25.jún. 2016 - 19:00 Kópavogur

Pestó með papriku frá Garðskálanum

Pikknikk-matseðill Garðskálans hefur aldeilis slegið í gegn, en þar er hægt að fá lánaðar nestiskörfur og dúka til að fara með út á túnið til að upplifa alvöru lautarferð ef veður leyfir.

25.jún. 2016 - 13:30 Kópavogur

Menningarhúsin í Kópavogi sameinast um heilsdagsnámskeið fyrir börn

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða í sumar í fyrsta sinn heilsdagsnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Það eru Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs sem sameina krafta sína á spennandi hátt, en tvö ungmenni frá Kópavogsbæ munu fylgja hópnum, bæði meðan á kennslu stendur og í hádegishléi.

25.jún. 2016 - 10:50 Kópavogur

Spot on Kársnes: Djörf og umfangsmikil

Samkeppnin var hluti af alþjóðlegu keppninni Nordic Built Cities Challenge, en Kársnes í Kópavogi var eitt af sex svæðum á Norðurlöndum sem valin voru til þátttöku ásamt svæðum í Malmö, Ósló, Kaupmannahöfn, Runavík í Færeyjum og Espoo í Finnlandi.
Í vinningstillögunni Spot on Kársnes eru settar fram hugmyndir sem skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa kannski látið sér detta í hug en skort áræði til að leggja fram, segir skipulagsstjóri bæjarins. Megináskorun keppninnar var að finna leiðir til að bæta tengingar við Kársnesið og höfuðborgarsvæðið, þannig að Kársnesið verði dýnamískt og sjálfbært borgarsvæði fyrir fólk, fyrirtæki og umhverfið.

24.jún. 2016 - 21:00 Kópavogur

Dóttir pípara og þroskaþjálfa

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi, er uppalin í Kópavogi, dóttir pípara og þroskaþjálfa. Hún vann fyrir sér í háskólanámi í Bandaríkjunum sem framkvæmdastjóri knattspyrnuliðs karla í skólanum. 

12.jún. 2016 - 20:00 Kópavogur

Óviðeigandi hommabrandarar í búningsklefanum

Kristín segir að þjálfarar og forsvarsmenn íþróttafélaga gefi tóninn og hafi mikil áhrif á það hvaða orðræða þrífst meðal þeirra sem hjá þeim æfa.
Brottfall ungmenna sem tilheyra minnihlutahópum, til að mynda hinsegin ungmenna eða af erlendum uppruna, er vandamál sem íþróttafélögin þurfa að bregðast við. Þetta segir Kristín Sævarsdóttir, fulltrúi í félagsmálaráði Kópavogsbæjar. Hún bendir á að þessir hópar verði fyrir fordómum og oft finnist unglingunum því hreinlega einfaldast að hætta að æfa íþróttir. Kristín hefur átt samtöl við forsvarsmenn stóru íþróttafélaganna í Kópavogi um þennan vanda en þrátt fyrir velvilja segir hún ekkert hafa áunnist.

11.jún. 2016 - 09:00 Kópavogur

Alltaf hægt að bæta golfsveifluna

Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG segir allt stefna í frábært golfsumar. Veðrið hefur verið afar gott, en einnig spilar inn í að glæsileg aðstaða GKG var opnuð í vor. Úlfar er einn besti kylfingur Íslands fyrr og síðar. Hann spilar þó lítið nú til dags, aðallega sér til gamans, en segist þó alltaf leita leiða til að bæta sveifluna. Um tíu prósent Íslendinga stunda golf að einhverju ráði.

10.jún. 2016 - 20:00 Kópavogur

Hráfæðiskaka á fimmtugsafmælinu

Gyða Dís Þórarinsdóttir er í sínu besta formi, andlega og líkamlega, rúmlega fimmtug. Hún gerði gagngerar breytingar á lífi sínu fyrir rúmum áratug þegar sonur hennar var mjög veikur af hrörnunarsjúkdómi og hún þurfti hreinlega á meiri orku að halda fyrir sjálfa sig til að geta hugsað um hann. 

29.maí 2016 - 14:00 Kópavogur

Breytir Kópavogi í óperusvið

Guja Sandholt hefur vanist því í Hollandi að óperan sé ekki bundin við langt óperuverk á sviði óperuhúss heldur eru fjölmargar aðrar útfærslur í boði. Guja Sandholt er listrænn stjórnandi Óperudaga í Kópavogi sem nú eru haldnir í fyrsta skipti. Hún hefur numið klassískan söng um árabil og söngnámið dró hana til Amsterdam þar sem hún er nú búsett. Hugmyndin að Óperudögunum kviknaði út frá velgengni lágmenningaróperunnar Bjarnarins, þar sem sadómasóbúningur og kókaín komu við sögu. 
28.maí 2016 - 12:00 Kópavogur

Amma er helsta fyrirmyndin

Elías ásamt systur sinni. Elías Björgvin Sigurðsson æfir handbolta með HK og fékk á dögunum viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar hjá HK-körlum í handboltanum í vetur. Hann hefur áhuga á flestöllum íþróttum en hefur sérstakan áhuga á pílukasti. 
27.maí 2016 - 13:05 Aðsend grein

Aftur heim

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi skrifar.
Ég er uppalin á Kársnesinu í Kópavogi. Ég gekk í Kársnesskóla, söng í Skólakór Kársness hjá Tótu, spilaði handbolta og fótbolta með Breiðabliki, gekk í Tónlistarskóla Kópavogs, var í Siglingaklúbbi Ýmis og renndi mér á skíðum á Rútstúninu. Ég er þakklát fyrir þessa áhyggjulausu og hamingjuríku æsku á Kársnesinu, sem á þeim tíma líktist meira sveit en bæ.

22.maí 2016 - 18:00 Kópavogur

Tobba afsykrar uppskriftirnar

Tobba Marinós hefur verið að prófa sig áfram með sykurlaus sætindi að undanförnu með afar góðum árangri.
Tobba Marinós hefur að undanförnu staðið fyrir sykurlausri vitundarvakningu. Hún heldur námskeið fyrir fólk sem vill læra að gera sykurlaus sætindi og deilir hér uppskrift að dísætu döðlugotti sem inniheldur engan sykur.

21.maí 2016 - 19:00 Kópavogur

Hjalti hrífst af fegurð stærðfræðinnar

Hjalti Þór Ísleifsson æfði skíði þar til hann sleit krossband og keppir nú í stærðfræði og eðlisfræði.  Mynd/Sigtryggur Ari
Hjalti Þór Ísleifsson hefur tvisvar keppt á Ólympíuleikunum í stærðfræði og fékk heiðursviðurkenningu í bæði skiptin. Hann er núna í próflestri fyrir lokapróf í Menntaskólanum í Reykjavík, en síðan tekur við undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði sem fara fram í Sviss í sumar.

21.maí 2016 - 13:00 Kópavogur

Fjörutíu ár í hjálparsveitinni

Guðmundur K. Einarsson hefur marga fjöruna sopið með hjálparsveitinni á fjörutíu árum. Hann er núna formaður húsnefndar og formaður flugeldasölu sveitarinnar, og alltaf til staðar þegar hans er þörf. Mynd/Sigtryggur Ari Guðmundur K. Einarsson var aðeins sautján ára gamall þegar hann gerðist sjálfboðaliði við flugeldasölu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi – og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann segir hjálparsveitina um tíma hafa verið samfélag karla, en það hafi breyst eftir að Íris Margeirsdóttir, sem síðar varð formaður, gekk til liðs við sveitina.
08.maí 2016 - 09:00

Hann er bara barnið okkar

„Við höfum orðið vör við að fólk allt í kringum okkur er mjög forvitið af hverju við erum allt í einu komin með barn,“ segir Jónína Sveinbjarnardóttir. „Við höfum líka orðið vör við að ýmsar sögusagnir eru í gangi, og eftir smá umhugsun fannst okkur bara góð hugmynd að koma í viðtal. Þá er enginn lengur að búa til sögur um drenginn eða blóðforeldra hans.“
07.maí 2016 - 16:00

Stefnir á atvinnumennsku

Elías Rafn Ólafsson er markmaður í íslenska unglingalandsliðinu U17 í knattspyrnu. Hann byrjaði að æfa blak fimm ára gamall en einbeitir sér nú að knattspyrnunni. Elías gengur í Smáraskóla, heldur upp á Fast and the Furious myndirnar og veit ekkert betra en medium rare nautasteik með bearnaise
07.maí 2016 - 15:00

Byrjaði allt með partíi

Ég kom fyrst í Starhólmann þegar ég var 17 ára. Þá var ég að fara í partí með vinkonu minni til stelpu sem ég hafði unnið með og fannst ekki skemmtileg, fannst hún frek og erfið, en samt rosalega sæt. Hún bjó í Starhólma 10. Partíið gekk vel og allt í einu varð freka stelpan bara bráðskemmtileg. Það voru líka margir sætir strákar í partíinu, sérstaklega þó einn. Þessu sumri eyddi ég mikið til í þessu húsi í Starhólmanum með nýju vinkonu minni, en sæti strákurinn kom oft þangað líka. Um veturinn varð þessi strákur kærastinn minn og svo skemmtilega vildi til að hann bjó í húsinu fyrir neðan partíhúsið góða.
06.maí 2016 - 19:00 Kópavogur

Súrdeigsbotn og eftirréttapítsur

Valla hafði lengi dreymt að opna stað með eldbökuðum pítsum og hafði séð fyrir sér að gera það á efri árum. Allt í einu var hann svo búinn að opna Íslensku flatbökuna. Mynd/Sigtryggur Ari
Íslenska flatbakan í Bæjarhrauni er fjölskyldurekinn veitingastaður og eigandinn Valgeir Gunnlaugsson er nánast alltaf á staðnum. Hann segir að eldbakaðar pítsur með súrdeigsbotni séu mjög vinsælar, en eftirréttapítsurnar ekki síður.

05.maí 2016 - 12:00 Kópavogur

Hannes læknar reiðhjólin

Hannes Kristinsson
Hannes Kristinsson stendur vaktina á Hjólaspítalanum þar sem hann tekur á móti reiðhjólum sem þarfnast aðhlynningar. Það var fyrir helbera tilviljun að hann rambaði á húsnæðið við Auðbrekkuna á sínum tíma og velti í upphafi fyrir sér hvað í ósköpunum hann ætti að gera við það, en hann hafði þá verið atvinnulaus í lengri tíma. Auk þess að gera við hjól á sumrin starfar hann á bókalager í kringum jólin og syngur í tveimur kórum.