09.apr. 2017 - 12:00 Reykjanes

Hættulegasti þjóðvegur landsins

Stjórn Pírata á Suðurnesjum vill stefna að traustum og öruggum vegasamgöngum á Suðurnesjum. Mikið mæðir á enda fara hér um svæðið vel yfir milljón ferðamenn á ári, auk allra Íslendinganna sem keyra um Reykjanesbrautina á leið sinni í og úr millilandaflugi. Allt þetta fólk þarf að aka brautina sem er einn fjölfarnasti en um leið hættulegasti þjóðvegur landsins eins og dæmin sanna.
09.apr. 2017 - 07:32 Sigurður Jónsson

Hvers vegna var ekki hlustað á Vilhjálm Bjarnason?

Merkilegt mál hefur verið á dagskrá að undanförnu. Mál sem mörgum virðist koma nú mjög á ávart enda liðin meira en áratugur frá því gengið var frá sölu Búnaðarbankans. Nú hefur komið í ljós að þýskur banki, sem sagður vera einn af kaupendum bankans var það aldrei. Bankinn var notaður til að blekkja og rugla ríkisvaldið og fleiri í ríminu. S-hópurinn svokallaði með ólaf Ólafsson í fararbroddi náði að blekkja nánast alla.
08.apr. 2017 - 18:00 Reykjanes

Aflafréttir: Mikið um að vera í Sandgerði

Mars mánuður sem hefur iðulega verið með stærstu aflamánuður ársins búinn og eins og við var að búast þá var mjög góð veiði báta frá Suðurnesjunum.  Dragnótabátarnir fiskuðu mjög vel.  Og Siggi Bjarna GK endaði með 210 tonn í 13 róðrum og mest 22,5 tonn í róðri.  Var Siggi Bjarna GK næst aflahæstur yfir landið.  Sigurfari GK kom þar rétt á eftir með 209 tonn í 14 og mest 23 tonn.  Benni Sæm GK 194 tn í 24 og mest 24 tonn.  Arnþór GK 164 tn í 13 og mest 19,6 tonn. 
25.mar. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Hverjir eiga lífeyrissjóðina?

Lífeyrissjóðir í landinu eiga gífurlega miklar eignir. Staðan er sú að sjóðirnir hafa yfir að ráða 3500 milljörðum. Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest mikið í innlendum fyrirtækjum og eiga nú stóran hluta í öllum stærstu fyrirtækjum landsins. Framundan eru svo fjárfestingar erlendis.
24.mar. 2017 - 18:00 Reykjanes

Nóg um að vera á loðnuvertíðinni

Í síðasta pistli þá endaði ég að tala um loðnubræðslunni í Sandgerði sem því miður hætti starfsemi. Grindvíkingar sitja svo til við sama borð og Sandgerðingar gagnvart loðnunni. Loðnuverksmiðja var rekin í Grindavík undir nafinu Fiskimjöl og Lýsi og árið 1997 þá keypti Samherji Albert GK og jafnframt verksmiðjuna. Albert GK fékk nafnið Oddeyrin og í hönd fóru miklar framkvæmdir í Grindavík og var verksmiðjunni svo til byggð upp alveg frá grunni og þegar upp var staðið þá var hún orðin 1500 tonna verksmiðja, og það kláraðist árið 2003. Til að mynda þá voru tekin á móti 97 þúsund tonnum af uppsjávarfiski í Grindavík árið 2003, og af því þá var loðna 68 þúsund tonn.
23.mar. 2017 - 14:13 Reykjanes

Mannmergð á safnahelgi

Það var mikill straumur af fólki sem sótt Ásgeir Hjálmarsson heim í Braggann um Safnahelgina. Ásgeir hefur í gegnum tíðina safnað alls konar hlutum sem geyma vel söguna. Ásgeir átti hugmyndina að því að koma upp Byggðasafni Garðs fyrst í þröngum húsakynnum á Garðskaga en síðar var byggt myndarlegt hús undir munina. Ásgeir er nú kominn á eftirlaunaaldur en heldur samt ótrauðu áfram við að safna.
20.mar. 2017 - 17:00 Reykjanes

