28. feb. 2012 - 13:45Kaffistofan

Fréttablaðið og lýðskrumið

Glöggur dagblaðalesandi kíkti við á kaffistofunni og setti fram athyglisverða spurningu.

Hann spurði: Hvernig stendur á því að þegar sífellt fleiri landsmenn átta sig á því að óhjákvæmilegt er að ráðast í aðgerðir til bjargar skuldsettum heimilum, er nánast sami leiðarinn birtur dag eftir í dag í Fréttablaðinu til varnar kröfuhöfum og lánadrottnum?

Og okkar maður hélt áfram: Ólafur Stephensen ritstjóri hefur skrifað hvern leiðarann á fætur öðrum þar sem Lilja Mósesdóttir og nýr flokkur hennar er kenndur við sjónhverfingar og lýðskrum. Hagfræðingar sem reyna að koma með lausnamiðaðar tillögur fá fyrir ferðina hjá ritstjóranum og svo þegar hann mundar pennan ekki sjálfur koma aðrir nánir samstarfsmenn hans, menn á borð við Óla Ármannsson og Þórð Snæ Júlíusson og skrifa með nákvæmlega sama hætti gegn öllum hugmyndum um skuldaniðurfærslu og leiðréttingu lána vegna verðtryggingar eða forsendubrests.

Að þessu sögðu voru teknar fram nokkrar blaðaúrklippur, sem sýna þetta vel, m.a. að á ritstjórnarskrifstofum Fréttablaðsins hefur verið gefin út lína um að afgreiða allt tal um aðgerðir fyrir heimilin sem lýðskrum.

Ólafur Stephensen skrifaði í forystugrein:

Lýðskrumararnir eru í öllum flokkum. Hugsanlega varpar það ryki í augu einhverra kjósenda að sumir þeirra hafa lokið prófi í hagfræði og aðrir meira að segja kennt hana í háskóla. Fólk gæti þess vegna haldið að fyrirheitin um skuldalækkun væru byggð á hagfræðilegri þekkingu. Það eru þau ekki og skírskota ekki heldur til heilbrigðrar skynsemi. Þau eru ósköp venjulegt pólitískt lýðskrum, sveipuð búningi fræðikenninga sem reynast vera bull. Sams konar pólitík hefur komið mörgum ríkjum á vonarvöl.

Og hann bætti við:

Þeim minnihluta heimila sem ráða ekki við skuldir sínar þarf að reyna að hjálpa með þeim sértæku úrræðum sem þegar hafa verið ákveðin. Og sumum verður ekki bjargað frá því að missa eignir sínar. Þetta er hinn kaldi, óvinsæli raunveruleiki sem á svo illa heima í draumaveröld pólitískra lukkuriddara.

Óli Ármannsson skrifaði leiðara á dögunum, þar sem hann sagði m.a.:

Lýðskrum virðist nefnilega vera óhjákvæmilegur fylgifiskur þessarar skuldavanda- og jafnvel efnahagsumræðu allrar, hvort sem það eru yfirlýsingar um töfralausnir á borð við einhliða upptöku erlendrar myntar, flata skuldaniðurfellingu, eða annað ámóta rugl sem með rökum er margbúið að slá út af borðinu.

Í leiðara Fréttablaðsins í dag heggur Þórður Snær Júlíusson enn í sama knérunn og hjólar í Helga Hjörvar fyrir að vilja skoða leiðréttingar:

Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu kröfuhafarnir sem töpuðu á áttunda þúsund milljörðum króna á bankahruninu eigi að borga niður skuldir annarra.

Og Þórður Snær bætir við:

Þar með er áhrifamaður innan stjórnarflokkanna búinn að stökkva á skuldaafskriftavagninn með fulltrúum annarra stjórnmálaafla. Helgi hefur slegist í för með þingmönnum Hreyfingarinnar, Framsóknarflokks og meira segja Sjálfstæðisflokks, sem eiga í orði að vera mestu varðhundar eignarréttarins á Íslandi, í þeirri vegferð. Þá samþykkti flokksráðsfundur VG ályktun á föstudag um að flokkurinn eigi að hafa „frumkvæði að því að móta leiðir til að draga úr skuldavanda heimila og fyrirtækja. Brýnt er að afnema verðtryggingu og leiðrétta þá okurvaxtabyrði og auknu skuldabyrði sem hún hefur valdið". Þverpólitísk samstaða virðist því vera að myndast um sértæka eignatilfærslu þar sem eignir allra verða teknar og afhentar sumum.

