01.apr. 2017 - 15:00 Suðri

Ingvar og Eygló aðskilin eftir 59 ára sambúð

Ingvar Daníel Eiríksson og Eygló Jóna Gunnarsdóttir. ,,Við höfum fengið mikil viðbrögð og mjög margir eru hneykslaðir á þessu ástandi, margir eru líka reiðir og greinilegt að okkar saga snertir marga. Sumir hafa líka lent í svipuðum aðstæðum. Við erum ekki að ásaka einn eða neinn í þessu ferli, bara benda á þá ísköldu staðreynt að þetta er heilbrigðisþjónusta eldri borgara í dag,“ segir Lísa Björg Ingvarsdóttir í samtali við Eyjuna.
17.mar. 2017 - 13:48 Suðri

Baldur leysir Herjólf af

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer í reglubundna slipptöku í maí. Breiðafjarðarferjan Baldur siglir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan slipptökunni stendur. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun frá 1. maí næstkomandi og Baldur til 30. apríl og siglir frá Vestmannaeyjum frá og með 2. Maí. Stefnt að því að því að Baldur verði kominn aftur á áætlun í Breiðafirði sunnudaginn 21. maí. 


04.mar. 2017 - 07:00 Suðri

Viðskiptahugmynd

Ég er að hugsa um setja saman viðskiptahugmyndir um eitthvað og allskonar, búa til góða beitu, setja upp skyggnur, þrívíddarmyndskeið og síðast en ekki síst gróðaplan. Gæti komið með hugmynd um að byggja golfvöll á svörtum sandi, hótel sem byggir á hugmynd sem ég segi öllum að fáum hafi dottið í hug, jú byggja risa gróðurhús og rækta eitthvað sem fólk um allan heim vill borða og já svo vantar miðbæ í fullt af bæjum um allt land.

03.mar. 2017 - 20:00 Suðri

Edda Bergsteinsdóttir slær í gegn innan lands og utan

Edda Bergsteinsdóttir Edda Bergsteinsdóttir, gullsmiður frá Selfossi, hefur vakið mikla athygli innanlands og utan fyrir skartgripahönnun sína sem ber nafnið SEB jewellery. Edda tók þátt í stærstu skartgripasýningu í Evrópu í febrúar og segir ritstjóra Suðra frá ævintýrinu á bak við SEB skartgripina og þær einstöku viðtökur sem hún hefur fengið og hvað sé framundan hjá henni.
03.mar. 2017 - 09:00 Suðri

Sveitarfélagið Árborg dæmt til að greiða Gámaþjónustunni skaðabætur

Héraðsdómi Suðurlands dæmdi á dögunum Sveitarfélagið Árborg til að greiða Gámaþjónustunni hf. rúmar 18,6 milljónir króna með vöxtum og 5,5 milljón króna málskostnað vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að hafna öllum tilboðum í sorpútboði árið 2011. Þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins hafnaði tilboðum frá Gámaþjónustunni og Íslenska gámafélaginu á sínum tíma og gaf þá skýringu að formgalli hefði verið á útboðinu, því hefði verið hætt við það.

03.mar. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Glæpur og refsing í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Guðmundar- og Geirfinnsmál eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu og hefur harmleikurinn vakið athygli langt úr fyrir landhelgi Íslands. Hysterían sem greip um sig náði langt inní fjölmiðla og stjórnmál landsins á áttunda áratugnum og er sérstakur kapítuli í hörmungarsögunni allri. Eftir því sem lengra líður frá dómunum blasir við hvílíkur skelfingarferill átti sér stað, allt frá handtökum sakborninga þar til dómur gekk í Hæstarétti árið 1980.

19.feb. 2017 - 23:00 Suðri

Besta bókin um Harry Hole

Löggan  er tíunda bók norska rithöfundarins Jo Nesbö um lögreglumanninn litríka Harry Hole. Þessi magnaða bókaröð hefur farið sigurför um heiminn, og óhætt að segja að Nesbö hafi blásið hressilega í glæður norrænu glæpasögunnar með sögunum um Harry. Ekki hefur höfundur farið neinum silkihönskum um lögguna og bækurnar eru hreint mögnuð lesning á köflum.
19.feb. 2017 - 18:00 Aðsend grein

Kúldrast í kotbýlum

Í síðasta blaði var ég með eilitla frásögn af upphafsárum byggðar í Hveragerði en hún hverfðist einkum um eitt fyrsta húsið þar í bæ sem nefndist Lindarbrekka. Sagði ég lítillega frá fyrstu húsráðendunum, þeim Guðmundi Einarssyni og Sigríði Guðmundsdóttur, og mun ég nú gera nánari grein fyrir æviferli þeirra sem um margt var dæmigerður fyrir lífsbaráttu alþýðufólks á fyrri hluta síðustu aldar.

