28. des. 2016 - 16:00Austurland

Ný menningarstefna á Fjörðunum

Allt þetta ár hefur mikil vinna farið í það innan stjórnsýslu Fjarðabyggðar að koma á koppinn nýrri menningarstefnu, Lengi býr að fyrstu gerð. Fjölmargir aðilar hafa komið að mótun hennar en innan bæjarfélagsins eru auðvitað mörg söfn, en einnig Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði og Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Að sögn Unu Sigurðardóttur hjá Sköpunarmiðstöðinni eru staðarhaldararnir þar hæstánægðir með að menningarstefna fari nú brátt að líta dagsins ljós.

„Við horfum björtum augum á framtíð verkefnisins og vonum bara að þetta geti hjálpað okkur líka því rekstur miðstöðvarinnar er í örum vexti og miklum blóma, þó enn sé mikil vinna framundan við endurbætur og lagfæringar á húsnæðinu. Undir hatti miðstöðvarinnar er rekin listamannadvöl sem tvöfaldaðist á árinu að umfangi, tvö fyrirtæki hafa komið sér fyrir undir þaki hússins og það þriðja á leiðinni. Okkar markmið er að vera lifandi afl í samfélaginu sem eflir menntun og atvinnusköpun, auk þess að standa fyrir tónlistarviðburðum og annarri menningarstarfsemi sem glæðir lífið lit og þjappar samfélaginu saman.“

Enginn fastur starfsmaður er hjá miðstöðinni sem stendur en hún er sjálfseignarstofnun sem rekin er af Unu Sigurðardóttur, Rósu Valtingojer og Vincent Wood í sjálfboðavinnu. Þeim til halds og traust er alþjóðlegur hópur sjálfboðaliða og starfsnema sem leggja leið sína til Stöðvarfjarðar árið um kring.

Menningarstefnan kláruð fyrir áramót

Vinnan við menningarstefnuna hófst formlega með skipun starfshóps fyrir rúmu ári, sem Dýrunn Pála Skaftadóttir, leiddi en hún er jafnframt formaður menningar- og safnanefndar Fjarðabyggðar.

„Starfshópurinn hélt opna kynningar- og samráðsfundi um allt sveitarfélagið og kallaði breiðan hóp fólks að borðinu, enda mikilvægt að sem flestir komi að mótun stefnunnar,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Við höfum síðan verið að vinna í fjármögnun og endanlegum útfærslum og erum vonandi að sjá fyrir endann á þeirri vinnu í kringum áramótin.

Páll segir að með nýju menningarstefnunni myndist vettvangur til að hlúa að þeim mikilvæga samfélagsþætti sem starf menningarstofnana er. „Þetta mikilvæga starf snýst þegar upp er staðið um viljann til að vinna markvisst saman að því að efla menningarlíf í Fjarðabyggð. Það er einmitt það sem nýja menningarstefnunni er ætlað að greiða fyrir.“

Samkvæmt upplýsingum Austurlands er horft til fleiri verkefna en starfsemi Sköpunarmiðstöðvarinnar og má þar nefna stuðning við uppgröftinn í Stöð. Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar verður tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi í dag, 15.desember.

Greinin birtist fyrst í Austurlandi. Smelltu hér til að lesa blaðið.
(V) DV PS4
Svanhvít - Mottur
17.jan. 2017 - 07:00 Austurland

Læra menn aldrei af reynslunni?

