12. jan. 2016 - 11:10Björn Jón Bragason

Ólafur: Bíllinn er ekkert til að skammast sín fyrir

Rætt við Ólaf Kr. Guðmundsson, akstursíþróttadómara FIA og varaformann FÍB

Ólafur Kr. Guðmundsson er af mörgum kunnur fyrir störf sín að umferðaröryggismálum og hann hefur reglulega skrifað um þau mál hér í blaðið.  Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, kvæntur Sigrúnu Konráðsdóttur og saman eiga þau þrjú uppkominn börn og fjögur barnabörn. Hann hefur nú í meira en áratug unnið að öryggisúttektum á íslenskum vegum, en einnig er hann eini Íslendingurinn sem starfar sem alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum hjá Alþjóða bílasambandinu (FIA). Þar dæmir hann í ýmsum greinum, þar á meðal Formúlu 1.  Hann hefur um árabil setið í stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og verið varaformaður undanfarin ár og tæknistjóri EuroRAP, sem er verkefni sem miðar að öryggisúttektum á vegum. Mér lék forvitni á að vita hvar áhugi Ólafs á sprengihreyflinum og bílum hefði byrjað. 

„Þetta byrjaði strax í barnæsku og því held ég að þetta sé meðfætt. Ég smíðaði fyrst kassabíl með mótor þegar ég var átta ára og þegar ég hafði aldur til átti ég mín skellinöðru- og mótorhjólatímabil. Nítján ára var ég fenginn til að vera tímavörður í rallýkeppni FÍB, fyrsta rallýinu hérlendis, en um 70 bílar tóku þátt. Þar með var ég dottinn í mótorsportið og kom snemma að félagsstörfum fyrir þá íþróttagrein, sem fékk þó ekki inngöngu í Íþróttasamband Íslands fyrr en löngu síðar.

Landsambandi íslenskra akstursíþróttamanna (LÍA) var stofnað 1978 og ég var í stjórn frá upphafi og forseti frá 1991 til 2001.  Mér var strax mjög umhugað um öryggismál og árið 1992 hófum við sérstakt átak með Sniglunum til að fækka slysum á bifhjólum. Rannsókn hafði leitt í ljós að flest slys urðu ekki vegna árekstra við bíla, heldur voru menn að detta einir og sér. Oftar en ekki voru þeir sem slösuðust á lánshjólum. Í kjölfarið héldum við fjölsóttan fund með mótorhjólamönnum þar sem skilaboðin voru skýr: Passið ykkur sjálf og ekki lána hjólin ykkar! Árangurinn lét ekki á sér standa og slysum fækkaði á einu ári um 40%. Ég var í kjölfarið  gerður að heiðurssnigli til æviloka og í framhaldinu fékk LÍA viðurkenningu Umferðarráðs, Umferðarljósið 1993, í annað skiptið sem það var veitt fyrir umferðaröryggisstarf.“

Umferðaröryggismálin

Varð þetta þá ástæðan fyrir því að þú fórst að beita þér fyrir umferðaröryggi almennt?

„Já, það má eiginlega segja það, hófst með akstursíþróttunum. Árið 1993 fór ég að dæma erlendis og þá fór maður fyrst að læra almennilega á samspil öryggis bíla og umhverfis. Tíu árum síðar kom Árni Sigfússon að máli við mig en hann var þá formaður FÍB og fékk mig til að koma inn í stjórn félagsins, en hann taldi mig geta lagt hönd á plóg til að efla félagið og auka umferðaröryggisstarfið á Íslandi. Ég hafði þá séð erlendis hversu mikilvægt starf samtök bifreiðaeigenda unnu í því sambandi. Í Bretlandi og Þýskalandi sjá þessi samtök til að mynda um öll umferðaröryggismál, en þar eru þessi verkefni ekki á könnu hins opinbera. Elstu samtök bifreiðaeigenda eru í Hollandi, en þau voru stofnuð fyrir rúmum 130 árum, löngu áður en bíllinn var fundinn upp, en þá sem samtök reiðhjólaeigenda og þannig er það enn. Reiðhjóla- og bifreiðaeigendur eru með sameiginleg samtök og uppbygging vegakerfisins í Hollandi hefur tekið mið af þörfum þessara tveggja farartækja í meira en heila öld.  Þar af leiðir að Holland er í fyrsta sæti yfir öruggusta og best skipulagða land heims í umferðarmálum.