Blaðalesandinn spurði að lokum:Hvernig stendur á því að stærsta dagblað þjóðarinnar tekur svo harða afstöðu í þessu máli? Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna telur aðgerða þörf. Pólitíkin er sömu skoðunar; Samfylkingin er að þurrkast út þar sem hún hefur talað fyrir því að ekki sé meira hægt að gera fyrir heimilin í landinu. Helgi Hjörvar, sem veit sínu viti í pólitík, skynjar þetta og er farinn í prívatleiðangur innan stjórnarliðsins til að berjast fyrir leiðréttingu þeirra sem hafa verðtryggð lán. Fleiri Samfylkingarmenn munu fylgja í kjölfarið.

En Fréttablaðið herðist í andstöðu sinni. Hvernig skyldi standa á því?

Af hverju er eins og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sé settur í að skrifa leiðara Fréttablaðsins dag eftir dag?

Ertu með athyglisverða ábendingu sem gæti átt heima á Kaffistofu Pressunnar?
Sendu okkur póst á kaffistofan@pressan.is - fyllsta trúnaðar gætt.28.jún. 2013 - 16:31 Kaffistofan

Uppsagnir á Fréttablaðinu

Mikael Torfason er aðalritstjóri Fréttablaðsins. Ekkert lát virðist á fregnum af uppsögnum hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað hjá fjölmiðlarisanum að undanförnu; nýtt fólk ráðið til starfa, sumir starfsmenn hafa í kjölfarið sagt upp störfum og aðrir hafa fengið reisupassann. Í dag bættust fleiri í hóp brottrekinna starfsmanna.
26.jún. 2013 - 15:51 Kaffistofan

Hver er sjálfum sér næstur

Guðlaugur Sverrisson. Áhyggjur Samtaka atvinnulífsins af áformum um leiðréttingar á skuldum heimilanna, komu til umræðu á kaffistofunni í morgun.
24.jún. 2013 - 15:47 Kaffistofan

Arðsemin er málið

Árni Hauksson stjórnarformaður Haga. Alþýðusamband Íslands birti verðkönnun í dag sem sýnir að lágvöruverðsverslanir hafa hækkað vöruverð hjá sér meira en aðrar verslanir. Af könnunum ASÍ að dæma hefur vöruverð í landinu hækkað umtalsvert undanfarna mánuði.
21.jún. 2013 - 13:28 Kaffistofan

Atlagan að Steinunni

Innan Samfylkingarinnar heyrist nú ríkur vilji til uppgjörs og endurnýjunar í kjölfar hörmulegrar útreiðar flokksins í alþingiskosningunum, þar sem hann setti Íslandsmet í fylgistapi.
17.jún. 2013 - 22:00 Kaffistofan

Hvað veldur?

Óhætt er að segja að hátíðarræða forsætisráðherra í tilefni Þjóðhátíðardagsins hafi vakið mikla athygli í dag og deilur. Virðast menn annað hvort ákaflega hrifnir af orðum forsætisráðherra, eða finna þeim flest til foráttu.
13.jún. 2013 - 10:17 Kaffistofan

Ætli þeim líði vel?

Jón Þór Sturluson, nýr aðstoðarforstjóri FME. Ekki var að sjá að ráðning nýs aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) í gær hafi valdið sérstökum titringi í stjórnkerfinu né stjórnmálunum á Íslandi, en dr. Jón Þór Sturluson varð fyrir valinu í embættið eftir mikið og ítarlegt ráðningarferli.
11.jún. 2013 - 10:06 Kaffistofan

Bravó!

Á kaffistofunni voru menn á einu máli um að tveir menn hafi átt sviðið í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi, þar sem fjöldi nýrra þingmanna settist í hina frægu stóla við Austurvöll.
06.jún. 2013 - 21:00 Kaffistofan

Ómetanlegur stuðningur

Innanbúðarmenn í stjórnarflokkunum sem litu við á kaffistofunni nú síðdegis, segja að forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi ekki trúað sínum eigin eyrum þegar þeir hlýddu á ávarp forseta Íslands við setningu Alþingis í dag.
01.jún. 2013 - 17:29 Kaffistofan

Skrítin tík

Íslensk stjórnmál er stundum skrítið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að skilja lögmálin sem gilda á þeim vettvangi, einsog dæmin sanna í nútíð og fortíð.
23.maí 2013 - 13:32 Kaffistofan

Masókismi að vera í pólitík?