 

19.feb. 2017 - 14:00 Suðri

Lava setrið opnar 1. júní næstkomandi

Sigurgeir Guðlaugsson, nýr framkvæmdastjóri LAVA, Ísólfur Gylfi Pálmason og Ásbjörn Björgvinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri LAVA

Tímamót urðu í byggðasögu Rangárþings eystra þegar reisugildi var haldið í Lava eldfjalla- og jarðskjálftasetrinu á Hvolsvelli í lok janúar, en þá var húsið fokhelt. Framkvæmdin hefur gengið vel, fyrsta skóflustungan var tekin í maí 2016, byrjað var að reisa veggi 20. nóvember og fyrirhugað er að setrið opni 1. júní næstkomandi. Lava setrið er mikill búhnykkur fyrir Rangárþing eystra og mun setja svip á bæjarlífið í Hvolsvelli og áreiðanlegt er að þeir sem leggja leið sína um svæðið munu reka augun í hina glæsilegu og sérstæðu byggingu sem nú er risin.

18.feb. 2017 - 18:00 Aðsend grein

Einelti er samfélagsmein

Einelti er alvarlegt samfélagsmein. Hátt hlutfall þeirra sem á fullorðinsárum glíma við geðræn og félagsleg vandamál eru fórnarlömb eineltis.  Afleiðingar eineltis eru gríðarlega alvarlegar. Til þess að komast í gegnum þá þungbæru reynslu þurfa mörg fórnarlömb eineltis á umfangsmikilli heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda til margra ára, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið.
11.feb. 2017 - 09:00 Suðri

Sífellt fleiri sækja Suðurland heim að vetri til

Frá Gullfossi. Fjöldi erlendra ferðamanna nú á sér enga hliðstæðu í heimsóknum til landsins og flestir fara um Suðurlandið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í fjórðungnum og æ fleiri staðir eru sóttir heim, utan Gullna hringsins. Mikill sómi er að uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi og almennt er vel tekið á móti erlendum gestum.
07.feb. 2017 - 16:30 Suðri

Ný ferja ekki nóg

Bæjarstjórn Vestmannaeyja segir í nýgerðri bókun að þótt smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju sé nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að nýta Landeyjahöfn með auknu öryggi allt árið þá sé hún ekki nægjanleg. Mikilvægt sé að fundin verði varanleg lausn á þeim hluta vandans sem snúi að höfninni sjálfri.
06.feb. 2017 - 17:15 Suðri

Naktir garðyrkjubændur í náttúrunni

Garðyrkjubændur í Hveragerði eru í kröggum og fúlir vegna þess rafmagnsverðið er allt of hátt á meðan þeir glíma við stöðugt harðari samkeppni við innflutt grænmeti. Bændurnir sjá sér þann kost vænstan að drýgja tekjurnar, en hvernig? Jú með því að halda konukvöld þar sem þeir munu fækka fötum – fara alla leið.


05.feb. 2017 - 11:00 Suðri

Endurbætur á Mjólkurbúinu

Gamla mjólkurbúið. Nú standa yfir framkvæmdir við Mjólkurbúið (Breiðamörk 26) sem miða m.a. að því að gera íbúð á 2. hæð hússins íbúðarhæfa. Mjólkurbúið er eitt elsta hús bæjarins, byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Stofnun Mjólkurbús Ölfusinga og bygging hússins markaði upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Þetta kemur fram á hveragerdi.is
05.feb. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Ferðaþjónustan tekur flugið

Fjölgun ferðafólks til landsins hefur haft ómæld áhrif á þjóðlífið. Fyrir það fyrsta dró ferðaþjónustan vagninn úr stöðnun og kreppu eftirhrunsáranna, og skóp hagvöxt og gjaldeyri sem dreifir sér um samfélagið allt. Uppbyggingin á sér stað víða um land og skapar mörgum mikil tækifæri við atvinnusköpun af ýmsu tagi. Hvort heldur er í gistingu, veitingasölu eða afþreyingu af ýmsu tagi.
05.feb. 2017 - 05:00 Suðri

Bjarni íþróttamaður Bláskógabyggðar

Verðlaunahafar á hófinu ásamt Helga Kjartanssyni, oddvita, og Láru Hreinsdóttur, formanni æskulýðsnefndar.

