04. mar. 2017 - 20:00Vesturland

Að heyra hluti eins og „Helvítis útlendingar!“ Fordómar og rembingur er með því versta sem ég veit

Fyrir jól kom út bókin „Heiða – fjalldalabóndinn“ eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þessi bók greinir frá lífi Heiðu Ásgeirsdóttur sauðfjárbónda á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Bókin vakti mikla athygli. Hér er með góðfuslegu leyfi útgefanda birtur stuttur kafli úr henni. Þar segir Heiða frá því þegar hún vinnur við fósturtalningar í sauðfé í febrúarmánuði. Það er óhætt að mæla með þessari frábæru bók sem veitir afar góða innsýn í krefjandi líf sauðfjárbóndans á Íslandi í dag.


Kápa bókarinnar.

Fósturtalningar

Við Ella í Úthlíð erum meðal frumkvöðla í fósturtalningum á Íslandi. Það var Ella sem komst á snoðir um þessa tækni hjá norskum manni sem hafði verið hér við þetta … og spurði hvort við ættum ekki bara að demba okkur í málið. Svo við fórum og fjárfestum í sónartæki og nemum. Við fórum á helgarnámskeið hjá þessum Norðmanni ásamt hjónum úr Öxarfirði til að læra tæknina við talningarnar. Árið eftir fórum við á helgarnámskeið hjá þessum sama manni til að skerpa á tækninni, og fórum þá til Hamar í Noregi sem er rétt hjá Lillehammer … árið 2004, svo þetta er þrettánda fósturtalningavertíðin mín.

Eftir fyrsta námskeiðið héldum við Ella til í fjárhúsinu í Úthlíð öll kvöld í tíu daga og töldum og töldum í sömu rollunum, til þess að æfa okkur. Það árið voru frekar fáir bæir sem notuðu sér þjónustuna hjá okkur, en svo spurðist þetta vel út og gusan kom upp úr því. Svo er komin alveg full keyrsla 2008–2009.

Núna er ég að telja á um tvöhundruð stöðum hringinn í kringum landið. Yfirleitt á sveitabæjum, en líka hjá fólki með hobbírollur, í þéttbýli. Síðustu árin er Ella eingöngu að telja á okkar svæði fyrir sunnan. En við höfum þjálfað fósturteljarann og okkar kæra vin hann Loga. Við Logi rekum hvort sitt tækið, en erum saman í að taka pantanir, saman í að skipuleggja og auglýsum saman. Við Ella ferðuðumst hins vegar saman og vorum saman í talningunni. Það er auðvitað miklu léttara andlega og líkamlega að vera með einhverjum í liði og það gengur betur að komast yfir svæðin. Og það er miklu skemmtilegra ef tveir fylgjast alveg að eins og við Ella gerðum.

Það skiptir miklu máli fyrir afkomuna að sauðfjárbóndinn viti hvað ærin er með mörg lömb. Upp á að skipuleggja sauðburð, vinnuhagræðinguna. Þetta gengur út á það að færa lömbin á milli – að allar heilbrigðar ær gangi um sumarið með tvö lömb – að einu lambi sé létt af þrílembunni – það sé vanið aukalamb undir þá sem er bara með eitt lamb.

Hluti af þessari hagræðingu er líka hvernig á að fóðra kindurnar. Þrílembur fá auðvitað meira en einlembur. Og með því að tempra gjöfina og splæsa ekki fóðurbæti á einlembuna er minni hætta á að lamb einlembunnar verði svo stórt að það verði til vandræða þegar hún er að bera.

Eitt af því góða við þessa vinnu er hvað hún er þakklát. Talningarnar verða líka til þess að hámarka afurðina hjá hverri kind. Og það þarf ekki mörg lömb til að borga talningabrúsann.

En auðvitað er þetta vinna þar sem villur geta komið upp, eins og í öllu sem manneskjan tekur sér fyrir hendur. Fósturtalning er gífurleg einbeitingarvinna og gæði talningarinnar geta verið misjöfn. Það eru margir þættir sem þar koma inn. Ef ég hef verið að berjast í byl og moka snjó hálfa nóttina þá skerpir það ekki einbeitinguna. Ef rollurnar eru óþægar og stressaðar og hoppandi, þá vinnur það á móti. Eins ef þær eru of saddar, þá sést fóstrið verr, og svo náttúrlega ef aldurinn á fóstrunum er ekki réttur fyrir talninguna. Nú, ef það er tímahrak og æsingur, þá er hausinn á manni ekki nógu góður.

Í þessari sex vikna törn er maður allan daginn á hverjum degi að skoða lambsfóstur í sónar. Ég tek tólf til þrettánhundruð fjár á dag. Ég byrja átta á morgnana og er yfirleitt ekki komin í náttstað fyrr en átta á kvöldin.

Hver kind fer í járnbúr, sem ég hef meðferðis. Það var smíðað af manni hér heima, en málin af því voru tekin í Noregi. Ég er líka með sérsmíðaðan lágan járnstól, og svo auðvitað sónartækið.

Þetta var ofboðslegur barningur fyrstu árin, enginn vissi hvað hann var að fara út í. Það þurfti að finna rekstrarleiðir í fjárhúsunum. Það skiptir svo miklu máli að hafa stanslausan straum af fé, og þá er það pæling hvar best er að staðsetja búrið. Mannskapurinn á bæjunum var ekki orðinn þjálfaður í þessu. Núna eru allir orðnir klárir á því hvað á að gera. Þannig séð er þetta lítið mál nú, miðað við hvað það var.

Búrið þarf alltaf að geta verið á sama stað í húsinu … það gengur svo hægt ef það þarf að taka sónarinn og færa hann eða reka féð framhjá honum. Það eykur líka hættuna á óhappi með sónarinn. Það má ekkert koma fyrir tækið, það kostar margar milljónir. Einu skiptin sem ég tek trylling á þetta … það er ef kind kemur of nálægt tækinu. Það hefur komið fyrir að kind hefur stokkið á tækið, en það hefur sloppið. Ef ómsjáin yrði ónýt á miðri vertíð væri það katastrófa. Það tæki svo langan tíma að fá nýtt tæki … vertíðin væri fyrir bí, og svo tjónið af því að missa tækið. Svo það er í einu skiptin sem verulegur æsingur grípur um sig í fyrirtækinu – og svo náttúrlega ef maður fær ekki kaffi!


Heiða Ásgeirsdóttir sauðfjárbóndi.

Aðstaðan í þessari vinnu er erfið, og fósturtalningarnar eru yfirhöfuð erfiðisvinna. Maður situr mjög lágt á fjárhúsgólfinu ... og það amar ýmislegt að manni – sinaskeiðabólga, vöðvabólga – við þessa síendurteknu hreyfingu með nemann. Svo er hætta á að kindurnar dembi sér á mann, eða það sem verra er, hrútur. Tvisvar sinnum hef ég verið nærri slysum. Ég var alveg viss um að ég mundi handleggsbrotna einu sinni þegar hrútur kom á siglingu, óð undir rolluna í búrinu, tók öxlina á mér með, og höndin með nemanum var föst í hrútshorninu fremst í búrinu.

Mjög mikilvægt í þessari vinnu er að fólkið á bæjunum sé þjálfað í að vinna með fé, að það gangi snurðulaust að dæla kindunum áfram. Og að það séu hafðar hendur á helvítis hrútunum!

Manni er kalt í þessari færibandavinnu, oft svangur, mál að pissa. Ég er farin að læra að lifa þetta af því ég veit að þetta klárast, ég veit nú orðið að ég verð ekki til í fjárhúsinu, eins og mér fannst stundum líklegt að mundi gerast fyrstu árin. Ég veit alveg að ég verð bráðum komin í bílinn, þar sem er heitt, tónlist og súkkulaði, og svona rúllar þetta bara áfram.

Ég veit að meira að segja tólfhundruð-kinda-bærinn klárast. Það er reyndar bara einn bær sem er svo rosalega stór, mjög góður bær og skemmtilegt fólk. Þar er ég heilan dag að telja.

Sama með það þegar ég er að þrífa búrið uppúr ísköldu vatni. Fyrstu árin hélt ég að hendurnar mundu detta af mér. Nú er ég komin yfir það. Þetta er bara tímabundið ástand, það verður allt í góðu lagi. Um leið og ég er komin í ullarvettlingana fer mér að líða betur. Stundum er ég búin að setja þá á mig áður en ég er komin úr gallanum.

Vinnan snýst sem sagt ekki bara um það að flytja búrið og sónarinn á milli, koma búrinu á sinn stað og byrja að telja, heldur þarf ég að þrífa allt mjög vel að talningu lokinni á hverjum bæ, skrúbba búrið og stólinn, og svo framvegis, út af smithættu. Svo það smitist ekki sjúkdómar milli svæða – eins að bera ekki smitandi sjúkdóma milli bæja – til dæmis lambalát. Ég er auðvitað með dýralæknaleyfi til að stunda þessa vinnu. Ég tek það mjög alvarlega að þrífa vel milli bæja og að skipta um hlífðarföt. Ég má alls ekki verða til þess að bera smit milli bæja með kæruleysi. Og við erum svo vandvirk að það mun ekki gerast. Mér finnst stundum eins og fólk átti sig ekki á mikilvægi þessa þáttar.

Það er hver fersentimetri í Luxinum mínum skipulagður þegar ég er á vertíð ... aukavettlingar og lambhúshettur í hverri holu. Ég þarf að hafa með mér tíu til tólf vinnugalla, svo ég hafi meira en nóg til skiptanna. Fer í nýjan galla á hverjum bæ svo ég beri ekki smit á milli á sjálfri mér. Sem betur fer eru allir af vilja gerðir að aðstoða, að þvo af manni endalaust, og svo framvegis.

Í fósturtalningunum er það aukaálag að ég er aldrei í friði fyrir símanum. Ég svara jafnóðum, líka á meðan ég er að telja. Ef ég gerði það ekki mundu skilaboðin bara hrúgast upp, og ég réði enn síður við að halda þessu stífa vinnu- og tímaplani. En út af allri skipulagningu og tímasetningu þá verð ég að vera tiltæk þó það sé ekki óskastaða að svara í síma með annarri hendi og vera með nemann í hinni hendinni.

Þessi vinna færir mér tekjur sem skipta mig talsverðu máli. Stundum fæ ég það á mig að ég sé bara að þessu af því að ég hafi gaman af að þvælast og tolli ekki heima hjá mér. Það er nú ekki alveg sanngjarnt að setja það þannig upp því að þessi fyrirhafnarsama aukavinna er lykilatriði í því að halda Ljótarstaðabúinu gangandi.

Það eru forréttindi að kynnast bændum og búaliði úti um allt land. Ég gisti mikið á sömu bæjunum ár eftir ár. Stundum held ég til í nokkrar nætur á sama bæ, ef það hentar upp á fjarlægðirnar og ég á sérstaklega góða vini á þeim bæ.

Vertíðin er um hávetur, þannig að það er allra veðra von. En ég böðlast áfram í lengstu lög í ófærð og vondum veðrum, því skipulagið hrynur, ef ein tímasetning klikkar.

Þegar verst gegnir þarf maður að moka sig áfram. Ég man eftir því einu sinni í blindbyl og ófærð á sunnanverðum Vestfjörðum að ég heyrði í útvarpinu í bílnum að unnið væri að mokstri á Klettshálsi. Það passaði, Ella var úti að moka, búin að vera þar í einhverja klukkutíma, við vorum alveg að hafa það að tuska bílnum upp. Eftir að hafa mokað og skarkað og spólað og juggað og mokað … þá mættum við snjóruðningstækinu í efsta skaflinum!

Mér líkar vel að vera í fósturtalningum að því leyti að það er verk sem ég geng í og það klárast. Mér er illa við að fara frá hálfkláruðu verki, en það er eitt af því sem getur oft komið upp á í búskapnum.

Já, ég á uppáhaldssveit. Ég er Strandafíkill. Það er mitt fyrirheitna land. Ég kann rosalega vel við þetta góða fólk þar og mér líður vel á Ströndunum. Það er alltaf saknaðartilfinning að fara þaðan.

Rollurnar á Ströndum eru stórar og flottar. Þetta er sérstakur stofn, kollóttur. Strandakollurnar. Lömbin þeirra eru þung og þetta er afurðamikið fé. Enda vel um það hugsað.

Það eitt og sér að fara út um landið í sex vikur er gott. Það er eins og þegar maður fer til útlanda. Fósturtalningar eru góður skóli fyrir afdalabúann. Heimurinn stækkar. Mér finnst heimurinn skreppa saman ef ég er of lengi í einu heima án þess að bregða mér í ferð.

Ég fann fyrir því þegar ég var að alast upp að heimurinn á Ljótarstöðum gat orðið frekar lítill, og það lýsti sér stundum í nokkurs konar þröngsýni og jafnvel fordómum.

Almennt séð þoli ég alls ekki fordóma. Um innflytjendur til dæmis, um samkynhneigða. Að heyra hluti eins og „Helvítis útlendingar!“ Fordómar og rembingur er með því versta sem ég veit.

Birtist fyrst í Vesturlandi, smelltu hér til að lesa blaðið.
24.jún. 2017 - 07:30

Fundur fólksins norður

Ketill Berg Magnússon, stjórnarformaður Almannaheillar, og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar Lýðræðishátíðin Fundur fólksins verður haldin í þriðja skipti í september, þá í fyrsta skipti á Akureyri.
23.jún. 2017 - 21:00

Útgerðarmenn verði að koma fram við íslenska sjómenn af meiri auðmýkt og virðingu

,,Það er morgunljóst að við Íslendingar byggjum ekki við þau lífsgæði sem við teljum svo sjálfsögð í dag ef ekki nyti við íslensks sjávarútvegs með okkar frábæru sjómenn og fiskvinnslufólk í broddi fylkingar. Þessum staðreyndum megum við sem þjóð aldrei gleyma og því þarf að sýna þeim sem starfa við veiðar og vinnslu á sjávarafurðum fulla virðingu en því miður hefur mér fundist vanta upp á þá virðingu oft á tíðum,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Útgerðarmenn verði að koma fram við íslenska sjómenn af meiri auðmýkt og virðingu
23.jún. 2017 - 16:00

Ungt áhugafólk um sjávarútveg stofnar umræðuvettvang

UFSI, félag ungs áhugafólks um sjávarútveg, er umræðuvettvangur um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi og úti í heimi. ,,Við sem stöndum að stofnun félagsins teljum umræðuna um sjávarútvegsmál á Íslandi oft vera á villigötum og ekki til þess fallin að bæta ásýnd greinarinnar. UFSI mun hafa það að leiðarljósi að skapa málefnalega og óhlutdræga umræðu um greinina ásamt því að vekja áhuga meðal ungs fólks um sjávarútveg,“ segir Tryggvi Másson, einn félagsmanna UFSA.
23.jún. 2017 - 12:30

Fékk að fara í gegn: Gamall draumur Þórólfs í Lundi rættist á afmælisdaginn

Feðgarnir eftir ferðalagiðÞórólfur og Jón, sonur hans, eftir ferðalagið í gegnum heiðina.Mynd: Vaðlaheiðargöng „Það er mjög gaman að fá að taka þátt í að uppfylla drauma manns sem man tímanna tvenna og veit hvað bættar samgöngur skipta miklu máli,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, sem bauð Þórólfi Guðnasyni, betur þekktum sem Þórólfi í Lundi, í bílferð í gegnum Vaðlaheiðargöng á afmælisdegi Þórólfs.
22.jún. 2017 - 22:00 Akureyri vikublað

„Ég get ekki meira“ - Tæplega sjötug amma á Akureyri biður um úrræði fyrir dóttursyni sína

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. „Ég get bara ekki meira,“ segir tæplega sjötug amma á Akureyri sem er orðin úrkula vonar um að dóttursynir hennar tveir fái viðeigandi aðstoð. Drengirnir eru lögráða en í neyslu og að sögn konunnar ófærir um að sjá um sig sjálfir. Þeir búi í íbúð á vegum Akureyrarbæjar en þurfi meiri aðstoð en sem nemur búsetuúrræði.
22.jún. 2017 - 18:00 Vesturland

Skipalest heimsækir Hvalfjörð á föstudag – fórna Íshafsskipalestanna minnst

Íshafsskipalest í Hvalfirði fyrir 75 árum síðan. Nú verður siglinganna og þeirra sem tóku þátt minnst með veglegum hætti í Hvalfirði þegar varðskipið Týr leiðir skipalest kafbáts og fimm freigátna inn fjörðinn að Hvítanesi og aftur til baka. HVALFJÖRÐUR
Á föstudagmorgun mun skipalest fimm herskipa og kafbáts undir forystu varðskipsins Týs sigla inn Hvalfjörð og á gamla herskipalægið við Hvítanes. Þar verður haldin minningarathöfn og blómsveig varpað í fjörðinn. Þetta er gert til að minnast skipalestasiglinganna milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands í seinni heimsstyrjöld. Þetta voru hinar svokölluðu Íshafsskipalestir. Einnig er viðburðurinn til að minnast þess að nú í lok júní eru nákvæmlega 75 ár liðin síðan skipalestin PQ17 hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga. Þeirra verður sérlega minnst sem létustí árásum þýskra herskipa og kafbáta á skipalestirnar, og annarra sem lögðu líf sitt í hættu við að koma björgum til Rússlands í stríðinu.
22.jún. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar í viðtali - „Það er allt undir í hverjum einasta leik en þannig þrífumst við best“

Akureyringurinn og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, gekk að eiga Kristbjörgu Jónasdóttur á laugardaginn, sjálfan þjóðhátíðardaginn. Í einlægu viðtali ræðir Aron Einar um lífið í Cardiff, fyrirliðabandið, fjölskylduna, framtíðina og hvað þurfi til að ná langt í hörðum heimi atvinnumennskunnar.
21.jún. 2017 - 18:00 Austurland

Skógardagurinn mikli

Skógardagurinn mikli verður haldinn í 12. sinn í Hallormsstaðaskógi, laugardaginn 24. júní í sumar. Í ár stendur Félag skógarbænda á Austurlandi í samstarfi við Fljótsdalshérað fyrir samkeppni um listaverk úr trjáviði og hefur verið auglýst eftir þátttakendum í hana.
19.jún. 2017 - 17:02 Aldan

Hæfnirammi innan framleiðslufyrirtækja í Eyjafirði styrktur

Sæplast á Dalvík er eitt fimm fyrirtækja og stofnana sem hlaut tveggja milljóna styrk til að þróa og yfirfæra hæfniramma.

Samtök iðnaðarins afhentu nýverið tvo styrki úr FramfarasjóðiSamtaka iðnaðarins, SI. Annars vegar er um að ræða fimm milljóna króna styrksem fer til verkefnis um þróun rafrænna ferilbóka sem unnið verður afTækniskólanum í samstarfi við aðra framhaldsskóla, Fræðsluskrifstofurafiðnaðarins, Menntamálastofnun og Advania. Um er að ræða verkefni sem á aðstuðla að miklum framförum í öllu námi sem tengist iðn-, tækni- og verkgreinum.Hins vegar er um að ræða tveggja milljóna króna styrk til að þróa og yfirfærahæfniramma innan framleiðslufyrirtækja í Eyjafirði sem unnið verður afSímenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY, Sæplasti, Ferrozink, Norðlenska ogBecromal Ísland.

18.jún. 2017 - 22:00

Faraldur

Theodór Ingi Ólafsson Undanfarin ár hefur mikill faraldur geisað á Akureyri og reyndar víðar á landinu. Ég hef séð á eftir hverjum vininum á fætur öðrum í hendur þessa vágests. Vágests sem heltekur þau sem hans verða og umbreytir í eitthvað óþekkjanlegt. Þau sem sýkst hafa kvarta ekki yfir því sjálf, enda virðist helsta einkennið vera stórtækur heilaþvottur. Þau telja sig meira að segja vera orðin besta útgáfan af sjálfum sér.
18.jún. 2017 - 19:00

Fiskeldi er framtíðaratvinnugrein á Íslandi

Einar K Guðfinnsson

Fiskeldi er hvarvetna í vexti, þar sem því verður komið við vegna náttúrulegra aðstæðna. Þetta á ekkisíst við hér við norður Atlantshafið.  ÍNoregi er stefnan tekin á fjórföldun eldisins, Færeyingar hafa byggt uppgríðarlega öflugt eldi, í Skotlandi er stefnt á tvöföldun eldisins. Kanadamennefla sitt eldi, Bandaríkjamenn stefna að aukningu og horfa sérstaklega tilsjóeldisins, Evrópusambandið hefur markað stefnu til þess að stuðla að vextifiskeldis í aðildarlöndum sínum.

18.jún. 2017 - 18:00

Salka-Fiskmiðlun á Dalvík hefur starfað í 30 ár

Stjórnendur Sölku-Fiskmiðlunar hf. og makar gerðu sér glaðan dag á Hótel Hjalteyri í tilefni 30 ára afmælisins þann 17.maí sl. Sunnudaginn 15.mars 1987 boðaði Hilmar Daníelsson á Dalvík til fundar í Bergþórshvoli, félagsheimili Kiwanisklúbbsins Hrólfs á Dalvík. Tilgangur fundarins var að kynna hugmynd um stofnun fyrirtækis sem aflaði tilboða í fisk sem væri til sölu upp úr fiskiskipum. Stofnsamningur að fyrirtækinu Fiskmiðlun Norðurlands hf. var síðan undirritaður á Dalvík þann 17.maí 1987.
18.jún. 2017 - 17:00

,,Sjávarútvegurinn hefur knúið framfarir í íslensku atvinnulífi“ - segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Fáar þjóðir í veröldinni byggja afkomu sína í jafn ríkum mæli á fiskveiðum og við Íslendingar. Sjósókn hefur verið samofin lífskjarabaráttu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Hún hefur verið uppistaða atvinnuþróunar hér á landi um árabil og hefur í raun haft mótandi áhrif á íslenska menningu með ótvíræðum hætti. Við berum að sama skapi alveg sérstaka virðingu fyrir hafinu, sjávarauðlindinni og umfram allt fyrir starfi sjómannsins.
18.jún. 2017 - 15:00

Nýir togarar til landsins og samið um nýsmíði

Samherji, Útgerðarfélag Akureyringa og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Fisk Seafood á Sauðárkróki hafa gert samninga við skipasmíðamiðstöðina Cemre Shipyard í Istanbul í Tyrklandi um smíði á fjórum nýjum ísfisktogurum. Samherji og ÚA kaupa þrjá togara, en einn fer til Fisk Seafood, Drangey SK-2, sem væntanlegur er til Sauðárkróks í lok sumars. Samherji tók á móti Kaldbak EA-1 í aprílmánuði og útgerðin á von á Björgúlfi EA-302 til Dalvíkur í júnímánuði. Nýverið kom nýr frystitogari til útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð, Sólberg ÓF-1.
18.jún. 2017 - 14:00

Þrír nýir ísfisktogarar til Samherja: Kaldbakur, Björgúlfur og Björg öll til landsins á þe

Kaldabakur EA-1 KaldbakurEA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar áAkureyri í byrjun marsmánaðar en þá voru liðin 17 ár eru síðan nýsmíðað skipSamherja, Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom til Akureyrar. Kaldbakur var smíðaðurí Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og er 62 metra langur og 13,5 metrabreiður. 
18.jún. 2017 - 11:00 Akureyri vikublað

„Innflytjendavandinn“ á Akureyri

Inga Sigrún Atladóttir Fyrir nokkru kom Hermína Gunnþórsdóttir frá HÍ á skólanefndarfund þar sem hún kynnti fyrir nefndinni niðurstöður rannsókna á aðlögun innflytjenda í grunnskólum á Akureyri.
18.jún. 2017 - 07:00

KERECIS hlaut Vaxtarsprotann 2017 - lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár

FyrirtækiðKerecis jók veltu um 100% milli ára og hlaut Vaxtarsprotann 2017. Fyrirtækiðfékk  viðurkenningu fyrir öflugauppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári þegar ferðamála-iðnaðar- ognýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, afhentiVaxtarsprotann 22. maí sl. í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal
17.jún. 2017 - 23:00

Sólberg ÓF-1: Fullkomnasta frystiskip flotans leysir tvo eldri togara af hólmi

Sólberg ÓF-1 við bryggju á Siglufirði við komuna til landsins, en það var smíðað í Tyrklandi. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Rammi hf. hefur gert út 5 skip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn, þ.e. Fróða ÁR-38, Jón á Hofi ÁR-42, Mánaberg ÓF-42, Múlaberg SI-22 og Sigurbjörgu ÓF-1.Útgerðin fékk nýlega nýjan frystitogara, Sólberg ÓF-1 í flotann, nýjasta og fullkomnasta skip frystiskipaflotans, jafnfram það stærsta, en seldir verða togararnir Sigurbjörg og Mánaberg eða úreltir.
17.jún. 2017 - 21:00

Hetjur hafsins

Það er ekki að ástæðulausu sem sjómenn á Íslandi eiga sinn eigin dag. Sagnir af afrekum og dáðum íslenskra sjómanna eru ófáar. Yfir þeim er ásýnd hetjunnar sem einskis lætur ófreistað til að draga björg í bú. Sjómaður nútímans gegnir stóru hlutverki í gangverki efnahagslífsins, þótt ýmsir kjósi að gleyma því þegar vel árar í öðrum geirum. Sjálfsagt ekki ósvipað því og þegar menn hugðust gera Ísland að fjármálamiðstöð heimsins, þar lægi framtíðin. Bankaævintýrin eru úti, en sjávarútvegurinn á sínum stað. Sjávarútvegurinn dró vagninn þegar mest þurfti á að halda. Svo komu ferðamennirnir og vafalítið margir sem sjá fram á að þeir verði sú stoð sem bankarnir voru áður. En flest er í heiminum hverfult, en eitt breytist ekki; fólk þarf að borða. 
17.jún. 2017 - 19:30 Suðri

Ari Traust alþingismaður Vinstri grænna: Ekki leiddist mér

Ef til vill sjá nýir þingmenn óljóst hvort eða hvernig störf hafa breyst á nýloknu þingi. Hvað sem því líður tel ég þingstörfin málefnalegri og heldur lausnarmiðaðri en oftast áður. Það kemur helst til í fastanefndum, líkt og Ásmundur Friðriksson hefur minnst á í grein í Suðra. Engu að síður hnykki ég á þeirri staðreynd að einhvers konar samræming, sátt og málamiðlanir í meirihluta þingmála er óraunhæfur kostur. Til þess eru pólitískar áherslur, hugmyndafræði og markmið flokka of ólík. 
17.jún. 2017 - 14:00

Eru Vökulögin brotin?

Gufuketillinn úr fyrsta togara Íslaendinga, stendur við Byggðasafn Hafnarfjarðar, en heimahöfn hans var Hafnarfjörður. Vökulögin voru samþykkt á Alþingi 11. maí 1921. Aðdragandinn var býsna langur og harðsóttur en samkvæmt þeim áttu hásetar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klukkustunda óslitna hvíld í sólarhring hverjum,“ en áður höfðu sjómenn þurft að standa vaktir í tvo til þrjá sólarhringa. Hvíldartíminn var lengdur í 8 klukkustundir árið 1928 og í 12 klukkustundir árið 1955.
17.jún. 2017 - 09:45

Uppáhalds uppskriftir hindrunarhlaupara: „Mér finnst ekkert gaman að elda en ég elska að borða“

Markmið bræðranna var að sjá hvort þeir gætu klárað hlaupið. Þeir enduðu í grennd við 900. sæti af 2.000 keppendum. Björn Fannar Hafsteinsson tók nýlega þátt í hindrunarhlaupinu Tough Viking í Noregi. Hlaupnir voru 10 kílómetrar í fjöllunum auk þess sem keppendur þurftu að leysa 40 þrautir á leiðinni. Björn Fannar segir hér frá ævintýrinu auk þess sem hann deilir sínum uppáhaldsuppskriftum með lesendum.
17.jún. 2017 - 08:00 Akureyri vikublað

Yfirheyrslan: Silja Jóhannesdóttir

Silja Jóhannesdóttir Silja Jóhannesdóttir er verkefnastjóri Raufarhafnar og framtíðar og Öxarfjarðar í sókn. Silja borðar hafragraut í morgunmat og er lökust í þrifum.
15.jún. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Ánægðastur í allsleysinu

Þórolfur Guðnason Þórólfur Guðnason, sem oftast er kallaður Þórólfur í Lundi, á 98 ára afmæli í dag, 15. júní. Þórólfur bjó í rúm 90 ár í Lundi í Fnjóskadal en dvelur nú Dvalarheimilinu Hlíð. Í einlægu viðtali ræðir hann um æskuna, kreppuárin, ástina, tækniþróunina, Vaðlaheiðargöng, sem hann hefur alltaf verið jákvæður gagnvart, og leyndarmálið að baki því að ná svo háum aldri.
15.jún. 2017 - 15:30

337 útskrifuðust

Frú Eliza Reed forsetafrú var heiðursgestur útskriftarhátíðarinnar. Þann 10. júní voru 337 kandídatar útskrifaðir á háskólahátíð Háskólans á Akureyri. Hátíðarhöldin hófust með ávarpi Eyjólfs Guðmundssonar rektors. Eliza Reed forsetafrú var heiðursgestur hátíðarinnar en Vigdís Diljá Óskarsdóttir, kandídat í fjölmiðlafræði, flutti ávarp fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust.
15.jún. 2017 - 14:08 Akureyri vikublað

19 ára sonur Huldu er á götunni á Akureyri - „Ég henti honum út milli jóla og nýárs“

Tæplega 19 ára sonur Huldu Jóhannsdóttur er á götunni á Akureyri. Drengurinn hefur átt erfitt frá barnæsku en hann er í neyslu og með fjölda greininga á bakinu. Hulda hefur fengið nóg af úrræðaleysinu og stígur fram með sögu mæðginanna. „Staðan er bara hræðileg,“ segir Hulda Jóhannsdóttir, móðir 18 ára drengs sem er á götunni á Akureyri. 
14.jún. 2017 - 18:00 Aldan

Vísir og Samherji kaupa nýjan tækjabúnað frá Marel

Frá sýningu Marel á Seafood Processing Global í Belgíu. Dagana 25.–27. apríl sl. fór fram stærsta sjávarútvegssýning í heimi, Seafood Processing Global í Brussel, Belgíu. Marel tók þátt í sýningunni nú sem fyrr og var sýningin afar árangursrík. Stöðugur straumur gesta var á Marel básinn þar sem nýjasta tækni og lausnir fyrir fiskiðnað var til sýnis auk þess sem hægt var að sjá með eigin augum hvernig vinnsla fer fram með hjálp sýndarveruleika. Margir sölusamningar voru handsalaðir á sýningunni. Þar má helst nefna kaup Vísis hf. og Samherja á nýjum vinnslulausnum en gott samstarf hefur verið milli fiskvinnslufyrirtækjanna og Marel hvað varðar þróun þessara lausna.
13.jún. 2017 - 15:18

Gróska í nýsköpun hjá Íslenska sjávarklasanum

Íslenski sjávarklasinn er á Grandagarði. BertaDaníelsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Berta hefur unniðmeð klasans klasans að undirbúningi ráðstefnunnar LYST 2017 sem haldin var ískömmu eftir sumardaginn fyrsta. Viðburðurinn LYST – Future of food í samstarfivið Icelandair Cargo, KPMG, Matarauð Íslands og Landbúnaðarklasann einblíndi áfrumkvöðlastarfsemi og matvæli framtíðarinnar en slíkir viðburðir eru ekkihaldnir án stuðnings góðra aðila.
13.jún. 2017 - 14:27

Íslenska sjávarútvegssýningin haldin í haust í Kópavogi

Íslenska sjávarútvegssýningin, Icelandic Fisheries Exibition,verður haldin í fjórtánda sinn dagana 13. til 15. september 2017 í Smáranum íKópavogi. Sýningunni er ætlað að ná til allra hliða í sjávarútvegi ogfiskvinnslu, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og umbúða,markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða.

13.jún. 2017 - 13:56

Íslandsstofa: Umtalsverður ávinningur af þátttöku á sjávarútvegssýningum

Öflugt teymi var frá Íslandsstofu í Brussel. F.v.; Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri hjá Íslandsstofu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu og Kristinn Björnsson, verkefnastjóri. Ávinninguríslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af sameiginlegri þátttöku í sýningum erlendis,eins og t.d. Seafood Expo Global í Brussel í Belgíu undir hatti Íslandsstofu ermikill, en öll stefna fyrirtækin að sama marki
13.jún. 2017 - 11:30

Hraðfrystihús Hellissands jók kvótann umtalsvert

Ólafur Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Honum á hægri hönd er framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði, Guðmundur Smári Guðmundsson. HraðfrystihúsHellissands keypti í byrjun ársins bátinn Ask GK-65, sem er snurvoðarbátur.Bátnum fylgdu 400 þorskígildistonn sem uppistaðan er þorskur, eða rúmlega 300tonn. 
13.jún. 2017 - 11:23

Hert eftirlit með vigtun sjávarafla

Ónákvæmnivið vigtun fiskafla, þar sem uppgefið íshlutfall er fjarri sanni, verðurvigtunarleyfishöfum dýrt verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum.Fyrir þinginu liggur stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra umbreytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu.
13.jún. 2017 - 11:18

Grjót- og fyrirstöðugarður byggður við Dalvíkurhöfn

Tilboðí grjót- og fyrirstöðugarð við Norðurgarð í Dalvíkurhöfn hafa verið opnuð hjáVegagerðinni. Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar óskaði eftir að útboðið færi fram. Allsbárust fimm tilboð í verkið en áætlaður verktakakostnaður var tæpar 114milljónir króna. 
13.jún. 2017 - 11:10

Tregari grásleppuvertíð í ár en í fyrra

Grásleppuvertíðin fór rólega af stað um miðjan aprílmánuð en áttabátar hafa verið gerðir út á grásleppu frá Skagaströnd.Þetta er mun tregariafli en vorið 2016 þegar margir bátanna komu til löndunar tvisvar á dag, en þálentu bátarnir í miklu ,,grásleppuskoti.“

13.jún. 2017 - 11:04

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum: Öflugt nám í vélstjórn og málmiðnaði

Telja verður ofur eðlilegt að boðið sé upp á nám í vélstjórnog málmiðnaði í einum helsta útgerðar- og fiskvinnslubæ landsins, Vestmannaeyjum.Sú kennsla fer fram í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Vélstjórnarbraut-A erætluð þeim sem hyggjast afla sér réttinda til að starfa á skipum með vélaraflminna en 750kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi. Nemandi þarf aðvera 18 ára og verið á vinnumarkaði til að fá að hefja nám á þessari braut.Meðalnámstími eru 2 annir.

13.jún. 2017 - 11:00

Flateyri: Nótaþvottastöð fyrir fiskeldi skapar atvinnu

Horft til Flateyrar.

Margvísleg ný starfsemi er að spretta upp í kjölfaruppbyggingar fiskeldis, bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Eitt dæmi um það ernótaþvottastöð fyrir fiskeldi sem fyrirtækið Ísfell hefur opnað á Flateyri.Fyrirtækið keypti hluta af húsakynnum Hjálms og síðar Kambs á Flateyri og þarer nóg að gera og vonir standa til um aukin umsvif þessu tengdu.

12.jún. 2017 - 15:24

Stuðlað að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskimjölsiðnaði

Jón Már Jónsson, formaður FÍF og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifuðu undir yfirlýsinguna í hinu nýuppgerða Marshall húsi við Grandagarð í Reykjavík.

Ísland vill með ábyrgum hætti taka á þeim vanda sem steðjarað, sé ekkert aðhafst, í loftlagsmálum en í því samhengi má nefna að Íslandgerðist fyrir lok árs 2015 aðili að Parísarsamkomulaginu. Mikilvægt er að nýtaþau tækifæri sem fyrir hendi eru til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfiðfrá athafnasemi okkar. Í virðiskeðjum sjávarfangs er eftir miklu að slægjastvarðandi bætt umhverfisáhrif frá veiðum og vinnslu. Liður í bættum áhrifum afvinnslu sjávarfangs er raforkuvæðing fiskmjölsframleiðslu á Íslandi en mikilvægskref hafa einmitt nýlega verið stigin í þeim efnum.

11.jún. 2017 - 22:00 Akureyri vikublað

Mótmæla brottvikningu Kristjáns: „Fólki líkar auðsjáanlega ekki svona vinnubrögð“

„Viðbrögðin hafa komið mér í opna skjöldu og eru varla verðskulduð en mér þykir vænt um þetta. Fólki líkar auðsjáanlega ekki svona vinnubrögð,“ segir Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, sem vikið var frá störfum í síðasta mánuði, inntur eftir þeim viðbrögðum sem brottvikningin hefur vakið. Undirskriftasöfnun þar sem uppsögn Kristjáns er mótmælt er á netinu og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 600 manns skrifað undir. Stefnt er að því að færa Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra undirskriftirnar þegar nöfnin ná eitt þúsund talsins.
11.jún. 2017 - 20:00 Vestfirðir

Stefán Lárus Pálsson stýrimaður og veiðieftirlitsmaður: „Mamma sagði að enginn réði sínum örlögum og ég hélt áfram á sjónum“

Stefán Lárus á túnfiskveiðum. Hjónin Stefán Lárus Pálsson og Elsa Sigurðardóttir búa í húsinu Klapparholti á Akranesi. Fyrir tæpum tíu árum steig hann loksins alkominn á land eftir hartnær hálfrar aldar starfsferil sem sjómaður. Þau eru bæði fædd hernámsárið 1940 og fylla því 77 ár á þessu ári. Stefán Lárus lítur hér um öxl í tilefni af sjómannadeginum og segir frá ferli sínum á öldum hafsins.
11.jún. 2017 - 17:00 Akureyri vikublað

Hjólað til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Þann 7. júlí næstkomandi leggja rúmlega 30 Íslendingar af stað hjólandi frá Kaupmannahöfn til Parísar en leiðin er alls tæpir 1.300 kílómetrar. Team Rynkeby Ísland nefnist hópurinn og er hluti af norrænu góðgerðarhjólaverkefni sem hefur verið starfrækt á hinum Norðurlöndunum um nokkurt skeið. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu. 
11.jún. 2017 - 15:00 Aldan

FarFish stuðlar að bættri umgengni evrópskra fiskveiðiflotans um hafsvæði utan Evrópu

Matís og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna (e.United Nations University Fisheries Training Program/UNU-FTP), sem staðsetturer hér á Íslandi, eru meðal þátttakenda í rannsóknar- og þróunarverkefninuFarFish, sem styrkt er af Horizon 2020 rannsóknaáætlun Evrópu. Verkefninu erætlað að stuðla að bættri umgengni evrópska fiskveiðiflotans um hafsvæði utanEvrópu, auka þekkingu á þeim fiskistofnum sem flotinn sækir í á þeim svæðum,greina þær virðiskeðjur sem snúa að afla þessara skipa, sem og að auka þekkinguá fiskveiðistjórnun meðal hagaðila sem að þessum veiðum koma; það er bæði meðalviðeigandi strandríkja og evrópskra hagaðila.

11.jún. 2017 - 14:00 Akureyri vikublað

Pálmi: „Ég efast ekki um að lífið verði ljúft hinum megin við skagann líka“

Körfuboltamaðurinn Pálmi Geir Jónsson mun spila með Þór í Domino’s-deildinni á komandi leiktíð. Pálmi er alinn upp í Tindastóli en hlakkar til að taka leikinn skrefinu lengra. Hann féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að taka leik minn skrefinu lengra, sýna hvað ég get, verða betri leikmaður og sanna mig,“ segir körfuboltamaðurinn Pálmi Geir Jónsson, sem hefur gert tveggja ára samning við Þór og mun spila með liðinu í Domino’s-deildinni á komandi leiktíð.
11.jún. 2017 - 13:00 Aldan

Engey RE-91, nýr ísfisktogari HB Granda: Nýjar aðferðir og aukin sjálfvirkni

Ísfisktogarinn Engey RE-91 kom til landsins 25. janúar sl. fráTyrklandi þar sem hann var smíðaður. Þá var hafist handa við að komavinnsludekki og karaflutningskerfi í skipið á en vinnslu- og löndunarkerfikemur frá Skaganum 3X á Akranesi. Togarinn er 54,75 metrar að lengd, 13,50metrar að breidd. Spilkerfi skipsins er afhent af Naust-Marine og fiskileitar-og fjarskiptabúnaður er frá Brimrúnu hf. Ýmiss búnaður kemur frá Nortek ogNordata. 

11.jún. 2017 - 11:00 Aldan

Sjósókn stunduðu allt að 600 manns frá Dritvík

Dritvík var forn verstöð á Snæfellsnesi. Talið er að útræðiþaðan hafi byrjað um miðja 16. öld og haldist í þrjár aldir. Talið er að allt600 til 700 manns hafi stundað sjósókn í Dritvík þegar mest var. Dritvík erumlukin hraunum á þrjá vegu. Mjög stutt var að róa á fengsæl fiskimið úrDritvík og víkin var skjólgóð

11.jún. 2017 - 10:00 Suðri

Silja Dögg alþingismaður gerir upp þingveturinn: Ástríðulaust samband

Þessi þingvetur hefur verið með þeim skrítnari. Ekki síst vegna þess að til kosninga var boðað í október, sem er óvenjulegt, og síðan tók óratíma að mynda nýja ríkisstjórn. Forseti veitti hverjum formanninum á fætur öðrum stjórnarmyndunarumboðið en skyldi þáverandi forsætisráðherra eftir, sem þó hafði tekið við keflunum á ólgutímum og stýrt ríkisstjórninni í nokkra mánuði með góðum árangri. 
11.jún. 2017 - 09:00 Akureyri vikublað

Elín Inga fór ein til Berlínar: „You don’t have any friends?“

„You don’t have any friends?“ spurði maðurinn sem ég hugðist kaupa af falafel og djúpsteiktan halloumi í Berlín fyrir fáeinum vikum. „You know it’s not beer?“ bætti hann við á meðan ég kyngdi gúlsopa af Club Mate úr flösku sem ég hafði þegar gripið og opnað, þyrst og gengin upp að hnjám. Ég brosti út í annað og pantaði. 
11.jún. 2017 - 08:00 Aldan

Um 40 ára sjómennsku lauk með hörpudiskveiðum í Hvalfirði

Ágúst Þórir Þórðarson Skagamaður hefur lengst af búiðAkranesi frá 6 ára aldri en stundaði sjómennsku frá Akranesi, Grindavík, Suðureyriog víðar allt frá 15 ára aldri 1959. Hann býr nú á dvalarheimilinu Höfða áAkranesi. Ágúst byrjaði á Svaninum AK á reknetum en Einar Kristjánsson varskipstjóri,  en báturinn var gerður útfrá Haraldi Böðvarssyni & Co á Akranesi. Hann segir að ekkert starf hafikomið til greina annað en að verða sjómaður. 

10.jún. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Guðrún Ágústa í yfirheyrslu

Píratinn Guðrún Ágústa Þórdísardóttir tók sæti á Alþingi í síðustu viku. Guðrún spinnur á rokk og elskar Star Trek. Fullt nafn, aldur og starfstitill? „Guðrún Ágústa Þórdísardóttir.“ Stjörnumerki? „Krabbi.“ Nám? „B.Sc-gráða í rekstrarfræði frá HA og diplóma í kynjafræði frá HÍ.“
10.jún. 2017 - 15:00 Akureyri vikublað

Ítalskur sonur á heimilið

Það var skyndiákvörðun hjá okkur Láru, dóttur minni, að taka skiptinema. Við vorum að flytja til Íslands, hún hefur lengi gælt við þá hugmynd að fara sjálf í skiptinám, og svo sá hún auglýst að það bráðvantaði fjölskyldur fyrir einhverja nema í ágúst síðastliðnum. Ég sendi AFS línu og eftir örfáa daga var frágengið að hann Gabriele frá Ítalíu kæmi til okkar og var raunar kominn til Íslands á undan okkur þar sem við vorum ekki enn fluttar heim.

(12-25) Húðfegrun: Húðslípun