17.jan. 2017 - 19:00 Reykjanes

Norrænt átak í aðlögun flóttamanna

Þótt norrænu ríkin hafi ólíkar skoðanir á því hve mörgum flóttamönnum þau geti tekið á móti þá er þar til staðar ríkur vilji til þess að leita skilvirkra lausna þegar kemur að aðlögun þeirra. Til að bregðast við þessu fól Norræna ráðherranefndin Norrænu velferðarmiðstöðinni og Nordregio að skapa sameiginlegan vettvang þar sem viðkomandi aðilar í öllum ríkjunum geti skipst á skoðunum, deilt reynslu sinni og stutt hvern annan til að ná fram meiri og betri aðlögun.

15.jan. 2017 - 17:00 Reykjanes

Aflafréttir - Smábátunum tekið að fjölga

Nýtt ár komið og því er ekki úr vegi að óska ykkur lesendur góðir til hamingju með nýtt ár.  Árið 2017 byrjar eins og öll önnur ár á vetrarvertíði. En þessi vertíð byrjar öðruvísi því núna er verkfall og einu bátarnir sem mega róa eru smábátar og bátar þar sem að yfirmenn báta eru jafnframt eigendur bátanna.  Þetta hafa útgerðir nokkura báta á Vesturlandi og Norðurlandi gert.  t.d í Bolungarvík , Ásdís ÍS, Þorlákur ÍS og Finnbjörn ÍS sem er gamli Farsæll GK.
14.jan. 2017 - 15:00 Reykjanes

Reykjanesbær semur við kröfuhafa

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var afgreidd að lokinni síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi. Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskipulagningu fjármála Reykjanesbæjar og hefur sveitarfélagið m.a. átt í viðræðum við helstu kröfuhafa sína með það að markmiði að endurskipuleggja efnahagsreikning samstæðu A og B hluta sveitarfélagsins.
21.des. 2016 - 14:00 Reykjanes

Stjórn SSS ræðir sameiningarmál

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tók fyrir á fundi sínum í nóvember. Tillaga um úttekt á ávinningi af sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum rædd af stjórn. Fulltrúar sveitarfélagsins Voga og Grindavíkur sögðu frá því að ekki væri vilji til þess að skoða sameiningarkosti eins og staðan er núna. 
18.des. 2016 - 07:00 Sigurður Jónsson

Fallegur boðskapur

Jólin nálgast og tilhlökkun meðal barnanna er mikil. Það sama á við um marga fullorðna. Jólin eru svo sérstök í huga okkar flestra.Á þessum tímamótum gefum við gjafir,skreytum húsin bæði utan og innandyra. Við leggjum áherslu á að gera vel við okkur í mat og höldum í siðina.
18.des. 2016 - 07:00 Reykjanes

Aflafréttir: Veiðarnar verið þokkalegar

Allt tekur sinn enda og þessi pistill er síðasti pistillinn á þessu herrans ári 2016.  Eitthvað eru þó veðurguðirnir að stríða okkur því vanalega á að vera allt á kafi í snjó í desember enn lítið hefur farið fyrir snjónum núna í des.  Vonandi kemur smá hvít gusa svona í kringum hátíðirnar.
15.des. 2016 - 14:30 Reykjanes

Fórum alltaf í jólamessu

Eins og venjulega vaknaði ég fyrstur á aðfangadagsmorgun og sá að það stóð eitthvað uppúr skónum mínum í glugganum í svefnherberginu okkar, undir súð í risinu á Stakkholti. Litla fjölskyldan svaf öll í sama herberginu, við bræðurnir, mamma og pabbi.  Ég var 6 ára árið 1961 og spenningurinn að ná hámarki fyrir jólin. Það var kalt, skítkalt vegna þess að það var alltaf slökkt á miðstöðinni á nóttinni. Olían var of dýr til að kynda húsin á nóttinni og allir klæddu sig vel í bólið á hverri nóttu.
14.des. 2016 - 14:00 Reykjanes

Versla alltaf heima fyrir jólin

Guðmundur í Persóna þekkir vel til verslunareksturs. Við Hrinbrautina starfrækir hann verslun sína Persónu. Við hittum hann einn daginn. Hvernig gengur? Það þýðir ekkert annað en vera jákvæður,sagði Guðmundur. Jákvæðni skilar sér alltaf. Guðmundur segir að juólaverslunin byrji fyrir alvöru uppúr miðjum desember.
11.des. 2016 - 23:00 Reykjanes

