21. sep. 2017 - 12:00Akureyri vikublað

Skýldi sér á bak við nafnið

„Mig langar að koma skrokknum mínum í lag eftir meðgöngu og bílslys,“ segir Heiðrún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heiðrún Fitness, sem hefur ákveðið að leyfa áhugasömum að fylgjast með vegferð sinni að heilbrigðari lífsstíl á Snapchat-reikningnum heidrunfitness.

Heiðrún, sem naut sín í sviðsljósinu sem fylgdi fitness-heiminum, er staðráðin í að koma sér í gott form aftur. Hún ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með vegferð sinni á Snapchat.
Mynd: Guðrún Þórs.

Glæsilegur ferill að baki

Heiðrún á langan og glæsilegan feril að baki í fitness. Hún er margfaldur Íslandsmeistari, hefur verið á meðal topp tíu á heimsmeistaramótum og unnið til verðlauna á Norðurlandamótum, en það eru fimm ár síðan hún lagði keppnisskóna á hilluna. 

Síðustu árin hef ég lítið annað gert en að vera mamma. Það er æðislegt hlutverk en mig langar að fara hugsa meira um sjálfa mig og koma mér aftur í form, því þótt ég sé grönn er ég ekki í neinu formi.

Heimakærar systur

Heiðrún er sveitastelpa, alin upp á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Hún á tvær systur sem einnig hafa náð langt, eldri systir hennar, Hrönn, keppir í vaxtarrækt en yngri systir hennar, Hafdís, er afrekskona í frjálsum íþróttum. Heiðrún segir það hafa verið forréttindi að fá að alast upp í sveitinni.

Við systurnar erum mjög heimakærar og þar sem við Hafdís búum báðar á Akureyri kíkjum við í sveitina nánast um hverja helgi. Það er ómetanlegt fyrir krakkana að fá að kynnast dýrunum og leika sér úti áhyggjulaus.

Athyglisbrestur og erfið skólaganga

Þrátt fyrir góðar minningar úr sveitinni gekk skólaganga hennar ekki sem skyldi en Heiðrún var greind með athyglisbrest fyrir örfáum árum. 

Mér þykir mjög líklegt að ég sé lesblind líka en ég hef ekki enn fengið greiningu á því. Mér hefur alltaf gengið illa að læra og í barnaskóla voru einu góðu einkunnirnar mínar í sundi og íþróttum, þar var allt upp á tíu. Ég gat ekki einbeitt mér og hausinn var á fleygiferð.

Hún segir þá staðreynd að hún hafi verið ein í bekk fyrstu átta árin einnig hafa haft neikvæð áhrif á skólagönguna. „Það var greinilega einhver þurrkur í sveitinni ári áður en ég fæddist,“ segir hún og brosir út í annað og bætir svo við að systur hennar hafi báðar verið í ágætlega stórum bekkjum. 

Í áttunda bekk fékk ég tvo bekkjarfélaga en hafði til þess tíma verið látin fylgja krökkum sem voru yngri eða eldri en ég. Oft var ég of ung til að læra það sem hinir voru að læra eða ég var búin að læra það og átti þá bara að sjá um mig sjálf, en athyglin var engin. Ég upplifi þetta eins og ég hafi bara verið fyrir og þegar ég hugsa til baka sé ég að þetta var ekki í lagi. Kennararnir sýndu manni engan skilning og ég gleymi aldrei þegar einn kennarinn spurði mig fyrir framan alla krakkana hvað væri eiginlega að mér þegar ég svaraði spurningu vitlaust. Eftir það hét ég sjálfri mér því að ég myndi aldrei svara neinni spurningu nema vita svarið jafn vel og nafnið mitt og enn þann dag í dag þori ég ekki að svara spurningum af ótta við að virka vitlaus.


Heiðrún er alin upp á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði og notar hvert tækifæri til að heimsækja sveitina.
Upplifði sig heimska

Annað minnisstætt atvik átti sér stað þegar hún loksins fékk bekkjarfélaga í áttunda bekk. „Þá tilkynnti kennarinn okkur að það væri ég sem væri að draga meðaleinkunnina niður fyrir bekkinn. Enn öðru sinni hleypti kennari mér ekki í mat fyrr en ég hafði lofað að ég myndi aldrei hætta í píanókennslu því það væri það eina sem ég gæti nokkurn tímann orðið góð í,“ segir hún og bætir við að sjálfstraustið hafi ekki verið upp á marga fiska þegar hún hóf nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

Mig vantaði allan grunn; kunni ekkert að læra, svo þegar það kom verkfall greip ég tækifærið, gafst upp og hætti. Fólk var ekkert að fara fínt í að segja mér að ef ég myndi hætta í skóla myndi ég aldrei fá vinnu eða verða neitt og hringdi meira að segja í mig til að segja mér þetta. Ég upplifði mig mjög heimska, sem hefur ekki góð áhrif á sjálfsöryggið,

segir hún og bætir við að enn í dag sé hún hrædd við frekari skólagöngu. „Ég er búin að læra einkaþjálfarann, förðunarfræði og naglaásetningu og rek mitt eigið fyrirtæki, Spray Tan Iceland, en mig langar að læra meira. Ég hef mikinn áhuga á ylrækt matjurta og langar að fara í garðyrkjuskóla en þori ekki að skrá mig. Mig vantar bæði grunninn og sjálfstraustið.“

Þráði hrós

Heiðrún hefur alltaf verið góð í íþróttum og það hjálpaði henni mikið í æsku. 

