23. sep. 2017 - 10:30Vestfirðir

Um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi

Á dögunum lagði stafshópur skipaður af ráðherra fram stefnumótandi skýrslu um framtíð og fyrirkomulag fiskeldis á Íslandi. Þar eru ýmsar breytingar og áherslur lagðar til með það markmið að atvinnugreinin geti orðið sterk og öflug en jafnframt að starfsemin verði í sátt við náttúruna og hafi sjálfbærni að leiðarljósi. Megin innihald skýrslunnar fjallar um laxeldi, einkum kvíaeldi á laxi. Starfshópurinn leggur til að áhættumat Hafrannsóknarsofnunar sé á hverjum tíma lagt til grundvallar við úthlutun rekstrarleyfa og heimilt framleiðslumagn. Því er áhættumatið augljóslega gríðarlega mikilvægt og hefur afgerandi áhrif á stefnumótunina. Áhugavert er að skoða það aðeins.

Við blasir að mjög flókið hlýtur að vera að gera slíkt áhættumat sem á að ná yfir mögulega atburði í flókinni og síbreytilegri náttúru hjá fisktegund með merkilegan en flókin lífsferil. Til hliðsjónar vinnu sinni við matið leggur Hafrannsóknarsofnunin til að 

….nýtt yrði (verði) fyrirliggjandi þekking hérlendis og erlendis til að meta hversu mikið eldi á frjóum laxi í sjókvíum væri (er) óhætt að stunda án þess að óásættanleg áhætta væri (sé) tekin með náttúrulega laxastofna landsins. 

Ýmislegt í þessari skýrslu finnst undirrituðum þó fremur óljóst og þarfnist nánari skýringa af hálfu höfunda áhættumatsins. Grundvöllur slíks áhættumats þarf að vera eins skýr og kostur er enda mjög margir sem láta sig varða málefni tengd Atlantshafslaxinum, hvort sem villtur lax eða eldislax á í hlut. Kappsfullar umræður eftir útkomu áhættumatsins og stefnumótunina benda eindregið til þess.Nýlegar erfðagreiningar á laxastofnum í Noregi sýna óyggjandi að eldislax hefur náð að blandast við villtan lax í einhverjum mæli í sumum ám. En vandinn við gerð áhættumats, um líkindi þess hver áhrif eldislaxa sem sleppa út í náttúruna verða á villta laxastofna til langs tíma litið, er að þekkingin er fremur takmörkuð (Glover et al., 2017). Vitað er að lífshæfni eldisfisks í villtri náttúru er mjög skert í samanburði við villtan fisk, hrygningarárangur eldishrygna innan við þriðjungur af árangri villtra hrygna og árangur eldishænga aðeins 1-3%. Seiði sem eru afkvæmi eldisfiska eða blendingar milli eldisfiska og villtra fiska geta komist á legg í ánni og átt í samkeppni við hrein villt seiði. Gerðar hafa verið tilraunir, (hvar búnir voru til hrognahópar villtra, eldis og blendinga og hrognin grafin í ánni) sem sýna að afkvæmi eldisfiska og blendingar við villta fiska hafa skertar lífslíkur samanborið við villt seiði. Þau uxu hinsvegar alla jafna hraðar sem smáseiði en þau villtu og gátu þar með mögulega rutt þeim frá á uppvaxtarsvæðum. Ef uppvaxtarsvæði eru takmörkuð eða ef villtir stofnar standa veikt fyrir í ánni gæti það orðið til þess að færri villt seiði næðu sjógöngubúningi og gengju til sjávar en ella væri (McGinnity et al., 2003). Þar sem lifun gönguseiða af eldisuppruna í sjó (dvelja gjarnan meira en 1 ár í sjó) og ratvísi þeirra upp í heimaána eftir sjávardvöl er mjög skert er ályktað að náttúruleg framleiðslugeta árinnar minnki og þar með verði villti laxastofninn í hættu (McGinnity et al., 2003; Fleming et al., 2000). Það á þó einkum við ef kynþroska eldisfiskur berst ítrekað í miklum mæli upp í vatnasvæðið (Taranger et al., 2014). Sýnt hefur verið fram á að kynbættur eldislax hefur haft áhrif á aldur og kynþroskastærð í 62 villtum laxastofnum og þar með á lífssögulega mikilvæga þætti  (Bolstad et al., 2017). Því er mikilvægt að fækka eldislöxum sem sleppa eins og framast er unnt og eða draga úr mögulegum áhrifum þeirra á villta laxastofna.

Hvað verður um lax sem sleppur? Talsverð þekking er til um afdrif eldislaxa sem sleppa úr kví, möguleikana til að komast af í villtri náttúru og þar með á líkindi þess að þeir gangi upp í ferskvatn til hrygningar (t.d. Skilbrei et al., 2015), sem er auðvitað forsenda þess að áður nefnd erfðablöndun eigi sér stað. Ef eldisfiskur sleppur eru líkurnar á að hann snúi til baka á sama svæði háðar mörgum þáttum, svo sem sleppistaðnum (utarlega / innarlega í firði), hvenær árs flóttinn varð, hvar fiskurinn var staddur í lífsferlinum (aldur, stærð) hvort fiskurinn var á leið í kynþroska, hvort vatnsfall er nálægt, og örugglega einnig öðrum landfræðilegum og vistfræðilegum aðstæðum (Taranger et al., 2014) ásamt árferði til lands og sjávar (Saloniemi, I. et al., 2004). Sloppinn eldisfiskur sem nær kynþroska hefur tilhneigingu til að ganga seinna á haustinu upp í ár til að hrygna samanborið við villtan kynþroska fisk (t.d. Fiske et al., 2001) og notar ekki endilega sömu hrygningarsvæði í ánni (Moe et al., 2016). Ef ár eru auðveldar uppgöngu (án fossa og flúða) virðist eldisfiskurinn hafa tilhneigingu til að ganga ofar eða á efri svæði vatnakerfa (Moe et al., 2016; Thorstad et al., 1998). Munur á æxlunarhegðun eldislaxa og villtra laxa í „tíma og rúmi“ til viðbótar við skerta hrygningarhæfni eldislaxa í náttúrunni gæti leitt til að hrygning eldisfiska og villtra fiska skaraðist ekki í sumum tilvikum, sem hefði áhrif á mögulega erfðablöndun og lifun afkvæmanna (Glover et al., 2017).

