12. júl. 2017 - 21:00Vesturland

Sigrún Ólöf Einarsdóttir: Í dag er ég miklu betri amma en ég var mamma

Sigrún Ólöf Einarsdóttir.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir.

„Á þessum árum var mikil upplausn og ólga í Danmörku. Þetta var 1975. Það var verið að skipta frá hippaárunum og yfir í það að taka lífinu alvarlegar. Danirnir, bæði kennarar og nemendur, sögðu við sjálfa sig og hvora aðra: „Nú förum við að hætta að reykja hass og spila á bongótrommur en snúum okkur að því að fara að læra.“ Þetta voru umskipti og þeim fylgdu átök milli nemenda og kennara og líka innbyrðis í kennarahópnum. Þarna var meðal annars tekist á um kennsluaðferðir. Ég kom frá Íslandi þar sem aldrei var reykt hass og spilað á bongótrommur, allavega ekki opinberlega.“

KJALARNES: 

Við sitjum á heimili Sigrúnar Ólafar Einarsdóttur í Bergvík á Kjalarnesi. Hún er að rifja upp árin sín í Danmörku þar sem hún stundaði listnám og hitti manninn sem síðar varð eiginmaður hennar. Saman fluttu þau Søren Staunsager Larsen heim til Íslands árið 1980. Meir um það síðar í þessu viðtali.

Frumbyggjar í Kópavogi

Sigrún hafði alist upp ásamt fimm systkinum í Kópavogi. „Foreldrar mínir voru meðal frumbyggja þar. Þau fluttu í Kópavoginn 1944 eða þar um bil. Þar var þá bara urð og grjót og landið heyrði undir Seltjarnarnes. Tvær elstu systur mínar byrjuðu í skóla þar og fóru með rútum. Ég man að það var ekki komin kirkja og messað í skólanum. Samheldnin var mikil meðal íbúanna. Þetta var í raun bara sveit sem byggðist hratt og breyttist í bæ. Skipulagslega ber Kópavogur þess merki í dag. Það var húsnæðisskortur og alltaf verið að redda fólki.“

Sjálf er Sigrún fædd 1952. Hún er af þeirri kynslóð sem upplifði hvernig íslenskt samfélag þróaðist hratt með örri þéttbýlismyndun á höfuðborgarsvæðinu. Móðir hennar var úr Hrútafirði en faðir hennar Hafnfirðingur. 


Til Danmerkur í nám

Þetta var þjóðfélag í deiglu. Fólkið var að móta það til framtíðar. „Foreldrar mínir vildu ekki flytja í bragga. Þau keyptu þess í stað sumarbústað sem var í smíðum í Kópavogi. Hann var bara tvö pínulítil herbergi og forstofa. Faðir minn var húsasmiður og komst seinna á námskeið í arkitektúr. Það vantaði svo mikið arkitekta á Íslandi að húsasmiðum bauðst að fara í þetta nám. Hann endaði á því að teikna stóran hluta af húsunum í Kópavogi á starfstíma sínum og var byggingarfulltrúi bæjarins í nokkur ár. Pabbi var einn af þeim sem unnu að því að koma Kópavogi á laggirnar.“

Leið Sigrúnar lá í Menntaskólann í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi 1972 stóð hugur hennar til þess nema læknifræði eða listir. „Ég sótti um læknisfræði í Óðinsvéum í Danmörku en þeir sögðu mér að þeir tækju ekki útlendinga. Ég vissi reyndar að þeir kæmust ekkert upp með það ef ég héldi málinu til streitu því þarna var búið að gera menntasamning milli Norðurlandanna um það að þau tæku við námsfólki í háskóla hver hjá öðrum. Þetta gaf mér hins vegar tækifæri til að láta reyna á það hvort ég kæmist þá í listnámið,“ rifjar Sigrún upp.


 
Það gengur oft mikið á þegar glerblástur er stundaður. Hér er Sigrún í ham. 

Listhneigð í æsku

Hún hafði alltaf verið listhneigð og síteiknandi sem barn og unglingur. Sennilega var þetta það sem hún vildi helst gera. „Þarna sótti ég um skólavist í listmenntastofnun í Kaupmannahöfn sem þá hét Kunsthåndværkerskolen. Þetta var skóli í listhönnun. Þarna var kennd svokölluð nytjalist sem gengur helst út á að búa til ýmsa muni sem bæði eru augnayndi en hafa líka notagildi. Ég sótti um og fékk inngöngu. Þetta þótti mér merki um að ég ætti að leggja listhandverkið fyrir mig. Ég byrjaði í teikningu og grafík. Þarna var ég með lítið barn,“ segir Sigrún og vísar þar til dóttur sinnar Lóu Katrínar Pálsdóttur Biering. 

