23. sep. 2017 - 10:30Vestfirðir

Um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi

Á dögunum lagði stafshópur skipaður af ráðherra fram stefnumótandi skýrslu um framtíð og fyrirkomulag fiskeldis á Íslandi. Þar eru ýmsar breytingar og áherslur lagðar til með það markmið að atvinnugreinin geti orðið sterk og öflug en jafnframt að starfsemin verði í sátt við náttúruna og hafi sjálfbærni að leiðarljósi. Megin innihald skýrslunnar fjallar um laxeldi, einkum kvíaeldi á laxi. Starfshópurinn leggur til að áhættumat Hafrannsóknarsofnunar sé á hverjum tíma lagt til grundvallar við úthlutun rekstrarleyfa og heimilt framleiðslumagn. Því er áhættumatið augljóslega gríðarlega mikilvægt og hefur afgerandi áhrif á stefnumótunina. Áhugavert er að skoða það aðeins.

Við blasir að mjög flókið hlýtur að vera að gera slíkt áhættumat sem á að ná yfir mögulega atburði í flókinni og síbreytilegri náttúru hjá fisktegund með merkilegan en flókin lífsferil. Til hliðsjónar vinnu sinni við matið leggur Hafrannsóknarsofnunin til að 

….nýtt yrði (verði) fyrirliggjandi þekking hérlendis og erlendis til að meta hversu mikið eldi á frjóum laxi í sjókvíum væri (er) óhætt að stunda án þess að óásættanleg áhætta væri (sé) tekin með náttúrulega laxastofna landsins. 

Ýmislegt í þessari skýrslu finnst undirrituðum þó fremur óljóst og þarfnist nánari skýringa af hálfu höfunda áhættumatsins. Grundvöllur slíks áhættumats þarf að vera eins skýr og kostur er enda mjög margir sem láta sig varða málefni tengd Atlantshafslaxinum, hvort sem villtur lax eða eldislax á í hlut. Kappsfullar umræður eftir útkomu áhættumatsins og stefnumótunina benda eindregið til þess.Nýlegar erfðagreiningar á laxastofnum í Noregi sýna óyggjandi að eldislax hefur náð að blandast við villtan lax í einhverjum mæli í sumum ám. En vandinn við gerð áhættumats, um líkindi þess hver áhrif eldislaxa sem sleppa út í náttúruna verða á villta laxastofna til langs tíma litið, er að þekkingin er fremur takmörkuð (Glover et al., 2017). Vitað er að lífshæfni eldisfisks í villtri náttúru er mjög skert í samanburði við villtan fisk, hrygningarárangur eldishrygna innan við þriðjungur af árangri villtra hrygna og árangur eldishænga aðeins 1-3%. Seiði sem eru afkvæmi eldisfiska eða blendingar milli eldisfiska og villtra fiska geta komist á legg í ánni og átt í samkeppni við hrein villt seiði. Gerðar hafa verið tilraunir, (hvar búnir voru til hrognahópar villtra, eldis og blendinga og hrognin grafin í ánni) sem sýna að afkvæmi eldisfiska og blendingar við villta fiska hafa skertar lífslíkur samanborið við villt seiði. Þau uxu hinsvegar alla jafna hraðar sem smáseiði en þau villtu og gátu þar með mögulega rutt þeim frá á uppvaxtarsvæðum. Ef uppvaxtarsvæði eru takmörkuð eða ef villtir stofnar standa veikt fyrir í ánni gæti það orðið til þess að færri villt seiði næðu sjógöngubúningi og gengju til sjávar en ella væri (McGinnity et al., 2003). Þar sem lifun gönguseiða af eldisuppruna í sjó (dvelja gjarnan meira en 1 ár í sjó) og ratvísi þeirra upp í heimaána eftir sjávardvöl er mjög skert er ályktað að náttúruleg framleiðslugeta árinnar minnki og þar með verði villti laxastofninn í hættu (McGinnity et al., 2003; Fleming et al., 2000). Það á þó einkum við ef kynþroska eldisfiskur berst ítrekað í miklum mæli upp í vatnasvæðið (Taranger et al., 2014). Sýnt hefur verið fram á að kynbættur eldislax hefur haft áhrif á aldur og kynþroskastærð í 62 villtum laxastofnum og þar með á lífssögulega mikilvæga þætti  (Bolstad et al., 2017). Því er mikilvægt að fækka eldislöxum sem sleppa eins og framast er unnt og eða draga úr mögulegum áhrifum þeirra á villta laxastofna.

Hvað verður um lax sem sleppur? Talsverð þekking er til um afdrif eldislaxa sem sleppa úr kví, möguleikana til að komast af í villtri náttúru og þar með á líkindi þess að þeir gangi upp í ferskvatn til hrygningar (t.d. Skilbrei et al., 2015), sem er auðvitað forsenda þess að áður nefnd erfðablöndun eigi sér stað. Ef eldisfiskur sleppur eru líkurnar á að hann snúi til baka á sama svæði háðar mörgum þáttum, svo sem sleppistaðnum (utarlega / innarlega í firði), hvenær árs flóttinn varð, hvar fiskurinn var staddur í lífsferlinum (aldur, stærð) hvort fiskurinn var á leið í kynþroska, hvort vatnsfall er nálægt, og örugglega einnig öðrum landfræðilegum og vistfræðilegum aðstæðum (Taranger et al., 2014) ásamt árferði til lands og sjávar (Saloniemi, I. et al., 2004). Sloppinn eldisfiskur sem nær kynþroska hefur tilhneigingu til að ganga seinna á haustinu upp í ár til að hrygna samanborið við villtan kynþroska fisk (t.d. Fiske et al., 2001) og notar ekki endilega sömu hrygningarsvæði í ánni (Moe et al., 2016). Ef ár eru auðveldar uppgöngu (án fossa og flúða) virðist eldisfiskurinn hafa tilhneigingu til að ganga ofar eða á efri svæði vatnakerfa (Moe et al., 2016; Thorstad et al., 1998). Munur á æxlunarhegðun eldislaxa og villtra laxa í „tíma og rúmi“ til viðbótar við skerta hrygningarhæfni eldislaxa í náttúrunni gæti leitt til að hrygning eldisfiska og villtra fiska skaraðist ekki í sumum tilvikum, sem hefði áhrif á mögulega erfðablöndun og lifun afkvæmanna (Glover et al., 2017).

