11. des. 2016 - 18:00Akureyri vikublað

Varla þverfótað fyrir ferðamönnum fyrir norðan

Ég er ánægð með afraksturinn og ánægð með að við skyldum ná að fara í þessa vinnu. Eftir að stefnan hefur verið staðfest í bæjarstjórn þá getum við brett upp ermarnar og hafist handa við að vinna úr verkefnunum,

segir María Helena Tryggvadóttir, verkefnisstjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu, um ferðamálastefnu Akureyrarbæjar sem send hefur verið til lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.

Áhugi á Norðurlandi

Bærinn hefur ekki áður verið með sérstaka ferðamálastefnu en að sögn Maríu er slík stefna mikilvægt verkfæri. „Við höfum séð gífurlega fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi og finnum fyrir miklum áhuga á Akureyri og Norðurlandi. Álagið á suðvesturhornið er mikið og því eru margar ferðaskrifstofur og ferðaheildsalar að leita að nýjum stöðum til að leggja áherslu á. Við vitum því að við eigum von á mjög mikilli fjölgun gesta og því er eins gott að við séum tilbúin og farin að vinna með enn markvissari hætti að okkar verkefnum.“

Vistvæn og græn

María segir að unnið hafi verið með nokkur meginþemu.

Eitt þema er „Akureyri allt árið“, til að jafna árstíðabundna sveiflu í gestakomum m.a. með betri samgöngum við Norðurland. „Innviðir“ er annað þema með áherslu á uppbyggingu og aðgengi hér heima og svo eru það „Vistvæna og græna Akureyri“ sem og „Útivist“ og „Menning“. Undir þessum þemum kemur svo fjöldi markmiða og verkefna sem við viljum vinna að,

segir María og bætir við að sérstaklega sé fjallað um Hrísey og Grímsey í stefnunni. „Þótt það sé ýmislegt sem er sameiginlegt með Akureyri, Hrísey og Grímsey þá er sérstaða þeirra það mikil að við völdum að hafa sér markmið og verkefni sem snúa að þeim. Við viljum vinna út frá sérstöðu þeirra; bæði út frá staðsetningu og því sem eyjarnar hafa að bjóða.“

Meira viðkomustaður

Að sögn Maríu hefur Akureyri verið að þróast yfir í að vera meira áfangastaður en áður var. „Bærinn hefur lengi verið lykiláfangastaður yfir vetrartímann. Íslendingar koma hingað á skíði og í menningarferðir og erlendir ferðamenn í norðurljósa- og ævintýraferðir. Yfir sumartímann er Akureyri hins vegar oft hluti af stærra ferðalagi og kannski meira viðkomustaður en áfangastaður. Beint flug hingað til og frá Evrópu er gríðarlega mikilvægt en við bindum líka miklar vonir við nýtt tengiflug Flugfélags Íslands milli Keflavíkur og Akureyrar sem hefst í febrúar á næsta ári. Það mun einfalda aðgengið að okkur og gera ferðamönnum auðveldara fyrir að nýta Akureyri sem miðstöð og sjálfstæðan áfangastað sem hefur upp á allt að bjóða sem prýtt getur einn bæ.“

Greinin birtist fyrst í Akureyri vikublað. Smelltu hér til að lesa blaðið.
(20-31) Prentvörur: Nýársheiti - jan
(V) DV PS4
Svanhvít - Mottur
21.jan. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Meira, hærra, betra: „Krakkar eiga helst að skara fram úr í námi, íþróttum og hegðun“

Leikritið Núnó og Júnía fjallar um þá kröfu að þurfa að skara fram úr í öllu. Íris Eggertsdóttir sér um búningana í verkinu en þar sem verkið gerist í framtíðinni eru 90 prósent búninganna unnir úr endurunnu efni. Íris fjallar um endurvinnslu, þá kröfu samfélagsins að þurfa að vera mest og best í öllu og frelsið sem felst í því að fá að vera venjulegur.

21.jan. 2017 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Plast, plast, plast og meira plast

Talið er að yfir átta tonn af plasti lendi í sjónum á hverju ári og að árið 2050 verði þar meira af plasti en fiski ef ekki verður breyting á. Akureyringar standa sig flestir vel þegar kemur að endurvinnslu. Eins og Íris Eggertsdóttir, búningahönnuður Leikfélags Akureyrar, nefnir í viðtali í blaðinu er maður ótrúlega fljótur að komast upp á lagið með flokkunina. Flest okkar setjum lífræna úrganginn í sér poka og flokkum pappa, fernur, ál og plast. Næsta kynslóð Akureyringa mun vonandi ekki láta sér detta í hug að henda tómri skyrdós í ruslið.