Ég var allavega góð í einhverju. Samt fannst mér ég aldrei hljóta neitt hrós fyrir. Ég þráði hrós en vissi sjálf innst inni að ég væri að standa mig vel. Hins vegar, af ótta við að klúðra fyrir öðrum, hef ég aldrei fundið mig í hópíþróttum. Þess vegna valdi ég frjálsar íþróttir og seinna fitness. Þar get ég engu klúðrað nema fyrir sjálfri mér,

segir hún og bætir við að ýmislegt í æskunni hafi haft mikil og markandi áhrif á hana. 

Ég varð fyrir misnotkun þegar ég var lítil og hef ekki enn gert það almennilega upp. Lengi vel lokaði ég á þá reynslu en opnaði mig við vinkonu mína þegar ég var 18 ára. Enn í dag verð ég fyrir því að „krassa“ – lendi einfaldlega á vegg. Ég á líka erfitt með að treysta fólki. Ég þykist vera full af sjálfstrausti en það er ekki þannig, enda hef ég oft farið í gegnum lífið á hörkunni einni saman. Í dag er mikilvægast í mínum huga að börnin mín vaxi úr grasi sem sjálfstæðir einstaklingar, gangi í stóran skóla og eignist marga vini. Þegar ég kom inn á Akureyri átti ég enga vini, en sem betur fer er ég þannig týpa að ég kynnist fólki fljótt.

Aldrei drukkið áfengi

Heiðrún á tvö börn en sambýlismaður maður hennar er Kjartan Ingvar Jósavinsson og þau eiga saman yngra barnið. „Við fórum bara að rekast á hvort annað, fara saman í hádegisverð og slíkt, og svo fór boltinn að rúlla. Þetta var engin samfélagsmiðlarómantík, sem mér finnst gott, heldur meira á mannlegum nótum sem ég held að sé ekkert endilega algengt í dag,“ segir hún og bætir við að hún hafi fallið fyrir suðrænu útliti hans. 

Hann er úr sveit eins og ég og hvorugt okkar hefur drukkið áfengi en annars erum við frekar ólík. Ég er algjört fiðrildi en hann jarðbundinn. Hann er bara ofsalega ljúfur og góður maður sem er ekkert að æsa sig yfir hlutunum.

Hún segist aldrei hafa fundið hjá sér löngun til að drekka áfengi. „Margir halda að ég drekki ekki vegna áfengisvandamáls en ég tók þessa ákvörðun þegar ég var lítil og er mjög stolt af því. Ég get vel farið út að skemmta mér og jafnvel dansað á borðum, og keyri svo bara heim og er hress á sunnudeginum.“


Heiðrún náði góðum árangri á heimsmeistaramótum og Norðurlandsmótum.

Skýldi sér á bak við nafnið

Hún segist hafa notið sín vel í sviðsljósinu sem fylgdi keppni í fitness enda varð hún fljótt þekkt undir nafninu Heiðrún Fitness. Þegar hún keppti í útlöndum var ekki óvanalegt að ljósmyndarar sýndu þessari glaðlegu, vöðvastæltu stelpu mikla athygli og jafnvel meiri athygli en þeim sem voru í efstu sætum mótanna. 

Heiðrún Fitness var sterkur karakter sem sýndi enga veikleika. Ég skýldi mér á bak við nafnið sem varð til þess að sumir héldu að ég liti stórt á mig. Ég gleymi aldrei þegar strákur sem var að vinna með mér viðurkenndi fyrir mér að hann hefði haldið að ég væri snobbuð tík og að það hefði komið honum á óvart hvers lags mús ég var í rauninni. Það var svolítið erfitt að heyra, að fólk héldi í alvöru þetta um mig.

Kröftug og sterk

Aðspurð segist hún ekki óska þess að dóttir hennar feti í hennar spor og keppi í fitness. 

Ég vil bara að hún finni sér íþrótt sem henni líður vel í. Sjálf hefði ég viljað halda áfram í frjálsum íþróttum þegar ég flutti á Akureyri en ég hafði náð langt og unnið til verðlauna. Það var bara engin æfingaaðstaða. Ég mun auðvitað styðja dóttur mína í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og ef hún vill endilega fara út í fitness hef ég réttu verkfærin til að hjálpa henni að feta réttu leiðina. Ég efast ekki um að hún eigi eftir að ná langt í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er svo kröftug og sterk; alveg eins og ég.