Við áhættumat Hafrannsóknarstofnunarinnar er útbúið nýtt verkfæri eða svokallað gagnvirkt áhættulíkan. Segir m.a. að tilgangur þess sé að gefa rétta mynd af fjölda stokufiska sem gætu tekið þátt í klaki í hverri á, enda sé sá fjöldi í beinu sambandi við áhættu á erfðablöndun. Lagt er upp með að þröskuldsgildi yfir hlutfall strokulaxa í laxastofni ár megi að hámark verða 4% en þá sé engin eða nær engin hætta á erfðablöndun við villta stofna. Því er ljóst að auk fjölda eldisfiska sem sleppa og líklegir eru til að ganga upp í tiltekna á (Kallað Fa- í líkaninu) er stærð villts laxastofns í viðkomandi á lykilþáttur (kallað Aa –í líkaninu). Til viðbótar þessum breytum eru a.m.k. 9 aðrar breytur í líkaninu sem hver og ein getur í mörgum tilfellum verið háð öðrum innbyggðum breytum. Við þær bætast allar þær breytilegu aðstæður sem finna má í sjó og í einstaka ám auk ástands og samsetningar (einnig stofnerfðafræðilegrar) laxastofna sem þær bera. Hér er því verið að gera tilraun til að lýsa gríðarlega flókinni náttúru með reiknilíkani, við mat á áhættu erfðablöndunar við kynbættan eldislax af norskum uppruna. Niðurstöður líkansins eru síðan notaðar til að meta hvar óhætt er að stunda laxeldi í kvíum án þess að of mikil áhætta sé tekin m.t.t. erfðablöndunar við villta stofna. Við slíka tilraun skiptir auðvitað megin máli hvaða forsendur menn gefa sér fyrir hverja og eina breytu og hvaða tölur eru settar inn í líkanið. Í skýrslunni er helstu breytum reiknilíkansins lýst, a.m.k. að nokkru leyti en undirritaður játar að eiga stundum í erfiðleikum með að átta sig á þeim til hlítar enda verið að beita stærðfræði á flókna líffræði. Ekki er ómögulegt að einhverjar áhrifabreytur hafi orðið útundan við líkanasmíðina. Kannski er rétt að skoða forsendurnar nánar en öðrum látið eftir að meta hversu mikil áhrif breyttar forsendur hafa á niðurstöður áhættumatsins.

1-2: Umfang eldis og fjöldi fiska

Umfang eldis (Fx) í firði x- mælt í tonnum á ári, og hlutfall þeirra fiska sem sleppa fyrir hvert tonn framleitt (S- mælt í fjölda fiska á hvert tonn framleitt).: Við þetta mat er stuðst við opinberar tölur frá Noregi og Skotlandi um fjölda strokulaxa. Talið er víst að opinberu tölurnar séu undirmat því ekki sé allt strok tilkynnt (Glover et al. 2017) og að það sjáist meðal annars á að samband tilkynnts magns og fjölda strokulaxa fylgist ekki að. Jafnframt er fullyrt að línulegt samband ætti að vera þar á milli.

Lang víðtækustu rannsóknir sem gerðar hafa verið um afdrif og endurheimtur stokulaxa voru framkvæmdar af norsku Hafrannsóknarsofnuninni (MRI), einkum á árabilinu 2005-2010 (Skilbrei, O. T. 2010a.; Skilbrei, O. T. 2010b.; Skilbrei, O. T. 2013.;  Skilbrei,O.T. et al. 2013;  Skilbrei,O.T., et al. 2009;  Skilbrei, O. T., et al. 2010;  Skilbrei,O.T. & Jørgensen,T.2010;  Skilbrei, O. T., Skulstad, O. F., & Hansen, T. 2014.;  Skilbrei, O. T. & Wennevik, V. 2006) og  jafnframt voru þær niðurstöður notaðar til að þróa reikniaðfrerð (Monte Carlo) til að leggja mat á raunverulegt strok miðað við uppgefnar og skráðar tölur á tímabilinu 2005-2011 (Skilbrei, O.T., Heino, M., & Svåsand, T., 2015). Með öllum fyrirvörum sem settir eru við útreikningana komast höfundar að þeirri niðurstöðu að raunverulegt strok geti verið 2-4 sinnum hærra en uppgefnar tölur, en stuðullinn var metinn út frá uppgefnum fjölda tapaðra seiða á áður greindu árabili. Frávikið var einna líklegast talið stafa af því að ný- eða nýlega útsett gönguseiði sleppi út í mun meira mæli en menn geri sér grein fyrir og tilkynnt er. Misræmið var talið helgast einna helst af of stórum möskva í nótapokum (smug) miðað við stærð og stærðarbreytileika í hópum útsettra seiða á tímabilinu, enda lítið (ca 4%) um tilkynnt tilvik á töpuðum gönguseiðum (gönguseiði eru ýmist sett út á vorin, snemmsumars eða að hausti). Árið 2008 voru settar strangari reglur til að draga úr áhættu við fiskeldi í Noregi, þar á meðal krafa um áhættumat við meðhöndlun og flutning seiða í sjó og til að tryggja að möskvastærð passaði fiskstærðinni og breytileka innan hópsins (Regulation 2008-06-17 No. 822). Þessar starfsreglur virðast hafa þau áhrif að fjöldi laxa sem sleppur hefur minnkað á síðustu árum. Sé litið á síðustu 16 ár var meðaltalið rúmlega 0,5 laxar á hvert framleitt tonn, á síðustu 8 árum 0,2 laxar og á síðustu 5 árum 0,13 laxar á hvert framleitt tonn (unnið út frá tölum Statistisk sentralbyraa, wwwSSB.no). Þessi þróun hefur orðið á sama tíma og eldið hefur aukist verulega en jafnframt hafa auknar kröfur verið gerðar til alls búnaðar. Að auki hefur þróunin verið í átt að útsetningu stærri seiða hin síðari ár og því má búast við að færri smáfiskar smjúgi út um möskva. Þess má geta að það sem af er ári 2017 hafa 7000 laxar verið skráðir sloppnir úr laxeldi í Noregi, sem mun framleiða ríflega 1,3 milljónir tonna á árinu, en auðvitað er árið ekki liðið. Í áhættumati Hafrannsóknarsofnunarinnar er kosið að nota tölur frá tímabilinu 2009 og áfram stuðst við stuðulinn 4 til margföldunar þó flest bendi til að gönguseiðasmug um möskva hafi minnkað verulega. Gefur það þá rétta mynd af stöðu mála? Jafnframt er þess getið í skýrslunni að hlutfall stroks í Skotlandi sé 10 sinnum hærra en í Noregi. Ekki er getið um heimild en passar illa við uppgefnar tölur yfir skoskt fiskeldi (http://aquaculture.scotland.gov.uk/data/fish_escapes.aspx).

Í lýsingu á notkun áhættulíkansins er gert ráð fyrir að 0,8 fiskar strjúki á hvert tonn framleitt enda öryggisstuðlinn 4 notaður til margfeldis við uppgefnar meðaltölur tapaðra fiska frá Noregi á árabilinu 2009-2016. Tekið er fram að miðað við stuðulinn 0,8 ættu u.þ.b. 9000 laxar að strjúka úr íslenskum sjókvíum á árinu 2017 og nefnt að það sé líklega mun hærra en rauntölur. Hvað verður veit enginn en sagt að stuðlinum sé einnig ætlað að ná yfir stórslysasleppingar sem gætu átt sér stað með löngu árabili. Það hlýtur að vera álitaefni hversu mikil erfðablöndunaráhrif stórslysaslepping með löngu millibili hefur, sérstaklega í ljósi þess að miklu máli skiptir á hvaða stigi eða aldri fiskurinn er þegar slíkt gerðist og á hvaða árstíma. Lífslíkur ólíkra stærða sloppins eldislax í sjó eru afar mismunandi og líklega má einnig búast við minni afkomumöguleikum þegar sleppingar verða t.d. að vetri en að vori. Síðan má einnig spyrja hvenær á að styðjast við rauntölur og hvenær ekki?