Um 1930 ætluðu kappsfullir fjáraflamenn að bæta efnahag sinn og landsmanna með minkaeldi á Íslandi.  Þessar lífverur sem menn bundu vonir sínar við , tolldu illa í haldi og urðu að plágu í íslensku lífríki eins og við þekkjum öll.  Innflutningur á erlendu sauðfé breiddi líka út sjúkdóma sem urðu þjóðinni mjög dýrir við að fást. 
16.jan. 2017 - 18:00 Austurland

Sameiningamálin

Nú í upphafi árs er ástæða til að rýna aðeins stöðu sveitarstjórnarstigsins og horfa aðeins fram á veginn, að svo miklu leyti sem það er hægt í heimi mikilla umbreytinga þar sem takast þarf á við nýjar áskoranir á degi hverjum. Efling sveitarstjórnarstigsins er málefni sem virðist nú komið aftur á verulega hreyfingu og er Innanríkisráðuneytið meðal annars um þessar mundir að efna til funda um málefnið á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga.
15.jan. 2017 - 19:00 Austurland

Blómlegt ár hjá Björgunarsveitinni

„Við erum núna að njóta ávaxtanna af miklu uppbyggingarstarfi síðustu ár,“ segir Kjartan Benediktsson en hann segir endurbætur á aðstöðu og tækjakosti Björgunarsveitarinnar Héraðs gerbreyta stöðu sveitarinnar til næstu ára. „Horfandi svona fjögur til sex ár aftur í tímann þá er þetta algjör umskipti, því það gerist mjög oft hjá fáliðuðum sveitum að menn brenna algjörlega út. Það var þarna á tímabili þar sem gríðarlegur fjöldi útkalla var farinn að sliga sveitina þar sem það voru kannski sömu 4-5 menn sem voru að sinna öllum útköllum. Það er bara ekki hægt til lengdar.“
15.jan. 2017 - 18:00 Austurland

Felst framtíðin í minningum barnanna okkar?

Ef manni líður vel í uppvextinum eykur það líkurnar á því að minningar æskuáranna verði góðar. Líklegt verður að teljast að góðar æskuminningar auki áhuga fólks á því að búa þar sem minningarnar urðu til og þá skoðun styðja m.a. niðurstöður rannsókna á viðhorfum brottflutts fólks til uppeldisstöðvanna.

15.jan. 2017 - 11:59 Austurland

Uppgjör við fréttaárið 2016

Við Íslendingar höldum stundum að hlýnun jarðar færi okkur betra verður og aukna gróðursæld. Skógarnir vaxi hraðar, græna beltið færist norðar. Bóndinn á Ketilsstöðum í Hjaltastaðarþinghá slær eins konar þriðja slátt í október og í nóvember sést nýútsprungin bláklukka gægjast undan húsvegg á Egilsstöðum. En hnattræn hlýnun veldur líka auknum veðuröfgum og þær eru þegar farnar að knýja að dyrum.
14.jan. 2017 - 20:00 Austurland

Gunnar er fréttafíkill: Byrjaði að gefa út sín eigin blöð innan við tíu ára gamall

Gunnar Gunnarsson er ýmsum störfum hlaðinn, en þekktastur er hann Austfirðingum vegna starfa sinna sem ritstjóri Austurgluggans og Austurfréttar. Hann er formaður Ungmenna – og Íþróttasambands Austurlands, en lærði stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og stundaði einnig meistaranám þar í umhverfis- og auðlindafræði.
14.jan. 2017 - 17:00 Austurland

Rúmar 9000 krónur lítrinn af bruggi

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í liðinni viku karlmann á sjötugs aldri til fjársektar fyrir að hafa reynt að brugga 95 lítra af krækiberjavíni. Dómurinn lagði ekki trúnað á þann framburð að fyrir kunnáttuleysi hafi saftgerð misheppnast. Nafnlaus ábending er sögð hafa leitt til húsleitar en húsráðandi og unnusti hennar, eigandi gerjaða vökvans, voru erlendis þegar lögregluaðgerðin fór fram í mars árið 2015.
13.jan. 2017 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Meira af því sama?