Stórir vöðvar flottir

Innt eftir því hvort fitness-keppni og fegurðarsamkeppni séu tímaskekkja segir hún áhugamál manna misjöfn. „Ef einhverjum finnst heillandi að keppa í útliti, af hverju ekki gera það? Sumir hafa áhuga á fótbolta og aðrir einhverju allt öðru. Enn öðrum finnst gaman að fara í fallega kjóla, háa hæla og upp á svið til að vera dæmd út frá fyrirfram ákveðnum stöðlum. Kannski má kalla þetta kroppasýningar og örugglega spilar athyglissýki einhvern part í þessu, en til að ná langt þarf að leggja mikið á sig og hafa hausinn í lagi. Svo þarf maður að vera undir gagnrýnina búinn. Með því að stíga á svið er maður að gefa ákveðið skotleyfi á sig og maður verður að geta tekið slíku, því fólk skýtur óhikað. Ég var heppin að vera í þessu fyrir tíma samfélagsmiðlanna en auðvitað fékk maður stundum neikvæða athygli. Það eru ekki allir sem fíla stóra vöðva. Mér finnst hins vegar flott að vera heilbrigð og stælt og þess vegna er ég ekki hrifin af því hvernig ég er í dag. Mér finnst vöðvar flottir.“

Tvö bílslys

Tvisvar sinnum hefur Heiðrún lent í bílslysi. Bæði slysin voru svo slæm að bílar hennar eyðilögðust.

Ég lenti í árekstri árið 2009 sem ég náði að vinna mig í gegnum og gat haldið áfram að keppa. Læknirinn sagði það hafa bjargað mér hvað ég var í góðu formi. Vöðvamassinn hélt betur við, en áverkarnir komu svo í ljós eftir að ég eignaðist stelpuna mína. Þegar ég varð aftur ófrísk var keyrt inn í hliðina á bílnum mínum og eftir það fór allt niður á við. Ég læstist í bakinu og þurfti að hætta að vinna vegna samdráttar og verkja,

segir hún en Heiðrún var komin 18 vikur á leið þegar áreksturinn varð. „Ég fékk algjört áfall og er enn að fást við meiðslin. Stundum er eins og ég missi máttinn og þarf þá að grípa í eitthvað til að detta ekki. Það er mjög skrítið,“ segir hún og bætir við að í raun hafi hún lent í þriðja árekstrinum þegar strákurinn hennar var tiltölulega nýfæddur. 

Ég var að bíða eftir manninum mínum fyrir utan Glerártorg þegar ég sé bíl bakkað út úr stæði. Hann stefndi beint á hurðina þar sem strákurinn minn sat, en ég færði bílinn strax svo hann kæmi frekar í hurðina hjá mér. Þetta var mjög lítið högg og þess vegna fór ég ekki til læknis en þegar ég vaknaði morguninn eftir fann ég hvað ég var öll læst í líkamanum. Það má því segja að skrokkurinn sé ekki í góðu standi eftir þetta allt saman, en það verður gaman að takast á við þetta verkefni.

Grönn en ekki í formi

Hún segir að þótt hún hafi haft gaman af því að keppa í fitness stefni hún ekki á frekari keppni. „Ég náði langt af því að ég lagði mikið á mig og þetta var mjög skemmtilegur tími en það er ekki notaleg tilfinning að halda að maður geti ekkert annað en að lyfta lóðum og safnað vöðvum. Það mótar mann sem einstakling að hafa verið stanslaust rifinn niður. Þótt ég sé ekki að keppa er ég enn viðloðandi þennan heim því ég sé líklega um að brúnka 60 prósent keppenda á mótum. Það gefur mér ótrúlega mikið og mun meira en tilhugsunin um að komast aftur á svið. Nú veit ég að ég get gert eitthvað annað en að lyfta lóðum. Ég get „tanað“,“ segir hún brosandi og bætir við að það geti vel verið að einn daginn ákveði hún að setja markið á keppnisform. 

Það væri gaman að koma með eitt „kombakk“, bara upp á grínið. Það er þó ekki markmiðið. Mig langar bara að koma mér í form til að láta mér líða vel, því þótt ég sé grönn er ég ekki í formi, það er ekkert samasemmerki þar á milli.

Við systur erum bara ótrúlega heppnar með gen og þurfum lítið að gera til að líta út fyrir að vera í formi. Eins eigum við mjög auðvelt með vöðvauppbyggingu. Það eru þessi sveitagen. Við erum aldar upp á þessum íslenska sveitamat enda veit ég ekkert betra en mjólkurgraut og súrt slátur. Ég er þessi „hard core“ sveitadurgur,

 segir Heiðrún sem ætlar að prófa að setja heilsu sína í fyrsta sætið eftir fimm ára mömmustúss. „Mér finnst eins og ég sé útbrunnin; runnin út á tíma. Einu sinni vissu allir hver ég er, en í dag er ég gleymd. Ungar stelpur vita ekkert hver Heiðrún Fitness er enda voru varla komnir samfélagsmiðlar þegar ég var að keppa,“ segir hún hlæjandi og bætir við að lokum: 