Ég kom meðal annars að þeirri vinnu að innleiða hjálmskyldu fyrir börn á reiðhjólum innan Umferðarráðs og það tók sinn tíma, en í þessum störfum hefur maður kynnst ýmsu góðu hugsjónafólki eins og Óla H. Þórarðsyni hjá Umferðarráði og Ragnheiði Davíðsdóttur, forvarnarfulltrúa VÍS, ásamt fleirum. Við Ragnheiður fórum saman á ráðstefnu Alþjóða bílasambandsins (FIA) fyrir rúmum áratug þar sem Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var meðal framsögumanna. Ræða hennar var frábær þar sem hún fjallaði um þrjá meginþætti í góðri umferð – fimm stjörnu ökumenn, fimm stjörnu bíla og fimm stjörnu vegi. Gro Harlem lagði áherslu á að markhópurinn í umferðaröryggismálum væru stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk, en ekki að beina áróðrinum og athyglinni eingöngu að ökumönnum. En FIA eru vel að merkja hvort tveggja alþjóðleg samtök akstursíþróttamanna og bifreiðaeigenda, nokkuð sem hefur orðið báðum til góða.“

 

Ólafur með Michael Schumacher.

 

Öruggari vegir

Hvernig náum við þessum markmiðum, til dæmis um fimm stjörnu vegi?

„Á áðurnefndri ráðstefnu í London árið 2004 sá ég EuroRAP fyrst kynnt sem felur í sér allsherjarúttekt á vegakerfum, þar sem vegum eru veittar stjörnur, frá einni og upp í fimm. Nú er EuroRAP búið að breiðast um allan heim og svona stjörnugjöf á öryggi vega orðið markmið í umferðarátaki Sameinuðu þjóðanna, eða „Áratugi aðgerða“ (Decade of Action), sem Ísland er aðili að.  Ég sá strax að EuroRAP var nokkuð sem þyrfti að taka upp hér á landi. Það varð úr með góðum stuðningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns og Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgönguráðherra, og síðan þá hef ég unnið að öryggisúttektum á íslenskum vegum, sem ég þekki orðið mjög vel. Öflugir aðilar hér innanlands hafa einnig styrkt þetta verkefni, það eru bílaumboðið Askja, Michelin, N1, Ergo, Samskip og VÍS. EuroRAP og sambærileg verkefni eru nú um allan heim og  styrkt af umferðaröryggissjóðum FIA, sem var komið fót með fjármagni af sölu sjónvarpsréttar á Formúlu 1.

Það er pólitísk stefna í Svíþjóð svo dæmi sé tekið að árið 2020 verði að minnsta kosti 75% helstu vega þriggja til fjögurra störnu af fimm mögulegum í EuroRAP. Við þurfum að setja okkur sambærileg markmið á Íslandi. Nú er svo komið að Alþjóðabankinn og þróunarbankar heims styrkja ekki vegaframkvæmdir nema um sé að ræða að minnsta kosti þriggja störnu vegi. Úti um allan heim er verið að framkvæma slíkar öryggisúttektir á vegum eftir kerfi EuroRAP, þar á meðal alls staðar í Kína, sem ætla að ljúka því á þremur árum. Eftir að hafa unnið sjálfur að þessum málum í Tanzaníu komst ég að raun um að við erum að mörgu leyti þróunarríki í vegamálum hér á Íslandi.

Því er spáð að alls muni 265 milljónir manna muni láta lífið og slasast alvarlega í umferðarslysum á árunum 2015–2030 verði ekkert að gert. Þetta er 85% af íbúafjölda Bandaríkjanna og 825 sinnum íbúafjöldi hér. Til að sporna við þessari þróun þurfum við öruggari vegi, öruggari bíla og betri ökumenn.“ 

 

 Ólafur við upptökur á sjónvarpsþættinum Top Gear.

