10. mar. 2017 - 20:00Akureyri vikublað

Svanfríður saknar ekki stjórnmálanna: „Ég verð aldrei manneskja sem situr hjá“

Svanfríður Inga Jónasdóttir á Dalvík á langan feril í stjórnmálum að baki. Svanfríður ræðir hér um reynslu sína sem ung kona á þingi á tímum þegar fáar konur voru í stjórnmálum, uppeldið hjá ömmu og afa á Dalvík, eiginmanninn sem styður hana í einu og öllu, öfgar og þjóðernispopúlisma, sem hún óttast, og jafnréttisbaráttuna, sem hún segir enn eiga langt í land.

Umdeildari á yngri árum Svanfríður segir umræðuna oft hafa verið óvægna þegar hún var að stíga sín fyrstu skref. Hún vonar að samfélagsumræðan sé ekki jafn grimm í dag. Mynd: Sigtryggur Ari

Ég sakna aldrei neins sem er liðið,

segir Svanfríður Inga Jónasdóttir innt eftir því hvort hún sakni skarkala stjórnmálanna en hún sat um árabil á Alþingi Íslendinga og einnig sem bæjarstjóri á Dalvík.

Óhrædd við ákvarðanir

Svanfríður tekur á móti blaðamanni í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík en hún hefur setið í stjórn hússins frá upphafi. „Mér finnst mikilvægt að hafa alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gera, eitthvað sem reynir á mig. Ég vil alltaf vera að læra eða lesa; halda hausnum gangandi. Kannski þarf ég alltaf að vera að sanna eitthvað fyrir sjálfri mér – ég veit það ekki. Hins vegar er ég alltaf snögg að loka dyrunum og finnst framtíðin ávallt áhugaverðust. Stundum velti ég jafnvel fyrir mér hvort ég sé of fljót að skella á eftir mér því auðvitað er gott að fara vel yfir hlutina. Ég hef alltaf verið fljót að taka ákvarðanir og eftir því sem maður eldist og öðlast meiri reynslu verður maður óhræddari. Ég skynja það gjarnan í stjórnmálum að reynslulítið fólk er oft hrætt við ákvarðanir – eins og þær séu eitthvað óendanlegt. Það kemur alltaf nýr dagur. Lífið veltur áfram og umhverfið breytist látlaus.“

Ung á þingi

Svanfríður kom fyrst inn sem varamaður á Alþingi árið 1984, á tímum þegar fáar konur sátu á þingi.

Ég var mjög ung en mér var í sjálfu sér vel tekið. Þarna voru margir rosknir karlmenn, hoknir af reynslu, sem tóku mér föðurlega og fannst í lagi að klappa mér á öxlina og segja mér til. Það var notalegt en ég held að þeir hafi ekki átt von á því að ég færi að derra mig um sjávarútveg strax á þriðja degi. Ég hafði skynjað í sveitarstjórn að ef maður vildi vera marktækur væru sjávarútvegsmálin eitt af því sem maður yrði að kunna skil á og þar að auki kom ég úr sjómannafjölskyldu á Dalvík. Það lá beinast við að maður setti sig inn í þau mál.

Gaspur og upphrópanir

Hún segir vinnubrögð þingmanna í ræðustól hafa valdið henni vonbrigðum. Menn hafi látið gamminn geisa án þess að hafa endilega eitthvað marktækt að segja. „Þetta gekk fram af mér þá en í dag skil ég hvað mönnum gekk til. Þetta er leið til að koma höggi á andstæðinginn en er leiðinda málflutningur. Ég kom síðan aftur sem varamaður inn á þing um 1990, og þá sem stjórnarþingmaður sem er svolítið annað en að vera í stjórnarandstöðu. Þegar ég kom síðan aftur inn á þing, árið 1995, og þá sem kjörinn þingmaður, hafði konum fjölgað og umræðan batnað. Konur vönduðu oftar málflutning sinn. Þær vildu vera öruggar með það sem þær voru að segja og tóku ekki þátt í svona löguðu. Síðan hafa þær sýnist mér margar runnið inn í þessa menningu. Það eru alltaf fleiri konur sem taka þátt í þessu gaspri og upphrópunum, því miður, því þetta skilar engu, hvorki fyrir mann sem einstakling né fyrir samfélagið.“

Lífið með ömmu

Svanfríður býr á Dalvík ásamt eiginmanni sínum, Jóhanni Antonssyni, en Dalvík hefur alltaf átt stóran hluta af hjarta hennar. Þar bjuggu móðurforeldrar hennar og þar var hún öllum stundum þegar hún var ekki í skóla.

Faðir minn lést þegar ég var ung. Mamma giftist aftur og ég ílengdist hjá ömmu Svanfríði. Ef amma hefði ekki farið á vertíð reglulega hefði ég að öllum líkindum líka farið í skóla á Dalvík. Hún hafði hins vegar reynslu af því að vera með barn á vertíð og vissi að það var enginn staður fyrir barn. Þess vegna fór ég í skóla í Kópavogi þar sem mamma bjó. Mér leið best í rólegheitunum hjá ömmu. Við vorum mjög hændar hvor að annarri,

segir hún og viðurkennir að líklega hafi það haft mótandi áhrif á hana að alast upp hjá eldri kynslóð. „Amma og afi höfðu sérstakar uppeldisaðferðir. Manni var algjörlega treyst og það eina sem þau voru ekki sátt við var ef ég stóð mig ekki í vinnu. Ég held að það hafi verið mjög gott veganesti sem hefur fylgt mér. Að vera elsta systir hefur líka mótað mig. Ég hef alltaf gert kröfur til mín og er mjög óánægð ef ég klára ekki verkefni sem ég byrja á.“