Auðvitað verða börnin alltaf í fyrsta, öðru og þriðja sæti, en nú er kominn tími á að ég leggi líka smá áherslu á sjálfa mig.
22.okt. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

#églíka

Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og jafnvel iðulega allt frá barnæsku.
21.okt. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Níels Hafstein í yfirheyrslu

Níels Hafstein
Níels Hafstein er sjötugur myndlistarmaður og safnstjóri Safnasafnsins á Svalbarðsströnd. Fullt nafn, aldur og starfstitill: „Níels Hafstein, 70 ára, myndlistarmaður og safnstjóri.“ Nám? „Myndlistar- og handíðaskóli Íslands.“ Fjölskylduhagir: „Kvæntur, á einn son, tengdadóttur og þrjá sonarsyni.“
21.okt. 2017 - 18:00 Vestfirðir

Allt þetta fólk

Út er komin bók um Þormóðsslysið eftir sr Jakob Hjálmarsson fyrrverandi sóknarprest á Ísafirði. Þormóðru BA 291 fórst fyrir rúmum sjötíu árum, þann 18. febrúar 1943. Í upphafsorðum bókarinnar segir að Þormóðsslysið sé mesta blóðtaka sem nokkurt íslenskt byggðarlag hafi orðið fyrir.
21.okt. 2017 - 16:30 Reykjanes

Leikskólakennarar framtíðarinnar

Hluti nema í leikskólakennarafræðum ásamt Helga Arnarsyni sviðsstjóra Fræðslusviðs og Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur leikskólafulltrúa Alls 18 starfsmenn Reykjanesbæjar stunda nú nám í leikskólakennarafræðum. Stór hluti nemenda hefur starfað lengi í leikskólum og er hópurinn mjög fjölbreyttur. Þar sem umræðan hefur lengi verið á þá leið að fjölga þurfi karlmönnum í stéttinni þá er ánægjulegt til þess að vita að tveir karlmenn eru í nemendahópnum.
21.okt. 2017 - 14:00 Vestfirðir

Fiskmarkaður Íslands færir út kvíarnar

Fiskmarkaður Íslands hefur hafið starfsemi í Bolungavík. Fyrirtækið er með starfsemi á 9 stöðum á landinu en höfuðstöðvar þess eru í Ólafsvík. Snorri Harðarson, starfsmaður fyrirtækisins í Bolungavík staðfestir að veitt sé löndunarþjónusta og að aðstaða þess sé í húsnæði Kampa ehf. Snurvoðabátar landa hjá Fiskmarkaði Íslands  og gengið sé frá fiskinum til flutnings til kaupenda. Aron Baldursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að bátar sem eru í viðskiptum við markaðinn hafi fært útgerð sína til Vestfjarða á ákveðnum tíma ársins og með þessu sé þeim veitt áframhaldani þjónustu þótt þeir landi í annarri verstöð.
21.okt. 2017 - 09:00 Akureyri vikublað

Útvega hreinar nálar

Rauði krossinn við Eyjafjörð undirbýr þessa dagana verkefni sem hefur þann tilgang að ná til fólks sem sprautar sig í æð og útvega því hreinar nálar, sprautur og nálabox. Verkefnið er unnið að fyrirmynd verkefnisins Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu sem hófst árið 2009. Gunnar Frímannsson, formaður Rauða krossdeildarinnar við Eyjafjörð, staðfestir að verkefnið sé í undirbúningi og segir þörfina vissulega fyrir hendi.
21.okt. 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. 
20.okt. 2017 - 11:00 Sigurður Jónsson

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar
19.okt. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Guðjón Brjánsson alþingismaður í yfirheyrslu

„Lauk stúdentsprófi frá MA, félagsráðgjafarnámi frá Sosialhøgskolen í Stavanger, Noregi, stundaði um eins árs skeið stjórnunarnám á öldrunarsviði í Flórída og lauk masternámi í lýðheilsufræðum (MPH) við Nordiska högskolan for folkhälsovetenskap í Gautaborg.“
19.okt. 2017 - 20:30 Vesturland

Minntust 125 ára afmælis Innra-Hólmskirkju

Sunnudaginn 1. október var þess minnst í hátíðarguðþjónustu að í ár eru 125 ár síðan kirkjan var vígð að Innra-Hólmi. Hún stendur við mynni Hvalfjarðar nokkru vestan við nyrðri mynni Hvalfjarðarganga. Á Innra-Hólmi er landnámsjörð og hugsanlega elsti kirkjustaður landsins.
19.okt. 2017 - 18:44 Vesturland

Skógarperla undir Akrafjalli

„Margir höfðu áhuga á skógrækt en líka félagslífinu sem fylgdi. Þetta var í reynd eins konar ungmennafélag og því fylgdi starfsemi með mannamótum svo sem leiksýningar, böll og þess háttar,“ segir Bjarni Þóroddsson formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps.
19.okt. 2017 - 12:10 Akureyri vikublað

Ásta Rún:„Mikilvægt að viðhalda fordómaleysi barnanna"