3-4. Hegðun og lifun gönguseiða

Hegðun ungra sjógönguseiða sem strjúka er önnur en eldri fiska sem sleppa. Þetta er lykilatriði fyrir allt áhættumatið og því er snemmbúið strok meðhöndlað sérstaklega. Aldur, stærð og árstími við flótta eldislaxa úr kvíum hefur afgerandi áhrif á afdrif þeirra í sjó (Skilbrei et al. 2015) og á líklega svipað við um náttúruleg gönguseiði. Alin gönguseiði til fiskræktar eru talin yfirgefa ána sem þeim er sleppt (yfirleitt þeirra heimaá) og halda  tiltölulega hratt til sjávar. Villt gönguseiði fara til sjávar yfir lengri tíma, ferðast niður ána að næturlagi og verða smám saman virkari í dagsbirtu þegar hitastig hækkar og seltuþoli er náð (Thorpe et al., 1994). Mögulega á innprentun á upprunaá sér því stað allan þann tíma sem þau dvelja í ánni. Því virðist vera margvíslegur munur á atferli og lífsmöguleikum villtra gönguseiða og gönguseiða af villtum uppruna sem sleppt er í á í fiskræktarskyni, sem hefur áhrif á hversu vel þau rata og skila sér sem fullorðinn kynþroska fiskur á æskustöðvarnar til að hrygna (t.d. Jonsson et al., 2003; Keffer, M.L. & Caudill, C.C., 2014). Almennt er álitið að eftir því sem laxinn hefur verið lengur við eldisaðstæður tapist ratvísi hans og afkomumöguleikar í villtri náttúru minnka. Íslenskur samanburður á endurheimtum villtra gönguseiðum og seiða sem framleidd eru með eldi (n= 750 þúsund seiði) en upprunnin úr sömu á sýnir að eldið hefur neikvæð áhrif og endurheimtur eru minni. Þannig voru heimtur örmerktra gönguseiða í fiskirækt á Íslandi á árabilinu 1986-1994 að meðaltali um 0,61% (Magnús Jóhannsson og Sigurður Guðjónsson, 1996 ). Endurheimtur eldisgönguseiða úr sleppingum í Laxá í Aðaldal hafa að meðaltali verið um 0,5% í veiði og svipaðar í Hofsá í Vopnafirði (Guðni Guðbergsson 2010; Þórólfur Antonsson og Ingi Rúnar Jónsson 2004). Því er ljóst að afföll seiða sem komið er á legg í eldiskerjum eru gríðarleg í hafi.

Þó endurheimtuhlutfall gönguseiða sé almennt mjög lágt felst ógnin af gönguseiðum sem tapast úr kvíum í miklum fjölda þeirra. Smolt (sjógönguseiði) og post-smolt (<230g) sem sleppa úr eldiskví eru talin ganga hratt út á opið haf (Jonsson, B. & Jonsson, N., 2006; Skilbrei, O. et al., 2009). Því er augljóslega afar erfitt að ætla sér að minnka skaðann með því að veiða þau í net eða gildrur nærri fiskeldisstöðinni (Skilbrei et al., 2015). Eldislax hefur verið kynbættur í 12+ kynslóðir og er því smám saman að verða ólíkari villtum laxi en meira húsdýr í gerðinni. Kynbæturnar miða m.a. að hröðum vexti en gegn snemmkynþroska. Líf við eldisaðstæður hefur einnig áhrif á atferli í náttúrunni, sem gerir fiskinn óhæfari til að komast af. Til dæmis hefur skoðun leitt í ljós að 60-96% eldisfisks sem veiddur er í náttúrunni er með tóman maga (t.d. Soto et al., 2001,; Abrantes et al., 2011; Hislop & Webb, 1992).  Eldis-gönguseiði sem strjúka dvelja í 1-3 ár í sjó áður en kynþroska er náð og þau taka að leita uppi ferskvatn til hrygningar. Lengdur sjódvalartími hefur að sjálfsögðu áhif á lífslíkurnar. Endurheimtur flúinna eldisseiða úr hafi eru umtalsvert lakari en villtra seiða. Tvær megin rannsóknir hafa verið gerðar á samanburði á endurheimtum villtra gönguseiða og eldisseiða sem sleppt hefur verið í ár. Önnur er kennd við Burrishoole á Írlandi hvar lifun frá smolti að fullorðinsstigi eftir einn vetur í sjó var að meðaltali 8% (2,9-12,6%) hjá villta fiskinum en aðeins 2% (0,4-4,4%) hjá eldisfiskinum (Piggins & Mills, 1985).

Hin rannsóknin á endurheimtum gönguseiða fór fram í ánni Imsa í Noregi og stóð yfir í 14 ár. Þar voru meðal endurheimtur metnar 8,9% hjá villtum seiðum en 3,3% og 2,9% hjá 1+ og 2+ eldis-gönguseiðum sem sleppt var í ána (N. Jonsson et al., 2003). Í Eystrasaltinu var lifun villtra gönguseiða metin 4,5x meiri en eldisseiða (Saloniemi et al., 2004). Í umfangsmiklum sleppi- og endurheimtutilraunum norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar, hvar eldisfiski var sleppt úr eldiskví, en var bæði endurheimtur með veiðum í sjó og í ferskvatni, var endurheimtuhlutfall gönguseiða sem sleppt var að vori eða fyrri part sumars (n= 64 þúsund, þyngd <230g) samtals 0,36% (Skilbrei et al. 2015). Þó hlutfallið sé lágt felst hættan við strok gönguseiða að vori einkum í að fjöldi þeirra getur verið mikill og þau eru einna líklegust til að rata aftur heim – eða í nærliggjandi á. Þau sem komast af hafa náð að lifa lengi af í villtri náttúru og aðlagst henni. Því er mest áríðandi að koma í veg fyrir strok slíkra seiða úr eldiskvíum, til að draga úr líkum á erfðablöndun.

Í umfjöllun um breytur fyrir snemmbúið strok í áhættumati Hafró (bls. 25) er tekið fram að stuðst er við niðurstöður á lífslíkum á sjávardvöl gönguseiða úr hafbeit í Rangánum til viðmiðunar og gert ráð fyrir að þær séu 5% fyrir villt seiði. Síðan er notuð niðurstaða frá Hindar (Hindar et al. 2006) um að lífshæfni eldis-sjógönguseiða sem sleppt er í á sé 37% af lífshæfni villtra seiða, sem gerir þá mat uppá 1,85% lifun eldisseiða sem sleppa. Hvaða tölur er rétt að miða við er erfitt að meta en altént kemur hér fram umtalsverður munur á mati lifunar eins og hún reiknast fyrir eldis-gönguseiði sleppt í á og eldis-gönguseiði sem sleppa úr kví, en það getur haft talsverð áhrif á niðurstöðu reiknilíkansins. Lægri endurheimtur seiða sem sleppa úr kví samanborið við seiði sem sleppt er í ár segir talsvert um skerta aðlögunarhæfni kvía-eldisfisksins í náttúrunni.