Önnum kafin amma

Þótt hún hafi langtímum verið með annan fótinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hún alltaf átt lögheimili fyrir norðan. „Dalvík er heima. Héðan finnst mér gott að gera út. Nú búa tveir af strákunum mínum í Reykjavík og einn á Akureyri en ég er ekki viss um að það færi eitthvað betur um okkur þótt við byggjum öll á sama stað. Kannski maður myndi hitta barnabörnin oftar en það væri öðruvísi. Ég kann þessu fyrirkomulagi vel. Strákarnir mínir koma milli jóla og nýárs, á páskum og kannski á Fiskideginum og þá erum við öll saman. Það finnst okkur frábært. Þá gista allir, eru saman á náttfötunum og gera eitthvað skemmtilegt og þá er gott að eiga stórt hús,“ segir Svanfríður sem býr í gamla húsi ömmu sinnar og nöfnu. Synirnir eru þrír og ömmubörnin sjö.

Ég á orðið tíu afkomendur. Það finnst mér vel af sér vikið. Ömmuhlutverkið gerir ákveðna kröfu til manns og ég hef oft velt fyrir mér hvað það er að vera hefðbundin amma. Ég er amman sem er alltaf önnum kafin, eins og líklega flestar ömmur í dag.

Áköf ung kona

Svanfríður lét jafnréttismál sig varða mjög snemma. „Ég var mjög áköf ung kona og hef alltaf verið þótt aðstæður hafi breyst. Stundum liggur manni meira á hjarta en á öðrum tíma. Ég hef legið andvaka margar nætur yfir því hversu misréttið er mikið í raun og veru. Það getur hreinlega verið átakanlegt að vita og hugsa um það. Við konur af minni kynslóð vorum ekki eins öruggar með okkur og ungar konur í dag. Við höfðum ekki þessar fyrirmyndir og þurftum virkilega á því að halda að það væri stappað í okkur stálinu. Ég hef verið virkilega heppin með manninn minn, sem hefur alltaf bakkað mig upp og ögrað mér ef ég hef hikað. Hann hefur alltaf haft trú á mér og stundum mun meiri trú en ég sjálf. Það er ekkert sjálfgefið og sér í lagi ekki á þeim tíma sem fyrstu konurnar voru að gera sig gildandi í pólitík. Margir eiginmenn áttu hreinlega erfitt með það.“

Dalvíkingur Svanhildur býr í gamla húsi ömmu sinnar og nöfnu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ætlaði að verða blaðamaður

Hún segist ekki hafa haft hugmyndaflug í æsku til að eiga drauma um að láta að sér kveða í pólitík. „Þegar við vinkonurnar í gagnfræðaskóla vorum að pæla í hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stórar markaðist val okkar af umhverfinu og þeim konum sem við litum upp til. Við vorum að rifja þetta upp vinkonurnar um daginn og þótt þær haldi því fram að ég hafi ætlað að verða stjórnmálamaður er ég klár á því að ég ætlaði að verða blaðamaður en giftast stjórnmálamanni. Þetta hefur eitthvað skolast til hjá þeim. Mér fannst of langsótt að ætla sjálf í stjórnmálin. Þótt Hulda [Jakobsdóttir, fyrsta konan til að verða bæjarstjóri] hefði verið bæjarstjóri í Kópavogi dugði það ekki til.“

Femínismi nauðsynlegur

Aðspurð segir hún ungar konur í dag upp til hópa kraftmiklar. „Stelpur eru orðnar svo miklu öruggari, eins og inni á þingi þar sem eru margar flottar ungar konur sem eru svo frjálsbornar og æðislegar. Ég er einnig ánægð með elsta barnabarnið mitt en hann stofnaði femínistafélag með vinum sínum í tíunda bekk. Það er svo gaman að sjá nýja hópa taka við keflinu. Í dag vitum við að femínismi er nauðsynlegur. Það er líka nauðsynlegt að einhverjir séu virkilega agressífir til að kalla fram viðbrögð og skerpa á umræðunni því það gerist lítið ef við ætlum öll að vera „mainstream“. Það þarf einhver að færa út mörkin. Þannig skapast rými fyrir fleiri. Það er enn langt í land. Baráttan er ekki orðin sjálfbær. Við þurfum enn að hafa fyrir henni á hverjum degi. Um leið og baráttufólk slakar á kemur bakslag. Þess vegna verðum við öll að vera meðvituð um það hvað við erum að gera, segja og hvernig við viljum haga lífinu.“

Umræðan erfið

Hún viðurkennir að það hafi stundu reynt á að standa í fæturna sem ung kona sem lét sig málin varða.

Sérstaklega hér á Dalvík þegar ég var að byrja í bæjarpólitíkinni. Umræðan gat orðið erfið og ég veit að strákarnir mínir fengu stundum að heyra það. Fólk var að sletta í þá en sagði kannski ekkert við mig. Ég held að slíkt sé ekki jafn algengt í dag. Samfélagið hefur mildast. Við erum ekki jafn grimm. Ég vona allavega að samskiptin séu orðin betri en kannski fær fólk bara sína útrás á netinu í staðinn. Ég var umdeildari þegar ég var yngri en sem betur fer hef ég haft mikla aðlögunarhæfni og átt gott með að laga mig að aðstæðum. Það hjálpaði líka hvað ég hef alltaf haft gaman af öllu sem ég tek mér fyrir hendur, ef ekki strax þá þegar ég er farin að lesa mér til. Ég er yfirleitt fljót að átta mig á hlutunum.

