16. apr. 2016 - 19:00Reykjavík vikublað

Ragnar Arnalds: Orðinn rammpólitískur innan við fermingu

Ragnar Arnalds. Mynd/Sigtryggur Ari

Ragnar Arnalds. Mynd/Sigtryggur Ari

Ragnar Arnalds er óþarft að kynna. Hann er fæddur í Reykjavík 1938 og nam lögfræði við Háskóla Íslands. Ragnar var þingmaður Alþýðubandalagsins 1963–1999, formaður flokksins um skeið og ráðherra sömuleiðis. Mér lék forvitni á að fræðast meira um þennan reynda stjórnmálamann og settumst við yfir kaffibolla á dögunum. Ég spurði Ragnar í byrjun um uppruna hans:

 „Ég er Reykvíkingur í húð og hár, því að bæði ég og foreldrar mínir, Guðrún Laxdal og Sigurður Arnalds, ólust hér upp. Þau störfuðu mikið við verslun um ævina en hvorugt þeirra hafði minnstu afskipti af stjórnmálum. Ef gáð er lengra fram í ættir er hins vegar ljóst að víða er mikinn áhuga á stjórnmálum að finna meðal forfeðra minna. Þetta má til dæmis sjá í  heimildum um alþingiskosningarnar frægu árið 1909, þegar kosið var um svonefnt „Uppkast“ sem var umdeildur samningur sem forystumenn þjóðarinnar gerðu við Dani um stöðu Íslands í danska ríkinu. Báðir afar mínir, þeir Ari Arnalds ritstjóri og Jón Laxdal tónskáld voru þá í framboði en tengdafeður þeirra, þ.e. langafar mínir, ritstýrðu á þessum árum tveimur helstu þjóðmálablöðum landsmanna, þ.e. skáldið Matthías Jochumsson, afi móður minnar og rithöfundurinn Einar H. Kvaran, afi föður míns.
            Þeir voru að vísu alls ekki sammála í afstöðu sinni til „Uppkastsins“, nei, langt í frá! En ljóst er að ég kom í heiminn með heilmikinn slatta af pólitískum genum í blóðinu, eins og best sést á því að strax rétt eftir fermingu var ég orðinn flokksbundinn og rammpólitískur.“

Þú ert alinn upp í Laugarneshverfinu. Hvernig var það?
            „Það var sannarlega yndislegt að alast upp í Laugardalnum sem þá var að mestu ósnortið svæði og lítil byggð þar fyrir utan gömlu Sundlaugarnar. En Laugarnar skiptu ekki svo litlu máli í barnæsku minni. Öðrum þræði er ég alinn upp í Laugunum og þar var ég mættur á hverjum einasta degi í fjölmennum barnahópi sem stundaði alls kyns sundleiki. Jafnframt var ég í Laugarnesskólanum sem þá var nýbyggður, og þar var að finna mikið úrval ágætra kennara.“
 

Hersetan hafði mest áhrif

Hvað mótaði helst hugsjónir þínar og viðhorf á æskuárum
            „Ef ég ætti að nefna eitthvert eitt mál þá var það endurkoma bandaríska hersins til landsins vorið 1951. Herinn fór héðan í stríðslok en kom svo aftur sex árum síðar. Hersetan olli miklum deilum og má hiklaust segja að það mál hafi frekar en flest annað klofið þjóðina í tvær andstæðar fylkingar.
            Veturinn 1952–53 þegar ég var í 2. bekk gagnfræðaskóla, sem samsvarar í dag 8. bekk grunnskólans, stofnuðum við bekkjarfélagarnir málfundafélag. Þeir sem helst létu í sér heyra á fundum voru auk mín þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Halldór Blöndal, sem enn eru góðir vinir mínir. En það átti einmitt fyrir okkur öllum að liggja að gera stjórnmálin að ævistarfi okkar. Við Jón og Halldór sátum lengi á þingi hver fyrir sinn flokk en á sama tíma stjórnaði Styrmir Morgunblaðinu.
Fyrsta umræðuefnið sem við tókum fyrir á kappræðufundum í Laugarnesskólanum var spurningin um það hvort leyfa ætti bruggun áfengs öls; við Halldór vorum því hlynntir en Styrmir og Jón andvígir. Síðan tókum við herstöðvamálið fyrir og vorum auðvitað mjög ósammála.“
 