Tilraunir norsku hafrannsóknarstofnunarinnar (MRI) náðu einnig til sleppinga gönguseiða utan hefðbundins göngutíma (haustsmolt). Yfir 40% útsettra gönguseiða í norsku laxeldi eru svokölluð haustsmolt. Slík seiði eru framleidd með ljósastýringu sem er lykilþáttur við myndun seltuþols laxaseiða. Tilgangurinn er að stýra framleiðslu eldisstöðva þannig að framboð fisks sé jafnara og nýting búnaðar sé sem best, auk þess sem slík seiði taka jafnan mikinn vaxtarkipp eftir sjósetningu. Eftir einn vetur í sjó (að vori) eru þessi seiði orðin 5-8x þyngri en jafnaldrar þeirra sem aldir eru í ferskvatni yfir veturinn, jafnvel þrátt fyrir mun læga hitastig í sjónum. Þetta er því álitleg framleiðsluaðferð sem hefur reynst vel, en skilyrði er að sjávarhiti haldist yfir 4°C í nokkrar vikur eftir sjósetninguna. Seiðaframleiðsla á laxi fram að sjósetningu nýtir gjarnan hærra hitastig ferskvatns til að hvetja vöxtinn. Jarðhiti á Íslandi gefur einstök tækifæri til framleiðslu gönguseiða utan náttúrulegs tíma og ætti að vera lykil atriði til lækkunar kostnaðar og betri samkeppnisstöðu eldisfyrirtækja á Íslandi.Í sleppi- og endurheimtutilraunum MRI á haustsmoltum (n=23 þúsund, þyngd <230g) skilaði aðeins einn fiskur sér til baka, eftir 3.ja ára sjávardvöl (0,004%). Líklega ganga seiðin hratt á haf út jafnvel þó þau sleppi að hausti en lifun þeirra virðist vera hverfandi lítil (Skilbrei, 2013). Stærri seiði (kringum 500g) sem hafa verið sumarlangt í sjó en sleppa að hausti eru staðbundnari og því mun meiri möguleiki til endurveiða í net (Olsen & Skilbrei, 2010; Skilbrei 2010). Í tilraununum tókst að endurheimta tæp 11% fljótlega eftir flóttann en samanlagðar endurheimtur eftir 1-3 ár í sjó voru 0,2% (Skilbrei et al. 2015). Haustseiði eða stærri seiði sem sleppa að hausti til (eftir að náttúruleg ljóslota tekur að styttast og göngur villtra seiða eru afstaðnar) eru því talin vera mun minni ógn og afar ólíkleg til að blandast við villta laxastofna samanborið við vorseiði (Skilbrei, 2013). Samanburður á lífslíkum haustsmolta og vorsmolta í hafi eru taldar vera 1:39  (Taranger et al. 2012). Jafnframt fundu Hansen & Jonson (1989; 1991) mikil áhrif útsetningatíma gönguseiða á endurheimtuhlutfall þeirra og lifun.

Merkilegt má telja að þessara umfangsmiklu rannsókna MRI og niðurstaðna um flótta gönguseiða eða stórseiða að hausti sé ekki getið sérstaklega né tillit tekið til þeirra í áhættumati Hafrannsóknarstofnunarinnar, við mat á líkindum til blöndunar við villta stofna ellegar í tillögum og mótvægisaðgerðum. Aðeins eru metin áhrif gönguseiðasleppinga (snemmbúið strok) en annar fiskur sem kynni að sleppa, óháð árstíma, settur í flokkinn síðbúið strok. Raunar er þess getið (bls. 21) að lax sem sleppur á öðrum æviskeiðum en sem vor-gönguseiði eða fullorðinn eigi minni möguleika og að lax sem sleppur að vetri drepist að lang stærstu leyti. Þessum staðreyndum hefði þurft að gefa betri gaum. Tækifæri íslensks laxeldis felast einmitt sérstaklega í notkun jarðhita og góðs aðgangs að hrognum árið um kring til framleiðslu haust-gönguseiða og í framleiðslu stórseiða á landi. Hvoru tveggja styttir framleiðslutíma í sjó og því ætti áhætta vegna erfðablöndunar við villta stofna að minnka stórlega.

5-6. Síðbúið strok, eldistími og kynþroskahlutfall

Stór lax (>900g) sem sleppur úr eldiskví hefur allt aðra og almennt staðbundnari hegðun en gönguseiði sem sleppa að vori. Stór hluti hans sveimar í vikur eða mánuði í yfirborðinu nærri eldisstaðnum (t.d. Solem et al., 2013; Chittenden et al., 2011), svipað og stór seiði (ca 500g) sem sleppa á hausti (Skilbrei et al. 2015). Þó kann fjarlægð frá opnu hafi og straumar að hafa þar áhrif, bæði á dreifingu fisksins og getu hans og eiginleika til að rata aftur upp í ferskvatn þegar líður að hrygningartíma (Hansen, 2006; Hansen & Yongson, 2010). Staðbundin hegðun gefur mun meiri tækifæri til að veiða upp sloppinn fisk samanborið við flúin gönguseiði, og búnaður til þess og tilbúin viðbragðsáætlun ætti að vera sjálfsögð krafa í starfsleyfum kvíaeldisfyrirtækja. Í sleppitilraunum MRI (n= 8023, þyngd >900g) endurveiddust 23% , mest á fyrstu tveimur mánuðunum, en bæði var veitt í net og á stöng. Heildar endurveiðihlutfall eftir 1-3 ár í sjó datt niður í 0,09% (Skilbrei et al. 2015). Fall endurveiðihlutfallsins bendir sterklega til að sé fiskurinn ekki kynþroska, eða á leið í kynþroska um haustið, þegar hann sleppur séu lífslíkur hans til að lifa til næsta árs í villtri náttúru mjög litlar. Þessvegna er tíðni kynþroska eldisfisks á framleiðslutímanum, einkum að sumri og hausti mikilvægar upplýsingar því þær varða áhættuna af því að kynþroska stór lax gangi upp í ferskvatn.

Rannsóknir hafa sýnt að æxlunarárangur eldislaxa sem ganga upp í ár til hrygningar er umtalsvert minni en hjá villtum fiski (t.d. Fleming et al., 2000; Weir et al. 2004). Áður var nefnt að samanburður á hrygningarárangri  villtra laxa og eldislaxa, í hálf-náttúrulegu umhverfi, sýndi að árangur eldishænga í æxlun var aðeins 1-3% af árangri villtra hænga. Árangur eldishrygna var um 30% af árangri villtra hrygna en þó breytilegri og líklega háðari umhverfisaðstæðum en hjá hængum (Fleming et al., 1996; Weir et al., 2004). Rannsóknir á hegðun og árangri hrygningar í villtri náttúru renna stoðum undir þessar niðurstöður og höfundar komast að þeirri niðurstöðu að kynþroska eldishængar tapi samkeppninni við villta hænga og taki því lítinn þátt í æxlun (Fleming et al., 2000). Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að æxlunarárangur stórra eldisfiska sé líklega einnig breytilegur eftir því á hvaða stigi lífsferilsins (stærð og á hvaða tíma) fiskurinn sleppur (Fleming et al., 1997). Kynbætur á eldislaxi hafa frá byrjun leitast við að draga úr tíðni kynþroska enda rýrir kynþroskinn gæði framleiðslunnar og dregur úr vexti fisksins. Jafnan eru meiri líkur á að hængar verði fyrr kynþroska en hrygnur í eldi, enda tengsl milli vaxtarhraða (stærðar) og kynþroska (t.d. Harmon et al., 2003).  Auk heildar kynþroskatíðni í hópi stórra laxa sem sleppa úr eldiskví skiptir kynjahlutfall kynþroska fisksins og árstími því verulegu máli við mat á áhættu á erfðablöndun við villta stofna. Einnig er ljóst að þó hlutfall kynþroska eldisfiska sé t.d. metið 15% af heildarfjölda klakfiska í stofni ár (Í líkaninu er gert ráð fyrir að 15% sloppinna stórlaxa verði kynþroska og gengi upp í ár!) verður erfðafræðileg hlutdeild þeirra við nýliðunina mun minni, sérstaklega vegna vanhæfni hænganna. Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunarinnar er ekki greinilegt eða augljóst hvernig þessar upplýsingar eru notaðar í líkaninu til að meta hættuna á erfðablöndun né við hvaða ætlaða æxlunarárangur hvors kyns er miðað. Ekki er heldur hægt að sjá í greinum Glovers sem hafðar eru til hliðsjónar (Glover et al. 2012, 2013) hvernig kynjahlutfall og æxlunarárangur kynþroska eldisfisks sem gengur í ár hefur áhrif á fylgni hlutfalls eldisfisks í stofni þegar þröskuldsgildi vegna erfðablöndunar eru metin.

