18.jún. 2016 - 13:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Tekist á um einkaskóla í Hafnarfirði

Haustið 2014 barst erindi frá óstofnuðu einkahlutafélagi um stofnun einkaskóla á unglingastigi í Hafnarfirði með áherslu á íþróttir og heilsu. Í desember sl. samþykkti meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar tillögu um að veita skólanum starfsleyfi án þess að fjárheimildir væru fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

18.jún. 2016 - 10:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Gefa út plötu fyrir Airwaves

Liðsmenn Hórmóna fögnuðu ákaft þegar tilkynnt hafði verið um sigur þeirra á Músíktilraunum í ár.
Hljómsveitin Hórmónar í Garðabæ kom, sá og sigraði á Músíktilraunum í vor. Hún samanstendur af Urði Bergsdóttur, Erni Gauta Jóhannssyni, Brynhildi Karlsdóttur, Katrínu Guðbjartsdóttur og Hjalta Torfasyni, sem öll eru rúmlega tvítug. Brynhildur, söngvari sveitarinnar, var jafnframt valin besti söngvari Músíktilrauna þetta árið. Á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að Hórmónar fái styrk til plötuútgáfu og tónleikahalds úr Hvatningarsjóði ungra listamanna í Garðabæ.

12.jún. 2016 - 13:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Menningarmiðstöðin Gúttó

Sýningin heitir Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár.
Í Góðtemplarahúsinu að Suðurgötu 7 hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og það mikla félags- og menningarstarf sem unnið hefur verið í húsinu í gegnum tíðina.

11.jún. 2016 - 16:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Fatahönnuðurinn Andrea: „Það mikilvægasta er að vinna við það sem þú elskar“

Andrea Magnúsdóttir leggur áherslu á að hanna fatnað sem hentar öllum konum og veit fátt betra en að gleðja konur og gera þær enn fínni.
Fata- og tískuhönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir, sem hannar undir nafninu AndreA, er bæjarlistamaður Garðabæjar í ár. Hún ólst upp við að allir á heimilinu kunnu að sauma og hélt lengi vel að allir saumuðu fötin sín sjálfir. Andrea var aðeins sex ára þegar hún eignaðist sína fyrstu saumavél. Hún segir mikinn heiður að hafa verið valin bæjarlistamaður.

08.jún. 2016 - 19:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Gæðakaffi og „comfort food“

Enskar skonsur eru töluvert ólíkar þeim íslensku og koma skemmtilega á óvart. Samkvæmt hefðinni eru þær bornar fram með hleyptum rjóma, en þar sem hann fæst ekki svo glatt á Íslandi mæla þeir með vel þeyttum rjóma í staðinn.
Hjá Pallett kaffikompaní við Strandgötu er borið fram hágæðakaffi frá sælkerakaffibrennslum. Eigendurnir Pálmar Þór Hlöðversson og David Anthony Noble hafa báðir mikla reynslu úr kaffibransanum. David nýtur sín í eldhúsinu og töfrar meðal annars fram vegan gulrótaköku og nautakinnakássu og síðast en ekki síst enskar skonsur, sem eru mjög vinsælar.

08.jún. 2016 - 14:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Sigurvegarar á Músíktilraunum fengu útgáfustyrk

Hljómsveitin Hórmónar úr Garðabæ fékk styrk til plötuútgáfu og tónleikahalds.
Hljómsveitin Hórmónar sem sigraði á Músíktilraunum í vor fékk styrk til plötuútgáfu og tónleikahalds úr Hvatningarsjóði ungra listamanna í Garðabæ. Tilkynnt var um þetta á menningaruppskeruhátíð bæjarins. Þar voru einnig veittar viðurkenningar fyrir framlag til menningar og lista og skrifað undir samstarfssamning við félagið Grósku.

24.maí 2016 - 19:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Kristín: Nýtir tæknina á jákvæðan hátt

Kristín Jónsdóttir segir einstaklega gefandi að vinna með börnum, þar er enginn dagur eins, og hún fær að fylgjast með sorgum og sigrum, og miklum framförum. „Ég er að stíga ný inn á Vífilsstaðatorfuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, sem hefur verið ráðin skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Hún tekur við sem skólastjóri í haust, en er þegar komin í lítið starf við skólann, sem felst í því að setja sig inn í hlutina og skipuleggja skólastarf komandi vetrar. 
23.maí 2016 - 16:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Skúrað, skrúbbað og bónað í Hafnarfirði

Hreinsunarátak í Hafnarfirði
Íbúar Hafnarfjarðar, nemendur allra skólastiga og starfsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum tóku á dögunum þátt í árvissu hreinsunarátaki.

27.apr. 2016 - 17:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Málfríður lét drauminn rætast

Fjöldi bóka er það fyrsta sem mætir manni við komuna á Norðurbakkann, en þar eru bæði nýjar og gamlar bækur. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á bókum. Alin upp við bækur í kringum mig og mikinn bóklestur og ekki síst virðingu fyrir bókum. Það hefur því lengi blundað í mér að opna bókakaffi,“ segir Málfríður Gylfadóttir Blöndal, sem opnaði nýverið bókakaffihúsið Norðurbakkinn – Bækur & kaffihús í miðbæ Hafnarfjarðar.
26.apr. 2016 - 18:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Eldum rétt og Domino´s Pizza í toppslagnum

Kristófer J. Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, ásamt Hrafnhildi Hermannsdóttur og dóttur þeirra Áróru Aldísi. Mynd/Sigtryggur Ari
Fyrirtækið Eldum rétt er á pari við Domino´s Pizza í vinsældum í Hafnarfirði og Garðabæ. Eldum rétt sérhæfir sig í að afhenda ferskt hráefni í réttum hlutföllum, þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn undanfarið ár og greinilegt að fólk kýs í auknum mæli að elda sjálft með þessu þægilega fyrirkomulagi.

17.apr. 2016 - 16:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Tölvulæsi skiptir heilmiklu máli

Stefanía Magnúsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Garðabæ, FEBG
Hlutfall eldri borgara er næsthæst í Garðabæ af öllum sveitarfélögum á landinu, eða 13%, og er stór hluti þeirra er skráður í Félag eldri borgara í Garðabæ. Stefanía Magnúsdóttir, formaður félagsins, segir brýnast að bæta lækna- og umönnunarþjónustu fyrir eldri borgara, ekki bara í Garðabæ heldur á öllu landinu. Hún tók við sem formaður fyrr á þessu ári og kallar eftir endurskoðun almannatrygginga. Stefanía er gift gaflaranum Guðjóni Torfa Guðmundssyni og fögnuðu þau gullbrúðkaupi í fyrra. Hún tekur stundum að sér að vera „amma skutla” enda eiga þau sæg af barnabörnum. Stefanía hvetur eldri borgara til að læra á tölvur og snjallsíma enda eiga þeir þá betri aðgang að upplýsingum og rafrænum samskiptum.

14.apr. 2016 - 17:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Karl Ágúst: Kerfið verður alltaf að skrímsli

Karl Ágúst Úlfsson. Mynd/Sigtryggur Ari
Karl Ágúst Úlfsson fékk dálæti á ævintýrum góða dátans Svejk sem ungur drengur en aðeins 13 ára gamall lék hann í uppfærslu af sögunni. Hann skrifar nú handrit að leikriti sem er byggt á sögunni, fer með hlutverk í sýningunni en sambýliskona Karls Ágústs, Ágústa Skúladóttir, leikstýrir verkinu. Þetta er í annað skipti sem þau vinna saman að svo stórri uppsetningu og segir hann samstarfið ganga mjög vel. Karl Ágúst segir þau hafa gaman af því að fíflast saman og hann sé ekki jafn kaldhæðinn í sínu einkalífi eins og hann þarf oft að vera í vinnunni. Hann er dapur yfir ástandinu í íslenskum stjórnmálum og vonaði við værum komin lengra sem þjóð.

13.apr. 2016 - 21:00

Flúði til Íslands frá ISIS

Goran Renato dreymdi að komast til Íslands og bíður nú þess að vita hvort hann fær hér. Mynd/Sigtryggur Ari Kúrdann Goran Renato hafði lengi dreymt að komast til Íslands og það fyllti hann von þegar hann hitti íslenska sjálfboðaliðann Þórunni Ólafsdóttur á eyjunni Lesbos. Hann kom til Íslands um miðjan mars og bíður nú svara hvort hann fær hér hæli. Goran talar fimm tungumál, lærði ensku með því að horfa á kvikmyndir og uppáhalds leikarinn hans er Robert DeNiro. 
13.apr. 2016 - 18:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Kannabisneyslan yfir landsmeðaltali

Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Samsett
Kannabisneysla meðal ungmenna í Hafnarfirði er vaxandi áhyggjuefni, segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar er neysla 9. bekkinga í Hafnarfirði yfir landsmeðaltali. Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur það sem af er ári leitað að týndum börnum í Hafnarfirði að jafnaði 1-2 sinnum í mánuði, sem er minna en á síðasta ári. Geir og Guðmundur héldu erindi á fræðslufundi um fíkniefni og ungmenni í Hafnarfirði sem Foreldraráð Hafnarfjarðar boðaði til.