Til liðs við Þjóðvarnarflokkinn

Hver var aðdragandi þess að þú fórst í stjórnmál, þar sem þú áttir langan og farsælan feril?
„Fjórtán ára gamall gekk ég í Þjóðvarnarflokkinn, aðeins fáeinum dögum eftir að sá flokkur var stofnaður. Fyrstu opinberu afskipti mín af stjórnmálum hófust þó ekki fyrr en haustið eftir stúdentspróf. Þá kom Jónas Árnason rithöfundur að máli við mig og bað mig að koma með sér á nokkra almenna opna fundi víðsvegar um land. Jónas var fimmtán árum eldri en ég og við höfðum þá ekkert talast við. Aftur á móti hafði hann haft spurnir af því að ég hefði oft kvatt mér hljóðs á málfundum í skóla og nú vildi hann hafa með sér í ferðina nýstúdent sem eins konar fulltrúa ungu kynslóðarinnar.
Þetta var í upphafi þorskastríðsins við Breta haustið 1958 tveimur vikum eftir útfærslu landhelginnar í 12 mílur þann 1. september. Þá voru bresk herskip komin hingað á Íslandsmið til að freista þess að koma í veg fyrir að breskir togarar sem stunduðu ólöglegar veiðar hér við land innan tólf mílna markanna væru stöðvaðir af íslenskum varðskipum og færðir til hafnar þar sem þungar sektir biðu skipstjóra og útgerðar.
Það vakti mikla athygli og umtal að svokallaðir „verndarar okkar“, þ.e. bandaríski herinn á Miðnesheiði lét það með öllu afskiptalaust þótt þungvopnuð, bresk herskip beittu íslenska sjómenn ofbeldi víðs vegar á miðunum umhverfis landið og réðust jafnvel á starfsmenn íslensku landhelgisgæslunnar rétt fyrir framan nefið á Bandaríkjamönnum í herstöð þeirra á Miðnesheiði.
Þessi stórtíðindi voru því kjörið tilefni til fundahalda og var umræðuefnið: „Hersetan og landhelgismálið“. Með okkur Jónasi í för um Norðurland og Austurland var séra Rögnvaldur Finnbogason. Við séra Rögnvaldur þekktumst heldur ekki neitt, en þess ber að geta í framhjáhlaupi að nokkrum árum síðar giftumst við Rögnvaldur systrum, þeim Kristínu og Hallveigu Thorlacius.
Við héldum fyrst fundi á öllum þéttbýlisstöðum á svæðinu frá Siglufirði til Hafnar í Hornafirði, en fórum svo aðra ferð um Vestfirði, og þá var vinur minn og skólafélagi, Jón Baldvin Hannibalsson, með í för í stað séra Rögnvaldar. Rúmu ári síðar var ég svo ráðinn til að ritstýra vikublaðinu Frjálsri þjóð sem Þjóðvarnarflokkurinn gaf út. Segja má að þetta langa fundaferðalag og ritstjórastarfið hafi orðið eldskírn mín í stjórnmálum.“

 Þingmaður og ráðherra

„Vorið 1960 tók ég virkan þátt í því ásamt mörgum öðrum að skipuleggja fyrstu Keflavíkurgönguna gegn hersetunni og síðar sama sumar vann ég að stofnun Samtaka hernámsandstæðinga sem urðu til á Þingvallafundi þá um haustið.