Eykur möguleikana á að íbúar nýti sér þetta magnaða umhverfi

Þegar horft er yfir sumarið og það sem gert var má segja að nokkuð vel hafi tekist til. Vinna var að mestu framkvæmd af vinnuskóla undir styrkri leiðsögn Berlindar Fanney Guðlaugsdóttur verkstjóra vinnuskólans. Aðkeypt þjónusta fólst í færslu á innkomuhliði sem fært var framar í garðinn og þannig gerð ný og opnari innkoma inn í garðinn. Samhliða því var malarefni sett fyrir framan innkomuna sem bætir aðgengið utanvið garðinn. Að auki var hleðslusteinn lagfærður.
10.des. 2016 - 23:00 Reykjanes

Þjónustumiðstöð við Reykjanesvita

Síðasta föstudag var fyrsta skóflustunga að þjónustumiðstöð við Reykjanesvita tekin. Með uppbyggingu þjónustueingar við vitann er brugðist við brýnni þörf fyrir aðstöðu fyrir ferðmenn, en staðurinn er fjölsóttur af ferðamönnum. 

10.des. 2016 - 21:00 Reykjanes

Aflafréttir: Baldvin Njálsson GK með 706 tonn

Smávægisverkfall var í gangi núna í nóvember enn eftir að það leystist þá fór allur flotinn af stað aftur og eins og áður.  Fín veiði. Togarar Nesfisks hafa fiskað vel. Sóley Sigurjóns GK með 344 tonn í 4 löndunum og mest 129 tonn. Landað á Eskifirði og Sandgerði. Berglín GK 321 tonní 6 og landað útum allt.  Sandgerði, Ísafirði og Eskifirði.
10.des. 2016 - 16:00 Reykjanes

Biðja fólk að styrkja velupplýstan kirkjugarð

Um nokkurra ára skeið hefur sóknarnefnd ásamt venslafólki og velunnurum séð um að setja út rafmagnskassa fyrir ljós í Hvalsneskirkjugarði. Þetta hefur sparað útgjöld og veitir ekki af því ekki eru digrir sjóðir í að fara. Til skamms tíma hefur ekki verið tekið gjald af ljósatenglum á leiðin en undanfarin ár hefur verið sett upp í glugga þjónustuhúss lágmarksfjárhæð og reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á.
08.des. 2016 - 22:00 Reykjanes

Happy Campers með 100 bíla

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að straumur erlendra ferðamanna til landsins hefur aukist mikið á síðustu misserum. Einn stór þáttur í móttöku ferðamanna er að hafa bíla til leigu, þannig að fólk komist um landið.Í Reykjanesbæ er starfandi bílaleiga Happy Campers ehf. Við hittum Sverri Þoresteinsson eiganda fyrirtækisins.
06.des. 2016 - 14:00 Reykjanes

Glæsilegt aðventukaffi Kvenfélags Keflavíkur - Myndir

Kvenfélag Keflavíkur hélt á sunnudaginn glæsilegt aðventuboð fyrir eldri borgara í Kirkjulundi.Börn frá Tónlistarskólanum komu og spiluðu nokkur lög.Elísabet Jóhannesdóttir spilaði á fiðlu,Nína Björg Ágústsdóttir spilaði á pianó og Magnús Már Garðarsson spilaði á xilófón.
05.des. 2016 - 15:01 Reykjanes

Tæpur milljarður til grunnskóla

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2017. Sveitarfélögin á Suðurnesjum fá úthlutað 961 milljónum króna úr sjóðnum til reksturs grunnskóla.
05.des. 2016 - 09:00 Reykjanes

Stórefla hópslysaviðbúnað

Á næstu þremur árum munu Isavia og Slysavarnafélagið Landsbjörg sameinast um að bæta verulega búnað sem auðveldar björgunarsveitum víða um land að bregðast við hópslysum sem hugsanlega verða á þjóðvegum landsins, utan alfaraleiðar eða við vinsæla ferðamannastaði.
03.des. 2016 - 07:00 Sigurður Jónsson

Úrbætur í vegakerfinu eitt af forgangsmálunum

Gífurleg aukning ferðamanna til landsins kallar á ýmsar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Eitt af því sem verður að gera er að auka löggæslu á helstu ferðamannastöðum. Efla þarf heilsugæsluna,þar sem fjöldi ferðamanna þarf að nota þjónustuna. Í ár eru að koma nálægt tveimur milljónum ferðamnna, sem nota vegakerfið okkar.
01.des. 2016 - 19:00 Reykjanes

Á fjórða tug kvartana vegna lykt- og rykmengunar frá kísilverinu

Bæjarráð  Reykjanesbæjar ályktaði vegna áhyggja af lykt og rykmengunar frá kísilveri United Silicon í Helguvík. Óskað hefur verið eftir fulltrúa frá Umhverfisstofnun vegna málsins á næsta bæjaráðsfund. Fulltrúi frá stofnuninni mun mæta á bæjarráðsfund. Bæjarráðsfundurinn er í dag 1. desember.