Við áhættumat Hafrannsóknarstofnunarinnar er útbúið nýtt verkfæri eða svokallað gagnvirkt áhættulíkan. Segir m.a. að tilgangur þess sé að gefa rétta mynd af fjölda stokufiska sem gætu tekið þátt í klaki í hverri á, enda sé sá fjöldi í beinu sambandi við áhættu á erfðablöndun. Lagt er upp með að þröskuldsgildi yfir hlutfall strokulaxa í laxastofni ár megi að hámark verða 4% en þá sé engin eða nær engin hætta á erfðablöndun við villta stofna. Því er ljóst að auk fjölda eldisfiska sem sleppa og líklegir eru til að ganga upp í tiltekna á (Kallað Fa- í líkaninu) er stærð villts laxastofns í viðkomandi á lykilþáttur (kallað Aa –í líkaninu). Til viðbótar þessum breytum eru a.m.k. 9 aðrar breytur í líkaninu sem hver og ein getur í mörgum tilfellum verið háð öðrum innbyggðum breytum. Við þær bætast allar þær breytilegu aðstæður sem finna má í sjó og í einstaka ám auk ástands og samsetningar (einnig stofnerfðafræðilegrar) laxastofna sem þær bera. Hér er því verið að gera tilraun til að lýsa gríðarlega flókinni náttúru með reiknilíkani, við mat á áhættu erfðablöndunar við kynbættan eldislax af norskum uppruna. Niðurstöður líkansins eru síðan notaðar til að meta hvar óhætt er að stunda laxeldi í kvíum án þess að of mikil áhætta sé tekin m.t.t. erfðablöndunar við villta stofna. Við slíka tilraun skiptir auðvitað megin máli hvaða forsendur menn gefa sér fyrir hverja og eina breytu og hvaða tölur eru settar inn í líkanið. Í skýrslunni er helstu breytum reiknilíkansins lýst, a.m.k. að nokkru leyti en undirritaður játar að eiga stundum í erfiðleikum með að átta sig á þeim til hlítar enda verið að beita stærðfræði á flókna líffræði. Ekki er ómögulegt að einhverjar áhrifabreytur hafi orðið útundan við líkanasmíðina. Kannski er rétt að skoða forsendurnar nánar en öðrum látið eftir að meta hversu mikil áhrif breyttar forsendur hafa á niðurstöður áhættumatsins.

1-2: Umfang eldis og fjöldi fiska

Umfang eldis (Fx) í firði x- mælt í tonnum á ári, og hlutfall þeirra fiska sem sleppa fyrir hvert tonn framleitt (S- mælt í fjölda fiska á hvert tonn framleitt).: Við þetta mat er stuðst við opinberar tölur frá Noregi og Skotlandi um fjölda strokulaxa. Talið er víst að opinberu tölurnar séu undirmat því ekki sé allt strok tilkynnt (Glover et al. 2017) og að það sjáist meðal annars á að samband tilkynnts magns og fjölda strokulaxa fylgist ekki að. Jafnframt er fullyrt að línulegt samband ætti að vera þar á milli.

Lang víðtækustu rannsóknir sem gerðar hafa verið um afdrif og endurheimtur stokulaxa voru framkvæmdar af norsku Hafrannsóknarsofnuninni (MRI), einkum á árabilinu 2005-2010 (Skilbrei, O. T. 2010a.; Skilbrei, O. T. 2010b.; Skilbrei, O. T. 2013.;  Skilbrei,O.T. et al. 2013;  Skilbrei,O.T., et al. 2009;  Skilbrei, O. T., et al. 2010;  Skilbrei,O.T. & Jørgensen,T.2010;  Skilbrei, O. T., Skulstad, O. F., & Hansen, T. 2014.;  Skilbrei, O. T. & Wennevik, V. 2006) og  jafnframt voru þær niðurstöður notaðar til að þróa reikniaðfrerð (Monte Carlo) til að leggja mat á raunverulegt strok miðað við uppgefnar og skráðar tölur á tímabilinu 2005-2011 (Skilbrei, O.T., Heino, M., & Svåsand, T., 2015). Með öllum fyrirvörum sem settir eru við útreikningana komast höfundar að þeirri niðurstöðu að raunverulegt strok geti verið 2-4 sinnum hærra en uppgefnar tölur, en stuðullinn var metinn út frá uppgefnum fjölda tapaðra seiða á áður greindu árabili. Frávikið var einna líklegast talið stafa af því að ný- eða nýlega útsett gönguseiði sleppi út í mun meira mæli en menn geri sér grein fyrir og tilkynnt er. Misræmið var talið helgast einna helst af of stórum möskva í nótapokum (smug) miðað við stærð og stærðarbreytileika í hópum útsettra seiða á tímabilinu, enda lítið (ca 4%) um tilkynnt tilvik á töpuðum gönguseiðum (gönguseiði eru ýmist sett út á vorin, snemmsumars eða að hausti). Árið 2008 voru settar strangari reglur til að draga úr áhættu við fiskeldi í Noregi, þar á meðal krafa um áhættumat við meðhöndlun og flutning seiða í sjó og til að tryggja að möskvastærð passaði fiskstærðinni og breytileka innan hópsins (Regulation 2008-06-17 No. 822). Þessar starfsreglur virðast hafa þau áhrif að fjöldi laxa sem sleppur hefur minnkað á síðustu árum. Sé litið á síðustu 16 ár var meðaltalið rúmlega 0,5 laxar á hvert framleitt tonn, á síðustu 8 árum 0,2 laxar og á síðustu 5 árum 0,13 laxar á hvert framleitt tonn (unnið út frá tölum Statistisk sentralbyraa, wwwSSB.no). Þessi þróun hefur orðið á sama tíma og eldið hefur aukist verulega en jafnframt hafa auknar kröfur verið gerðar til alls búnaðar. Að auki hefur þróunin verið í átt að útsetningu stærri seiða hin síðari ár og því má búast við að færri smáfiskar smjúgi út um möskva. Þess má geta að það sem af er ári 2017 hafa 7000 laxar verið skráðir sloppnir úr laxeldi í Noregi, sem mun framleiða ríflega 1,3 milljónir tonna á árinu, en auðvitað er árið ekki liðið. Í áhættumati Hafrannsóknarsofnunarinnar er kosið að nota tölur frá tímabilinu 2009 og áfram stuðst við stuðulinn 4 til margföldunar þó flest bendi til að gönguseiðasmug um möskva hafi minnkað verulega. Gefur það þá rétta mynd af stöðu mála? Jafnframt er þess getið í skýrslunni að hlutfall stroks í Skotlandi sé 10 sinnum hærra en í Noregi. Ekki er getið um heimild en passar illa við uppgefnar tölur yfir skoskt fiskeldi (http://aquaculture.scotland.gov.uk/data/fish_escapes.aspx).

Í lýsingu á notkun áhættulíkansins er gert ráð fyrir að 0,8 fiskar strjúki á hvert tonn framleitt enda öryggisstuðlinn 4 notaður til margfeldis við uppgefnar meðaltölur tapaðra fiska frá Noregi á árabilinu 2009-2016. Tekið er fram að miðað við stuðulinn 0,8 ættu u.þ.b. 9000 laxar að strjúka úr íslenskum sjókvíum á árinu 2017 og nefnt að það sé líklega mun hærra en rauntölur. Hvað verður veit enginn en sagt að stuðlinum sé einnig ætlað að ná yfir stórslysasleppingar sem gætu átt sér stað með löngu árabili. Það hlýtur að vera álitaefni hversu mikil erfðablöndunaráhrif stórslysaslepping með löngu millibili hefur, sérstaklega í ljósi þess að miklu máli skiptir á hvaða stigi eða aldri fiskurinn er þegar slíkt gerðist og á hvaða árstíma. Lífslíkur ólíkra stærða sloppins eldislax í sjó eru afar mismunandi og líklega má einnig búast við minni afkomumöguleikum þegar sleppingar verða t.d. að vetri en að vori. Síðan má einnig spyrja hvenær á að styðjast við rauntölur og hvenær ekki?

3-4. Hegðun og lifun gönguseiða

Hegðun ungra sjógönguseiða sem strjúka er önnur en eldri fiska sem sleppa. Þetta er lykilatriði fyrir allt áhættumatið og því er snemmbúið strok meðhöndlað sérstaklega. Aldur, stærð og árstími við flótta eldislaxa úr kvíum hefur afgerandi áhrif á afdrif þeirra í sjó (Skilbrei et al. 2015) og á líklega svipað við um náttúruleg gönguseiði. Alin gönguseiði til fiskræktar eru talin yfirgefa ána sem þeim er sleppt (yfirleitt þeirra heimaá) og halda  tiltölulega hratt til sjávar. Villt gönguseiði fara til sjávar yfir lengri tíma, ferðast niður ána að næturlagi og verða smám saman virkari í dagsbirtu þegar hitastig hækkar og seltuþoli er náð (Thorpe et al., 1994). Mögulega á innprentun á upprunaá sér því stað allan þann tíma sem þau dvelja í ánni. Því virðist vera margvíslegur munur á atferli og lífsmöguleikum villtra gönguseiða og gönguseiða af villtum uppruna sem sleppt er í á í fiskræktarskyni, sem hefur áhrif á hversu vel þau rata og skila sér sem fullorðinn kynþroska fiskur á æskustöðvarnar til að hrygna (t.d. Jonsson et al., 2003; Keffer, M.L. & Caudill, C.C., 2014). Almennt er álitið að eftir því sem laxinn hefur verið lengur við eldisaðstæður tapist ratvísi hans og afkomumöguleikar í villtri náttúru minnka. Íslenskur samanburður á endurheimtum villtra gönguseiðum og seiða sem framleidd eru með eldi (n= 750 þúsund seiði) en upprunnin úr sömu á sýnir að eldið hefur neikvæð áhrif og endurheimtur eru minni. Þannig voru heimtur örmerktra gönguseiða í fiskirækt á Íslandi á árabilinu 1986-1994 að meðaltali um 0,61% (Magnús Jóhannsson og Sigurður Guðjónsson, 1996 ). Endurheimtur eldisgönguseiða úr sleppingum í Laxá í Aðaldal hafa að meðaltali verið um 0,5% í veiði og svipaðar í Hofsá í Vopnafirði (Guðni Guðbergsson 2010; Þórólfur Antonsson og Ingi Rúnar Jónsson 2004). Því er ljóst að afföll seiða sem komið er á legg í eldiskerjum eru gríðarleg í hafi.

Þó endurheimtuhlutfall gönguseiða sé almennt mjög lágt felst ógnin af gönguseiðum sem tapast úr kvíum í miklum fjölda þeirra. Smolt (sjógönguseiði) og post-smolt (<230g) sem sleppa úr eldiskví eru talin ganga hratt út á opið haf (Jonsson, B. & Jonsson, N., 2006; Skilbrei, O. et al., 2009). Því er augljóslega afar erfitt að ætla sér að minnka skaðann með því að veiða þau í net eða gildrur nærri fiskeldisstöðinni (Skilbrei et al., 2015). Eldislax hefur verið kynbættur í 12+ kynslóðir og er því smám saman að verða ólíkari villtum laxi en meira húsdýr í gerðinni. Kynbæturnar miða m.a. að hröðum vexti en gegn snemmkynþroska. Líf við eldisaðstæður hefur einnig áhrif á atferli í náttúrunni, sem gerir fiskinn óhæfari til að komast af. Til dæmis hefur skoðun leitt í ljós að 60-96% eldisfisks sem veiddur er í náttúrunni er með tóman maga (t.d. Soto et al., 2001,; Abrantes et al., 2011; Hislop & Webb, 1992).  Eldis-gönguseiði sem strjúka dvelja í 1-3 ár í sjó áður en kynþroska er náð og þau taka að leita uppi ferskvatn til hrygningar. Lengdur sjódvalartími hefur að sjálfsögðu áhif á lífslíkurnar. Endurheimtur flúinna eldisseiða úr hafi eru umtalsvert lakari en villtra seiða. Tvær megin rannsóknir hafa verið gerðar á samanburði á endurheimtum villtra gönguseiða og eldisseiða sem sleppt hefur verið í ár. Önnur er kennd við Burrishoole á Írlandi hvar lifun frá smolti að fullorðinsstigi eftir einn vetur í sjó var að meðaltali 8% (2,9-12,6%) hjá villta fiskinum en aðeins 2% (0,4-4,4%) hjá eldisfiskinum (Piggins & Mills, 1985).

Hin rannsóknin á endurheimtum gönguseiða fór fram í ánni Imsa í Noregi og stóð yfir í 14 ár. Þar voru meðal endurheimtur metnar 8,9% hjá villtum seiðum en 3,3% og 2,9% hjá 1+ og 2+ eldis-gönguseiðum sem sleppt var í ána (N. Jonsson et al., 2003). Í Eystrasaltinu var lifun villtra gönguseiða metin 4,5x meiri en eldisseiða (Saloniemi et al., 2004). Í umfangsmiklum sleppi- og endurheimtutilraunum norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar, hvar eldisfiski var sleppt úr eldiskví, en var bæði endurheimtur með veiðum í sjó og í ferskvatni, var endurheimtuhlutfall gönguseiða sem sleppt var að vori eða fyrri part sumars (n= 64 þúsund, þyngd <230g) samtals 0,36% (Skilbrei et al. 2015). Þó hlutfallið sé lágt felst hættan við strok gönguseiða að vori einkum í að fjöldi þeirra getur verið mikill og þau eru einna líklegust til að rata aftur heim – eða í nærliggjandi á. Þau sem komast af hafa náð að lifa lengi af í villtri náttúru og aðlagst henni. Því er mest áríðandi að koma í veg fyrir strok slíkra seiða úr eldiskvíum, til að draga úr líkum á erfðablöndun.

Í umfjöllun um breytur fyrir snemmbúið strok í áhættumati Hafró (bls. 25) er tekið fram að stuðst er við niðurstöður á lífslíkum á sjávardvöl gönguseiða úr hafbeit í Rangánum til viðmiðunar og gert ráð fyrir að þær séu 5% fyrir villt seiði. Síðan er notuð niðurstaða frá Hindar (Hindar et al. 2006) um að lífshæfni eldis-sjógönguseiða sem sleppt er í á sé 37% af lífshæfni villtra seiða, sem gerir þá mat uppá 1,85% lifun eldisseiða sem sleppa. Hvaða tölur er rétt að miða við er erfitt að meta en altént kemur hér fram umtalsverður munur á mati lifunar eins og hún reiknast fyrir eldis-gönguseiði sleppt í á og eldis-gönguseiði sem sleppa úr kví, en það getur haft talsverð áhrif á niðurstöðu reiknilíkansins. Lægri endurheimtur seiða sem sleppa úr kví samanborið við seiði sem sleppt er í ár segir talsvert um skerta aðlögunarhæfni kvía-eldisfisksins í náttúrunni.

Tilraunir norsku hafrannsóknarstofnunarinnar (MRI) náðu einnig til sleppinga gönguseiða utan hefðbundins göngutíma (haustsmolt). Yfir 40% útsettra gönguseiða í norsku laxeldi eru svokölluð haustsmolt. Slík seiði eru framleidd með ljósastýringu sem er lykilþáttur við myndun seltuþols laxaseiða. Tilgangurinn er að stýra framleiðslu eldisstöðva þannig að framboð fisks sé jafnara og nýting búnaðar sé sem best, auk þess sem slík seiði taka jafnan mikinn vaxtarkipp eftir sjósetningu. Eftir einn vetur í sjó (að vori) eru þessi seiði orðin 5-8x þyngri en jafnaldrar þeirra sem aldir eru í ferskvatni yfir veturinn, jafnvel þrátt fyrir mun læga hitastig í sjónum. Þetta er því álitleg framleiðsluaðferð sem hefur reynst vel, en skilyrði er að sjávarhiti haldist yfir 4°C í nokkrar vikur eftir sjósetninguna. Seiðaframleiðsla á laxi fram að sjósetningu nýtir gjarnan hærra hitastig ferskvatns til að hvetja vöxtinn. Jarðhiti á Íslandi gefur einstök tækifæri til framleiðslu gönguseiða utan náttúrulegs tíma og ætti að vera lykil atriði til lækkunar kostnaðar og betri samkeppnisstöðu eldisfyrirtækja á Íslandi.Í sleppi- og endurheimtutilraunum MRI á haustsmoltum (n=23 þúsund, þyngd <230g) skilaði aðeins einn fiskur sér til baka, eftir 3.ja ára sjávardvöl (0,004%). Líklega ganga seiðin hratt á haf út jafnvel þó þau sleppi að hausti en lifun þeirra virðist vera hverfandi lítil (Skilbrei, 2013). Stærri seiði (kringum 500g) sem hafa verið sumarlangt í sjó en sleppa að hausti eru staðbundnari og því mun meiri möguleiki til endurveiða í net (Olsen & Skilbrei, 2010; Skilbrei 2010). Í tilraununum tókst að endurheimta tæp 11% fljótlega eftir flóttann en samanlagðar endurheimtur eftir 1-3 ár í sjó voru 0,2% (Skilbrei et al. 2015). Haustseiði eða stærri seiði sem sleppa að hausti til (eftir að náttúruleg ljóslota tekur að styttast og göngur villtra seiða eru afstaðnar) eru því talin vera mun minni ógn og afar ólíkleg til að blandast við villta laxastofna samanborið við vorseiði (Skilbrei, 2013). Samanburður á lífslíkum haustsmolta og vorsmolta í hafi eru taldar vera 1:39  (Taranger et al. 2012). Jafnframt fundu Hansen & Jonson (1989; 1991) mikil áhrif útsetningatíma gönguseiða á endurheimtuhlutfall þeirra og lifun.

Merkilegt má telja að þessara umfangsmiklu rannsókna MRI og niðurstaðna um flótta gönguseiða eða stórseiða að hausti sé ekki getið sérstaklega né tillit tekið til þeirra í áhættumati Hafrannsóknarstofnunarinnar, við mat á líkindum til blöndunar við villta stofna ellegar í tillögum og mótvægisaðgerðum. Aðeins eru metin áhrif gönguseiðasleppinga (snemmbúið strok) en annar fiskur sem kynni að sleppa, óháð árstíma, settur í flokkinn síðbúið strok. Raunar er þess getið (bls. 21) að lax sem sleppur á öðrum æviskeiðum en sem vor-gönguseiði eða fullorðinn eigi minni möguleika og að lax sem sleppur að vetri drepist að lang stærstu leyti. Þessum staðreyndum hefði þurft að gefa betri gaum. Tækifæri íslensks laxeldis felast einmitt sérstaklega í notkun jarðhita og góðs aðgangs að hrognum árið um kring til framleiðslu haust-gönguseiða og í framleiðslu stórseiða á landi. Hvoru tveggja styttir framleiðslutíma í sjó og því ætti áhætta vegna erfðablöndunar við villta stofna að minnka stórlega.

5-6. Síðbúið strok, eldistími og kynþroskahlutfall

Stór lax (>900g) sem sleppur úr eldiskví hefur allt aðra og almennt staðbundnari hegðun en gönguseiði sem sleppa að vori. Stór hluti hans sveimar í vikur eða mánuði í yfirborðinu nærri eldisstaðnum (t.d. Solem et al., 2013; Chittenden et al., 2011), svipað og stór seiði (ca 500g) sem sleppa á hausti (Skilbrei et al. 2015). Þó kann fjarlægð frá opnu hafi og straumar að hafa þar áhrif, bæði á dreifingu fisksins og getu hans og eiginleika til að rata aftur upp í ferskvatn þegar líður að hrygningartíma (Hansen, 2006; Hansen & Yongson, 2010). Staðbundin hegðun gefur mun meiri tækifæri til að veiða upp sloppinn fisk samanborið við flúin gönguseiði, og búnaður til þess og tilbúin viðbragðsáætlun ætti að vera sjálfsögð krafa í starfsleyfum kvíaeldisfyrirtækja. Í sleppitilraunum MRI (n= 8023, þyngd >900g) endurveiddust 23% , mest á fyrstu tveimur mánuðunum, en bæði var veitt í net og á stöng. Heildar endurveiðihlutfall eftir 1-3 ár í sjó datt niður í 0,09% (Skilbrei et al. 2015). Fall endurveiðihlutfallsins bendir sterklega til að sé fiskurinn ekki kynþroska, eða á leið í kynþroska um haustið, þegar hann sleppur séu lífslíkur hans til að lifa til næsta árs í villtri náttúru mjög litlar. Þessvegna er tíðni kynþroska eldisfisks á framleiðslutímanum, einkum að sumri og hausti mikilvægar upplýsingar því þær varða áhættuna af því að kynþroska stór lax gangi upp í ferskvatn.

Rannsóknir hafa sýnt að æxlunarárangur eldislaxa sem ganga upp í ár til hrygningar er umtalsvert minni en hjá villtum fiski (t.d. Fleming et al., 2000; Weir et al. 2004). Áður var nefnt að samanburður á hrygningarárangri  villtra laxa og eldislaxa, í hálf-náttúrulegu umhverfi, sýndi að árangur eldishænga í æxlun var aðeins 1-3% af árangri villtra hænga. Árangur eldishrygna var um 30% af árangri villtra hrygna en þó breytilegri og líklega háðari umhverfisaðstæðum en hjá hængum (Fleming et al., 1996; Weir et al., 2004). Rannsóknir á hegðun og árangri hrygningar í villtri náttúru renna stoðum undir þessar niðurstöður og höfundar komast að þeirri niðurstöðu að kynþroska eldishængar tapi samkeppninni við villta hænga og taki því lítinn þátt í æxlun (Fleming et al., 2000). Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að æxlunarárangur stórra eldisfiska sé líklega einnig breytilegur eftir því á hvaða stigi lífsferilsins (stærð og á hvaða tíma) fiskurinn sleppur (Fleming et al., 1997). Kynbætur á eldislaxi hafa frá byrjun leitast við að draga úr tíðni kynþroska enda rýrir kynþroskinn gæði framleiðslunnar og dregur úr vexti fisksins. Jafnan eru meiri líkur á að hængar verði fyrr kynþroska en hrygnur í eldi, enda tengsl milli vaxtarhraða (stærðar) og kynþroska (t.d. Harmon et al., 2003).  Auk heildar kynþroskatíðni í hópi stórra laxa sem sleppa úr eldiskví skiptir kynjahlutfall kynþroska fisksins og árstími því verulegu máli við mat á áhættu á erfðablöndun við villta stofna. Einnig er ljóst að þó hlutfall kynþroska eldisfiska sé t.d. metið 15% af heildarfjölda klakfiska í stofni ár (Í líkaninu er gert ráð fyrir að 15% sloppinna stórlaxa verði kynþroska og gengi upp í ár!) verður erfðafræðileg hlutdeild þeirra við nýliðunina mun minni, sérstaklega vegna vanhæfni hænganna. Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunarinnar er ekki greinilegt eða augljóst hvernig þessar upplýsingar eru notaðar í líkaninu til að meta hættuna á erfðablöndun né við hvaða ætlaða æxlunarárangur hvors kyns er miðað. Ekki er heldur hægt að sjá í greinum Glovers sem hafðar eru til hliðsjónar (Glover et al. 2012, 2013) hvernig kynjahlutfall og æxlunarárangur kynþroska eldisfisks sem gengur í ár hefur áhrif á fylgni hlutfalls eldisfisks í stofni þegar þröskuldsgildi vegna erfðablöndunar eru metin.

Auk áður nefndra kynbóta hefur ljósastýring verið notuð um árabil til að örva vöxt en draga úr eða seinka kynþroska eldislaxa í kvíum (t.d. Taranger et al., 2010, Iversen et al., 2016). Í tilraunum með ljós og ljóslotur, hvort sem gönguseiði eru sett út á vorin eða haustin hefur komið fram að löng ljóslota eða stöðugt ljós í kvíum örvar vöxt og dregur úr kynþroska óháð vaxtartíma.  Til dæmis var í tilraun Oppedals (Oppedal et al., 1999) kynþroskatíðni mjög lág (<1%), hjá Leclercq (Leclerec et al., 2011) var hún <2% og í tilraun Hansen með Led-ljós (Hansen et al., 2017) var kynþroskatíðni 0,0% en þó var lokaþyngd laxins 6-7 kg. Ekki eru til nein opinber gögn um kynþroska eldislax hér á landi en nefna má að þegar ljós voru tekin í notkun við laxeldi hjá Rifósi hf. meðan það var og hét féll kynþroskatíðni sláturfisks úr 25% í 3% (gamall stofn og langur framleiðslutími) og kynþroski á sláturfiski hjá Arnarlaxi hf. er metinn um 1% nú um stundir (munnl. uppl).

Í áhættulíkani Harfrannsóknarstofnunarinnar er „hlutfall þeirra sem kynþroskast og leita upp í á“ ein breytistærðin yfir breytur fyrir síðbúið strok (stór fiskur) og er gert ráð fyrir að 15% fiskanna nái kynþroska og gangi upp í ár. Ekki kemur fram hvernig sú tala er valin eða við hvaða gögn hún styðst. Virðist þar vera um verulegt ofmat að ræða enda væri kynþroski gríðarlegt vandamál í laxeldi ef rétt væri. Það er hinsvegar ekki raunin.

Jafnt hlutfall snemmbúinna og síðbúinna stroka.

Við útreikninga í áhættumatinu er gert ráð fyrir jöfnu hlutfalli (50:50) snemmbúinna og síðbúinna stroka. Af ástæðum sem nefndar eru hér að ofan er mikið álitaefni hvort hægt og skynsamlegt er að gefa sér það. Aldur fiska, árstími og stærð fiskanna þegar þeir sleppa úr kvíunum eru miklir áhrifavaldar á afdrif þeirra í sjó og þar með á líkur þess að þeir gangi upp í ár og valdi þar usla. Alvarlegustu tilfellin sem líklegust eru til að valda erfðablöndun við villtan fisk eru ef gönguseiði sleppa að vori eða snemmsumars. Eftir þann tíma virðist hættan af stroki fiska vera mun minni. Gönguseiði sem sett eru í kvíar í sumarlok eða að hausti virðast eiga sér litla lífsvon. Sama virðist gilda um stórseiði (500g) sem sett eru út á svipuðum tíma. Stórlax (>900g) er og verður ekki nema að litlu leyti kynþroska sumarið sem hann sleppur og lífslíkur hans fram að haustinu árið eftir eru taldar afar litlar. Kynþroska lax sem sleppur skömmu fyrir hrygningu getur hinsvegar skilað sér í laxveiðiár og valdið usla. Því virðist alls ekki greinilegt að hætta á erfðablöndun náttúrulegra laxastofna í ám sé í línulegu sambandi við fjölda fiska sem strjúka, eins og fullyrt er í áhættumatinu.

Hér verður ekki fjallað um aðra þætti í áhættumatsskýrslunni. Þó er þar tekið fram að um lifandi plagg sé að ræða og áhættumatið verði endurskoðað eins oft og þurfa þykir. Það er ekki fráleit hugmynd. Tillögur áhættumatsskýrslunnar eru að banna eldi á kvíum í Ísafjarðardjúpi, Stöðvarfirði og takmarka eldi í Berufirði. Fróðlegt væri að skoða hver útkoma áhættumatslíkansins er ef t.d. skilyrði eru sett um að leyfilegur útsetningartími gönguseiða og stórseiða á þessum svæðum sé takmarkaður við lok sumars og haust, í ljósi upplýsinga um að þau eigi sér lítillar lífs von í náttúrunni ef þau sleppa. Jafnframt væri kveðið á um í starfsleyfi að fullnægjandi lýsing væri í kvíunum til að hindra kynþroska. Verspoor et al., (2006) telur að vel skilgreind eldissvæði með nægilegri fjarlægð frá laxveiðiám hvar eldið er stundað í traustum búnaði geti minnkað líkur á sleppingum eldisfiskska og áhrifum þeirra á villta laxastofna. Það finnst mér einnig líklegt.


Höfundur greinar: Ólafur Sigurgeirsson, Lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum. Greinin hefur áður birst á kjarninn.is
22.okt. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

#églíka

Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og jafnvel iðulega allt frá barnæsku.
21.okt. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Níels Hafstein í yfirheyrslu

Níels Hafstein
Níels Hafstein er sjötugur myndlistarmaður og safnstjóri Safnasafnsins á Svalbarðsströnd. Fullt nafn, aldur og starfstitill: „Níels Hafstein, 70 ára, myndlistarmaður og safnstjóri.“ Nám? „Myndlistar- og handíðaskóli Íslands.“ Fjölskylduhagir: „Kvæntur, á einn son, tengdadóttur og þrjá sonarsyni.“
21.okt. 2017 - 18:00 Vestfirðir

Allt þetta fólk

Út er komin bók um Þormóðsslysið eftir sr Jakob Hjálmarsson fyrrverandi sóknarprest á Ísafirði. Þormóðru BA 291 fórst fyrir rúmum sjötíu árum, þann 18. febrúar 1943. Í upphafsorðum bókarinnar segir að Þormóðsslysið sé mesta blóðtaka sem nokkurt íslenskt byggðarlag hafi orðið fyrir.
21.okt. 2017 - 16:30 Reykjanes

Leikskólakennarar framtíðarinnar

Hluti nema í leikskólakennarafræðum ásamt Helga Arnarsyni sviðsstjóra Fræðslusviðs og Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur leikskólafulltrúa Alls 18 starfsmenn Reykjanesbæjar stunda nú nám í leikskólakennarafræðum. Stór hluti nemenda hefur starfað lengi í leikskólum og er hópurinn mjög fjölbreyttur. Þar sem umræðan hefur lengi verið á þá leið að fjölga þurfi karlmönnum í stéttinni þá er ánægjulegt til þess að vita að tveir karlmenn eru í nemendahópnum.
21.okt. 2017 - 14:00 Vestfirðir

Fiskmarkaður Íslands færir út kvíarnar

Fiskmarkaður Íslands hefur hafið starfsemi í Bolungavík. Fyrirtækið er með starfsemi á 9 stöðum á landinu en höfuðstöðvar þess eru í Ólafsvík. Snorri Harðarson, starfsmaður fyrirtækisins í Bolungavík staðfestir að veitt sé löndunarþjónusta og að aðstaða þess sé í húsnæði Kampa ehf. Snurvoðabátar landa hjá Fiskmarkaði Íslands  og gengið sé frá fiskinum til flutnings til kaupenda. Aron Baldursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að bátar sem eru í viðskiptum við markaðinn hafi fært útgerð sína til Vestfjarða á ákveðnum tíma ársins og með þessu sé þeim veitt áframhaldani þjónustu þótt þeir landi í annarri verstöð.
21.okt. 2017 - 09:00 Akureyri vikublað

Útvega hreinar nálar

Rauði krossinn við Eyjafjörð undirbýr þessa dagana verkefni sem hefur þann tilgang að ná til fólks sem sprautar sig í æð og útvega því hreinar nálar, sprautur og nálabox. Verkefnið er unnið að fyrirmynd verkefnisins Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu sem hófst árið 2009. Gunnar Frímannsson, formaður Rauða krossdeildarinnar við Eyjafjörð, staðfestir að verkefnið sé í undirbúningi og segir þörfina vissulega fyrir hendi.
21.okt. 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. 
20.okt. 2017 - 11:00 Sigurður Jónsson

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar
19.okt. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Guðjón Brjánsson alþingismaður í yfirheyrslu

„Lauk stúdentsprófi frá MA, félagsráðgjafarnámi frá Sosialhøgskolen í Stavanger, Noregi, stundaði um eins árs skeið stjórnunarnám á öldrunarsviði í Flórída og lauk masternámi í lýðheilsufræðum (MPH) við Nordiska högskolan for folkhälsovetenskap í Gautaborg.“
19.okt. 2017 - 20:30 Vesturland

Minntust 125 ára afmælis Innra-Hólmskirkju

Sunnudaginn 1. október var þess minnst í hátíðarguðþjónustu að í ár eru 125 ár síðan kirkjan var vígð að Innra-Hólmi. Hún stendur við mynni Hvalfjarðar nokkru vestan við nyrðri mynni Hvalfjarðarganga. Á Innra-Hólmi er landnámsjörð og hugsanlega elsti kirkjustaður landsins.
19.okt. 2017 - 18:44 Vesturland

Skógarperla undir Akrafjalli

„Margir höfðu áhuga á skógrækt en líka félagslífinu sem fylgdi. Þetta var í reynd eins konar ungmennafélag og því fylgdi starfsemi með mannamótum svo sem leiksýningar, böll og þess háttar,“ segir Bjarni Þóroddsson formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps.
19.okt. 2017 - 12:10 Akureyri vikublað

Ásta Rún:„Mikilvægt að viðhalda fordómaleysi barnanna"

Mér fannst vanta bók sem gæti hjálpað foreldrum, kennurum og öðrum að ræða um mismunandi fjölskyldur á þægilegan hátt og ákvað að bæta úr því. Sjálf er ég gift konu og saman eigum við einn son og annað barn á leiðinni. Mig langar að stuðla að því að okkar fjölskylduform sé álitið jafn eðlilegt og önnur.
17.okt. 2017 - 18:00 Austurland

Alvaran framundan

Veturinn tiplar á tánum og hvíttar fjallstoppa einn daginn, en sól og skuggar vekja enn með sjónarspili árrisula Ausfirðinga, líkt og haustið ætli að halda þetta út. Fyrsti vetrardagur er á næsta leiti og bjartsýnin samt í kortunum; enda ekki annað að gera fyrir stjórnmálamenn og kjósendur en að halda haus og kúrs og stefna að settu marki. Enginn nær árangri með bölmóði og afglapar einir segja engu megi breyta. Myndasmiðurinn og plötusnúðurinn Maríamey á stemningsmynd dagsins, það er alvaran framundan; samspil ljóss og skugga, átaka og afslöppunnar. Dagar myrkurs eru svo á döfinni, strax eftir kosningar. Ertu tilbúin?
17.okt. 2017 - 16:00 Suðri

Brennið þið vitar Elfars Guðna Þórðarsonar 15 ára

12. október 2002 á hátíðarsamkomunni í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri Útgáfudagur Suðra að þessu sinni er 12. október 2017. Fyrir Stokkseyringa og reyndar Sunnlendinga alla er 12. október einn af stóru dögum menningarsögu svæðisins. 12. október 1893 var fæðingardagur Páls Ísólfssonar, tónskálds á Stokkseyri. Nú horfum við til baka um 15 ár eða til 12. október 2002 en á þeim degi var afhjúpað og vígt listaverk Elfars Guðna Þórðarsonar -Brennið þið vitar- í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri.
16.okt. 2017 - 20:00 Suðri

Sæki efnivið í kynlega kvisti æskuáranna

Tímagarðurinn er ný skáldsaga frá Guðmundi Brynjólfssyni, rithöfundi á Eyrarbakka, en bækur hans hafa vakið verðskuldaða athygli frá þessum úrvals rithöfundi. Suðri tók Guðmund tali um nýju bókina, Tímagarðinn, sem Sæmundur bókaútgáfa á Selfossi gefur út.
16.okt. 2017 - 17:30 Suðri

Listrými - Myndlist fyrir alla

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið ístöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðiðer að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.
16.okt. 2017 - 16:00 Austurland

Glæsilegur tæknidagur

Eins og venjulega tók Síldarvinnslan þátt og var gestum boðið að njóta góðra veitinga sem unnar voru úr hráefni úr hafinu. Þarna mátti gæða sér á unnum loðnuhrognum (masago), reyktri grálúðu, reyktum og niðursoðnum makríl,sölum,harðfiski og gómsætri síld Tæknidagur fjölskyldunnar fór fram í Verkmenntaskóla Austurlands sl. laugardag en það er Verkmenntaskólinn ásamt Austurbrú sem standa fyrir honum. Þetta er í fimmta sinn sem tæknidagurinn er haldinn en á honum efna fyrirtæki og stofnanir til kynningar á starfsemi sinni og er þá ekki síst lögð áhersla á að kynna ýmsar nýjungar. Eins má kynnast hinu fjölbreytta námsframboði Verkmenntaskólans á þessum degi. Sannast sagna er dagurinn sífellt glæsilegri ár frá ári og ljóst er að Austfirðingar kunna vel að meta það sem boðið er upp á þennan dag. Sérstök áhersla er lögð á að dagurinn höfði til allra aldurshópa og þá ekki síst til barna.
14.okt. 2017 - 18:00 Suðri

Kínverjar kynna sér framleiðslutækni Set

Í liðinni viku kom hópur Kínverja til landsins til viðræðna við stjórnendur Set um samvinnu á sviði fjarvarmalagna. Þetta er önnur heimsókn þeirra á árinu. Það sem aðallega vekur áhuga þeirra er að Set hefur yfir að ráða tækni í framleiðslu á einangruðum plaströrum í löngum einingum. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins set.is.
08.okt. 2017 - 18:00 Reykjanes

Ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 29.-30. september 2017 leggur áherslu á að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir á Suðurnesjum og felur stjórn sambandsins að funda með nýjum ráðherra samgöngumála við fyrsta mögulega tækifæri til að fara yfir áhersluatriði Suðurnesjamanna í samgöngumálum.
08.okt. 2017 - 16:30 Akureyri vikublað

Femínismi með teskeið

Geta tveir miðaldra karlar gert femíníska sýningu? Svarið er já. Ég verð að viðurkenna að ég hafði efasemdir en svo kom í ljós að tveir miðaldra karlar geta gert grjótharða femíníska grínsýningu sem fær bæði harðkjarna femínista og styttra komna til að veltast um af hlátri og tárfella svo af geðshræringu í lokaatriðinu.

08.okt. 2017 - 15:00 Reykjanes

Dragnótaveiði feikilega góð

September mánuður er á enda kominn og geta sjómenn nokkuð vel við unað. Þótt enginn mokveið hafi verið, nema kanski hjá togurnum. Ísfiskstogarnir tveir voru reyndar ekki mikið að. Berglín GK var í slipp svo til allan september og Sóley Sigurjóns GK var á rækjuveiðum og landaði 138 tonn í 3 löndunum og af því þá var rækja um 58 tonn.
08.okt. 2017 - 09:15 Akureyri vikublað

Senda jólagjafir til Úkraínu

Við höfum gert þetta undanfarin ár og vanalega byrjum við að safna gjöfum á vorin. Við erum óvenju seinar á ferðinni í ár og þess vegna leitum við til fólks um aðstoð, segir Ragnheiður Sigurgeirsdóttir sem, ásamt nokkrum konum úr Laut – athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, óskar eftir jólagjöfum handa munaðarlausum börnum í Úkraínu. Konurnar í Laut – athvarfi setja gjafirnar í litla skókassa og senda börnunum
08.okt. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Kosningarnar snúast um upplausn eða stöðugleika

Landsmenn ganga að nýju að kjörborðinu laugardaginn 28.október n.k. til að kjósa fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Það bjóst varla nokkur maður við því síðasta haust að við þyrftum aftur að mæta til að kjósa svo stuttu seinna. Nú þegar aðeins fáir dagar eru til kosninga ríkir algjört upplausnarástand.
07.okt. 2017 - 21:30 Vestfirðir

Patreksfjörður: House of creativity

Húsið - House  of  Creativity  opnaði  á  Patreksfirði  í  júní  í  sumar,  nánar  tiltekið  um Hvítasunnuhelgina  með  sýningu  á  verkum  Vasulka  hjóna  í  samstarfi  við  Listasafn  Íslands.  Þau Steina og Woody Vasulka voru einmitt heiðursgestir Skjaldborgarhátíðarinnar þetta árið, en sú hátíð fór  fram sömu  helgi.  Það  eru hjónin  Aron Ingi Guðmundsson  og Julie  Gasiglia  sem stofnuðu og reka Húsið sem er staðsett í Merkisteini, 119 ára gömlu húsi sem þau keyptu í fyrrasumar.
07.okt. 2017 - 18:00 Aðsend grein

Skilyrðislaus ást

Alfa Jóhannsdóttir Við vinkonurnar vorum að ræða það um daginn, hver við myndum vilja vera ef við mættum vera hver sem er í einn sólarhring. Einhver sagðist vilja vera Donald Trump bara til að skilja hvernig hann hugsar og önnur sagðist vilja vera Kylie Jenner í einn dag.
07.okt. 2017 - 16:30 Reykjanes

Heilsugæslan augljóslega undirmönnuð

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 29.-30. september 2017 skorar á Heilbrigðisráðherra að auka fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sérstaklega til heilsugæslusviðs.
07.okt. 2017 - 13:30 Reykjanes

Sameining já eða nei

Hér höldum við áfram að blaða í skýrslu um kosti og galla sameiningar Garðs og Sandgerðis.Kjósendur í þessum sveitarfélögum greiða atkvæði 11.nóvember 2017 hvort þeir vilji að sveitarfélögin eða hvort þeir vilja að sveitarfélögin verði áfram sjálfstæð sveitarfélög.
07.okt. 2017 - 08:56

Stundarbilun

Stundin er fréttamiðill sem einbeitir sér að rannsóknarblaðamennsku. Metnaður eigenda og starfsmanna er að kafa ofan í álitamál samtímans og færa lesendum bestu fáanlegu upplýsingar. Til þess þurfa blaðamenn Stundarinnar að vera ódeigir og þora að fletta ofan af upplýsingum og staðreyndum sem verið er að leyna til þess að afvegaleiða almenning.
06.okt. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Stelpurnar sem sameinuðu Akureyringa

„Íslandsmeistarar á fimmtudaginn, vörutalning í dag og þrjár aðrar í vikunni,“skrifaði landsliðskonan og fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, á Twitter á sunnudaginn undir mynd af leikmönnum liðsins í vörutalningu fyrirtækis hér í bæ. Síðasta fimmtudag lauk Þór/KA frábæru sumri með Íslandsmeistaratitli eftir 2-0 sigur á FH. Eftir nánast óstöðvandi sigurgöngu varð spennan þó óþarflega mikil að mati flestra áhangenda liðsins, en svona er víst fótboltinn.
06.okt. 2017 - 17:00 Reykjanes

Hafsteinn kokkur ársins

Hafsteinn Ólafsson, Sumac Grill + Drinks er Kokkur ársins 2017, þetta er í fjórða sinn sem Hafsteinn tekur þátt í keppninni og fyrsti sigur hans í keppninni. Hann hefur þegar unnið þrenn silfurverðlaun í sömu keppni.
06.okt. 2017 - 11:30

Hulda Björg Hannesdóttir í yfirheyrslu

Knattspyrnukonan Hulda Björg Hannesdóttir spilar með Íslandsmeisturum Þórs/KA. Hulda Björg er uppalin í 603 en segir Grímsey aðal staðinn.
05.okt. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Þorvaldur Bjarni missti fótanna: „Þetta bjargaði hjónabandinu og var mjög gott á mig og fyrir mig“

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson flutti til Akureyrar árið 2015 til að taka við starfi tónlistarstjóra MAk. Í einlægu viðtali ræðir Þorvaldur um ómannblenda Akureyringa, tónlistarferilinn, sem er bæði langur og fjölbreyttur, ástina, sinfóníuhljómsveitina, sem þykir allt í einu orðin svöl, og tímabilið þegar hann missti fótanna og lét egóið ráða för.
01.okt. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Ólafur Jóhann í yfirheyrslu

Ólafur Jóhann Magnússon er 25 ára handboltamaður sem er kominn heim til KA. Fyrirmyndir Ólafs eru foreldrar hans og handboltakappinn Andri Snær Stefánsson. Fullt nafn, aldur og starfstitill: „Ólafur Jóhann Magnússon, 25 ára sjómaður og handboltamaður.“
01.okt. 2017 - 16:30 Arnaldur Máni Finnsson

Skjótt skipast veður

Því er oft haldið fram að hverju innihaldi hæfi ákveðið form best - en auðvitað fer það eftir aðstæðum hverju sinni hversu afstæð sú hugsun verður. Við viljum ekki „rangt form“ á ögurstundu - heitan drykk í þrúgandi gufubaði eða álíka. Þið skiljið.
01.okt. 2017 - 16:30 Austurland

Ég hata ruslatunnur

Í umræðunni hefur oft komið upp að aðilar ætla að fara að rukka fyrir bílastæði við ferðamannaperlur og er það vel, ef þjónusta er til staðar. Þá er oft nefnt að stefnt sé að því að koma upp ruslatunnum á bílastæðunum. Ég hef hins vegar gersamlega óbeit á ruslatunnum á bílastæðum, enda gera þær ekkert nema að fyllast, hvort sem þær eru á Glerártorgi eða Teigarhorni.
01.okt. 2017 - 10:30 Suðri

Sigþrúður Jónsdóttir hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Frá afhendingu verðlaunanna: F.v. Steinar Kaldal, aðstoðarmaður ráðherra, Ævar Þór Benediktsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Ævar Þór Benediktsson hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Sigþrúður Jónsdóttir fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti í dag. Verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, þann  14. september.
01.okt. 2017 - 09:00 Akureyri vikublað

Ófrísk í crossfit

Vigdís Arna er í hörkuformi og mætir enn fjórum sinnum í viku á æfingu þótt hún sé kominn á steypirinn. Vigdís Arna, sem er 23 ára þriðja árs nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, á von á sínu fyrsta barni 5. október. Hún hefur æft crossfit í nokkur ár og gefur lítið eftir þótt hún sé komin á steypirinn. „Ég hef gott forskot. Það er ekki eins og ég hafi verið að byrja þegar ég varð ólétt,“ segir Vigdís sem tekur tvöfalt sipp, „burpees“ og handstöðupressur nánast án þess að blása úr nös. 
01.okt. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Uppnám og óvissa korteri fyrir kosningar

Upplausnarástand íslenskra stjórnmála áratuginn eftir hrun nær nýjum hæðum í aðdraganda skyndikosninganna í lok október. Nýtt framboð fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins setur hægri vænginn í uppnám og er líklegt til að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninga. Takist Sigmundi Davíð og félögum að fá öflugt fólk til liðs við sig getur flokkur hans orðið skæður keppinautur bæði Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins, auk þess að sundra framsóknarmönnum kljúfa flokkinn í tvennt.
30.sep. 2017 - 18:00 Vesturland

Ellý kveður Akranes

„Ég var nýbúin í Listaháskóla Íslands og mig langaði að breyta til. Við bjuggum í Breiðholti í Reykjavík. Hverfið var að taka miklum breytingum og ég var ekki viss um að það væri gott fyrir börnin mín að alast þar upp. Eiginlega langaði mig til að búa í sveit, í ró og næði, og geri það reyndar enn. Ég sá að það var auglýst eftir forstöðumanneskju í unglingamiðstöð á Akranesi, sótti um og fékk starfið.“
30.sep. 2017 - 15:00 Austurland

Óbærilegur léttleiki dauðans

Ég hugsa mikið um dauðann. Mér finnst gott að hugsa mikið um dauðann. Það er vegna þess að ef ég get hugsað um dauðann þá þýðir það að ég sé lifandi (held ég) – og meðvitundin um að dauðinn gæti bankað upp á hvenær sem er og kíkt í kaffi gefur hverju augnabliki ákveðna fegurð.
30.sep. 2017 - 13:30 Suðri

Klaustur og Kötlugos á netinu

Í síðasta tbl. Suðra var birt grein um Kötlu og Kötlugos sem er af vefnum eldsveitir.is. Það láðist að geta þess hvaðan greinin var og að höfundur hennar er Lilja Magnúsdóttir. Lilja sagði Suðra frá þessum fyrirtaks góða vef sem hún heldur úti um eldsveitirnar.
30.sep. 2017 - 10:30 Austurland

Krummi gerir sig heimakominn

Hrafninn Vopni/Mynd; vopnafjardarhreppur.is / MMÞ Hrafn einn hefur gert sig heimakominn við Selárlaug í Vopnafirði. Hrafninn hefur löngum þótt athyglsiverður fugl, af honum fara þjóðsögur í íslenskum og erlendum þjóðsagnasöfnum og ritum um þjóðlegan fróðleik. Eru flestar tengdar spásagnargáfu hrafnsins og fjalla um hann sem feigðarboða.
30.sep. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Samfélagið er okkar

Argaþrasið í samfélaginu nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Óvæntar kosningar nálgast óðfluga og skoðanaglatt fólk fær sína útrás á kaffistofum og/eða samskiptamiðlum. Nú skal segja sína skoðun og meira að segja umræðuefni sem við vonuðumst til að þurfa aldrei að ræða aftur, Icesave, er komið í orðræðuna.
29.sep. 2017 - 18:00 Vesturland

Ný bók Magnúsar Þórs um þátt Vesturlands í stríðinu

Nú er verið að prenta nýja bók á sviði sögu Íslands í seinni heimsstyrjöld eftir Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóra Vesturlands. Titill bókarinnar er „Vargöld á vígaslóð – Frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni.“ 
29.sep. 2017 - 07:00 Theodór Ingi Ólafsson

Munið að kjósa

Ritstjórinn bað mig um að skrifa baksíðupistill. Ég sagði „ekkert mál“. Svo hrúguðust inn fréttir af stjórnarslitum, leyndarhyggju, þingrofi, yfirhylmingu, ábyrgð, ábyrgðarleysi og allir urðu brjálaðir. Flestir voru reiðir út í Sjálfstæðisflokkinn, þar á meðal ég, og svo voru um 25% landsmanna brjáluð út í þá sem voru brjálaðir út í Sjálfstæðisflokkinn.
28.sep. 2017 - 21:00 Suðri

Kalak eftir Kim Leine

Út er komin hjá Sæmundi bókin Kalak eftir Kim Leine. Kim Leine hlaut Bókmenttaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Spámennina í Botnleysufirði sem var afar vel tekið af íslenskum lesendum þegar hún kom út í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar haustið 2015. Kalak sem Jón Hallur hefur nú þýtt er ekki síður athyglisvert verk og jafnfram til skilningsauka á Spámönnunum og Morten Falk, aðalpersónu þeirrar bókar.
28.sep. 2017 - 18:00 Austurland

Fróðleiksmoli um jarðfræði Austurlands: Zeólítar – geislasteinar

Stilbít og sykurberg, eintak í steindasafni Teigarhorns Á Teigarhorni við Berufjörð má finna margar tegundir geislasteina. Tegundir geislasteina í heiminum eru alls 48, en 20 þeirra eru þekktar hér á landi. Zeólítar eru gjarnan greindir eftir lögun þ.e. eftir því hvort þeir eru geislóttir, blaðlaga eða teningslaga.
28.sep. 2017 - 13:30 Vesturland

Krókakarlar vilja netaveiðar

Handfæraþorskur dregst úr sjó. Nú vilja sumir frekar fá að taka hann í net. Aðalfundur Snæfells – félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi var haldinn 17. september í Grundarfirði. Þar var Örvar Már Marteinsson frá Ólafsvík kosinn nú formaður félagsins.  Hann tók við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gaf ekki kost á sér áfram eftir tveggja ára formennsku. 
28.sep. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Halla Ólöf kærði Róbert Downey: „Að hann hafði fengið uppreist æru ýtti mér yfir brúnina“

Akureyringurinn Halla Ólöf Jónsdóttir er ein þeirra kvenna sem kærðu lögmanninn Róbert Árna Hreiðarsson fyrir kynferðisbrot. Í einlægu viðtali segir Halla Ólöf frá ofbeldinu sem mótaði líf hennar, leit hennar að viðurkenningu, áfallinu sem hún fékk þegar níðingur hennar fékk uppreist æru og atburðarásinni sem varð til þess að ríkisstjórn Íslands riðaði til falls.
24.sep. 2017 - 21:00 Eyjan

Fréttaskýring - Teigsskógur: Afleiðing séríslenskra ákvæða

Þegar löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismat var innleidd árið 2000 var í nokkrum atriðum vikið frá reglugerð Evrópusambandsins, ESB,  og sett mun strangari lagaákvæði í íslenska löggjöf. Fleiri framkvæmdir eru skyldaðar í umhverfismat hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Eitt atriðið varðar vegagerð. Í ESB reglunum eru nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km matsskyldir. Í íslensku útgáfunni eru allir nýir vegir lengri en 10 km matsskyldir.

(15-28) Húðfegrun: Gelísprautun - okt