17. jan. 2012 - 10:03Kaffistofan

Í tætarann

Útlit er fyrir sögulega viku í íslenskum stjórnmálum og enn er Ögmundur Jónasson í einu aðalhlutverkanna.

Útlit er fyrir sögulega viku í íslenskum stjórnmálum og enn er Ögmundur Jónasson í einu aðalhlutverkanna.

Þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varpaði þeirri sprengju inn í þingið skömmu fyrir jólaleyfi að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að láta sakamál fyrir Landsdómi gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra niður falla, voru þau síst spöruð stóru orðin. 

Að venju gekk Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, harðast fram, en hann sagði þingmenn flokksins ekki myndu ekki leggja ályktun Bjarna lið. Þingsályktunartillagan  sé ígildi þess að afneita hruninu. Hún jafngildi því að setja skýrslu rannsóknarnefndar alþingis „í tætarann“. Málshöfðunin hafi verið ein af þeim aðferðum sem alþingi hafi ákveðið að beita til að gera upp við hrunið, komast að því sem gerðist, hvernig hefði mátt koma í veg fyrir það og hverjir bæru ábyrgð á því. Hann gæti ekki stutt neinar tillögur um að reyna að forða mönnum undan því.

Þetta er rétt að hafa í huga nú þegar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stígur fram með grein í Morgunblaðinu og lýsir því yfir að hann muni greiða atkvæði með tillögu Bjarna í þinginu næstkomandi föstudag. Áður hafði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG lýst sömu skoðun.

Björn Valur telur þá væntanlega að þar með hafi þau Ögmundur og Guðfríður Lilja afneitað hruninu og sett skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í tætarann.

Í ályktun sem flokksfélag VG í Reykjavík hefur sent frá sér, segir:

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík hvetur þingmenn flokksins að vera samkvæmir sjálfum sér og greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að máli Geirs H. Haarde verði vísað frá landsdómi. Meðferð málsins fyrir landsdómi er mikilvægur liður í uppgjöri þjóðarinnar við m.a. frjálshyggjuna og bankahrunið.

Hér er reyndar athyglisverðari yfirlýsing á ferðinni en margir hefðu haldið. Hér viðurkennir VG nefnilega að réttarhöldin snúist ekki um refsiverða háttsemi einstaklings sem gegndi ráðherradómi, sem er grundvöllur ákærunnar á hendur Geir, heldur koma VG liðar hreint fram og segja að málið sé „uppgjör við frjálshyggjuna“.  VG viðurkennir því hér skýrum stöfum að réttarhöldin séu pólitísk.

Á kaffistofunni sjá menn ótvíræð merki þess að meirihluti sé að skapast á Alþingi fyrir því að samþykkja þingsályktunartillögu formanns Sjálfstæðisfloksins. Búast má við því að mjög muni hitna í kolunum næstu daga vegna málsins, enda telja ýmsir í stjórnarliðinu að ríkisstjórnin sé búin að vera ná slík niðurstaða fram að ganga... 

Ertu með athyglisverða ábendingu sem gæti átt heima á Kaffistofu Pressunnar?
Sendu okkur póst á kaffistofan@pressan.is - fyllsta trúnaðar gætt.04.des. 2014 - 10:41 Kaffistofan

Ólíkt hafast menn að

Það er tekist á um rekstrargrundvöll Ríkisútvarpsins þessi misserin eins og oft áður, réttindi þess, hlutverk og skyldur.
19.nóv. 2014 - 11:26 Kaffistofan

Skagfirska perlan Stefán

Stefán heitinn Guðmundsson var sannkölluð skagfirsk perla. Á kaffistofunni er að finna fjölmarga áhugamenn um íslensk stjórnmál, ekki síst spaugilegri hliðar þeirra.
11.nóv. 2014 - 09:36 Kaffistofan

Einfalt mál

Leiðréttingin er mál málanna og landsmenn keppast nú við að kíkja í tölvur sínar og kanna hvort og þá hve mikið þeir fá í endurgreiðslu vegna stökkbreyttrar vísitölu í hruninu.
05.nóv. 2014 - 15:39 Kaffistofan

Gylfi kemur út á bók

Fjölmargir aðdáendur knattspyrnusnillingsins Gylfa Sigurðssonar ættu að kætast, því nú er væntanleg bók um kappann.
29.okt. 2014 - 09:48 Kaffistofan

Þráhyggja gegn kirkjunni?

Hér á kaffistofunni hefur áður verið bent á, að margir innan þjóðkirkjunnar telja að Ríkisútvarpið sé í einhvers konar herferð gegn þjóðkirkjunni um þessar mundir og hafa týnt til ýmis dæmi því stuðnings.
13.okt. 2014 - 00:25 Kaffistofan

Að fatta ekki brandarann

Á Kaffistofunni ráku menn augun í vægast sagt einkennilega pistla eftir Jónas Kristjánsson og Björn Val Gíslason. Þeir félagar voru yfir sig hneykslaðir eftir að hafa horft á innslag í þætti Loga Bergmanns þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur. Logi kynnti gestum að þeim hefði tekist að lauma upptökuvél framan á forsætisráðherra og nú myndu áhorfendur heima í stofu fá að sjá hvernig týpískt hádegi liti út hjá Sigmundi Davíð.
30.sep. 2014 - 11:04 Kaffistofan

Meiðyrði og tjáningarfrelsi

Líklegt má telja að blaða- og fréttamenn og lögfræðingar muni fjölmenna á málþing Orators, félags laganema við Háskóla Íslands í næstu viku, en þar er ætlunin að ræða um meiðyrðalöggjöfina og tjáningarfrelsi fjölmiðla.
25.sep. 2014 - 12:09 Kaffistofan

Ásdís Rán ekki ólétt

Tímaritið Séð og heyrt hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að fréttahaukurinn Eiríkur Jónsson settist tímabundið aftur í ritstjórastólinn.
23.sep. 2014 - 18:54 Kaffistofan

Þögnin ein

Einar Sigurðsson er fyrrverandi blaðamaður og upplýsingafulltrúi. Hann var líka útgefandi dagblaðs. Hann ætti því að vita, að þögnin ein dugir ekki. Á kaffistofunni voru menn og konur sammála um það í dag, að ekki gangi fyrir Einar Sigurðsson forstjóra Mjólkursamsölunnar, að hafna beiðnum fjölmiðla um viðtal í kjölfar úrskurðar Samkeppnisstofnunar í dag.
04.sep. 2014 - 11:03 Kaffistofan

Enn eitt viðtalið

Á kaffistofunni varð greinilega vart við pólitíska skjálfta í gær eftir útvarpsviðtal við dr. Tryggva Þór Herbertsson, fyrrverandi alþingismann Sjálfstæðisflokksins og verkefnisstjóra um framkvæmd skuldaleiðréttingarinnar í fjármálaráðuneytinu.
20.ágú. 2014 - 15:11 Kaffistofan

Guðfinnur til Umhverfisstofnunar

Fréttamaðurinn Guðfinnur Sigurvinsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.
19.ágú. 2014 - 22:11 Kaffistofan

Rós í hnappagat MP banka

Dr. Sigurður Hannesson. Breska fjármálatímaritið World Finance hefur valið MP banka fremstan í flokki á sviði eignastýringar á Íslandi 2014.
06.ágú. 2014 - 16:24 Kaffistofan

Afmæli ársins

Afmæli ársins er nú í undirbúningi í Hörpunni, en vatns- og Skífukóngurinn Jón Ólafsson fagnar þar sextugsafmæli sínu í kvöld að viðstöddu miklu fjölmenni.
03.ágú. 2014 - 16:53 Kaffistofan

Dómarar æfir af bræði

Stundum liggur við að fyrirfram megi skrifa handritið að látunum í lögfræðiheiminum á Íslandi. „Stóra lekamálið“ er gott dæmi.
01.ágú. 2014 - 10:59 Kaffistofan

Þá og nú

Á kaffistofunni hafa menn fylgst með viðbrögðum við skipan tveggja nýrra sendiherra og rifja upp af því ummæli ráðherra í síðustu ríkisstjórn.
23.júl. 2014 - 22:58 Kaffistofan

Vel af sér vikið

Á kaffistofunni fögnuðu menn í dag þeim tíðindum að Ísland hefði greitt upp lán frá Norðurlöndunum sem veitt voru eftir hrun og stóð til að greiða til baka árin 2019, 2020 og 2021.

 


07.júl. 2014 - 22:57 Kaffistofan

Af hverju ekki Hannes?

Á kaffistofunni hafa menn fylgst af áhuga með álitsgjöfum af vinstri vængnum fara hamförum yfir þeim tíðindum dagsins, að dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hafi verið fenginn til að leiða rannsókn á vegum fjármálaráðuneytisins á erlendum áhrifaþáttum bankahrunsins haustið 2008.
20.jún. 2014 - 22:13 Kaffistofan

HM gleði hjá Gamma

Stefán Pálsson kann að koma fyrir sig orði. Hvort sem hann notar til þess gjallarhorn eður ei. Íslendingar eru sannarlega uppteknir af heimsmeistarakeppninni í fótbolta þessa dagana eins og aðrir jarðarbúar, enda hefur keppnin farið einstaklega vel af stað og mörg óvænt úrslit litið dagsins ljós.
17.jún. 2014 - 13:39 Kaffistofan

Afleikur Halldórs?

Fjölmargir gestir koma dag hvern við á kaffistofunni sem tengjast Sjálfstæðisflokknum á einn eða annan hátt. Þeir eru flestir undrandi á útspili sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og velta fyrir sér hvort endurtaka eigi mistökin frá því á síðasta kjörtímabili.
14.jún. 2014 - 12:50 Kaffistofan

Góða fólkið og kosningaloforðin

Frá kynningu nýs meirihluta í Æsufelli fyrir fjórum árum. Á kaffistofunni finnst mönnum fróðlegt sé að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla og ýmissa álitsgjafa um nýjan meirihluta fjögurra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur.
09.jún. 2014 - 10:38 Kaffistofan

Eftiráskýringar

Á kaffistofunni staldra menn við eftiráskýringar embættis Sérstaks saksóknara vegna sýknudóma sem féllu fyrir helgi í tveimur stórum málum á vegum embættisins gegn áberandi aðilum í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun.
05.jún. 2014 - 09:06 Kaffistofan

Sigríður Heiðar nýr markaðsstjóri

Sigríður Heiðar. Sigríður Heiðar hefur verið ráðin markaðsstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Excursions Gray Line.
03.jún. 2014 - 23:02 Kaffistofan

Jón Gerald enn á eftir Jóni Ásgeiri

Morgunblaðið birtir á miðopnu í dag aðsenda grein eftir Jón Gerald Sullenberger kaupmann í Kosti og fjallar greinin að venju um Jón Ásgeir Jónsson athafnamann, en þeir nafnar hafa eldað grátt silfur saman um langt árabil, eins og þjóðin hefur fylgst með.
31.maí 2014 - 11:53 Kaffistofan

Merkimiði á frambjóðendur

Á fésbók í dag hafa skapast fjörugar umræður um innlegg Fréttablaðsins í kosningabaráttuna í Reykjavík með skopmynd á kjördegi þar sem sýndir eru allir oddvitar framboðanna í borginni en einn þeirra, væntanlega oddviti framsóknar, er sýndur í hvítum kufli sem væntanlega á að vísa til Ku klux klan öfgahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, einhverrar ógeðfelldustu fjöldahreyfingar sögunnar.
26.maí 2014 - 11:00 Kaffistofan

Afmælisrit um áhrifakonur

Benedikt hefur fyrir hönd Frjálsrar verslunar leiðrétt misskilning um að hægt væri að kaupa sig inn á lista yfir íslenskar áhrifakonur. Tímaritið Frjáls verslun undibýr nú sérstakt rit til heiðurs íslenskum áhrifakonum.
23.maí 2014 - 17:13 Kaffistofan

Furðulegur málflutningur

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að frambjóðendur fyrir kosningar geta átt á hættu að fara á taugum og láta þá frá sér einhverjar yfirlýsingar sem betur hefðu verið ósagðar.
19.maí 2014 - 11:21 Kaffistofan

Árni til Landsbankans

Árni Maríasson er snúinn aftur í Landsbankann. Landsbankanum hefur borist mikill liðsstyrkur með því að Árni Maríasson, sem verið hefur forstöðumaður lánasviðs MP banka, hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Markaðsviðskipta Landsbankans.
13.maí 2014 - 10:06 Kaffistofan

Þyngra en tárum taki

Á kaffistofunni kom ferðamannasumarið 2014 til umræðu, metárið sem átti að vera í íslenskri ferðamennsku.
02.maí 2014 - 09:54 Kaffistofan

Ögmundur hjá Dögun

Þótt heldur blási á móti hjá framboði Dögunar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, að minnsta kosti sé miðað við skoðanakannanir, binda forsvarsmenn framboðsins miklar vonir við stuðning úr heldur óvæntri átt á endasprettinum.
26.apr. 2014 - 15:21 Kaffistofan

Þrýst á Illuga

Það hrukku ýmsir við á dögunum þegar Fjölmiðlanefnd ávítaði Ríkisútvarpið og háðfuglinn Þorstein Guðmundsson fyrir ummæli, sem leikkonan Saga Garðarsdóttir lét falla þegar hún var gestur í útvarpsþætti Þorsteins, Grínistum hringborðsins, síðastliðið haust.
24.apr. 2014 - 12:01 Kaffistofan

Guðni og netskrímslið

Guðni kom, sá og var sigurstranglegur í nokkra daga, sögðu fastagestir á kaffistofunni í morgun.
23.apr. 2014 - 23:57 Kaffistofan

Böllin verða að kontinúerast

Þess var minnst á kaffistofunni í dag og víðar, að Halldór Laxness rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi, fæddist á þessum degi fyrir 112 árum.
22.apr. 2014 - 22:47 Kaffistofan

Titringur vegna Guðna

Guðni fetar nú í fótspor vinar síns Davíðs Oddssonar sem eitt sinn átti borgarpólitíkina eins og hún lagði sig. Á kaffistofunni hafa menn gaman að því hve mörgum virðist brugðið yfir þeim tíðindum að Guðni Ágústsson sinni draumi sveitapiltsins og láti að sér kveða á mölinni, eins og þar stendur.
18.apr. 2014 - 13:42 Kaffistofan

Heil heimsálfa í höfðinu

Heimsbyggðin syrgir nú einn sinn mesta sagnameistara, Gabriel Garcia Marquez, sem lést í gær 87 ára að aldri.
12.apr. 2014 - 09:01 Kaffistofan

Elskuðust í baðstofunni í Laugum

Helgi Jean lenti í athyglisverðri reynslu í baðstofunni á dögunum. Inn á kaffistofuna berast oft ansi skemmtilegar sögur.
11.apr. 2014 - 22:43 Kaffistofan

Steingrímur sér ekki eftir neinu

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, var ekki sérlega auðmjúkur er hann sté í pontu á Alþingi í dag og ræddi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna.
06.apr. 2014 - 10:21 Kaffistofan

Tímabært að spyrna við fæti?

Á kaffistofunni fylgdust menn með ótrúlegu uppþoti fjölmargra á vinstri kantinum í síðustu viku yfir þeim ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þrátt fyrir dekkri horfur en fyrr í alþjóðlegri skýrslu um loftlagsmál og að horfur væru neikvæðar þegar á heildina væri litið, fælust ákveðin tækifæri í þessari þróun fyrir Ísland með sína endurnýjanlegu orku og vegna legu landsins hér á norðurslóðum.
05.apr. 2014 - 11:14 Kaffistofan

DavidOfóbía

Á kaffistofunni komu til tals ummæli bankamannsins Ragnars Önundarsonar, sem hann setti fram nýlega og eru allrar eftirtektar verð.


01.apr. 2014 - 14:59 Kaffistofan

Hálfdán með spennandi sprota

Hálfdán athafnamaður Steinþórsson í sprotafyrirtækinu GoMobile. Á kaffistofunni kom til umræðu í morgun nýtt og spennandi sprotaverkefni á vegum athafnamannsins Hálfdáns Steinþórssonar og fyrirtækisins GoMobile.
28.mar. 2014 - 10:56 Kaffistofan

Tryggvi Þór ánægður

Dr. Tryggvi Þór Herbertsson. Á kaffistofunni ræddu menn og konur skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar í gær, eins og væntanlega á flestöllum kaffistofum landsins. Verður að segja þeim Sigmundi Davíð og Bjarna til hróss, að þeir stóðu við stóru orðin um að leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna og gera það með almennum hætti.
24.mar. 2014 - 16:14 Kaffistofan

Tíðindi í vændum?

Á kaffistofunni fregna menn að borgaralega þenkjandi evrópusinnar velti nú fyrir sér að stofna nýjan flokk utan um það baráttumál að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ganga þar inn.
19.mar. 2014 - 18:49 Kaffistofan

Óheppilegt

Gestir á kaffistofunni ráku upp stór augu í dag þegar Ríkisútvarpið bættist í hóp þeirra sem áhyggjur hafa af því að forsætisráðherra hafi tekið sér tvo orlofsdaga.
17.mar. 2014 - 23:22 Kaffistofan

Mikilvæg skilaboð til karlmanna

Á kaffistofunni sækja menn líkamsrækt reglulega og reyna þannig að rækta bæði sál og líkama, eins og mælt er með að fólk geri ævina á enda.
09.mar. 2014 - 17:35 Kaffistofan

Af undirskriftum

Undirskriftasafnanir komu til umræðu á kaffistofunni í morgun og sýndist sitt hverjum eins og jafnan.
06.mar. 2014 - 09:41 Kaffistofan

Ljótur leikur

Á kaffistofunni í morgun kom til umræðu sá ljóti leikur, sem virðist gegnumgangandi í umræðunni nú um stundir, að saka þennan og hinn sem menn eru ekki sammála, um lygar og eitthvað þaðan af verra.
05.mar. 2014 - 10:50 Kaffistofan

Afrek vinstri stjórnarinnar

Á kaffistofunni komu hagnaðartölur bankanna til umræðu í morgun, en það virðist alveg sama hvernig árar í samfélaginu; alltaf græða bankarnir á tá og fingri.
25.feb. 2014 - 22:28 Kaffistofan

Snærós Sindradóttir ráðin til 365

Snærós Sindradóttir. Á kaffistofunni var í dag rætt um þær fréttir að Maríu Lilju Þrastardóttur hafi verið sagt upp í dag sem fréttakonu á Stöð 2. María hefur verið nokkuð umdeild á fréttastofunni, en það mun þó mjög orðum aukið að uppþot hafi orðið á ritstjórn 365 í kjölfarið.
21.feb. 2014 - 23:21 Kaffistofan

Þá þótti Vigdís hlægileg

Á kaffistofunni hafa menn fylgst með umræðum um Evrópumálin af athygli í dag, enda skammt stórra högga á milli.
19.feb. 2014 - 11:38 Kaffistofan

Margt getur breyst á einu ári

Það er bjartara framundan, segja sérfræðingar Arion-banka. Á kaffistofunni rákust menn á athyglisverða frásögn í Viðskiptablaði Morgunblaðsins, sem vert er að gefa gaum. Þar skrifar ágætur blaðamaður, Hörður Ægisson að nafni.
14.feb. 2014 - 10:48 Kaffistofan

Að eiga jafnréttisbaráttuna

Þær eru einfaldlega á móti þvinguðum aðgerðum. Enda óþolandi að úrslitum prófkjörs sé hagrætt í þágu pólitískar rétthugsunar og vilji kjósenda hafður að engu, segir Kolbrún. Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir á Morgunblaðinu er í miklum metum á kaffistofunni, eins og komið hefur fram. Hún á stórgóða spretti í pistli um jafnréttismálin og pólitíkina til vinstri og hægri í blaði gærdagsins, sem vert er að gefa meiri gaum.

KaffistofanMest lesið
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 09.12.2014
Mér finnst þetta heimska
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.12.2014
Fámenn valdaklíka hámar í sig mest af kökunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.12.2014
Vilhjálmur þagnaði skyndilega …
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 10.12.2014
Rangar ályktanir dregnar af dómi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.12.2014
Hvar eru peningarnir hans afa?
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 12.12.2014
Pólitísk dauðasynd og óhelgi?
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 09.12.2014
Steingrímur J. og Katrín bera vitni
Sólveig Sigurðardóttir
Sólveig Sigurðardóttir - 10.12.2014
Offitan stjórnaði: Stattu við markmiðin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.12.2014
Steinólfur í Fagradal
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.12.2014
Kirkjuferðir barna
Fleiri pressupennar