 

Hraðinn hefur gert okkur að því sem við erum

Það mætti kannski spyrja heimspekilegrar spurningar í þessu sambandi: Af hverju við þurfum umferð og af hverju þarf hún að ganga svona hratt fyrir sig?

„Tímafaktorinn er alltaf að styttast. Sjónvarpsmaðurinn kunni, Jeremy Clarkson, orðaði þetta þannig í þætti sínum hjá BBC, að það væri hraðinn sem greindi manninn frá öðrum dýrategundum. Við getum nefnilega komist á milli staða hraðar en líkami okkar leyfir. Ekkert annað dýr á jörðinn hefur náð stjórn á hraðanum umfram líkamlega getu. Í dag höfum við meira að segja náð ljóshraða með tölvuvæðingunni. Hraðinn og tök okkar á honum hefur gert okkur að því sem við erum og fátt sem við þolum jafnilla og að vera föst einhvers staðar og komast hvorki lönd né strönd. Flestir verða til dæmis ergilegir yfir því að þurfa að bíða eftir lyftu. Tíminn er dýrmætur og við viljum ráðstafa honum sjálf, en ekki vera föst í umferðarteppum. Í morgun fór ég í sund áður en ég hélt til vinnu og þurfti einnig að koma við í tveimur verslunum sitt hvoru megin í Reykjavík. Núna þegar við tölum saman er klukkan orðin þrjú. Ég hefði aldrei komist yfir þetta allt hefði ég þurft að notast við strætó eða fara um á hjóli. Það er því ekki nema eðlilegt að flest okkar vilji ferðast um að eigin bíl og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Bíllinn er löglegt tæki og ekki nema sanngjarnt að fólk geti nýtt sér það, enda bíllinn sjálfur og öll notkun hans skattlögð upp í topp. En að sama skapi viljum við að skattgreiðslurnar fari í að gera vega- og gatnakerfið vel úr garði, þannig að það sé öruggt og anni þörfum okkar.“

Nú er talað um að bílar séu að breytast hratt. Hvernig verður bíll framtíðarinnar?

„Sjálfkeyrandi bílar eru að koma fram núna en sú breyting mun taka sinn tíma. Bíll framtíðarinnar verður einhvers konar rafmagnsbíll með ljósavél. Svo er óvíst að fólk muni eiga bílana sína í framtíðinni. Margt ungt fólk vill ekki eiga bíl og við gætum séð fyrir okkur að í framtíðinni verði komið á fullkomnu kerfi „car sharing“ þannig að þú pantir bíl í einstakar ferðir. Þetta þýðir það meðal annars að strætó í þeirri mynd sem við þekkjum er deyjandi fyrirbæri. Nútímamaðurinn gerir miklu meiri kröfur til skilvirkari samgangna en venjulegar strætisvagnaferðir geta nokkurn tímann boðið upp á.“

 

Ólafur við öryggisprófanir á íslenskum vegum.

 

Galtómir strætisvagnar

Núverandi borgaryfirvöld hafa mjög amast við notkun fólksbíla og viljað fremur að fólk noti strætisvagna og reiðhjól. Hversu raunhæf er þessi stefna?

„Aðstæður til almenningssamgangna og hjólreiða eru ekki sérlega hentugar í Reykjavík. Hvað hjólreiðar varðar þá verða hér vond veður, færð spillist og borgin er dreifð á hæðum og hólum. Þá er borgin byggð á löngu nesi, en umhverfis flestar borgir eru aftur á móti hringbrautir, sem auðveldar allt skipulag samgangna. Margt í rekstri Strætó er líka ekki forsvaranlegt. Ég nefni sem dæmi að hérna framhjá mínu húsi í Grafarvoginum ekur tómur vagn daginn út og inn. Það heyrir til algerra undantekninga að ég sjái farþega í vagninum. Vagnarnir eyða oft um 60 lítrum á hundraðið svo nýtingin þarf að vera mjög mikil svo vagnarnir eyði og mengi minna venjulegur fólksbíll, en þarna erum við að tala um 20 falda eyðslu t.d. á Toyota Yaris. Þá komum við líka að þeirri staðreynd að allt sem við gerum mengar. Ef út í það er farið þá gætum við áætlað CO2 fótspor kaffisins sem við erum að drekka, en það er brennt og flutt um langar leiðir með jarðefnaeldsneyti. Hjólreiðamaður brennir líka orku og mengar því líka. Það verður að horfa á þetta heilstætt og af sanngirni.

Á undanförnum árum hefur verið lagt út í mjög mikinn kostnað við uppbyggingu reiðhjólastíga, sem út af fyrir sig er ágætt og besta mál, en á sama tíma liggja ekki fyrir tölur um fjölda þeirra sem ferðast með reiðhjólum. Nægir þar að nefna fyrirhugaðar þrengingar á Grensásvegi, en engar talningar hafa farið fram um þörfina á því að breyta götunni, sem er nánast slysalaus og virkar ágætlega. Borgin styðst í sínum áætlunum við skoðanakannanir, sem virðast sýna allt aðra mynd en sá eini mælir sem við höfum til að styðjast við, en hann er staðsettur við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Þar fóru fram hjá að meðaltali 267 reiðhjól á sólarhring síðastliðið ár, eða 96.793 alls yfir árið. Á sama tíma óku þarna framhjá 24 þúsund bílar á sólahring, eða tæplega 8,8 milljónir bíla, þannig að hjólareiðamenn eru um 1% af umferðinni, en ekki 4% eins og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar meirihlutans halda fram. Á sama tíma er hundruð milljóna á ári hverju varið í reiðhjólastíga, sem er óvíst hverju skilar. Engar framkvæmdir eru til að bæta umferð þeirra sem kjósa að nota bíla, sem greiða helling í skatta þegar aðrir samgöngumátar gera það ekki. Það verður að vera samhengi í hlutunum.“

Borgarstjórn á að vera fyrir borgarana

„Við búum núna við stjórnmálamenn í meirihluta borgarstjórnar sem vilja skipa fólki hvernig það eigi að haga sínu lífi. Þessir stjórnmálamenn segjast í orði kveðnu vilja auka loftgæði og vera umhverfisvænir á flestan hátt en ganga í þveröfuga átt með því að hægja á umferð og stórauka niðurgreiðslur til mengandi almenningssamgangna og pólitískra lausna. Þessir sömu stjórnmálamenn neita að þiggja framlög ríkisssjóðs til uppbyggingar þjóðvega hér í borginni.  Þar er mikið verk fyrir höndum. Við þurfum að losna við öll umferðarljós af Miklubraut, Kringlumýrarbraut og helstu umferðaræðum með því að reisa mislæg gatnamót, eins og blasir við að gera á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Stórborgin London gekk í gegnum endurskipulagningu í tengslum við Olympíuleikana 2012, sem margir spáðu að væri ekki hægt að halda þar vegna umferðaröngþveitis. Menn gengu í málið undir forystu borgarstjórans Boris Johnson. Sett var á stofn sameiginleg stofnun allra samgöngukerfa undir nafninu „Transport for London“ þar sem umferð bíla, lesta, gangandi, hjólandi og almenningssamgangna eru skipulögð og stýrt sameiginlega með þarfir allra í huga. Kjörorð stofnunarinnar er: „Every journey matters“ sem á íslensku gæti útlagst sem „Allar ferðir skipta máli“. Þetta gerði það að verkum að Ólympíuleikarnir voru haldnir í borginni án vandræða og London talin ein af þremur best skipulögðu borgum heimsins í samgöngumálum. Sama þarf að gera hér, þar sem sjálfbærar skynsamlegar samgöngur allra samgöngumáta eru hafðar í forgrunni, en ekki pólitískar kreddur og þvingunaraðgerðir yfirvalda gegn óskum og þörfum borgarbúa. Þetta er ekkert flókið. Umferðin þarf að vera hreyfanleg, hrein, hindrunarlaus, hljóðlát, hagkvæm og umfram allt hættulaus. Borgarstjórn á að vera fyrir borgarana, en ekki borgararnir fyrir borgarstjórn.“

