fjölga umtalsvert, verði öll áform að veruleika. Á Hvolsvelli hefur tveimur lóðum verið úthlutað fyrir 100 herbergja hótel hvort um sig. Bygging þeirra er ekki hafin en annað þeirra hefur verið teiknað og er í burðarliðnum. Midgard „base camp“opnaði 1. maí síðastliðinn með rými fyrir um 30 manns í gistingu. Þar er góð aðstaða til tónleikahalds og hafa þegar nokkrir listamenn stigið á svið í Miðgarði við mikla ánægju ferðamanna og heimamanna sem þar mætast. Í bígerð er að byggja 15 herbergja viðbyggingu við Hótel Skóga svo dæmi séu tekin. Hótel Hvolsvöllur hefur starfað hér um árabil, í Fljótshlíðinni eru tvö hótel og í það minnsta fimm hótel undir Eyjafjöllum, þannig að möguleikarnir eru fjölbreyttir.,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.
17.okt. 2017 - 16:00
Suðri
Útgáfudagur Suðra að þessu sinni er 12. október 2017. Fyrir Stokkseyringa og reyndar Sunnlendinga alla er 12. október einn af stóru dögum menningarsögu svæðisins. 12. október 1893 var fæðingardagur Páls Ísólfssonar, tónskálds á Stokkseyri. Nú horfum við til baka um 15 ár eða til 12. október 2002 en á þeim degi var afhjúpað og vígt listaverk Elfars Guðna Þórðarsonar -Brennið þið vitar- í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri.
16.okt. 2017 - 20:00
Suðri
Tímagarðurinn er ný skáldsaga frá Guðmundi Brynjólfssyni, rithöfundi á Eyrarbakka, en bækur hans hafa vakið verðskuldaða athygli frá þessum úrvals rithöfundi. Suðri tók Guðmund tali um nýju bókina, Tímagarðinn, sem Sæmundur bókaútgáfa á Selfossi gefur út.
16.okt. 2017 - 17:30
Suðri
Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið ístöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðiðer að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.
14.okt. 2017 - 18:00
Suðri
Í liðinni viku kom hópur Kínverja til landsins til viðræðna við stjórnendur Set um samvinnu á sviði fjarvarmalagna. Þetta er önnur heimsókn þeirra á árinu. Það sem aðallega vekur áhuga þeirra er að Set hefur yfir að ráða tækni í framleiðslu á einangruðum plaströrum í löngum einingum. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins set.is.
01.okt. 2017 - 10:30
Suðri
Ævar Þór Benediktsson hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Sigþrúður Jónsdóttir fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti í dag. Verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, þann 14. september.
01.okt. 2017 - 07:00
Björgvin G. Sigurðsson
Upplausnarástand íslenskra stjórnmála áratuginn eftir hrun nær nýjum hæðum í aðdraganda skyndikosninganna í lok október. Nýtt framboð fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins setur hægri vænginn í uppnám og er líklegt til að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninga. Takist Sigmundi Davíð og félögum að fá öflugt fólk til liðs við sig getur flokkur hans orðið skæður keppinautur bæði Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins, auk þess að sundra framsóknarmönnum kljúfa flokkinn í tvennt.
30.sep. 2017 - 13:30
Suðri
Í síðasta tbl. Suðra var birt grein um Kötlu og Kötlugos sem er af vefnum eldsveitir.is. Það láðist að geta þess hvaðan greinin var og að höfundur hennar er Lilja Magnúsdóttir. Lilja sagði Suðra frá þessum fyrirtaks góða vef sem hún heldur úti um eldsveitirnar.
28.sep. 2017 - 21:00
Suðri
Út er komin hjá Sæmundi bókin Kalak eftir Kim Leine. Kim Leine hlaut Bókmenttaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Spámennina í Botnleysufirði sem var afar vel tekið af íslenskum lesendum þegar hún kom út í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar haustið 2015. Kalak sem Jón Hallur hefur nú þýtt er ekki síður athyglisvert verk og jafnfram til skilningsauka á Spámönnunum og Morten Falk, aðalpersónu þeirrar bókar.