Mér fannst vanta bók sem gæti hjálpað foreldrum, kennurum og öðrum að ræða um mismunandi fjölskyldur á þægilegan hátt og ákvað að bæta úr því. Sjálf er ég gift konu og saman eigum við einn son og annað barn á leiðinni. Mig langar að stuðla að því að okkar fjölskylduform sé álitið jafn eðlilegt og önnur.
17.okt. 2017 - 18:00 Austurland

Alvaran framundan

Veturinn tiplar á tánum og hvíttar fjallstoppa einn daginn, en sól og skuggar vekja enn með sjónarspili árrisula Ausfirðinga, líkt og haustið ætli að halda þetta út. Fyrsti vetrardagur er á næsta leiti og bjartsýnin samt í kortunum; enda ekki annað að gera fyrir stjórnmálamenn og kjósendur en að halda haus og kúrs og stefna að settu marki. Enginn nær árangri með bölmóði og afglapar einir segja engu megi breyta. Myndasmiðurinn og plötusnúðurinn Maríamey á stemningsmynd dagsins, það er alvaran framundan; samspil ljóss og skugga, átaka og afslöppunnar. Dagar myrkurs eru svo á döfinni, strax eftir kosningar. Ertu tilbúin?
17.okt. 2017 - 16:00 Suðri

Brennið þið vitar Elfars Guðna Þórðarsonar 15 ára

12. október 2002 á hátíðarsamkomunni í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri Útgáfudagur Suðra að þessu sinni er 12. október 2017. Fyrir Stokkseyringa og reyndar Sunnlendinga alla er 12. október einn af stóru dögum menningarsögu svæðisins. 12. október 1893 var fæðingardagur Páls Ísólfssonar, tónskálds á Stokkseyri. Nú horfum við til baka um 15 ár eða til 12. október 2002 en á þeim degi var afhjúpað og vígt listaverk Elfars Guðna Þórðarsonar -Brennið þið vitar- í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri.
16.okt. 2017 - 20:00 Suðri

Sæki efnivið í kynlega kvisti æskuáranna

Tímagarðurinn er ný skáldsaga frá Guðmundi Brynjólfssyni, rithöfundi á Eyrarbakka, en bækur hans hafa vakið verðskuldaða athygli frá þessum úrvals rithöfundi. Suðri tók Guðmund tali um nýju bókina, Tímagarðinn, sem Sæmundur bókaútgáfa á Selfossi gefur út.
16.okt. 2017 - 17:30 Suðri

Listrými - Myndlist fyrir alla

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið ístöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðiðer að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.
16.okt. 2017 - 16:00 Austurland

Glæsilegur tæknidagur

Eins og venjulega tók Síldarvinnslan þátt og var gestum boðið að njóta góðra veitinga sem unnar voru úr hráefni úr hafinu. Þarna mátti gæða sér á unnum loðnuhrognum (masago), reyktri grálúðu, reyktum og niðursoðnum makríl,sölum,harðfiski og gómsætri síld Tæknidagur fjölskyldunnar fór fram í Verkmenntaskóla Austurlands sl. laugardag en það er Verkmenntaskólinn ásamt Austurbrú sem standa fyrir honum. Þetta er í fimmta sinn sem tæknidagurinn er haldinn en á honum efna fyrirtæki og stofnanir til kynningar á starfsemi sinni og er þá ekki síst lögð áhersla á að kynna ýmsar nýjungar. Eins má kynnast hinu fjölbreytta námsframboði Verkmenntaskólans á þessum degi. Sannast sagna er dagurinn sífellt glæsilegri ár frá ári og ljóst er að Austfirðingar kunna vel að meta það sem boðið er upp á þennan dag. Sérstök áhersla er lögð á að dagurinn höfði til allra aldurshópa og þá ekki síst til barna.
14.okt. 2017 - 18:00 Suðri

Kínverjar kynna sér framleiðslutækni Set

Í liðinni viku kom hópur Kínverja til landsins til viðræðna við stjórnendur Set um samvinnu á sviði fjarvarmalagna. Þetta er önnur heimsókn þeirra á árinu. Það sem aðallega vekur áhuga þeirra er að Set hefur yfir að ráða tækni í framleiðslu á einangruðum plaströrum í löngum einingum. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins set.is.
08.okt. 2017 - 18:00 Reykjanes

Ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 29.-30. september 2017 leggur áherslu á að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir á Suðurnesjum og felur stjórn sambandsins að funda með nýjum ráðherra samgöngumála við fyrsta mögulega tækifæri til að fara yfir áhersluatriði Suðurnesjamanna í samgöngumálum.
08.okt. 2017 - 16:30 Akureyri vikublað

Femínismi með teskeið

Geta tveir miðaldra karlar gert femíníska sýningu? Svarið er já. Ég verð að viðurkenna að ég hafði efasemdir en svo kom í ljós að tveir miðaldra karlar geta gert grjótharða femíníska grínsýningu sem fær bæði harðkjarna femínista og styttra komna til að veltast um af hlátri og tárfella svo af geðshræringu í lokaatriðinu.