Sigrún hafði tekið stúdentsprófið komin átta mánuði á leið. Hún hlær við þegar hún rifjar þetta upp og bætir svo við. „Ég hef aldrei verið eins hraust á ævinni og ég var þá. Gömlu konurnar skömmuðu mig þegar ég kom hlaupandi með bumbuna á eftir strætó. Samkvæmt gömlu kynslóðinni voru ófrískar konur nánast veikar og áttu að hreyfa sig sem minnst.“


Heillaðist strax af glerinu

„Á þessum árum var mikil upplausn og ólga í Danmörku. Þetta var 1975. Það var verið að skipta frá hippaárunum og yfir í það að taka lífinu alvarlegar. Danirnir, bæði kennarar og nemendur, sögðu við sjálfa sig og hvora aðra: „Nú förum við að hætta að reykja hass og spila á bongótrommur en snúum okkur að því að fara að læra.“ Þetta voru umskipti og þeim fylgdu átök milli nemenda og kennara og líka innbyrðis í kennarahópnum. Þarna var meðal annars tekist á um kennsluaðferðir. Ég kom frá Íslandi þar sem aldrei var reykt hass og spilað á bongótrommur, allavega ekki opinberlega.“ Það var í Kunsthåndværkerskolen sem nemendur og kennarar voru að takast á um það hvernig þeir ættu að taka sig á eftir blómatíma hipparánna. „Þetta var bara undarlegt fyrir mig hvað fólkið í skólanum og umhverfi hans var alltaf að rífast og það á þessu kartöflutungumáli. Ég skildi þetta ekki,“ segir Sigrún. 

Sem betur fer voru fleiri Íslendingar þarna. Þar á meðal var Kolbrún Björgúlfsdóttir (Kogga) sem var keramik-listakona. „Kogga var þarna í skólanum og leyfði mér að prófa keramikið. Ég varð svo hrifin að ég fékk að skipta um deild í skólanum og fara í það. Þarna í keramikdeildinni kynntist ég glerinu og varð bitin af því eins og skot.“

Á þriðja ári í námi skipti Sigrún þannig yfir í glerlistarnám. Þarna var hún alls í sex ár og lærði ótal margt um hönnun og handverk. Þetta var góður skóli og gjöful ár. Nokkrir nytjalistarmunir eftir Sigrúnu í galleríinu. 

Heim til Íslands
Parið sem hér var nýkomið frá Danmörku með sjö og átta ára gömul börn, þurfti vissulega að mæta ýmsum áskorunum. Eitt fyrsta mál á dagskrá var að finna vinnu. „Ég tók teiknimöppuna mína undir hendina og labbaði inn á Auglýsingastofu Kristínar sem var á Nýbýlaveginum í Kópavogi. Kristín gaf mér tækifæri og réð mig. Þarna var ég í rúmt ár. Søren fékk hins vegar vinnu í byggingafyrirtæki. Hann var menntaður múrari og þótti afar góður starfskraftur, bæði laghentur og duglegur. Søren fékk svo síðar kennarastöðu við Myndlista- og handíðaskólann og tók þar við keramikdeildinni 1984.“

Í húsnæðisleit

Samhliða öllu þessu unnu þau Sigrún og Søren að því að setja á laggirnar eigin glervinnslu svo þau gætu unnið við það sem þau voru menntuð til sem var listsköpun og handverk. 

„Ég kunni ekkert fyrir mér þá í því hvernig maður ætti að koma ár sinni fyrir borð. Í reynd hefðum við átt að skrifa bæjarfélögunum vítt og breitt um landið og athuga hvort áhugi væri á að fá okkar starfsemi sem var þá glervinnslan í samfélagið. Þá hefðum við spurt hvort eitthvað húsnæði væri í boði sem við gætum gert upp og breytt til glervinnslurekstrar. Við höfðum talað við Kópavogbæ en var tjáð að þar væru engir möguleikar. Þeir sögðu okkur bara að tala við fasteignasölu til að finna hús undir reksturinn. Við skoðuðum húsakost á bænum Lykkju á Kjalarnesi. Okkur leist vel á það. Þetta var húsnæði sem bauð upp á ýmsa möguleika en okkur skorti fjármuni til að festa kaup á því. Satt best að segja vorum við að gefast upp og á leið aftur út til Danmerkur. Það var óðaverðbólga og basl að búa á Íslandi.“

Kjalnesingar slá til

Það rofaði þó skyndilega til. Á Kjalarnesi voru framsýnir og hugrakkir sveitarstjórnarmenn sem sáu möguleikana og höfðu trú á þessu unga pari. Sigrún útskýrir:

„Þessir ágætu menn voru farnir af stað við að koma á fót Grundahverfinu hér. Um svipað leyti hafði Kjalarneshreppur stofnað atvinnumálanefnd. Það vantaði að fá einhverja starfsemi í þetta nýja hverfi sem þeir sáu sem vísi að bæjarfélagi. Karlarnir fréttu af þessu glerblástursfólki sem væri að leita að húsnæði fyrir starfsemi sína og hefði reynt að kaupa Lykkju. Þeir boðuðu okkur á fund og buðu fram hænsnahúsið hérna í Bergvík. Hér voru líka gamalt og yfirgefið fjárhús þar sem stíurnar voru fullar af skít og svo hlaða sem var auður bárujárnsbraggi. Þeim datt ekki í hug að neinn vildi þennan húsakost í Bergvík nema þá kannski hænsnakofann. Svo var hér lélegt íbúðarhús sem var leigt fólki sem var að byggja sér hús í Grundarhverfinu. Við Søren skoðuðum þetta allt og leist satt best að segja best á fjárhúsið og spurðum hvort við gætum fengið það?“

Hreppsnefndin á Kjalarnesi var til í þetta. „Við fengum fjárhúsið og gerðum það upp. Vinnan okkar við það var svo bókfærð sem fyrirframgreidd húsaleiga. Þeir borguðu efniskostnað við uppgerðina. Þannig hófst rekstur glerblástursvinnslunnar í Bergvík á Kjalarnesi sem nú hefur staðið yfir í 35 ár eða allar götur frá 1982.“

