12. júl. 2017 - 21:00Vesturland

Sigrún Ólöf Einarsdóttir: Í dag er ég miklu betri amma en ég var mamma

Sigrún Ólöf Einarsdóttir.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir.

„Á þessum árum var mikil upplausn og ólga í Danmörku. Þetta var 1975. Það var verið að skipta frá hippaárunum og yfir í það að taka lífinu alvarlegar. Danirnir, bæði kennarar og nemendur, sögðu við sjálfa sig og hvora aðra: „Nú förum við að hætta að reykja hass og spila á bongótrommur en snúum okkur að því að fara að læra.“ Þetta voru umskipti og þeim fylgdu átök milli nemenda og kennara og líka innbyrðis í kennarahópnum. Þarna var meðal annars tekist á um kennsluaðferðir. Ég kom frá Íslandi þar sem aldrei var reykt hass og spilað á bongótrommur, allavega ekki opinberlega.“

KJALARNES: 

Við sitjum á heimili Sigrúnar Ólafar Einarsdóttur í Bergvík á Kjalarnesi. Hún er að rifja upp árin sín í Danmörku þar sem hún stundaði listnám og hitti manninn sem síðar varð eiginmaður hennar. Saman fluttu þau Søren Staunsager Larsen heim til Íslands árið 1980. Meir um það síðar í þessu viðtali.

Frumbyggjar í Kópavogi

Sigrún hafði alist upp ásamt fimm systkinum í Kópavogi. „Foreldrar mínir voru meðal frumbyggja þar. Þau fluttu í Kópavoginn 1944 eða þar um bil. Þar var þá bara urð og grjót og landið heyrði undir Seltjarnarnes. Tvær elstu systur mínar byrjuðu í skóla þar og fóru með rútum. Ég man að það var ekki komin kirkja og messað í skólanum. Samheldnin var mikil meðal íbúanna. Þetta var í raun bara sveit sem byggðist hratt og breyttist í bæ. Skipulagslega ber Kópavogur þess merki í dag. Það var húsnæðisskortur og alltaf verið að redda fólki.“

Sjálf er Sigrún fædd 1952. Hún er af þeirri kynslóð sem upplifði hvernig íslenskt samfélag þróaðist hratt með örri þéttbýlismyndun á höfuðborgarsvæðinu. Móðir hennar var úr Hrútafirði en faðir hennar Hafnfirðingur. 


Til Danmerkur í nám

Þetta var þjóðfélag í deiglu. Fólkið var að móta það til framtíðar. „Foreldrar mínir vildu ekki flytja í bragga. Þau keyptu þess í stað sumarbústað sem var í smíðum í Kópavogi. Hann var bara tvö pínulítil herbergi og forstofa. Faðir minn var húsasmiður og komst seinna á námskeið í arkitektúr. Það vantaði svo mikið arkitekta á Íslandi að húsasmiðum bauðst að fara í þetta nám. Hann endaði á því að teikna stóran hluta af húsunum í Kópavogi á starfstíma sínum og var byggingarfulltrúi bæjarins í nokkur ár. Pabbi var einn af þeim sem unnu að því að koma Kópavogi á laggirnar.“

Leið Sigrúnar lá í Menntaskólann í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi 1972 stóð hugur hennar til þess nema læknifræði eða listir. „Ég sótti um læknisfræði í Óðinsvéum í Danmörku en þeir sögðu mér að þeir tækju ekki útlendinga. Ég vissi reyndar að þeir kæmust ekkert upp með það ef ég héldi málinu til streitu því þarna var búið að gera menntasamning milli Norðurlandanna um það að þau tæku við námsfólki í háskóla hver hjá öðrum. Þetta gaf mér hins vegar tækifæri til að láta reyna á það hvort ég kæmist þá í listnámið,“ rifjar Sigrún upp.


 
Það gengur oft mikið á þegar glerblástur er stundaður. Hér er Sigrún í ham. 

Listhneigð í æsku

Hún hafði alltaf verið listhneigð og síteiknandi sem barn og unglingur. Sennilega var þetta það sem hún vildi helst gera. „Þarna sótti ég um skólavist í listmenntastofnun í Kaupmannahöfn sem þá hét Kunsthåndværkerskolen. Þetta var skóli í listhönnun. Þarna var kennd svokölluð nytjalist sem gengur helst út á að búa til ýmsa muni sem bæði eru augnayndi en hafa líka notagildi. Ég sótti um og fékk inngöngu. Þetta þótti mér merki um að ég ætti að leggja listhandverkið fyrir mig. Ég byrjaði í teikningu og grafík. Þarna var ég með lítið barn,“ segir Sigrún og vísar þar til dóttur sinnar Lóu Katrínar Pálsdóttur Biering. 

Sigrún hafði tekið stúdentsprófið komin átta mánuði á leið. Hún hlær við þegar hún rifjar þetta upp og bætir svo við. „Ég hef aldrei verið eins hraust á ævinni og ég var þá. Gömlu konurnar skömmuðu mig þegar ég kom hlaupandi með bumbuna á eftir strætó. Samkvæmt gömlu kynslóðinni voru ófrískar konur nánast veikar og áttu að hreyfa sig sem minnst.“


Heillaðist strax af glerinu

„Á þessum árum var mikil upplausn og ólga í Danmörku. Þetta var 1975. Það var verið að skipta frá hippaárunum og yfir í það að taka lífinu alvarlegar. Danirnir, bæði kennarar og nemendur, sögðu við sjálfa sig og hvora aðra: „Nú förum við að hætta að reykja hass og spila á bongótrommur en snúum okkur að því að fara að læra.“ Þetta voru umskipti og þeim fylgdu átök milli nemenda og kennara og líka innbyrðis í kennarahópnum. Þarna var meðal annars tekist á um kennsluaðferðir. Ég kom frá Íslandi þar sem aldrei var reykt hass og spilað á bongótrommur, allavega ekki opinberlega.“ Það var í Kunsthåndværkerskolen sem nemendur og kennarar voru að takast á um það hvernig þeir ættu að taka sig á eftir blómatíma hipparánna. „Þetta var bara undarlegt fyrir mig hvað fólkið í skólanum og umhverfi hans var alltaf að rífast og það á þessu kartöflutungumáli. Ég skildi þetta ekki,“ segir Sigrún. 

Sem betur fer voru fleiri Íslendingar þarna. Þar á meðal var Kolbrún Björgúlfsdóttir (Kogga) sem var keramik-listakona. „Kogga var þarna í skólanum og leyfði mér að prófa keramikið. Ég varð svo hrifin að ég fékk að skipta um deild í skólanum og fara í það. Þarna í keramikdeildinni kynntist ég glerinu og varð bitin af því eins og skot.“

Á þriðja ári í námi skipti Sigrún þannig yfir í glerlistarnám. Þarna var hún alls í sex ár og lærði ótal margt um hönnun og handverk. Þetta var góður skóli og gjöful ár. Nokkrir nytjalistarmunir eftir Sigrúnu í galleríinu. 

Heim til Íslands
Parið sem hér var nýkomið frá Danmörku með sjö og átta ára gömul börn, þurfti vissulega að mæta ýmsum áskorunum. Eitt fyrsta mál á dagskrá var að finna vinnu. „Ég tók teiknimöppuna mína undir hendina og labbaði inn á Auglýsingastofu Kristínar sem var á Nýbýlaveginum í Kópavogi. Kristín gaf mér tækifæri og réð mig. Þarna var ég í rúmt ár. Søren fékk hins vegar vinnu í byggingafyrirtæki. Hann var menntaður múrari og þótti afar góður starfskraftur, bæði laghentur og duglegur. Søren fékk svo síðar kennarastöðu við Myndlista- og handíðaskólann og tók þar við keramikdeildinni 1984.“

Í húsnæðisleit

Samhliða öllu þessu unnu þau Sigrún og Søren að því að setja á laggirnar eigin glervinnslu svo þau gætu unnið við það sem þau voru menntuð til sem var listsköpun og handverk. 

„Ég kunni ekkert fyrir mér þá í því hvernig maður ætti að koma ár sinni fyrir borð. Í reynd hefðum við átt að skrifa bæjarfélögunum vítt og breitt um landið og athuga hvort áhugi væri á að fá okkar starfsemi sem var þá glervinnslan í samfélagið. Þá hefðum við spurt hvort eitthvað húsnæði væri í boði sem við gætum gert upp og breytt til glervinnslurekstrar. Við höfðum talað við Kópavogbæ en var tjáð að þar væru engir möguleikar. Þeir sögðu okkur bara að tala við fasteignasölu til að finna hús undir reksturinn. Við skoðuðum húsakost á bænum Lykkju á Kjalarnesi. Okkur leist vel á það. Þetta var húsnæði sem bauð upp á ýmsa möguleika en okkur skorti fjármuni til að festa kaup á því. Satt best að segja vorum við að gefast upp og á leið aftur út til Danmerkur. Það var óðaverðbólga og basl að búa á Íslandi.“

Kjalnesingar slá til

Það rofaði þó skyndilega til. Á Kjalarnesi voru framsýnir og hugrakkir sveitarstjórnarmenn sem sáu möguleikana og höfðu trú á þessu unga pari. Sigrún útskýrir:

„Þessir ágætu menn voru farnir af stað við að koma á fót Grundahverfinu hér. Um svipað leyti hafði Kjalarneshreppur stofnað atvinnumálanefnd. Það vantaði að fá einhverja starfsemi í þetta nýja hverfi sem þeir sáu sem vísi að bæjarfélagi. Karlarnir fréttu af þessu glerblástursfólki sem væri að leita að húsnæði fyrir starfsemi sína og hefði reynt að kaupa Lykkju. Þeir boðuðu okkur á fund og buðu fram hænsnahúsið hérna í Bergvík. Hér voru líka gamalt og yfirgefið fjárhús þar sem stíurnar voru fullar af skít og svo hlaða sem var auður bárujárnsbraggi. Þeim datt ekki í hug að neinn vildi þennan húsakost í Bergvík nema þá kannski hænsnakofann. Svo var hér lélegt íbúðarhús sem var leigt fólki sem var að byggja sér hús í Grundarhverfinu. Við Søren skoðuðum þetta allt og leist satt best að segja best á fjárhúsið og spurðum hvort við gætum fengið það?“

Hreppsnefndin á Kjalarnesi var til í þetta. „Við fengum fjárhúsið og gerðum það upp. Vinnan okkar við það var svo bókfærð sem fyrirframgreidd húsaleiga. Þeir borguðu efniskostnað við uppgerðina. Þannig hófst rekstur glerblástursvinnslunnar í Bergvík á Kjalarnesi sem nú hefur staðið yfir í 35 ár eða allar götur frá 1982.“

Frumstæðar aðstæður

Sigrún dregur enga dul á að það var mikil vinna og breyta fjárhúsi í glerblásturshús. Þetta gekk á samhliða því sem Søren og Sigrún unnu í Reykjavík. Mikið var gert á kvöldin og um helgar. Ekkert var sjálfgefið. Á þessum árum var Vesturlandsvegurinn ennþá malarvegur. Aðstæður á Kjalarnesi voru frumstæðar samanborið við það sem er í dag. En þetta hafðist með dugnaði og seiglu. „Søren nennti öllu. Hann var alltaf að. Stundum þurfti hreinlega að stoppa hann. Við bjuggum meðal annars í fjárhúsinu í þrjá mánuði meðan við vorum að koma okkur fyrir hér í Bergvík því það var ekkert annað húsnæði. Rekstur glerverkstæðisins hófst svo á vordögum 1982. Börnin þau Martin og Lóa fóru í Klébergsskóla hér rétt hjá. Það bjargaði miklu gagnvart þeim að ég vann alfarið hér heima eftir að reksturinn hófst og Søren svo síðar þegar umsvifin jukust,“ segir Sigrún. Hún bætir við að hún hafi sjálf kennt Søren glerblásturinn. Með tímanum varð hann mjög fær í þeirri list.Eitt verka systranna Sigrúnar og Ólafar. Þetta er svokallaður trílóbíti sem er 
lönguútdauð sjávardýrategund sem finnst í dag sem steingerfingar. 
Hann er búinn til úr gleri og burstarnir úr hrosshárum. 

Sló fljótt í gegn

Glervörurnar frá Bergvík fengu afar góðar viðtökur strax frá byrjun. „Það var eins konar handverksvakning í landinu á þessum tíma. Við seldum vörurnar okkar í ákveðnum verslunum í Reykjavík. Það má segja að þær hafi fljótlega komist í tísku. Munir frá Gler í Bergvík voru til á ótal mörgum heimilum á Íslandi. Dóttir mín segir að ég sé mjög fræg á elliheimilunum í dag, segir Sigrún og hlær dátt. „Við vorum svo með opið verkstæði þar sem fólk gat komið í heimsókn og séð okkur vinna og fengið kaffi. Það var oft mjög gaman. Vegalöggurnar sem voru á Vesturlandsvegi voru fastagestir hjá okkur. Þar á meðal var Geir Jón Þórisson sem síðar varð landsfrægur lögregluþjónn. Geir Jón sagði að hér væri svo góð orka, hann er næmur á slíkt.“

Hróður þeirra Sigrúnar og Sørens barst víða. „Okkur var mikið boðið að sýna erlendis, miklu meira þar heldur en hér heima. Við vorum með röð af einkasýningum í Þýskalandi og fleiri löndum. Fyrsta stóra einkasýningin okkar hér á Íslandi var svo eiginlega ekki fyrr en aldamótaárið 2000.“

Umskipti við fráfall

Sigrún segir að fyrst og fremst hafi þau Søren unnið við glermunagerðina. Aldamótaárið 2000 hófst svo samstarf hennar við Ólöfu Einarsdóttur sem er systir Sigrúnar og textíllistakona. Árið 2002 sýndu þær systur og Søren saman í Listasafni ASÍ.

Allt breyttist svo 28. mars 2003. Þá lést Søren í bílslysi, aðeins 57 ára gamall. „Þegar Søren féll frá voru tvö dönsk söfn búin að ámálga við okkur að sýna hjá þeim. Við tókum þá verk hans og sýndum þau meðal annarra. Þessar sýningar urðu öðrum þræði til minningar um Søren. Það var meðal annars gerð mjög falleg sýningaskrá þar sem hans var minnst.“

Sigrún segir að henni hafi fundist skynsamlegast að breyta sem minnstu í daglegu lífi eftir að Søren féll frá. „Mér þótti breytingarnar nógu miklar fyrir, við að missa manninn minn. Ég hélt því reksri glervinnslunnar áfram. Árið 2004 fór ég af stað með tveimur stúlkum sem unnu hjá mér við glerblástur. Ég hannaði tvær línur sem eru enn við lýði og ætlaði að reka verkstæðið allan ársins hring. Þetta var þó mikill erill. Ég fann brátt að það yrði betra að vera með verkstæðið og glerofninn í rekstri bara hluta úr ári. Það hef ég gert síðan. Restina af árinu er ég vinna mikið með gler en bara með öðrum aðferðum heldur en að bræða það. Þá er ég t. d. með svokallað ofngler. Þar bræði ég saman glerplötur í keramikofni og beygi síðan í ýmsum formum. Ég bý til gluggaverk, myndir og slíkt. Svo hef ég unnið mikið með Ólöfu systur minni. Það er mjög gaman og því hefur verið vel tekið.“

Hugar að arftökum

Aðspurð segir Sigrún að börn þeirra Sørens sem ólust upp á Íslandi hafa bæði helgað sig skapandi greinum og handverki. Örlögin höguðu því þannig að þau áttu bæði eftir að nema við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn þar sem Sigrún sótti sína menntun og Søren var kennari þegar þau kynntust. Reyndar heitir skólinn annað í dag en það er önnur saga. „Lóa dóttir mín lærði húsamálun og var að taka meistarapróf í því. Hún er sérfræðingur í gömlu málningartækninni, að oðra og marmorera sem kallað er. Nú er hún að vinna með öðrum við að gera upp Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík sem Björgúlfur Thor Björgúlfsson á í dag. Hún fór líka í nám í innanhússarkitektúr. Lóa er mjög listræn og klár. Martin fór í eldsmíði og seinna í vöruhönnun. Hann starfar nú við eldsmíði og vinnur hjá danska þjóðminjasafninu í Lyngby.“ 

Sigrún á í dag sex stjúpbarnabörn í Danmörku og tvö barnabörn á Íslandi. „Ég missti svolítið af börnunum mínum þegar þau voru að alast upp. Ég hefði viljað gera miklu meira með þeim og fyrir þau en var alltaf á kafi í vinnu. Í dag er ég miklu betri amma en ég var mamma,“ segir hún brosandi.  

Glerlistakonan í Bergvík sér nú fram á að fara að draga saman seglin. Hún hefur unnið mikið um ævina og glerblástur gerir kröfur um gott líkamsþol. Sigrún upplýsir að afar hæfileikríkur ungur Bandaríkjamaður hafi sýnt áhuga á að kaupa verkstæðið. Hann hefur oft komið til Íslands og þá starfað við glerlist hjá Sigrúnu í Bergvík. „Ég er svona að skoða það. Ég vil svo gjarnan að hér verði áfram stundaður glerblástur. Þetta er eina verkstæðið hér á landi,“ segir Sigrún Ólöf Einarsdóttir.29.nóv. 2017 - 11:00 Suðri

Heitar nætur í köldu stríði

„Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins.  Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu? Af hverju heyrðist ekkert í honum eftir að múrinn féll? Hafði hann eitthvað að fela?“
28.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Jóhann Gunnar í yfirheyrslu

„Ég hef reyndar aldrei haft neitt sérstakt lífsmottó. Ég tók þó próf á netinu um daginn þar sem mér var úthlutað lífsmottóinu „lifðu lífinu eins og dauðinn sé á næsta leiti“. Ætli ég sé ekki bara tilneyddur að sætta mig við það hlutskipti og lifa samkvæmt því.“
28.nóv. 2017 - 15:00 Suðri

Margir læra íslensku hjá Fræðslunetinu

Íslenskunemarnir kátir í Pylsuvagninum á Selfossi ásamt Önnu Lindu Sigurðardóttur kennaranum sínum. Mikill áhugi hefur verið fyrir íslenskunámi í haust hjá Fræðslunetinu, en hátt í 200 námsmenn munu ljúka 60 stunda íslenskunámskeiðum á haustönn. Flestir stunda nám í íslensku I en einnig verða haldin nokkur námskeiði í íslensku II. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir íslenskunámið og einnig veita starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna námsmönnum veglega styrki til námsins.
28.nóv. 2017 - 10:00

Ingimar sviptir hulunni af „Dularfullu búðinni“

Húsakynni „Dularfullu búðarinnar“ eru mörgum Skagamanninum að góðu kunn. Áhugaverður veitingastaður opnaði á Akranesi í lok maí á þessu ári. Hann er í gömlu húsi á horni Merkurteigs og Skólabrautar. Húsið er skáhallt handan götunnar á móti Akraneskirkju. Mitt í hjarta gamla bæjarhlutans hýsti það bakarí um áratugaskeið. Þarna er nú „Dularfulla búðin“ til húsa. Þetta er ölstofa, kaffihús, verslun og safn. Þar ræður ríkjum Ingimar Oddsson fjöllista- og veitingamaður. Vesturland leit við í vikunni til að forvitnast nánar um manninn sem stendur á bak við staðinn.
27.nóv. 2017 - 16:00 Vesturland

Tónlistarskóli fagnar hálfrar aldar afmæli – Setja upp söngleik

Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Skólinn var stofnaður 7. september 1967 af Tónlistarfélagi Borgarfjarðar. Theodóra Þorsteinsdóttir hefur verið skólastjóri frá 1991. Nú starfa níu kennarar við skólann og 162 nemendur stunda tónlistarnám á haustönn.
26.nóv. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Umferð í Giljahverfi: „Ég vil að við stöndum saman og bregðumst við áður en slys verður“

Mynd/Viðar Ernir Reimarsson Í Giljahverfi, eins og í flestum öðrum hverfum Íslands, er mikil umferð, margir bílar og frekar stórum hluta þeirra ekið frekar hratt. Það má ekki gleyma því að í hverfinu búa mörg börn og því þarf að passa sig í kringum þau.
26.nóv. 2017 - 09:20 Magnús Þór Hafsteinsson

Trúverðugleiki í húfi

Umfjöllun Ríkisútvarpsins um brottkast og kvótamisferli leiddi fram dapurlega sýn á umgengnina um sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Hér er fjallað um mjög alvarleg og flókin mál sem snerta að sjálfsögðu siðferðisleg álitaefni en líka fræðileg atriði sem fiskveiðistjórnunin og trúverðugleiki hennar hvílir á.           Fjölmargar breytur hafa áhrif á það hvort fiski er fleygt eða honum landað framhjá vikt. Sumir hafa stundað þetta á meðan aðrir gera það ekki. Við skulum varast að alhæfa í þessari umræðu um að allir séu sekir, án þess þó að kinoka okkur við að ræða vandamálið. Án þeirrar umræðu verða engar lausnir dregnar fram.
25.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Norðlendingar eru öflugir

Svava Ólafsdóttir, verkefnastjóri Icelandic Startups, leitar að norðlenskum frumkvöðlum. „Við erum að leita að frumkvöðlum með afþreyingar- og tæknilausnir sem og lausnir sem styrkja innviði ferðaþjónustunnar,“ segir Svava Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, sem hvetur norðlensk fyrirtæki til að sækja um þátttöku í Startup Tourism-verkefninu.
25.nóv. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Atvinnuástandið er gott í dag og það hjálpar

Fyrirmyndardagurinn verður haldinn á föstudaginn í fjórða skiptið. Hulda Steingrímsdóttir hjá Vinnumálastofnun segir vel hafa tekist að finna verkefni handa öllum þátttakendum.
24.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

67 er happatala fjölskyldunnar

Marteinn, ásamt eiginkonu sinni, Fanneyju Kristínu Vésteinsdóttur. Marteinn Brynjólfur Haraldsson hafði lengi haft áhuga á bjór þegar honum tókst að plata afa sinn og föður til að opna brugghús. Marteinn Brynjólfur segir frá Segli 67 á Siglufirði og deilir uppáhaldsuppskriftunum með lesendum.
24.nóv. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Hugljúf lög á aðventu

Norðlenskar konur í tónlist halda tónleikana Ljósin ljómandi skær í Hofi 2. desember. Mynd: Daníel Starrason. Norðlenskar konur í tónlist halda sína fyrstu jólatónleika. „Okkur hefur lengi langað til þess að fá Helenu til þess að syngja með okkur og það er alveg dásamlegt að þessi fyrirmynd okkar allra verði með okkur á jólatónleikunum,“
23.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Geðræn veikindi eru ekkert til að skammast sín fyrir

Hafdís Sæmundsdóttir vill opna umræðuna um geðsjúkdóma í von um að eyða fordómum. Í einlægu viðtali segir Hafdís frá lífi sínu sem hefur verið allt annað en dans á rósum en Hafdís á þrjá stráka sem allir fæddust fyrir tímann og eru allir langveikir í dag. Hafdís segir einnig frá andlegum veikindum sínum, krabbameininu, síþreytunni, myglusveppnum, sem olli fjölskyldunni fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni, og jólunum sem hún kvíðir vegna föðurins sem hún missti á jóladag í fyrra.
23.nóv. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Það var allt hvítt

Vetur konungur hefur heldur betur minnt á sig á Norðurlandi síðustu daga. Mikil ófærð var á fjallvegum og lögregla þurfti að aðstoða ökumenn víða auk þess sem vegum hefur verið lokað vegna óvissuástands og snjóflóðahættu. Blaðamaður Akureyri Vikublaðs ræddi við nokkra erlenda ferðamenn sem flestir reyndust alsælir með ástandið.
21.nóv. 2017 - 19:00 Vestfirðir

Kalkþörungaverksmiðja við Ísafjarðardjúp

Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla um efnisnám kalkþörungasets  í Ísafjarðardjúpi. Það er Íslenska kalkþörungafélagið ehf sem hyggur á vinnslu á kalkþörungasetinu. Félagið rekur þegar verksmiðju á Bíldudal og áformar að halsa sér völl við Ísafjarðardjúp. 
21.nóv. 2017 - 09:00 Vestfirðir

Minnst laxveiði á Vestfjörðum

Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út bráðabirgðatölur fyrir stangveiði á laxi sumarið 2017. Stangveiðin var nærri langtímameðaltali. Á Vestfjörðum varð veiðin sú minnsta á þessari öld. Þá var veiðin meiri í öllum öðrum landshlutum en á Vestfjörðum.
20.nóv. 2017 - 19:00

Rólegt í höfnunum á Suðurnesjum

Já síðasti pistill endaði á smá minnarbroti um Þorgeir Guðmundsson eða Geira á Hlýra GK. Fór í jarðaförina hans í Útskálakirkju og var það virkilega falleg stund. Hvíldu í friði kæri frændi.
20.nóv. 2017 - 16:30 Reykjanes

Staðið við öll fyrirheit sem gefin voru í málefnasamningi

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 ber þess merki að sveitarfélagið þarf að undirgangast skilyrði aðlögunaráætlunar um framlegð og lækkun skuldahlutfalls. Þessi aðlögunaráætlun er í gildi til 2022 og mikilvægt að eftir henni sé farið, til þess að Reykjanesbæ öðlist á ný það fjárhagslega  sem nauðsynlegt er og geti veitt þá þjónustu sem ætlast er til. Mikil íbúafjölgun hefur reynt á sveitarfélagið sem hefur lögbundnar skyldur þrátt fyrir erfiða fjárhagslega stöðu. Þrátt fyrir þessar áskoranir þá koma ýmis mikilvæg atriði fram í þessari fjárhagsáætlun sem hafa munu jákvæð áhrif á hag íbúa á næsta ári.
19.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

„Alveg ofboðslega skemmtilegt“

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Kórinn er einn af elstu kórum landsins. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
„Við komum vonandi fljótlega niður á jörðina aftur,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, en kórinn sigraði í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
19.nóv. 2017 - 16:00 Reykjanes

Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur.

Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér bókina Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur. Hún er kynnt svo á kápu: Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. 
19.nóv. 2017 - 13:30 Reykjanes

Með blik í auga hópurinn fékk Súluna

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017 fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum laugardaginn 11. nóv. kl. 14.00.  Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað  hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent.  
19.nóv. 2017 - 10:00 Vestfirðir

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur fyrir fólk og skepnur með heitu blóði einkum grasbíti.  Hættast er hrossum, nautgripum, sauðfé og geitum en einnig geta hundar, kettir, loðdýr og svín veikst af miltisbrandi. 
19.nóv. 2017 - 08:05 Sigurður Jónsson

Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja

Fyrir síðustu Alþingiskosningar voru kjósendur spurðir hvað þeir teldu vera helstu forgangsmál á næstunni. Stærsti hópurinn taldi heilbrigðismálin skipta mestu. Þar þyrfti vikilega að bæta ástandið,sem kallaði á aukið fjármagn úr ríkiskassanum. Einnig voru málefni aldraðra mjög hátt á forgangslista aldraðra. 
18.nóv. 2017 - 22:00 Reykjanes

Sveitarfélagið Vogar sýknað

Í vikunni féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness, í máli sem var höfðað á hendur sveitarfélaginu og Ísaga ehf. Tilefni málshöfðunarinnar var breyting á deiliskipulagi á lóð Ísaga ehf., ásamt útgáfu sveitarfélagsins á byggingarleyfi fyrir verksmiðjunni sem nú er risin og verður tekin í notkun síðar í vetur. 
18.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Dagný Reykjalín í yfirheyrslu

Dagný Reykjalín Dagný Reykjalín er grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri. Dagný er best í skutlinu seinnipartinn, en lökust í því að vakna snemma á morgnana yfir veturinn.
18.nóv. 2017 - 17:00 Vestfirðir

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega fjórfalt hærra

Íslandsbanki gaf á dögunum út greiningu á íslenska íbúðamarkaðnum. Þar kemur fram að á Vestfjörðum séu 2,5% af íbúðum landsmanna en aðeins 2% íbúanna. Það þýðir að færri búa að jafnaði í hverri íbúð á Vestfjörðum en gerist á höfuðborgarsvæðinu.
18.nóv. 2017 - 15:00 Reykjanes

Sigríður Mogensen ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs SI

Sigríður Mogensen Sigríður Mogensen hefur verið ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Hún hefur störf á næstu mánuðum. Sigríður hefur frá árinu 2015 starfað við áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London. Fyrir þann tíma starfaði hún sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hagfræðingur á skrifstofu sérstaks saksóknara. 
18.nóv. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Kristín finnur ánægju í því einfalda

Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor hefur notið lífsins til hins ítrasta síðan hún hætti að vinna fyrirþremur árum. Í einlægu viðtali segir Kristín frá æskunni, skilnaði foreldra sinna sem höfðu mikil tilfinningaleg áhrif á hana fram á fullorðinsaldur, flóknu sambandi hennar við móður sína, ástina sem hún fann í Innbænum, náminu, Kvennaframboðinu 1982 og þeim árásum sem konur í framboðinu máttu þola, stöðu kvenna í stjórnmálum í dag og Innbænum sem hún ann og hefur nú skrifað bók um.
18.nóv. 2017 - 11:00 Reykjanes

Mistur spennusaga eftir Ragnar Jónsson

Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu. Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af.
18.nóv. 2017 - 08:02 Indíana Ása Hreinsdóttir

Um daður, áreitni og afleiðingar

Þessa dagana streyma til okkar fréttir af valdamiklum körlum sem, jafnvel um áratugaskeið, hafa misnotað aðstöðu sína og níðst kynferðislega á sér lægra settum konum. Árið 2014 var uppáhald margra úr æsku, sjálfur Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby, opinberaður sem skrímslið sem hann er þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá ólýsanlegu ofbeldi af hálfu leikarans.
13.nóv. 2017 - 19:30 Austurland

Sameining Breiðdalshrepps við Fjarðabyggð í farvegi

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt tillögu Breiðdalshrepps um að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Um síðustu áramót bjuggu tæplega 4700 manns í Fjarðabyggð en rúmlega 180 í Breiðdalshreppi.
13.nóv. 2017 - 15:00

Bókarkafli: Í skugga drottins

Vaka Helgafell gefur út bókina Í skugga drottins eftir Bjarna Harðarson. Hér er á ferðinni söguleg  skáldsaga  sem  segir  frá  leiguliðum  Skálholtsstóls  á  18.  öld.  Aðalpersóna  er húsfreyjan María  á  Eiríksbakka  sem  leyfir  vorsultinum  að  tálga  sig  ár  hvert  á  meðan  óguðlegur  og skemmtinn  niðursetningur  fyllir  líf  hennar  af  sögum  og  þvættingi.  En  yfir um og allt um kring er Guðsótti.  Óttinn  við  hinn  reiða  Krist  og  eilífan  helvítiseld.  Við  sögu  koma  misgóðir  Guðsmenn, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar. Blaðið grípur hér ofan í frásögn af heyskap undir Vörðufelli, drengjum sem hafa selsaugu og um Skálholt sem stendur rétt undir hliðum Helvítis. 
13.nóv. 2017 - 14:34 Arnaldur Máni Finnsson

Grasrótin og greinar trjánna

Myndmál er mikilvægt tæki í orðræðu hversdagsins og ekki síður á hátíðarstundu. Vel valið orðalag getur aukið mátt skilaboða, kjarnað hugmynd eða aðstæður í skýru máli og gefið hugmynd þann slagkraft sem þarf til að hún nái í gegnum þann seiga flaum áreitis sem við erum orðin vön að umvefji okkur dag frá degi. Slagorð eru ein grein þeirrar orðsins listar sem við verðum vör við í daglegu umhverfi og ekki síst þegar viðburðir eins og kosningar eiga sér stað. 
13.nóv. 2017 - 11:00 Akureyri vikublað

Sigraði í Texas

Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Rúnar Eff var valinn Söngvari ársins á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum. Rúnar var valinn besti söngvarinn og hljómsveitin besta bandið en sveitina skipa Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson, Reynir Snær Magnússon og Stefán Gunnarsson.
12.nóv. 2017 - 22:00

Fjögur ár uppá dag

Þann 11. nóvember 2013 hófst vinna við gröft Norðfjarðargangna og er það skemmtileg tilviljun að nákvæmlega fjórum árum seinna séu þau opnuð og vígð. Göngin eru 7566 m á lengd og tók 93 vikur að grafa þau, en frágangur á þeim hefur staðið yfir frá því um haustið 2015. Það þykir kannski ótrúlegt að þegar það tekur tæp tvö ár að grafa þá taki það álíka tíma að raungera hina eiginlegu vegaframkvæmd innaní gatinu sem borað hefur verið í fjallið. Kannski er það ekki svo langur tími ef maður miðar við að umræða, barátta fyrir og undirbúningur verkefnis eins og þessa hefur tekið a.m.k. þrjá áratugi.

12.nóv. 2017 - 08:00 Akureyri vikublað

Yfirheyrslan: Helga Rut

Körfuboltakonan Helga Rut Hallgrímsdóttir spilar með Þórsurum þótt hún sé flutt frá Akureyri. Helga Rut er best í fráköstum en lélegust í vítaskotum.
11.nóv. 2017 - 15:00 Akureyri vikublað

Mikil sorg í Hrísey

Mynd: Sigtryggur Ari Fullt var út úr dyrum á bæna- og samverustund í kirkjunni í Hrísey á mánudagskvöldið í kjölfar banaslyssins á Árskógssandi á föstudaginn. Þrennt lét lífið, foreldrar og ungt barn þeirra, þegar bíll þeirra fór fram af bryggjunni og í höfnina. Þau látnu voru frá Póllandi en höfðu búið um árabil í Hrísey.
11.nóv. 2017 - 12:06 Akureyri vikublað

„Sjóböðin verða einstakur baðstaður“

Sigurjón Steinsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Sjóböðunum á Húsavík. Sigurjón segir ákveðið baðbelti komið fyrir norðan enda sé upplagt að nýta náttúruauðlindir landsins til að skapa eitthvað alveg sérstakt.
09.nóv. 2017 - 12:02 Akureyri vikublað

Hlakkar til að verða gömul með kærastanum

Inga Vestmann hefur staðið vaktina í Pedromyndum ásamt Þórhalli Jónssyni, sambýlismanni sínum, síðustu áratugina. Í einlægu viðtali ræðir Inga um fjölskyldufyrirtækið, miðbæinn sem á í henni hvert bein, framtíð Akureyrar, ástina sem hún fann í gestamóttökunni á Hótel KEA þegar hún var aðeins 19 ára, rómantíkina og þá sáru reynslu að fæða andvana tvíbura.
08.nóv. 2017 - 15:11 Vestfirðir

Suðureyrarkirkja 80 ára

Sunnudaginn, 29. október, var haldin hátíðarguðsþjónusta í Suðureyrarkirkju til að minnast afmælis kirkjunar en hún var vígð árið 1937 og er þvi 80 ára um þessar mundir. Kirkjukór Suðureyrar söng undir stjórn Margrétar Gunnarsdóttur organista og var guðsþjónustan ákaflega vel sótt. 
07.nóv. 2017 - 10:00 Vestfirðir

Lýðháskóli á Flateyri

Stjórn félags um lýðháskóla á Flateyri samþykkti þann 26. okt., að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að undirbúa stofnun skólans. Félagið mun vinna með Fræðslumiðstöð Vestfjarða um verkefnið en Fræðslumiðstöðin fékk 5 m.kr. framlag frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu til að vinna að þróun lýðháskóla.
05.nóv. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Brynhildur Þórarinsdóttir í yfirheyrslu

Brynhildur Þórarinsdóttir Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent, var að senda frá sér sína fimmtándu barnabók. Uppáhaldsrithöfundur Brynhildar er Astrid Lindgren sem einnig er ein af fyrirmyndum hennar.

05.nóv. 2017 - 19:00 Vestfirðir

Fiskmarkaður Vestfjarða : 3% sölulaun

Fiskmarkaður Vestfjarða ehf hefur lækkað söluprósentu sína í 3%. Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri segir það ekki rétt sem fram kom í síðasta tölublaði Vestfjarða að það muni helmingi á söluprósentu milli Fiskmarkaðs Vestfjarða og Fiskmarkaðs Íslands. 
05.nóv. 2017 - 16:00

Smitaði eiginmanninn af hlaupabakteríunni

Anna Berglind Pálmadóttir Hlaupadrottningin Anna Berglind Pálmadóttir hefur að mestu leyti fært sig yfir í fjallahlaupin. Anna Berglind segir hér frá hlaupaferlinum auk þess sem hún deilir sínum uppáhaldsuppskriftum með lesendum.
05.nóv. 2017 - 11:00 Reykjanes

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með Easy Jet. Þau heppnu voru Chris og Joanne Bradley og voru þau leyst út með gjöfum af verslunarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
05.nóv. 2017 - 09:45 Vestfirðir

Hitaveita á Hólmavík

Hitaveita er væntanleg á Hólmavík. Þetta virðist vera í kortunum. Andrea K. Jónsdóttir staðfestir að hreppsnefnd hafi sett fé inn á fjárlagsáætlun þessa árs til undirbúnings hitaveitu á Hólmavík. Og að undirbúningur sé hafinn með gagnaöflun og fleira. 
04.nóv. 2017 - 21:00 Vestfirðir

Teigsskógur: Kærur geta stöðvað framkvæmdir

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur nú til meðferðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi hreppsins til þess að geta síðar afgreitt erindi frá Vegagerð ríkisins um veg um Teigsskóg samkvæmt svonefndri Þ-H leið.
04.nóv. 2017 - 16:30 Vestfirðir

Veiðigjöld þrefaldast milli ára

Veiðigjöld á landaðan afla í Bolungavík munu þrefaldast að krónutölu milli fiskveiðiára samkvæmt samantekt sem Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík hefur undir höndum. Á síðasta fiskveiðiári 2016/17 var 15 þúsund tonnum af bolfiski og rækju landað í Bolungavíkurhöfn.
04.nóv. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Jóhanna á Skagaströnd 100 ára: „Það mikilvægasta í lífinu er forvitni“

Jóhanna Jónasdóttir á Skagaströnd fagnaði 100 ára afmæli sínu í síðasta mánuði. Blaðamaður Akureyri Vikublaðs heimsótti Jóhönnu á Dvalarheimilið Sæborg í síðustu viku. Jóhanna, sem er heilsugóð og spræk miðað við aldur, segir hér frá lífinu í gamla daga, brunanum sem varð til þess að fjölskyldan bjó í hlöðunni um tíma, skoðun sinni á pólitík, ástinni og tengdamóður sinni sem var engin önnur en skáldkonan Guðrún frá Lundi.
04.nóv. 2017 - 10:00 Reykjanes

Aflafréttir: Mininningarorð um Þorgeir Guðmundsson

Síðsti pistill endaði á bilun í Berglín GK.  Sem betur fer þá var biluninn ekki það stórvægileg að togarinn var frá veiðum í langan tíma.  Berglín GK fór strax vestur til veiða og landaði á Ísfirði um 73 tonnum.  Núna hefur togarinn landað 365 í 5 túrum og mest 107 tonn sem reyndar var landað á Eskifirði. 
31.okt. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

„Ég vissi ekkert skemmtilegra en að horfa á hús brenna og sjá slökkviliðsmennina bjarga íbúunum“

Katrín Vilhjálmsdóttir spilar handbolta með KA/Þór í Grill 66-deildinni. Katrín, sem er tveggja barna móðir, æfir líka crossfit, starfar sem lögregla og er í námi í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Katrín féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs uppáhaldsuppskriftirnar sínar.