Vorið 1962 tók ég svo sæti ofarlega á lista Alþýðubandalagsins í kosningum til borgarstjórnar hér í Reykjavík og var kosinn varaborgarfulltrúi. Ég sat þó ekki nema örfáa fundi í borgarstjórn, því að þá um sumarið báðu alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi vestra mig að skjótast norður í Siglufjörð til viðræðna við sig og svo vildi til að sá fundur var einmitt haldinn á 24. afmælisdegi mínum. En niðurstaða fundarins var sú að stefnt yrði að því í komandi þingkosningum að ég yrði í efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins í þessu kjördæmi sem náði frá Hrútafjarðarbotni um Húnavatnssýslur og Skagafjörð til Siglufjarðar.
            Að sjálfsögðu réði það miklu að ég hafði áður kynnst fjölmörgum forystumönnum flokksins á fundum um herstöðvamálið víðsvegar um kjördæmið. En þarna réðust sem sagt örlög mín! Ég hóf kosningabaráttuna fljótlega eftir áramótin 1963, enda augljóst að úrslitin gætu orðið tvísýn og miklu máli skipti fyrir mig að kynnast sem flestu fólki þennan vetur. Á kjördegi í júní náði ég kjöri sem landskjörinn þingmaður en með litlum atkvæðamun. Þar með dróst ég inn í gerningahríð íslenskra stjórnmála. Svo fór að þar hélt ég mig næstu 36 árin.
Fimm árum eftir að ég kom á þing var ég kjörinn formaður Alþýðubandalagins og tók þá við af Hannibal Valdimarssyni sem sagt hafði skilið við flokkinn sem hann var formaður fyrir og stofnað annan flokk. Árið 1978 fór ég svo í ríkisstjórn undir stjórnarforystu Ólafs Jóhannessonar, lærimeistara míns úr lögfræðideild Háskólans, og varð ráðherra mennta- og samgöngumála. Í þetta sinn varð þó kjörtímabilið harla stutt og stóð aðeins í hálft annað ár vegna upphlaups í Alþýðuflokknum. Eftir nýjar kosningar í desember 1979 myndaði síðan Gunnar Thoroddsen stjórn snemma árs 1980 með nokkrum samflokksmönnum sínum úr Sjálfstæðisflokknum í algerri óþökk flokksforystunnar, og varð ég ráðherra fjármála næstu þrjú árin.“ 
 

Sjálfstæðið er sívirk auðlind

Þú hefur komið að störfum Heimssýnar undanfarin ár. Gætirðu sagt mér frá tilurð þeirra samtaka?
            „Umræður um hugsanlega aðild Íslendinga að Efnahagsbandalagi Evrópu, forvera ESB, hófust fyrst af einhverju ráði sumarið sem ég var ráðinn í framboð, þ.e. 1962. Ég fylgdist vel með þróun þessa máls og 36 árum síðar þ.e. sumarið 1998 sendi ég frá mér bók sem fjallaði um meginrökin gegn aðild Íslands að ESB, en hún nefndist Sjálfstæðið er sívirk auðlind.
Tilefni þessarar útgáfu var að um þær mundir var áróðurinn fyrir inngöngu Íslands í ESB mjög að magnast. Því var ákaft haldið fram að Íslendingar væru að einangrast frá öðrum ríkjum álfunnar vegna þess að þeir væru ekki komnir í ESB. Það ýtti mjög undir þennan sífellda söng að þessi árin fór aðildarríkjum ESB fjölgandi; upphaflega voru þau sex en urðu nú fimmtán. Jafnframt var útlit fyrir að önnur tólf kynnu að bætast í hópinn á komandi áratug. Eðli og uppbygging ESB breyttist hratt á þessum árum og lokaákvörðunin um nýja Evrópumynt var einmitt tekin vorið 1998.
Í fyrrnefndu riti leitaðist ég við að varpa ljósi á stjórnarfarslega stöðu okkar Íslendinga og fjallaði ítarlega um möguleika okkar á því að varðveita sjálfstæði okkar og standa gegn því að fullveldisrétti þjóðarinnar væri afsalað í hendur þessu nýja og sívaxandi stórríki.“