18.jan. 2017 - 17:00 Akureyri vikublað

Tæplega helmingur nemenda við Háskólann á Akureyri er fjarnemar

Háskólanemar í fjarnámi eru álíka líklegir til að búa áfram í heimabyggð og þeir sem stunda nám við háskóla þar sem þeir eru búsettir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á svæðisbundnum áhrifum íslenskra háskóla.
15.jan. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Fréttamaðurinn Ágúst Ólafsson: „Bestu ráðin fær maður í uppvextinum“

Ágúst Ólafsson, fréttamaður hjá RÚV, segir foreldrana sínar bestu fyrirmyndir. Ágúst er tillitssamur og greiðvikinn en fer alltaf of seint að sofa. Fullt nafn, aldur og starfstitill? „Ágúst Ólafsson, 58 ára, fréttamaður hjá RÚV. Nám? „Verslunarpróf og fullt af starfstengdum námskeiðum.“15.jan. 2017 - 09:00 Akureyri vikublað

Framkvæmdir að hefjast á húsnæði Listasafnsins á Akureyri

Vinna við breytta nýtingu og skipulag húsnæðis Listasafnsins á Akureyri hefst í febrúar. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um mitt ár 2018. Starfsemin í byggingunni verður áfram fjölbreytt.
14.jan. 2017 - 09:00 Akureyri vikublað

Krefjast opnunar neyðarbrautar

Bæjarráð Akureyrar skorar á borgarstjórn Reykjavíkurborgar, innanríkisráðherra og Alþingi að stuðla að því að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð aftur. Á fundi bæjarráðs þann 5. janúar var eftirfarandi bókað:
13.jan. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Margrét Erla Maack: „Frábært að dansa eins og Beyoncé“

Margrét er að koma norður með leikhópnum Improv Ísland og ætlar að nýta ferðina og safna sér smá peningi. „Milli jóla og nýjárs skemmdu einhverjir óprúttnir náungar vespuna mína, spörkuðu í ljósið á henni og hentu henni niður tröppur. Tryggingarnar ná ekki yfir þetta og ég hef verið dálítið lítil í mér síðan. Ég skil ekki hver gerir svona lagað, og það á jólunum. Ég kem allt of sjaldan norður og vil gera mikið úr því þegar ég loksins kem og nú ætla ég að athuga hvort einhverjar konur og stúlkur vilji ekki styrkja Músa litla, vespuna mína, og mæta á námskeiðið,“
12.jan. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Katrín Mörk var ættleidd til Íslands tveggja vikna gömul: „Langar að vita hvaðan ég kem“

Katrín Mörk Melsen var tveggja vikna þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka. Í einlægu viðtali ræðir Katrín um konuna sem gaf hana, þá tilfinningu sem hún upplifði í æsku að passa hvergi inn, uppreisnina á unglingsárunum og lífið með Óliver Viktori, sex ára syni sínum, sem er ofvirkur og mikið einhverfur.

12.jan. 2017 - 16:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Stolt Akureyrar


08.jan. 2017 - 17:00 Akureyri vikublað

Strengdir þú áramótaheit?

Margir nota þau tímamót sem áramótin eru til að strengja heit um hollari og betri lífshætti. Rætt var við sjö Norðlendinga og forvitnaðist um áramótaheit þeirra. Eftir ofát jólanna er freistandi að nýta sér þau þáttaskil sem áramótin bjóða upp á til að lofa sjálfum sér bót og betrun í lífsstíl. Viðmælendur segja hér frá fjölbreyttum áramótaheitum sínum.