Guðfinnur Sigurvinsson er undrandi einsog fleiri á umræðunni. Pólitíkin er vanþakklátur bransi, um það eru víst flestir sammála.
22.maí 2013 - 14:30 Kaffistofan

Friður um Bjarna

Oft er sagt að vika sé langur tími í pólitík og í tilfelli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á það svo sannarlega við.
21.maí 2013 - 15:27 Kaffistofan

Inngrip Ingibjargar

Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi 365. Á kaffistofunni barst talið í morgun að umtöluðum pistli Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda sem birtist á Eyjunni um helgina og sneri að starfslokum hennar hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365.
15.maí 2013 - 13:05 Kaffistofan

Getum við notað peningana í annað?

Hermann Guðmundsson. Peningamagn í umferð kom til tals á kaffistofunni í morgun og sú staðreynd að annars vegar er fullyrt þessa dagana að gríðarlegt fjármagn sé í umferð innan gjaldeyrishafta hér á landi og þurfi hlutverk, eigi það ekki að þróast yfir í bólu og hins vegar er kvartað yfir því að lánsfé sé ekki í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og innspýtingu fjármagns þurfi til að setja af stað hin margfrægu hjól atvinnulífsisns.
13.maí 2013 - 22:02 Kaffistofan

Les ekki bækur

Óhætt er að segja að blaðakonan skemmtilega, Kolbrún Bergþórsdóttir, hafi kramið mörg hjörtu knattspyrnuunnenda í dag með pistli sínum um viðbrögð karlmanna við tíðindunum af brotthvarfi Sir Alex Ferguson.
07.maí 2013 - 09:03 Kaffistofan

Eignatjón heimilanna

Guðmundur Einarsson fv. framkvæmdastjóri. Gestir á kaffistofunni hafa ákveðnar skoðanir á umræðunni um skuldamál heimilanna, eins og gildir víst um flesta landsmenn.
04.maí 2013 - 09:39 Kaffistofan

Sigmundur Davíð treystir á Guð og góða menn

Dr. Sigurður Hannesson Á kaffistofunni hafa margir undrast hina fjölmörgu biðleiki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og er mikið bollalagt um hvað þeir eigi að þýða.
01.maí 2013 - 18:01 Kaffistofan

Svarar Þorgerður Katrín kallinu?

Á kaffistofuna komu kátir sjálfstæðismenn úr Hafnarfirði, brakandi ferskir úr kosningabaráttu í Suðvesturkjördæmi og telja sig komna með kandídat í bæjarstjórastólinn í Hafnarfirði.
28.apr. 2013 - 20:50 Kaffistofan

Byggjum brýr, sprengjum brýr

Innan Samfylkingarinnar logar nú allt stafna á milli eftir ótrúlega vond kosningaúrslit gærdagsins sem urðu að lokum sannkallaðar hamfarir og fara í sögubækurnar sem mesta fylgishrun stjórnarflokks í Íslandssögunni.
26.apr. 2013 - 14:34 Kaffistofan

Draumurinn sem rættist, eða ekki

Mjög er nú tekist á um atkvæðin á lokaspretti kosningabaráttunnar, eins og nærri má geta. Vinstri megin við miðju er slagurinn óvenju illskeyttur, því framboðin eru mörg og flokkar bæði að berjast við að komast yfir 5% múrinn og einstakir þingmenn að berjast fyrir starfi sínu á næsta kjörtímabili.
24.apr. 2013 - 21:19 Kaffistofan

Borgar Björn?

Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta í borgarstjórn hvert kjörtímabilið á fætur öðru og ekki var óalgengt að fylgi flokksins væri á bilinu 50 til 60 prósent.
23.apr. 2013 - 08:08 Kaffistofan

Yfirlýsing frá Guðlaugi Þór


16.apr. 2013 - 10:26 Kaffistofan

Björt framtíð?

Áhugaverða auglýsingu var að finna í einkamáladálki Fréttablaðsins í dag.
13.apr. 2013 - 14:12 Kaffistofan

Lyfjapróf?

Hrafn Jökulsson blaðamaður og skákfrömuður er mikill húmoristi, einsog alþjóð veit. Á fésbókarsíðu sinni veltir hann fyrir sér hvað í ósköpunum Bjarni hafi átt við með þessum ummælum sínum og deilir með okkur niðurstöðum sínum, sem hann fékk með aðstoð Google Translate.
10.apr. 2013 - 15:21 Kaffistofan

Titringur vegna nýrrar bókar

Á kaffistofuna hafa borist þær fregnir að ný bók eftir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómara sé væntanleg fyrir helgi.
05.apr. 2013 - 09:50 Kaffistofan

Fylgislausir formenn

Það er hægt að segja svo ótalmargt um þau tíðindi sem birtast landsmönnum í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri þessa dagana, en á kaffistofunni bentu menn í morgun á að Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn væru sannarlega ekki í einokunaraðstöðu þessa dagana þegar kemur að krísum og vandræðum.
02.apr. 2013 - 22:54 Kaffistofan

Davíð Oddsson og fylgishrunið

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum undanfarna daga hefur valdið mörgum dyggum sjálfstæðismanninum sálarangist og innantökum.
01.apr. 2013 - 19:52 Kaffistofan

Hvað er að frétta í Árósum?

Íbúar borgarinnar Árósa á Jótlandi eru ríflega þrjú hundruð þúsund, ef taldir eru með þeir sem búa í nágrenni borgarinnar. Það er svipaður fjöldi og býr á Íslandi.
31.mar. 2013 - 17:27 Kaffistofan

Framsókn Svavars og Sighvats

Maður nokkur leit við á kaffistofunni, prúðbúinn á helgum degi og sagðist vera búinn að ákveða hvað hann ætli að kjósa í kosningunum undir lok mánaðarins.
27.mar. 2013 - 19:19 Kaffistofan

Miklu stærra en Icesave

Óli Björn Kárason segir þetta stærra mál en Icesave. Fréttir undanfarinna daga þess efnis að óformlegar viðræður séu hafnar millum stjórnvalda, lífeyrissjóðanna og vogunarsjóða um sölu á bönkunum og uppgjör jöklabréfa hafa vakið mikla athygli.
26.mar. 2013 - 22:46 Kaffistofan

Er það góður díll?

Reyndur maður úr íslensku fjármálalífi leit við á kaffistofunni í dag og hafði sögu að segja.
24.mar. 2013 - 19:22 Kaffistofan

Villi verðtrygging

Vilhjálmur Bjarnason: Villi banka eða Villi verðtrygging? Vestmannaeyingar sem komnir eru til vits og ára kannast vel við Villa banka, Vilhjálm Bjarnason sem lengi var bankastjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyjum. Í seinni tíð hefur Vilhjálmur orðið þekktur sem aðjúnkt og síðar lektor við Háskólann, auk þess sem hann hefur lengi verið í forystu fyrir Samtök fjárfesta.
21.mar. 2013 - 07:59 Kaffistofan

Hræðsluáróður er ekki nýr

Afstaðan til aðildar Íslands að Evrópusambandinu klýfur ekki aðeins flokka, heldur eru einnig (að sjálfsögðu) um hana skiptar skoðanir innan margra fjölskyldna.
18.mar. 2013 - 11:16 Kaffistofan

Skandall

Brynjari Níelssyni finnst freklega framhjá sér gengið. Í aðdraganda kosninga gera fjölmiðlar ýmislegt til að sýna frambjóðendur í nýju ljósi. Dæmi um þetta er umfjöllun DV í dag, þar sem álitsgjafar tilnefna best klæddu stjórnmálamennina.
15.mar. 2013 - 20:39 Kaffistofan

Framsókn í vörn og sókn

Dagurinn var býsna fjörlegur hjá framsóknarmönnum og hófst með athyglisverðri snerru í þinghúsinu sem setti flokkinn tímabundið í bullandi vörn. Meðan undið var ofan af því og viðbrögð skipulögð bárust fregnir af tveimur ótrúlega hagfelldum skoðanakönnunum sem gerðu það að verkum að þessi fylgismenn þessa aldna stjórnmálaflokks fara syngjandi kátir inn í helgina.

 


12.mar. 2013 - 17:25 Kaffistofan

Þegar skáldum er mikið niðri fyrir

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vinstri menn á Íslandi eru óskaplega viðkvæmir fyrir flestu því sem kemur frá Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra.
08.mar. 2013 - 15:33 Kaffistofan

Ágætur árangur

Júlíus Þorfinnsson skoraði mörkin hér áður með KR. Hann er nú forstjóri Stoða. Aðalfundur Stoða (áður FL Group) var haldinn í vikunni.
05.mar. 2013 - 20:14 Kaffistofan

Ný kynslóð komin til áhrifa

Ljósmynd Einars Þorsteinssonar fréttamanns á Ríkisútvarpinu barst á kaffistofuna nú síðdegis, en hún er tekin á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna í alþingishúsinu þar sem leitast var við að finna lausn á deilum um stjórnarskrármálið og afgreiðslu annarra þingmála.
04.mar. 2013 - 15:13 Kaffistofan

Laddi lengir lífið

Á kaffistofuna hafa borist þær gleðifregnir, að æfingar séu hafnar á nýjum íslenskum einleik eftir Karl Ágúst, Sigga Sigurjóns og Ladda.
03.mar. 2013 - 15:09 Kaffistofan

Í fjarlægri framtíð

Á kaffistofunni rákumst við nýskeð á skemmtilega úrklippu úr blaðinu Faxa frá árinu 1968.
01.mar. 2013 - 09:35 Kaffistofan

Beint í mark

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur mátt þola ýmsar háðsglósur á stuttum stjórnmálaferli. Þessa dagana gera ekki margir grín að honum. Við tökum Framsóknarflokkinn næst fyrir hér á kaffistofunni í almennum pælingum um stöðu flokkanna og framboða í aðdraganda kosninga.
26.feb. 2013 - 12:12 Kaffistofan

Veskið skiptir miklu máli

Nú þegar stjórnmálaflokkarnir hafa allir haldið landsfundi sína, forysta þeirra fengið nýtt eða endurnýjað umboð og framboðslistar allskonar flokka óðum að taka á sig mynd, er ekki úr vegi að staldra aðeins við og líta yfir sviðið.
24.feb. 2013 - 16:48 Kaffistofan

Lok, lok og læs

Sjálfstæðismenn fara býsna brattir heim af landsfundi sem í heildina þykir hafa tekist nokkuð vel. En hvað þýðir útkoman á landsfundinum fyrir hið pólitíska landslag?
22.feb. 2013 - 13:57 Kaffistofan

Bragi hættur við framboð

Þrátt fyrir miklar og augljósar vinsældir, ætlar Bragi bóksali að neita sér um að bjóða sig fram sem varaformaður Vinstri grænna. Bragi bóksali Kristjónsson er með skemmtilegri mönnum og fer oft á kostum á fésbókinni.
21.feb. 2013 - 10:25 Kaffistofan

Hvað er erfiðast að segja?

Sá snjalli tónlistarmaður Reginald Kenneth Dwight, sem þekktari er undir listamannsnafninu Elton John, orti eitt sinn ljóð og lag undir yfirskriftinni: Sorry seems to be the hardest word.
20.feb. 2013 - 17:41 Kaffistofan

Hreyfingin hefur fengið nóg

Þór Saari er reiður. Mjög reiður. Gífurleg reiði mun vera meðal þingmanna Hreyfingarinnar nú þegar allt útlit er fyrir að stjórnarflokkarnir hafi játað sig sigraða í stjórnarskrármálinu.
19.feb. 2013 - 09:38 Kaffistofan

Katrín eða Þorgerður Katrín?

Á kaffistofunni hafa menn sjálfsagt líkt og víðar lengi bundið vonir við að meiri þroska og virðingar fari að gæta í pólitískri umræðu hér á landi.
18.feb. 2013 - 15:00 Kaffistofan

Kristinn þá og Kristinn nú

Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður hefur komið sterkur inn í umræður um verðtrygginguna að undanförnu og sakað þá sem vilja hana burt um lýðskrum og vinsældapólitík.
17.feb. 2013 - 16:06 Kaffistofan

Vinstri rómans

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að pólitískar skoðanir þurfi ekki að þvælast fyrir fólki í einkalífinu og sem betur fer. Mörg þekkt dæmi eru um pör og hjón sem eru á öndverðum pólitískum meiði, hafa jafnvel boðið sig fram fyrir sitthvorn flokkinn í kosningum.
15.feb. 2013 - 11:40 Kaffistofan

Er frost? Frosti reddar því

Frosti Sigurjónsson athafnamaður er kominn á fullt í pólitíkinni, enda oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
14.feb. 2013 - 11:21 Kaffistofan

Tilvitnun dagsins

Umræðan um skuldavanda heimilanna er ekki ný af nálinni hér á landi, en óneitanlega hefur mörgum þótt heldur lítið hafa orðið úr fyrirheitum stjórnvalda um Skjaldborg fyrir heimilin.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 26.8.2014
Maðurinn með hattinn, hann á engan aur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.8.2014
Skylda til tilkynningar um hljóðritun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.8.2014
Blómið í hóffarinu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.8.2014
Ótrúleg aðför að Hönnu Birnu
Fleiri pressupennar