Frumstæðar aðstæður

Sigrún dregur enga dul á að það var mikil vinna og breyta fjárhúsi í glerblásturshús. Þetta gekk á samhliða því sem Søren og Sigrún unnu í Reykjavík. Mikið var gert á kvöldin og um helgar. Ekkert var sjálfgefið. Á þessum árum var Vesturlandsvegurinn ennþá malarvegur. Aðstæður á Kjalarnesi voru frumstæðar samanborið við það sem er í dag. En þetta hafðist með dugnaði og seiglu. „Søren nennti öllu. Hann var alltaf að. Stundum þurfti hreinlega að stoppa hann. Við bjuggum meðal annars í fjárhúsinu í þrjá mánuði meðan við vorum að koma okkur fyrir hér í Bergvík því það var ekkert annað húsnæði. Rekstur glerverkstæðisins hófst svo á vordögum 1982. Börnin þau Martin og Lóa fóru í Klébergsskóla hér rétt hjá. Það bjargaði miklu gagnvart þeim að ég vann alfarið hér heima eftir að reksturinn hófst og Søren svo síðar þegar umsvifin jukust,“ segir Sigrún. Hún bætir við að hún hafi sjálf kennt Søren glerblásturinn. Með tímanum varð hann mjög fær í þeirri list.Eitt verka systranna Sigrúnar og Ólafar. Þetta er svokallaður trílóbíti sem er 
lönguútdauð sjávardýrategund sem finnst í dag sem steingerfingar. 
Hann er búinn til úr gleri og burstarnir úr hrosshárum. 

Sló fljótt í gegn

Glervörurnar frá Bergvík fengu afar góðar viðtökur strax frá byrjun. „Það var eins konar handverksvakning í landinu á þessum tíma. Við seldum vörurnar okkar í ákveðnum verslunum í Reykjavík. Það má segja að þær hafi fljótlega komist í tísku. Munir frá Gler í Bergvík voru til á ótal mörgum heimilum á Íslandi. Dóttir mín segir að ég sé mjög fræg á elliheimilunum í dag, segir Sigrún og hlær dátt. „Við vorum svo með opið verkstæði þar sem fólk gat komið í heimsókn og séð okkur vinna og fengið kaffi. Það var oft mjög gaman. Vegalöggurnar sem voru á Vesturlandsvegi voru fastagestir hjá okkur. Þar á meðal var Geir Jón Þórisson sem síðar varð landsfrægur lögregluþjónn. Geir Jón sagði að hér væri svo góð orka, hann er næmur á slíkt.“

Hróður þeirra Sigrúnar og Sørens barst víða. „Okkur var mikið boðið að sýna erlendis, miklu meira þar heldur en hér heima. Við vorum með röð af einkasýningum í Þýskalandi og fleiri löndum. Fyrsta stóra einkasýningin okkar hér á Íslandi var svo eiginlega ekki fyrr en aldamótaárið 2000.“

Umskipti við fráfall

Sigrún segir að fyrst og fremst hafi þau Søren unnið við glermunagerðina. Aldamótaárið 2000 hófst svo samstarf hennar við Ólöfu Einarsdóttur sem er systir Sigrúnar og textíllistakona. Árið 2002 sýndu þær systur og Søren saman í Listasafni ASÍ.

Allt breyttist svo 28. mars 2003. Þá lést Søren í bílslysi, aðeins 57 ára gamall. „Þegar Søren féll frá voru tvö dönsk söfn búin að ámálga við okkur að sýna hjá þeim. Við tókum þá verk hans og sýndum þau meðal annarra. Þessar sýningar urðu öðrum þræði til minningar um Søren. Það var meðal annars gerð mjög falleg sýningaskrá þar sem hans var minnst.“

Sigrún segir að henni hafi fundist skynsamlegast að breyta sem minnstu í daglegu lífi eftir að Søren féll frá. „Mér þótti breytingarnar nógu miklar fyrir, við að missa manninn minn. Ég hélt því reksri glervinnslunnar áfram. Árið 2004 fór ég af stað með tveimur stúlkum sem unnu hjá mér við glerblástur. Ég hannaði tvær línur sem eru enn við lýði og ætlaði að reka verkstæðið allan ársins hring. Þetta var þó mikill erill. Ég fann brátt að það yrði betra að vera með verkstæðið og glerofninn í rekstri bara hluta úr ári. Það hef ég gert síðan. Restina af árinu er ég vinna mikið með gler en bara með öðrum aðferðum heldur en að bræða það. Þá er ég t. d. með svokallað ofngler. Þar bræði ég saman glerplötur í keramikofni og beygi síðan í ýmsum formum. Ég bý til gluggaverk, myndir og slíkt. Svo hef ég unnið mikið með Ólöfu systur minni. Það er mjög gaman og því hefur verið vel tekið.“

Hugar að arftökum

Aðspurð segir Sigrún að börn þeirra Sørens sem ólust upp á Íslandi hafa bæði helgað sig skapandi greinum og handverki. Örlögin höguðu því þannig að þau áttu bæði eftir að nema við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn þar sem Sigrún sótti sína menntun og Søren var kennari þegar þau kynntust. Reyndar heitir skólinn annað í dag en það er önnur saga. „Lóa dóttir mín lærði húsamálun og var að taka meistarapróf í því. Hún er sérfræðingur í gömlu málningartækninni, að oðra og marmorera sem kallað er. Nú er hún að vinna með öðrum við að gera upp Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík sem Björgúlfur Thor Björgúlfsson á í dag. Hún fór líka í nám í innanhússarkitektúr. Lóa er mjög listræn og klár. Martin fór í eldsmíði og seinna í vöruhönnun. Hann starfar nú við eldsmíði og vinnur hjá danska þjóðminjasafninu í Lyngby.“ 