Auk áður nefndra kynbóta hefur ljósastýring verið notuð um árabil til að örva vöxt en draga úr eða seinka kynþroska eldislaxa í kvíum (t.d. Taranger et al., 2010, Iversen et al., 2016). Í tilraunum með ljós og ljóslotur, hvort sem gönguseiði eru sett út á vorin eða haustin hefur komið fram að löng ljóslota eða stöðugt ljós í kvíum örvar vöxt og dregur úr kynþroska óháð vaxtartíma.  Til dæmis var í tilraun Oppedals (Oppedal et al., 1999) kynþroskatíðni mjög lág (<1%), hjá Leclercq (Leclerec et al., 2011) var hún <2% og í tilraun Hansen með Led-ljós (Hansen et al., 2017) var kynþroskatíðni 0,0% en þó var lokaþyngd laxins 6-7 kg. Ekki eru til nein opinber gögn um kynþroska eldislax hér á landi en nefna má að þegar ljós voru tekin í notkun við laxeldi hjá Rifósi hf. meðan það var og hét féll kynþroskatíðni sláturfisks úr 25% í 3% (gamall stofn og langur framleiðslutími) og kynþroski á sláturfiski hjá Arnarlaxi hf. er metinn um 1% nú um stundir (munnl. uppl).

Í áhættulíkani Harfrannsóknarstofnunarinnar er „hlutfall þeirra sem kynþroskast og leita upp í á“ ein breytistærðin yfir breytur fyrir síðbúið strok (stór fiskur) og er gert ráð fyrir að 15% fiskanna nái kynþroska og gangi upp í ár. Ekki kemur fram hvernig sú tala er valin eða við hvaða gögn hún styðst. Virðist þar vera um verulegt ofmat að ræða enda væri kynþroski gríðarlegt vandamál í laxeldi ef rétt væri. Það er hinsvegar ekki raunin.

Jafnt hlutfall snemmbúinna og síðbúinna stroka.

Við útreikninga í áhættumatinu er gert ráð fyrir jöfnu hlutfalli (50:50) snemmbúinna og síðbúinna stroka. Af ástæðum sem nefndar eru hér að ofan er mikið álitaefni hvort hægt og skynsamlegt er að gefa sér það. Aldur fiska, árstími og stærð fiskanna þegar þeir sleppa úr kvíunum eru miklir áhrifavaldar á afdrif þeirra í sjó og þar með á líkur þess að þeir gangi upp í ár og valdi þar usla. Alvarlegustu tilfellin sem líklegust eru til að valda erfðablöndun við villtan fisk eru ef gönguseiði sleppa að vori eða snemmsumars. Eftir þann tíma virðist hættan af stroki fiska vera mun minni. Gönguseiði sem sett eru í kvíar í sumarlok eða að hausti virðast eiga sér litla lífsvon. Sama virðist gilda um stórseiði (500g) sem sett eru út á svipuðum tíma. Stórlax (>900g) er og verður ekki nema að litlu leyti kynþroska sumarið sem hann sleppur og lífslíkur hans fram að haustinu árið eftir eru taldar afar litlar. Kynþroska lax sem sleppur skömmu fyrir hrygningu getur hinsvegar skilað sér í laxveiðiár og valdið usla. Því virðist alls ekki greinilegt að hætta á erfðablöndun náttúrulegra laxastofna í ám sé í línulegu sambandi við fjölda fiska sem strjúka, eins og fullyrt er í áhættumatinu.

Hér verður ekki fjallað um aðra þætti í áhættumatsskýrslunni. Þó er þar tekið fram að um lifandi plagg sé að ræða og áhættumatið verði endurskoðað eins oft og þurfa þykir. Það er ekki fráleit hugmynd. Tillögur áhættumatsskýrslunnar eru að banna eldi á kvíum í Ísafjarðardjúpi, Stöðvarfirði og takmarka eldi í Berufirði. Fróðlegt væri að skoða hver útkoma áhættumatslíkansins er ef t.d. skilyrði eru sett um að leyfilegur útsetningartími gönguseiða og stórseiða á þessum svæðum sé takmarkaður við lok sumars og haust, í ljósi upplýsinga um að þau eigi sér lítillar lífs von í náttúrunni ef þau sleppa. Jafnframt væri kveðið á um í starfsleyfi að fullnægjandi lýsing væri í kvíunum til að hindra kynþroska. Verspoor et al., (2006) telur að vel skilgreind eldissvæði með nægilegri fjarlægð frá laxveiðiám hvar eldið er stundað í traustum búnaði geti minnkað líkur á sleppingum eldisfiskska og áhrifum þeirra á villta laxastofna. Það finnst mér einnig líklegt.


Höfundur greinar: Ólafur Sigurgeirsson, Lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum. Greinin hefur áður birst á kjarninn.is
29.nóv. 2017 - 11:00 Suðri

Heitar nætur í köldu stríði

„Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins.  Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu? Af hverju heyrðist ekkert í honum eftir að múrinn féll? Hafði hann eitthvað að fela?“
28.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Jóhann Gunnar í yfirheyrslu

„Ég hef reyndar aldrei haft neitt sérstakt lífsmottó. Ég tók þó próf á netinu um daginn þar sem mér var úthlutað lífsmottóinu „lifðu lífinu eins og dauðinn sé á næsta leiti“. Ætli ég sé ekki bara tilneyddur að sætta mig við það hlutskipti og lifa samkvæmt því.“
28.nóv. 2017 - 15:00 Suðri

Margir læra íslensku hjá Fræðslunetinu

Íslenskunemarnir kátir í Pylsuvagninum á Selfossi ásamt Önnu Lindu Sigurðardóttur kennaranum sínum. Mikill áhugi hefur verið fyrir íslenskunámi í haust hjá Fræðslunetinu, en hátt í 200 námsmenn munu ljúka 60 stunda íslenskunámskeiðum á haustönn. Flestir stunda nám í íslensku I en einnig verða haldin nokkur námskeiði í íslensku II. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir íslenskunámið og einnig veita starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna námsmönnum veglega styrki til námsins.
28.nóv. 2017 - 10:00

Ingimar sviptir hulunni af „Dularfullu búðinni“

Húsakynni „Dularfullu búðarinnar“ eru mörgum Skagamanninum að góðu kunn. Áhugaverður veitingastaður opnaði á Akranesi í lok maí á þessu ári. Hann er í gömlu húsi á horni Merkurteigs og Skólabrautar. Húsið er skáhallt handan götunnar á móti Akraneskirkju. Mitt í hjarta gamla bæjarhlutans hýsti það bakarí um áratugaskeið. Þarna er nú „Dularfulla búðin“ til húsa. Þetta er ölstofa, kaffihús, verslun og safn. Þar ræður ríkjum Ingimar Oddsson fjöllista- og veitingamaður. Vesturland leit við í vikunni til að forvitnast nánar um manninn sem stendur á bak við staðinn.
27.nóv. 2017 - 16:00 Vesturland

Tónlistarskóli fagnar hálfrar aldar afmæli – Setja upp söngleik

Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Skólinn var stofnaður 7. september 1967 af Tónlistarfélagi Borgarfjarðar. Theodóra Þorsteinsdóttir hefur verið skólastjóri frá 1991. Nú starfa níu kennarar við skólann og 162 nemendur stunda tónlistarnám á haustönn.
26.nóv. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Umferð í Giljahverfi: „Ég vil að við stöndum saman og bregðumst við áður en slys verður“

Mynd/Viðar Ernir Reimarsson Í Giljahverfi, eins og í flestum öðrum hverfum Íslands, er mikil umferð, margir bílar og frekar stórum hluta þeirra ekið frekar hratt. Það má ekki gleyma því að í hverfinu búa mörg börn og því þarf að passa sig í kringum þau.
26.nóv. 2017 - 09:20 Magnús Þór Hafsteinsson

Trúverðugleiki í húfi

Umfjöllun Ríkisútvarpsins um brottkast og kvótamisferli leiddi fram dapurlega sýn á umgengnina um sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Hér er fjallað um mjög alvarleg og flókin mál sem snerta að sjálfsögðu siðferðisleg álitaefni en líka fræðileg atriði sem fiskveiðistjórnunin og trúverðugleiki hennar hvílir á.           Fjölmargar breytur hafa áhrif á það hvort fiski er fleygt eða honum landað framhjá vikt. Sumir hafa stundað þetta á meðan aðrir gera það ekki. Við skulum varast að alhæfa í þessari umræðu um að allir séu sekir, án þess þó að kinoka okkur við að ræða vandamálið. Án þeirrar umræðu verða engar lausnir dregnar fram.
25.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Norðlendingar eru öflugir

Svava Ólafsdóttir, verkefnastjóri Icelandic Startups, leitar að norðlenskum frumkvöðlum. „Við erum að leita að frumkvöðlum með afþreyingar- og tæknilausnir sem og lausnir sem styrkja innviði ferðaþjónustunnar,“ segir Svava Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, sem hvetur norðlensk fyrirtæki til að sækja um þátttöku í Startup Tourism-verkefninu.
25.nóv. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Atvinnuástandið er gott í dag og það hjálpar

Fyrirmyndardagurinn verður haldinn á föstudaginn í fjórða skiptið. Hulda Steingrímsdóttir hjá Vinnumálastofnun segir vel hafa tekist að finna verkefni handa öllum þátttakendum.
24.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

67 er happatala fjölskyldunnar

Marteinn, ásamt eiginkonu sinni, Fanneyju Kristínu Vésteinsdóttur. Marteinn Brynjólfur Haraldsson hafði lengi haft áhuga á bjór þegar honum tókst að plata afa sinn og föður til að opna brugghús. Marteinn Brynjólfur segir frá Segli 67 á Siglufirði og deilir uppáhaldsuppskriftunum með lesendum.
24.nóv. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Hugljúf lög á aðventu

Norðlenskar konur í tónlist halda tónleikana Ljósin ljómandi skær í Hofi 2. desember. Mynd: Daníel Starrason. Norðlenskar konur í tónlist halda sína fyrstu jólatónleika. „Okkur hefur lengi langað til þess að fá Helenu til þess að syngja með okkur og það er alveg dásamlegt að þessi fyrirmynd okkar allra verði með okkur á jólatónleikunum,“
23.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Geðræn veikindi eru ekkert til að skammast sín fyrir

Hafdís Sæmundsdóttir vill opna umræðuna um geðsjúkdóma í von um að eyða fordómum. Í einlægu viðtali segir Hafdís frá lífi sínu sem hefur verið allt annað en dans á rósum en Hafdís á þrjá stráka sem allir fæddust fyrir tímann og eru allir langveikir í dag. Hafdís segir einnig frá andlegum veikindum sínum, krabbameininu, síþreytunni, myglusveppnum, sem olli fjölskyldunni fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni, og jólunum sem hún kvíðir vegna föðurins sem hún missti á jóladag í fyrra.
23.nóv. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Það var allt hvítt

Vetur konungur hefur heldur betur minnt á sig á Norðurlandi síðustu daga. Mikil ófærð var á fjallvegum og lögregla þurfti að aðstoða ökumenn víða auk þess sem vegum hefur verið lokað vegna óvissuástands og snjóflóðahættu. Blaðamaður Akureyri Vikublaðs ræddi við nokkra erlenda ferðamenn sem flestir reyndust alsælir með ástandið.
21.nóv. 2017 - 19:00 Vestfirðir

Kalkþörungaverksmiðja við Ísafjarðardjúp

Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla um efnisnám kalkþörungasets  í Ísafjarðardjúpi. Það er Íslenska kalkþörungafélagið ehf sem hyggur á vinnslu á kalkþörungasetinu. Félagið rekur þegar verksmiðju á Bíldudal og áformar að halsa sér völl við Ísafjarðardjúp. 
21.nóv. 2017 - 09:00 Vestfirðir

Minnst laxveiði á Vestfjörðum

Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út bráðabirgðatölur fyrir stangveiði á laxi sumarið 2017. Stangveiðin var nærri langtímameðaltali. Á Vestfjörðum varð veiðin sú minnsta á þessari öld. Þá var veiðin meiri í öllum öðrum landshlutum en á Vestfjörðum.
20.nóv. 2017 - 19:00

Rólegt í höfnunum á Suðurnesjum

Já síðasti pistill endaði á smá minnarbroti um Þorgeir Guðmundsson eða Geira á Hlýra GK. Fór í jarðaförina hans í Útskálakirkju og var það virkilega falleg stund. Hvíldu í friði kæri frændi.
20.nóv. 2017 - 16:30 Reykjanes

Staðið við öll fyrirheit sem gefin voru í málefnasamningi

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 ber þess merki að sveitarfélagið þarf að undirgangast skilyrði aðlögunaráætlunar um framlegð og lækkun skuldahlutfalls. Þessi aðlögunaráætlun er í gildi til 2022 og mikilvægt að eftir henni sé farið, til þess að Reykjanesbæ öðlist á ný það fjárhagslega  sem nauðsynlegt er og geti veitt þá þjónustu sem ætlast er til. Mikil íbúafjölgun hefur reynt á sveitarfélagið sem hefur lögbundnar skyldur þrátt fyrir erfiða fjárhagslega stöðu. Þrátt fyrir þessar áskoranir þá koma ýmis mikilvæg atriði fram í þessari fjárhagsáætlun sem hafa munu jákvæð áhrif á hag íbúa á næsta ári.
19.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

„Alveg ofboðslega skemmtilegt“

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Kórinn er einn af elstu kórum landsins. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
„Við komum vonandi fljótlega niður á jörðina aftur,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, en kórinn sigraði í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
19.nóv. 2017 - 16:00 Reykjanes

Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur.

Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér bókina Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur. Hún er kynnt svo á kápu: Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. 
19.nóv. 2017 - 13:30 Reykjanes

Með blik í auga hópurinn fékk Súluna

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017 fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum laugardaginn 11. nóv. kl. 14.00.  Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað  hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent.  
19.nóv. 2017 - 10:00 Vestfirðir

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur fyrir fólk og skepnur með heitu blóði einkum grasbíti.  Hættast er hrossum, nautgripum, sauðfé og geitum en einnig geta hundar, kettir, loðdýr og svín veikst af miltisbrandi. 
19.nóv. 2017 - 08:05 Sigurður Jónsson

Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja

Fyrir síðustu Alþingiskosningar voru kjósendur spurðir hvað þeir teldu vera helstu forgangsmál á næstunni. Stærsti hópurinn taldi heilbrigðismálin skipta mestu. Þar þyrfti vikilega að bæta ástandið,sem kallaði á aukið fjármagn úr ríkiskassanum. Einnig voru málefni aldraðra mjög hátt á forgangslista aldraðra. 
18.nóv. 2017 - 22:00 Reykjanes

Sveitarfélagið Vogar sýknað

Í vikunni féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness, í máli sem var höfðað á hendur sveitarfélaginu og Ísaga ehf. Tilefni málshöfðunarinnar var breyting á deiliskipulagi á lóð Ísaga ehf., ásamt útgáfu sveitarfélagsins á byggingarleyfi fyrir verksmiðjunni sem nú er risin og verður tekin í notkun síðar í vetur. 
18.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Dagný Reykjalín í yfirheyrslu

Dagný Reykjalín Dagný Reykjalín er grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri. Dagný er best í skutlinu seinnipartinn, en lökust í því að vakna snemma á morgnana yfir veturinn.
18.nóv. 2017 - 17:00 Vestfirðir

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega fjórfalt hærra

Íslandsbanki gaf á dögunum út greiningu á íslenska íbúðamarkaðnum. Þar kemur fram að á Vestfjörðum séu 2,5% af íbúðum landsmanna en aðeins 2% íbúanna. Það þýðir að færri búa að jafnaði í hverri íbúð á Vestfjörðum en gerist á höfuðborgarsvæðinu.
18.nóv. 2017 - 15:00 Reykjanes

Sigríður Mogensen ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs SI

Sigríður Mogensen Sigríður Mogensen hefur verið ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Hún hefur störf á næstu mánuðum. Sigríður hefur frá árinu 2015 starfað við áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London. Fyrir þann tíma starfaði hún sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hagfræðingur á skrifstofu sérstaks saksóknara. 
18.nóv. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Kristín finnur ánægju í því einfalda

Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor hefur notið lífsins til hins ítrasta síðan hún hætti að vinna fyrirþremur árum. Í einlægu viðtali segir Kristín frá æskunni, skilnaði foreldra sinna sem höfðu mikil tilfinningaleg áhrif á hana fram á fullorðinsaldur, flóknu sambandi hennar við móður sína, ástina sem hún fann í Innbænum, náminu, Kvennaframboðinu 1982 og þeim árásum sem konur í framboðinu máttu þola, stöðu kvenna í stjórnmálum í dag og Innbænum sem hún ann og hefur nú skrifað bók um.
18.nóv. 2017 - 11:00 Reykjanes

Mistur spennusaga eftir Ragnar Jónsson

Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu. Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af.
18.nóv. 2017 - 08:02 Indíana Ása Hreinsdóttir

Um daður, áreitni og afleiðingar

Þessa dagana streyma til okkar fréttir af valdamiklum körlum sem, jafnvel um áratugaskeið, hafa misnotað aðstöðu sína og níðst kynferðislega á sér lægra settum konum. Árið 2014 var uppáhald margra úr æsku, sjálfur Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby, opinberaður sem skrímslið sem hann er þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá ólýsanlegu ofbeldi af hálfu leikarans.
13.nóv. 2017 - 19:30 Austurland

Sameining Breiðdalshrepps við Fjarðabyggð í farvegi

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt tillögu Breiðdalshrepps um að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Um síðustu áramót bjuggu tæplega 4700 manns í Fjarðabyggð en rúmlega 180 í Breiðdalshreppi.
13.nóv. 2017 - 15:00

Bókarkafli: Í skugga drottins

Vaka Helgafell gefur út bókina Í skugga drottins eftir Bjarna Harðarson. Hér er á ferðinni söguleg  skáldsaga  sem  segir  frá  leiguliðum  Skálholtsstóls  á  18.  öld.  Aðalpersóna  er húsfreyjan María  á  Eiríksbakka  sem  leyfir  vorsultinum  að  tálga  sig  ár  hvert  á  meðan  óguðlegur  og skemmtinn  niðursetningur  fyllir  líf  hennar  af  sögum  og  þvættingi.  En  yfir um og allt um kring er Guðsótti.  Óttinn  við  hinn  reiða  Krist  og  eilífan  helvítiseld.  Við  sögu  koma  misgóðir  Guðsmenn, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar. Blaðið grípur hér ofan í frásögn af heyskap undir Vörðufelli, drengjum sem hafa selsaugu og um Skálholt sem stendur rétt undir hliðum Helvítis. 
13.nóv. 2017 - 14:34 Arnaldur Máni Finnsson

Grasrótin og greinar trjánna

Myndmál er mikilvægt tæki í orðræðu hversdagsins og ekki síður á hátíðarstundu. Vel valið orðalag getur aukið mátt skilaboða, kjarnað hugmynd eða aðstæður í skýru máli og gefið hugmynd þann slagkraft sem þarf til að hún nái í gegnum þann seiga flaum áreitis sem við erum orðin vön að umvefji okkur dag frá degi. Slagorð eru ein grein þeirrar orðsins listar sem við verðum vör við í daglegu umhverfi og ekki síst þegar viðburðir eins og kosningar eiga sér stað. 
13.nóv. 2017 - 11:00 Akureyri vikublað

Sigraði í Texas

Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Rúnar Eff var valinn Söngvari ársins á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum. Rúnar var valinn besti söngvarinn og hljómsveitin besta bandið en sveitina skipa Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson, Reynir Snær Magnússon og Stefán Gunnarsson.
12.nóv. 2017 - 22:00

Fjögur ár uppá dag

Þann 11. nóvember 2013 hófst vinna við gröft Norðfjarðargangna og er það skemmtileg tilviljun að nákvæmlega fjórum árum seinna séu þau opnuð og vígð. Göngin eru 7566 m á lengd og tók 93 vikur að grafa þau, en frágangur á þeim hefur staðið yfir frá því um haustið 2015. Það þykir kannski ótrúlegt að þegar það tekur tæp tvö ár að grafa þá taki það álíka tíma að raungera hina eiginlegu vegaframkvæmd innaní gatinu sem borað hefur verið í fjallið. Kannski er það ekki svo langur tími ef maður miðar við að umræða, barátta fyrir og undirbúningur verkefnis eins og þessa hefur tekið a.m.k. þrjá áratugi.