Um leið og ég óska lesendum hamingju- og vonarríks árs þá virðist manni ljóst að dramatík ársins 2016 er ekki gengin yfir. Kallað var eftir uppgjöri sem ekki hefur orðið, enda er það svo að þó áramótum fylgi tímamót þá dugar nýárshugarfarið okkur fæstum mjög lengi. Það er hollt að strengja ýmis heit en um leið varhugavert að lemja sig niður fyrir að standa ekki við óraunhæf markmið.
12.jan. 2017 - 07:00 Austurland

Reiður, gamall maður

Ég ætti að vera latur og værukær. Ég er kominn á sextugsaldur, er í góðri stöðu og á fallegt heimili. Ég á meira að segja barnabörn. Ég ætti að vera vaxinn upp úr hlutverki reiða, unga mannsins. Eftir öll þessi ár finnst mér ég eiga það inni að fá að slaka á og láta yngri kynslóðum eftir eldmóðinn og hugsjónirnar til að breyta heiminum.
19.des. 2016 - 18:00 Austurland

Hollvinasamtökin aldrei nauðsynlegri

Í janúar á næsta ári verður Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað 70 ára en það tók til starfa árið 1957. Sigurður Rúnar Ragnarsson formaður Hollvinasamtaka F.S.N. segir að á næstu árum sé mikilvægt að viðhalda samkeppnishæfni þess en síðustu ár hafi það sýnt sig að mikilvægt var að Hollvinasamtök störfuðu að því að endurnýja tæki og aðbúnað.
19.des. 2016 - 18:00 Austurland

Kirkjan ómar öll

Ég stend við aðventukransinn og kveiki á fyrsta kertinu, söfnuðurinn syngur „Tenn lys, et lys skal brenne for denne lille jord…“ Þrátt fyrir að vera alveg eftir handritinu er þetta eitthvað svo rangt og ég raula sjálfur „Við kveikjum einu kerti á“ í huganum.
18.des. 2016 - 20:00 Austurland

Stefán lítur sín hundruðustu jól

Stefán Þorleifsson á Norðfirði lítur sín hundruðustu jól í ár en hann ólst upp í Naustahvammi innst í fjarðarbotni Norðfjarðar. Hann er fæddur 18.ágúst 1916 og var fjórði í röð fjórtán systkina. Guðrún Sigurjónsdóttir kona hans lést fyrir þremur árum síðan en hann heldur jól með barnabörnunum í ár og þykir vænst um þann sið að börnin dansi í kringum jólatréð á meðan sungið er.
18.des. 2016 - 17:00 Austurland

Taka það RÓ-lega

Þegar horft er til austfirskrar hönnunar um þessar mundir er óhætt að segja að RoShamBo teymið á Seyðisfirði komi sterkt inn með sinni hönnun á Asparhúsinu í Vallanesi, sem opnað var nú í haust. Ullardýnur og púðar frá teyminu hafa mestmegnis verið til sölu beint frá teyminu eða á sölusýningum en athygli vakti þegar vörur frá þeim voru kynntar í Húsi handanna síðasta laugardag.
17.des. 2016 - 18:00 Austurland

Þankar á jólaföstu

Senn líður að jólum. Tíðin einmuna. Svörður móður jarðar svargulur en tún bænda stappa nærri fagurgrænu. Fíflar hafa sprungið út, hermir fésbók, og þá leiddi ég hugann að þessu; fífl þessir fíflar og fannst ég vera fyndin.
17.des. 2016 - 17:00 Austurland

Smásagnajólin miklu?

Það er mál manna að óvenjumikið af góðum skáldskap komi út fyrir þessi jól hvort sem litið er til ljóða, skáldsagna eða verka af öðrum toga. Eins þykir ánægjulegt að hræringar á bókamarkaði feli í sér breytt landslag – og breitt – þar sem óvenjulegar bókmenntir fái meiri athygli en venjulega.
17.des. 2016 - 07:00 Austurland