08.okt. 2017 - 15:00 Reykjanes

Dragnótaveiði feikilega góð

September mánuður er á enda kominn og geta sjómenn nokkuð vel við unað. Þótt enginn mokveið hafi verið, nema kanski hjá togurnum. Ísfiskstogarnir tveir voru reyndar ekki mikið að. Berglín GK var í slipp svo til allan september og Sóley Sigurjóns GK var á rækjuveiðum og landaði 138 tonn í 3 löndunum og af því þá var rækja um 58 tonn.
08.okt. 2017 - 09:15 Akureyri vikublað

Senda jólagjafir til Úkraínu

Við höfum gert þetta undanfarin ár og vanalega byrjum við að safna gjöfum á vorin. Við erum óvenju seinar á ferðinni í ár og þess vegna leitum við til fólks um aðstoð, segir Ragnheiður Sigurgeirsdóttir sem, ásamt nokkrum konum úr Laut – athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, óskar eftir jólagjöfum handa munaðarlausum börnum í Úkraínu. Konurnar í Laut – athvarfi setja gjafirnar í litla skókassa og senda börnunum
08.okt. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Kosningarnar snúast um upplausn eða stöðugleika

Landsmenn ganga að nýju að kjörborðinu laugardaginn 28.október n.k. til að kjósa fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Það bjóst varla nokkur maður við því síðasta haust að við þyrftum aftur að mæta til að kjósa svo stuttu seinna. Nú þegar aðeins fáir dagar eru til kosninga ríkir algjört upplausnarástand.
07.okt. 2017 - 21:30 Vestfirðir

Patreksfjörður: House of creativity

Húsið - House  of  Creativity  opnaði  á  Patreksfirði  í  júní  í  sumar,  nánar  tiltekið  um Hvítasunnuhelgina  með  sýningu  á  verkum  Vasulka  hjóna  í  samstarfi  við  Listasafn  Íslands.  Þau Steina og Woody Vasulka voru einmitt heiðursgestir Skjaldborgarhátíðarinnar þetta árið, en sú hátíð fór  fram sömu  helgi.  Það  eru hjónin  Aron Ingi Guðmundsson  og Julie  Gasiglia  sem stofnuðu og reka Húsið sem er staðsett í Merkisteini, 119 ára gömlu húsi sem þau keyptu í fyrrasumar.
07.okt. 2017 - 18:00 Aðsend grein

Skilyrðislaus ást

Alfa Jóhannsdóttir Við vinkonurnar vorum að ræða það um daginn, hver við myndum vilja vera ef við mættum vera hver sem er í einn sólarhring. Einhver sagðist vilja vera Donald Trump bara til að skilja hvernig hann hugsar og önnur sagðist vilja vera Kylie Jenner í einn dag.
07.okt. 2017 - 16:30 Reykjanes

Heilsugæslan augljóslega undirmönnuð

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 29.-30. september 2017 skorar á Heilbrigðisráðherra að auka fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sérstaklega til heilsugæslusviðs.
07.okt. 2017 - 13:30 Reykjanes

Sameining já eða nei

Hér höldum við áfram að blaða í skýrslu um kosti og galla sameiningar Garðs og Sandgerðis.Kjósendur í þessum sveitarfélögum greiða atkvæði 11.nóvember 2017 hvort þeir vilji að sveitarfélögin eða hvort þeir vilja að sveitarfélögin verði áfram sjálfstæð sveitarfélög.
07.okt. 2017 - 08:56

Stundarbilun

Stundin er fréttamiðill sem einbeitir sér að rannsóknarblaðamennsku. Metnaður eigenda og starfsmanna er að kafa ofan í álitamál samtímans og færa lesendum bestu fáanlegu upplýsingar. Til þess þurfa blaðamenn Stundarinnar að vera ódeigir og þora að fletta ofan af upplýsingum og staðreyndum sem verið er að leyna til þess að afvegaleiða almenning.
06.okt. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Stelpurnar sem sameinuðu Akureyringa

„Íslandsmeistarar á fimmtudaginn, vörutalning í dag og þrjár aðrar í vikunni,“skrifaði landsliðskonan og fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, á Twitter á sunnudaginn undir mynd af leikmönnum liðsins í vörutalningu fyrirtækis hér í bæ. Síðasta fimmtudag lauk Þór/KA frábæru sumri með Íslandsmeistaratitli eftir 2-0 sigur á FH. Eftir nánast óstöðvandi sigurgöngu varð spennan þó óþarflega mikil að mati flestra áhangenda liðsins, en svona er víst fótboltinn.
06.okt. 2017 - 17:00 Reykjanes

Hafsteinn kokkur ársins

Hafsteinn Ólafsson, Sumac Grill + Drinks er Kokkur ársins 2017, þetta er í fjórða sinn sem Hafsteinn tekur þátt í keppninni og fyrsti sigur hans í keppninni. Hann hefur þegar unnið þrenn silfurverðlaun í sömu keppni.
06.okt. 2017 - 11:30