28.sep. 2017 - 15:45
Eyjan
Nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 7,3 prósenta fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunar MMR á fylgi flokkanna. Athygli vekur að fylgi Framsóknarflokksins, samkvæmt könnununni, er 6,4 prósent. Þetta þýðir að flokkur Sigmundar Davíðs er stærri en Framsókn.
17.sep. 2017 - 10:00
Björgvin G. Sigurðsson
Miskunnarlaus afstaða stjórnvalda í málefnum hælisleitenda hefur gengið fram af mörgum. Steininn tók úr þegar flóttastúlkunum Mary frá Niegeríu og Haniye, sem er af afgönskum ættum, var vísað frá landi í skjóli Dyflinar reglugerðarinnar, sem heimilar slíka brottvísun en fjarri því að skyldi stjórnvöld til þess. Það er ísköld pólitísk ákvörðun að vísa stúlkunum úr landi, út í óvissuna.
15.sep. 2017 - 16:00
Suðri
Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu.
05.sep. 2017 - 16:30
Suðri
Sænski unglingabókahöfundurinn Kim M. Kimselius kom til Íslands 3. september og mun dveljast hér í rétta viku, til 10. september. Kim Kimselius er í hópi vinsælustu og afkastamestu barna- og unglingabókahöfunda í Svíþjóð og sumar bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal sex á íslensku: Aftur til Pompei, Ég er ekki norn, Bölvun faraós, Fallöxin, Töfrasverðið og loks Svartidauði sem einmitt kemur út í þessari viku.
05.sep. 2017 - 15:14
Björgvin G. Sigurðsson
Átök og óvissa einkenna stjórnmálin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Nýir flokkar reyna fyrir sér og stilla strengina til framtíðar og þeir gömlu freista þess að finna traust land undir fótum sér.
04.sep. 2017 - 19:00
Suðri
Varla gat þó þetta fólk verið dáið? Minette hafði sagt að allir hefðu verið í veislu kvöldið áður, étið, drukkið, sungið og verið glaðir. Hvernig gat þá fólkið verið dáið? Hrikaleg hugsun læddist að honum og hann leit skelfingu lostinn á Minette. Hvernig gat Minette verið á lífi ef allir aðrir voru dánir?
04.sep. 2017 - 15:00
Suðri
Á dögunum var veittur styrkur úr sjóði Skaftárhrepps til framtíðar í verkefnið Plastpokalaus Skaftárhreppur. Forsvarsmenn verkefnisins eru Auðbjörg B. Bjarnadóttir og Sunneva Kristjánsdóttir.
03.sep. 2017 - 18:00
Eyjan
Þjórsárver eru eitt af þeim svæðum Íslands sem er ómetanlegt hvað varðar náttúrufar og lífríki. Þau eru til að mynda víðáttumesta gróðurvin miðhálendisins, í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli og þar á þriðjungur allra heiðagæsa heimsins varpstöðvar sínar. Hluti Þjórsárvera var friðlýstur árið 1981 og er á alþjóðlegri skrá Ramsarsamningsins sem dýrmætt votlendissvæði, sérstaklega vegna auðugs fuglalífs.
03.sep. 2017 - 11:00
Suðri
Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.
03.sep. 2017 - 09:30
Eyjan
Guðni Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík í vor. Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.
02.sep. 2017 - 19:00
Suðri
Forlagið gefur nú út íslenskar þýðingar á tveimur nýjum bókum frá hinum danska Adler-Olsen og franska Lemaitre og verða lesendur þeirra ekki sviknir af þeim.