Björn Jón Bragason

Viðtalið birtist áður í Reykjavík vikublaði
07.jún. 2016 - 18:30 Reykjavík vikublað

Nýir háskólagarðar HR

Háskólinn í Reykjavík.
Brátt hefjast framkvæmdir við Háskólagarða við rætur Öskjuhlíðar, nærri Háskólanum í Reykjavík. Þar áformar skólinn að reisa 350 nýjar íbúðir og einstaklingsherbergi, auk leikskóla og þjónustusvæðis.

07.jún. 2016 - 15:00 Reykjavík vikublað

Átta brúðhjón sama daginn

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju.
Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju, bauð sl. laugardag upp á svokallaðan „drop-in“ skírnadag, en þar voru börn skírð án endurgjalds og alls voru sjö börn skírð þennan daginn. Ellefta júní nk. verður síðan boðið upp á „drop-in“ hjónavígslu þar sem pör geta tekið vígslu með litlum fyrirvara sér að kostnaðarlausu. 

06.jún. 2016 - 20:00 Reykjavík vikublað

Anton: „Ég fór á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM og hrópaði: Áfram Ísland!“

Anton Vsevolodovich Vasiliev, sendiherra Rússa hér á landi, er heillandi maður með glæsilega feriskrá. 
04.jún. 2016 - 08:15 Reykjavík vikublað

Davíð Oddsson: Horfum heim

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi.
Varla hefur farið fram hjá neinum að einn kunnasti Íslendingur okkar samtíðar, Davíð Oddsson, er í kjöri til embættis forseta. Davíð á að baki langan feril sem borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins. Ég hitti Davíð á dögunum og spurði hann fyrst af öllu hvers vegna hann hefði veitt svo fá viðtöl hin síðari ár.

26.maí 2016 - 15:00 Reykjavík vikublað

Vorverkin, akstur og mengun

Höfundur er Ólafur Kr. Guðmundsson, alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum.
Vorið er komið og farið að örla á sumri. Gróðurinn að taka við sér. Þessu fylgja vorverkin. Raka saman laufi, leifum af flugeldum og klippa runna og tré. Allt endar síðan af hrúgum af úrgangi sem þarf að koma til Sorpu.

25.maí 2016 - 19:30 Reykjavík vikublað

Uppskrift vikunnar: Lönguflök að austurlenskum hætti

Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari. Að þessu sinnu gefur Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari okkur uppskrift að löngu: „Þessi réttur var þróaður hér á Þremur Frökkum og er ávallt vinsæll. Kryddið, sem við notum í réttinn, er frá Miðjarðarhafinu og austar en rétturinn er þeim kostum gæddur að vera fremur hitaeiningasnauður.
25.maí 2016 - 14:00 Reykjavík vikublað

Húsin í bænum: Dugguvogur 2

Húsið í dag.
Lóðinni við Dugguvog nr. 2 var úthlutað til flutningafyrirtækis Gunnars Guðmundssonar (1924–2004) árið 1971 og þar reisti hann iðnaðar- og skrifstofuhús undir starfsemi flutningafyrirtækisins sem bar nafn hans. Uppdrætti að Dugguvogi 2 gerði Karl-Erik Rocksén arkítekt. Guðmundur var ekki alls kostar sáttur með útlit hússins og ræddi málið við kunningjakonu sína, Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928–1975). Úr varð að Gerður kom með tillögu að lágmyndum á útveggi hússins til að fegra það. Innblásturinn sótti hún í form bílavarahluta og undirvagna bíla. 
25.maí 2016 - 11:15 Reykjavík vikublað

Falleg minningar- og sigurhátíð í Fossvogskirkjugarði

Það var fallegur og sólríkur dagur sem rann upp í Reykjavík 9. maí sl. Þann dag halda Rússar hátíðlegan ár hvert til að minnast þeirra mörgu sem féllu í baráttunni við nasisman í seinni heimsstyrjöldinni, en 71 ár er liðið frá lokum hildarleiksins, sem Rússar kalla föðurlandsstríðið mikla. 