Hulda Björg Hannesdóttir í yfirheyrslu

Knattspyrnukonan Hulda Björg Hannesdóttir spilar með Íslandsmeisturum Þórs/KA. Hulda Björg er uppalin í 603 en segir Grímsey aðal staðinn.
05.okt. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Þorvaldur Bjarni missti fótanna: „Þetta bjargaði hjónabandinu og var mjög gott á mig og fyrir mig“

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson flutti til Akureyrar árið 2015 til að taka við starfi tónlistarstjóra MAk. Í einlægu viðtali ræðir Þorvaldur um ómannblenda Akureyringa, tónlistarferilinn, sem er bæði langur og fjölbreyttur, ástina, sinfóníuhljómsveitina, sem þykir allt í einu orðin svöl, og tímabilið þegar hann missti fótanna og lét egóið ráða för.
01.okt. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Ólafur Jóhann í yfirheyrslu

Ólafur Jóhann Magnússon er 25 ára handboltamaður sem er kominn heim til KA. Fyrirmyndir Ólafs eru foreldrar hans og handboltakappinn Andri Snær Stefánsson. Fullt nafn, aldur og starfstitill: „Ólafur Jóhann Magnússon, 25 ára sjómaður og handboltamaður.“
01.okt. 2017 - 16:30 Arnaldur Máni Finnsson

Skjótt skipast veður

Því er oft haldið fram að hverju innihaldi hæfi ákveðið form best - en auðvitað fer það eftir aðstæðum hverju sinni hversu afstæð sú hugsun verður. Við viljum ekki „rangt form“ á ögurstundu - heitan drykk í þrúgandi gufubaði eða álíka. Þið skiljið.
01.okt. 2017 - 16:30 Austurland

Ég hata ruslatunnur

Í umræðunni hefur oft komið upp að aðilar ætla að fara að rukka fyrir bílastæði við ferðamannaperlur og er það vel, ef þjónusta er til staðar. Þá er oft nefnt að stefnt sé að því að koma upp ruslatunnum á bílastæðunum. Ég hef hins vegar gersamlega óbeit á ruslatunnum á bílastæðum, enda gera þær ekkert nema að fyllast, hvort sem þær eru á Glerártorgi eða Teigarhorni.
01.okt. 2017 - 10:30 Suðri

Sigþrúður Jónsdóttir hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Frá afhendingu verðlaunanna: F.v. Steinar Kaldal, aðstoðarmaður ráðherra, Ævar Þór Benediktsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Ævar Þór Benediktsson hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Sigþrúður Jónsdóttir fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti í dag. Verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, þann  14. september.
01.okt. 2017 - 09:00 Akureyri vikublað

Ófrísk í crossfit

Vigdís Arna er í hörkuformi og mætir enn fjórum sinnum í viku á æfingu þótt hún sé kominn á steypirinn. Vigdís Arna, sem er 23 ára þriðja árs nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, á von á sínu fyrsta barni 5. október. Hún hefur æft crossfit í nokkur ár og gefur lítið eftir þótt hún sé komin á steypirinn. „Ég hef gott forskot. Það er ekki eins og ég hafi verið að byrja þegar ég varð ólétt,“ segir Vigdís sem tekur tvöfalt sipp, „burpees“ og handstöðupressur nánast án þess að blása úr nös. 
01.okt. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Uppnám og óvissa korteri fyrir kosningar

Upplausnarástand íslenskra stjórnmála áratuginn eftir hrun nær nýjum hæðum í aðdraganda skyndikosninganna í lok október. Nýtt framboð fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins setur hægri vænginn í uppnám og er líklegt til að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninga. Takist Sigmundi Davíð og félögum að fá öflugt fólk til liðs við sig getur flokkur hans orðið skæður keppinautur bæði Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins, auk þess að sundra framsóknarmönnum kljúfa flokkinn í tvennt.
30.sep. 2017 - 18:00 Vesturland

Ellý kveður Akranes

„Ég var nýbúin í Listaháskóla Íslands og mig langaði að breyta til. Við bjuggum í Breiðholti í Reykjavík. Hverfið var að taka miklum breytingum og ég var ekki viss um að það væri gott fyrir börnin mín að alast þar upp. Eiginlega langaði mig til að búa í sveit, í ró og næði, og geri það reyndar enn. Ég sá að það var auglýst eftir forstöðumanneskju í unglingamiðstöð á Akranesi, sótti um og fékk starfið.“
30.sep. 2017 - 15:00 Austurland

Óbærilegur léttleiki dauðans

Ég hugsa mikið um dauðann. Mér finnst gott að hugsa mikið um dauðann. Það er vegna þess að ef ég get hugsað um dauðann þá þýðir það að ég sé lifandi (held ég) – og meðvitundin um að dauðinn gæti bankað upp á hvenær sem er og kíkt í kaffi gefur hverju augnabliki ákveðna fegurð.
30.sep. 2017 - 13:30 Suðri