02.sep. 2017 - 11:00
Suðri
Kveðjuhóf til heiðurs Ásthildi Bjarnadóttur, sérkennslufulltrúa leikskóla, var haldið í Ráðhúsi Árborgar föstudaginn 25. ágúst síðastliðinn. Ásthildur er einn af helstu brautryðjendum leikskólamála í sveitarfélaginu og hefur ætíð sýnt mikinn áhuga og metnað í að þróa leikskólastarfið í samstarfi við starfsfólk leikskólanna.
30.júl. 2017 - 15:00
Jurtasápurnar og baðsöltin frá Sólheimum fást nú í verslun Rammagerðar á Skólavörðustíg 12. Uppistaðan í vörunum eru líffrænt ræktaðar lækningajurtir úr blóma- og jurtagörðum Sólheima. Jurtirnareru tíndar þegar virkni þeirra stendur sem hæst. Útkoman er kraftmikil, gefandi og einstaklega nærandivörulína sem stenst samanburð við það allra besta sem í boði er.
16.júl. 2017 - 17:00
Bókaútgáfan Sæmundur gefur um þessar mundir út tvö bókmenntaverk ungra höfunda, Smáglæpi Björns Halldórssonar og Kenopsíu Jóhönnu Maríu Einarsdóttur.
15.júl. 2017 - 17:00
Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family fagnaði útgáfu annarar breiðskífu sinnar sem ber nafnið „ Waiting For“ með veglegum útgáfutónleikum í Tjarnarbíói í Reykjavík föstudagskvöldið 23. júní sl.
11.júl. 2017 - 22:00
Suðri
Gunnar Granz, listmálari, hefur opnað sýningu í gjánni í Bókasafni Árborgar þar sem hann minnist gamallar bygðar sem vék fyrir meðal annars Hótel Selfoss. Sýningin er sérstaklega athyglisverð og þakkarvert að sögunni sé haldið til haga með jafn skilmerkilegum hætti og þarna er gert.
11.júl. 2017 - 18:00
Suðri
Leikfélagið var valið til að sýna í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 15. júní og það var hápunktur á ferli margra okkar. Við fengum að æfa í húsinu daginn áður og fyrripart sýningadagsins og það var auðvitað margt öðruvísi eins og t.d. snúningssvið sem þeir hafa, en ekki við, segir Hjörtur Benediktsson, formaður leikfélagsins í samtali við Suðra um ævintýraferð þeirra í Þjóðleikhúsið.
11.júl. 2017 - 09:00
Suðri
Uppbyggingin á Friðheimum í Bláskógabyggð hefur vakið mikla athygli, enda framúrskarandi vel að henni staðið hjá þeim Knúti og Helenu. Björt Ólafsdóttir, frá Torfastöðum í Biskupstungum, opnaði nýja viðbót við uppbygginguna fyrir nokkrum dögum.
10.júl. 2017 - 15:30
Suðri
SB Skiltagerð í Unubakkanum í Þorlákshöfn er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum á Suðurlandi. Félagið fagnar nú 50 ára starfsemi þegar þriðji ættliður skiltagerðarmanna tekur við fyrirtækinu ásamt konu sinni, þau Smári Birnir Smárason og Katrín Ósk Hannesdóttir. Þau hugsa stórt og byrja á því að færa hressilega út kvíarnar með því að flytja í 300 fermetra húsnæði í Þorlákshöfn og stórbæta tækjakostinn. Ritstjóri Suðra ræddi við Smára um skiltagerðina.
04.júl. 2017 - 18:00
Hreyfivika UMFÍ og boðberar hennar er eitt af því sem sumir finna og njóta. Aðrir sparka í og ryðja úr vegi. Ég hefði getað svarið fyrir að boðberi hreyfingar yrði seint mitt viðfang, hvað þá eitthvað sem ég myndi inna af hendi og vera byrjuð að hugsa, í lok hreyfiviku 2017, um næsta ár.
Vera fyrr á ferðinni, undirbúa betur, eiga myndir, taka myndir. Hafa efni á fleiri tungumálum (voru þrjú í ár) og svo framvegis. Jafnvel að ég myndi halda út námskeið í skriðsundi svo ég yrði fljótari að synda. Gæti synt fleiri ferðir.