27.nóv. 2016 - 17:00 Reykjanes

Allir Vísisbátarnir komust yfir 500 tonn

Ansi merkilegur október mánuður sem er núna er liðinn.  Ekki voru nú margir bátar héðan frá Suðurnesjunum á veiðum á sínum heimamiðum því svo til allir línubátarnir voru úti við norðurlanidnu alveg austur að Langanesi.  Ekki nóg að línubátarnir hafi farið á flakk, heldur fóru allir þrír netabátarnir sem Hómgrímur gerir út í ferðalag vestur til Flateyrar og voru að stunda netaveiðar þaðan.  Er  það mjög sérstakt að netabátar séu á veiðum um haustið þarna fyrir vestan því Vestfirðingar sjálfir hafa alltaf verið fastheldnir á línuveiðar.

20.nóv. 2016 - 12:00 Reykjanes

Þurfum að sýna mikið aðhald og útsjónarsemi

Staða bæjarins fer batnandi en við eigum samt talsvert í land og alveg ljóst að við munum ekki geta lagt fram trúverðuga aðlögunaráætlun, sem sýnir hvernig við hyggjumst komast undir 150% skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga fyrir árslok 2022, nema með aðkomu kröfuhafa.
Viðræður við þá standa enn yfir og á þessari stundu er ómögulegt að segja hvort þær skili viðunandi árangri.
20.nóv. 2016 - 11:00 Reykjanes

Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa einkennilegu persónu og dró raunar í efa að hún væri til

„Hugmyndin á bak við bókina kviknaði þegar ég var á leið í læknisfræðinám við Háskólann í Osló og hafði sótt um að byrja á vorönn svo ég fengi tækifæri til að æfa mig betur í norskunni. Það hafði lengi blundað í mér að skrifa bók og ég oftar en einu sinni byrjað að skrifa en þó einhvern veginn aldrei tekist að ljúka verkinu eða fá hugmynd sem mér fannst ég geta unnið til enda. Þarna sit ég með medisinsk statistikk fyrir framan mig og er að stauta mig í gegnum illskiljanlegt hrognamál á stærðfræði-ísku þegar vinur minn fer að spjalla við mig á Facebook.

19.nóv. 2016 - 16:00 Reykjanes

Starfslokasamningur bæjarstjóra samþykktur

Á aukafundi bæjarstjórnar Grindavíkur sem haldinn var í kvöld var starfslokasamningur við bæjarstjóra Grindavíkur, Róbert Ragnarson, lagður fram til staðfestingar. Samningurinn var samþykktur með fjórum atkvæðum meirihluta G og D lista en fulltrúar minnihluta B og S lista sátu hjá við afgreiðsluna. Fundurinn var haldinn fyrir luktum dyrum vegna trúnaðargagna sem þar voru lögð fram. Bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar vilja í kjölfar fundarins senda frá sér neðangreindar yfirlýsingar.

19.nóv. 2016 - 14:00 Reykjanes

Þorsteinn Gunnarsson nýr sveitarstjóri: Ferðaþjónustan er kjarninn í starfseminni

Það var reyndar þannig að mín elskulega eiginkona sá þessa auglýsingu og vakti athygli mína á starfinu. Mér fannst þetta spennandi og ákvað að sækja um. Þegar mér bauðst svo starfið ákváðum við að kýla á þetta enda góður tími til þess að breyta til eftir skemmtileg ár í Grindavík. Ég hef starfað í stjórnsýslunni í bráðum átta ár og hef verið að mennta mig talsvert og var opinn fyrir því að skoða þennan vettvang í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga. En eins og við segjum í fótboltanum, í Mývatnssveit opnaðist óvæntur félagaskiptagluggi sem skapaði tækifæri sem ég gat ekki sleppt. Ég hef brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum og í Mývatnssveit er mikið um að vera þessi misserin og verkefnin eru ærin.