Hreifst af rauðsokkum

Svanfríður var fyrsta konan sem leiddi lista í pólitík á Dalvík og fyrsta konan sem varð aðstoðarmaður fjármálaráðherra og síðan fyrsta konan sem var bæjarstjóri á Dalvík, sem reyndar var þá orðin Dalvíkurbyggð. „Oftar en ekki hugsaði ég ekki einu sinni út í það. Mér fannst svo sjálfsagt að taka þessi verkefni að mér. Ég hef aldrei skorast undan áskorunum og hreifst strax, sem ung kona, af málflutningi rauðsokka. Það var alltaf ljóst að ég myndi skapa minn eigin starfsframa. Ég ætlaði að vinna fyrir mínum tekjum, eins og amma og mamma.“

En kom aldrei til greina að ganga í Kvennalistann?

Á litlum stað eins og Dalvík var ekki grundvöllur fyrir Kvennalista en mikið ofboðslega fannst mér málflutningur þeirra spennandi. Ég var samt meiri rauðsokka en þær og herskárri, sem kemur líklega úr mínu uppeldi. Afi var sósíalisti og hér var mikið rætt um þjóðmálin og mamma mín lá ekki á skoðunum sínum.

Klofningarsaga jafnaðarmanna

Hún segir slæmt gengi Samfylkingarinnar í síðustu kosningum áhyggjuefni. „Einhverra hluta vegna hefur hreyfing jafnaðarmanna klofnað látlaust alla síðustu öld, þetta er ein klofningarsaga, því miður. Vonandi bera menn gæfu til að stilla saman strengi. Ég óttast þær öfgar og þjóðernispopúlisma sem nú virðist vaða uppi í pólitíkinni, ekki síst á alþjóðavísu. Ég vona að við sjáum það breytast og held að veröldin þurfi á því að halda að vera með sterka hreyfingu jafnaðarmanna,“ segir hún og bætir aðspurð við að henni lítist vel á Loga Einarsson, núverandi formann Samfylkingar.

Hann er ferskur og óttalaus – réttur maður á réttum tíma.

En hver er skýringin á slæmu gengi gamla flokksins hennar?

„Samfylkingin átti að verða breytingarafl sem flokkurinn náði svo ekki að sýna þegar hann var kominn í ríkisstjórn, en þá voru aðstæður líka fordæmalausar. Þar með glataðist það eina sem stjórnmálaflokkur þarf að hafa – traustið. Það mun taka tíma að vinna það til baka. Ég er samt alltaf bjartsýn. Vonandi kemur að því að menn átta sig á því hvað sterkur jafnaðarmannaflokkur er mikil nauðsyn og láti af persónulegum hégóma og valdastreitu.“

Leiddist í stjórnarandstöðu

Eftir tvö ár í stjórnarandstöðu á þingi ákvað Svanfríður að hætta og snúa sér að öðrum málum. „Ég geri mér grein fyrir mikilvægi stjórnarandstöðu, bæði í sveitarstjórn og á Alþingi, en ég vil miklu frekar vera þar sem valdið er. Eftir tvö kjörtímabil var mér farið að leiðast,“ segir Svanfríður sem steig af þingi og hellti sér út í nám. Ekki leið þó á löngu þar til hún var aftur komin á kaf í bæjarpólitíkina. „Mér finnst erfitt að segja nei þegar eftir kröftum mínum er leitað. Þegar maður býr á svona stað er sjálfsagt og eðlilegt að maður taki þátt og nýti reynslu sína í þágu annarra. Að sama skapi finnst mér jafn eðlilegt að maður stígi til hliðar. Það getur verið skaðlegt að sitja of lengi á sömu póstum,“ segir hún og játar því að hennar afskiptum af stjórnmálum sé nú lokið.

Allavega með beinum hætti en ég tek ennþá að mér verkefni og þess háttar. Ég verð aldrei manneskja sem situr hjá.

Viðtal Indíönu Ásu Hreinsdóttur birtist fyrst í Akureyri Vikublaði. Smelltu hér til að lesa blaðið.
24.mar. 2017 - 18:00 Reykjanes

Nóg um að vera á loðnuvertíðinni

Í síðasta pistli þá endaði ég að tala um loðnubræðslunni í Sandgerði sem því miður hætti starfsemi. Grindvíkingar sitja svo til við sama borð og Sandgerðingar gagnvart loðnunni. Loðnuverksmiðja var rekin í Grindavík undir nafinu Fiskimjöl og Lýsi og árið 1997 þá keypti Samherji Albert GK og jafnframt verksmiðjuna. Albert GK fékk nafnið Oddeyrin og í hönd fóru miklar framkvæmdir í Grindavík og var verksmiðjunni svo til byggð upp alveg frá grunni og þegar upp var staðið þá var hún orðin 1500 tonna verksmiðja, og það kláraðist árið 2003. Til að mynda þá voru tekin á móti 97 þúsund tonnum af uppsjávarfiski í Grindavík árið 2003, og af því þá var loðna 68 þúsund tonn.
23.mar. 2017 - 18:00 Austurland