Sigrún á í dag sex stjúpbarnabörn í Danmörku og tvö barnabörn á Íslandi. „Ég missti svolítið af börnunum mínum þegar þau voru að alast upp. Ég hefði viljað gera miklu meira með þeim og fyrir þau en var alltaf á kafi í vinnu. Í dag er ég miklu betri amma en ég var mamma,“ segir hún brosandi.  

Glerlistakonan í Bergvík sér nú fram á að fara að draga saman seglin. Hún hefur unnið mikið um ævina og glerblástur gerir kröfur um gott líkamsþol. Sigrún upplýsir að afar hæfileikríkur ungur Bandaríkjamaður hafi sýnt áhuga á að kaupa verkstæðið. Hann hefur oft komið til Íslands og þá starfað við glerlist hjá Sigrúnu í Bergvík. „Ég er svona að skoða það. Ég vil svo gjarnan að hér verði áfram stundaður glerblástur. Þetta er eina verkstæðið hér á landi,“ segir Sigrún Ólöf Einarsdóttir.24.sep. 2017 - 21:00 Eyjan

Fréttaskýring - Teigsskógur: Afleiðing séríslenskra ákvæða

Þegar löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismat var innleidd árið 2000 var í nokkrum atriðum vikið frá reglugerð Evrópusambandsins, ESB,  og sett mun strangari lagaákvæði í íslenska löggjöf. Fleiri framkvæmdir eru skyldaðar í umhverfismat hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Eitt atriðið varðar vegagerð. Í ESB reglunum eru nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km matsskyldir. Í íslensku útgáfunni eru allir nýir vegir lengri en 10 km matsskyldir.
24.sep. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

„Draumar geta orðið að veruleika“

„Ég var ekki tilbúin til að hætta í dansinum en ég vildi bæta einhverju öðru við,“ segir danskennarinn og snyrtifræðingurinn Elín Halldórsdóttir sem, eftir að hafa skellt sér í snyrtinám, opnaði á dögunum Snyrtistofuna Sveitasælu í ferðaþjónustunni Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
24.sep. 2017 - 15:00 Vestfirðir

Vestfirskir listamenn

Hver dalur á sína sögu og sínar söguhetjur. Selárdalur í Arnarfirði er sannarlega þar á meðal ef ekki bara á topp tíu listanum yfir mestu sögudali landsins. Enda hafa þar gist margir höfðingjarnir og listamennirnir. Nægir að nefna klerkana Pál Björnsson einhvern lærðasta mann 17. aldar, Jón Þorláksson er einnig var skáld gott og kenndi sig við Bægisá og síðast en ekki síst galdraklerkinn Árum-Kára er sagt er frá í þjóðsögunum.
24.sep. 2017 - 11:00 Vestfirðir

Djúpið: Laxveiði hefst eftir 1930

„Það er ekki vitað að lax hafi gengið í ár við Ísafjarðardjúp fyrr en á allra síðustu árum. Í fyrrasumar veiddust 20 laxar í lagengt silunganet í Ósá við Bolungarvík. Þá hafa veiðst nokkrir laxar í Hvannadalsá í Nauteyrarhreppi, sem er fyrir botni Ísafjarðardjúps. Virðist laxagengdin fara fremur vaxandi. Hefir þetta leitt til þess að nú er farið að setja klakseiði í ár vestra. Verða að þessu sinni flutt 12 þús. klakseiði í Laugardalsá, 25 þús. í Selá hjá Melgraseyri og 10 þús. Í Ísafjarðará, en hún rennur í samnefndan fjörð innst í Djúpinu.“
23.sep. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

„Aðstaða á heimsmælikvarða“

Í síðustu viku léku 35 íslenskir tónlistarmenn tónsmíð kvikmyndatónskáldsins Trevors Morris inn á nýja seríu The Vikings í nýrri aðstöðu í Hofi undir stjórn tónskáldsins Atla Örvarssonar. Trevor er tvöfaldur Emmy-verðlaunahafi og þykir afar kröfuharður. Aðspurður hvernig það kom til að hann valdi Hof til að taka tónlist sjónvarpsseríunnar upp segir Atli hugmyndina hafa komið upp í matarboði um daginn. 
23.sep. 2017 - 15:00 Reykjanes

Lítið um að vera í höfnunum

Makrílinn er ansi sérstakur fiskur.  Í ágúst þá var allt vitlast að vera í Keflavík og bátar voru að tví og jafnvel þrílanda sama daginn.  Síðan kemur 1.september og þá bara púff fiskurinn svo til horfin og veiðinn hrynur niður.
23.sep. 2017 - 10:30 Vestfirðir

Um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi

Á dögunum lagði stafshópur skipaður af ráðherra fram stefnumótandi skýrslu um framtíð og fyrirkomulag fiskeldis á Íslandi. Þar eru ýmsar breytingar og áherslur lagðar til með það markmið að atvinnugreinin geti orðið sterk og öflug en jafnframt að starfsemin verði í sátt við náttúruna og hafi sjálfbærni að leiðarljósi. 
23.sep. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Ætla Logi og Oddný líka að skipta um nafn