Aflafréttir - Loðnu landað í Helguvík

Jæja það fór þá þannig að verkfallið sem hafði staðið siðan um miðjan desember leystist og allur flotinn fór á sjóinn. Og það var eins og við mannin mælt. Tvennt gerðist. Mokveiði var og fiskverð á fiskmörkuðum hrundi niður. Það gerði það að verkum að smábátasjómenn héldu að sér höndum þegar mesta mokið var.
11.mar. 2017 - 18:00 Sigurður Jónsson

Vegatollur, komugjöld eða borga bílaeigendur nóg í skatta?

Það var skynsamlegt hjá ASÍ og SA að samþykkja að kjarasamningur muni gilda ár til viðbótar þrátt fyrir forsendubrest. Það liggur fyrir að samningar margra opinberra stéttar eru lausir á næstunni. Yfirleitt hefur það verið þannig að félagar ASÍ hafa riðið á vaðið og gert sína samninga. Hærra launaðar stéttir hafa svo komið á eftir og krafist mun meiri hækkunar og yfirleitt náð því markmiði. Höfrungahlaupið hefur verið á fullu. Þegar upp er staðið sitja svo hinir lægst launuðu eftir með sárt ennið. Það er því skynsamlegt hjá ASÍ að bíða og sjá hvað margar hærra launaða stéttir ná í sinn hlut. Allt tal um hógværar launahækkunar verða að ná til allra hópa þjóðfélagsins. Að öðrum kosti gengur það aldrei og enginn friður verður á vinnumarkaðnum.
05.mar. 2017 - 21:00 Reykjanes

Merkir Suðurnesjamenn: Jóhann Benedikt Pétursson

Jóhann Benedikt Pétursson fæddist í Áreyjum í Reyðarfirði 28. apríl 1920. Hann andaðist árið 2013.Hann hafði lifað tímana tvenna. Spánska veikin geisaði og heimskreppan mikla var í aðsigi. Móðir hans féll frá ung að áðum frá 6 börnum.
26.feb. 2017 - 18:00 Reykjanes

Öldungaráð Suðurnesja - Hefja þarf undirbúning að byggingu nýs hjúkrunarheimils

Stofnfundur Öldungaráðs Suðurnesja var haldinn þann 29. nóvember 2014. Stjórn þess hefur síðan fundað að jafnaði einu sinni í mánuði, oftar ef þurfa þykir en hlé er gert á störfum þess yfir sumarið. Stjórnin hefur átt frumkvæði að fundum með stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, bæjarráðum sveitarfélaganna sem að ráðinu standa, þingmanna og fleiri.
26.feb. 2017 - 14:00 Reykjanes

Mjög slæmt að enginn þingmaður úr Suðurkjördæmi skuli sitja við ríkisstjórnarborðið

Páll Magnússon er einn af nýju þingmönnunum sem settist á Alþingi í haust. Reykjanes bað hann að svara nokrum spurningum. Hvernig er reynslan af fyrstu vikunum á þingi? Kom eitthvað á óvart? „Reynslan er bara góð. Það var auðvitað sérkennileg staða fyrir áramótin þegar var verið að afgreiða fjárlög og enginn raunverulegur ríkisstjórnarmeirihluti til staðar.
25.feb. 2017 - 21:00 Reykjanes

Hvað er U3A? - Háskóli þriðja æviskeiðsins

Mynd/u3a.is Með orðinu háskóli er hér átt við upprunalegu merkingu orðsins sem er hópur fólks sem vill helga tíma sínum í að fræðast. Heiti félagsins felur ekki í sér að félagsmenn skulu vera með háskólamenntun að baki - heldur eru allir velkomnir sem vilja bæta við sig þekkingu.
25.feb. 2017 - 18:00 Reykjanes