Að hafa ekki skoðun

Á tímum samfélagsmiðla og kommentakerfa er hægt að hneykslast, tuða og vera brjálaður 24 tíma dagsins 7 daga vikunnar. Ananas á pizzur, ókeypis túrtappar í bíóum og áfengi í verslanir (þreytt dæmi, afsakið). Það er hægt að hafa skoðun á öllu og öllum og það er auðvelt að reyna troða skoðunum sínum uppá aðra. Treystið mér ég hef alveg reynt það.
23.mar. 2017 - 18:00 Austurland

Make it happen again - Ávextir austfirskrar hönnunar

Föstudaginn 24.mars kynnir Austurland áfangastaðaverkefni sitt og austfirska hönnun í víðu tilliti með viðburði á KEX Hostel í Reykjavík, sem fram fer undir merkjum HönnunarMars. Garðar og Eva hjá STUDIO EYJOLFSSON kynna verkefni sem þau hafa verið að vinna með franska hönnuðinum Thomas Vailly og ber heitið Vidar – Woody en Elísabet og Ágústa hjá ALVÖRU kynna vörulínu úr hreindýraleðri sem ber heitið USELESS.
23.mar. 2017 - 14:13 Reykjanes

Mannmergð á safnahelgi

Það var mikill straumur af fólki sem sótt Ásgeir Hjálmarsson heim í Braggann um Safnahelgina. Ásgeir hefur í gegnum tíðina safnað alls konar hlutum sem geyma vel söguna. Ásgeir átti hugmyndina að því að koma upp Byggðasafni Garðs fyrst í þröngum húsakynnum á Garðskaga en síðar var byggt myndarlegt hús undir munina. Ásgeir er nú kominn á eftirlaunaaldur en heldur samt ótrauðu áfram við að safna.
23.mar. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Helena er þakklát fyrir hvert ár: „Ég er jafn hissa og aðrir að ég skuli enn halda röddinni“

Þótt Helena Eyjólfsdóttir sé orðin 75 ára gömul heldur hún enn tónleika fyrir fullu húsi. Eftir 60 ára feril gaf Helena út sína fyrstu plötu undir eigin nafni í fyrrahaust. Í einlægu viðtali ræðir söngkonan um lífið með Finni Eydal, skemmtanamenningu landans og tónlistina sem heldur henni ungri.
23.mar. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Helena Eyjólfs: Fullorðið fólk er orðið of vant að sitja bara heima og horfa á sjónvarpið

Helena Marín Eyjólfsdóttir söngkona segir allt öðruvísi að koma fram í dag en í gamla daga. Í einlægu viðtali segir hún að margt hafi breyst á 60 ára ferli í tónlistarheiminum. „Þetta er allt annar heimur. Hér áður fyrr voru haldin böll og fólk kom til að dansa. Þá hafði fólk ekki afþreyinguna úr sjónvarpinu.“
20.mar. 2017 - 19:00 Austurland

„Sá aðili sem kemur inn í þetta þarf að brenna fyrir þetta starf“

Í ljósi nýsamþykktrar menningarstefnu Fjarðabyggðar mun aðkoma sveitarfélagsins að stuðningi við hvers kyns menningarstarfsemi stóreflast með tilkomu nýrrar menningarstofu. Að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar mun Menningarstofa Fjarðabyggðar ekki endilega verða staður með kaffistofu og móttöku enda getur eðli slíkrar starfsemi vart gengið upp í fjölkjarna bæjarfélagi eins og Fjarðabyggð ef hún er staðbundin. Helstu nýmælin í stefnunni eru fyrrnefnd stofnsetning Menningarstofu og ráðning forstöðumanns hennar en á meðal verkefna viðkomandi verður að hrinda í framkvæmd viðamikilli aðgerðaráætlun sveitarfélagsins til 2018.
20.mar. 2017 - 17:00 Reykjanes

Aflafréttir - Loðnu landað í Helguvík

Jæja það fór þá þannig að verkfallið sem hafði staðið siðan um miðjan desember leystist og allur flotinn fór á sjóinn. Og það var eins og við mannin mælt. Tvennt gerðist. Mokveiði var og fiskverð á fiskmörkuðum hrundi niður. Það gerði það að verkum að smábátasjómenn héldu að sér höndum þegar mesta mokið var.
19.mar. 2017 - 22:00 Akureyri vikublað

Sigtryggur Bjarni í yfirheyrslu

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður ætlaði alltaf að verða listmálari þegar hann yrði stór. Sigtryggur Bjarni heldur sýningu þessa dagana í Listasafninu á Akureyri. Fullt nafn, aldur og starfstitill: „Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, 51 árs, myndlistarmaður.“ Skólaganga? „Oddeyrarskóli, Barnaskóli Akureyrar, Gagnfræðaskóli Akureyrar, Menntaskólinn á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóli Íslands, Ecole des Arts Decoratifs, Strasbourg, Frakklandi.“
19.mar. 2017 - 20:00 Vesturland

Arna var prestur í hruninu: „Eftir á að hyggja þá var þetta svakalegt“

Séra Arna Grétarsdóttir tók við sem nýr sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós þann 1. júlí í fyrra. Áður hafði séra Gunnar Kristjánsson setið staðinn í hartnær 38 ár. Áður en Arna hóf störf sem nýr prestur á Reynivöllum hafði hún starfað í ein níu ár sem prestur íslenska safnaðarins í Noregi. Það var mikil reynsla. Aðeins um ári eftir að hún hélt til Noregs ásamt fjölskyldu sinni árið 2007 dundi efnahagshrunið mikla yfir haustið 2008.
19.mar. 2017 - 17:00 Akureyri vikublað