Bjarni Bjarnason, hestaíþróttamaður úr Hestamannafélaginu Trausta, var valinn íþróttamaður ársins í Bláskógabyggð árið 2016. Þar fengu fjórir einstaklingar verðlaun fyrir góðan árangur á árinu 2016 þau Anthony Karl Flores, Laugdælum og Laufey Ósk Jónsdóttir, Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson og Ólafur Magni Jónsson, öll frá Ungmennafélagi Biskupstungna.

04.feb. 2017 - 18:00 Aðsend grein

Mannauðurinn mikilvægi

Það var hlýlegt og notalegt andrúmsloft sem að mætti mér þegar ég kom á vígslu nýrrar hjúkrunardeildar á dvalarheimilinu Lundi á Hellu núna síðastliðinn föstudag. Boð á þessa athöfn var kærkomið eftir annasama viku í þinginu þar sem ég upplifði svo margt í fyrsta sinn. Jómfrúarræða, formennska í utanríkismálanefnd, fyrsti fundur í velferðarnefnd og fyrsta skiptið í forsetastól Alþingis. Það var því gott að fá tækifæri til að fara út úr bænum og samgleðjast heimilisfólkinu á Lundi og þeim öfluga hópi sem staðið hefur að undirbúningi og framkvæmd við nýbygginguna. Og svo þessi dásamlegi söngur. Það er bara eitthvað við karlakóra sem að bræðir hjartað og Karlakór Rangæinga gerði það sannarlega.
03.feb. 2017 - 19:00 Suðri

Sautján sunnlensk framúrskarandi fyrirtæki

Landstólpafjölskyldan, Arnar og Berglind í Gunnbjarnarholti ásamt börnum sínum, Eiríki, Margréti og Auði. Sautján sunnlensk fyrirtæki stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki árið 2016. Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Viðurkenningar til fyrirtækjanna voru veittar í vikunni.
02.feb. 2017 - 17:30 Suðri

Virðingarleysi við heimilisfólk á Kumbaravogi

Báran stéttarfélag segir það takmarkalaust virðingarleysi við heimilisfólkið á Kumbaravogi að flytja fólkið burt án fyrirvara. Með lokun hjúkrunarheimilisins missi 50 manns vinnuna. Stjórn stéttarfélagsins Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi, en heimilinu verður lokað á næstunni.
23.jan. 2017 - 07:00 Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Ferðamannaparadís

Allt sem skiptir máli fyrir þróun ferðaþjónustunnar hér á landi skiptir einnig máli fyrir Suðurland, enda vinsælustu ferðamannastaðirnir á því landssvæði. Ferðaþjónustan er á örfáum árum orðin ein af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar en enginn hefur almennilega haldið um stjórnartaumana og stýrt þróun hennar eða metið áhrif umfangs hennar, s.s. á aðrar atvinnugreinar, fasteignaverð og þenslu. Stjórnvöld hafa ekki sinnt því mikilvæga hlutverki að ákvarða hvernig hagkvæmast og best er að ferðaþjónustan þróist til framtíðar, meta kostnað af ágangi ferðamanna og hvað teljast megi æskilegt rekstrarumhverfi atvinnugreinar í miklum vexti. Ef ekki verður gripið strax um taumana er líklegt að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist, ferðamönnum fækki og fjárfestingar í greininni beri sig ekki með slæmum fjárhagslegum afleiðingum.
22.jan. 2017 - 10:00 Suðri