Klaustur og Kötlugos á netinu

Í síðasta tbl. Suðra var birt grein um Kötlu og Kötlugos sem er af vefnum eldsveitir.is. Það láðist að geta þess hvaðan greinin var og að höfundur hennar er Lilja Magnúsdóttir. Lilja sagði Suðra frá þessum fyrirtaks góða vef sem hún heldur úti um eldsveitirnar.
30.sep. 2017 - 10:30 Austurland

Krummi gerir sig heimakominn

Hrafninn Vopni/Mynd; vopnafjardarhreppur.is / MMÞ Hrafn einn hefur gert sig heimakominn við Selárlaug í Vopnafirði. Hrafninn hefur löngum þótt athyglsiverður fugl, af honum fara þjóðsögur í íslenskum og erlendum þjóðsagnasöfnum og ritum um þjóðlegan fróðleik. Eru flestar tengdar spásagnargáfu hrafnsins og fjalla um hann sem feigðarboða.
30.sep. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Samfélagið er okkar

Argaþrasið í samfélaginu nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Óvæntar kosningar nálgast óðfluga og skoðanaglatt fólk fær sína útrás á kaffistofum og/eða samskiptamiðlum. Nú skal segja sína skoðun og meira að segja umræðuefni sem við vonuðumst til að þurfa aldrei að ræða aftur, Icesave, er komið í orðræðuna.
29.sep. 2017 - 18:00 Vesturland

Ný bók Magnúsar Þórs um þátt Vesturlands í stríðinu

Nú er verið að prenta nýja bók á sviði sögu Íslands í seinni heimsstyrjöld eftir Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóra Vesturlands. Titill bókarinnar er „Vargöld á vígaslóð – Frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni.“ 
29.sep. 2017 - 07:00 Theodór Ingi Ólafsson

Munið að kjósa

Ritstjórinn bað mig um að skrifa baksíðupistill. Ég sagði „ekkert mál“. Svo hrúguðust inn fréttir af stjórnarslitum, leyndarhyggju, þingrofi, yfirhylmingu, ábyrgð, ábyrgðarleysi og allir urðu brjálaðir. Flestir voru reiðir út í Sjálfstæðisflokkinn, þar á meðal ég, og svo voru um 25% landsmanna brjáluð út í þá sem voru brjálaðir út í Sjálfstæðisflokkinn.
28.sep. 2017 - 21:00 Suðri

Kalak eftir Kim Leine

Út er komin hjá Sæmundi bókin Kalak eftir Kim Leine. Kim Leine hlaut Bókmenttaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Spámennina í Botnleysufirði sem var afar vel tekið af íslenskum lesendum þegar hún kom út í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar haustið 2015. Kalak sem Jón Hallur hefur nú þýtt er ekki síður athyglisvert verk og jafnfram til skilningsauka á Spámönnunum og Morten Falk, aðalpersónu þeirrar bókar.
28.sep. 2017 - 18:00 Austurland

Fróðleiksmoli um jarðfræði Austurlands: Zeólítar – geislasteinar

Stilbít og sykurberg, eintak í steindasafni Teigarhorns Á Teigarhorni við Berufjörð má finna margar tegundir geislasteina. Tegundir geislasteina í heiminum eru alls 48, en 20 þeirra eru þekktar hér á landi. Zeólítar eru gjarnan greindir eftir lögun þ.e. eftir því hvort þeir eru geislóttir, blaðlaga eða teningslaga.
28.sep. 2017 - 13:30 Vesturland

Krókakarlar vilja netaveiðar

Handfæraþorskur dregst úr sjó. Nú vilja sumir frekar fá að taka hann í net. Aðalfundur Snæfells – félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi var haldinn 17. september í Grundarfirði. Þar var Örvar Már Marteinsson frá Ólafsvík kosinn nú formaður félagsins.  Hann tók við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gaf ekki kost á sér áfram eftir tveggja ára formennsku. 
28.sep. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Halla Ólöf kærði Róbert Downey: „Að hann hafði fengið uppreist æru ýtti mér yfir brúnina“

Akureyringurinn Halla Ólöf Jónsdóttir er ein þeirra kvenna sem kærðu lögmanninn Róbert Árna Hreiðarsson fyrir kynferðisbrot. Í einlægu viðtali segir Halla Ólöf frá ofbeldinu sem mótaði líf hennar, leit hennar að viðurkenningu, áfallinu sem hún fékk þegar níðingur hennar fékk uppreist æru og atburðarásinni sem varð til þess að ríkisstjórn Íslands riðaði til falls.
24.sep. 2017 - 21:00 Eyjan

Fréttaskýring - Teigsskógur: Afleiðing séríslenskra ákvæða

Þegar löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismat var innleidd árið 2000 var í nokkrum atriðum vikið frá reglugerð Evrópusambandsins, ESB,  og sett mun strangari lagaákvæði í íslenska löggjöf. Fleiri framkvæmdir eru skyldaðar í umhverfismat hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Eitt atriðið varðar vegagerð. Í ESB reglunum eru nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km matsskyldir. Í íslensku útgáfunni eru allir nýir vegir lengri en 10 km matsskyldir.