02.júl. 2017 - 16:00
Gömul hjón á strípibar í New Orleans, rottur og bækluð börn í Varanasi, himnesk stund með Sophiu Loren, elskendur í blóði sínu í Sarajevo, innmúraður maður í Palestínu, átta smokka nótt í Nata, skítafangari í París, maður sem tapaði fjalli í Armeníu.
01.júl. 2017 - 18:00
Mikilvægur þáttur í því að kjósendur geti tekið upplýsta afstöðu í kosningum og veitt stjórnmálasamtökum aðhald er að hafa upplýsingar um hvernig stjórnmálasamtök eru fjármögnuð. Opið bókhald stjórnmálasamtaka dregur úr hygli stjórnmálamanna til tengdra aðila og dregur almennt úr líkum á spillingu. Þannig stuðlar aukið gagnsæi í fjármálum hins opinbera og þeirra stjórnmálasamtaka sem fulltrúa eiga á þingi eða í sveitarstjórnum traust á stjórnsýslunni og þeim ákvörðunum sem teknar eru af kjörnum fulltrúum.
30.jún. 2017 - 16:00
Suðri
Klausturdeild Rauða krossins ásamt hópi vaskra íbúa Skaftárhrepps vinnur að alþjóðadegi á Kirkjubæjarklaustri.
Í Skaftárhreppi, eins og annars staðar á landinu, eru íbúar af mörgum þjóðernum. Í þessu fimm hundruð manna samfélagi eru ríkisföng oftast um fimmtán.Einstaklingar með erlent ríkisfang eru 13%. Margvísleg störf eru innt af hendi.Við tökum sem dæmi kennslu, aðhlynningu, fiskeldi og ferðaþjónustu.Margir hafa búið sér heimili hér en aðrir koma og fara eftir mislangan tíma.
17.jún. 2017 - 19:30
Suðri
Ef til vill sjá nýir þingmenn óljóst hvort eða hvernig störf hafa breyst á nýloknu þingi. Hvað sem því líður tel ég þingstörfin málefnalegri og heldur lausnarmiðaðri en oftast áður. Það kemur helst til í fastanefndum, líkt og Ásmundur Friðriksson hefur minnst á í grein í Suðra. Engu að síður hnykki ég á þeirri staðreynd að einhvers konar samræming, sátt og málamiðlanir í meirihluta þingmála er óraunhæfur kostur. Til þess eru pólitískar áherslur, hugmyndafræði og markmið flokka of ólík.
11.jún. 2017 - 10:00
Suðri
Þessi þingvetur hefur verið með þeim skrítnari. Ekki síst vegna þess að til kosninga var boðað í október, sem er óvenjulegt, og síðan tók óratíma að mynda nýja ríkisstjórn. Forseti veitti hverjum formanninum á fætur öðrum stjórnarmyndunarumboðið en skyldi þáverandi forsætisráðherra eftir, sem þó hafði tekið við keflunum á ólgutímum og stýrt ríkisstjórninni í nokkra mánuði með góðum árangri.
26.maí 2017 - 07:00
Björgvin G. Sigurðsson
Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar.
25.maí 2017 - 16:00
Suðri
Ölverk Pizza & Brugghús opnaði í maí í Hveragerði en veitingastaðurinn er staðsettur við Breiðumörk 2 og hinu megin við hornið í sama húsi og Ölverk, er að finna Álnavörubúðina sem að svo margir kannast við. Ölverk mun sérhæfa sig í eldbökuðum pizzum og sérbrugguðum bjór. Pizzurnar verða bakaðar í sérstökum ítölskum eldofni og matseðillinn verður stuttur og laggóður og breytilegur eftir árstíðum.