Sandra María: „Þetta fór betur en á horfði

Landsliðskonan Sandra María Jessen stefnir á að komast aftur inn á völlinn í sumar. Sandra lenti í slæmu samstuði í leik Íslands og Noregs en meiðslin eru ekki jafn alvarleg en hún óttaðist. „Þetta fór betur en á horfðist,“ segir Akureyringurinn og landsliðskonan í knattspyrnu, Sandra María Jessen, sem meiddist á leik Íslands og Noregs á Algarve-æfingarmótinu þann 1. mars.
18.mar. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Katrín og Jóhann opna Lemon á Akureyri: „Skiptir máli að hugsa um heilsuna“

Katrín Ósk Ómarsdóttir og maður hennar, Jóhann Stefánsson, opna veitingastaðinn Lemon á Akureyri í vor. Katrín féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir. „Við erum orðin mjög spennt og miðað við hvað við erum að fá góð viðbrögð sýnist mér að eftirvæntingin í bænum sé umtalsverð. Það virðist vera markhópur fyrir svona stað,“ segir Katrín Ósk Ómarsdóttir sem mun opna Lemon veitingastað á Akureyri í maí ásamt manninum sínum, Jóhanni Stefánssyni.
18.mar. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Sigríður Ingibjörg berst fyrir réttindum fatlaðra barna í Tansaníu

Síðastliðinn september fór ég í sjálfboðastarf til Moshi sem er í Tansaníu. Moshi er staðsett undir rótum Kilimanjaro-fjallsins sem er hæsta fjall Afríku. Þar starfaði ég sem iðjuþjálfi með samtökunum Building a Caring Community (BCC) sem bjóða upp á þjónustu fyrir börn með færniskerðingar og fjölskyldur þeirra.
17.mar. 2017 - 13:48 Suðri

Baldur leysir Herjólf af

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer í reglubundna slipptöku í maí. Breiðafjarðarferjan Baldur siglir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan slipptökunni stendur. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun frá 1. maí næstkomandi og Baldur til 30. apríl og siglir frá Vestmannaeyjum frá og með 2. Maí. Stefnt að því að því að Baldur verði kominn aftur á áætlun í Breiðafirði sunnudaginn 21. maí. 


17.mar. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Gagnrýni: „Rómantík, spenna og gaman“

Freyvangsleikhúsið frumsýndi föstudaginn 10. mars gamanleikinn Góðverkin kalla. Verkið er eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason og var skrifað árið 1993. Leikstjórar eru Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson, en tónlistarstjóri er Jóhann Axel Ingólfsson.
16.mar. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Kristján Pétur lifði og hrærðist í sukkinu: „Þetta var helvítis basl og læti en mjög skemmtilegt“

Tónlistarmaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson hefur spilað með ótal hljómsveitum frá fimmtán ára. Hann fagnar brátt 66 ára afmæli sínu og segist hafa jafn gaman að því að koma fram með hljómsveitum í dag. „Þess vegna er ég enn að,“ segir Kristján sem tjáir sig um lífið, rokkið og sukkið í viðtali við Akureyri vikublað.
16.mar. 2017 - 12:35 Indíana Ása Hreinsdóttir

Tímaþjófurinn Facebook

Þeir gerast ekki verri tímaþjófarnir en Facebook. Sjálf á ég til að hanga á samskiptasíðunni í einhverri óskiljanlegri leiðslu, skrollandi upp og niður, njósnandi um hinn og þennan, „lækandi“ færslur og myndir eins og mér sé borgað fyrir það, sér í lagi þegar ég þyrfti sérstaklega að vera dugleg að vinna. Aldrei horfi ég til dæmis á fleiri fyndin eða krúttleg myndbönd af kisum eða smábörnum eins og þegar ég er undir álagi í vinnunni.
16.mar. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Kristján Pétur – reis upp frá dauðum

Tónlistarmaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson hefur verið í ótal hljómsveitum sem eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í einlægu viðtali ræðir Kristján Pétur um tónlistina og myndlistina, sem hann gerir engan greinarmun á, sukkið í Kristjaníu, brauðstritið, fjölskylduna og sér í lagi afasoninn sem hefur haldið honum ungum, skapið sem á til að hlaupa með hann í gönur, ástina sem er enn jafn heit og hún var fyrir 20 árum og hjartaáfallið sem breytti lífinu.
16.mar. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Kristján rifjar upp augnablikið sem hann dó: „Þessu var bara tekið með húmor“

Kristján Pétur Sigurðsson tónlistarmaður fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og hné niður.  Hann dó í stutta stund en var vakinn aftur til lífsins þegar sjúkrabíll kom á vettvang. Kristján Pétur var staddur í Pennanum Eymundsson þegar hann fann fyrir undarlegri tilfinningu. Í viðtali við Akureyri vikublað rifjar Kristján upp þetta augnablik sem hefði getað verið hans síðasta og afleiðingar þess.
13.mar. 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Kjósendur blekktir

Nýjustu axarsköft ríkisstjórnarinnar eru þau að kasta samgönguáætluninni út um gluggann.  Áætlunin var samþykkt fáum vikum fyrir Alþingiskosningarnar á síðasta ári og nú að þeim afloknum  er látið eins og yfirlýsing þingisins til kjósenda hafi verið siðlaus skrípaleikur að því er fjármálaráðherrann lét sig hafa að segja í útvarpsþætti í vikunni.
12.mar. 2017 - 23:00 Akureyri vikublað