Aflafréttir: Mokveiði hjá smábátunum

Þegar þessi orð eru skrifuð þá er búið að skrifa undir samningin milli útgerðarmanna og sjómanna, og því ætti sjómannaverkfallinu að fara að ljúka.  Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar flotinn fer allur af stað.
25.feb. 2017 - 16:00 Reykjanes

Skoða þarf kosti þess að innanlandsflugið fari til Keflavíkurflugvallar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lagði fram bókun í upphafi bæjarstjórnarfundar  þar sem skorað er á hlutaðeigandi að skoðaðir verði kostir þess að innanlandsflugið fari til Keflavíkurflugvallar. „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir furðu sinni á því að ekki hafi verið kannaðir kostir þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.
25.feb. 2017 - 10:00 Reykjanes

Fráleitar tillögur um rafrettur: Yfirlýsing frá stjórn Ungra Pírata

Yfirlýsing frá stjórn Ungra Pírata vegna forgangsröðunar heilbrigðisráðherra í heilbrigðismálum og fráleitra tillagna um rafrettur: Stjórn Ungra Pírata lýsir yfir miklum áhyggjum af forgangsröðun og áherslum heilbrigðisráðherra í heilbrigðismálum.

24.feb. 2017 - 17:00 Reykjanes

Þjónusta Reykjanesbæjar yfir meðallagi í fimm málaflokkum

Horft yfir Keflavíkurkirkju og næsta nágrenni. Ljósmynd OZZO

Þjónusta Reykjanesbæjar er yfir landsmeðaltali í málefnum leik- og grunnskóla, menningarmálum, aðstöðu til íþróttaiðkunar og við að leysa úr erindum þeirra sem leitar til starfsfólks sveitarfélagsins. Þetta sýnir ný þjónustukönnun Gallup sem framkvæmd er árlega og sýnir þjónustustig 18 sveitarfélaga á landinu. Spurt er um 12 þjónustuþætti, auk samskipta við bæjarskrifstofur og úrlausn erinda, og niðurstöður sýndar á kvarðanum 1-5.


24.feb. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Alþingi verður að afgreiða áfengisfrumvarpið með já eða nei

Það er orðið nokkuð árvisst að áfengisfrumvarp er lagt fram á Alþingi. Þetta frumvarp hefur verið til umræðu í fjölda ára en aldrei borið undir atkvæði þingmanna. Áfengisfrumvarpið gengur út á að afnema einkasölu ríkisins í sérstökum áfengisverslunum.
16.feb. 2017 - 19:30 Reykjanes

Íbúafundir um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga

Umræður fara nú fram milli bæjaryfirvalda í Garði og Sandgerði um kosti og galla þess að sveitarfélögin sameinist í eitt. Óskað hefur verið eftir að bæjarbúar svara nokkrum spurningum um ýmsa þætti varðandi hugsanlega sameiningu. Framundan er svo íbúafundur í sveitarfélögunum.
13.feb. 2017 - 08:00 Reykjanes

Garður þarf að greiða miskabætur

Sveitarfélagið Garður hefur verið dæmt, í Héraðsdómi Reykjaness, til að greiða Birni Vilhelmssyni miskabætur að upphæð 500.000 krónur vegna brots við ráðningu í stöðu skólastjóra. Björn var einn af umsækjendum um starfið en Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að tengsl hans við pólitík hafi haft úrslitaáhrif á að hann var ekki metinn hæfur umsækjandi.
12.feb. 2017 - 20:00 Reykjanes

Smári McCarthy þingmaður: Góður kandídat væri frumvarp Pírata um sannleiksskyldu ráðherra

Eftir kosningarnar í haust eru fjórir nýir þingmenn úr Suðurkjördæmi á Alþingi. Reykjanes bað Smára McCarthy að svara örfáum spurningum. Hvernig er reynslan af fyrstu vikunum á þingi? Kom eitthvað á óvart? Fyrstu vikurnar voru þvílíkur glundroði. Skipulagsleysið og hamagangurinn kom á óvart. Það var enginn tími til að vinna hlutina af skynsemi, ýmsum virtist liggja á að komast í jólafrí.