Hlutaskáld mótað af Vopnafirði

Vopnafjörður hefur haft ófyrirséð áhrif á hönnunarferil könnuðarins Brynjars Sigurðarsonar. Á lokaári hans í Listaháskóla Íslands árið 2009 gerði hann rannsókn á fagurfræði Vopnafjarðar. Verkefnið hefur leitt hann víða um heim síðan þá en á dögunum snéri hann aftur til Vopnafjarðar á vegum austfirska hönnunarverkefnisins Designs from Nowhere.
16.des. 2016 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Patt eða Patti

Við erum stödd í þverstæðu mennskunnar sjálfrar. Tilvistarvandinn er sjaldan áþreifanlegri en einmitt skömmu fyrir jól, lífsverundin öll titrandi af eftirvæntingu og spennu; við verðum að standa okkur. Kannski finnst okkur allt í húfi að nú þurfi allt að ganga upp til þess að hægt sé að halda áfram, en um leið erum við minnt á það að eindreginn vilji er ekki nóg til þess að hlutirnir fari eins og við óskum.
13.des. 2016 - 17:25 Austurland

Jólakortatíðin hefst - Listnemar gera jólakort Hollvinasamtaka

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði, HHF, hafa gefið út annað og þriðja kortið í röð jólakorta sem prýdd verða listaverkum nema af listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Kortin eru fjáröflunarverkefni HHF, sem styður sérstaklega við hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum og heilbrigðisþjónustuna á Héraði og Borgarfirði eystra.
10.des. 2016 - 18:00 Austurland

Svipsterkir hestar Péturs

Á síðustu vikum hefur hinn kunni og ástsæli myndlistarmaður Pétur Behrens kynnt úrvalsbók hestamynda sinna, Hestar, sem hefur að geyma sýnishorn af æviverki hans. Textar fylgja á íslensku, ensku og þýsku. Verkið er glæsilegt í alla staði og eigulegt bæði fyrir listunnendur og hestafólk.
10.des. 2016 - 13:00 Austurland

Ömmu og afabókin mikla

Íris Dóróthea Randversdóttir er lifandi og skemmtilegur penni sem ber auðsýnilega mikla umhyggju fyrir umfjöllunarefni sínu og smitar kæti og ríkulegri elsku út frá sér með sögum sínum af músunum litlu og Músaömmu og afa. Íris er menntuð sem leik- og grunnskólakennari og starfaði um árabil á þeim vettvangi, m.a. á Hallormsstað og í Brúarási á Fljótsdalshéraði.
10.des. 2016 - 09:00 Austurland

Þjónustustarf í þágu hugmynda

Nýr forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs er Kristín Amalía Atladóttir. Hún tekur við starfinu af Unnari Geir Unnarssyni sem gengt hefur því undanfarin misseri. Kristín hefur verið búsett á Austurlandi í eitt og hálft ár, en segist strax hafa heillast af svæðinu, menningu þess og sögu. Hún sé full tilhlökkunar yfir komandi tímum og hlakkar til að setja sitt mark á stefnu Menningarmiðstöðvarinnar á komandi árum.
09.des. 2016 - 15:30 Austurland

Frá fyrstu línu til þeirrar síðustu

Það ólgar blátt blóð um lófalínur Sigurðar Pálssonar á kápu nýjustu bókar hans, Ljóð muna rödd. Þetta afkastamikla skáld hefur rödd sína enn á ný, starir inn í tómið og óendanleikann og lætur sig dreyma; hlýðir röddum og þreifar á heillagripum, rétt eins og skáldin gera.
08.des. 2016 - 13:23 Austurland

Umsóknareyðublöðin

Um daginn var ég á fundi þar sem fjallað var um sjóð sem ætlað er að styrkja með nokkrum krónum menningarviðburði í landinu. Forstöðumaður sjóðsins sagði frá því, að við síðustu úthlutun hefði stórum hluta af umsóknum verið hafnað með einu pennastriki af því að sótt hafi verið um á gömlum umsóknareyðublöðum. Auk þess kom fram að nýju umsóknareyðublöðin væru svo flókin að tæpast væri á færi annarra en sérfræðinga að fylla þau út. Þess vegna væri afar brýnt fyrir vonina um styrk úr sjóðnum að sækja sér aðstoð fagfólks. Verkefnið sjálft skipti því ekki mestu máli heldur umsóknin.

07.des. 2016 - 17:00 Austurland

Matargagnrýni - Ósinn, Hótel Höfn

Ósinn er elsti heilsárs veitingastaðurinn á Höfn, 25 ára í ár en sjálft hótelið er 50 ára gamalt. Nýir eigendur tóku við Hótel Höfn í vor og er verið að yfirfara staðinn og breyta áherslum en núverandi matseðill var þróaður og unninn af José Vicente Garcia Agullo, sem einnig hefur unnið aðra hótelmatseðla á svæðinu.
05.des. 2016 - 07:00 Austurland

Kúnstin að segja nei

Það eru forréttindi að búa í smábæ en að sama skapi fylgir því mikil ábyrgð.  Smægð samfélagssins gerir íbúum kleift að vera kunnug hvort öðru og aðstoða á marga vegu. Uppáhaldshátíðin mín á Seyðisfirði er 17. júní, þá safnast saman góður hópur fólks og allir eru í rólegheitunum að njóta þeirra viðburða sem eru í boði.
04.des. 2016 - 18:00 Þorgeir Arason

Að gera sér dagamun

Nú er aðventan hafin og biðin mikla eftir hátíðinni sem er í vændum. Þá munum við sennilega öll vilja, þegar hátíðin kemur loks, gera okkur dagamun. Mig langar aðeins að fá okkur til að hugsa um hvað þetta orðtak þýðir, að gera sér dagamun!
04.des. 2016 - 17:00 Austurland

Mynd af þér – mjög ok

Sigurður Atli Sigurðsson opnaði sýningu sína Mynd af þér, í Skaftfelli sl. laugardag. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2011 og fór í kjölfarið í framhaldsnám til Frakklands. Þar kláraði hann MA frá École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille og hefur verið ötull í sýningarhaldi frá útskrift
04.des. 2016 - 12:00 Vesturland

Kirkjuvegur - Óléttudrama

Skemmtifélagið á Vopnafirði telur um 60 manns en húsfyllir var á Aðventusýningu þess annað árið í röð þar sem framhaldsleikritið Kirkjuvegur – að liðnu ári var sýnt við góðar undirtektir. Að sögn Sigurþóru Hauksdóttur verst Skemmtifélagið almennt allra frétta varðandi félagsskapinn þar sem enginn einn ræður för eða svarar fyrir uppátæki þess en þó viðurkennir hún að þær Borghildur Sverrisdóttir haldi utan um hópinn og hafi þróað leikritið og textann.
04.des. 2016 - 07:00 Arnaldur Máni Finnsson

Þegar öllu er snúið á hvolf

Við höfum tilhneigingu til þess að líta svo á að allt sé að færast í rétt horf þegar jólin nálgast. Aðventan er nú hafin og eftirvæntingin eftir því að allt geti orðið „eins og það á að vera“ fyllir okkur kærleika, örlæti, hlýju og von. Þessi tilfinning er ýmsu háð; hefðum og siðum, aðstæðum hverju sinni, hverju við búumst við, hvað við vonum á.
23.nóv. 2016 - 17:00 Austurland

Stórvirkið Andlit Norðursins hófst í Öræfasveit - Myndir

Á mörgum heimilum hefur eldri gerð Andlita Norðursins verið til, enda kjörgripur. Það er eitt af klassískum verkum Ragnars Axelssonar ljósmyndara. Á dögunum kom út aukin og stækkuð útgáfa verksins og er í henni varpað ljósi á örlög fólksins á myndunum. Saga þeirra er skráð af meiri dýpt í nýja verkinu og er þetta fádæma falleg bók. Fleiri myndir frá hverjum stað fylgja með í viðauka við hverja mynd og texti sem varpar ljósi á myndefnið
23.nóv. 2016 - 11:30 Austurland

Nýsköpunarverðlaun til Óbyggðasetursins

Frá afhendingu verðlaunanna. Óbyggðasetrið í Fljótsdal hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016 um síðustu helgi en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrirtækjum sem bjóða upp á athyglisverðar nýjungar. Markmið verðlaunanna er að hvetja fyrirtæki og frumkvöðla til vöruþróunar og nýbreytni.
20.nóv. 2016 - 14:00 Austurland

Viðræður ganga vel um sameiningu Djúpavogs, Hornafjarðar og Skaftárhrepps

Samræðufundir sveitarfélaganna Djúpavogs, Hornafjarðar og Skaftárhrepps um fyrirhugaða sameiningu hafa gengið vel, að sögn Björns Inga Jónssonar bæjarstjóra á Höfn og gera forsvarsmenn viðræðnanna sér töluverðar vonir um að ná árangri.
17.nóv. 2016 - 17:00 Aðsend grein

Af landshorninu - Landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið

Nokkurt uppþot varð ekki alls fyrir löngu útaf bágri stöðu kvenna í fjölmiðlum – vissulega anga af skammarlegu misrétti kvenna. Staða kvenna á hinum áhrifamiklu fjölmiðlum er þó góð í samanburði við stöðu landsbyggðarinnar í þessum efnum. Vissulega er landsbyggðarfólk spurt frétta og fallegar myndir birtast utan af landi en ramminn utan um umræðuna er ákveðinn á suðvesturhorni landsins.

17.nóv. 2016 - 14:10 Arnaldur Máni Finnsson

Hvað læknar ónotin?

Þeir eru ekki fáir snúningarnir sem teknir eru fyrir framan tölvurnar þessi misserin, fyrir framan skjáinn, í endurglitinu frá fjölmiðlaflórunni heimsins. Sum okkar spennast upp og sperra sig, ydda gogg og höggva til baka svo þessi seigfljótandi heimur alnetsins gleymi því nú ekki að „ég“ hef þessa skoðun; „við“ vitum betur – dregið er í dilka og drambið, maður minn drambið! – en svo erum við líka að reyna vanda okkur og koma siðlega fram.
02.nóv. 2016 - 18:00 Austurland

Signý Ormarsdóttir: Menningarmiðstöðvarnar lyklar að byggðaþróun

„Það er kominn tími til að setja mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála á landinu öllu. Við hér á Austurlandi höfum staðið okkur mjög vel á mörgum sviðum svo sem uppbyggingu menningarmála en drögumst aftur úr á öðrum. Við þörfnumst uppbyggingar á þekkingarsamfélagi með tilkomu Háskólaseturs og úr því verður að bæta. Einnig er nauðsynlegt að Menningarmiðstöðvarnar okkar fái nægilegt fjármagn frá ríkinu til að vaxa og dafna,“ segir Signý Ormarsdóttir verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs og menningarmála hjá Austurbrú.
02.nóv. 2016 - 09:00 Austurland

Áætlanir um uppbyggingu staðfestar

Einhverjum kom spánskt fyrir sjónir að viljayfirlýsing um mótframlag ríkisins við uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum skyldi undirrituð á dögunum en forsaga málsins er löng. Eins og fram hefur komið er vísað til samkomulags um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni frá 1999 en á grundvelli þess höfðu verið unnar tillögur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélagsins um menningarhús á Egilsstöðum en þær strönduðu árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins.
01.nóv. 2016 - 14:00 Austurland

Næsthæsti styrkurinn til Vopnafjarðar

Sveitarfélagið Vopnafjörður hlaut næsthæsta styrk Minjastofnunar á dögunum til verndunar gamallar götumyndar í miðbæ Vopnafjarðar. Sótt var um með það að markmiði að skapa möguleika á að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf á svæðinu sem byggir á sterkum grunnstoðum.  Eitt stærsta framtíðarverkefni sveitarfélagsins er að fjölga atvinnutækifærum í öllum greinum atvinnulífsins og þá sérstaklega þeim störfum sem kalla á menntað starfsfólk, að sögn sveitarstjórans, Ólafs Áka Ragnarssonar.
29.okt. 2016 - 16:30 Austurland

Að vera þekkingarsamfélag

Það er sláandi staðreynd að Austurland skuli skera sig úr þegar kemur að hlutfalli háskólamenntaðra í samfélaginu og vera talsvert undir landsmeðaltali í þeim efnum. Hér eru mörg blómleg fyrirtæki og efnahagsástand almennt gott. Tekjur einstaklinga eru hærri en í umtöluðu landsmeðaltali og því ljóst að menntun er ekki ávísun á hærri tekjur. Það er ljóst að þetta tvennt fer ekki saman og að í atvinnugreinum sem tengjast frumvinnslu afurða geta tekjur einstaklinga verið nokkuð góðar.
29.okt. 2016 - 12:00 Arnaldur Máni Finnsson

Að vera traustsins verð

Margt hefur borið við síðustu daga og ef til vill er svo farið hjá mörgum að þeir hafa enn ekki gert upp hug sinn um það hvaða flokk þeir ætla að kjósa. Líkur eru á að aldrei í sögu Alþingis muni jafn margir flokkar setjast á þing og eftir kosningarnar sem fara fram eftir tvo daga. Sitt sýnist hverjum um það en það er engu logið um að við lifum á fróðlegum tímum. Áhrifamáttur fjölmiðla hefur líkast til aldrei verið jafn áþreifanlegur og síðustu daga.
29.okt. 2016 - 11:00 Austurland

Austurland – Menningarland

Fyrir komandi kosningar hefur mikið verið fjallað um mikilvæga málaflokka eins og heilbrigðismál, kjaramál og vaxtamál (þó ekki nóg). Hins vegar hefur minna verið fjallað um þá málaflokka sem gerð eru sérstök skil í þessu blaði, mennta- og menningarmál. Þó er þar um að ræða hluti sem mynda grunn að flestu öðru.
29.okt. 2016 - 09:00 Austurland

Baráttan um að jafna tækifærin

Ég hef aðeins kynnst menntakerfinu á mínum 22 árum. Ég lauk grunnskóla, kláraði stúdentspróf, er í fjarnámi frá HA og kenni íþróttir í grunnskóla. Ég þekki ekki allt sem er að en ég veit að víða er pottur brotinn. Við getum og eigum að huga miklu betur að menntakerfinu okkar; sama á hvaða stigi. Sálfræði- og geðheilbrigðisþjónusta í grunn- og framhaldsskólum er til skammar. Sjálfsvígstíðni ungra karlmanna er óhuganlega há á Íslandi og við verðum að taka á geðrænum vandamálum ungs fólks strax í upphafi. Það gerum við m.a. með betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólunum okkar.
29.okt. 2016 - 07:00 Austurland

Áframhaldandi uppbygging mennta og menningar

Fyrir rúmri viku síðan var ég viðstödd þá gleðilegu stund, þegar viljayfirlýsing um áframhald samstarfs um undirbúning og fjármögnun menningarhúss á Egilsstöðum var undirrituð. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra kom fljúgandi að sunnan eldsnemma á sunnudagsmorgni með samninginn glóðvolgan og á flugvellinum á Egilsstöðum undirrituðu menningarmálaráðherrann og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs viljayfirlýsinguna. Þetta var ánægjuleg stund fyrir alla viðstadda, ekki síst þá sem eiga sinn drjúga þátt í að þessu markmiði var loks náð.
28.okt. 2016 - 22:00 Austurland

hvaða flokkur ætlar að létta okkur kennurum fámennu framhaldsskólanna álagið á komandi vertíð?

Nú kenni ég minn fjórða vetur við Menntaskólann á Egilsstöðum. Samstarfsfólkið og nemendurnir sjá til þess að mér líkar það dáindisvel. Það sem veitir ME mestu sérstöðuna er spanna- og verkefnatímakerfi sem leiðir af sér að nú í lok október hafa nemendur nú þegar lokið fyrstu þremur fögum skólaársins og eru byrjaðir á næstu þremur. Spannarkerfið er komið til að vera og ekki síst vegna þess hefur fjarnemum við ME snarfjölgað á síðustu árum.
28.okt. 2016 - 20:00 Austurland

Píratar og menntamál á Austurlandi


28.okt. 2016 - 20:00 Austurland

24 ástæður fyrir Bjartri Framtíð

Það eru að skella á kosningar til Alþingis Íslendinga !   Undirritaður vill hvetja ykkur öll til að kjósa og taka afstöðu. Til þess er gott að skoða stefnu og fólkval Bjartrar Framtíðar og vil ég reyna að svara hér í þessari grein hvers vegna þú ættir að merkja X við A ?  Fyrir því tel ég að vel athuguðu máli yfir 24 ástæður; 
28.okt. 2016 - 17:00 Austurland

Eitt samfélag fyrir alla!

Við í Flokki fólksins erum nýtt stjórnmálaafl, sem berst af hugsjón fyrir þá sem hafa orðið fyrir órlettlæti, mismunum, lögleysu og fátækt. Við ætlum að vinna gegn spillingu  hvers konar. Afnema skatt á fátækt, 300 þús lágmark á alla eftir skatt, Öryrkja, Eldriborgara og verkafólk og gerum það eins fljótt og auðið er, við bíðum ekki til 2018.
17.okt. 2016 - 08:00 Austurland

Að næra jarðveginn


16.okt. 2016 - 14:00 Austurland

Anna Kristín um aðstandendur geðsjúkra: Fáum við einn daginn að fella grímuna

Að vera aðstandandi manneskju með einhverskonar GEÐSJÚKDÓM er  stórt verkefni. Sem betur fer eru sjúkdómar af þessu tagi  viðurkenndari í samfélaginu en áður var. Þeir geta gripið manneskjuna á einu augnabliki; og þú veist í raun aldrei hvort að þú sleppur. Margt sem slíkum veikindum fylgir er ekki sjáanlegt í  samfélaginu og birtist ef til vill aðeins lítillega í framkomu þess veika. Þeir einstaklingar fá þó oftar en ekki harða dóma  í samfélaginu. Engin veit í raun hvernig þeim líður og stundum varla þeir sjálfir. Geðsjúkdómar geta í mörgum tilfellum verið banvænir, en það að „vera öðruvísi“ er í sjálfu sér  nógu erfitt fyrir og í dag er ennþá talað um fólk með fötlun eins og þau séu alltaf börn.
16.okt. 2016 - 10:00 Arnaldur Máni Finnsson

Samskipti; tjáskipti spáskipti


16.okt. 2016 - 08:00 Austurland

Rithöfundurinn Smári Geirsson hlaut Menningarverðlaun SSA

Rithöfundurinn Smári Geirsson frá Norðfirði hlaut Menningarverðlaun SSA 2016 fyrir framlag til söguritunar á Austurlandi en meðal þeirra bóka sem hann hefur ritað á undanförnum árum eru Norðfjarðarsaga II, Samstarf á Austurlandi, saga Fjórðungsþings Austfirðinga 1943-1964 og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1966-2006, Sparisjóður í 70 ár, saga Sparisjóðs Norðfjarðar, Síldarvinnslan hf., svipmyndir úr hálfrar aldar sögu 1957-2007 og Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Sú síðast nefnda var á meðal þeirra sem tilnefndar voru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis 2015.