12.nóv. 2017 - 08:00 Akureyri vikublað

Yfirheyrslan: Helga Rut

Körfuboltakonan Helga Rut Hallgrímsdóttir spilar með Þórsurum þótt hún sé flutt frá Akureyri. Helga Rut er best í fráköstum en lélegust í vítaskotum.
11.nóv. 2017 - 15:00 Akureyri vikublað

Mikil sorg í Hrísey

Mynd: Sigtryggur Ari Fullt var út úr dyrum á bæna- og samverustund í kirkjunni í Hrísey á mánudagskvöldið í kjölfar banaslyssins á Árskógssandi á föstudaginn. Þrennt lét lífið, foreldrar og ungt barn þeirra, þegar bíll þeirra fór fram af bryggjunni og í höfnina. Þau látnu voru frá Póllandi en höfðu búið um árabil í Hrísey.
11.nóv. 2017 - 12:06 Akureyri vikublað

„Sjóböðin verða einstakur baðstaður“

Sigurjón Steinsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Sjóböðunum á Húsavík. Sigurjón segir ákveðið baðbelti komið fyrir norðan enda sé upplagt að nýta náttúruauðlindir landsins til að skapa eitthvað alveg sérstakt.
09.nóv. 2017 - 12:02 Akureyri vikublað

Hlakkar til að verða gömul með kærastanum

Inga Vestmann hefur staðið vaktina í Pedromyndum ásamt Þórhalli Jónssyni, sambýlismanni sínum, síðustu áratugina. Í einlægu viðtali ræðir Inga um fjölskyldufyrirtækið, miðbæinn sem á í henni hvert bein, framtíð Akureyrar, ástina sem hún fann í gestamóttökunni á Hótel KEA þegar hún var aðeins 19 ára, rómantíkina og þá sáru reynslu að fæða andvana tvíbura.
08.nóv. 2017 - 15:11 Vestfirðir

Suðureyrarkirkja 80 ára

Sunnudaginn, 29. október, var haldin hátíðarguðsþjónusta í Suðureyrarkirkju til að minnast afmælis kirkjunar en hún var vígð árið 1937 og er þvi 80 ára um þessar mundir. Kirkjukór Suðureyrar söng undir stjórn Margrétar Gunnarsdóttur organista og var guðsþjónustan ákaflega vel sótt. 
07.nóv. 2017 - 10:00 Vestfirðir

Lýðháskóli á Flateyri

Stjórn félags um lýðháskóla á Flateyri samþykkti þann 26. okt., að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að undirbúa stofnun skólans. Félagið mun vinna með Fræðslumiðstöð Vestfjarða um verkefnið en Fræðslumiðstöðin fékk 5 m.kr. framlag frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu til að vinna að þróun lýðháskóla.
05.nóv. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Brynhildur Þórarinsdóttir í yfirheyrslu

Brynhildur Þórarinsdóttir Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent, var að senda frá sér sína fimmtándu barnabók. Uppáhaldsrithöfundur Brynhildar er Astrid Lindgren sem einnig er ein af fyrirmyndum hennar.

05.nóv. 2017 - 19:00 Vestfirðir

Fiskmarkaður Vestfjarða : 3% sölulaun

Fiskmarkaður Vestfjarða ehf hefur lækkað söluprósentu sína í 3%. Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri segir það ekki rétt sem fram kom í síðasta tölublaði Vestfjarða að það muni helmingi á söluprósentu milli Fiskmarkaðs Vestfjarða og Fiskmarkaðs Íslands. 
05.nóv. 2017 - 16:00

Smitaði eiginmanninn af hlaupabakteríunni

Anna Berglind Pálmadóttir Hlaupadrottningin Anna Berglind Pálmadóttir hefur að mestu leyti fært sig yfir í fjallahlaupin. Anna Berglind segir hér frá hlaupaferlinum auk þess sem hún deilir sínum uppáhaldsuppskriftum með lesendum.
05.nóv. 2017 - 11:00 Reykjanes

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með Easy Jet. Þau heppnu voru Chris og Joanne Bradley og voru þau leyst út með gjöfum af verslunarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
05.nóv. 2017 - 09:45 Vestfirðir

Hitaveita á Hólmavík

Hitaveita er væntanleg á Hólmavík. Þetta virðist vera í kortunum. Andrea K. Jónsdóttir staðfestir að hreppsnefnd hafi sett fé inn á fjárlagsáætlun þessa árs til undirbúnings hitaveitu á Hólmavík. Og að undirbúningur sé hafinn með gagnaöflun og fleira. 
04.nóv. 2017 - 21:00 Vestfirðir

Teigsskógur: Kærur geta stöðvað framkvæmdir

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur nú til meðferðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi hreppsins til þess að geta síðar afgreitt erindi frá Vegagerð ríkisins um veg um Teigsskóg samkvæmt svonefndri Þ-H leið.
04.nóv. 2017 - 16:30 Vestfirðir

Veiðigjöld þrefaldast milli ára

Veiðigjöld á landaðan afla í Bolungavík munu þrefaldast að krónutölu milli fiskveiðiára samkvæmt samantekt sem Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík hefur undir höndum. Á síðasta fiskveiðiári 2016/17 var 15 þúsund tonnum af bolfiski og rækju landað í Bolungavíkurhöfn.
04.nóv. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Jóhanna á Skagaströnd 100 ára: „Það mikilvægasta í lífinu er forvitni“

Jóhanna Jónasdóttir á Skagaströnd fagnaði 100 ára afmæli sínu í síðasta mánuði. Blaðamaður Akureyri Vikublaðs heimsótti Jóhönnu á Dvalarheimilið Sæborg í síðustu viku. Jóhanna, sem er heilsugóð og spræk miðað við aldur, segir hér frá lífinu í gamla daga, brunanum sem varð til þess að fjölskyldan bjó í hlöðunni um tíma, skoðun sinni á pólitík, ástinni og tengdamóður sinni sem var engin önnur en skáldkonan Guðrún frá Lundi.
04.nóv. 2017 - 10:00 Reykjanes

Aflafréttir: Mininningarorð um Þorgeir Guðmundsson

Síðsti pistill endaði á bilun í Berglín GK.  Sem betur fer þá var biluninn ekki það stórvægileg að togarinn var frá veiðum í langan tíma.  Berglín GK fór strax vestur til veiða og landaði á Ísfirði um 73 tonnum.  Núna hefur togarinn landað 365 í 5 túrum og mest 107 tonn sem reyndar var landað á Eskifirði. 
31.okt. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

„Ég vissi ekkert skemmtilegra en að horfa á hús brenna og sjá slökkviliðsmennina bjarga íbúunum“

Katrín Vilhjálmsdóttir spilar handbolta með KA/Þór í Grill 66-deildinni. Katrín, sem er tveggja barna móðir, æfir líka crossfit, starfar sem lögregla og er í námi í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Katrín féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs uppáhaldsuppskriftirnar sínar.