28. apr. 2012 - 12:00Kaffistofan

Þögn bankanna óþolandi

Hún er einfaldlega óþolandi þessi þögn bankanna. Við verðum að gera eitthvað í þessu,

sagði gestur á kaffistofunni og skellti sér í sæti með tvöfaldan espresso.

Hann sagði athyglisverðan póst að ganga manna í millum og hvatti kaffistofugesti til að vera með.

En hvernig er þá pósturinn og um hvað er hann?

Mér barst þessi póstur og ég varð að áfram senda hann á þig til þess að við öll hjálpumst að og knýjum á að lögum og reglum í landinu sé framfylgt.

Þann 15. febrúar síðastliðinn féll enn einn dómurinn í hæstarétti sem skar úr um það að þessi svokölluðu erlendu lán eru ólögleg sem og framkvæmd þeirra og endurútreikningar. Nú er apríl mánuður langt liðinn og ekkert hefur heyrst frá lánastofnunum þessa lands um það hvernig þær hyggjast endurútreikna lánin og koma sínum málum á hreint við okkur lántakendur.
Já það erum næstum 2 og hálfur mánuðir síðan síðast dómur var kveðinn upp í sambandi við erlendu lánin og lánastofnanirnar hafa ekki sýnt neitt frumkvæði eða vilja til þess að bæta fyrir það tjón sem þær hafa valdið okkur lántakendum heldur þvert á móti þá keppast þær við að finna allar leiðir til þess að seinka leiðréttingu á þessum gjörðum sínum eða sleppa algjörlega við að hlýta þessum dómi.
Ég veit ekki betur en að ef ég er dæmdur fyrir sviksemi og þjófnað (en þetta getur ekki kallast neitt annað) þá hef ég engra aðra kosti en að taka út þá refsingu sem mér er sett eða leiðrétta fyrir misgjörðir mínar.
Kæri lántakandi sýnum samstöðu, tökum okkur 5 mínútur á dag þar til að okkar mál hafa verið leiðrétt og hringjum í þær lánastofnanir sem að við erum í viðskiptum við og spyrjumst fyrir um það hvernig þær hyggjast leiðrétta fyrir sviksemi sína.

Ég hringdi í þá lánastofnun sem að ég er í viðskiptum við og svörin sem að ég fékk væri að þeir væru að bíða eftir niðurstöðu annars máls sem væri fyrir hæstarétti. Þegar ég svo spurði hvaða mál það væri komu engin svör og ekki fékk ég að tala við neina yfirmenn því að engin gat svarað neinu sem þessu tengdist.

Við lántakendur eigum þá heimtingu að við fáum okkar leiðréttingu strax en hana fáum við ekki nema að við stöndum saman og beitum þrýstingi, hringjum öll á hverjum degi eitt símtal og krefjumst svara þar til að við höfum fengið leiðréttingu.

Það mun skila sér.

ps. áframsendu þennan póst á eins marga og þú getur eins fljótt og þú getur og fáum Íslendinga til þess að standa saman, það hefur ekki verið okkar sterkasta hlið hingað til.

Ertu með athyglisverða ábendingu sem gæti átt heima á Kaffistofu Pressunnar?
Sendu okkur póst á kaffistofan@pressan.is - fyllsta trúnaðar gætt.12.apr. 2014 - 09:01 Kaffistofan

Elskuðust í baðstofunni í Laugum

Helgi Jean lenti í athyglisverðri reynslu í baðstofunni á dögunum. Inn á kaffistofuna berast oft ansi skemmtilegar sögur.
11.apr. 2014 - 22:43 Kaffistofan

Steingrímur sér ekki eftir neinu

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, var ekki sérlega auðmjúkur er hann sté í pontu á Alþingi í dag og ræddi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna.
06.apr. 2014 - 10:21 Kaffistofan

Tímabært að spyrna við fæti?

Á kaffistofunni fylgdust menn með ótrúlegu uppþoti fjölmargra á vinstri kantinum í síðustu viku yfir þeim ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þrátt fyrir dekkri horfur en fyrr í alþjóðlegri skýrslu um loftlagsmál og að horfur væru neikvæðar þegar á heildina væri litið, fælust ákveðin tækifæri í þessari þróun fyrir Ísland með sína endurnýjanlegu orku og vegna legu landsins hér á norðurslóðum.
05.apr. 2014 - 11:14 Kaffistofan

DavidOfóbía

Á kaffistofunni komu til tals ummæli bankamannsins Ragnars Önundarsonar, sem hann setti fram nýlega og eru allrar eftirtektar verð.


01.apr. 2014 - 14:59 Kaffistofan

Hálfdán með spennandi sprota

Hálfdán athafnamaður Steinþórsson í sprotafyrirtækinu GoMobile. Á kaffistofunni kom til umræðu í morgun nýtt og spennandi sprotaverkefni á vegum athafnamannsins Hálfdáns Steinþórssonar og fyrirtækisins GoMobile.
28.mar. 2014 - 10:56 Kaffistofan

Tryggvi Þór ánægður

Dr. Tryggvi Þór Herbertsson. Á kaffistofunni ræddu menn og konur skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar í gær, eins og væntanlega á flestöllum kaffistofum landsins. Verður að segja þeim Sigmundi Davíð og Bjarna til hróss, að þeir stóðu við stóru orðin um að leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna og gera það með almennum hætti.
24.mar. 2014 - 16:14 Kaffistofan

Tíðindi í vændum?

Á kaffistofunni fregna menn að borgaralega þenkjandi evrópusinnar velti nú fyrir sér að stofna nýjan flokk utan um það baráttumál að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ganga þar inn.
19.mar. 2014 - 18:49 Kaffistofan

Óheppilegt

Gestir á kaffistofunni ráku upp stór augu í dag þegar Ríkisútvarpið bættist í hóp þeirra sem áhyggjur hafa af því að forsætisráðherra hafi tekið sér tvo orlofsdaga.
17.mar. 2014 - 23:22 Kaffistofan

Mikilvæg skilaboð til karlmanna

Á kaffistofunni sækja menn líkamsrækt reglulega og reyna þannig að rækta bæði sál og líkama, eins og mælt er með að fólk geri ævina á enda.
09.mar. 2014 - 17:35 Kaffistofan

Af undirskriftum

Undirskriftasafnanir komu til umræðu á kaffistofunni í morgun og sýndist sitt hverjum eins og jafnan.
06.mar. 2014 - 09:41 Kaffistofan

Ljótur leikur

Á kaffistofunni í morgun kom til umræðu sá ljóti leikur, sem virðist gegnumgangandi í umræðunni nú um stundir, að saka þennan og hinn sem menn eru ekki sammála, um lygar og eitthvað þaðan af verra.
05.mar. 2014 - 10:50 Kaffistofan

Afrek vinstri stjórnarinnar

Á kaffistofunni komu hagnaðartölur bankanna til umræðu í morgun, en það virðist alveg sama hvernig árar í samfélaginu; alltaf græða bankarnir á tá og fingri.
25.feb. 2014 - 22:28 Kaffistofan

Snærós Sindradóttir ráðin til 365

Snærós Sindradóttir. Á kaffistofunni var í dag rætt um þær fréttir að Maríu Lilju Þrastardóttur hafi verið sagt upp í dag sem fréttakonu á Stöð 2. María hefur verið nokkuð umdeild á fréttastofunni, en það mun þó mjög orðum aukið að uppþot hafi orðið á ritstjórn 365 í kjölfarið.
21.feb. 2014 - 23:21 Kaffistofan

Þá þótti Vigdís hlægileg

Á kaffistofunni hafa menn fylgst með umræðum um Evrópumálin af athygli í dag, enda skammt stórra högga á milli.
19.feb. 2014 - 11:38 Kaffistofan

Margt getur breyst á einu ári

Það er bjartara framundan, segja sérfræðingar Arion-banka. Á kaffistofunni rákust menn á athyglisverða frásögn í Viðskiptablaði Morgunblaðsins, sem vert er að gefa gaum. Þar skrifar ágætur blaðamaður, Hörður Ægisson að nafni.
14.feb. 2014 - 10:48 Kaffistofan

Að eiga jafnréttisbaráttuna

Þær eru einfaldlega á móti þvinguðum aðgerðum. Enda óþolandi að úrslitum prófkjörs sé hagrætt í þágu pólitískar rétthugsunar og vilji kjósenda hafður að engu, segir Kolbrún. Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir á Morgunblaðinu er í miklum metum á kaffistofunni, eins og komið hefur fram. Hún á stórgóða spretti í pistli um jafnréttismálin og pólitíkina til vinstri og hægri í blaði gærdagsins, sem vert er að gefa meiri gaum.
12.feb. 2014 - 13:16 Kaffistofan

Þið umkringið húsið, ég sé um bílinn

Afskaplega fáir, eða eitthvað á þriðja tug mótmælenda, kom saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að krefjast afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins svokallaða.
08.feb. 2014 - 12:26 Kaffistofan

Hverju sætir þetta?

Á kaffistofunni í morgun kom til tals könnun MMR um afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða sex málaflokka tengda efnahagsmálum sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

23.jan. 2014 - 16:15 Kaffistofan

Leitað til bíókóngs á Íslandi

Bíókóngurinn Árni Samúelsson hefur í gegnum árin sýnt að hann kann sannarlega eitt og annað fyrir sér í viðskiptum. Sambíóin sem hann hefur rekið með fjölskyldu sinni um langt árabil vaxa og dafna og nýlega hlotnaðist hinum íslenska bíókóngi mikil upphefð i útlöndum.
21.jan. 2014 - 21:30 Kaffistofan

Að tala eins og prestur

Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Á kaffistofunni sáu menn að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kom Geir H. Haarde til varnar á fésbók eftir að DV gróf upp tæplega fimmtíu ára ummæli forsætisráðherrans fyrrverandi um þeldökkt fólk frá því hann nam í MR á ofanverðum sjöunda áratug síðustu aldar.
09.jan. 2014 - 12:59 Kaffistofan

Jón og séra Jón

Ólafur Stephensen annar ritstjóra Fréttablaðsins. Á kaffistofunni ráku menn augun í áhugaverða umfjöllun Fréttablaðsins í dag um tvo þingmenn, þar sem sannarlega má segja að þeir fái misjákvæða umfjöllun. Er þar komið dæmi um Jón og séra Jón í umræðunni?
06.jan. 2014 - 22:55 Kaffistofan

Það er vandlifað

Lífið er ekki alltaf einfalt hjá forsetanum á Bessastöðum, sagði gamalreyndur gestur sem leit við á kaffistofunni í morgun.
05.jan. 2014 - 17:49 Kaffistofan

Hagkvæmur virkjunarkostur

Margt í umræðunni á Íslandi fer í hringi. Það er kunnara en frá þurfi að segja og á ekki síst um helstu ágreiningsatriði milli stjórnar- og stjórnarandstöðu á hverjum tíma.
01.jan. 2014 - 22:46 Kaffistofan

Að virða skoðanir

Á kaffistofunni eru menn þeirrar skoðunar að frú Agnes M. Sigurðardóttir hafi farið mjög vel af stað sem biskup Íslands. Hún þorir að hafa skoðanir, þorir að tala máli kirkjunnar og kemur með góð og gild sjónarmið inn í umræðu hversdagsins, þar sem ekki er alltaf að finna jafnvægi og sanngirni, því miður.
27.des. 2013 - 20:45 Kaffistofan

Össur hrósar Sigmundi Davíð

Einróma niðurstaða dómnefndar ritstjórnar Fréttatímans er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sé maður ársins 2013. Athygli vekja ummæli Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra um hann.
20.des. 2013 - 13:23 Kaffistofan

Möndluverðlaun og önnur spenna

Bjarni Hafþór Helgason. Á kaffistofunni eru menn komnir í jólaskap. Af því tilefni leyfum við okkur að birta hér dásamlega sögu eftir hinn kunna norðanmann, Bjarna Hafþór Helgason, sem fjallar um jólastemninguna á æskuheimili hans á Húsavík.
11.des. 2013 - 09:24 Kaffistofan

Svona eiga sjálfsmyndir að vera

Nokkur umræða skapaðist á samskiptavefjum í gær, annars vegar um heldur misheppnaða skopmynd í Morgunblaðinu um þróunarstarf í Afríku og hins vegar sjálfsmynd, eða það sem þeir kalla nú selfie á ensku, sem Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tók af sér og Obama Bandaríkjaforseta og Cameron forsætisráðherra Breta á minningarathöfn um Nelson Mandela.
07.des. 2013 - 14:08 Kaffistofan

Lýst er eftir Helga Hjörvar

Á kaffistofunni er lýst eftir Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar. Hann hefur verið býsna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarin ár, en nú er einsog jörðin hafi gleypt hann.
05.des. 2013 - 08:47 Kaffistofan

Verður Sigmundur Davíð beðinn afsökunar?

Kolbrún Bergþórsdóttir segir að pólitískir andstæðingar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafi einskis svifist þegar kemur að því að hafa af honum æruna. „Það er beinlínis vandræðalegt að horfa upp á fulltrúa hennar tjá sig um hinar nýju tillögur ríkisstjórnarinnar. Ólundarsvipur er límdur á andlit þessa fólks og fas þess ber með sér að því líði ekki sérlega vel enda veit það mætavel að það hefur glatað trúverðugleika,“ segir blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir í pistli í Morgunblaðinu í dag.
27.nóv. 2013 - 19:00 Kaffistofan

Meira í næstu viku?

Fjöldauppsagnir á Ríkisútvarpinu komu til umræðu á kaffistofunni í dag, eins og sjálfsagt víða annars staðar.
25.nóv. 2013 - 07:45 Kaffistofan

Enn af Selfossmeldingum

Þorsteinn kennir vikuleg pólitísk skrif sín við Kögunarhól. Á kaffistofunni hefur orðum áður verið vikið að svonefndum Selfossmeldingum millum þeirra fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar sem einnig voru forsætisráðherrar hér fyrr á árum, annar þó töluvert lengur en hinn.
20.nóv. 2013 - 16:22 Kaffistofan

Skuldavandinn vanmetinn

Skuldamál heimilanna sem svo eru nefnd, komu til tals á kaffistofunni í morgun og ekki í fyrsta skipti. Málefni sem hefur verið til ítarlegrar umræðu í þjóðfélaginu allt frá hruni, málefni sem hefur sett sterkan svip á stjórnmálin í landinu og valdið straumhvörfum í kosningum.
18.nóv. 2013 - 10:04 Kaffistofan

Eftirskjálftar prófkjörs

Óhætt er að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé í nokkru áfalli eftir prófkjörið í Reykjavík um helgina. Virðist stefna í nokkra naflaskoðun, ef marka má ummæli ýmissa þekktra flokksmanna síðustu daga.
13.nóv. 2013 - 22:13 Kaffistofan

Aðstoðarmenn í ráðuneytum

Jóhann Hauksson var upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á kaffistofunni eru menn þeirrar skoðunar að stjórnarflokkarnir verði að þola umræðu um ráðningar í Stjórnarráðið og hvort fjármunum sé vel varið í æðstu stjórn ríkisins. Sem allra mest gagnsæi í þeim málum er bara af hinu góða.
12.nóv. 2013 - 10:00 Kaffistofan

Unga fólkið og stjórn landsins

Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri. Á kaffistofunni lásu menn nýskeð athyglisverðan pistil á vef Evrópuvaktarinnar eftir Styrmi Gunnarsson, sem er allrar athygli verður. Yfirskrift pistilsins var: „Er landinu stjórnað af of ungu fólki?“
11.nóv. 2013 - 23:07 Kaffistofan

Löngu tímabært

Mjög er nú rætt um tillögur hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar. Engum sögum fer enn af því hvaða skoðun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa á tillögum nefndarinnar, en þeir ráða væntanlega mestu um hvort eftir þeim verður farið í veigamiklum atriðum á næstunni.
08.nóv. 2013 - 11:01 Kaffistofan

Davíð ætti að vera á Kleppi

Á kaffistofunni hafa menn verið að glugga í nýútkomna bók Guðna Ágústssonar fv landbúnaðarráðherra og formanns Framsóknarflokksins þar sem hann segir með skemmtilegum hætti af kynnum sínum af fólki og kryddar með frásagnargáfu sinni.
06.nóv. 2013 - 10:27 Kaffistofan

Hneyksli Steingríms Joð

Á kaffistofunni hafa menn gluggað í nýútkomna endurminningabók Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra, sem ber heitið: Frá hruni og heim.
05.nóv. 2013 - 14:44 Kaffistofan

Látið síga piltar

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana hjá Óskari Magnússyni útgefanda Morgunblaðsins. Um helgina hélt Óskar með sínu fólki upp á aldarafmæli blaðsins og í vikunni kemur út fyrsta skáldsaga hans, Látið síga piltar, á vegum Forlagsins.
30.okt. 2013 - 12:36 Kaffistofan

Hvað með Bessastaði, hr. Gnarr?

Á kaffistofunni taka menn ofan fyrir Jóni Gnarr, manninum sem kom öllum á óvart og umturnaði borgarpólitíkinni fyrir nokkrum árum og rústaði kosningunum með eftirminnilegum hætti og varð borgarstjóri í Reykjavík.
29.okt. 2013 - 10:26 Kaffistofan

Spilin á borðið, takk

Forysta Knattspyrnusambands Íslands verður að taka alvarlega þá gífurlegu reiði sem ríkir með fyrirkomulagið á miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu. Formaður og framkvæmdastjóri verða að leggja öll spil á borðið, annars grassera samsæriskenningar og kjaftasögur um klíkuskap og spillingu við framkvæmdina.
27.okt. 2013 - 16:37 Kaffistofan

Gott eða vont fyrir RÚV?

Á kaffistofunni í morgun fylgdust menn af ánægju með fyrsta Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini í Ríkissjónvarpinu í morgun. Þar kom m.a. fram í máli Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra að hann hygðist lækka framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 215 milljónir króna, en í staðinn yrði RÚV heimilt að sækja sér þessar tekjur á auglýsingamarkaði.
24.okt. 2013 - 21:59 Kaffistofan

Óvinsældir Jóhönnu í arf

Á kaffistofunni hafa menn miklar mætur á blaðakonunni og menningarfrömuðinum Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Kolbrún er skemmtilega laus við kreddur og pólitískan rétttrúnað og í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag gerir hún fylgisaukningu Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum að umtalsefni.
24.okt. 2013 - 12:00 Kaffistofan

Endurskinsmerki og endurskinsmerki

Eins og sjá má, eru þetta stórhættuleg endurskinsmerki. Endurskinsmerki er ekki sama og endurskinsmerki, eins og allir ættu að vita.
21.okt. 2013 - 00:12 Kaffistofan

Hvað þarf að gera?

Skoðanakannanir um minnkandi fylgi ríkisstjórnarinnar hljóta að vera þeim áhyggjuefni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.
18.okt. 2013 - 10:03 Kaffistofan

Rapp að norðan

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Morgunblaðið færi okkur margvíslegan fróðleik á degi hverjum.
15.okt. 2013 - 21:40 Kaffistofan

Fáránleg frammistaða

Margir hafa orðið til þess að fjalla um útsendingu Ríkissjónvarpsins frá leik Noregs og Íslands í undankeppni HM í kvöld. Úrslitin voru auðvitað frábær og Ísland er komið í umspil, en margir voru brjálaðir yfir þeirri ákvörðun RÚV að klippa á fagnaðarlæti íslensku leikmannanna rétt áður en úrslit bárust frá Sviss og skipta þess í stað yfir í auglýsingar.
12.okt. 2013 - 11:59 Kaffistofan

Yfir til þín, Steingrímur J.

Á kaffistofunni stöldruðu menn við grein Jónasar Fr. Jónssonar lögmanns og fv. Forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem birtist í Morgunblaðinu og á Eyjunni í gær. Tilefnið var að fimm ár eru liðin frá falli stóru íslensku viðskiptabankanna og er óhætt að segja, að Jónas hafi sett fram nokkra athyglisverða punkta sem verði tilefni rökræðu og viðbragða næstu daga.
10.okt. 2013 - 13:52 Kaffistofan

Engin umræða eftir, bara hróp

Andrés Magnússon: Þegar svo er komið er engin umræða eftir. Bara hróp. Innantóm og gengisfallin hástigsorð eru notuð um alla hluti, þannig að enginn kippir sér upp yfir neinu lengur. Á umræðuvettvangi sjálfskipaðra fjölmiðlanörda á fésbók hefur skapast fjörleg umræða um endurteknar fréttir af bráðavanda á Landspítalanum. Er nú svo komið að ýmsum finnst nóg um hástemmdar yfirlýsingar lækna og heilbrigðisstarfsfólks um neyðarástand og þykjast merkja, að minnsta kosti á stöku stað, að vanir menn í almannatengslum séu farnir að hlutast til um fréttaflutninginn.
07.okt. 2013 - 16:02 Kaffistofan

Hverjir þurftu lengri frest?

Á kaffistofunni kom við tónlistarmaður sem var undrandi og fullur tortryggni yfir þeirri ákvörðun Ríkisútvarpsins að framlengja frest til að senda inn lög í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision.

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 03.4.2014
Steingrímur ætti að biðja þjóðina afsökunar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.4.2014
Láglaunalögreglan
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 01.4.2014
Fyrir hverja er tollverndin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.4.2014
Furðuskrif Stefáns Ólafssonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.4.2014
Ólíkt hafast þeir að
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 07.4.2014
Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.4.2014
Allir áhugamenn um evru ættu að mæta!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2014
Góðar fréttir: Bjarni boðar skattalækkanir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.4.2014
Jarðálfarnir í Zürich
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.4.2014
Bara ef lúsin erlend er
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.4.2014
Hallgrímur Pétursson - Þriðji hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.4.2014
Frá Færeyjum
Fleiri pressupennar