11.feb. 2017 - 20:00 Reykjanes

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður: Miklar líkur á áframhaldandi stöðnun í samneyslu

Eftir kosningarnar í haust eru fjórir nýir þingmenn úr Suðurkjördæmi á Alþingi. Reykjanes bað Ara Trausta Guðmundsson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Vinstri græna að svara örfáum spurningum. Hvernig er reynslan af fyrstu vikunum á þingi? Kom eitthvað á óvart? Reynslan er að langmestu leyti mjög jákvæð.

11.feb. 2017 - 14:00 Reykjanes

Aflafréttir: Verkfall allan janúarmánuð

Og meira er selt í burtu.  Það var greint frá því hérna í síðasta pistli að Örn GK hafi verið seldur í burtu frá Suðurnesjunum enn reynar ekki með öllum kvóta.  Einhvern hluti af þeim kvóta verður eftir á Suðurnesjunum.  Núna hefur annar bátur verið seldur í burtu og er það Askur GK sem hefur verið seldur til Hellissands.
11.feb. 2017 - 12:00 Reykjanes

Jóna Sólveig Elínardóttir þingkona: Verðum að ná vaxtastiginu niður

Eftir kosningarnar í haust  4 nýir þingmenn úr Suðurkjördæmi á Alþingi. Reykjanes bað Jónu Sólveigu Elínardóttur þingmann Viðreisnar að svara örfáum spurningum. Hvernig er reynslan af fyrstu vikunum á þingi? Kom eitthvað á óvart? Hún er mjög góð.

11.feb. 2017 - 10:00 Reykjanes

Hagir og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016

Nýlega kynnti Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands niðurstöður úr könnun um hagi og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016. Haft var samband við 1800 einstaklinga 67 ára og eldri. Svarhlutfall var 59%. Könnunin var gerð fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar,Velferðarráðuneytið og Landsamband eldri borgara.
11.feb. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Er rétt að sameina Garð og Sandgerði?

Fjöldi sveitarfélaga hefur mikið breyst á síðustu áratugum. Sveitarfélögum hefur fækkað mjög. Hér á árum áður voru sveitarfélög vel yfir tvö hundruð en eru núna rúmlega sjötíu.Öll þessi sameining hefur átt sér með atkvæðagreiðslu íbúanna sjálfra. Það hefur engum lagaþvingunum verið beitt af hálfu Alþingis.
10.feb. 2017 - 17:00 Reykjanes

Góður kennari kennir ekki aðeins með huganum heldur einnig hjartanu

Stjórnendur úr röðum Reykjanesbæjar héldu vinnufund með grunnskólakennurum í Stapa í gær. Til fundarins var stofnað til að eiga samtal við kennara, sem ákveðið var í heimsóknum fulltrúa bæjaryfirvalda til starfsfólks grunnskólanna í byrjun desember sl. þegar samningar kennara voru lausir og mikil óánægja í þeirra röðum. Vinnufundurinn var í anda Þjóðfundar.
01.feb. 2017 - 17:00 Reykjanes

Nýtt Framleiðsluráð SI stofnað - Framleiðslufyrirtæki á Íslandi velta 685 milljörðum króna

Samtök iðnaðarins hafa stofnað Framleiðsluráð SI sem er samstarfsvettvangur framleiðslu- og matvælagreina innan samtakanna. Framleiðsluráði SI er ætlað að auka sýnileika framleiðslu á Íslandi, stuðla að bættu starfsumhverfi og efla umræðu um íslenska framleiðslu. Starfsemi framleiðslufyrirtækja á Íslandi er umfangsmikil.
31.jan. 2017 - 09:30 Sigurður Jónsson

Engin ráðherra úr einu sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins. Er aðalatriðið að hafa ráðherra úr kjördæminu?

Mikil reiði gaus upp meðal margra Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi þegar ljóst varð að engin ráðherra í nýrri ríkisstjórn kemur úr kjördæminu. Páll Magnússon oddviti lista Sjálfstæðismanna talar um lítilsvirðingu við kjördæmið. Tiol hvers að sigra glæsilega í prófkjöri og ná svo ekki ráðherrasæti.Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög góða útkomu í kjördæminu í síðustu kosningum svo margir töldu það næsta víst að Sjálfsrtæðismenn í Suðurkjördæmi væru með ráðherra í nýrri ríkisstjórn.
30.jan. 2017 - 19:00 Reykjanes

6,8 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2016

Árið 2016 fóru 6.821.358 farþegar um Keflavíkurflugvöll, tveimur milljónum fleiri farþegar en árið 2015. Farþegafjöldinn hefur aldrei verið meiri og er um að ræða 40% aukningu á milli ára. Mest er fjölgunin á meðal skiptifarþega og á meðal farþega sem ferðast utan sumartímans. Farþegarnir skiptust í  2.318.293 komufarþega, 2.304.261 brottfararfarþega og 2.198.804 skiptifarþega. Farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun farþega á þessu ári og verður hún með svipuðum hætti, þ.e. mest utan álagstíma. Spáin gerir ráð fyrir 8,75 milljónum farþega árið 2017.
29.jan. 2017 - 21:30

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks ræðir um nýja ríkisstjórn

Ný ríkisstjórn hefur nú tekið við stjórn landsins. Reykjanes leitaði til þingmanna, sem búsettir eru á Suðurnesjum og bað þá að svara eftirfarandi spurningum.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks svaraði spurningum blaðsins.

28.jan. 2017 - 21:00 Reykjanes

Aflafréttir - Mikið líf í Sandgerðishöfn

Janúarmánuður svo til að verða kominn á enda og ennþá er verkfall í gangi. Þótt að stóru bátarnir séu ekki á veiðum þá hefur verið samt mikið líf í Sandgerðishöfn því að bátunum hefur fjölgað mikið því að margir báta sem hafa verið að veiðum fyrir norðan og austan land eru komnir til Sandgerðis og hefur veiði bátanna þar verið mjög góð.
28.jan. 2017 - 14:22

,,Heilbrigðismálin eru mjög aðkallandi en það eru menntamálin einnig''

Ný ríkisstjórn hefur nú tekið við stjórn landsins. Reykjanes leitaði til þingmanna, sem búsettir eru á Suðurnesjum og bað þá að svara eftirfarandi spurningum.

Oddný G.Harðardóttir þingkona Samfylkingar svaraði spurningum blaðsins.

28.jan. 2017 - 07:00 Reykjanes

Samningur um geimkögun - Búnaðinum var skotið upp með SpaceX eldflauginni um liðna helgi

Isavia hefur undirritað samning við fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði við stýringu flugumferðar í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Tæknin nefnist á ensku Space Based ADS-B og verður með henni hægt að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Nú þegar er Isavia með ADS-B búnað á umferðarmesta hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins en sá búnaður byggir á jarðstöðvum sem staðsettar eru á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
17.jan. 2017 - 19:00 Reykjanes

Norrænt átak í aðlögun flóttamanna

Þótt norrænu ríkin hafi ólíkar skoðanir á því hve mörgum flóttamönnum þau geti tekið á móti þá er þar til staðar ríkur vilji til þess að leita skilvirkra lausna þegar kemur að aðlögun þeirra. Til að bregðast við þessu fól Norræna ráðherranefndin Norrænu velferðarmiðstöðinni og Nordregio að skapa sameiginlegan vettvang þar sem viðkomandi aðilar í öllum ríkjunum geti skipst á skoðunum, deilt reynslu sinni og stutt hvern annan til að ná fram meiri og betri aðlögun.

15.jan. 2017 - 17:00 Reykjanes

Aflafréttir - Smábátunum tekið að fjölga

Nýtt ár komið og því er ekki úr vegi að óska ykkur lesendur góðir til hamingju með nýtt ár.  Árið 2017 byrjar eins og öll önnur ár á vetrarvertíði. En þessi vertíð byrjar öðruvísi því núna er verkfall og einu bátarnir sem mega róa eru smábátar og bátar þar sem að yfirmenn báta eru jafnframt eigendur bátanna.  Þetta hafa útgerðir nokkura báta á Vesturlandi og Norðurlandi gert.  t.d í Bolungarvík , Ásdís ÍS, Þorlákur ÍS og Finnbjörn ÍS sem er gamli Farsæll GK.
14.jan. 2017 - 15:00 Reykjanes

Reykjanesbær semur við kröfuhafa

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var afgreidd að lokinni síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi. Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskipulagningu fjármála Reykjanesbæjar og hefur sveitarfélagið m.a. átt í viðræðum við helstu kröfuhafa sína með það að markmiði að endurskipuleggja efnahagsreikning samstæðu A og B hluta sveitarfélagsins.
21.des. 2016 - 14:00 Reykjanes

Stjórn SSS ræðir sameiningarmál

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tók fyrir á fundi sínum í nóvember. Tillaga um úttekt á ávinningi af sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum rædd af stjórn. Fulltrúar sveitarfélagsins Voga og Grindavíkur sögðu frá því að ekki væri vilji til þess að skoða sameiningarkosti eins og staðan er núna. 
18.des. 2016 - 07:00 Sigurður Jónsson

Fallegur boðskapur

Jólin nálgast og tilhlökkun meðal barnanna er mikil. Það sama á við um marga fullorðna. Jólin eru svo sérstök í huga okkar flestra.Á þessum tímamótum gefum við gjafir,skreytum húsin bæði utan og innandyra. Við leggjum áherslu á að gera vel við okkur í mat og höldum í siðina.
18.des. 2016 - 07:00 Reykjanes

Aflafréttir: Veiðarnar verið þokkalegar

Allt tekur sinn enda og þessi pistill er síðasti pistillinn á þessu herrans ári 2016.  Eitthvað eru þó veðurguðirnir að stríða okkur því vanalega á að vera allt á kafi í snjó í desember enn lítið hefur farið fyrir snjónum núna í des.  Vonandi kemur smá hvít gusa svona í kringum hátíðirnar.
15.des. 2016 - 14:30 Reykjanes

Fórum alltaf í jólamessu

Eins og venjulega vaknaði ég fyrstur á aðfangadagsmorgun og sá að það stóð eitthvað uppúr skónum mínum í glugganum í svefnherberginu okkar, undir súð í risinu á Stakkholti. Litla fjölskyldan svaf öll í sama herberginu, við bræðurnir, mamma og pabbi.  Ég var 6 ára árið 1961 og spenningurinn að ná hámarki fyrir jólin. Það var kalt, skítkalt vegna þess að það var alltaf slökkt á miðstöðinni á nóttinni. Olían var of dýr til að kynda húsin á nóttinni og allir klæddu sig vel í bólið á hverri nóttu.
14.des. 2016 - 14:00 Reykjanes

Versla alltaf heima fyrir jólin

Guðmundur í Persóna þekkir vel til verslunareksturs. Við Hrinbrautina starfrækir hann verslun sína Persónu. Við hittum hann einn daginn. Hvernig gengur? Það þýðir ekkert annað en vera jákvæður,sagði Guðmundur. Jákvæðni skilar sér alltaf. Guðmundur segir að juólaverslunin byrji fyrir alvöru uppúr miðjum desember.
11.des. 2016 - 23:00 Reykjanes

Eykur möguleikana á að íbúar nýti sér þetta magnaða umhverfi

Þegar horft er yfir sumarið og það sem gert var má segja að nokkuð vel hafi tekist til. Vinna var að mestu framkvæmd af vinnuskóla undir styrkri leiðsögn Berlindar Fanney Guðlaugsdóttur verkstjóra vinnuskólans. Aðkeypt þjónusta fólst í færslu á innkomuhliði sem fært var framar í garðinn og þannig gerð ný og opnari innkoma inn í garðinn. Samhliða því var malarefni sett fyrir framan innkomuna sem bætir aðgengið utanvið garðinn. Að auki var hleðslusteinn lagfærður.
10.des. 2016 - 23:00 Reykjanes

