09.okt. 2016 - 18:00 Sleggjan

Sigurður: „Byggingaiðnaðurinn er að rétta sig vel við eftir efnahagshrunið“

Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu. Höfuðstöðvarnar eru í Borgarnesi, þar sem framleitt er valsað stál og ál til klæðninga utan-húss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli. Þar eru einnig framleidduir saumur, landsþekkt gæðavara sem og ýmsar aðrar vörur úr stáli og áli.
08.okt. 2016 - 16:00 Sleggjan

Björn: „Eitt eftirminnanlegasta verkefnið er bygging Menningarhússins Bergs á Dalvík“

Tréverk ehf. á Dalvík er rótgróið verktaka-  og byggingaþjónustufyrirtæki og eitt hið elsta, sinnar tegundar, sem enn starfar á Eyjafjarðasvæðinu. Á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið atkvæðamikið í sínu fagi og skilað af sér fjöldamörgum byggingum og kennileitum sem setja sterkan svip á umhverfi sitt í Eyjafirðinum.
08.okt. 2016 - 15:00 Sleggjan

Leysa þarf vanda ungs fólks í íbúðarmálum

Norvíkur sem er móðurfélag BYKO rekur öflugan timburiðnað í Lettlandi, Eistlandi, Svíþjóð og Rússlandi undir heitinu NTI. Þar er unnið timbur og ýmsar timburafurðir sem fluttar eru út til ýmissa Evrópulanda auk Íslands.  BYKO-LAT er eitt af stærstu fyrirtækjum Lettlands í útflutningi á timbri. Árið 2003 opnaði glugga- og hurðaverksmiðja þar en áður hafði sú framleiðsla farið fram á Íslandi.
07.okt. 2016 - 18:00 Sleggjan

Reglum um merkingu tjónabíla er alls ekki fylgt

Félag réttinga- og málningarverkstæða, FRM, hefur margoft beint því til yfirvalda, að reglum um merkingu tjónabíla sé framfylgt en verulega skortir á að svo sé í dag. Slíkar bílar geta verið hættulegir í umferðinni og þeim sem með þeim ferðast.
06.okt. 2016 - 17:00 Sleggjan

Jóna Árný: „Stærsta áskorun iðnfyrirtækja að verða meira aðlaðandi vinnuveitandi“

Iðnaður skiptir miklu máli í efnahag Íslands enda kemur um helmingur gjaldeyristekna frá fisk- og áliðnaðinum. Iðnaður skiptir hins vegar gífurlegu máli fyrir efnahag  Austurlands því fiskiðnaður og álframleiðsla er undirstaða efnahagslífs fjórðungsins. Raunar má fullyrða að austfirskur iðnaður skipti miklu máli fyrir þjóðarhag því um fjórðungur af vöruútflutningi Íslands fer um hafnirnar á Austurlandi.
04.okt. 2016 - 17:30 Sleggjan

Jarðgöng gegnum Reynisfjall á dagskrá í marga áratugi

Sveinn Pálsson, sem var í átta ár sveitarstjóri og byggingarfulltrúi í  í Mýrdalshreppi, en nú sveitarstjóri Dalabyggðar, en starfaði áður sem verkfræðingur og byggingarfulltrúi rifjar upp að sameiningu Dyrhólahrepps og Hvammshrepps átti sér stað þann 1. janúar 1984.
03.okt. 2016 - 19:00 Sleggjan

Áform um álver í Skagabyggð í biðstöðu

Áform um álver við Hafurstaði í Skagabyggð skammt frá Skagaströnd eru í biðstöðu þar til hægt verður að tryggja orku fyrir fyrri hluta verkefnisins. Klappir Development hafa fundað með orkufyrirtækjum og fengið loforð fyrir hluta af þeirri orku sem þarf til að hefja framkvæmdir en afstaða orkufyrirtækjanna er sú að ekki er nægileg orka til staðar eða framtíðarsýn á hvaða orka verður í boði til að klára verkefnið og þess vegna geta orkufyrirtækin ekki gefið bindandi loforð um orkuafhendingu að sinni.
03.okt. 2016 - 17:00 Sleggjan

Ingibjörg: „Verð á 2ja herbergja íbúðum hefur hækkað umfram aðrar íbúðastærðir“

Fasteignaviðskipti hafa heldur verið að aukast nú eftir aðal sumarfrístímann, byggingar nýrra húsa má sjá víða, byggingakranar eru að verða algengari sjón en hefur verið allra síðastu ár. Ríkisstjórnin er með umdeilt húsnæðisfrumvarp í smíðum sem vonandi kemst í gegnum Alþingi áður en þingi verður slitið og hefðbundinn undirbúningur og kosningabarátta hefst fyrir Alþingiskosningarnar sem hafa verið boðaðar 29. október nk.
02.okt. 2016 - 20:30 Sleggjan