Sveitarfélögin tryggi tímabundið rekstur Kumbaravogs

Kumbaravogur á Stokkseyri. Mynd: Björn Ingi Bjarnason. Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um skyndilega lokun dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Kumbaravogi á Stokkseyri hefur vakið hörð viðbrögð. Stjórn Félags eldri borgara á Selfossi beinir þeim eindregnu tilmælum í ályktun frá félaginu til framkvæmdastjóra og bæjarstjórnar Árborgar að hefja tafarlaust viðræður við heilbrigðisyfirvöld um að Kumbaravogi verði ekki lokað fyrr en væntanlegt hjúkrunarheimili hefur verið opnað á Selfossi.
21.jan. 2017 - 17:00 Suðri

Í upphafi árs

Við sérhvert upphaf er við hæfi að staldra við, gera upp liðinn tíma og leggja línur fyrir framtíðina.  Í upphafi árs er hverjum manni hollt að skyggnast með þessum hætti inn í líf sitt og greina hvort ástæða sé til þess að gera breytingar.  Slík skoðun getur snúið að þáttum sem snúa beint að viðkomandi sjálfum, háttsemi gagnvart þeim sem samferða honum eru á lífsgöngunni eða samfélaginu sem hann lifir í.  Þetta er góður tímapunktur til að skoða það hver við erum, hvar við stöndum, hvert við stefnum og hvað við höfum að gefa. Erum við á réttri leið?  Við getum ekki öllum stundum leyft okkur að hugsa um okkur sjálf því við erum hluti af heild, s.s. fjölskyldu, samfélagi, þjóðfélagi eða einhverju þaðan af stærra.  Vissulega verðum við að hugsa vel um okkur sjálf til að geta verið virk innan okkar heildar en væntingar eru gerðar til allra sama hvaða stöðu í samfélaginu þeir gegna.
21.jan. 2017 - 10:00 Suðri

FAS hlaut Menntaverðlaun Suðurlands

Frá afhendingu verðlaunanna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Menntaverðlaun Suðurlands 2016 við hátíðlega athöfn á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í síðustu viku.  Við það tækifæri afhenti forsetinn líka tvo peningastyrki til háskólanemenda úr Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. 
02.jan. 2017 - 17:00 Suðri

Skin, Uss og Hendur Morðingjans

Guðrún Hannesdóttir sendir nú frá sér  sjöttu ljóðabókina og Sæmundur gefur út. Síðasta bók Guðrúnar Humátt (2015) var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Um hana segir í röksemdarfærslu dómnefndar m.a.: Humátt er eftirminnileg, innihaldsrík og vönduð ljóðabók sem einkennist af skörpu innsæi, aðdáunarverðum stílbrögðum og óbilandi tilfinningu fyrir möguleikum ljóðsins. Bókin er uppfull af þeim nákvæmu en jafnframt kraftmiklu, óvæntu myndum sem eru eitt höfundareinkenna Guðrúnar Hannesdóttur.

27.des. 2016 - 20:00 Suðri

„Þurfum að styðja betur við grunnskólann“

Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms.

26.des. 2016 - 17:00 Suðri

Smyril Line Cargo hefur vikulegar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam

Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, sem á og rekur farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur ákveðið að hefja beinar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Með tilkomu nýju ferjunnar stóreykst þjónusta Smyril Line Cargo við íslenska markaðinn og tengslin við suðvesturhorn landsins eflast. Siglt verður vikulega á milli Þorlákshafnar og Rotterdam, með viðkomu í Færeyjum á heimleiðinni, og styttist flutningstími fyrir bæði inn- og útflutning frá því sem nú er.

26.des. 2016 - 07:00 Suðri

Skógarhögg hafið hjá Kiwanisklúbbnum Ós

Á þessu starfsári heldur Kiwanisklúbburinn Ós upp á 30 ára afmæli. Starfsemin hófst á stjórnarskiptafundi í Pakkhúsinu þar sem Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar kom og sá um stjórnarskiptin. Honum til aðstoðar var umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson en báðir eru félagar í Ós. Þess má nefna að það sem af er ári hafa fimm nýir félagar gengið í klúbbinn.

25.des. 2016 - 10:00 Suðri

Saga baráttu og átaka til að ná fram einföldum mannréttindum

Bókmenntafélag jafnaðarmanna og nokkrir fyrrverandi félagar í Alþýðuflokknum höfðu frumkvæði að útgáfu bókarinnar. Bókmenntafélagið, hið fyrra, var stofnað árið 1929. Það gaf út bækur og tímaritið „Almanak alþýðu“. Fjöldi þekktra fræðimanna og rithöfunda kom að starfi félagsins, sem eftir nokkur ár lagði upp laupana vegna fjárskorts. Félagið var endurreist 12. mars 2011, og er núverandi formaður þess Árni Gunnarsson, fyrrum. alþingismaður.

25.des. 2016 - 08:00 Suðri

Vinsælustu jólalög allra tíma

Frá árdögum rokksins í Bretlandi hefur það verið mikið keppikefli þarlendra tónlistarmanna að eiga vinsælasta lagið um jólin, ár hvert. Mikið er lagt undir til að ná því markmiði og margar af frægustu og mest seldu smáskífum allra tíma hafa náð metsölu á þeim tíma.

24.des. 2016 - 12:30 Suðri

Hátíðleg stund með forsetanum

Það var hátíðleg stund í Grunnskólanum í Hveragerði. Tilefnið var opinn gangasöngur og afhending á upphæðinni sem safnaðist á góðgerðardaginn. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson heiðraði okkur með nærveru sinni og auk þess kom fulltrúi frá Samtökum krabbameinssjúkra barna, Gréta Ingþórsdóttir, og tók við peningaupphæðinni sem var samtals 810.000 kr.

24.des. 2016 - 11:00 Suðri

Allt mitt líf er tilviljun - Bókarkafli

Það er langur vegur frá verkamannabústöðum á Siglufirði eða saggafullum kjallara í Keflavík til þess að halda heimili í þremur heimsálfum og stunda milljarða viðskipti. En á þessari leið hefur Birkir Baldvinsson lent í ótrúlegum ævintýrum, jafnt á landi sem skýjum ofar.

22.des. 2016 - 18:15 Suðri

Aðventustund Vina alþýðunnar á Eyrarbakka

Veislustjórinn, Siggeir Ingólfsson, setur hátíðina.

Á borðum voru afurðir Hjallastefnurnar sem Vinir alþýðunnar hafa verkað á þjóðlegan máta úr hráefni sem veitt hefur verið af Eyrarbakkabátnum Mána ÁR. Þetta var; kæst skata – nætursaltaður þorskur og siginn fiskur sem verkaður hefur verið í útsýnispallinum við Alþýðuhúsið á síðustu vikum. Þúsundir erlendra ferðamanna hafa myndað þar verkunina á fiskinum og þannig vottað þessa þjóðlegu verkunaraðferð Hjallastefnunnar.


13.des. 2016 - 20:00 Suðri

„Hveragerði tilvalið og sjálfsagt sögusvið“

Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, er ein athygliverðasta skáldsaga ársins og hefur hún verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Guðrún Eva hefur fyrir löngu skotið sér í fremsta flokk íslenskra rithöfunda og er hún nú einn snjallasti og frumlegasti höfundur sinnar kynslóðar, enda rekur hvert stórvirkið annað frá henni.

13.des. 2016 - 07:00 Suðri

Fólk eins og ég og þú

„Þetta erlenda vinnuafl sem flæðir hér inn er að taka vinnu af okkur Íslendingum og halda niðri launum.  Það er óþolandi að fara í búð eða á veitingastað þar sem er bara talað við mann á útlensku, þetta lið að á læra og tala íslensku“.

11.des. 2016 - 18:00 Suðri

Hátíð hins hógværa konungs

Ég held alltaf upp á eina minningu sem ég á frá því fyrir fáum árum og hefur í raun ekki neitt með aðventu að gera en átti sér stað á aðventu.  Ég fór á frumsýningu myndarinnar Vatnalíf, heimildarmynd um Veiðivötnin sem hann Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari á Selfosski gerði. Þangað voru mættir ýmsir hagsmunaðilar og einnig þau sem vissu að þau kæmi jafnvel fyrir í myndinni. Fólk var spennt að sjá útkomuna og afraksturinn.  Í einum hluta myndarinnar ríkti mikil eftirvænting.

09.des. 2016 - 22:00 Suðri

Bjargræði - Bókarkafli

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér bókina Bjargræði. Höfundur er Hermann Stefánsson sem hefur sent frá sér fjölda bóka og hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári fyrir bók sína, Leiðin út í heim.