24.maí 2016 - 10:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun

Gunnar Einarsson bæjarstjóri með vistvottunarskjal Urriðaholts ásamt Cary Buchanan, fulltrúa BREEAM Communities. Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun frá alþjóðlegu samtökunum BREEAM Communities. Vottunin staðfestir að skipulag hverfisins taki mið af sjálfbærri þróun og hafi virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Þetta kemur fram á vef Garðabæjar.
23.maí 2016 - 17:00 Reykjavík vikublað

Borgarfulltrúi: Óvissuástand á leikskólum borgarinnar

Ráðhús Reykjavíkur. Fjölmargir foreldrar ungbarna og barna á leikskólaaldri hafa að undanförnu upplifað mikla óvissu um í hvað stefnir varðandi örugga dagvistun barna þeirra.
02.maí 2016 - 17:00 Reykjavík vikublað

Landspítali er og verður við Hringbraut

Stofnfundur Spítalans okkar. Þorkell Sigurlaugsson hefur langa reynslu af fjárfestingastarfsemi og skipulagsmálum. Að loknu námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands (HÍ) starfaði hann lengst af sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip og síðan hjá Burðarási, sem var fjárfestingafélag Eimskipafélagsins. Þorkell hefur komið að frumkvöðlastarfi en líka annars konar verkefnum sem stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.
17.apr. 2016 - 19:00

Litið inn til myndlistarmanns: Sigursveinn H. Jóhannesson tekinn tali

Sigursveinn H. Jóhannesson myndlistarmaður úti í garð við heimili sitt á Lambastaðabraut. Mynd/Sigtryggur Ari
„Ég fæddur uppi á lofti í félagsheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði árið 1933. Foreldrar mínir voru þá nýflutt í bæinn og þekktu fólkið sem átti húsið. Þá var búið alls staðar. Svo fluttum við í Gunnarssund og þaðan á Selvogsgötu, síðan á Hamarsbraut og svo á Strandgötu 50.“

17.apr. 2016 - 18:00 Reykjavík vikublað

Húsin í bænum: Laugavegur 118

Svona lítur hornhúsið út eftir að tveimur hæðum hafði verið bætt við á áttunda áratugnum.
Í ágústmánuði 1931 fékk Egill Vilhjálmsson leyfi til að byggja hús undir verslun og bifreiðavinnustofu á horni Laugavegar og Rauðarárstígs. Fyrirtæki sitt hafði hann stofnað árið 1929, en hann hafði fyrstur Íslendinga lært bifreiðaviðgerðir í Bandaríkjunum árið 1917.
16.apr. 2016 - 19:00 Reykjavík vikublað

Ragnar Arnalds: Orðinn rammpólitískur innan við fermingu

Ragnar Arnalds. Mynd/Sigtryggur Ari
Ragnar Arnalds er óþarft að kynna. Hann er fæddur í Reykjavík 1938 og nam lögfræði við Háskóla Íslands. Ragnar var þingmaður Alþýðubandalagsins 1963–1999, formaður flokksins um skeið og ráðherra sömuleiðis. Mér lék forvitni á að fræðast meira um þennan reynda stjórnmálamann og settumst við yfir kaffibolla á dögunum. Ég spurði Ragnar í byrjun um uppruna hans:

12.apr. 2016 - 13:00 Reykjavík vikublað

Ólafur Elíasson: Alveg magnaður symbólismi í verkum Bachs

Ólafur Elíasson. Mynd/Sigtryggur Ari
Ólafur Elíasson píanóleikari hefur nú vikulega í heilt ár leikið nokkrar prelódíur og fúgur Johanns Sebastians Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni, en um að ræða hluta af hinu mikla verki Bachs Das wohltemperierte Klavier. Tónleikarnir fara fram á hverju þriðjudagskvöldi kl. 20:30 og aðgangur er ókeypis. Ég hlýddi á tónleika Ólafs á dögunum og mér lék forvitni á að fræðast um þetta fræga verk og líka um störf Ólafs í InDefence-hópnum. Við fengum okkur því kaffi saman og ég spurði hann fyrst af öllu að því hvenær tónlistaráhuginn hefði kviknað:

08.apr. 2016 - 18:00 Reykjavík vikublað

„Okkur rennur blóðið til skyldunnar“

Guðlaugur Gauti Jónsson arkítekt og Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur. Mynd: Sigtryggur Ari. Guðlaugur Gauti Jónsson og Ása Steinunn Atladóttir kynntust nýlega í Samtökum um betri spítala á betri stað. Þau eiga það sameiginlegt að þekkja vel til málsins frá ólíkum sjónarhornum og segja að allt beri að sama brunni: Áframhaldandi uppbygging nýs Landspítala á svæði sem afmarkast frá Hringbraut í suðri og Eiríksgötu í norðri geti aldrei endað nema sem skipulagslegt stórslys. Þau eru eldhugar en eiga engra annarra hagsmuna að gæta en innilega ósk um velferð spítalans og þess fólks sem hann á að þjóna.
30.mar. 2016 - 20:00

Sigurði Sigurðssyni, 66 ára atvinnubílstjóra, er nóg boðið 

Sigurður Sigurðsson hefur verið atvinnubílstjóri í 41 ár. Mynd: Sigurlaug Sigurðardóttir

Sigurður Sigurðsson atvinnubílstjóri kom að máli við tíðindamann Reykjavíkur vikublaðs og sagði farir sínar ekki sléttar vegna ástands gatna í Reykjavík, sem að hans sögn hefur aldrei verið verra en í tíð núverandi meirihluta borgarstjórnar. Gefum Sigurði orðið: „Ég er fæddur fyrir 66 árum í Reykjavík og hef borgað mitt útsvar hér alla tíð án þess að mögla við yfirvöld „en svo má brýna deigt járn að bíti“. Ég hef verið atvinnubílstjóri í 41 ár, leiðsögumaður í 14 ár og hjólreiðamaður enn lengur. Þannig þekki ég göturnar í borginni og nágranasveitarfélögunum yfir langt tímabil. Núverandi ástandi verður best lýst með einu orði; eyðileggingu.“


21.feb. 2016 - 19:30

Segir leigulóðir vélabrögð: Vill að borgin afsali sér leigulóðum til húseigenda

Fasteign er í lögum skilgreind sem afmarkaður hluti yfirborðs jarðar ásamt þeim mannvirkjum sem fest eru við jarðarhlutann. Í hugtakinu fasteign er því fólgið annað en bara hús eða óhreyfanlegt mannvirki. Þrátt fyrir þetta hefur Reykjavíkurborg og flest önnur sveitarfélög fylgt þeirri stefnu um árabil að lóðir undir húsum borgaranna séu í eigu sveitarfélagsins en ekki húseigendanna.
21.feb. 2016 - 13:00

„Forsenda skatts getur ekki byggst á viðskiptum sem aðrir stunda!“ - Rætt við nokkra húseigendur um hækkun fasteignagjalda

Borgarbúar hafa nú nýverið fengið senda álagningarseðla vegna fasteignagjalda, en mörgum ofbjóða miklar hækkanir, sér í lagi eigendum verslunarhúsnæðis í miðbænum. Fasteignaskattur reiknast af fasteignamati húss og lóðar. Álagningarprósentan á atvinnuhúsnæði er 1,65%. Ég hitti fyrir nokkra eigendur atvinnuhúsnæðis í miðbænum af þessu tilefni. Við rýndum í álagningarseðlana og skoðuðum þá breytingu sem orðið hefur á gjöldunum milli ára.
20.feb. 2016 - 19:00