Vaðlaheiðar-Valgeir ætlaði að verða lögreglu- eða slökkviliðsmaður

Valgeir Bergmann Magnússon er framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Valgeir ætlaði að verða lögreglu- eða slökkviliðsmaður þegar hann yrði stór og ef hann væri einræðisherra myndi hann banna sígarettur. Fullt nafn, aldur og starfstitill: „Valgeir Bergmann Magnússon, 43 ára, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.“
12.mar. 2017 - 19:00 Austurland

Ást og friður á Eistnaflugi

Tónlistarhátíðin Eistnaflug er haldin í Neskaupstað fyrstu helgina júlí ár hvert. Eistnaflug verður haldið í þrettánda sinn sumarið 2017. Hátíðin hefur þróast mikið og stækkað jafnt og þétt frá árinu 2005, þegar Eistnaflug var fyrst haldið, en þá rúmuðust allir hátíðargestir utan Neskaupstaðar í eina rútu. Síðustu ár hafa hátíðargestir verið 2000-2500. Í ár hlaut hátíðin bæði Eyrarrósina og var valin Tónlistarhátíð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.
12.mar. 2017 - 13:30 Akureyri vikublað

Alexander Jósep er í úrvalshópi nemenda: „Þessi heiður skiptir mig mjög miklu máli“

„Þessi heiður skiptir mig mjög miklu máli,“ segir Alexander Jósep Blöndal, nemandi í tölvunarfræði í Háskólanum á Akureyri, sem er í úrvalshópi nemanda á forsetalista tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík en nemendur á listanum hafa náð bestum árangri á prófatímabilinu og fá þar með skólagjöld niðurfelld.
12.mar. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Eva Pandora var ólétt í kosningabaráttinni: „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu“

„Maðurinn minn eldar oftast á heimilinu. Ég er ekki sérstaklega góður kokkur sem er frekar leiðinlegt þar sem mér finnst voðalega gaman að borða góðan mat. Það væri skemmtilegt að geta eldað hann sjálf,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki sem féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.
12.mar. 2017 - 09:00 Vestfirðir

Vilja að fatlaðir selji íbúðir sínar: „Það yrði mikil afturför“

Ísafjarðarbær lagði að aðstandendum tveggja fatlaðra einstaklinga á Ísafirði að skipta á jöfnu við bæjarfélagið á íbúðum sem þeir eiga og fá staðinn íbúðir í Sindragötu 4 sem bærinn á. Guðmundur Halldórsson, Bolungavík, aðstandandi annars einstaklingsins segir að bærinn hafi gengið hart fram og lagt að aðstandendunum að skipta.
12.mar. 2017 - 07:00 Austurland

Bjartsýni í bakið

Við vorum býsna bjartsýn á haustdögum þegar verðandi þingmenn riðu um héruð og boðuðu betri tíma. Staða ríkissjóðs var góð og þess að vænta að nú væri hægt að ráðast í brýnar framkvæmdir, sem dregist höfðu um árabil. Í október var samþykkt samgönguáætlun 2015 – 2018 sem beðið hafði verið eftir. Áætlunin var samþykkt mótatkvæðalaust en reyndar voru aðeins tæplega 40 þingmenn viðstaddir atkvæðagreiðsluna.

11.mar. 2017 - 20:00 Vestfirðir

Skoða þarf Bræðratungu: Fatlaður íbúi stunginn til þess að fá hann til að hlýða

Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttargæslumaður fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum segir að hann hafi fengið fjölda ábendinga og ýmsar misjafnar sögur af meðferð fatlaðra einstaklinga á Bræðratungu og vill láta athuga hvað þarna hafi átt sér stað á þeim tíma sem hún var í rekstri. Jón Þorsteinn segir að hafi ákveðin atvik í huga sem hann hafi fengið nákvæmar lýsingar á og varðar fatlaða íbúa  á Bræðratungu.
11.mar. 2017 - 18:00 Sigurður Jónsson

Vegatollur, komugjöld eða borga bílaeigendur nóg í skatta?

Það var skynsamlegt hjá ASÍ og SA að samþykkja að kjarasamningur muni gilda ár til viðbótar þrátt fyrir forsendubrest. Það liggur fyrir að samningar margra opinberra stéttar eru lausir á næstunni. Yfirleitt hefur það verið þannig að félagar ASÍ hafa riðið á vaðið og gert sína samninga. Hærra launaðar stéttir hafa svo komið á eftir og krafist mun meiri hækkunar og yfirleitt náð því markmiði. Höfrungahlaupið hefur verið á fullu. Þegar upp er staðið sitja svo hinir lægst launuðu eftir með sárt ennið. Það er því skynsamlegt hjá ASÍ að bíða og sjá hvað margar hærra launaða stéttir ná í sinn hlut. Allt tal um hógværar launahækkunar verða að ná til allra hópa þjóðfélagsins. Að öðrum kosti gengur það aldrei og enginn friður verður á vinnumarkaðnum.
11.mar. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Á tímum samskiptamiðla

Ég er svo ljónheppin að umgangast unglinga flesta daga vikunnar. Unglingar eru skemmtilegt fólk, þeim fylgir einhver fölskvalaus gleði og tilhlökkun fyrir lífinu sem margir þeim eldri hafa týnt í annríki hversdagsins. Það er þó annað sem fylgir unglingum nútímans og það eru samfélagsmiðlar.
11.mar. 2017 - 15:00 Vestfirðir