Orkustofnun leggur fram samtals 80 virkjunarkosti: Norðlingaölduveita hagkvæmust

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur lagt fram lokaskýrslu 3ja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða. Umhverfisráðherra mun meta hvort lögð verði fram fyrir þinglok hvort þingsályktunartillaga verði lögð fram.
02.okt. 2016 - 19:30 Sleggjan

Víða á landsbyggðinni stendur framleiðslukostnaður íbúða ekki undir fasteignaverðinu

Jáverk ehf. er verktakafyrirtæki á Selfossi sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum.  Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er.  Starfsmenn eru um 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja.
02.okt. 2016 - 10:00 Sleggjan

Þórunn: Skortur á rafmagni hamlar framþróun í atvinnulífi

Staðan í raforkumálum í Norðausturkjördæmi er grafalvarleg svo ekki sé meira sagt. Skortur á rafmagni er orðinn þrándur í götu uppbyggingar á svæðinu og hamlar framþróun í atvinnulífi. Reyndar má segja svo um fleiri landssvæði en þegar horft er til byggðalínunnar er flutningsgetan á Norðausturhorni landsins mjög takmörkuð og í raun ótrúlegt hvað vantar upp á til að ásættanlegt megi teljast. Mikið vantar upp á hringtengingar þannig að gæði raforkunnar og afhendingaröryggi eru verulega takmörkuð.
01.okt. 2016 - 17:00 Sleggjan

Endurtekin mistök í meingallaðri peningastefnu

„Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og segir það ekki  síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum.
01.okt. 2016 - 15:00 Sleggjan

Breyting á götunöfnum í Smiðjuhverfi í Kópavogi í strand – „Bermúdaþríhyrningur höfuðborgarsvæðisins“

Fyrir mörgum mánuðum var efnt til samkeppni um nöfn á götur í Smiðjuhverfi og losa þá sem þjónustu sækja í hverfið við nöfn eins og gul gata, græn gata, blá gata o.s.frv. Síðan hefur ekkert gerst og svo virðist sem meirihluti bæjarstjórnar hafi gefist upp við að koma þessu í eðlilegt horf.
01.okt. 2016 - 11:00 Sleggjan

Fylgifiskur góðs atvinnuástands eru ófaglærðir fúskarar sem ber að varast

Svört atvinnustarfsemi er því miður stunduð í einhverju mæli hérlendis þrátt fyrir viðleitni til að sporna við henni, m.a. af Samiðn, sambandi iðnfélaga. Verktakar og undirverktakar hafa verið að ráða erlent vinnuafl til sín, m.a. við virkjanaframkvæmdir, og í einhverjum tilfellum hefur þessum starfsmönnum ekki verið greidd lágmarkslaun, sem auðvitað á ekki að þekkjast.
30.sep. 2016 - 22:00 Sleggjan

Góð aðsókn í nám í matvælagreinum í MK

Aðsókn í nám á haustönn í Hótel- og matvælaskólanum í MK er ágæt að mati Baldurs Sæmundssonar áfangastjóra.  Merkjanleg aukning er í nám matreiðslu- og framreiðslumanna, þ. e. kokka og þjóna og hefur aðsókn í námið verið að aukast sl. þrjú til fimm ár.
30.sep. 2016 - 17:00 Sleggjan

Baldvin: „Þrettán nýnemar í bifvélavirkjun og mikil þörf á endurnýjun í stéttinni“

Bifvélavirkjun var ekki kennd í nokkur í Verkmenntaskólanum á Akureyri en aftur var boðið upp á það nám árið 2007 en það kom ný námskrá árið 1999 og þá var ekki lengur hægt að læra bóklega bifvélavirkjun heldur varð hún einnig að vera verkleg en á þeim tíma var ekki aðstaða til þess í VMA. Fyrsti hópurinn útskrifaðist árið 2009.
29.sep. 2016 - 19:00 Sleggjan

Ragnheiður Elín: „Hugverkaréttindi sem verðmæti og viðskiptatæki“

Fyrir skömmu kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hugverkastefnu undir heitinu „Hugverkaréttindi sem verðmæti og viðskiptatæki.“ Hugverkastefnan fjallar um hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, þ.e. þau hugverkaréttindi sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins en þau eru vörumerki, einkaleyfi, hönnunarskráningar og önnur skyld réttindi.