Fjármögnun mosku í Sogamýri

Fyrirhugaða mosku í Sogamýri bar á góma á fundi borgarráðs 28. janúar sl. Forsaga málsins er sú að í mars í fyrra bárust af því fregnir að Sádi-Arabar hygðust leggja rúma eina milljón Bandaríkjadala eða 135 milljónir króna til byggingar mosku í Reykjavík. Við það tækifæri var haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að umrætt fjárframlag þarfnaðist skýringa, m.a. hvort framlagið hefði verið þegið og hvort því fylgdu einhver skilyrði. Sagði borgarstjóri að borgaryfirvöld myndu afla upplýsinga um fjármögnun erlendra aðila varðandi umrædda byggingu.
20.feb. 2016 - 13:30

Rúnturinn í Reykjavík: Viltu ferðast aftur í tímann? - MYNDASYRPA

Öll þekkjum við rúntinn, en hann er í nútímanum gjarnan kenndur við tilteknar ökuleiðir um miðbæinn. Rúnturinn á sér langa og merkilega sögu, en lengst af var um gönguleiðir að ræða. Indriði Einarsson lýsti rúntinum svo um 1865: „Við göngum niður Aðalstræti austur Fortogið [Austurstræti], suður með Austurvelli að austan, vestur Kirkjubrú [Kirkjustræti] inn í Aðalstræti aftur, og höfum þá gengið litla runt ... En við gjörum betur en þetta og göngum stóra runt. Þá göngum við Aðalstræti, Austurgötu [Austurstræti] alveg að læknum, þar förum við suður „Heilagsandastræti“ [Lækjargötu], vestur Kirkjubrúna, og inn Aðalstræti aftur.“
20.feb. 2016 - 13:00

Arnar Darri til liðs við Þrótt

Þróttur Reykjavík heldur áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í efstu deild karla í knattspyrnu. Að þessu sinni hefur Arnar Darri Pétursson markvörður gengið til liðs við félagið, en hann kemur frá Stjörnunni.
24.des. 2015 - 16:20 Björn Jón Bragason

„Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi“ Í haust eru liðin 65 ár frá Geysisslysinu – Björgunarvél festist á Vatnajökli

Geysir, milllandavél Loftleiða, átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli tíu mínútum eftir miðnætti föstudaginn 15. september 1950, en vélin hafði haldið frá Lúxemborg klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Engir farþegar voru um borð, aðeins sex manna áhöfn. Eðlilegt loftskeyta- og talsamband var við vélina frá Reykjavíkurflugvelli er hún var í nánd við Færeyjar. Þá var klukkan 21:30. Tæpri hálfri klukkustund síðar náðist aftur samband við vélina og taldi flugstjórinn hana nærri landi. Flugvélin yrði á undan áætlun og myndi lenda í Reykjavík klukkan 23:30.
06.des. 2015 - 21:00 Björn Jón Bragason

Lögreglustöðin grýtt og bílum hvolft

Mörgum finnst nóg um sprengingar, ærsl og læti á gamlárskvöld nú til dags. Þau ólæti eru þó ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma varð það siður í Reykjavík eftir klukkan 21:00 á gamlárskvöld að fólk safnaðist saman í götum bæjarins til að kasta skoteldum, kínverjum og púðursprengjum. Árið 1924 keyrðu sprengingar í Austurstræti svo fram úr hófi að stórar rúður í búðargluggum sprungu.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
05.sep. 2015 - 13:28 Björn Jón Bragason

Borgarstjóri þolir ekki dagsljósið

Fáir stjórnmálamenn þrá athygli fjölmiðla jafnheitt og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Til marks um það eru 14 manns á launum hjá borgarbúum við að sinna kynningarmálum fyrir borgarstjórann í sérstakri áróðursmáladeild. Þetta gekk meira að segja svo langt í sumar að myndir birtust af borgarstjóranum á strætisvagnaskýlum borgarinnar, þó svo að enn séu þrjú ár til kosninga.
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar