06. jún. 2016 - 20:00Reykjavík vikublað

Anton: „Ég fór á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM og hrópaði: Áfram Ísland!“

Mynd: Sigtryggur Ari

Anton Vsevolodovich Vasiliev, sendiherra Rússa hér á landi, er heillandi maður með glæsilega feriskrá. Hann hefur fullt vald á kínversku, frönsku og ensku og lauk æðstu gráðu í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Moskvu 1976. Frá þeim tíma gegndi hann stöðum viðskipta- og sendifulltrúa á mismunandi stöðum í Kína. 

Hann lauk doktorsgráðu í hagfræði frá sovésku vísindaakademíunni 1983. Vasiliev er einn helsti sérfræðingur og áhrifamaður Rússa í afvopunarmálum frá árinu 1996 og árið 2008 var hann útnefndur helsti talsmaður Rússa í málefnum heimskautasvæðisins, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst er að með skipun dr. Antons Vasiliev, sem sendiherra á Íslandi 6. mars 2014 eru Rússar að senda skýr skilaboð um að þeir leggi mjög mikla áherslu á aukin og bætt viðskipti landanna þrátt fyrir tímabundna hnökra.

Við ljósmyndari Reykjavíkur vikublaðs hittumst klukkan 10 að morgni á Túngötunni fyrir utan heimili dr. Vasiliev. Sendiherrann tók glaðlega og hlýlega á móti okkur í tröppunum en ég hafði mælt mér mót við hann degi fyrr á 71. árs minningar- og sigurhátíð í Fossvogsgarðinum sem sagt var frá í síðasta blaði.


Trúin og sannleikurinn

Hátíðlegur alvarleiki athafnar gærdagsins var okkur ofarlega í huga, en þar var sleginn trúarlegur tónn. Skyndilega flaug mér í hug að brjóta þetta upp með því að upplýsa sendiherrann um að fyrstu 56 árin eftir að kristni var lögtekin á Þingvöllum árið 1000, tilheyrðum við Íslendingar Austurkirkjunni, rétt eins og Rússar. Þetta þótti Vasiliev merkilegt og skrifaði hjá sér. 

Hann upplýsti mig á móti að orthodox kristnir væru uppteknir af sannleikanum og litu á hann sem æðstu dyggð. Hann taldi þessa siðfræði hafa mótað rússneskan almenning um aldir. En hver er þá í hnotskurn sannleikurinn um Úkraínu?

„Rússneska þjóðin og sú úkraínska eru skyldar og hafa þurft að þola alltof mörg stríð og þjáningar þeim tengdum. Rússar eru af biturri reynslu hræddir við stríð og gera því allt sem þeir geta til að forðast það. Við sigurinn yfir nasismanum bar fólk þá von í brjósti að við tæki langt og farsælt tímabil friðar og samvinnu þjóða. Það er því illa gert að ala á þjóðernisófriði, þar sem óbreyttir íbúar verða alltaf þolendur.

Jafnvel á Íslandi sjá erlendar fréttaveitur um að röngum upplýsingum sé haldið að fólki, t.a.m er gefið í skyn að Rússland hafi skotið niður farþegavél og rússneski herinn stundi hernað í Úkraínu. Ég, sem sérfræðingur í afvopnunarmálum, veit að bandarísk gervitungl taka upp og eiga afrit af öllum farsímasímtölum á átakasvæðinu, auk mynda þar sem hægt er að greina númeraplötur vélhjóla. 

Við höfum skorað á Bandaríkjastjórn að birta eitthvað máli sínu til stuðnings. Afraksturinn voru myndir af 30 herflutningabílum með matvæli og lífsnauðsynleg lyf fyrir almenna borgara. Rússar geta ekki, þrátt fyrir viðskiptahindranir, hætt mannúðarstarfi fyrir almenna borgara í neyð. Kannski er ofurtækni nútímans ofar skilningi almennings. 

Við blasir þó að Rússar gera það ekki að gamni sínu að taka við tveimur milljónum allslausra flóttamanna frá Úkraínu. Það er gríðarlegt álag á innviði samfélagsins og kostar ómælda fórnfýsi íbúanna sem fyrir eru. Það hljóta þó allir að skilja.“


Krímskaginn

„Krímskaginn hefur ýmist tilheyrt Tyrklandi eða Rússlandi, en einungis um skamma hríð Úkraínu, eða frá árinu 1954, þegar Nikíta Krúsjéff gaf landsvæðið til Úkraínu. Hafi einhverjum á Vesturlöndum þótt óheppilegt að landsvæði, þar sem rússneskumælandi íbúar eru í miklu meirihluta hafi verið gefið, hefur það farið fram hjá mér. 

Þegar þjóðernishreinsanir með tilstyrk erlendra málaliða ágerðust í Úkraínu lét þingið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu á Krímskaganum um aðildarumsókn að Rússlandi. Skemmst er frá því að segja að ósk um innlimun í Rússland var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Margar óháðar kannanir síðan þá sýna að eindreginn vilji íbúannna til að tilheyra Rússlandi er óbreyttur. 

Þá er allt í einu sagt að vilji íbúanna skipti engu, því að landamærin séu óumbreytanleg. NATO breytti þó landamærum Serbíu og stofnaði Kosovo, jafnvel án þess að kosið væri um það.“


Menningarsamskipti Rússa og Íslendinga á traustum grunni


Menningarsamskipti Íslands og Rússlands (áður Sovétríkjanna) standa á gömlum merg. Þó hugsanlega hafi einhverjir víkingar á söguöld látið ófriðlega í Austurvegi, þá hefur Rússum aldrei staðið stuggur af Íslendingum, öðru nær. Ritverk margra þekktra rithöfunda landanna hafa verið þýdd af rússnesku yfir á íslensku og öfugt. 

Þannig hafa þessar þjóðir skyggnst inn í þjóðarsál hvor annarrar, báðum til gagns og aukins skilnings. Kannski er þetta ein af ástæðum þess að sjálfur Bolshoi-ballettinn heimsótti Reykjavík og sýndi í Þjóðleikhúsinu. Það væri léttilega hægt að skrifa margar bækur um samskipti landanna á íþrótta- og menningarsviði en ég nefni af handahófi alla skákmennina. 

Sjálfur ver ég frístundum mínum aðallega í að lesa bókmenntir, hlusta á góða tónlist og njóta náttúrufegurðar og lista. Þegar ég var ungur keppti ég í sundi og fótbolta. Nú læt ég duga að synda en horfi bara á boltann. Ég fór á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM og hrópaði „áfram Ísland“ nema leiknum á móti Kasakstan, þá hrópaði ég til skiptis með löndunum, enda fór sá leikur með jafntefli. Allt þetta er hægt að gera hér og ég tók því þess vegna fagnandi og hiklaust þegar mér bauðst að gerast sendiherra á Íslandi.Skipalestirnar voru lífæð og hafið er ykkar lífsbjörg

„Allir Rússar eru meðvitaðir um hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar. Skipalestirnar sem lögðu af stað úr Hvalfirði og sigldu til Murmansk voru mikilvæg lífæð þegar á reyndi. Sumir líkja Rússum við birni en það er ekki alslæmt fyrir Íslendinga því birnir eru minnug dýr. Þegar Íslendingar tóku sér lýðveldisrétt árið 1944 voru Sovétríkin eitt af fimm fyrstu ríkjum heims til að viðurkenna sjálfstæði landsins. 

Að sama skapi eru Rússar líka stoltir af því að hafa alltaf stutt dyggilega við Íslendinga í landhelgisdeilunum. Í fyrsta skipti reyndi á þetta í útfærslu landhelginnar í fjórar sjómílur árið 1952, þegar Bretar beittu íslensk skip löndunarbanni. Íslendingar voru nær algjörlega háðir ferskfiskútflutningi en vöruskiptasamningur Íslands og Sovétríkjanna tæpu ári síðar gerði þjóðinni kleyft að byggja upp frystiiðnað og selja allan fisk. 

Í kjölfarið var fleiri stoðum skotið undir samfélagið, s.s. niðursuðu- skinna og málningariðnaði svo eitthvað sé nefnt. Sovétmenn gátu líka selt framleiðsluvörur sínar og því voru þetta eins og góð viðskipti eru, hagkvæm fyrir báða aðila.“


Hlutverk Sovétríkjanna í lyktum þorskastríðsins árið 1976

„Sovétríkin viðurkenndu og studdu útfærslu Íslendinga í 200 sjómílur. Margt hefur verið um þetta ritað og auðvitað geta Íslendingar einkum þakkað sjálfum sér fyrir þann árangur sem náðist. En einurð vopnlausrar smáþjóðar skóp samúð í Rússlandi. Snemma árs 1976 urðu mjög hörð átök á miðunum. Litlu mátti muna að flaggskipi Íslands, Tý, yrði sökkt með tilheyrandi mannskaða.

Skipherrar íslensku Landhelgisgæslunnar óskuðu eftir því að styrkja hana með fullkominni sovéskri smáfreigátu af Mirka gerð. Þann 9. mars 1976 var þessi beiðni flutt af sendiherra Íslands til sovéska utanríkisráðherrans, Andrei A. Gromyko. Að beiðni Íslendinga var tafarlaust sett mikil vinna í málið. 

Það var vafalaust rétt hjá Íslendingum að mikið hættuástand var að skapast á miðunum og því þurfti að meta marga áhættuþætti þessa máls. Sem betur fer þurfti ekki til þessa að koma en því má alveg halda til haga að Rússar lögðu sitt besta fram til að skapa hóflegan þrýsting til að leysa málið eftir diplómatískum leiðum. Þremur mánuðum síðan var deilan milli Breta og Íslendinga endanlega úr sögunni.“


Ísland getur haft áhrif


Það er því ekki að ástæðulausu að landar míni kusu að tefla heimsmeistaraeinvígið í skák á Íslandi eða ræða afvopnun í Höfða. Íslendingar verða sjálfir að ákveða hvort þeir stilli sér í fremstu víglínu átaka eða leggi sitt framlag á vogarskálar sátta.

Við lítum á Íslendinga sem vini og vilji þeir fá milliliðalausar og óbrenglaðar upplýsingar frá Rússum, munum við taka því fagnandi og láta ekki okkar eftir liggja.Gríðarleg sóknartækifæri á menningar- og viðskiptasviði

„Rússar vilja kappkosta að eiga góð samskipti og samvinnu við Ísland varðandi heimskautasvæðið. Nú hillir undir að norðausturleiðin muni opnast og við það verður greiðara og ódýrara að flytja vörur til og frá Austur-Asíu sem er fjölmennasta íbúasvæði jarðarinnar. 

Við það munu ekki aðeins opnast markaðir fyrir íslenskar vörur, heldur mun umferð um hafið aukast, hvort sem við æskjum þess eða ekki. Ísland, ásamt Noregi og Færeyjum, er líklegt til að geta orðið umskipunarhöfn. Þá verður nauðsynlegt að byggja björgunarmiðstöð og eru Rússar reiðubúnir til að styðja eða aðstoða Íslendinga við það verk. 

Lítið eitt lengra er í að hægt verði að vinna náttúruauðlindir á heimskautasvæðinu norðan Rússlands og myndu Rússar kjósa Íslendinga til slíks samstarfs. Hægt er að auka sölu á landbúnaðar- og sjávarútvegsvörum og auka viðskipti með þjónustu- og tæknivörur, þ.m.t. í tölvu- og upplýsingatækni. Þá á aukin gagnkvæm ferðamennska ásamt beinu flugi milli Íslands og Moskvu að geta borið sig, vegna fyrirsjáanlega vaxandi umsvifa.“

Við þökkum dr. Anton Vasiliev fyrir skemmtilegt og fróðlegt spjall.
Hann þráir að láta gott af sér leiða. Vonandi kemur það í ljós með áþreifanlegum hætti næstu vikurnar.

Viðtalið birtist fyrst í Reykjavík vikublaði.
07.jún. 2016 - 18:30 Reykjavík vikublað

Nýir háskólagarðar HR

Háskólinn í Reykjavík.
Brátt hefjast framkvæmdir við Háskólagarða við rætur Öskjuhlíðar, nærri Háskólanum í Reykjavík. Þar áformar skólinn að reisa 350 nýjar íbúðir og einstaklingsherbergi, auk leikskóla og þjónustusvæðis.

07.jún. 2016 - 15:00 Reykjavík vikublað

Átta brúðhjón sama daginn

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju.
Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju, bauð sl. laugardag upp á svokallaðan „drop-in“ skírnadag, en þar voru börn skírð án endurgjalds og alls voru sjö börn skírð þennan daginn. Ellefta júní nk. verður síðan boðið upp á „drop-in“ hjónavígslu þar sem pör geta tekið vígslu með litlum fyrirvara sér að kostnaðarlausu. 

04.jún. 2016 - 08:15 Reykjavík vikublað

Davíð Oddsson: Horfum heim

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi.
Varla hefur farið fram hjá neinum að einn kunnasti Íslendingur okkar samtíðar, Davíð Oddsson, er í kjöri til embættis forseta. Davíð á að baki langan feril sem borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins. Ég hitti Davíð á dögunum og spurði hann fyrst af öllu hvers vegna hann hefði veitt svo fá viðtöl hin síðari ár.

26.maí 2016 - 15:00 Reykjavík vikublað

Vorverkin, akstur og mengun

Höfundur er Ólafur Kr. Guðmundsson, alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum.
Vorið er komið og farið að örla á sumri. Gróðurinn að taka við sér. Þessu fylgja vorverkin. Raka saman laufi, leifum af flugeldum og klippa runna og tré. Allt endar síðan af hrúgum af úrgangi sem þarf að koma til Sorpu.

25.maí 2016 - 19:30 Reykjavík vikublað

Uppskrift vikunnar: Lönguflök að austurlenskum hætti

Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari. Að þessu sinnu gefur Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari okkur uppskrift að löngu: „Þessi réttur var þróaður hér á Þremur Frökkum og er ávallt vinsæll. Kryddið, sem við notum í réttinn, er frá Miðjarðarhafinu og austar en rétturinn er þeim kostum gæddur að vera fremur hitaeiningasnauður.
25.maí 2016 - 14:00 Reykjavík vikublað

Húsin í bænum: Dugguvogur 2

Húsið í dag.
Lóðinni við Dugguvog nr. 2 var úthlutað til flutningafyrirtækis Gunnars Guðmundssonar (1924–2004) árið 1971 og þar reisti hann iðnaðar- og skrifstofuhús undir starfsemi flutningafyrirtækisins sem bar nafn hans. Uppdrætti að Dugguvogi 2 gerði Karl-Erik Rocksén arkítekt. Guðmundur var ekki alls kostar sáttur með útlit hússins og ræddi málið við kunningjakonu sína, Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928–1975). Úr varð að Gerður kom með tillögu að lágmyndum á útveggi hússins til að fegra það. Innblásturinn sótti hún í form bílavarahluta og undirvagna bíla. 
25.maí 2016 - 11:15 Reykjavík vikublað

Falleg minningar- og sigurhátíð í Fossvogskirkjugarði

Það var fallegur og sólríkur dagur sem rann upp í Reykjavík 9. maí sl. Þann dag halda Rússar hátíðlegan ár hvert til að minnast þeirra mörgu sem féllu í baráttunni við nasisman í seinni heimsstyrjöldinni, en 71 ár er liðið frá lokum hildarleiksins, sem Rússar kalla föðurlandsstríðið mikla. 

24.maí 2016 - 10:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun

Gunnar Einarsson bæjarstjóri með vistvottunarskjal Urriðaholts ásamt Cary Buchanan, fulltrúa BREEAM Communities. Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun frá alþjóðlegu samtökunum BREEAM Communities. Vottunin staðfestir að skipulag hverfisins taki mið af sjálfbærri þróun og hafi virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Þetta kemur fram á vef Garðabæjar.
23.maí 2016 - 17:00 Reykjavík vikublað

Borgarfulltrúi: Óvissuástand á leikskólum borgarinnar

Ráðhús Reykjavíkur. Fjölmargir foreldrar ungbarna og barna á leikskólaaldri hafa að undanförnu upplifað mikla óvissu um í hvað stefnir varðandi örugga dagvistun barna þeirra.
02.maí 2016 - 17:00 Reykjavík vikublað

Landspítali er og verður við Hringbraut

Stofnfundur Spítalans okkar. Þorkell Sigurlaugsson hefur langa reynslu af fjárfestingastarfsemi og skipulagsmálum. Að loknu námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands (HÍ) starfaði hann lengst af sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip og síðan hjá Burðarási, sem var fjárfestingafélag Eimskipafélagsins. Þorkell hefur komið að frumkvöðlastarfi en líka annars konar verkefnum sem stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.
17.apr. 2016 - 19:00

Litið inn til myndlistarmanns: Sigursveinn H. Jóhannesson tekinn tali

Sigursveinn H. Jóhannesson myndlistarmaður úti í garð við heimili sitt á Lambastaðabraut. Mynd/Sigtryggur Ari
„Ég fæddur uppi á lofti í félagsheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði árið 1933. Foreldrar mínir voru þá nýflutt í bæinn og þekktu fólkið sem átti húsið. Þá var búið alls staðar. Svo fluttum við í Gunnarssund og þaðan á Selvogsgötu, síðan á Hamarsbraut og svo á Strandgötu 50.“

17.apr. 2016 - 18:00 Reykjavík vikublað

Húsin í bænum: Laugavegur 118

Svona lítur hornhúsið út eftir að tveimur hæðum hafði verið bætt við á áttunda áratugnum.
Í ágústmánuði 1931 fékk Egill Vilhjálmsson leyfi til að byggja hús undir verslun og bifreiðavinnustofu á horni Laugavegar og Rauðarárstígs. Fyrirtæki sitt hafði hann stofnað árið 1929, en hann hafði fyrstur Íslendinga lært bifreiðaviðgerðir í Bandaríkjunum árið 1917.
16.apr. 2016 - 19:00 Reykjavík vikublað

Ragnar Arnalds: Orðinn rammpólitískur innan við fermingu

Ragnar Arnalds. Mynd/Sigtryggur Ari
Ragnar Arnalds er óþarft að kynna. Hann er fæddur í Reykjavík 1938 og nam lögfræði við Háskóla Íslands. Ragnar var þingmaður Alþýðubandalagsins 1963–1999, formaður flokksins um skeið og ráðherra sömuleiðis. Mér lék forvitni á að fræðast meira um þennan reynda stjórnmálamann og settumst við yfir kaffibolla á dögunum. Ég spurði Ragnar í byrjun um uppruna hans:

12.apr. 2016 - 13:00 Reykjavík vikublað

Ólafur Elíasson: Alveg magnaður symbólismi í verkum Bachs

Ólafur Elíasson. Mynd/Sigtryggur Ari
Ólafur Elíasson píanóleikari hefur nú vikulega í heilt ár leikið nokkrar prelódíur og fúgur Johanns Sebastians Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni, en um að ræða hluta af hinu mikla verki Bachs Das wohltemperierte Klavier. Tónleikarnir fara fram á hverju þriðjudagskvöldi kl. 20:30 og aðgangur er ókeypis. Ég hlýddi á tónleika Ólafs á dögunum og mér lék forvitni á að fræðast um þetta fræga verk og líka um störf Ólafs í InDefence-hópnum. Við fengum okkur því kaffi saman og ég spurði hann fyrst af öllu að því hvenær tónlistaráhuginn hefði kviknað:

08.apr. 2016 - 18:00 Reykjavík vikublað

„Okkur rennur blóðið til skyldunnar“

Guðlaugur Gauti Jónsson arkítekt og Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur. Mynd: Sigtryggur Ari. Guðlaugur Gauti Jónsson og Ása Steinunn Atladóttir kynntust nýlega í Samtökum um betri spítala á betri stað. Þau eiga það sameiginlegt að þekkja vel til málsins frá ólíkum sjónarhornum og segja að allt beri að sama brunni: Áframhaldandi uppbygging nýs Landspítala á svæði sem afmarkast frá Hringbraut í suðri og Eiríksgötu í norðri geti aldrei endað nema sem skipulagslegt stórslys. Þau eru eldhugar en eiga engra annarra hagsmuna að gæta en innilega ósk um velferð spítalans og þess fólks sem hann á að þjóna.
30.mar. 2016 - 20:00

Sigurði Sigurðssyni, 66 ára atvinnubílstjóra, er nóg boðið 

Sigurður Sigurðsson hefur verið atvinnubílstjóri í 41 ár. Mynd: Sigurlaug Sigurðardóttir

Sigurður Sigurðsson atvinnubílstjóri kom að máli við tíðindamann Reykjavíkur vikublaðs og sagði farir sínar ekki sléttar vegna ástands gatna í Reykjavík, sem að hans sögn hefur aldrei verið verra en í tíð núverandi meirihluta borgarstjórnar. Gefum Sigurði orðið: „Ég er fæddur fyrir 66 árum í Reykjavík og hef borgað mitt útsvar hér alla tíð án þess að mögla við yfirvöld „en svo má brýna deigt járn að bíti“. Ég hef verið atvinnubílstjóri í 41 ár, leiðsögumaður í 14 ár og hjólreiðamaður enn lengur. Þannig þekki ég göturnar í borginni og nágranasveitarfélögunum yfir langt tímabil. Núverandi ástandi verður best lýst með einu orði; eyðileggingu.“


21.feb. 2016 - 19:30

Segir leigulóðir vélabrögð: Vill að borgin afsali sér leigulóðum til húseigenda

Fasteign er í lögum skilgreind sem afmarkaður hluti yfirborðs jarðar ásamt þeim mannvirkjum sem fest eru við jarðarhlutann. Í hugtakinu fasteign er því fólgið annað en bara hús eða óhreyfanlegt mannvirki. Þrátt fyrir þetta hefur Reykjavíkurborg og flest önnur sveitarfélög fylgt þeirri stefnu um árabil að lóðir undir húsum borgaranna séu í eigu sveitarfélagsins en ekki húseigendanna.
21.feb. 2016 - 13:00

„Forsenda skatts getur ekki byggst á viðskiptum sem aðrir stunda!“ - Rætt við nokkra húseigendur um hækkun fasteignagjalda

Borgarbúar hafa nú nýverið fengið senda álagningarseðla vegna fasteignagjalda, en mörgum ofbjóða miklar hækkanir, sér í lagi eigendum verslunarhúsnæðis í miðbænum. Fasteignaskattur reiknast af fasteignamati húss og lóðar. Álagningarprósentan á atvinnuhúsnæði er 1,65%. Ég hitti fyrir nokkra eigendur atvinnuhúsnæðis í miðbænum af þessu tilefni. Við rýndum í álagningarseðlana og skoðuðum þá breytingu sem orðið hefur á gjöldunum milli ára.
20.feb. 2016 - 19:00

Fjármögnun mosku í Sogamýri

Fyrirhugaða mosku í Sogamýri bar á góma á fundi borgarráðs 28. janúar sl. Forsaga málsins er sú að í mars í fyrra bárust af því fregnir að Sádi-Arabar hygðust leggja rúma eina milljón Bandaríkjadala eða 135 milljónir króna til byggingar mosku í Reykjavík. Við það tækifæri var haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að umrætt fjárframlag þarfnaðist skýringa, m.a. hvort framlagið hefði verið þegið og hvort því fylgdu einhver skilyrði. Sagði borgarstjóri að borgaryfirvöld myndu afla upplýsinga um fjármögnun erlendra aðila varðandi umrædda byggingu.
20.feb. 2016 - 13:30