Heimssýn verður til

„Fjórum árum síðar, vorið 2002, tókum við okkur til nokkrir stjórnmálamenn úr þremur pólitískum flokkum, Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri hreyfingunni grænu framboði, og stofnuðum Heimssýn, þverpólitísk samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Steingrímur Hermannsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, átti sæti með mér í tveimur ríkisstjórnum samtals í fimm ár og milli okkar var ávallt sterkur þráður. Auðveldast var að safna liði meðal vinstri grænna og framsóknarmanna. En mjög mikilvægt var að við náðum góðum tengslum við unga sjálfstæðismenn, m.a. formann Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ingva Hrafn Óskarsson, sem var með okkur frá byrjun, svo og frænda minn Eyþór Arnalds, Guðlaug Þ. Þórðarson borgarfulltrúa og Guðmund H. Garðarson, fyrrv. þingmann. Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og núverandi menntamálaráðherra, svo og Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður voru einnig með okkur frá byrjun.
Stofnun Heimssýnar fór þannig fram að við söfnuðum undirskriftum rúmlega eitt hundrað manna úr öllum stjórnmálaflokkum og gerðust þeir stofnfélagar. Í fyrstu stjórn Heimssýnar var ég formaður, Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona úr liði sjálfstæðismanna var kjörin varaformaður, ritari var Páll Vilhjálmsson blaðamaður en Eyþór Arnalds gjaldkeri. Aðrir í stjórn voru þeir sem fyrr voru nefndir: Steingrímur, fyrrv. forsætisráðherra, Sigurður Kári Kristjánsson og Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur. Meðal stofnenda var einnig Hjörtur J. Guðmundsson sem þá var háskólanemi og varð brátt mjög öflugur málsvari okkar.
Ekki er nokkur vafi á því að stofnun þessara þverpólitísku samtaka gegn ESB-aðild átti með öðru sinn þátt í því að stöðva það gönuhlaup inn í ESB sem um skeið var útlit fyrir að gætu orðið örlög okkar Íslendinga. Nú er það sem betur fer liðin tíð og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur verið andvígur aðild að ESB í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið mörg undanfarin ár. Engu að síður er ljóst að baráttan gegn framsali fullveldis til ESB mun halda áfram á komandi árum.“
 

Vitum hvað er „í pakkanum“

  „Þar kom tvennt til. Eftir hrunið 2008–9 og kosningarnar vorið 2009 stóðu leikar þannig að VG og Samfylkingin fengu öruggan meirihluta á þingi, en Samfylkingin hamraði stöðugt á því að Íslendingar ættu að sækja um aðild að ESB. Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í hruninu, og fyrstu örvæntingarfullu viðbrögðin sem merkja mátti hjá forystu sjálfstæðismanna fyrst eftir hrunið fólust einmitt í því að þar á bæ heyrðust raddir þess efnis að hyggilegt kynni að vera fyrir Íslendinga að hlaupa í skjól hjá ESB ef það mætti verða til þess að ESB drægi þjóðina upp úr fjármálakviksyndinu sem hún var þá fallin í.
  Við þessar óvenjulegu aðstæður féllst forysta Vinstri grænna á kröfu Samfylkingarinnar um að send yrði aðildarumsókn til ESB. Vafalaust hafa forystumenn VG óttast að fyrirhugað stjórnarsamstarf við Samfylkinguna væri í hættu ef ekki yrði fallist á kröfuna um aðildarumsókn. Þetta var að sjálfsögðu afleit ákvörðun af hálfu VG og ég barðist ásamt mörgum öðrum á móti þessari stefnubreytingu. En þetta varð þó ofan á.
Engu að síður hefur VG aldrei lýst því yfir að skynsamlegt sé fyrir Íslendinga að ganga í ESB. Þvert á móti hefur ávallt verið samþykkt á fundum VG að flokkurinn sé andvígur aðild. VG hefur lagt áherslu á að þjóðin eigi seinasta orðið í þessu máli og um leið gælt við þá hugmynd að skynsamlegt geti verið „að kíkja í pakkann“ og sjá hvað í boði sé. Það hefur þó alltaf legið ljóst fyrir hvað er „í pakkanum“. Það eru þess háttar kröfur af hálfu ESB að Íslendingar geta aldrei fallist á þær, meðal annars varðandi fiskveiðar erlendra útgerða í landhelgi Íslendinga. Eftir að viðræður milli Íslendinga og ESB höfðu staðið í nokkur ár lá það ljóst fyrir að afstaða ESB hafði ekkert breyst og nú hefur aðildarumsóknin verið afturkölluð.“
Hvernig lýst þér á stjórnmálaástandið og hvaða möguleika sérð þú í stöðunni fyrir Ísland í lengri framtíð?
  „Ég er sannfærður um að við okkur Íslendingum blasir björt framtíð, ef rétt er á haldið. Það sama verður ekki sagt um ríkin sem aðild eiga að ESB. Atvinnuleysi er gríðarlegt í löndum ESB og andstaðan við ESB-aðild fer vaxandi víðast hvar í aðildarríkjunum. Þar að auki bendir sitthvað til þess að Bretar kunni að segja úr ESB innan tíðar. Segir það ekki allt sem segja þarf um ástandið innan ESB? Um ESB má segja að það sé hægara í að fara en úr að komast. Íslendingar geta þakkað fyrir að hafa ekki látið flækja sig í það net.“
07.jún. 2016 - 18:30 Reykjavík vikublað

Nýir háskólagarðar HR

Háskólinn í Reykjavík.
Brátt hefjast framkvæmdir við Háskólagarða við rætur Öskjuhlíðar, nærri Háskólanum í Reykjavík. Þar áformar skólinn að reisa 350 nýjar íbúðir og einstaklingsherbergi, auk leikskóla og þjónustusvæðis.

07.jún. 2016 - 15:00 Reykjavík vikublað

Átta brúðhjón sama daginn

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju.
Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju, bauð sl. laugardag upp á svokallaðan „drop-in“ skírnadag, en þar voru börn skírð án endurgjalds og alls voru sjö börn skírð þennan daginn. Ellefta júní nk. verður síðan boðið upp á „drop-in“ hjónavígslu þar sem pör geta tekið vígslu með litlum fyrirvara sér að kostnaðarlausu. 

06.jún. 2016 - 20:00 Reykjavík vikublað

Anton: „Ég fór á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM og hrópaði: Áfram Ísland!“

Anton Vsevolodovich Vasiliev, sendiherra Rússa hér á landi, er heillandi maður með glæsilega feriskrá. 
04.jún. 2016 - 08:15 Reykjavík vikublað

Davíð Oddsson: Horfum heim

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi.
Varla hefur farið fram hjá neinum að einn kunnasti Íslendingur okkar samtíðar, Davíð Oddsson, er í kjöri til embættis forseta. Davíð á að baki langan feril sem borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins. Ég hitti Davíð á dögunum og spurði hann fyrst af öllu hvers vegna hann hefði veitt svo fá viðtöl hin síðari ár.

26.maí 2016 - 15:00 Reykjavík vikublað

Vorverkin, akstur og mengun

Höfundur er Ólafur Kr. Guðmundsson, alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum.
Vorið er komið og farið að örla á sumri. Gróðurinn að taka við sér. Þessu fylgja vorverkin. Raka saman laufi, leifum af flugeldum og klippa runna og tré. Allt endar síðan af hrúgum af úrgangi sem þarf að koma til Sorpu.

25.maí 2016 - 19:30 Reykjavík vikublað

Uppskrift vikunnar: Lönguflök að austurlenskum hætti

Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari. Að þessu sinnu gefur Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari okkur uppskrift að löngu: „Þessi réttur var þróaður hér á Þremur Frökkum og er ávallt vinsæll. Kryddið, sem við notum í réttinn, er frá Miðjarðarhafinu og austar en rétturinn er þeim kostum gæddur að vera fremur hitaeiningasnauður.
25.maí 2016 - 14:00 Reykjavík vikublað

Húsin í bænum: Dugguvogur 2

Húsið í dag.
Lóðinni við Dugguvog nr. 2 var úthlutað til flutningafyrirtækis Gunnars Guðmundssonar (1924–2004) árið 1971 og þar reisti hann iðnaðar- og skrifstofuhús undir starfsemi flutningafyrirtækisins sem bar nafn hans. Uppdrætti að Dugguvogi 2 gerði Karl-Erik Rocksén arkítekt. Guðmundur var ekki alls kostar sáttur með útlit hússins og ræddi málið við kunningjakonu sína, Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928–1975). Úr varð að Gerður kom með tillögu að lágmyndum á útveggi hússins til að fegra það. Innblásturinn sótti hún í form bílavarahluta og undirvagna bíla. 
25.maí 2016 - 11:15 Reykjavík vikublað

Falleg minningar- og sigurhátíð í Fossvogskirkjugarði

Það var fallegur og sólríkur dagur sem rann upp í Reykjavík 9. maí sl. Þann dag halda Rússar hátíðlegan ár hvert til að minnast þeirra mörgu sem féllu í baráttunni við nasisman í seinni heimsstyrjöldinni, en 71 ár er liðið frá lokum hildarleiksins, sem Rússar kalla föðurlandsstríðið mikla. 

24.maí 2016 - 10:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun

Gunnar Einarsson bæjarstjóri með vistvottunarskjal Urriðaholts ásamt Cary Buchanan, fulltrúa BREEAM Communities. Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun frá alþjóðlegu samtökunum BREEAM Communities. Vottunin staðfestir að skipulag hverfisins taki mið af sjálfbærri þróun og hafi virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Þetta kemur fram á vef Garðabæjar.
23.maí 2016 - 17:00 Reykjavík vikublað

Borgarfulltrúi: Óvissuástand á leikskólum borgarinnar

Ráðhús Reykjavíkur. Fjölmargir foreldrar ungbarna og barna á leikskólaaldri hafa að undanförnu upplifað mikla óvissu um í hvað stefnir varðandi örugga dagvistun barna þeirra.
02.maí 2016 - 17:00 Reykjavík vikublað

Landspítali er og verður við Hringbraut

Stofnfundur Spítalans okkar. Þorkell Sigurlaugsson hefur langa reynslu af fjárfestingastarfsemi og skipulagsmálum. Að loknu námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands (HÍ) starfaði hann lengst af sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip og síðan hjá Burðarási, sem var fjárfestingafélag Eimskipafélagsins. Þorkell hefur komið að frumkvöðlastarfi en líka annars konar verkefnum sem stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.
17.apr. 2016 - 19:00

Litið inn til myndlistarmanns: Sigursveinn H. Jóhannesson tekinn tali

Sigursveinn H. Jóhannesson myndlistarmaður úti í garð við heimili sitt á Lambastaðabraut. Mynd/Sigtryggur Ari
„Ég fæddur uppi á lofti í félagsheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði árið 1933. Foreldrar mínir voru þá nýflutt í bæinn og þekktu fólkið sem átti húsið. Þá var búið alls staðar. Svo fluttum við í Gunnarssund og þaðan á Selvogsgötu, síðan á Hamarsbraut og svo á Strandgötu 50.“

17.apr. 2016 - 18:00 Reykjavík vikublað

Húsin í bænum: Laugavegur 118

Svona lítur hornhúsið út eftir að tveimur hæðum hafði verið bætt við á áttunda áratugnum.
Í ágústmánuði 1931 fékk Egill Vilhjálmsson leyfi til að byggja hús undir verslun og bifreiðavinnustofu á horni Laugavegar og Rauðarárstígs. Fyrirtæki sitt hafði hann stofnað árið 1929, en hann hafði fyrstur Íslendinga lært bifreiðaviðgerðir í Bandaríkjunum árið 1917.
12.apr. 2016 - 13:00 Reykjavík vikublað

Ólafur Elíasson: Alveg magnaður symbólismi í verkum Bachs

Ólafur Elíasson. Mynd/Sigtryggur Ari
Ólafur Elíasson píanóleikari hefur nú vikulega í heilt ár leikið nokkrar prelódíur og fúgur Johanns Sebastians Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni, en um að ræða hluta af hinu mikla verki Bachs Das wohltemperierte Klavier. Tónleikarnir fara fram á hverju þriðjudagskvöldi kl. 20:30 og aðgangur er ókeypis. Ég hlýddi á tónleika Ólafs á dögunum og mér lék forvitni á að fræðast um þetta fræga verk og líka um störf Ólafs í InDefence-hópnum. Við fengum okkur því kaffi saman og ég spurði hann fyrst af öllu að því hvenær tónlistaráhuginn hefði kviknað:

08.apr. 2016 - 18:00 Reykjavík vikublað

„Okkur rennur blóðið til skyldunnar“

Guðlaugur Gauti Jónsson arkítekt og Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur. Mynd: Sigtryggur Ari. Guðlaugur Gauti Jónsson og Ása Steinunn Atladóttir kynntust nýlega í Samtökum um betri spítala á betri stað. Þau eiga það sameiginlegt að þekkja vel til málsins frá ólíkum sjónarhornum og segja að allt beri að sama brunni: Áframhaldandi uppbygging nýs Landspítala á svæði sem afmarkast frá Hringbraut í suðri og Eiríksgötu í norðri geti aldrei endað nema sem skipulagslegt stórslys. Þau eru eldhugar en eiga engra annarra hagsmuna að gæta en innilega ósk um velferð spítalans og þess fólks sem hann á að þjóna.
30.mar. 2016 - 20:00

Sigurði Sigurðssyni, 66 ára atvinnubílstjóra, er nóg boðið 

Sigurður Sigurðsson hefur verið atvinnubílstjóri í 41 ár. Mynd: Sigurlaug Sigurðardóttir

Sigurður Sigurðsson atvinnubílstjóri kom að máli við tíðindamann Reykjavíkur vikublaðs og sagði farir sínar ekki sléttar vegna ástands gatna í Reykjavík, sem að hans sögn hefur aldrei verið verra en í tíð núverandi meirihluta borgarstjórnar. Gefum Sigurði orðið: „Ég er fæddur fyrir 66 árum í Reykjavík og hef borgað mitt útsvar hér alla tíð án þess að mögla við yfirvöld „en svo má brýna deigt járn að bíti“. Ég hef verið atvinnubílstjóri í 41 ár, leiðsögumaður í 14 ár og hjólreiðamaður enn lengur. Þannig þekki ég göturnar í borginni og nágranasveitarfélögunum yfir langt tímabil. Núverandi ástandi verður best lýst með einu orði; eyðileggingu.“


21.feb. 2016 - 19:30

Segir leigulóðir vélabrögð: Vill að borgin afsali sér leigulóðum til húseigenda

Fasteign er í lögum skilgreind sem afmarkaður hluti yfirborðs jarðar ásamt þeim mannvirkjum sem fest eru við jarðarhlutann. Í hugtakinu fasteign er því fólgið annað en bara hús eða óhreyfanlegt mannvirki. Þrátt fyrir þetta hefur Reykjavíkurborg og flest önnur sveitarfélög fylgt þeirri stefnu um árabil að lóðir undir húsum borgaranna séu í eigu sveitarfélagsins en ekki húseigendanna.
21.feb. 2016 - 13:00

„Forsenda skatts getur ekki byggst á viðskiptum sem aðrir stunda!“ - Rætt við nokkra húseigendur um hækkun fasteignagjalda

Borgarbúar hafa nú nýverið fengið senda álagningarseðla vegna fasteignagjalda, en mörgum ofbjóða miklar hækkanir, sér í lagi eigendum verslunarhúsnæðis í miðbænum. Fasteignaskattur reiknast af fasteignamati húss og lóðar. Álagningarprósentan á atvinnuhúsnæði er 1,65%. Ég hitti fyrir nokkra eigendur atvinnuhúsnæðis í miðbænum af þessu tilefni. Við rýndum í álagningarseðlana og skoðuðum þá breytingu sem orðið hefur á gjöldunum milli ára.
20.feb. 2016 - 19:00

Fjármögnun mosku í Sogamýri

Fyrirhugaða mosku í Sogamýri bar á góma á fundi borgarráðs 28. janúar sl. Forsaga málsins er sú að í mars í fyrra bárust af því fregnir að Sádi-Arabar hygðust leggja rúma eina milljón Bandaríkjadala eða 135 milljónir króna til byggingar mosku í Reykjavík. Við það tækifæri var haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að umrætt fjárframlag þarfnaðist skýringa, m.a. hvort framlagið hefði verið þegið og hvort því fylgdu einhver skilyrði. Sagði borgarstjóri að borgaryfirvöld myndu afla upplýsinga um fjármögnun erlendra aðila varðandi umrædda byggingu.
20.feb. 2016 - 13:30

Rúnturinn í Reykjavík: Viltu ferðast aftur í tímann? - MYNDASYRPA

Öll þekkjum við rúntinn, en hann er í nútímanum gjarnan kenndur við tilteknar ökuleiðir um miðbæinn. Rúnturinn á sér langa og merkilega sögu, en lengst af var um gönguleiðir að ræða. Indriði Einarsson lýsti rúntinum svo um 1865: „Við göngum niður Aðalstræti austur Fortogið [Austurstræti], suður með Austurvelli að austan, vestur Kirkjubrú [Kirkjustræti] inn í Aðalstræti aftur, og höfum þá gengið litla runt ... En við gjörum betur en þetta og göngum stóra runt. Þá göngum við Aðalstræti, Austurgötu [Austurstræti] alveg að læknum, þar förum við suður „Heilagsandastræti“ [Lækjargötu], vestur Kirkjubrúna, og inn Aðalstræti aftur.“
20.feb. 2016 - 13:00

Arnar Darri til liðs við Þrótt

Þróttur Reykjavík heldur áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í efstu deild karla í knattspyrnu. Að þessu sinni hefur Arnar Darri Pétursson markvörður gengið til liðs við félagið, en hann kemur frá Stjörnunni.
12.jan. 2016 - 11:10 Björn Jón Bragason

Ólafur: Bíllinn er ekkert til að skammast sín fyrir

Ólafur Kr. Guðmundsson er af mörgum kunnur fyrir störf sín að umferðaröryggismálum og hann hefur reglulega skrifað um þau mál hér í blaðið.  Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, kvæntur Sigrúnu Konráðsdóttur og saman eiga þau þrjú uppkominn börn og fjögur barnabörn. Hann hefur nú í meira en áratug unnið að öryggisúttektum á íslenskum vegum, en einnig er hann eini Íslendingurinn sem starfar sem alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum hjá Alþjóða bílasambandinu (FIA). Þar dæmir hann í ýmsum greinum, þar á meðal Formúlu 1.  Hann hefur um árabil setið í stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og verið varaformaður undanfarin ár og tæknistjóri EuroRAP, sem er verkefni sem miðar að öryggisúttektum á vegum. Mér lék forvitni á að vita hvar áhugi Ólafs á sprengihreyflinum og bílum hefði byrjað.
24.des. 2015 - 16:20 Björn Jón Bragason

„Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi“ Í haust eru liðin 65 ár frá Geysisslysinu – Björgunarvél festist á Vatnajökli

Geysir, milllandavél Loftleiða, átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli tíu mínútum eftir miðnætti föstudaginn 15. september 1950, en vélin hafði haldið frá Lúxemborg klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Engir farþegar voru um borð, aðeins sex manna áhöfn. Eðlilegt loftskeyta- og talsamband var við vélina frá Reykjavíkurflugvelli er hún var í nánd við Færeyjar. Þá var klukkan 21:30. Tæpri hálfri klukkustund síðar náðist aftur samband við vélina og taldi flugstjórinn hana nærri landi. Flugvélin yrði á undan áætlun og myndi lenda í Reykjavík klukkan 23:30.
06.des. 2015 - 21:00 Björn Jón Bragason

Lögreglustöðin grýtt og bílum hvolft

Mörgum finnst nóg um sprengingar, ærsl og læti á gamlárskvöld nú til dags. Þau ólæti eru þó ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma varð það siður í Reykjavík eftir klukkan 21:00 á gamlárskvöld að fólk safnaðist saman í götum bæjarins til að kasta skoteldum, kínverjum og púðursprengjum. Árið 1924 keyrðu sprengingar í Austurstræti svo fram úr hófi að stórar rúður í búðargluggum sprungu.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
05.sep. 2015 - 13:28 Björn Jón Bragason

Borgarstjóri þolir ekki dagsljósið

Fáir stjórnmálamenn þrá athygli fjölmiðla jafnheitt og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Til marks um það eru 14 manns á launum hjá borgarbúum við að sinna kynningarmálum fyrir borgarstjórann í sérstakri áróðursmáladeild. Þetta gekk meira að segja svo langt í sumar að myndir birtust af borgarstjóranum á strætisvagnaskýlum borgarinnar, þó svo að enn séu þrjú ár til kosninga.
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar