10. des. 2016 - 13:00Austurland

Ömmu og afabókin mikla

Íris Dóróthea Randversdóttir er lifandi og skemmtilegur penni sem ber auðsýnilega mikla umhyggju fyrir umfjöllunarefni sínu og smitar kæti og ríkulegri elsku út frá sér með sögum sínum af músunum litlu og Músaömmu og afa. Íris er menntuð sem leik- og grunnskólakennari og starfaði um árabil á þeim vettvangi, m.a. á Hallormsstað og í Brúarási á Fljótsdalshéraði. Hún vatt kvæði sínu í kross í fyrra og leggur þessa dagana aðaláherslu á handverk þar sem hún framleiðir litlar þæfðar brúður af ýmsu tagi á verkstæði sínu í Hugvangi á Egilsstöðum. Fyrir nokkrum árum síðan fór hún að gefa ritstörfum meiri gaum og er hluti þess teymis sem stendur að baki bókaútgáfunni Bókstaf á Egilsstöðum, ásamt Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Þórunni Hálfdánardóttur, Sigurlaugu Gunnarsdóttur og Svandísi Sigurjónsdóttur.


Íris Dóróthea Randversdóttir

Skrifin urðu blessun

Að sögn Írisar var það mikil blessun á erfiðum tíma að finna farveg sem færði birtu í lífið með skrifunum. Ekki aðeins hennar eigið heldur fann hún líka að sögurnar af mýslunum og Músaömmu glöddu lesendur og vini á Snjáldurskinnunni.

„Skriftirnar fólu eiginlega í sér  tvöfalda blessun. Það skiptir miklu máli að ná sér upp úr því að vera á erfiðum eða vondum stað í lífinu. Við getum öll lent þar og sköpunin er leið til að opna fyrir birtu sem annars er hætta á að lokist af“.

Sögurnar bera þess sannarlega ekki merki að höfundurinn sé að vinna sig útúr erfiðum tilfinningum. Íris gefur okkur heilmikla innsýn í líf Músaömmu og þær yndislegu aðstæður sem hún finnur sig í með músaungunum fimm. Eins má finna kafla í bókinni sem eru helgaðir Afasögum eða ferðalögum til hirðarinnar á Jótlandsheiðum. Allt verður þetta afskaplega ævintýralegt og myndir Unnar Sveinsdóttur og umgjörðin gera textana mjög aðgengilega og lifandi þó að ekki sé um línulega frásögu að ræða. Íris segir að í fyrstu hafi hún ekki verið viss um hvernig hún ætti að matreiða þessar sögur á Snjáldurskinnuna, sumar hafi verið of langar eða skrýtnar en á endanum hafi hún fundið þennan meðalveg með að finna í þeim kjarnann og draga hann út. Enda má segja að hver og ein „örsaga“ sem birtist í bókinni sé vandlega hugsuð og knöpp pæling um eitthvert af undrum hversdagsins. Í formála kallar Íris bókina raunar Ástarsögur Músaömmu, og segir þær vera ástaróður til barnabarnanna sinna sem eru öll eins og óslökkvandi sólargeislar í lífi hennar. Lýsing hennar er raunsönn og undurhlý þar sem hún segir:

„Þegar ég hef fyrst litið örsmá andlitin þá hefur mér liðið eins og mér hafi verið gefið allt heimsins gull. Ég verð allt í senn þakklát, gráti nær af hamingju og yfirkomin af auðmýkt gagnvart kraftaverkum lífsins.“

Öll börn eru fjársjóður

„Það á að taka eftir börnum, veita þeim athygli og bera fyrir þeim virðingu. Börn eru svo ofboðslega merkilegar persónur, alveg frá því við byrjum að kynnast þeim. Og við kennum þeim kurteisi og mannasiði með því að bera virðingu fyrir þeim“

segir Íris með áherslu. Eins og áður kom fram starfaði hún lengi sem kennari og henni finnst kennarar bera gríðarlega ábyrgð í samfélaginu og nándin sem börnin upplifa er það sem fylgir þeim út í lífið. „Þetta er því gríðarlega vandasamt og erfitt starf. Foreldrar mega samt ekki framselja uppeldishlutverk sitt til stofnana því með því að eignast barn hefur maður skuldbundið sig til þess að sinna þeim einstaklingi í  20 ár.“ Aftur á móti telur Íris það mikil forréttindi að fá að skipta um hlutverk og taka að sér ömmuhlutverkið og um það fjallar bókin hennar öðrum þræði og er lofsöngur til þess hlutverks. Í því samhengi minnist hún einnig ömmu sinnar.

„Amma Dóróthea var óendanlega ljúf og hlý, kenndi mér að spila og sauma, ég fékk að snúa kleinum, setja rúllur í hárið á henni, fékk að sofa hjá henni næstum þegar ég vildi og er þá fátt eitt upptalið. Þess vegna finnst mér amma mín fyrirmynd. Ég tek hlutverk mitt sem ömmu mjög alvarlega því við erum alltaf að kenna börnum hvernig þau eigi að vera. Félagsmótunin fer fram alveg frá upphafi og þar eigum við eldra fólkið ótrúlega þakklátt hlutverk á svo mörgum sviðum. Amma mín var trúuð og lagði grunn að minni barnatrú og trúarlífi framar öllum öðrum. Hún gerði það með því að kenna mér bænir og ég reyni að miðla öllu því góða sem hún gaf mér og systkinum mínum. Hún skipti verulegu máli í okkar lífi.“

Það er því ósköp eðlilegt að sögusviðið í bókum hennar sé í Ömmuholu en Íris byrjaði að skrifa sögurnar uppúr því að sonur hennar og tengdadóttir fluttu til Egilsstaða með þrjár af mýslunum fimm sem fjallað er um í bókinni. Við þau tímamót urðu yndisleg umskipti að mati Írisar enda öll ömmugullin dýrmæti sem mikils virði er að fá að umgangast.

Íris er mjög létt og glöð með að deila lífi síni og afkomenda sinna með þessum dulbúna hætti en segir það hafa verið tilviljun að bókin hafi orðið til.

„Það var bara alltaf kallað eftir meiru af vinum og vandamönnum eftir að ég fór að birta sögurnar á Snjáldurskinnunni og aldrei hugsunin að hér væri að verða til bók. Núna er aftur til efni í aðra bók ef áhugi verður fyrir hendi, þó ég hafi aldrei ætlað mér að verða rithöfundur með þessu uppátæki.“

Músadagar er skemmtilesning með ævintýralegum blæ sem er full af hversdagslegum atvikum og undurfallegum frásögum af forvitni og uppátækjum lítilla músa í bland við margt sem ömmur og afar kannast við. Inn á milli læðast uppskriftir af kökum og hversdagslífi sem bæði ömmur og afar tengja við, auk þess sem litlum börnum finnst fátt skemmtilegra en að heyra sögur af öðrum litlum börnum með ævintýrablæ. Það gefur lífi þeirra sjálfra lit og setur í samhengi töfra æskunnar og þá einföldu staðreynd að lífið er alltaf að koma á óvart.

Eftirfarandi er úr bókinni:

Jólagaldur í ömmuholu

Galdurinn við að fylla dunka og bauka af dásamlegum jólasmákökum felst í gleðifræðum músabaksturs. Kjarninn er hlátur, glens og gaman. Framlag hverrar mýslu er mikils metið með hrósi, kossum og knúsi ömmu. Og það er aldeilis líf í tuskunum við tækifæri eins og jólabakstur. Heyrst hefur að það hafi hvarflað að músaömmu að snjallræði væri að eiga steypuhrærivél á þessum árstíma svo fjölfalda mætti uppskriftir að vild. Víst er að hrátt deigið í eftirfarandi uppskrift þykir músarungum ömmu eitt og sér hið mesta hnossgæti. Hreint ekki síðra en smákökurnar sem til stendur að baka og fylla eiga stóra skrautlega jóladunka og kökubauka ömmu. Óvíst er hvort meira er bakað eða etið af þessu deigi. Því er þessi uppskrift höfð stór og vegleg.

Jólakátínur

300 gr mjúkt smjörlíki

2 stórir bollar af dökkum púðursykri

2 stórir bollar sykur

4 stykki stór og falleg egg

4 bollar hveiti

1 teskeið salt

2 teskeiðar natrón

1 teskeið vanilludropar

250 gr dökkir súkkulaðibitar

250 gr valhnetur í bitum

Þegar amma er búin að finna gleraugun sín byrjar gamanið. Hún les uppskriftina og sendir mýslur eftir efni og áhöldum á viðeigandi staði samkvæmt ströngu skipulagi. Dæmigert fyrirkomulag er þannig að Sú brúneygða sæki sykurinn og hveitið í stóru skúffuna, Sú með fiktiputtann finni til lyftiduft, hnetur og krydd úr litlu skúffunni, Sú með tvær tennur í neðri góm teygi sig eftir eggjum og smjörlíki í kæliskápinn – og megi nota hnall til þess að standa á segir amma. Hún sækir svo sjálf súkkulaði á leynistaðinn, aukabirgðir eru auðvitað á allra leynilegasta staðnum.

Hrærivélinni er klappað og strokið svo henni gangi vel að hræra og þannig eru svo næstu skref:

Sykur og smjörlíki hrært vel saman. Eggjum bætt út í, einu og einu í senn. Talið er hollt að hafa slatta af eggjaskurn í deiginu og því ekki amast við smábrotum. Allt hrært þar til létt og ljóst, vanilludropum slett út í. Mýslur telja heppilegt að smakka örlítið á deiginu á þessu stigi til að fullvissa sig um að mistök hafi ekki átt sér stað. Svo blanda mýslur hveiti, natróni og salti saman í skál með það í huga að blanda út í soppuna. Til að spara uppvask er blandað með höndum og lófum óvart klappað nokkrum sinnum saman til þess að láta lofta um hveitið. Þurrefnum svo blandað saman við hin blautu. Þyki deigið of þurrt hentar vel að bæta við eins og einu eggi. Síðast er súkkulaði og hnetum bætt í deigið. Bragðsýni tekin með hæfilegum millibilum.

Deigið er sett í toppa á ofnplötur með teskeið og bakað við 180 gráðu hita. Deigið rennur nokkuð út þannig að gæta þarf að bilinu á milli. Hins vegar þykir sannað að lag og stærð á kökunum skiptir engu máli – bragðið er það sem skiptir öllu máli. Þótt kökurnar minni á snjókarla, jólakúlur, reiðhjól, geitur eða krókódíla gildir það einu ef bara er gaman að vera til!

Birtist fyrst í Austurland. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.
16.feb. 2017 - 21:00 Austurland

Ljósin lifna á Seyðisfirði: „Veisla fyrir skynfærin“

Dagana 24. og 25. febrúar 2017, mun hátíðin List í Ljósi kveikja á ljósum sínum á ný en að sögn aðstandenda hennar eru áhorfendur hátíðarinnar um leið virkir þáttakendur. Þeir munu eiga von á magnaðri upplifun í gegnum fjölbreytt ljósverk; allt frá innsetningum og vidjóverkum til stærri ljósaskúlptúra. Innlendir og erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni, sem lýsir upp Seyðisfjörð.
15.feb. 2017 - 17:00 Austurland

Stóra bruggmálið á Seyðisfirði: „Lögreglumaður í annarlegum tilgangi er að flækjast um í húsinu án húsleitarheimildar“

Á Alþingi er vinna við frumvarp um breytingar á lögum langt komin, sem myndi færa íslenskt lagaumhverfi nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum þegar kemur að gerjun léttra veiga til einkaneyslu. Að sögn Pawels Bartoszeks þingmanns Viðreisnar sem verður flutningsmaður þess er víðtækur stuðningur við frumvarpið.
15.feb. 2017 - 13:30 Austurland

Austri og Beljandi tilbúnir í slaginn!

Austfirsku brugghúsin sem nú eru að komast á koppinn stefna að því að bjóða upp á nokkra ólíka stíla í takt við aukningu á framboði og eftirspurn eftir öli af ýmsum gerðum frá fjölmörgum smá-brugghúsum (micro-brewery) sem hafa tekið til starfa á Íslandi á síðustu árum. Segja má að báðir aðilarnir stígi varlega til jarðar og byrji með minnstu mögulegu yfirbyggingu á slíkum rekstri, en það eru tveir 300 l. suðukatlar, og 6 gerjunar eða geymslutankar af sömu stærð.
14.feb. 2017 - 08:30 Austurland

Opnun rannsóknaseturs HÍ frestað

Opnun rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Egilsstöðum verður frestað um ár vegna fjárskorts skólans. Staða akademísks sérfræðings verður framlengd en Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í síðustu viku yfirlýsingu um stofnun rannsóknaseturs á Egilsstöðum og áframhald rannsókna á Austurlandi. Á sama tíma var vonbrigðum lýst vegan tafanna.
13.feb. 2017 - 15:17 Austurland

Bakkfirðingar vilja austur

Skeggjastaðasókn í Langanesbyggð verður að öllum líkindum lögð undir Hofsprestakall á Kirkjuþingi síðar í mánuðinum en Vopnfirðingar hafa fyrir sitt leyti samþykkt breytingarnar sem og Bakkfirðingar. Seint í janúar samþykkti sóknarfólk í Hofsprestakalli fyrir sitt leyti tillögu Biskups um breytta skipan þjónustunnar í prestakallinu.
12.feb. 2017 - 15:00 Austurland

Austfirzk brugghús

Með vorinu munu tvö austfirsk brugghús verða komin í gagnið en Austri Brugghús hóf kynningu á framleiðslu sinni á Egilsstaðablótinu á dögunum. Hvorugt brugghúsið er tilbúið að gefa upp hvaða nöfn nákvæmlega framleiðslulínurnar munu bera en áætlanir fyrirtækjanna eru hófstilltar til að byrja með og gera ráð fyrir að festa sig í sessi á heimamarkaði til að byrja með, á austfirskum börum og veitingahúsum.
12.feb. 2017 - 13:00 Austurland

Eyrarrósin 2017: Eistnaflug, Rúllandi snjóbolti 7 og List í ljósi tilnefnd

Helmingur þeirra verkefna sem eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár eru austfirsk en sex ólík menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggðinni sem hafa verið val­in á Eyr­ar­rós­arlist­ann 2017 og eiga þar með mögu­leika á að hljóta Eyr­ar­rós­ina í ár. Ausfirsku verkefnin eru Eistna­flug í Nes­kaupstað, List í ljósi á Seyðis­firði og Rúllandi snjó­bolti á Djúpa­vogi.
11.feb. 2017 - 16:00 Austurland

Þórunn valin Austfirðingur ársins

Þórunn Ólafsdóttir frá Fáskrúðsfirði var valin Austfirðingur ársins 2016 af lesendum Austurfréttar. Þórunn hlýtur viðurkenninguna fyrir störf sín til hjálpar flóttamönnum og fyrir að vekja athygli á kynferðislegri áreitni í garð fiskvinnslufólks.
11.feb. 2017 - 13:00 Austurland

LungAskólinn lengist

LungA skólinn á Seyðisfirði sem opnaður var formlega árið 2014 hefur nú ákveðið að bjóða uppá nýja námsleið sem nefnist ‘175’, og vísar til þess að önnin er 175 daga löng. Nýja námsleiðin verður starfrækt samhliða núverandi námsleið sem stendur yfir í 84 daga í senn.
11.feb. 2017 - 06:00 Austurland

Sjómannaafslátturinn: Ríkisstyrkur til útgerðanna

Ríkisvaldið á ekki að höggva á deilur á vinnumarkaði með því að koma á fót ríkisstyrkjum til útgerðanna í formi sjómannaafsláttar segir fjármálaráðherra. „Mér finnst að fyrirtækin eigi að borga þann kostnað sem fer í þeirra starfsmenn og að það sé eitt skattkerfi fyrir alla. Þetta eru ekki þau fyrirtæki sem eru veikust á landinu heldur fyrirtæki sem hafa sýnt ágæta afkomu.
09.feb. 2017 - 13:45 Arnaldur Máni Finnsson

Leikur með tölur?

Nú hefur verkfall sjómanna staðið yfir í tæpa tvo mánuði og áhrifin af því fyrir land og lýð verið gífurleg. Tekjur launafólks dragast saman, verkafólk sækir bætur í atvinnuleysistryggingasjóð og skatttekjur ríkis og sveitarfélaga minnka. Ótalin er samdráttur annarra fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn.
30.jan. 2017 - 12:00 Austurland

Tekið opnum örmum

„Það var mikil breyting í lífi okkar stelpnanna að flytja austur, burt frá öllu okkar stuðningsneti og því sem dætur mínar hafa vanist í sínu lífi. En hér hefur samfélagið tekið alveg óskaplega vel á móti okkur og við allar smollið vel inní, hvort sem er þær í skólann eða ég í starfið,“ segir Erla Björk Jónsdóttir, nývígður héraðsprestur Austurlandsprófastsdæmis.

29.jan. 2017 - 14:30 Austurland

Rauði Krossinn kynnir viðbragðsverkefni

Á dögunum heimsótti Karl Lúðvíksson fulltrúi Rauða Krossinn, nemendur í grunnskólum á Austurlandi til þess að kynna verkefni sem stuðlar að því að efla viðnámsþrótt Íslendinga gegn óvæntu neyðarástandi. Verkefnið nefnist 3 dagar og er alþjóðlegt en miðar að því að hvert heimili sé undirbúið hamförum og neyðarástandi með heimilisáætlun og viðlagakassa. Með heitinu „3 dagar" vill Rauði krossinn impra á mikilvægi þess að einstaklingar og fjölskyldur geti verið sjálfum sér nægar í 3 daga eigi sér stað rof á innviðum.

29.jan. 2017 - 07:00 Austurland

KrakkaRúv leitar til austfirskra krakka

Í næsta mánuði hefst námskeið sem miðar að því að kenna krökkum í grunnskólum á Austurlandi að vinna útvarpsefni fyrir Stundina Okkar á Rás 1. Þátturinn og námskeiðið er í umsjón Sigynar Blöndal og verður haldið í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

28.jan. 2017 - 19:00 Austurland

Í landi útskúfunar og ofbeldis

Það er ekki af góðu sem ákveðið er að fjalla um grænlenskar bókmenntir að þessu sinni en í ljósi nýliðinna atburða er ekki úr vegi að glöggva sig aðeins á þessari grannþjóð okkar sem marga fjöruna hefur sopið. Skáldheimur hinnar þrítugu Sörine Steenholdt, sem birtist í smásagnasafninu Zombílandi, er fullur af örvæntingu, ofbeldi, alkohólisma og hryllingi einhverskonar nástaðar á mörkum hins siðaða heims. Í raun og veru er hér einhver al-versta landkynning sem mögulega hægt væri að bjóða uppá ef þessi grænlenski höfundur væri að hugsa um það að kynna land, þjóð og tungu – eins og íslenskum höfundum er einatt svo annt um.

28.jan. 2017 - 18:00 Austurland

Hvað er nýsköpun?

Í mínu starfi hér á Austurlandi hefur mér gefist sá heiður að umgangast fjölbreyttan hóp fyrirtækja, einstaklinga og stofnana í þeim tilgangi að vinna með orðið nýsköpun á margvíslegan hátt. Með námskeiðum, keppnum og annarri fræðslu hafa skapast líflegar umræður og það sem er ekki síður mikilvægt, vangaveltur um hvað sé nýsköpun.

27.jan. 2017 - 18:00 Austurland

Áfangastaðurinn Austurland kynntur

Þessar vikurnar er að hefjast markaðsátak Austurbrúar og ferðaþjónustuaðila á Austurlandi undir sameiginlegum merkjum þar sem landshlutinn er kynntur sem heild. Mikil ánægja er á meðal ferðaþjónustuaðila um hið samræmda átak sem hefur lyft kynningarmálum aðila á svæðinu á allt annan stað ef miðað er við nokkur ár aftur í tímann. Frumraun átaksins var á Mannamóti, árlegri sýningu ferðaþjónustunnar fyrir ferðaheildsala sem fram fór í Reykjavík í síðustu viku en átakið var einnig kynnt heimafólki s.l. mánudag á Flugvellinum á Egilsstöðum. Segja má að hið samræmda útlit hafi vakið verðskuldaða athygli á sýningunni í Reykjavík en Austurland er fyrsti landshlutinn sem leggur í þá vinnu að kynna aðila í ferðaþjónustu á svæðinu sem eina heild.

27.jan. 2017 - 11:48 Arnaldur Máni Finnsson

Samhugur gegn hlutgervingu

Örlög Birnu Brjánsdóttur eru viðvörunarbjalla sem glymur um að við megum ekki slá slöku við eða snúa af þeirri braut sem mörkuð hefur verið af kynslóðunum á undan okkur, um að virðing og jafnræði verður að vera fyrir hendi í öllum samskiptum kynjanna. Hluttekning þjóðarinnar þegar ljóst var að Birna væri látin sýndu vel að ógn og skelfing atburðarins, kynbundins ofbeldis sem leiddi til dauða og hylmingar yfir þeirri staðreynd, snerti hvern mann. Orð fengu litlu lýst. Og vonleysið er átakanlegt þegar við getum ekkert gert. En hvað getum við gert?

17.jan. 2017 - 07:00 Austurland

Læra menn aldrei af reynslunni?

Um 1930 ætluðu kappsfullir fjáraflamenn að bæta efnahag sinn og landsmanna með minkaeldi á Íslandi.  Þessar lífverur sem menn bundu vonir sínar við , tolldu illa í haldi og urðu að plágu í íslensku lífríki eins og við þekkjum öll.  Innflutningur á erlendu sauðfé breiddi líka út sjúkdóma sem urðu þjóðinni mjög dýrir við að fást. 
16.jan. 2017 - 18:00 Austurland

Sameiningamálin

Nú í upphafi árs er ástæða til að rýna aðeins stöðu sveitarstjórnarstigsins og horfa aðeins fram á veginn, að svo miklu leyti sem það er hægt í heimi mikilla umbreytinga þar sem takast þarf á við nýjar áskoranir á degi hverjum. Efling sveitarstjórnarstigsins er málefni sem virðist nú komið aftur á verulega hreyfingu og er Innanríkisráðuneytið meðal annars um þessar mundir að efna til funda um málefnið á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga.
15.jan. 2017 - 19:00 Austurland

Blómlegt ár hjá Björgunarsveitinni

„Við erum núna að njóta ávaxtanna af miklu uppbyggingarstarfi síðustu ár,“ segir Kjartan Benediktsson en hann segir endurbætur á aðstöðu og tækjakosti Björgunarsveitarinnar Héraðs gerbreyta stöðu sveitarinnar til næstu ára. „Horfandi svona fjögur til sex ár aftur í tímann þá er þetta algjör umskipti, því það gerist mjög oft hjá fáliðuðum sveitum að menn brenna algjörlega út. Það var þarna á tímabili þar sem gríðarlegur fjöldi útkalla var farinn að sliga sveitina þar sem það voru kannski sömu 4-5 menn sem voru að sinna öllum útköllum. Það er bara ekki hægt til lengdar.“
15.jan. 2017 - 18:00 Austurland

Felst framtíðin í minningum barnanna okkar?

Ef manni líður vel í uppvextinum eykur það líkurnar á því að minningar æskuáranna verði góðar. Líklegt verður að teljast að góðar æskuminningar auki áhuga fólks á því að búa þar sem minningarnar urðu til og þá skoðun styðja m.a. niðurstöður rannsókna á viðhorfum brottflutts fólks til uppeldisstöðvanna.

15.jan. 2017 - 11:59 Austurland

Uppgjör við fréttaárið 2016

Við Íslendingar höldum stundum að hlýnun jarðar færi okkur betra verður og aukna gróðursæld. Skógarnir vaxi hraðar, græna beltið færist norðar. Bóndinn á Ketilsstöðum í Hjaltastaðarþinghá slær eins konar þriðja slátt í október og í nóvember sést nýútsprungin bláklukka gægjast undan húsvegg á Egilsstöðum. En hnattræn hlýnun veldur líka auknum veðuröfgum og þær eru þegar farnar að knýja að dyrum.
14.jan. 2017 - 20:00 Austurland

Gunnar er fréttafíkill: Byrjaði að gefa út sín eigin blöð innan við tíu ára gamall

Gunnar Gunnarsson er ýmsum störfum hlaðinn, en þekktastur er hann Austfirðingum vegna starfa sinna sem ritstjóri Austurgluggans og Austurfréttar. Hann er formaður Ungmenna – og Íþróttasambands Austurlands, en lærði stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og stundaði einnig meistaranám þar í umhverfis- og auðlindafræði.
14.jan. 2017 - 17:00 Austurland

Rúmar 9000 krónur lítrinn af bruggi

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í liðinni viku karlmann á sjötugs aldri til fjársektar fyrir að hafa reynt að brugga 95 lítra af krækiberjavíni. Dómurinn lagði ekki trúnað á þann framburð að fyrir kunnáttuleysi hafi saftgerð misheppnast. Nafnlaus ábending er sögð hafa leitt til húsleitar en húsráðandi og unnusti hennar, eigandi gerjaða vökvans, voru erlendis þegar lögregluaðgerðin fór fram í mars árið 2015.
13.jan. 2017 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Meira af því sama?

Um leið og ég óska lesendum hamingju- og vonarríks árs þá virðist manni ljóst að dramatík ársins 2016 er ekki gengin yfir. Kallað var eftir uppgjöri sem ekki hefur orðið, enda er það svo að þó áramótum fylgi tímamót þá dugar nýárshugarfarið okkur fæstum mjög lengi. Það er hollt að strengja ýmis heit en um leið varhugavert að lemja sig niður fyrir að standa ekki við óraunhæf markmið.
12.jan. 2017 - 07:00 Austurland

Reiður, gamall maður

Ég ætti að vera latur og værukær. Ég er kominn á sextugsaldur, er í góðri stöðu og á fallegt heimili. Ég á meira að segja barnabörn. Ég ætti að vera vaxinn upp úr hlutverki reiða, unga mannsins. Eftir öll þessi ár finnst mér ég eiga það inni að fá að slaka á og láta yngri kynslóðum eftir eldmóðinn og hugsjónirnar til að breyta heiminum.
28.des. 2016 - 16:00 Austurland

Ný menningarstefna á Fjörðunum

Allt þetta ár hefur mikil vinna farið í það innan stjórnsýslu Fjarðabyggðar að koma á koppinn nýrri menningarstefnu, Lengi býr að fyrstu gerð. Fjölmargir aðilar hafa komið að mótun hennar en innan bæjarfélagsins eru auðvitað mörg söfn, en einnig Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði og Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.
19.des. 2016 - 18:00 Austurland

Hollvinasamtökin aldrei nauðsynlegri

Í janúar á næsta ári verður Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað 70 ára en það tók til starfa árið 1957. Sigurður Rúnar Ragnarsson formaður Hollvinasamtaka F.S.N. segir að á næstu árum sé mikilvægt að viðhalda samkeppnishæfni þess en síðustu ár hafi það sýnt sig að mikilvægt var að Hollvinasamtök störfuðu að því að endurnýja tæki og aðbúnað.
19.des. 2016 - 18:00 Austurland

Kirkjan ómar öll

Ég stend við aðventukransinn og kveiki á fyrsta kertinu, söfnuðurinn syngur „Tenn lys, et lys skal brenne for denne lille jord…“ Þrátt fyrir að vera alveg eftir handritinu er þetta eitthvað svo rangt og ég raula sjálfur „Við kveikjum einu kerti á“ í huganum.
18.des. 2016 - 20:00 Austurland

Stefán lítur sín hundruðustu jól

Stefán Þorleifsson á Norðfirði lítur sín hundruðustu jól í ár en hann ólst upp í Naustahvammi innst í fjarðarbotni Norðfjarðar. Hann er fæddur 18.ágúst 1916 og var fjórði í röð fjórtán systkina. Guðrún Sigurjónsdóttir kona hans lést fyrir þremur árum síðan en hann heldur jól með barnabörnunum í ár og þykir vænst um þann sið að börnin dansi í kringum jólatréð á meðan sungið er.
18.des. 2016 - 17:00 Austurland

Taka það RÓ-lega

Þegar horft er til austfirskrar hönnunar um þessar mundir er óhætt að segja að RoShamBo teymið á Seyðisfirði komi sterkt inn með sinni hönnun á Asparhúsinu í Vallanesi, sem opnað var nú í haust. Ullardýnur og púðar frá teyminu hafa mestmegnis verið til sölu beint frá teyminu eða á sölusýningum en athygli vakti þegar vörur frá þeim voru kynntar í Húsi handanna síðasta laugardag.
17.des. 2016 - 18:00 Austurland

Þankar á jólaföstu

Senn líður að jólum. Tíðin einmuna. Svörður móður jarðar svargulur en tún bænda stappa nærri fagurgrænu. Fíflar hafa sprungið út, hermir fésbók, og þá leiddi ég hugann að þessu; fífl þessir fíflar og fannst ég vera fyndin.
17.des. 2016 - 17:00 Austurland

Smásagnajólin miklu?

Það er mál manna að óvenjumikið af góðum skáldskap komi út fyrir þessi jól hvort sem litið er til ljóða, skáldsagna eða verka af öðrum toga. Eins þykir ánægjulegt að hræringar á bókamarkaði feli í sér breytt landslag – og breitt – þar sem óvenjulegar bókmenntir fái meiri athygli en venjulega.
17.des. 2016 - 07:00 Austurland

Hlutaskáld mótað af Vopnafirði

Vopnafjörður hefur haft ófyrirséð áhrif á hönnunarferil könnuðarins Brynjars Sigurðarsonar. Á lokaári hans í Listaháskóla Íslands árið 2009 gerði hann rannsókn á fagurfræði Vopnafjarðar. Verkefnið hefur leitt hann víða um heim síðan þá en á dögunum snéri hann aftur til Vopnafjarðar á vegum austfirska hönnunarverkefnisins Designs from Nowhere.
16.des. 2016 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Patt eða Patti

Við erum stödd í þverstæðu mennskunnar sjálfrar. Tilvistarvandinn er sjaldan áþreifanlegri en einmitt skömmu fyrir jól, lífsverundin öll titrandi af eftirvæntingu og spennu; við verðum að standa okkur. Kannski finnst okkur allt í húfi að nú þurfi allt að ganga upp til þess að hægt sé að halda áfram, en um leið erum við minnt á það að eindreginn vilji er ekki nóg til þess að hlutirnir fari eins og við óskum.
13.des. 2016 - 17:25 Austurland

Jólakortatíðin hefst - Listnemar gera jólakort Hollvinasamtaka

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði, HHF, hafa gefið út annað og þriðja kortið í röð jólakorta sem prýdd verða listaverkum nema af listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Kortin eru fjáröflunarverkefni HHF, sem styður sérstaklega við hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum og heilbrigðisþjónustuna á Héraði og Borgarfirði eystra.
10.des. 2016 - 18:00 Austurland

Svipsterkir hestar Péturs

Á síðustu vikum hefur hinn kunni og ástsæli myndlistarmaður Pétur Behrens kynnt úrvalsbók hestamynda sinna, Hestar, sem hefur að geyma sýnishorn af æviverki hans. Textar fylgja á íslensku, ensku og þýsku. Verkið er glæsilegt í alla staði og eigulegt bæði fyrir listunnendur og hestafólk.
10.des. 2016 - 09:00 Austurland

Þjónustustarf í þágu hugmynda

Nýr forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs er Kristín Amalía Atladóttir. Hún tekur við starfinu af Unnari Geir Unnarssyni sem gengt hefur því undanfarin misseri. Kristín hefur verið búsett á Austurlandi í eitt og hálft ár, en segist strax hafa heillast af svæðinu, menningu þess og sögu. Hún sé full tilhlökkunar yfir komandi tímum og hlakkar til að setja sitt mark á stefnu Menningarmiðstöðvarinnar á komandi árum.
09.des. 2016 - 15:30 Austurland

Frá fyrstu línu til þeirrar síðustu

Það ólgar blátt blóð um lófalínur Sigurðar Pálssonar á kápu nýjustu bókar hans, Ljóð muna rödd. Þetta afkastamikla skáld hefur rödd sína enn á ný, starir inn í tómið og óendanleikann og lætur sig dreyma; hlýðir röddum og þreifar á heillagripum, rétt eins og skáldin gera.
08.des. 2016 - 13:23 Austurland

Umsóknareyðublöðin

Um daginn var ég á fundi þar sem fjallað var um sjóð sem ætlað er að styrkja með nokkrum krónum menningarviðburði í landinu. Forstöðumaður sjóðsins sagði frá því, að við síðustu úthlutun hefði stórum hluta af umsóknum verið hafnað með einu pennastriki af því að sótt hafi verið um á gömlum umsóknareyðublöðum. Auk þess kom fram að nýju umsóknareyðublöðin væru svo flókin að tæpast væri á færi annarra en sérfræðinga að fylla þau út. Þess vegna væri afar brýnt fyrir vonina um styrk úr sjóðnum að sækja sér aðstoð fagfólks. Verkefnið sjálft skipti því ekki mestu máli heldur umsóknin.

07.des. 2016 - 17:00 Austurland

Matargagnrýni - Ósinn, Hótel Höfn

Ósinn er elsti heilsárs veitingastaðurinn á Höfn, 25 ára í ár en sjálft hótelið er 50 ára gamalt. Nýir eigendur tóku við Hótel Höfn í vor og er verið að yfirfara staðinn og breyta áherslum en núverandi matseðill var þróaður og unninn af José Vicente Garcia Agullo, sem einnig hefur unnið aðra hótelmatseðla á svæðinu.
05.des. 2016 - 07:00 Austurland

Kúnstin að segja nei

Það eru forréttindi að búa í smábæ en að sama skapi fylgir því mikil ábyrgð.  Smægð samfélagssins gerir íbúum kleift að vera kunnug hvort öðru og aðstoða á marga vegu. Uppáhaldshátíðin mín á Seyðisfirði er 17. júní, þá safnast saman góður hópur fólks og allir eru í rólegheitunum að njóta þeirra viðburða sem eru í boði.
04.des. 2016 - 18:00 Þorgeir Arason

Að gera sér dagamun

Nú er aðventan hafin og biðin mikla eftir hátíðinni sem er í vændum. Þá munum við sennilega öll vilja, þegar hátíðin kemur loks, gera okkur dagamun. Mig langar aðeins að fá okkur til að hugsa um hvað þetta orðtak þýðir, að gera sér dagamun!
04.des. 2016 - 17:00 Austurland

Mynd af þér – mjög ok

Sigurður Atli Sigurðsson opnaði sýningu sína Mynd af þér, í Skaftfelli sl. laugardag. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2011 og fór í kjölfarið í framhaldsnám til Frakklands. Þar kláraði hann MA frá École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille og hefur verið ötull í sýningarhaldi frá útskrift
04.des. 2016 - 12:00 Vesturland

Kirkjuvegur - Óléttudrama

Skemmtifélagið á Vopnafirði telur um 60 manns en húsfyllir var á Aðventusýningu þess annað árið í röð þar sem framhaldsleikritið Kirkjuvegur – að liðnu ári var sýnt við góðar undirtektir. Að sögn Sigurþóru Hauksdóttur verst Skemmtifélagið almennt allra frétta varðandi félagsskapinn þar sem enginn einn ræður för eða svarar fyrir uppátæki þess en þó viðurkennir hún að þær Borghildur Sverrisdóttir haldi utan um hópinn og hafi þróað leikritið og textann.
04.des. 2016 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Þegar öllu er snúið á hvolf

Við höfum tilhneigingu til þess að líta svo á að allt sé að færast í rétt horf þegar jólin nálgast. Aðventan er nú hafin og eftirvæntingin eftir því að allt geti orðið „eins og það á að vera“ fyllir okkur kærleika, örlæti, hlýju og von. Þessi tilfinning er ýmsu háð; hefðum og siðum, aðstæðum hverju sinni, hverju við búumst við, hvað við vonum á.
23.nóv. 2016 - 17:00 Austurland

Stórvirkið Andlit Norðursins hófst í Öræfasveit - Myndir

Á mörgum heimilum hefur eldri gerð Andlita Norðursins verið til, enda kjörgripur. Það er eitt af klassískum verkum Ragnars Axelssonar ljósmyndara. Á dögunum kom út aukin og stækkuð útgáfa verksins og er í henni varpað ljósi á örlög fólksins á myndunum. Saga þeirra er skráð af meiri dýpt í nýja verkinu og er þetta fádæma falleg bók. Fleiri myndir frá hverjum stað fylgja með í viðauka við hverja mynd og texti sem varpar ljósi á myndefnið
23.nóv. 2016 - 11:30 Austurland

Nýsköpunarverðlaun til Óbyggðasetursins

Frá afhendingu verðlaunanna. Óbyggðasetrið í Fljótsdal hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016 um síðustu helgi en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrirtækjum sem bjóða upp á athyglisverðar nýjungar. Markmið verðlaunanna er að hvetja fyrirtæki og frumkvöðla til vöruþróunar og nýbreytni.
20.nóv. 2016 - 14:00 Austurland

Viðræður ganga vel um sameiningu Djúpavogs, Hornafjarðar og Skaftárhrepps

Samræðufundir sveitarfélaganna Djúpavogs, Hornafjarðar og Skaftárhrepps um fyrirhugaða sameiningu hafa gengið vel, að sögn Björns Inga Jónssonar bæjarstjóra á Höfn og gera forsvarsmenn viðræðnanna sér töluverðar vonir um að ná árangri.