Eins og allir vita sem fylgjast eitthvað með stjórnmálum þá þurrkaðist Samfylkingin nánast út í síðustu alþingiskosningum. Flokkurinn rétt skreið yfir 5% og hefur nú aðeins 3 þingmenn. Samfylkingin var einu sinni stór og ætlaði sér stórt hlutverk í stjórnmálum landsins. Samfylkingin fékk tækifæri á að stjórna landinu í fjögur ár en setti Evrópumet í fylgistapi eftir það.
22.sep. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Dr. Gísli Kort í yfirheyrslu

Dr. Gísli Kort Kristófersson er nýr deildarformaður Hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri.„Dr. Gísli Kort Kristófersson, sérfræðingur í geðhjúkrun, lektor í geðhjúkrun við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Deildarformaður Hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri.“
21.sep. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Í nafni öryggis

Dýrleif Skjóldal skrifar: Það hefur kraumað í mér í viku. Það sem veldur má rekja til íbúafundar og deiliskipulagsbreytinga við Síðuskóla. Á fundinum kom fram tillaga Akureyrarbæjar um að innkeyrslan að Síðuskóla verði færð til norðausturs um svo sem eina bíllengd. 
21.sep. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Skýldi sér á bak við nafnið

„Mig langar að koma skrokknum mínum í lag eftir meðgöngu og bílslys,“ segir Heiðrún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heiðrún Fitness, sem hefur ákveðið að leyfa áhugasömum að fylgjast með vegferð sinni að heilbrigðari lífsstíl á Snapchat-reikningnum heidrunfitness.
21.sep. 2017 - 11:30 Indíana Ása Hreinsdóttir

Allsherjarhreingerning samfélags

Atburðarás síðustu daga hefur verið lyginni líkust. Alþingi Íslendinga hafði varla verið sett þegar ríkisstjórnin féll. Orð geta ekki lýst viðbrögðum mínum þegar ég heyrði að ýmislegt benti til þess að ráðamenn hefðu reynt að þagga niður þá staðreynd að faðir forsætisráðherra hefði veitt barnaníðingi meðmæli svo hann gæti sótt um uppreist æru. Er samfélag okkar í alvöru svo rotið að það kói með níðingum, sama hversu sjúkir þeir eru?
17.sep. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Brynhildur Pétursdóttir í yfirheyrslu

Mynd: Sigtryggur Ari Brynhildur Pétursdóttir er best í að stjórnast í öðrum en lökust í eldamennsku.
17.sep. 2017 - 16:00 Reykjanes

Er hægt að byggja fyrir enga peninga?

Eldri borgurum fer fjölgandi á næstu árum. Þrátt fyrir betra heislufar og lengri aldur er það svo að sumir þurfa á því að halda að dvelja á hjúkrunarheimilum. Þrátt fyrir að við viljum öll stefna á að aldraðir geti búið sem lengst á sínu heimili verður ekki hjá því komist að hafa framboð á hjúkrunarrýmum.
17.sep. 2017 - 13:00 Reykjanes

Íslenskt lambakjöt í fyrsta sinn markaðssett til erlenda ferðamanna í matvöruverslunum

Í kjölfar mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi hefur þörfin fyrir aðgengilegri framsetningu á íslensku lambakjöti í verslunum verið aðkallandi. Í samvinnu við Krónuna, Kjarval og Norðlenska hefur Icelandic lamb nú brugðist við og kynnir nýja vörulínu. Ætlunin er að ná til þeirra ferðamanna sem kjósa að elda sjálfir í stað þess að borða á veitingastöðum.
17.sep. 2017 - 11:00 Reykjanes

Undirbúningur að heilsu- og forvarnarviku hafinn

Heilsu- og forvarnarvika verður nú í fyrsta sinn haldin sameiginlega á Suðurnesjum og fer hún fram 2. – 8. október nk. Markmiðið með heilsu og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.
17.sep. 2017 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Mannúð í stað miskunnarleysis

Miskunnarlaus afstaða stjórnvalda í málefnum hælisleitenda hefur gengið fram af mörgum. Steininn tók úr þegar flóttastúlkunum Mary frá Niegeríu og Haniye, sem er af afgönskum ættum, var vísað frá landi í skjóli Dyflinar reglugerðarinnar, sem heimilar slíka brottvísun en fjarri því að skyldi stjórnvöld til þess. Það er ísköld pólitísk ákvörðun að vísa stúlkunum úr landi, út í óvissuna.
17.sep. 2017 - 09:00 Reykjanes

Sameining Garðs og Sandgerðis Já eða Nei

Þann 11.nóvember n.k. ganga íbúar Garðs og Sandgerðis að kjörborðinu og ákeða hvort sveitarfélögin eigi að sameinast í eitt sveitarfélag. Hér er um ansi stórt mál að ræða sem íbúar sveitarfélaganna þurfa að kynna sér vel. Verði sameining samþykkt verður ekki aftur snúið.
17.sep. 2017 - 07:00 Akureyri vikublað

Hamingjustormurinn

Ég fylgdist gáttuð með athugasemdastorminum sem hófst í kjölfar skráningar Stefaníu Töru Þrastardóttur í Ungfrú Ísland. Ég hneppti fljótt að mér ímyndaða vindjakkanum, dró húfuna niður fyrir eyru og klæddi mig í pollastígvélin.
16.sep. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Íslendingar sjaldséðir hvítir hrafnar

Fyrirtæki Jökuls Bergmanns, Arctic Heli Skiing, hlaut á dögunum tilnefningu sem besta þyrluskíðafyrirtæki heims. Jökull Bergmann segir hér frá tilnefningunni og deilir um leið uppáhaldsuppskriftunum sínum.
16.sep. 2017 - 07:00 Akureyri vikublað

Eðli máls og stuðningur við KFA

Síðustu daga hefur átt sér stað umræða m.a. á vefmiðlum um samskipti Akureyrabæjar og Kraftlyftingarfélags Akureyrar (KFA) og hefur sú umræða ekki verið byggð á málefnalegum grunni en málið snýst í stuttu máli um óánægju KFA vegna þess stuðnings sem Akureyrarbær er tilbúinn til að veita félaginu.
15.sep. 2017 - 16:00 Suðri

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu.
13.sep. 2017 - 16:30 Reykjanes

Eins og Palli var einn í heiminum - Aflafréttir

Það má segja að það séu tvenn áramót ár hvert. Hið fyrra er hið klassíska áramót í lok hver árs 31.desember. Og hin áramótin eru 31.ágúst, því að 1.september ár hver þá hefst nefnilega nýtt fiskveiði ár, og þegar þessi pistll er skrifaður þá er nýtt fiskveiði ár hafið. Það mun þýða að allur flotinn fer á fullt og stóru línubátarnir munu flakka norður og austur um landið til veiða og landa þar afla. Þetta þýðir líka að vörubílstjórarni og þá sérstaklega hjá Jón og Margeir ehf í Grindavík munu hafa nóg að gera við að flytja fisk til Grindavíkur.
09.sep. 2017 - 13:30 Akureyri vikublað

Hestar, myndlist og kaffi

Einar Gíslason býður upp á kaffi, hesta- og myndlistarsýningar hjá Brúnir Horse. Einar féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs uppáhaldsuppskriftirnar sínar. „Það er mjög mikill áhugi á íslenska hestinum,“ segir Einar Gíslason hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Brúnir Horse í Eyjafirði þar sem hann og eiginkona hans, Hugrún Hjörleifsdóttir, bjóða upp á hestasýningar, kaffisölu og myndlistarsýningar.
08.sep. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Um ósérhlífna viðmælendur

Sem blaðamaður hef ég fengið tækifæri að hitta og ræða við fólk úr öllum áttum og það sem betra er; haft gilda afsökun til að spyrja nærgöngulla og oft furðulegra spurninga sem ég myndi annars ekki endilega leggja í að spyrja. Það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart hversu margir eru tilbúnir til að deila sinni sögu, ekki fyrir athyglina, heldur til þess að opna á umræðu um oft á tíðum viðkvæm málefni og hjálpa þannig þeim sem á eftir koma.
07.sep. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Særún Magnúsdóttir: „Ég hef fengið nýtt tækifæri“

Særún Magnúsdóttir, kennari á Akureyri, hefur öðlast nýtt líf eftir ristilbrottnám. Særún, sem greindist með sáraristilbólgu þegar hún var 18 ára, segir hér frá skömminni sem hún upplifði í kjölfar sjúkdómsins, aðgerðinni sem hún barðist fyrir, áhrifum veikindanna á lífið, og hvernig það er að vera með stóma.
07.sep. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Stefanía Tara í yfirheyrslu

Akureyringurinn Stefanía Tara Þrastardóttir er stundum of hreinskilin. Fullt nafn, aldur og starfstitill? „Stefanía Tara Þrastardóttir, 22 ára og ég vinn sem förðunarfræðingur í Lyfju Smáratorgi.“ Stjörnumerki?„Steingeit fyrir allan peninginn.“ Nám? „Er ekki í námi eins og er, en draumurinn er að klára hárgreiðslunámið og mennta mig frekar í förðun.“
06.sep. 2017 - 07:00 Magnús Þór Hafsteinsson

Sauðfjárræktin í landinu glímir við verðfall og offramleiðslu

Sauðfjárræktin í landinu glímir við verðfall og offramleiðslu á sama tíma og ferðamenn til Íslands hafa aldrei verið fleiri. Hið meinta „kjötfjall“ sem á að vera til í landinu virðist þó ekki vera stærra en einhver 1.300 tonn. Það er einn loðnufarmur. Þetta er nú allt og sumt.
05.sep. 2017 - 15:14 Björgvin G. Sigurðsson

Átakavetur í aðsigi

Átök og óvissa einkenna stjórnmálin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Nýir flokkar reyna fyrir sér og stilla strengina til framtíðar og þeir gömlu freista þess að finna traust land undir fótum sér.
04.sep. 2017 - 19:00 Suðri

Svartidauði - Bókarkafli úr bók Kim Kimselius Svartidauði

Varla gat þó þetta fólk verið dáið? Minette hafði sagt að allir hefðu verið í veislu kvöldið áður, étið, drukkið, sungið og verið glaðir. Hvernig gat þá fólkið verið dáið? Hrikaleg hugsun læddist að honum og hann leit skelfingu lostinn á Minette. Hvernig gat Minette verið á lífi ef allir aðrir voru dánir?
03.sep. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Sonur Katrínar er langveikur: „Börn hætta ekki bara að vera flogaveik“

Móðir langveiks, fatlaðs drengs á Akureyri er ósátt við að lyfið Orfiril í mixtúruformi sé ófáanlegt álandinu en samkvæmt upplýsingum frá apótekum er lyfið væntanlegt um miðjan september. Gunnlaugur Vilberg er sex ára flogaveikur drengur sem þarf að taka Orfiril í formi mixtúru kvölds og morgna til að halda flogum niðri. 
03.sep. 2017 - 18:00 Eyjan

Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Þjórsárver eru eitt af þeim svæðum Íslands sem er ómetanlegt hvað varðar náttúrufar og lífríki. Þau eru til að mynda víðáttumesta gróðurvin miðhálendisins, í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli og þar á þriðjungur allra heiðagæsa heimsins varpstöðvar sínar. Hluti Þjórsárvera var friðlýstur árið 1981 og er á alþjóðlegri skrá Ramsarsamningsins sem dýrmætt votlendissvæði, sérstaklega vegna auðugs fuglalífs.
03.sep. 2017 - 14:00 Eyjan

Flugvöllur á Akranesi

Frá ofanverðum fimmta áratugnum og fram á áttunda áratuginn reyndu nokkrir minni flugrekendur fyrir sér með áætlunarflug og leiguflug á milli Reykjavíkur og Akraness en þessar tilraunir gengu heldur brösuglega.
03.sep. 2017 - 09:30 Eyjan

Guðni góður prestur

Guðni Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík í vor. Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.
03.sep. 2017 - 08:00 Akureyri vikublað

Kristín Sóley deilir sínum uppáhalds uppskriftum

Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastýra hjá MAk deilir sínum uppáhalds uppskriftum með lesendum. Laxabulgur með lime-jógúrtsósu. Fyrir 4. Sósa: 2 dl grísk jógúrt, rifinn börkur af 1 lime, 1–2 tsk. fljótandi hunang, flögusalt.
02.sep. 2017 - 17:00 Akureyri vikublað

Stephany Mayor í yfirheyrslu

Stephany Mayor er markahæsti leikmaður toppliðs Þórs/KA. Stephany er frá Mexíkó og saknar mest matarins heiman frá. Fullt nafn, aldur og starfstitill? „Stephany Mayor, 25 ára, atvinnumaður í fótbolta.“
02.sep. 2017 - 08:00 Akureyri vikublað

Bókmenntahátið í Hofi

„Það er mjög spennandi ár framundan og ég get engan veginn gert upp á milli,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastýra hjá Menningarfélagi Akureyrar, þegar hún er beðin um að velja þann viðburð MAk í vetur sem hún er spenntust fyrir. 
01.sep. 2017 - 13:43 Akureyri vikublað

Alþjóðlegi sjálfsvígsforvarnardagurinn nálgast

Á ári hverju falla um 40 manns fyrir eigin hendi. Milli 500 til 600 manns til viðbótar gera til þess tilraun. Geðhjálp og Rauði krossinn hófu átakið Útmeða fyrir tveimur árum. Átakið beindist að sjálfsskaða og sjálfsvígum ungra karlmanna en sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára. Ljóst er að það vantar meiri peninga í forvarnir, líkt og umferðarforvarnir sem bjargað hafa mannslífum. Geðhjálp og Rauði krossinn eiga þakkir skildar fyrir sitt framtak. Öll umræða er af hinu góða. Fólk verður að geta talað um sína vanlíðan og vita hvert hægt er að leita.
27.ágú. 2017 - 22:00 Akureyri vikublað

Erna Kristín í yfirheyrslu

Fullt nafn, aldur og starfstitill? „Erna Kristín Kristjánsdóttir, 43 ára, afleysingakennari í grunnskóla í augnablikinu en annars í starfsleit.“ Fjölskylduhagir: „Gift Sveini Heiðari Sveinssyni sjómanni, við eigum tvö börn saman og svo fylgdu honum Sveini mínum fimm flott ungviði.“
27.ágú. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Náttúran og tengsl hennar og mannsins

Íslenskir og bandarískir listamenn sýna saman í sýningunni Hverfing sem stendur yfir í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Umfjöllunarefni sýningarinnar er hnattræn hlýnun og ágangur manna á náttúruauðlindir. 
„Sýningin hefur verið í farvatninu í tæp tvö ár,“ segir Þórdís A. Sigurðardóttir sem, ásamt Önnu Eyjólfsdóttur, Rúrí og Ragnhildi Stefánsdóttur, stendur að sýningunni Hverfing/Shapeshifting sem nú stendur yfir í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
27.ágú. 2017 - 16:00 Akureyri vikublað

Guðríður Gyða sveppafræðingur notar gjarnan sveppi í matargerð

„Ég ákvað að verða sveppafræðingur á fimm mínútum, vorið 1981, og hef ekki séð eftir því ennþá,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem segir mikið úrval sveppa í íslenskri náttúru. 
27.ágú. 2017 - 14:00 Vestfirðir

Kvíar í Jökulfjörðum: Íbúðarhúsið endurbyggt

Gamla reisulega íbúðarhúsið að Kvíum í Jökulfjörðum hefur undanfarin ár verið algerlega endurbyggt. Byrjað var á verkinu árið 2012 og sér nú fyrir endan á framkvæmdunum. Það er fyrirtækið Borea Adventures sem hefur húsið til afnota og stendur straum af kostnaðinum. Að sögn Rúnars Óla Karlssonar eru komnar rúmar 30 milljónir króna í verkið.
27.ágú. 2017 - 07:00 Akureyri vikublað