09.des. 2016 - 17:00 Suðri

Kirkjufyllir á aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju

Það var kirkjufyllir á aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju þann 4. desember síðastliðinn. Kór kirkjunnar söng og organisti var Haukur Arnarr Gíslason. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir stýrði barnastund. Barnasöngur var undir handleiðslu Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur. Kolbrún Hulda og Jóhanna Eirný Sigurðardóttir sungu einsöng. Séra Kristján Björnsson flutti  hugvekja og var  kynninr samkomunnar sem var mjög hátíðleg og fór hið besta fram.

08.des. 2016 - 14:30 Suðri

Upplestrarkvöld í Bókakaffinu í kvöld: Kona kemur við sögu

Þeir sem lesa að þessu sinni eru Hjörtur Pálsson ljóðskáld sem sendi frá sér heildarsafn ljóða á árinu, Heiðrún Ólafsdóttir rithöfundur sem þýtt hefur bókina Zombíland sem lýsir grænlenskum samtíma, Guðmundur Óli Sigurgeirsson sem les úr bernskuminningum sínum af Rangárvöllum og síðast en ekki síst, Gísli Sigurðsson sem kynnir fræðiritið Kona kemur við sögu, sem hann hefur unnið með Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur og fleirum. Hér skyggnast sérfræðingar Árnastofnunar í handrit og aðrar heimildir um þátt kvenna í menningu þjóðarinnar.

28.nóv. 2016 - 17:00 Suðri

Lóuungi og tröllastrákur

Tröllastrákurinn læknar hrekkjusvín er ný bók eftir þá vinsælu fjölmiðlakonu og rithöfund Sirrý, Sigríði Arnardóttur. Tröllastráknum Vaka og Sögu vinkonu hans finnst fátt skemmtilegra en að smíða kofa og það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í litla kofaþorpinu þeirra. Hrekkjusvín vinna skemmdarverk á kofunum í skjóli nætur og Vaki og Saga fyllast reiði og örvæntingu. Óvæntur atburður verður síðan til þess að allir þurfa að standa saman og hjálpast að.
27.nóv. 2016 - 23:00 Suðri

Sígildar sögur hrakninga á heiðavegum

Veröld gefur út bókina Hrakningar á heiðavegum eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson, en þetta sígilda meistaraverk hefur verið ófáanlegt um langt árabil. Bókaröðin kom út í fjórum bindum árin 1949-1957 og geymir safn sagna af heiðum og öræfum landsins og eru sem slíkar ómetanlegar heimildir um þætti í sögu lands og  þjóðar.
27.nóv. 2016 - 20:00 Suðri

Heiða - Áhrifamikil mynd af sérstæðri kvenhetju

Hvað rekur unga konu til að gerast sauðfjárbóndi úr alfaraleið í stað þess að verða fyrirsæta í New York? Keppa í rúningi og stunda fósturtalningar í kindum í stað þess að drekka í sig stórborgarlífið og slá í gegn á síðum glanstímarita? Heiða er sannkallað náttúrubarn og er einyrki á Ljótarstöðum sem er efsti bær í Skaftártungu. Jafnframt því að sinna fimm hundruð fjár hefur hún barist fyrir tilveru sinni og sveitarinnar fyrir austan – varið landið – svo öllu verði ekki fórnað fyrir fáein megawött; gljúfri, besta beitarlandinu – þar sem fyrst grær á vorin.
27.nóv. 2016 - 13:30 Suðri

Á meðan straumarnir sungu

Á meðan straumarnir sungu er endurminningabók séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar frá fyrri hluta ævi hans. Höfundur sem er fæddur 1928 segir hér frá Fljótshlíð bernskuáranna og síðar námsárum við MA og syðra. En meginhluti bókarinnar fjallar um Öræfi, Suðursveit og Mýrar þar sem Sváfnir þjónaði sem prestur frá 1952 til 1963.
26.nóv. 2016 - 18:00 Suðri