08.jan. 2017 - 15:00 Akureyri vikublað

Metár í umferðinni

Umferð hefur aukist gríðarlega yfir vetrarmánuðina. Árið 2016 var metár í umferð á Hringveginum. Umferðin jókst um ríflega 21 prósent í desember miðað við sama mánuð árið 2015. Það er mesta aukning milli desembermánaða frá því að samantekt hófst. Umferð jókst í öllum landshlutum en langmest á Austurlandi eða um tæp 52 prósent. Minnst jókst umferð í grennd við höfuðborgarsvæðið.
08.jan. 2017 - 11:00 Akureyri vikublað

Þorramatur allt árið: „Ég fer í sund en þar sem ég er ekki frá á fæti er sífellt erfiðara að losna við þetta“

Áhugi Kristínar Sigfúsdóttur á matargerð kviknaði í torfbæ ömmu hennar í Þistilfirði. Kristín, sem er órög við að prófa sig áfram í eldhúsinu, féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs nokkrar af sínum uppáhaldsuppskriftum.
07.jan. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Halldór Jóhann heldur upp á Alfreð Gíslason og James Bond

Handboltaþjálfarinn og Akureyringurinn Halldór Jóhann Sigfússon ætlaði alltaf að verða atvinnumaður í handbolta. Í lok árs 2016 varð Halldór fyrstur til að vinna deildarbikarinn í karla og kvennaflokki.

07.jan. 2017 - 11:00 Akureyri vikublað

Ein líkamsárás á Akureyri yfir jól og áramót

„Hefðbundinn erill fylgdi hins vegar jóladansleikjum þar sem hafa þurfti afskipti af fólk vegna ölvunar,“ segir Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn sem segir flest málin minniháttar. Ein líkamsárás hafi átti sér stað á Akureyri og gera þurfti að skurði í andliti vegna hennar. Daníel segir áramótin hafa verið friðsöm. „Þau fóru vel fram alls staðar í umdæminu án þess að nokkuð sérstakt kæmi upp á annað en afskipti af ölvuðu fólki.“

06.jan. 2017 - 16:00 Akureyri vikublað

Engin töfralausn til: „Eina skilyrðið er löngun til að hætta hömlulausu ofáti“

„Fundir eru öllum opnir. Eina skilyrðið er löngun til að hætta hömlulausu ofáti,“ segir kona í OA samtökunum á Akureyri, tólf spora samtökum matarfíkla. Sökum nafnleyndar má konan ekki koma fram undir nafni. Fundir OA samtakanna á Akureyri verða færðir um set. Félagskona hafði reynt allt en fékk loks lausn sinna mála í OA.

06.jan. 2017 - 06:00 Akureyri vikublað

2016

Þá er enn eitt árið liðið og við göngum til móts við nýtt ár með fögur fyrirheit að vopni eins og venjulega. Á slíkum tímamótum er venjan að íhuga hið liðna og spá í spilin varðandi hið ókomna. Þegar litið er yfir fréttaannála má segja að árið 2016 hafi verið hálfgert hörmungarár. Fráfall Davids Bowie gaf tóninn og síðan þá höfum við séð á eftir fjöldanum öllum af einstökum listamönnum. Til að reka endahnútinn á þessar hörmungar misstum við George Michael á sjálfan jóladag undir óminum af „Last Christmas“. Annað sem einkennt hefur árið eru stríðshörmungar, hryðjuverkaárásir og sú staðreynd að Bandaríkjamenn kusu einn vafasamasta karakter samtímans sem sinn næsta forseta. Ef ekki væri fyrir einstök íþróttaafrek Íslendinga á árinu mætti hreinlega henda þessu ári samkvæmt helstu fyrirsögnum.

05.jan. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Logi hræðist ekki áskorunina: „Ég er því vanur að vera á milli tannanna á fólki“

Árið 2016 var ár breytinga fyrir Loga Má Einarsson. Logi, sem er menntaður arkitekt og hafði verið bæjarfulltrúi á Akureyri um nokkurra ára skeið, ákvað að gefa kost á sér til kjördæmakosniAlþingis fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn beið afhroð í kosningunum en Logi var eini  þingmaður flokksins og hefur nú tekið við formannskeflinu. Í einlægu viðtali ræðir Logi um uppvöxtinn á Brekkunni, ástina, fjölskylduna, pólitíkina, þverröndóttu bolina og skapið sem á það til að hlaupa með hann í gönur.

26.des. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

Dreifa sæmdarsettum til kvenna á flótta

UN Women dreifa hlýjum teppum og sæmdarsettum til kvenna og barna á flótta.

„Ástandið í Írak fer versnandi. Veður hefur kólnað og UN Women dreifðu þrjú þúsund hlýjum teppum til kvenna og barna þeirra nú fyrir helgi,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra Landsnefndar UN Women á Íslandi.

26.des. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

Að vera eða vera ekki ríkur

„Money makes the world go around“ segir einhvers staðar og víst er að hugur okkar dvelur oft við fyrirbærið. Ég er í hópi þeirra ríku. Ég, leikskólakennarinn og sundþjálfarinn, sem er gift verkamanni. Ég á núorðið alltaf afgang þegar koma mánaðamót þrátt fyrir að leggja til hliðar fyrir mögru árin.
26.des. 2016 - 12:00 Akureyri vikublað

„Ástand veganna stórhættulegt“

Oddviti Húnavatnshrepps segir ástand malarvega í sveitarfélaginu aldrei hafa verið verra. Slitlag sé farið og holur séu djúpar. Sveitarstjórnin krefst þess að fjárveitingarvaldið bregðist við. „Ég man ekki eftir þessu svona slæmu,“ segir Þorleifur Ingvarsson, oddviti Húnavatnshrepps, um ástand malarvega í sveitarfélaginu sem hann segir skelfilegt.
24.des. 2016 - 09:00 Akureyri vikublað

Bryndís Rún: „Það tæki mig allt jólafríið sem ég fæ að ferðast heim“

Sundkonan Bryndís Rún Hansen býr á Hawaii með sundmanninum Metin Aydin. Bryndís Rún kemur ekki heim til Akureyrar um jólin en ætlar að njóta hátíðanna með fjölskyldunni í gegnum Skype. Fullt nafn, aldur og starfstitill: „Bryndís Rún Hansen, 23 ára, náms- og íþróttakona.“
24.des. 2016 - 07:00 Akureyri vikublað

Kirkjan stendur enn

Mér verður oft hugsað til þess þegar ég kem inn í gömul kirkjuhús sú saga sem hvert hús geymir. Ég finn alltaf til ákveðinnar auðmýktar og þakklætis enda er saga kirkjunnar í gegnum aldirnar reynslusaga fólks á hverjum tíma og varðar stærstu stundirnar í lífi þess á hverjum stað.
23.des. 2016 - 19:00 Akureyri vikublað

Rjúpur á nýmóðins máta

Garðar Kári Garðarsson, yfirkokkur á Strikinu og meðlimur í kokkalandsliðinu, féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs nokkrar jólalegar uppskriftir. Garðar Kári segir hamborgarhrygginn eins og mamma hans gerir hann jólalegasta matinn en sjálfur verður hann með rjúpnasúpu og rjúpnabringur í forrétt á aðfangadagskvöld og andabringur í aðalrétt.
23.des. 2016 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Hátíð ljóss og friðar í skugga ófriðar

Ég ætlaði að skrifa hátíðlegan leiðara um jólahátíðina. Eitthvað um þakklæti, kærleika, bernskujól og hinn eina sanna jólaanda. Í þetta sinn ætlaði ég ekki að nefna stríðið í Sýrlandi og hörmungarnar sem stríðshrjáðir verða fyrir.
22.des. 2016 - 12:15 Akureyri vikublað

Oddur Bjarni: „Lífið er drama“

Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli, er mikið jólabarn. Rúm tvö ár eru síðan Oddur tók við brauði og þótt hann hafi áður lært og starfað sem leikstjóri og getið sér gott orð sem söngvari Ljótu hálfvitanna segir hann prestsstarfið ekki algjöra stefnubreytingu.
19.des. 2016 - 14:00 Akureyri vikublað

Njálgur herjar á leikskólabörn

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Sigtryggur Ari. Nokkur tilfelli af njálg hafa komið upp í leik- og grunnskólum Akureyrar. Deildarstjóri Heilsuverndar skólabarna segir handþvott mikilvægan. Brekkuskóli biðlar til foreldra yngsta stigs að skoða börn sín vel.
18.des. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

Jólin, jólin!

Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir leikskólakennari og sundþjálfari. Ég er ekki mikil jólakona. Ég held jól en skreyti aldrei fyrr en á Þorláksmessu eða kannski 22. desember. Ég hef lifað tvenn jól í útlöndum sem voru allt öðruvísi en ég var vön og myndi efalaust lifa það af að halda engin jól. Ég hef bara farið á jólatónleika hjá Gospelkórnum (fyrir Haddý systur) og fer aldrei í aftansöng. Ég hins vegar dáist að fallegum skreytingum en geri mikinn greinarmun á skreytingum og því að hrúga upp aragrúa af ósamstæðum ljósum, plastdrasli og blikkandi/flöktandi krönsum hverju ofan í annað. En smekkur fólks er jú misjafn.
18.des. 2016 - 12:00 Akureyri vikublað

Svifryksmengun hefur ekki verið mæld á Akureyri í meira en ár

Enginn svifryksmælir hefur verið á Akureyri í rúmt ár. Eftir kostnaðarmat var ákveðið að fjárfesta í nýjum mæli. Mælirinn kemur vonandi norður fyrir áramót. Eftir fyrirspurn frá Akureyri Vikublaði í apríl sl. kom í ljós að mælirinn við Tryggvabraut hafði verið bilaður frá 11. desember 2015. Þá fengust þær upplýsingar frá Umhverfisstofnun að viðgerð á mælinum væri í algjörum forgangi. Nú, átta mánuðum síðar, hafa enn engar mælingar verið gerðar og því engin leið að vita hvort ryk hafi farið yfir heilsuverndarmörk.

18.des. 2016 - 09:00 Akureyri vikublað

Henda bílunum eftir Dettifossveg

Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi verða vonsviknir ef framkvæmdir á Dettifossvegi verða ekki að veruleika. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun nýlega samþykktrar samgönguætlunar í fjárlagafrumvarpinu. „Það er ómögulegt að þessi framkvæmd sé slegin af hvað eftir annað. Allar fjárfestingar og framkvæmdir, sérstaklega á austursvæðinu, snúast alfarið um að þessi vegur verði til,“ segir Rúnar Óskarsson hjá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar en mikil reiði er á meðal ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármögnun nýsamþykktrar samgönguáætlunar í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi.
17.des. 2016 - 20:00 Akureyri vikublað

Salka Sól Eyfeld: „Ég mun örugglega enda á að búa á Akureyri einn daginn“

„Þetta er eitt það áhugaverðasta sem við höfum tekið að okkur,“ segir tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld en reggíhljómsveitin AmabAdamA mun halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Menningarhúsinu Hofi í byrjun febrúar. Salka deilir með okkur nokkrum af uppáhalds uppskriftunum sínum.
17.des. 2016 - 09:00 Akureyri vikublað

Yfirheyrslan: Einar Aðalsteinn Brynjólfsson nýr þingmaður Pírata

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson er nýr þingmaður Norðausturkjördæmis. Einar segist bestur í því að láta afastelpuna sína ropa en lakastur í matargerð. Ef hann væri einræðisherra myndi hann uppræta eins mikla spillingu og hann gæti.
16.des. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

„Ég man ekki eftir álíka veðurfari, en annars man ég ekki svo langt.“

Stefán segir ekki amalegt að geta fengið sér nýjar kartöflur með jólasteikinni. „Ég man ekki eftir álíka veðurfari, en annars man ég ekki svo langt. Maður er fljótur að gleyma því góða,“ segir Stefán R. Sigurbjörnsson, bílstjóri á Akureyri, sem tók upp kartöflur um helgina, þriðja sunnudag í aðventu, í einmuna blíðunni sem hefur ríkt á Norðurlandi þetta haustið.
15.des. 2016 - 12:15 Akureyri vikublað

Sigga Lund er á lausu og leitar að sjálfri sér: „Mér fannst Guð hafa brugðist mér“

Fjölmiðlakonan Sigga Lund er flutt til Akureyrar eftir tveggja ára búsetu á afskekktum sveitabæ í Jökuldal. Sigga, sem er skilin við kærasta sinn til sjö ára, er í leit að sjálfri sér og hefur boðið fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Snapchat með í ferðalagið. Í einlægu viðtali ræðir Sigga um ástina í sveitinni, sára ástarsorgina, árin sem fóru í sértrúarsöfnuðinn Frelsið, trúna á Guð, fjölmiðlaferilinn, bókina sem hún er að skrifa og framtíðina sem í dag er algerlega óskrifað blað.

12.des. 2016 - 07:00 Akureyri vikublað

Einn sokkur og eitt álegg

Ég hef komist að því að ég er afskaplega einföld sál. Ég elska að hafa hlutina einfalda og helst sem allra minnst vesen. (Kannski eru ekki allir sem ég þekki sammála þessu en þeir eru ekki að skrifa þetta svo).
11.des. 2016 - 16:00 Akureyri vikublað

„Sleppum ekki móðurskipinu“

Okkur finnst svo gaman að vera tveir saman með gítar og skemmta krökkum og fullorðnum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem skemmtikrafturinn Sveppi, sem ætlar að skemmta Norðlendingum ásamt Vilhelm Anton Jónssyni, Villa, um helgina.
11.des. 2016 - 13:00 Akureyri vikublað

Einn heima á aðfangadag

„Ein af jólahefðunum mínum hefur snúist um það að vera í útvarpi fyrir jólin,“ segir Pétur Guðjónsson sem sér um vefútvarpið Jóladagatal Péturs, hálftíma langan þátt sem fer daglega í loftið en hægt er að finna vefútvarpið á Facebook. Pétur hefur mikið starfað í útvarpi og var til að mynda einn af stofnendum Frostrásarinnar á sínum tíma.
11.des. 2016 - 08:00 Akureyri vikublað

Bryndís vill að sveitarfélagið geri betur við barnafólk: „Spurning um rétta forgangsröðun“

Ég vil sjá eitthvað gert fyrir barnafjölskyldur, eða eins og einhver sagði; það er eins og það sé verið að reyna að hækka meðalaldurinn hérna,“ segir Bryndís Þorsteinsdóttir, þriggja barna móðir í Fjallabyggð. Hún segir að þrátt fyrir að gjaldskrár sveitarfélagsins hækki sífellt fái íbúar ekki meira fyrir peninginn. „Ég er með tvær stelpur á leikskóla sem hefur tekið upp heilsustefnu. Matseðillinn hefur breyst og ekki til batnaðar, að mínu mati. Þegar spurt var af hverju ekki væri frekar boðið oftar upp á fisk var svarið að fiskur væri of dýr. Það er því greinilega ekki bara af hollustuástæðum að matseðlinum var breytt.“
10.des. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

Léleg þjónusta við viðskiptavini

Ég er algjör fíkill í lambakjöt, þó svo hrossakjöt sé í boði, en hef lengi furðað mig á hvers vegna þessi uppáhaldsmatur minn er ekki til í minni pakkningum en raun ber vitni. Nú er ég nefnilega einn í heimili og sakna þess sárlega að geta ekki keypt mér bara einu sinni í matinn hverju sinni vegna ofur pakkninga. Súpukjöt blandað er t.d. bara selt sem heill frampartur í plastpokum að vísu niðursagaður og sama er að segja um hangikjötið.
10.des. 2016 - 08:00 Akureyri vikublað

Dásamlegt, heitt kakó með kókosrjóma - Hollustugúrú á Akureyri

Heilsuþjálfinn og hráfæðiskokkurinn Júlía Magnúsdóttir ætlar að kenna Akureyringum og nærsveitungum að njóta jóladeserta á hollan hátt á Hótel Kea á fimmtudagskvöldið. Júlía, sem heldur úti blogginu lifdutilfulls.is, byrjaði sjálf sitt ferðalag að bættri líðan og heilsu þegar hún var orðin ráðþrota varðandi hvernig hún gæti unnið bug á meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi.
09.des. 2016 - 19:00 Akureyri vikublað

Yfirheyrslan: Helena Sveinbjörnsdóttir

Helena BOK jörk Sveinbjörnsdóttir segir vegalengdirnar það besta við Norðurland. Helena er best í hreinskilni en lökust í að taka á móti gagnrýni.

09.des. 2016 - 07:00 Indíana Ása Hreinsdóttir

Svartamyrkur um aðventu

Veðrið virðist ætla að leika við okkur þessa aðventuna og þótt flest okkar kunni að meta milt veðurfar og greiðfarnar götur sakna krakkarnir þess að geta ekki leikið sér í snjónum. Sjálf væri ég alveg til í að fá að klára jólaundirbúninginn án þess að eiga á hættu að detta í hálkunni með fullar hendur af brothættum jólabögglum. Snjórinn er svo meira en velkominn á Þorláksmessu.
08.des. 2016 - 12:00 Akureyri vikublað

„Í raun fullkomlega venjulegur gaur“

Akureyringurinn Atli Sigþórsson er betur þekktur sem listamaðurinn Kött Grá Pje. Atli ræðir hér um æskuna í Þorpinu, baráttuna við þunglyndi og kvíða, staðalgildunum sem hann elskar að ögra – Atli klæðist gjarnan kímonó og skartar löngum lökkuðum neglum – rappið, bækurnar sínar, hefðbunda karlmennsku sem hann segir skaðlega og þakklætið sem hann ber í brjósti fyrir því að fæðast inn í samfélag sem leyfir honum að vera eins og hann vill vera.
04.des. 2016 - 20:00 Akureyri vikublað

Ef Vigdís væri einræðisherra í einn dag myndi hún fella niður öll trúarbrögð

Vigdís Diljá Óskarsdóttir starfar á N4 auk þess sem hún er í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Ef Vigdís Diljá væri einræðisherra í einn dag myndi hún fella niður öll trúarbrögð.

04.des. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

Listin að eltihrella

Fyrir nokkrum árum völdu Íslendingar fallegasta orðið í íslenskri tungu og mátti senda inn uppástungur sem ég og gerði, að sjálfsögðu. Ég sendi inn orðið „eltihrellir“. Svona eftir á að hyggja er líklegt að ég hafi misskilið leikinn.

04.des. 2016 - 10:00 Akureyri vikublað

Hreinlæti ábótavant - Svipt mjólkursöluleyfi

Brimnes í Dalvíkurbyggð hefur verið svipt mjólkursöluleyfi. Þetta fékkst staðfest hjá Matvælastofnun. Að sögn Ólafs Jónssonar, héraðsdýralækni Norðausturumdæmis, missti búið fyrst mjólkursöluleyfið tímabundið í vor.
03.des. 2016 - 20:00 Akureyri vikublað

Ólöf María: „Aldrei of seint að leita sér hjálpar“

Ólöf segir aldrei of seint að leita sér hjálpar eftir ofbeldi. „Aldrei. Það er staðreynd og ég fékk staðfestingu á því um daginn þegar ég var að ræða þetta við vinkonu mína sem er öldrunarhjúkrunarfræðingur á dvalarheimili fyrir aldraða.
03.des. 2016 - 14:00 Akureyri vikublað

Lifandi vatn í Deiglunni

„Mig var farið að kitla í fingurna að sýna hér á Akureyri en ég hef bara sýnt í Reykjavík og á Dalvík á þessu ári,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson myndlistarmaður sem ásamt vini sínum, Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni, heldur sýningu í Deiglunni um næstu helgi. Sýndar verða nýjar vatnslitamyndir auk þess sem Guðmundur mun sýna fáein olíumálverk. Ragnar segist ekki hafa nennt að sýna einn.

03.des. 2016 - 13:00 Akureyri vikublað

Bændur í Fellshlíð breyttu gömlu básafjósi í nýtísku fjós

Bændur í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit voru með opið hús á dögunum þar sem gestir og gangandi fengu að skoða nýtt fjós og GEA-mjaltaþjón sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Rúmlega 100 gestir mættu til þeirra Elínar Margrétar Stefánsdóttur og Ævars Hreinssonar en eitt ár er síðan þau tóku róbótinn í notkun. Hjónin breyttu gömlu básafjósi og hlöðu í nýtísku fjós en breytingarnar tóku um eitt og háft ár. Mestmegnis vann fjölskyldan sjálf að breytingunum með hjálp iðnaðarmanna en hönnun fjóssins var í höndum elsta sonar hjónanna, Jóhanns.
02.des. 2016 - 13:14 Akureyri vikublað

Þórður í Græneggjum: „Upplýstir neytendur besta eftirlitið“

Þórði Halldórssyni, eigandi Græneggja í Sveinbjarnargerði, brá í brún þegar hann sá umfjöllun Kastljóss um slæman aðbúnað fugla Brúneggja. Grænegg markaðssetja egg sín sem vistvæn egg varphænsna í lausagöngu. Þórður kallar eftir eftirliti á vistvænni vottun.

01.des. 2016 - 12:00 Akureyri vikublað

Jón bóndi fann ástina í ræktinni: „Maður gleymir ekki hvaðan maður kemur“

Jón Gunnarsson, betur þekktur sem kraftlyftingamaðurinn og einkaþjálfarinn Jón bóndi, er nýkominn frá Las Vegas þar sem hann raðaði inn heimsmeistaratitlunum. Jón segir hér frá æskunni í einangraðri sveit á Suðurlandi, glasameðferðunum sem færðu honum einkasoninn, skilnaðinum, ástinni sem hann fann að nýju á Akureyri og glæsilegum keppnisferlinum sem hann er afskaplega stoltur af.