Bónusgreiðslur

Hvað myndi ég gera ef ég ætti von á bónusgreiðslu upp á milljónir króna vegna þess að börnunum sem ég hef kennt hefur vegnað svo vel? Að vinnan mín hafi lagt grunninn að velgengni þeirra og þess vegna eigi ég von á sérstakri aukagreiðslu upp á milljónir jafnvel þótt það þýði að ekki sé hægt að hækka laun annarra kennara, kaupa kennslubúnað og það sem verst er, að rukka þurfi nemendur og foreldra þeirra um skólagjöld?
26.ágú. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Söfnun og meðhöndlun sveppa

Nú er rétti tíminn til sveppatínslu. Samkvæmt sveppafræðingnum Guðríði Gyðu er nauðsynlegt að kunna réttu handtökin þegar safna skal sveppum. Hér eru ráðleggingar Guðríðar Gyðu. Það er fremur fljótlegt að safna lerkisvepp og mjög fljótlegt að safna furusvepp. Áður en aldin eru sett í körfuna þá er lítill, beittur skrælihnífur notaður til að skrapa og skera af mesta ruslið og moldina sem loðir við aldinið

26.ágú. 2017 - 10:00 Akureyri vikublað

„Þær verða Íslandsmeistarar“

Stelpurnar í Þór/KA eru enn ósigraðar í efsta sæti Pepsi-deildar kvenna með 38 stig eftir 3-0 sigur á KR á þriðjudaginn. Næsta lið er ÍBV með 28 stig og leik til góða. Fyrir leikinn við KR sagði Donni mikilvægt að halda einbeitingu. „Við erum á góðri leið en það er mun auðveldara að klúðra þessu, halda að þetta sé komið og hætta. Á meðan allir hinir eru á 100 prósent fókus að reyna að ná okkur megum við ekki slaka á eina sekúndu. Þá einfaldlega náum við ekki þessu markmiði okkar,“ sagði Donni við Þór TV.
26.ágú. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Fylgi Flokks fólksins á fleygiferð upp

Í síðustu skoðunakönnunum hefur það birst okkur að Flokkur fólksins er að bæta verulegu fylgi við sig. Takist flokknum áfram að ná eyrum kjósenda er örugg að hér mun koma nýtt afl í sali Alþingis. Nú segja menn þetta eru nú bara skoðunakannanir en ekki alvöru kosningar og því getum við í hinum flokkunum verið alveg róleg. Þetta mun breytast. Þau ná aldrei þessu fylgi. En er það svo? Geta gömlu flokkarnir verið alveg vissir um að halda í sína kjósendur.

25.ágú. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Áfram stelpur

Stelpurnar í Þór/KA sitja á toppi Pepsi-deildarinnar. Forskotið er það gott að með bjartsýni má halda því fram að tímaspursmál sé hvenær Akureyringar geti farið að fagna sigri í deildinni.
24.ágú. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Siggi pönk: „Það trúðu allir öllu slæmu um mig enda átti ég að vera algjör brjálæðingur“

Eflaust muna flestir betur eftir Sigurjóni Baldvinssyni, Sigga pönk. Siggi býr á meðal glæpagengja í sambúi í Danmörku og fékk fyrst rafmagn í húsið sitt í fyrra. Í einlægu viðtali segir Siggi frá ástæðu þess að hann flutti frá Akureyri, eineltinu í æsku, sögusögnunum, rimmunum við lögregluna, anarkismanum, foreldrunum sem hafa alltaf staðið með honum, pönkinu sem hann segir enn á lífi og af hverju hann ætlar sér aldrei að verða fullorðinn.
31.júl. 2017 - 19:00 Austurland

Endurskoðun á úthlutunarreglum Byggðakvóta

Starfshópur sjávarútvegsráðherra hefur farið um landið síðustu viku og kynnt hugmyndir að nýju fyrirkomulagi á úthlutun byggðakvótans, bæði almenns og sértæks. Í grunninn væri verið að tala um eitt kerfi í framtíðinni og mun lengra tímabil, sem ætti að geta tryggt grundvöll fyrir uppbyggingu vinnslu í minni plássum. Að sögn nefndarmanna er tilhneigingin sú í tillögunum að úthlutanir færast frá stærri plássum til þeirra minni en reiknireglan sem notuð er miðast við fækkun íbúa, frekar en fiskveiðireynslu síðustu ára eins og verið hefur. 
31.júl. 2017 - 15:00 Austurland

ROKK-Hostel að HAVARÍ

Það hefur ekki verið slegið slöku við að Karlsstöðum í sumar og tónlistarveislan verið vel sótt. „Þetta er búið að vera ævintýri líkast,“ segir Berglind Häsler bóndi og bústýra en bætir við um leið að enn sé nóg eftir og dúndurdagskrá alveg út ágúst. „Hingað hefur streymt fólk af öllu landinu og öllum heimshornum ef út í það er farið. Það hefur verið húsfyllir á öllum viðburðum hingað til og stemningin nánast verið draumkennd á köflum því gestirnir okkar eru svo þakklátir og skemmtilegir. Þannig að við erum nokkuð viss um að seinni hluti sumarsins verði ekki síðri. Sérílagi Hæglætishátíðin um verslunarmannahelgina.“

Tapasbarinn: Happyhour