Jean-Rémi safnar á Karolina fund: Jólaævintýri Dickens á tveimur tungum

Jean-Rémi Chareyre er mörgum Sunnlendingum að góðu kunnur, en hann rekur ásamt Renuka, konu sinni, veitingastaðinn Seylon á Selfossi og er pistlahöfundur á Herðubreið, enda einkar flinkur og beittur penni. Hann hefur nú þýtt smásöguna A Christmas Carol eftir Charles Dickens yfir á íslensku og hyggst bjóða upp á tvímála útgáfu af verkinu. Slík útgáfa felst í því, að á vinstri blaðsíðum bókarinnar er textinn á frummálinu (ensku) en á hægri blaðsíðum hefur sami texti verið þýddur á íslensku. Með slíku fyrirkomulagi er orðabókin nánast óþörf.
26.nóv. 2016 - 13:00 Suðri

Fundað um mikilvægi viðlagaverndar

Viðlagatrygging Íslands sótti forsvarsfólk Árborgar í vikunni, en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki stofnunarinnar og skráningu opinberra  mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ. Sameiginlegur fundur var haldinn með Árborg og Flóahreppi.
26.nóv. 2016 - 11:20 Suðri

Gullsmiðir söfnuðu 1,8 milljón króna fyrir Krabbameinsfélagið

Fullrúar Félags íslenskra gullsmiða hafa afhent Krabbameinsfélaginu 1,8 milljónir króna sem söfnuðust vegna sölu á viðhafnarútgáfu af Bleiku slaufunni í október. Um var að ræða hálsmen úr silfri gert í takmörkuðu upplagi. Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir frá Félagi íslenskra gullsmiða afhentu Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóra Krabbameinsfélagsins, styrkinn í gær í Húsi atvinnulífsins.
26.nóv. 2016 - 07:00 Suðri

Baráttudagur gegn einelti í Barnaskólanum á Eyrarbakka

Börnin í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri héldu upp á baráttudag gegn einelti 8. nóvember sl. með eftirminnilegum hætti. Yngstu bekkirnir 1.-3. hafa síðustu daga verið að vinna verkefni tengt því. Þeim finnst að einelti eigi hvergi rétt á sér, hvorki á vinnustaðnum þeirra, í skólanum,  né annars staðar í samfélaginu. Til að vekja athygli á því hafa þau búið til og safnað saman í ofurlitlar hamingjukrukkur jákvæðum orðum sem þau fóru með með út í samfélagið  þennan dag og deila með fólkinu sem þar er.

25.nóv. 2016 - 16:00 Suðri

Kennarar á Hellu afhenda yfirlýsingu til sveitarstjórnar

Við, grunnskólakennarar á Íslandi, krefjumst þess að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alveralega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnavart grunnskólakennurum. Laun kennara eru of lág og valda því með öðru að grunnskólakerfið er ekki lengur sjálfbært. Þeir kennarar sem nú starfa í grunnskólunum njóta mun verri kjara en samanburðarhópar og raunar töluvert lægri kjara en almennt tíðkast á landinu.
24.nóv. 2016 - 20:00 Suðri

„Um hvað á ég að spyrja næst?“

Páll Magnússon vatt sér í framlínu íslenskra stjórnmála eftir langar feril í fjölmiðlun, meðal annars sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Páll vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og leiddi síðan flokkinn til þess að vera sá stærsti í kjördæminu, sem hann hefur ekki verið frá 2007 en Samfylkingin og Framsókn voru stærstir flokka í Suðurkjördæmi í tveimur kosningum þar á eftir.

24.nóv. 2016 - 18:00 Suðri

Harðorð ályktun frá kennurum í Árborg

Grunnskólakennarar í Árborg hittust á samstöðufundi í Vallaskóla á Selfossi fyrr í vikunni og báru saman bækur sínar. Þeir samþykktu ályktun á fundinum sem var skilað til bæjaryfirvalda á bæjarstjórnarfundi síðdegis. Frekari aðgerða er að vænta á næstu dögum og munu þær væntanlega ná til allra kennara á Suðurlandi.

13.nóv. 2016 - 17:00 Suðri

Styrkarreikningur fyrir fjölskyldu Sverris Ketils

Sverrir Ketill Gunnarsson lést í umferðarslysi skammt frá Fagurhólsmýri í Öræfum um liðna helgi. Hann var aðeins 17 ára, fæddur í mars árið 1999, búsettur á Höfn í Hornafirði. Hann bjó í foreldrahúsum og átti hann eldri bróður og systur sem var hans besti vinur. Mikil sorg er á Höfn vegna andláts Sverris en vinir hans lýsa honum sem góðhjörtuðum dreng sem vildi öllum vel.