14.maí 2017 - 17:00
Suðri
Fyrir einstaka tilviljun byrjaði Margaret Willson, mannfræðingur og prófessor við Washington háskóla í Seattle, að rannsaka sjósókn íslenskra kvenna. Henni var boðið í heimsókn til Íslands árið 1999, sótti Stokkseyri heim og kom við í Þuríðarbúð, sem þá var í raun ekki annað en minnisvarðinn um Þuríði formann. Stórbrotin saga Þuríðar kveikti neistann og teningunum var kastað.
11.maí 2017 - 18:00
Björgvin G. Sigurðsson
Áform ríkisstjórnarflokkanna um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna koma illa við greinina, sem á sama tíma glímir við gengisstig krónunnar sem brennir upp ábatann af þessum stærsta atvinnuvegi landsins. Gangi skattahækkanir Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eftir er ört vaxandi grein í viðkvæmri stöðu greitt þungt högg.
11.maí 2017 - 17:00
Suðri
Jón Ólafsson er einn af snjöllustu lagasmiðum landsins og hefur á löngum ferli komið víða við. Léttir sprettir Jóns fylgdu fyrstu misserum Rásar tvö og þeim tímamótum sem tilkoma popptónlistarstöðvarinnar hafði á tónlistarlíf landsins og aðgengi almennings að dægurtónlist. Á svipuðum tíma kom fyrsta skífa Jóns og félaga hans Stefáns Hjörleifssonar, undir merkjum Possibillities.
02.maí 2017 - 18:00
Suðri
Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fær Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir brautryðjendaverkefni við uppgræðslu á Hellisheiði. Hún tók við verðlaununum á sumardaginn fyrsta, 20. apríl, úr hendi Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra.
30.apr. 2017 - 18:00
Suðri
Nú síðla vetrar fóru tíu fangaverðir af Litla-Hrauni í lífsleikniferð um Suðurland og er hópurinn um fimmtungur af starfandi fangavörðum á Litla-Hrauni. Slíkar lífsleikniferðir eru fastur þáttur í félags- sögu- mannlífs og menningarstarfi fangavarða þar og mjög mikilvægar til eflingar liðsheildar.
29.apr. 2017 - 12:00
Suðri
Kristján Valur Ingólfsson flutti síðna síðustu morgunmessu sem vígslubiskup í Skálholti kl. 6.00 að páskadagsmorgni. Atli Rúnar Halldórsson náði einstökum myndum af messunni og ritstjóri Suðra tók biskup tali við tímamótin.
29.apr. 2017 - 09:00
Suðri
Mads Mikkelsen er einn fremsti leikari Norðurlandanna þessi misserin og hefur unnið hvert leikafrekið á fætur öðru í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Þessi mikli listamaður var við tökur á Suðurlandinu síðustu þrjár vikurnar. Mads og aðstandendur hrakningamyndarinnar Arctic hafa lokið tökum hér á landi. Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni eins og fram kemur í frétt Klapptrés um málið.
28.apr. 2017 - 18:00
Suðri
Það er eitt mikilvægara en að eiga góða fyrirmynd, það er að vera góð fyrirmynd. Við þurfum að taka eftir góðum fyrirmyndum og vekja athygli á þeim svo að við getum fleiri notið þeirra og lært af. Fólkið sem gerir „meira“ er okkur fyrirmynd. Fólk sem gefur af tíma sínum til verkefna á vegum Rauða Krossins, til kirkjunnar og tekur þátt í ýmsu félagsstarfi.
28.apr. 2017 - 07:00
Björgvin G. Sigurðsson
Í ólgu alþjóðastjórnmálanna í kjölfar fjármálahamfaranna fyrir áratug eru víða blikur á lofti um framtíð og þróun lýðræðisins. Sjálfum grundvelli vestrænna samfélaga. Heimspekin hefur það hlutverk að hugsa gagnrýnið um kjarna hvers máls og greina innstu rök tilverunnar. Sjá í henni merkingu, tilgang og hvað felist á bak við leiktjöld samtímans. Stjórnspekin er þannig einkar mikilvægt tæki til þess að rannsaka hver þróun samfélagsins er hverju sinni.