Byggja leiguheimili að danskri fyrirmynd

Ísafjarðarbær hefur sótt um stofnframlag hjá Íbúðarsjóði til þess að byggja leiguheimili að danskri fyrirmynd.  Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri var spurður um málið. "Já, það er rétt, Ísafjarðarbær hefur sótt um stofnframlag hjá Íbúðarlánasjóði til að byggja leiguheimili og snýr umsókn Ísafjarðarbæjar að 11 íbúðum í 13 íbúða fasteign.
11.mar. 2017 - 08:00 Austurland

Upprennandi útvarpsstjörnur

Líflegt útvarpsnámskeið fór fram síðastliðna helgi á vegum Okkar Eigin og KrakkaRÚV í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu var Sigyn Blöndal en hún er umsjónarmaður Stundarinnar Okkar en Karna Sigurðardóttir og Arnaldur Máni voru henni til halds og trausts í kennslunni ásamt leiðbeinendum sem fylgdu tæplega 30 krökkum á aldrinum 10-16 ára á námskeiðið. Krakkarnir komu víðsvegar að eða frá Seyðisfirði, Norðfirði, Borgarfirði eystra, Eskifirði, Egilsstöðum og Fellabæ.
11.mar. 2017 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Gustar af Austfirðingum

Það virðast mörg hitamál í loftinu og ekki ólíklegt að við minnumst þessara tíma sem ólgutíma þegar fram líða stundir. Hver hugsar sitt. Vantraust á stjórnmálunum er ekki nýtt af nálinni og sjaldan hefur ríkisstjórn tekist að missa tiltrú almennings á jafn stuttum tíma frá kosningum og raunin er.
09.mar. 2017 - 14:00 Vestfirðir

Listakonur standa fyrir skemmtilegum viðburði á Vestfjörðum í dag

Fimmtudaginn 9. mars kl. 18 bjóða listakonurnar Ulla Juske og Ella Bertilsson gestum að upplifa hljóðinnsetninguna Órætt efni/Uncertain Matter í ljósaskiptunum. Viðburðurinn er skipulagður í samvinnu við Kjartan Árnason arkitekt og fjölskyldu sem opna heimili sitt að Hnífsdalsvegi 10 á Ísafirði af þessu tilefni. Hljóðverkið tekur 22 mín. í flutningi. Boðið verður upp á léttar veitingar og spjall á eftir. Listakonurnar Ulla Juske og Ella Bertilsson verða á staðnum.
06.mar. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Lífið úti á landi

Það er öðruvísi að búa úti á landi en í borginni. Ekki betra eða verra. Bara öðruvísi. Hér er takturinn hægari og líkur á að sitja fastur í umferðarteppu litlar og því meiri tími sem hægt er að nýta í eitthvað skemmtilegt.

05.mar. 2017 - 21:00 Reykjanes

Merkir Suðurnesjamenn: Jóhann Benedikt Pétursson

Jóhann Benedikt Pétursson fæddist í Áreyjum í Reyðarfirði 28. apríl 1920. Hann andaðist árið 2013.Hann hafði lifað tímana tvenna. Spánska veikin geisaði og heimskreppan mikla var í aðsigi. Móðir hans féll frá ung að áðum frá 6 börnum.
05.mar. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Andy flutti til landsins til að kenna lögreglufræði: „Þetta starf snýst um fólk“

Dr. Andrew Paul Hill er lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Andy kemur frá Englandi þar sem hann á að baki farsælan feril sem lögreglumaður og seinna í háskólaumhverfi en Andy hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu á lögreglufræðum. Andy féllst á að svara nokkrum spurningum frá Akureyri Vikublaði.

05.mar. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Nafnaveislan

Ég fór í nafnaveislu um daginn. Barnið var þó ekki nýfætt heldur á sjötta ári. Barnið hefur líka átt strákanafn allan þann tíma, en hefur í nokkur ár upplifað sig sem stelpu. Því varð að velja nýtt nafn sem passaði og af því tilefni var slegið upp veislu.

05.mar. 2017 - 17:00 Vesturland

Ýsan virðist skyndilega alveg horfin

Mjög góð þorskveiði er nú í Faxaflóa og veður afar hagstætt. Sárafáir bátar róa þó frá Akranesi. Einn þeirra er línubáturinn Eskey ÓF. „Við erum með 12 tonn í þessum róðri. Þetta er nánast allt stór þorskur. Það er búin að vera mjög góð veiði hjá okkur undafarið,“
05.mar. 2017 - 10:00 Vesturland

Markar tímamót: Tvö skemmtiferðaskip til Akraness í sumar

Von er á tveimur skemmtiferðaskipum til Akraness í sumar. Þetta sætir tíðindum sem marka tímamót því slík skip hafa til þessa ekki vanið komur sínar til bæjarins. Annað skipið og það stærra mun koma einu sinni. Hitt skipið sem er miklu minna er bókað í 14 komur. Mikil spenna og eftirvænting er bundin við komu skipanna til Akraness. Það gæti haft mikla þýðingu
05.mar. 2017 - 08:00 Vesturland

Hann er sagður dökkur og ljótur, með mongólska andlitsdrætti

Bókaútgáfan Bjartur hefur endurútgefið bókina Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson í kiljuformi. Bókin sló rækilega í gegn fyrir síðustu jól, hlaut frábærar viðtökur bæði almennings og gagnrýnenda og varð algjörlega uppseld dagana fyrir jólin.
04.mar. 2017 - 20:00 Vesturland