Rúnturinn í Reykjavík: Viltu ferðast aftur í tímann? - MYNDASYRPA

Öll þekkjum við rúntinn, en hann er í nútímanum gjarnan kenndur við tilteknar ökuleiðir um miðbæinn. Rúnturinn á sér langa og merkilega sögu, en lengst af var um gönguleiðir að ræða. Indriði Einarsson lýsti rúntinum svo um 1865: „Við göngum niður Aðalstræti austur Fortogið [Austurstræti], suður með Austurvelli að austan, vestur Kirkjubrú [Kirkjustræti] inn í Aðalstræti aftur, og höfum þá gengið litla runt ... En við gjörum betur en þetta og göngum stóra runt. Þá göngum við Aðalstræti, Austurgötu [Austurstræti] alveg að læknum, þar förum við suður „Heilagsandastræti“ [Lækjargötu], vestur Kirkjubrúna, og inn Aðalstræti aftur.“
20.feb. 2016 - 13:00

Arnar Darri til liðs við Þrótt

Þróttur Reykjavík heldur áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í efstu deild karla í knattspyrnu. Að þessu sinni hefur Arnar Darri Pétursson markvörður gengið til liðs við félagið, en hann kemur frá Stjörnunni.
12.jan. 2016 - 11:10 Björn Jón Bragason

Ólafur: Bíllinn er ekkert til að skammast sín fyrir

Ólafur Kr. Guðmundsson er af mörgum kunnur fyrir störf sín að umferðaröryggismálum og hann hefur reglulega skrifað um þau mál hér í blaðið.  Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, kvæntur Sigrúnu Konráðsdóttur og saman eiga þau þrjú uppkominn börn og fjögur barnabörn. Hann hefur nú í meira en áratug unnið að öryggisúttektum á íslenskum vegum, en einnig er hann eini Íslendingurinn sem starfar sem alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum hjá Alþjóða bílasambandinu (FIA). Þar dæmir hann í ýmsum greinum, þar á meðal Formúlu 1.  Hann hefur um árabil setið í stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og verið varaformaður undanfarin ár og tæknistjóri EuroRAP, sem er verkefni sem miðar að öryggisúttektum á vegum. Mér lék forvitni á að vita hvar áhugi Ólafs á sprengihreyflinum og bílum hefði byrjað.
24.des. 2015 - 16:20 Björn Jón Bragason

„Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi“ Í haust eru liðin 65 ár frá Geysisslysinu – Björgunarvél festist á Vatnajökli

Geysir, milllandavél Loftleiða, átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli tíu mínútum eftir miðnætti föstudaginn 15. september 1950, en vélin hafði haldið frá Lúxemborg klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Engir farþegar voru um borð, aðeins sex manna áhöfn. Eðlilegt loftskeyta- og talsamband var við vélina frá Reykjavíkurflugvelli er hún var í nánd við Færeyjar. Þá var klukkan 21:30. Tæpri hálfri klukkustund síðar náðist aftur samband við vélina og taldi flugstjórinn hana nærri landi. Flugvélin yrði á undan áætlun og myndi lenda í Reykjavík klukkan 23:30.
06.des. 2015 - 21:00 Björn Jón Bragason

Lögreglustöðin grýtt og bílum hvolft

Mörgum finnst nóg um sprengingar, ærsl og læti á gamlárskvöld nú til dags. Þau ólæti eru þó ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma varð það siður í Reykjavík eftir klukkan 21:00 á gamlárskvöld að fólk safnaðist saman í götum bæjarins til að kasta skoteldum, kínverjum og púðursprengjum. Árið 1924 keyrðu sprengingar í Austurstræti svo fram úr hófi að stórar rúður í búðargluggum sprungu.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
05.sep. 2015 - 13:28 Björn Jón Bragason

Borgarstjóri þolir ekki dagsljósið

Fáir stjórnmálamenn þrá athygli fjölmiðla jafnheitt og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Til marks um það eru 14 manns á launum hjá borgarbúum við að sinna kynningarmálum fyrir borgarstjórann í sérstakri áróðursmáladeild. Þetta gekk meira að segja svo langt í sumar að myndir birtust af borgarstjóranum á strætisvagnaskýlum borgarinnar, þó svo að enn séu þrjú ár til kosninga.
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar