16. mar. 2017 - 12:00Akureyri vikublað

Kristján Pétur – reis upp frá dauðum

Tónlistarmaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson hefur verið í ótal hljómsveitum sem eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í einlægu viðtali ræðir Kristján Pétur um tónlistina og myndlistina, sem hann gerir engan greinarmun á, sukkið í Kristjaníu, brauðstritið, fjölskylduna og sér í lagi afasoninn sem hefur haldið honum ungum, skapið sem á til að hlaupa með hann í gönur, ástina sem er enn jafn heit og hún var fyrir 20 árum og hjartaáfallið sem breytti lífinu.

„Ég hef alltaf jafn gaman af þessu. Þess vegna er ég enn að. Ég hef sagt, bæði í gamni og alvöru, að ég muni syngja í jarðarförinni minni,“ segir Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson sem hefur verið viðloðandi tónlist frá 15 ára aldri.


Rokkari
Kristján Pétur segist aldrei hafa fundið fyrir þörf til að skilgreina sig. Pönkararnir hafi litið á hann sem hippa en sjálfur telur hann að hann hafi líklega alltaf verið rokkari. Mynd: Guðrún Þórs.

Brennivín og stelpur

Kristján Pétur ólst upp í Hrafnagilsstræti 9, í húsi sem nú hefur verið rifið, í göngufæri frá þeim skólum sem hann sótti þar til hann lauk stúdentsprófi. „Skólagangan gekk vel en í menntaskólanum fór árangur minn í náminu að fara niður á við. Það var þá sem ég kynntist tóbaki, brennivíni og stelpum – og ekki endilega í þeirri röð.“

Sukkað í Kristjaníu

Hljómsveitirnar sem hann hefur spilað með eru eins ólíkar og þær eru margar en á dögunum var hin goðsagnakennda Lost endurvakin með tónleikum á Græna hattinum. Önnur bönd eru til dæmis Parror, sem hann skipaði með Steinþóri Stefánssyni heitnum úr Fræbblunum, Skrokkabandið, Heflarnir, Tonnatak, menntaskólahljómsveitin Skapti, Akureyrar-útlagarnir, húsband Populus Tremula og þungarokksveitin Hún andar. Yfir sjö ára skrautlegt tímabil bjó hann svo í Kaupmannahöfn þar sem hann spilaði með hljómsveitinni Kamarorghestum sem náði talsverðum vinsældum.

Ég bjó í hústökuhúsi nálægt Kristjaníu. Maður lifði og hrærðist í sukkinu. Við spiluðum reglulega í Loppen í Kristjaníu þar sem allar frægustu hljómsveitir heims spiluðu. Þetta var helvítis basl og læti en mjög skemmtilegt.

Alltaf verið rokkari

Aðspurður segist hann aldrei hafa fundið þörf fyrir að skilagreina sig. „Við héldum að Lost væri argasta pönk en ef maður hlustar á þetta núna er þetta bara létt popp. Hún andar var miklu harðara band. Kamarorghestar voru pólitískir hippar. Við spiluðum allt frá rómantískum og ljúfsárum ballöðum yfir í harðasta pönk. Ég var þó aldrei hinn venjulegi hippi þótt pönkararnir hafi litið á okkur sem slíka. Ætli ég hafi ekki bara alltaf verið rokkari.“

Á sviðinu með staf

Kristján Pétur verður 66 ára í næsta mánuði en segir röddina aldrei hafa verið betri. „Ég get kannski ekki sungið hæstu tónana lengur en ég kann meira á röddina. Pönkarinn í mér vildi aldrei læra söng en svo fékk ég ágætis söngþjálfun þegar ég tók þátt í söngleiknum Jesus Christ Superstar með Freyvangsleikhúsinu. Þar lærði ég að opna á röddina. Skrokkurinn er hins vegar orðinn lélegur. Ég hökti um á einum og hálfum fæti og þótt það sé ekki rokk að standa á sviði með staf við hönd er ekkert annað í boði.“

Ég elska að standa á sviði og þenja mig. Það er erfitt að útskýra það en þegar allt gengur upp og maður nær sambandi við áheyrendur myndast einhver galdur. Það hlýtur að vera það næsta sem kemst nálægt því að komast í himnaríki, ef það er góður staður.

Hann segist fá mikla útrás á sviðinu. „En um leið og maður stígur niður verður til agalegt tóm innra með manni sem er ástæða þess að margir rokkarar hafa drukkið og dópað eftir gigg. Eina stundina fær maður kikk á sviðinu en svo er þetta allt í einu búið og maður situr eftir með adrenalínið ennþá á fullu.“


Elskar að standa á sviði
Kristján Pétur verður 66 ára á næstu dögum. Hann segir röddina aldrei hafa verið betri en að skrokkurinn sé orðinn ansi lúinn. Mynd: Guðrún Þórs.

Elur upp afasoninn

Eiginkona Kristjáns Péturs er Fróðný Guðfinna Pálmadóttir. „Við höfum haldið þétt saman í 20 ár og ætlum að gera eins lengi og stætt verður fyrir okkur bæði. Við höfum alið upp tvær yndislegar dætur hennar og síðustu sjö árin hefur afastrákurinn búið hjá okkur. Við höfum forræði yfir karlinum þótt sambandið milli hans og móður hans sé gott í dag.“ Hann viðurkennir að strákurinn hafi átt sinn hlut í að halda honum ungum.

Við höfðum komið dætrunum til kvenmanns og héldum að okkar foreldrahlutverki væri lokið, að við gætum farið að minnka við okkur og jafnvel ferðast þegar hann kom til okkar. Þetta er indælis drengur og það hefur verið algjörlega ómetanlegt fyrir okkur að hafa hann hjá okkur.

Fékk hjartaáfall

Fyrir nokkrum árum mátti litlu muna að illa færi þegar Kristján Pétur hné niður eftir að hafa fengið hjartaáfall. „Ég dó og þurfti að fara í mikinn uppskurð en sem betur fer fór það allt vel,“ segir Kristján Pétur sem var staddur í Pennanum Eymundsson þegar hann fann fyrir undarlegri tilfinningu.

„Ég held að ég muni eftir því að kaffibollinn datt úr höndunum á mér. Þeir sem sáu þetta segja að ég hafi dottið beint á hnakkann. Ungur maður sem var staddur þarna stökk strax til og fór að hnoða mig og stuttu seinna var sjúkrabíllinn kominn og ég var vakinn aftur til lífsins. Ég var því dauður í stuttan tíma og segi oft að ég hafi ekkert skánað fyrir vikið,“ segir Kristján Pétur sem á undraverðan hátt vaknaði til meðvitundar á gólfinu á kaffihúsinu.

„Ég byrjaði bara strax að spjalla og hélt að það hefði bara liðið yfir mig. En svo kom í ljós að margar kransæðar voru stíflaðar og ég var sendur í meiriháttar aðgerð. Á spítalanum rámaði mig í að það ætti að vera hljómsveitaræfing með Heflunum um kvöldið svo ég hringdi í Rögnvald gáfaða Braga, vin minn, og sagði honum að mér væri ekki stætt að mæta á æfingu því ég hefði dáið.“

Hann var fljótur að segja að ef það væri ekki gild afsökun þá væri engin afsökun til. Svo bætti hann um betur seinna og sagði fáránlegt að vera með dauðan söngvara í hljómsveit sem væri ekki einu sinni dauðarokksveit. Þessu var bara tekið með húmor og fíneríi.

Eiginkonan veik

Eftir hjartaáfallið var ekki annað í boði fyrir Kristján en að breyta um lífsstíl. „Það var ekkert mál að hætta að reykja og drekka minna en maturinn hefur verið erfiðasti hjallinn. Ég hef alltaf verið átvagl og alltaf verið feitur. Það þurfa líka allir að borða svo þetta er flókið. Ég hef alltaf leitað í mat þegar eitthvað er að og núna, þegar konan mín hefur það ekki mjög gott, er ekki hægt að ætla sér að vera í aðhaldi,“ segir hann en Fróðný hefur dvalið á sjúkrahúsi síðustu daga þar sem hún tekst á við stórt verkefni.

Veikindi hennar eru bölvað sjokk fyrir okkur öll en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Það er ekki í boði að gefast upp fyrirfram. Fróðný var minn klettur í gegnum mín veikindi og nú er komið að mér að vera kletturinn hennar. Ég verð að standa mig gagnvart henni, stelpunum og afastráknum.

Sálufélagar og bestu vinir

Hann segir fjölskylduna nána. „Ég hef aldrei verið strangur og að sögn Fróðnýjar er ekkert sem ég myndi neita krökkunum um. Við Fróðný erum líka mjög náin. Hún er minn langbesti vinur og á ég þá marga góða. Einhver galdrakona hélt því fram að við hefðum verið saman frá örófi alda. Mér finnst það mjög líklegt, ef fyrri líf eru þá til. Við erum, eins og kallast á góðri íslensku, „soul mates“. Fróðný er alveg einstaklega góð kona. Það er ekkert illt í henni. Ég er miklu meiri Rustikus. Samt segir hún alltaf að ég sé enginn töffari heldur mjúkur gæi. Það er ábyggilega rétt hjá henni.“

Fljótur upp

Hann segir ekkert hafa skyggt á hamingjuna í þau 20 ár sem þau hafi verið saman og leyndarmálið sé einfaldlega það að velja rétt. „Við erum bara svona og höfum ekkert breyst. Sambandið hefur aldrei verið stormasamt. Ef ég tuða horfir hún bara út um gluggann og líkist pabba sínum sálugum sem slökkti á heyrnartækinu þegar konan hans var að hvessa sig. Fróðný skiptir aldrei skapi en ég get hins vegar verið skaphundur. Ég get reiðst ofboðslega á sekúndubroti en á meðan ég er reiður er ég strax farinn að sjá eftir því og reyni að detta niður. Skapið hefur hlaupið með mig í gönur en sem betur fer hefur það lítið bitnað á fjölskyldunni. Stundum hef ég kannski öskrað eitthvað en þau taka ekkert mark á því, sem betur fer.“

Fylgir lífinu

Síðustu 17 árin hefur Kristján Pétur unnið á sambýlum en þar áður í ein 13 ár við kennslu fatlaðra, þar sem hann lenti fyrir tilviljun. „Ég hef alltaf fylgt lífinu. Maður fer af stað í eina átt en er svo kominn í aðra og reynir að takast á við það sem þar er. Auðvitað hafa blindgöturnar verið nokkrar í lífinu, ég er orðinn það gamall, en ég sé ekki eftir neinu. Alls engu. Ég hef kynnst svo ótrúlegum hlutum,“ segir hann og bætir við að vinnan á sambýli eigi vel við hann.

Þetta getur verið erfitt og annaðhvort á þetta við þig eða ekki. Ég næ vel til allflestra en tel að galdurinn sé að hafa nógu opinn huga og vera bæði harður húsbóndi og góður vinur. Ég held að flestir sem vinna í þessum geira svona lengi geri það með því hugarfari. Maður verður að halda haus en á sama tíma tengist maður þessu fólki nánum böndum enda er maður fyrir suma eini vinurinn sem þetta fólk á, þótt við séum launaðir vinir. Þarna kann ég vel við mig og vil vera mína starfsævi – eða svo lengi sem ég hökti.

Myndlist og tónlist

Kristján Pétur hefur verið viðloðandi rokksenuna á Akureyri síðustu áratugina en myndlistin hefur líka alltaf verið stór hluti af hans lífi. „Ég sé engan mun á því sem ég geri í myndlist eða tónlist. Fyrir mér rennur þetta saman – er algjörlega sami hluturinn. Þegar ég er í myndlist er ég í raun að smíða tónverk eins og þegar ég smíðaði barroktónverk með þagnarmerkjum í stað nótna. Ég hef alltaf verið harður á því að án þagnar sé tónlistin hjóm eitt. Það er þetta örstutta bil frá því að þú öskrar og þangað til þú öskrar næst sem skiptir mestu máli.“

Latur listamaður

Hann neitar því að listamenn séu sér þjóðflokkur út af fyrir sig. „Þetta er bara venjulegt fólk og oftast algjörir ljúflingar, líka þótt það sé frægt í útlöndum. Það sem skilur það frá öðrum er að einhverju leyti þessi drifkraftur; listamenn eru alltaf að reyna að bæta sig. Að reyna að verða betri listamaður er galdurinn á bak við sannan listamann því stöðnun er eitur, þá dettur maður út, er ekki lengur með. Þess vegna eru listamenn oft áberandi og líta stundum út fyrir að vera eitthvað sérstakir,“ segir hann en sjálfur lýsir hann sér sem lötum listamanni.

Ég sit ekki og naga blýanta. Ef ekkert kemur í þrjá mánuði er það allt í lagi – þótt ég sé ánægðari ef eitthvað kemur. Reyndar er ég farinn að setjast meira niður í seinni tíð og ætla að gera eitthvað.

„Ég hef kynnst listamönnum af öllum kategóríum – þeim sem eru eins og ég og gera þetta þegar andinn kemur yfir þá og svo þeim sem geta ekki verið án þess að gera eitthvað á hverjum degi, eins og Jóni Laxdal, vini mínum, sem situr við allan daginn og skapar, þegar hann er ekki í brauðstritsvinnunni. Fyrir hann er þetta partur af því að anda. Slíkir listamenn verða bestir; þeir sem eru alltaf að. Við hinir álpumst annað slagið til að gera ágætis hluti.“

Greinin birtist fyrst í Akureyri vikublað.
29.nóv. 2017 - 11:00 Suðri

Heitar nætur í köldu stríði

„Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins.  Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu? Af hverju heyrðist ekkert í honum eftir að múrinn féll? Hafði hann eitthvað að fela?“
28.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Jóhann Gunnar í yfirheyrslu

„Ég hef reyndar aldrei haft neitt sérstakt lífsmottó. Ég tók þó próf á netinu um daginn þar sem mér var úthlutað lífsmottóinu „lifðu lífinu eins og dauðinn sé á næsta leiti“. Ætli ég sé ekki bara tilneyddur að sætta mig við það hlutskipti og lifa samkvæmt því.“
28.nóv. 2017 - 15:00 Suðri

Margir læra íslensku hjá Fræðslunetinu

Íslenskunemarnir kátir í Pylsuvagninum á Selfossi ásamt Önnu Lindu Sigurðardóttur kennaranum sínum. Mikill áhugi hefur verið fyrir íslenskunámi í haust hjá Fræðslunetinu, en hátt í 200 námsmenn munu ljúka 60 stunda íslenskunámskeiðum á haustönn. Flestir stunda nám í íslensku I en einnig verða haldin nokkur námskeiði í íslensku II. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir íslenskunámið og einnig veita starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna námsmönnum veglega styrki til námsins.
28.nóv. 2017 - 10:00

Ingimar sviptir hulunni af „Dularfullu búðinni“

Húsakynni „Dularfullu búðarinnar“ eru mörgum Skagamanninum að góðu kunn. Áhugaverður veitingastaður opnaði á Akranesi í lok maí á þessu ári. Hann er í gömlu húsi á horni Merkurteigs og Skólabrautar. Húsið er skáhallt handan götunnar á móti Akraneskirkju. Mitt í hjarta gamla bæjarhlutans hýsti það bakarí um áratugaskeið. Þarna er nú „Dularfulla búðin“ til húsa. Þetta er ölstofa, kaffihús, verslun og safn. Þar ræður ríkjum Ingimar Oddsson fjöllista- og veitingamaður. Vesturland leit við í vikunni til að forvitnast nánar um manninn sem stendur á bak við staðinn.
27.nóv. 2017 - 16:00 Vesturland

Tónlistarskóli fagnar hálfrar aldar afmæli – Setja upp söngleik

Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Skólinn var stofnaður 7. september 1967 af Tónlistarfélagi Borgarfjarðar. Theodóra Þorsteinsdóttir hefur verið skólastjóri frá 1991. Nú starfa níu kennarar við skólann og 162 nemendur stunda tónlistarnám á haustönn.
26.nóv. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Umferð í Giljahverfi: „Ég vil að við stöndum saman og bregðumst við áður en slys verður“

Mynd/Viðar Ernir Reimarsson Í Giljahverfi, eins og í flestum öðrum hverfum Íslands, er mikil umferð, margir bílar og frekar stórum hluta þeirra ekið frekar hratt. Það má ekki gleyma því að í hverfinu búa mörg börn og því þarf að passa sig í kringum þau.
26.nóv. 2017 - 09:20 Magnús Þór Hafsteinsson

Trúverðugleiki í húfi

Umfjöllun Ríkisútvarpsins um brottkast og kvótamisferli leiddi fram dapurlega sýn á umgengnina um sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Hér er fjallað um mjög alvarleg og flókin mál sem snerta að sjálfsögðu siðferðisleg álitaefni en líka fræðileg atriði sem fiskveiðistjórnunin og trúverðugleiki hennar hvílir á.           Fjölmargar breytur hafa áhrif á það hvort fiski er fleygt eða honum landað framhjá vikt. Sumir hafa stundað þetta á meðan aðrir gera það ekki. Við skulum varast að alhæfa í þessari umræðu um að allir séu sekir, án þess þó að kinoka okkur við að ræða vandamálið. Án þeirrar umræðu verða engar lausnir dregnar fram.
25.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Norðlendingar eru öflugir

Svava Ólafsdóttir, verkefnastjóri Icelandic Startups, leitar að norðlenskum frumkvöðlum. „Við erum að leita að frumkvöðlum með afþreyingar- og tæknilausnir sem og lausnir sem styrkja innviði ferðaþjónustunnar,“ segir Svava Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, sem hvetur norðlensk fyrirtæki til að sækja um þátttöku í Startup Tourism-verkefninu.
25.nóv. 2017 - 13:00 Akureyri vikublað

Atvinnuástandið er gott í dag og það hjálpar

Fyrirmyndardagurinn verður haldinn á föstudaginn í fjórða skiptið. Hulda Steingrímsdóttir hjá Vinnumálastofnun segir vel hafa tekist að finna verkefni handa öllum þátttakendum.
24.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

67 er happatala fjölskyldunnar

Marteinn, ásamt eiginkonu sinni, Fanneyju Kristínu Vésteinsdóttur. Marteinn Brynjólfur Haraldsson hafði lengi haft áhuga á bjór þegar honum tókst að plata afa sinn og föður til að opna brugghús. Marteinn Brynjólfur segir frá Segli 67 á Siglufirði og deilir uppáhaldsuppskriftunum með lesendum.
24.nóv. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Hugljúf lög á aðventu

Norðlenskar konur í tónlist halda tónleikana Ljósin ljómandi skær í Hofi 2. desember. Mynd: Daníel Starrason. Norðlenskar konur í tónlist halda sína fyrstu jólatónleika. „Okkur hefur lengi langað til þess að fá Helenu til þess að syngja með okkur og það er alveg dásamlegt að þessi fyrirmynd okkar allra verði með okkur á jólatónleikunum,“
23.nóv. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Geðræn veikindi eru ekkert til að skammast sín fyrir

Hafdís Sæmundsdóttir vill opna umræðuna um geðsjúkdóma í von um að eyða fordómum. Í einlægu viðtali segir Hafdís frá lífi sínu sem hefur verið allt annað en dans á rósum en Hafdís á þrjá stráka sem allir fæddust fyrir tímann og eru allir langveikir í dag. Hafdís segir einnig frá andlegum veikindum sínum, krabbameininu, síþreytunni, myglusveppnum, sem olli fjölskyldunni fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni, og jólunum sem hún kvíðir vegna föðurins sem hún missti á jóladag í fyrra.
23.nóv. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Það var allt hvítt

Vetur konungur hefur heldur betur minnt á sig á Norðurlandi síðustu daga. Mikil ófærð var á fjallvegum og lögregla þurfti að aðstoða ökumenn víða auk þess sem vegum hefur verið lokað vegna óvissuástands og snjóflóðahættu. Blaðamaður Akureyri Vikublaðs ræddi við nokkra erlenda ferðamenn sem flestir reyndust alsælir með ástandið.
21.nóv. 2017 - 19:00 Vestfirðir

Kalkþörungaverksmiðja við Ísafjarðardjúp

Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla um efnisnám kalkþörungasets  í Ísafjarðardjúpi. Það er Íslenska kalkþörungafélagið ehf sem hyggur á vinnslu á kalkþörungasetinu. Félagið rekur þegar verksmiðju á Bíldudal og áformar að halsa sér völl við Ísafjarðardjúp. 
21.nóv. 2017 - 09:00 Vestfirðir

Minnst laxveiði á Vestfjörðum

Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út bráðabirgðatölur fyrir stangveiði á laxi sumarið 2017. Stangveiðin var nærri langtímameðaltali. Á Vestfjörðum varð veiðin sú minnsta á þessari öld. Þá var veiðin meiri í öllum öðrum landshlutum en á Vestfjörðum.
20.nóv. 2017 - 19:00

Rólegt í höfnunum á Suðurnesjum

Já síðasti pistill endaði á smá minnarbroti um Þorgeir Guðmundsson eða Geira á Hlýra GK. Fór í jarðaförina hans í Útskálakirkju og var það virkilega falleg stund. Hvíldu í friði kæri frændi.
20.nóv. 2017 - 16:30 Reykjanes

Staðið við öll fyrirheit sem gefin voru í málefnasamningi

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 ber þess merki að sveitarfélagið þarf að undirgangast skilyrði aðlögunaráætlunar um framlegð og lækkun skuldahlutfalls. Þessi aðlögunaráætlun er í gildi til 2022 og mikilvægt að eftir henni sé farið, til þess að Reykjanesbæ öðlist á ný það fjárhagslega  sem nauðsynlegt er og geti veitt þá þjónustu sem ætlast er til. Mikil íbúafjölgun hefur reynt á sveitarfélagið sem hefur lögbundnar skyldur þrátt fyrir erfiða fjárhagslega stöðu. Þrátt fyrir þessar áskoranir þá koma ýmis mikilvæg atriði fram í þessari fjárhagsáætlun sem hafa munu jákvæð áhrif á hag íbúa á næsta ári.
19.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

„Alveg ofboðslega skemmtilegt“

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Kórinn er einn af elstu kórum landsins. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
„Við komum vonandi fljótlega niður á jörðina aftur,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, en kórinn sigraði í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
19.nóv. 2017 - 16:00 Reykjanes

Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur.

Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér bókina Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur. Hún er kynnt svo á kápu: Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. 
19.nóv. 2017 - 13:30 Reykjanes

Með blik í auga hópurinn fékk Súluna

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017 fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum laugardaginn 11. nóv. kl. 14.00.  Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað  hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent.  
19.nóv. 2017 - 10:00 Vestfirðir

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur fyrir fólk og skepnur með heitu blóði einkum grasbíti.  Hættast er hrossum, nautgripum, sauðfé og geitum en einnig geta hundar, kettir, loðdýr og svín veikst af miltisbrandi. 
19.nóv. 2017 - 08:05 Sigurður Jónsson

Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja

Fyrir síðustu Alþingiskosningar voru kjósendur spurðir hvað þeir teldu vera helstu forgangsmál á næstunni. Stærsti hópurinn taldi heilbrigðismálin skipta mestu. Þar þyrfti vikilega að bæta ástandið,sem kallaði á aukið fjármagn úr ríkiskassanum. Einnig voru málefni aldraðra mjög hátt á forgangslista aldraðra. 
18.nóv. 2017 - 22:00 Reykjanes

Sveitarfélagið Vogar sýknað

Í vikunni féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness, í máli sem var höfðað á hendur sveitarfélaginu og Ísaga ehf. Tilefni málshöfðunarinnar var breyting á deiliskipulagi á lóð Ísaga ehf., ásamt útgáfu sveitarfélagsins á byggingarleyfi fyrir verksmiðjunni sem nú er risin og verður tekin í notkun síðar í vetur. 
18.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Dagný Reykjalín í yfirheyrslu

Dagný Reykjalín Dagný Reykjalín er grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri. Dagný er best í skutlinu seinnipartinn, en lökust í því að vakna snemma á morgnana yfir veturinn.
18.nóv. 2017 - 17:00 Vestfirðir

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega fjórfalt hærra

Íslandsbanki gaf á dögunum út greiningu á íslenska íbúðamarkaðnum. Þar kemur fram að á Vestfjörðum séu 2,5% af íbúðum landsmanna en aðeins 2% íbúanna. Það þýðir að færri búa að jafnaði í hverri íbúð á Vestfjörðum en gerist á höfuðborgarsvæðinu.
18.nóv. 2017 - 15:00 Reykjanes

Sigríður Mogensen ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs SI

Sigríður Mogensen Sigríður Mogensen hefur verið ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Hún hefur störf á næstu mánuðum. Sigríður hefur frá árinu 2015 starfað við áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London. Fyrir þann tíma starfaði hún sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hagfræðingur á skrifstofu sérstaks saksóknara. 
18.nóv. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Kristín finnur ánægju í því einfalda

Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor hefur notið lífsins til hins ítrasta síðan hún hætti að vinna fyrirþremur árum. Í einlægu viðtali segir Kristín frá æskunni, skilnaði foreldra sinna sem höfðu mikil tilfinningaleg áhrif á hana fram á fullorðinsaldur, flóknu sambandi hennar við móður sína, ástina sem hún fann í Innbænum, náminu, Kvennaframboðinu 1982 og þeim árásum sem konur í framboðinu máttu þola, stöðu kvenna í stjórnmálum í dag og Innbænum sem hún ann og hefur nú skrifað bók um.
18.nóv. 2017 - 11:00 Reykjanes

Mistur spennusaga eftir Ragnar Jónsson

Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu. Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af.
18.nóv. 2017 - 08:02 Indíana Ása Hreinsdóttir

Um daður, áreitni og afleiðingar

Þessa dagana streyma til okkar fréttir af valdamiklum körlum sem, jafnvel um áratugaskeið, hafa misnotað aðstöðu sína og níðst kynferðislega á sér lægra settum konum. Árið 2014 var uppáhald margra úr æsku, sjálfur Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby, opinberaður sem skrímslið sem hann er þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá ólýsanlegu ofbeldi af hálfu leikarans.
13.nóv. 2017 - 19:30 Austurland

Sameining Breiðdalshrepps við Fjarðabyggð í farvegi

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt tillögu Breiðdalshrepps um að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Um síðustu áramót bjuggu tæplega 4700 manns í Fjarðabyggð en rúmlega 180 í Breiðdalshreppi.
13.nóv. 2017 - 15:00

Bókarkafli: Í skugga drottins

Vaka Helgafell gefur út bókina Í skugga drottins eftir Bjarna Harðarson. Hér er á ferðinni söguleg  skáldsaga  sem  segir  frá  leiguliðum  Skálholtsstóls  á  18.  öld.  Aðalpersóna  er húsfreyjan María  á  Eiríksbakka  sem  leyfir  vorsultinum  að  tálga  sig  ár  hvert  á  meðan  óguðlegur  og skemmtinn  niðursetningur  fyllir  líf  hennar  af  sögum  og  þvættingi.  En  yfir um og allt um kring er Guðsótti.  Óttinn  við  hinn  reiða  Krist  og  eilífan  helvítiseld.  Við  sögu  koma  misgóðir  Guðsmenn, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar. Blaðið grípur hér ofan í frásögn af heyskap undir Vörðufelli, drengjum sem hafa selsaugu og um Skálholt sem stendur rétt undir hliðum Helvítis. 
13.nóv. 2017 - 14:34 Arnaldur Máni Finnsson

Grasrótin og greinar trjánna

Myndmál er mikilvægt tæki í orðræðu hversdagsins og ekki síður á hátíðarstundu. Vel valið orðalag getur aukið mátt skilaboða, kjarnað hugmynd eða aðstæður í skýru máli og gefið hugmynd þann slagkraft sem þarf til að hún nái í gegnum þann seiga flaum áreitis sem við erum orðin vön að umvefji okkur dag frá degi. Slagorð eru ein grein þeirrar orðsins listar sem við verðum vör við í daglegu umhverfi og ekki síst þegar viðburðir eins og kosningar eiga sér stað. 
13.nóv. 2017 - 11:00 Akureyri vikublað

Sigraði í Texas

Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Rúnar Eff var valinn Söngvari ársins á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum. Rúnar var valinn besti söngvarinn og hljómsveitin besta bandið en sveitina skipa Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson, Reynir Snær Magnússon og Stefán Gunnarsson.
12.nóv. 2017 - 22:00

Fjögur ár uppá dag

Þann 11. nóvember 2013 hófst vinna við gröft Norðfjarðargangna og er það skemmtileg tilviljun að nákvæmlega fjórum árum seinna séu þau opnuð og vígð. Göngin eru 7566 m á lengd og tók 93 vikur að grafa þau, en frágangur á þeim hefur staðið yfir frá því um haustið 2015. Það þykir kannski ótrúlegt að þegar það tekur tæp tvö ár að grafa þá taki það álíka tíma að raungera hina eiginlegu vegaframkvæmd innaní gatinu sem borað hefur verið í fjallið. Kannski er það ekki svo langur tími ef maður miðar við að umræða, barátta fyrir og undirbúningur verkefnis eins og þessa hefur tekið a.m.k. þrjá áratugi.

12.nóv. 2017 - 08:00 Akureyri vikublað

Yfirheyrslan: Helga Rut

Körfuboltakonan Helga Rut Hallgrímsdóttir spilar með Þórsurum þótt hún sé flutt frá Akureyri. Helga Rut er best í fráköstum en lélegust í vítaskotum.
11.nóv. 2017 - 15:00 Akureyri vikublað

Mikil sorg í Hrísey

Mynd: Sigtryggur Ari Fullt var út úr dyrum á bæna- og samverustund í kirkjunni í Hrísey á mánudagskvöldið í kjölfar banaslyssins á Árskógssandi á föstudaginn. Þrennt lét lífið, foreldrar og ungt barn þeirra, þegar bíll þeirra fór fram af bryggjunni og í höfnina. Þau látnu voru frá Póllandi en höfðu búið um árabil í Hrísey.
11.nóv. 2017 - 12:06 Akureyri vikublað

„Sjóböðin verða einstakur baðstaður“

Sigurjón Steinsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Sjóböðunum á Húsavík. Sigurjón segir ákveðið baðbelti komið fyrir norðan enda sé upplagt að nýta náttúruauðlindir landsins til að skapa eitthvað alveg sérstakt.
09.nóv. 2017 - 12:02 Akureyri vikublað

Hlakkar til að verða gömul með kærastanum

Inga Vestmann hefur staðið vaktina í Pedromyndum ásamt Þórhalli Jónssyni, sambýlismanni sínum, síðustu áratugina. Í einlægu viðtali ræðir Inga um fjölskyldufyrirtækið, miðbæinn sem á í henni hvert bein, framtíð Akureyrar, ástina sem hún fann í gestamóttökunni á Hótel KEA þegar hún var aðeins 19 ára, rómantíkina og þá sáru reynslu að fæða andvana tvíbura.
08.nóv. 2017 - 15:11 Vestfirðir

Suðureyrarkirkja 80 ára

Sunnudaginn, 29. október, var haldin hátíðarguðsþjónusta í Suðureyrarkirkju til að minnast afmælis kirkjunar en hún var vígð árið 1937 og er þvi 80 ára um þessar mundir. Kirkjukór Suðureyrar söng undir stjórn Margrétar Gunnarsdóttur organista og var guðsþjónustan ákaflega vel sótt. 
07.nóv. 2017 - 10:00 Vestfirðir

Lýðháskóli á Flateyri

Stjórn félags um lýðháskóla á Flateyri samþykkti þann 26. okt., að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að undirbúa stofnun skólans. Félagið mun vinna með Fræðslumiðstöð Vestfjarða um verkefnið en Fræðslumiðstöðin fékk 5 m.kr. framlag frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu til að vinna að þróun lýðháskóla.
05.nóv. 2017 - 21:00 Akureyri vikublað

Brynhildur Þórarinsdóttir í yfirheyrslu

Brynhildur Þórarinsdóttir Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent, var að senda frá sér sína fimmtándu barnabók. Uppáhaldsrithöfundur Brynhildar er Astrid Lindgren sem einnig er ein af fyrirmyndum hennar.

05.nóv. 2017 - 19:00 Vestfirðir

Fiskmarkaður Vestfjarða : 3% sölulaun

Fiskmarkaður Vestfjarða ehf hefur lækkað söluprósentu sína í 3%. Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri segir það ekki rétt sem fram kom í síðasta tölublaði Vestfjarða að það muni helmingi á söluprósentu milli Fiskmarkaðs Vestfjarða og Fiskmarkaðs Íslands. 
05.nóv. 2017 - 16:00

Smitaði eiginmanninn af hlaupabakteríunni

Anna Berglind Pálmadóttir Hlaupadrottningin Anna Berglind Pálmadóttir hefur að mestu leyti fært sig yfir í fjallahlaupin. Anna Berglind segir hér frá hlaupaferlinum auk þess sem hún deilir sínum uppáhaldsuppskriftum með lesendum.
05.nóv. 2017 - 11:00 Reykjanes

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með Easy Jet. Þau heppnu voru Chris og Joanne Bradley og voru þau leyst út með gjöfum af verslunarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
05.nóv. 2017 - 09:45 Vestfirðir

Hitaveita á Hólmavík

Hitaveita er væntanleg á Hólmavík. Þetta virðist vera í kortunum. Andrea K. Jónsdóttir staðfestir að hreppsnefnd hafi sett fé inn á fjárlagsáætlun þessa árs til undirbúnings hitaveitu á Hólmavík. Og að undirbúningur sé hafinn með gagnaöflun og fleira. 
04.nóv. 2017 - 21:00 Vestfirðir

Teigsskógur: Kærur geta stöðvað framkvæmdir

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur nú til meðferðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi hreppsins til þess að geta síðar afgreitt erindi frá Vegagerð ríkisins um veg um Teigsskóg samkvæmt svonefndri Þ-H leið.
04.nóv. 2017 - 16:30 Vestfirðir

Veiðigjöld þrefaldast milli ára

Veiðigjöld á landaðan afla í Bolungavík munu þrefaldast að krónutölu milli fiskveiðiára samkvæmt samantekt sem Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík hefur undir höndum. Á síðasta fiskveiðiári 2016/17 var 15 þúsund tonnum af bolfiski og rækju landað í Bolungavíkurhöfn.
04.nóv. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Jóhanna á Skagaströnd 100 ára: „Það mikilvægasta í lífinu er forvitni“

Jóhanna Jónasdóttir á Skagaströnd fagnaði 100 ára afmæli sínu í síðasta mánuði. Blaðamaður Akureyri Vikublaðs heimsótti Jóhönnu á Dvalarheimilið Sæborg í síðustu viku. Jóhanna, sem er heilsugóð og spræk miðað við aldur, segir hér frá lífinu í gamla daga, brunanum sem varð til þess að fjölskyldan bjó í hlöðunni um tíma, skoðun sinni á pólitík, ástinni og tengdamóður sinni sem var engin önnur en skáldkonan Guðrún frá Lundi.
04.nóv. 2017 - 10:00 Reykjanes

Aflafréttir: Mininningarorð um Þorgeir Guðmundsson

Síðsti pistill endaði á bilun í Berglín GK.  Sem betur fer þá var biluninn ekki það stórvægileg að togarinn var frá veiðum í langan tíma.  Berglín GK fór strax vestur til veiða og landaði á Ísfirði um 73 tonnum.  Núna hefur togarinn landað 365 í 5 túrum og mest 107 tonn sem reyndar var landað á Eskifirði. 
31.okt. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

„Ég vissi ekkert skemmtilegra en að horfa á hús brenna og sjá slökkviliðsmennina bjarga íbúunum“

Katrín Vilhjálmsdóttir spilar handbolta með KA/Þór í Grill 66-deildinni. Katrín, sem er tveggja barna móðir, æfir líka crossfit, starfar sem lögregla og er í námi í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Katrín féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs uppáhaldsuppskriftirnar sínar.