Að heyra hluti eins og „Helvítis útlendingar!“ Fordómar og rembingur er með því versta sem ég veit

Fyrir jól kom út bókin „Heiða – fjalldalabóndinn“ eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þessi bók greinir frá lífi Heiðu Ásgeirsdóttur sauðfjárbónda á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Bókin vakti mikla athygli. Hér er með góðfuslegu leyfi útgefanda birtur stuttur kafli úr henni.
04.mar. 2017 - 17:00 Akureyri vikublað

Seðjandi sjávarréttasúpa

Eftir óhollustu vikunnar er tilvalið að skella í holla súpu. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið smátt. Skrælið gulrót og sneiðið hana þunnt. Hitið kókosolíu í stórum potti. Steikið laukinn og hvítlaukinn. Notið vatn ef vantar meiri vökva. Bætið gulrótinni út í ásamt kryddi (óreganó, basil, sítrónupipar, svartur pipar, karrí og fish masala).

04.mar. 2017 - 15:00 Vesturland

Loðnufrysting hafin á Akranesi

Glæsiskipið Venus nýkomin að bryggju á Akranesi laust fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Eins og sjá má sér lítið á skipinu þó um borð sé tvö þúsund tonna loðnufarmur.

Frysting og hrognataka á loðnu er hófst aðfararnótt þriðjudagsins á Akranesi. Seint á mánudagskvöld kom Venus NS, uppsjávarveiðiskip HB Granda með farm þangað.  „Við erum með um tvö þúsund tonn upp úr sjó. Við fengum þennan afla út af Þorlákshöfn. Þetta er mjög góð loðna

04.mar. 2017 - 08:00 Vesturland

Frumkvöðullinn Frederick Howell – ferðagarpur og ljósmyndari

Árið 1890 steig 33 ára gamall breskur skólastjóri á land í Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem hann kom til Íslands. Maðurinn hét fullu nafni Frederick William Warbeck Howell, fæddur 1857 í Norður-Wales. Hann hafði lesið bækur eftir breska ferðalanga sem höfðu fyrr á 19. öldinni haldið í eins konar pílagrímsferðir til Íslands.
04.mar. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Veðurblíðan varir áfram

Snjókoman sem féll síðustu helgina í febrúar hefur ekki farið fram hjá neinum. Loksins kom snjórinn á vetri sem hefur verið fádæma blautur og snjóléttur. Víða féllu ríflega hálfrar aldar gamlar metatölur um þykkt á jafnföllnum snjó.
04.mar. 2017 - 07:00 Suðri

Viðskiptahugmynd

Ég er að hugsa um setja saman viðskiptahugmyndir um eitthvað og allskonar, búa til góða beitu, setja upp skyggnur, þrívíddarmyndskeið og síðast en ekki síst gróðaplan. Gæti komið með hugmynd um að byggja golfvöll á svörtum sandi, hótel sem byggir á hugmynd sem ég segi öllum að fáum hafi dottið í hug, jú byggja risa gróðurhús og rækta eitthvað sem fólk um allan heim vill borða og já svo vantar miðbæ í fullt af bæjum um allt land.

03.mar. 2017 - 20:00 Suðri

Edda Bergsteinsdóttir slær í gegn innan lands og utan

Edda Bergsteinsdóttir Edda Bergsteinsdóttir, gullsmiður frá Selfossi, hefur vakið mikla athygli innanlands og utan fyrir skartgripahönnun sína sem ber nafnið SEB jewellery. Edda tók þátt í stærstu skartgripasýningu í Evrópu í febrúar og segir ritstjóra Suðra frá ævintýrinu á bak við SEB skartgripina og þær einstöku viðtökur sem hún hefur fengið og hvað sé framundan hjá henni.
03.mar. 2017 - 09:00 Suðri

Sveitarfélagið Árborg dæmt til að greiða Gámaþjónustunni skaðabætur

Héraðsdómi Suðurlands dæmdi á dögunum Sveitarfélagið Árborg til að greiða Gámaþjónustunni hf. rúmar 18,6 milljónir króna með vöxtum og 5,5 milljón króna málskostnað vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að hafna öllum tilboðum í sorpútboði árið 2011. Þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins hafnaði tilboðum frá Gámaþjónustunni og Íslenska gámafélaginu á sínum tíma og gaf þá skýringu að formgalli hefði verið á útboðinu, því hefði verið hætt við það.

03.mar. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Glæpur og refsing í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Guðmundar- og Geirfinnsmál eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu og hefur harmleikurinn vakið athygli langt úr fyrir landhelgi Íslands. Hysterían sem greip um sig náði langt inní fjölmiðla og stjórnmál landsins á áttunda áratugnum og er sérstakur kapítuli í hörmungarsögunni allri. Eftir því sem lengra líður frá dómunum blasir við hvílíkur skelfingarferill átti sér stað, allt frá handtökum sakborninga þar til dómur gekk í Hæstarétti árið 1980.

02.mar. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Gunna Dís og Kristján hamingjusöm fyrir norðan: „Þetta var allt stórt samsæri til að koma Húsavík enn betur á kortið“

Fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir og eiginmaður hennar, Kristján Þór Magnússon, fluttu frá höfuðborginni fyrir þremur árum þegar Kristján var ráðinn sveitarstjóri Norðurþings. Hjónin ræða hér um lífið úti á landi, fjölskylduna og fólkið sem er það mikilvægasta í þeirra lífi, tilhugalífið og ástina sem þau fundu á Broadway.