Þjónustumiðstöð við Reykjanesvita

Síðasta föstudag var fyrsta skóflustunga að þjónustumiðstöð við Reykjanesvita tekin. Með uppbyggingu þjónustueingar við vitann er brugðist við brýnni þörf fyrir aðstöðu fyrir ferðmenn, en staðurinn er fjölsóttur af ferðamönnum. 

10.des. 2016 - 21:00 Reykjanes

Aflafréttir: Baldvin Njálsson GK með 706 tonn

Smávægisverkfall var í gangi núna í nóvember enn eftir að það leystist þá fór allur flotinn af stað aftur og eins og áður.  Fín veiði. Togarar Nesfisks hafa fiskað vel. Sóley Sigurjóns GK með 344 tonn í 4 löndunum og mest 129 tonn. Landað á Eskifirði og Sandgerði. Berglín GK 321 tonní 6 og landað útum allt.  Sandgerði, Ísafirði og Eskifirði.
10.des. 2016 - 16:00 Reykjanes

Biðja fólk að styrkja velupplýstan kirkjugarð

Um nokkurra ára skeið hefur sóknarnefnd ásamt venslafólki og velunnurum séð um að setja út rafmagnskassa fyrir ljós í Hvalsneskirkjugarði. Þetta hefur sparað útgjöld og veitir ekki af því ekki eru digrir sjóðir í að fara. Til skamms tíma hefur ekki verið tekið gjald af ljósatenglum á leiðin en undanfarin ár hefur verið sett upp í glugga þjónustuhúss lágmarksfjárhæð og reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á.
08.des. 2016 - 22:00 Reykjanes

Happy Campers með 100 bíla

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að straumur erlendra ferðamanna til landsins hefur aukist mikið á síðustu misserum. Einn stór þáttur í móttöku ferðamanna er að hafa bíla til leigu, þannig að fólk komist um landið.Í Reykjanesbæ er starfandi bílaleiga Happy Campers ehf. Við hittum Sverri Þoresteinsson eiganda fyrirtækisins.
06.des. 2016 - 14:00 Reykjanes

Glæsilegt aðventukaffi Kvenfélags Keflavíkur - Myndir

Kvenfélag Keflavíkur hélt á sunnudaginn glæsilegt aðventuboð fyrir eldri borgara í Kirkjulundi.Börn frá Tónlistarskólanum komu og spiluðu nokkur lög.Elísabet Jóhannesdóttir spilaði á fiðlu,Nína Björg Ágústsdóttir spilaði á pianó og Magnús Már Garðarsson spilaði á xilófón.
05.des. 2016 - 15:01 Reykjanes

Tæpur milljarður til grunnskóla

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2017. Sveitarfélögin á Suðurnesjum fá úthlutað 961 milljónum króna úr sjóðnum til reksturs grunnskóla.
05.des. 2016 - 09:00 Reykjanes

Stórefla hópslysaviðbúnað

Á næstu þremur árum munu Isavia og Slysavarnafélagið Landsbjörg sameinast um að bæta verulega búnað sem auðveldar björgunarsveitum víða um land að bregðast við hópslysum sem hugsanlega verða á þjóðvegum landsins, utan alfaraleiðar eða við vinsæla ferðamannastaði.
03.des. 2016 - 07:00 Sigurður Jónsson

Úrbætur í vegakerfinu eitt af forgangsmálunum

Gífurleg aukning ferðamanna til landsins kallar á ýmsar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Eitt af því sem verður að gera er að auka löggæslu á helstu ferðamannastöðum. Efla þarf heilsugæsluna,þar sem fjöldi ferðamanna þarf að nota þjónustuna. Í ár eru að koma nálægt tveimur milljónum ferðamnna, sem nota vegakerfið okkar.