22. maí 2012 - 09:42Brynjar Eldon Geirsson

Þeir bestu hefja leik í Leirunni

BEG

Um helgina fer fram fyrsta stigamót GSÍ í Leirunni Keflavík og eru flestir af okkar bestu leikmönnum skráðir til leiks. Leiknar verða 54 holur á þremur dögum og mun mótið hefjast á föstudag. Það er því tilvalið fyrir áhugamenn um golf að renna suður með sjó og bera okkar bestu leikmenn augum auk þess að fá sér kaffi í golfskálanum í Leirunni. Fyrsta stigamóti unglinga lauk um helgina og þar voru frábær skor að líta dagsins ljós og má því segja að íslenskt golf lofi góðu í ár og það verður áhugavert að sjá hvaða leikmenn koma sterkir til leiks um helgina hjá þeim fullorðnu.

Um að gera að sjá hvernig okkar bestu leikmenn bera sig að á frábærum golfvelli eins og Leirunni, látið sjá ykkur og styðjið ykkar fólk í fyrsta móti ársins hjá þeim bestu.

 

Vefmyndavél GS
28.mar. 2015 - 17:08

Draumaendurkoma Eiðs Smára – Íslensku strákarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um EM sæti

Íslenska liðið fagnar marki Eiðs Smára í Astana. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gefur ekkert eftir í baráttunni um sæti á EM í Frakklandi. Í þetta skiptið var það lið Kasakstan sem þurfti að lúta í gras fyrir íslensku mulningsvélinni.
28.mar. 2015 - 15:26

Eiður Smári búinn að skora - 25 markið fyrir Ísland - MYNDBAND

Eiður Smári Guðjohnsen sem er að spila sinn fyrsta leik fyrir Ísland síðan árið 2013 er búinn að skora fyrir Ísland gegn Kasakstan á útivelli í undankeppni Evrópumótsins. Er þetta 25 mark Eiðs fyrir Ísland.
28.mar. 2015 - 11:00

Dýru verði keypt að leyfa bardagaíþróttir – Iðkendur þurfa að gera ráð fyrir fötlun í kjölfarið

Hyggist Alþingi leyfa bardagaíþróttir hér á landi, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns, verður það jafnframt að tryggja að til staðar verði viðegiandi úrræði fyrir þá sem hugsanlega munu slasast við að stunda slíkar íþróttir og glíma við varanlega fötlun vegna þess. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir þeim mikla skaða sem höfuðhögg geta valdið.
28.mar. 2015 - 08:00

Hvað segja sérfræðingarnir um leikinn gegn Kasakstan - endurkomu Eiðs Smára og barnalánið hjá Aroni?

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Kasakstan í dag á útivelli í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland sem á góða möguleika á að komast í úrslit EM í fyrsta sinn í sögunni - en Kasakstan er í neðsta sæti riðilsins. Ísland er í öðru sæti riðilsins eftir fjórar umferðir með 9 stig en Tékkar eru efstir með 12 stig og Hollendingar í því þriðja með 6 stig.
27.mar. 2015 - 10:24

Erfitt að missa af fæðingu frumburðarins segir Aron Einar fyrirliði íslenska landsliðsins

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið erfitt að hafa misst af fæðingu frumburðar síns og unnustu hans Kristbjörgu Jónasdóttur sem fæddist í gærmorgun. Í viðtali við RÚV segir Aron að hann hafi reynt að vera eins lengi og hann gat í Cardiff í Wales þar sem býr ásamt Kristbjörgu.
26.mar. 2015 - 16:28

Myndband: Ótrúlegt skot hjá níu ára körfuboltastrák

Það sem sést í þessu myndbandi sést ekki oft í körfuboltaleik - og allra síst þar sem leikmennirnir eru í þriðja bekk í grunnskóla. Tyrik Petway á meðal þeirra allra efnilegustu í íþróttinni í Bandaríkjunum og hann sýndi skemmtilega takta í leik þar sem Allentown Arrows og Bowie Bulldogs áttust við í úrslitaleik í AAA barna-deildinni.
26.mar. 2015 - 11:30

Ótrúleg tölfræði hjá Arsene Wenger - 156 knattspyrnustjórar hafa verið reknir frá því hann tók við Arsenal

Frá því að Arsène Wenger tók við sem knattspyrnustjóri hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal árið 1996 hafa allir aðrir klúbbar í deildinni skipt um knattspyrnustjóra í það minnsta tvívegis.
25.mar. 2015 - 07:55

Efnilegir leikmenn týnast í stóru svartholi – Phil Neville gagnrýnir knattspyrnustjóra

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um gæði ensku úrvalsdeildarinnar og þá möguleika sem ungir enskir knattspyrnumenn eiga að komast í bestu liðin. Skiptar skoðanir eru um þetta mál.
25.mar. 2015 - 07:49

Það kostar sitt að horfa á bardaga Mayweather og Pacquiao

Hnefaleikabardagi þeirra Floyd Mayweather og Manny Pacquiao sem fram fer 2. maí n.k. verður dýrasti einstaki íþróttaviðburðurinn sem seldur hefur verið í áskriftarsjónvarpi á Bretlandseyjum.
24.mar. 2015 - 14:00

Eiður fær mikið hrós frá yfirmanni sínum – „allt er mögulegt – líka þegar þú ert 36 ára“

Neil Lennon knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Bolton Wanderers er hæstánægður með Eið Smára Guðjohnsen leikmann liðsins. Lennon segir í viðtali við staðarblaðið Bolton News að íslenska landsliðsmanninum standi til boða nýr samningur ef hann hafi áhuga á að vera áfram hjá liðinu. 
24.mar. 2015 - 00:01

Englendingar vilja herða „kvótareglurnar“ á erlenda leikmenn - Harry Kane er fyrirmyndin

Greg Dyke formaður enska knattspyrnusambandsins er ekki sáttur við þá stöðu sem enska knattspyrnan er í þessa stundina. Hann er á þeirri skoðun að of margir erlendir leikmenn séu í ensku knattspyrnunni og hann telur að setja þurfi kvóta á erlenda leikmenn. Dyke segir að mikil hætta sé á því að enska knattspyrnan glati sérkennum sínum og Englendingar missi áhugann á þjóðaríþróttinni.
23.mar. 2015 - 09:30

Pele var lengur inn á Anfield en Steven Gerrard

Steven Gerrard var helsta fréttaefnið um helgina í ensku knattspyrnunni. Fyrirliði Liverpool var rekinn af leikvelli eftir aðeins 38 sekúndur í upphafi síðari hálfleiks í grannaslagnum gegn Manchester United. Gerrard kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks og fékk rautt spjald fyrir að stíga á Ander Herrera. Brasilíumaðurinn Pelé var heiðursgestur á leiknum og hann var lengur inná vellinum í hálfleik en Gerrard.
21.mar. 2015 - 20:30

Nokkur ráð fyrir þá sem þrá að verða hlauparar en finnst erfitt að hlaupa

Ert þú ekki ein af þessum manneskjum sem spretta upp eins og fjöður úr rúminu á morgnana og vilja fara að hreyfa sig? Finnst þér miklu eðlilegra að liggja áfram í rúminu? Horfirðu stundum öfundaraugum á skokkara sem fara framhjá glugganum og langar að vera í þeirra hópi - en það er bara svo djöfull erfitt?
21.mar. 2015 - 11:50

Messi er æðra máttarvald sem skiptir sköpum – sérfræðingar spá í stórleik helgarinnar „El Clasico“

Það ríkir mikil spenna fyrir stórleiknum í spænsku deildinni sem fram fer á sunnudaginn. Þar eigast við Barcelona og Real Madrid í hinum eina sanna „El Clasico“. Barcelona er efst í deildinni með 65 stig en Real Madrid er einu stig á eftir.
21.mar. 2015 - 10:19

Neville telur að ensku liðin séu að missa af lestinni – skortir vilja, þrek og ákefð

Þegar dregið var í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu s.l. föstudag var ekkert lið frá Englandi í pottinum. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum þar sem þessi staða kemur upp. Manchester City, Arsenal og Chelsea féllu úr keppni í 16-liða úrslitum keppninnar.
20.mar. 2015 - 16:37

Spánarslagur í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar – Barcelona mætir PSG

Evrópumeistaralið Real Madrid frá Spáni mætir Atletico Madrid í grannaslag í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu – en dregið var fyrr í dag. Þessi lið mættust í úrslitum keppninnar í fyrra.
Franska liðið PSG, sem sló út enska liðið Chelsea, fær risaverkefni gegn Barcelona á Spáni.
Mónakó frá Frakklandi mætir Juventus frá Ítalíu – og þýsku meistararnir Bayern München fær Porto frá Portúgal.
20.mar. 2015 - 15:55

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - mögnuð augnablik frá mörgum heimshornum

Ljósmyndarar Getty náðu frábærum myndum af fjölmörgum íþróttaviðburðum sem fram fóru í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta og er íþróttaflóran fjölbreytt að venju. 
19.mar. 2015 - 11:10

Golfsambandið leggst gegn tillögu um seinkun klukkunnar

Golfsamband Íslands leggst, að hluta til, eindregið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Þetta kemur fram í umsögn GSÍ sem send var til Velferðarnefndar Alþingis.
19.mar. 2015 - 09:15

Tenniskappar fagna því að Odesnik fékk 15 ára keppnisbann vegna lyfjanotkunar

Wayne Odesnik er ekki þekktasti tennisíþróttamaður veraldar en nafn hans er í dag á flestum forsíðum fréttamiðla. Hinn 29 ára gamli Odesnik var í gær úrskurðaður í 15 ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófum í desember og janúar s.l.
18.mar. 2015 - 10:09

Reynir og Guðmundur útnefndir heiðursfélagar á 50 ára afmælishófi Leynis

Golfklúbburinn Leynir hélt upp á 50 ára afmæli klúbbsins s.l. sunnuudag. Félagsmenn fögnuðu tímamótunum með glæsilegri veislu í golfskálanum við Garðavöll á Akranesi. Við þetta tilefni voru tveir félagsmenn útnefndir heiðursfélagar en þeir eru Reynir Þorsteinsson og Guðmundur Valdimarsson.
18.mar. 2015 - 08:56 Sigurður Elvar

Slakur árangur enskra liða í Meistaradeildinni er áhyggjuefni fyrir ímynd ensku úrvalsdeildarinnar

Það gengur ekki vel í Meistaradeild Evrópu hjá ensku knattspyrnuliðunum á þessu tímabili. Arsenal undir stjórn Frakkans Arsène Wenger féll úr leik í gær gegn Mónakó sem Wenger þjálfaði áður. Chelsea, undir stjórn José Mourinho, varð einnig að sætta sig við að falla úr leik gegn frönsku liði en PSG komst áfram á kostnað Chelsea.
17.mar. 2015 - 16:00

Spænsk lið eru best á kvöldin en þau ensku um miðjan dag – áhugaverð rannsókn á svefnvenjum íþróttafólks

Líkamsklukkan sem stýrir svefn – og vökutíma hjá einstaklingum er mismunandi. Ný rannsókn hefur leitt það í ljós að gríðarlegur munur getur verið á árangri íþróttafólks eftir því á hvaða tíma sólarhringsins þau keppa. Rannsóknarteymi við háskólann í Birmingham hefur komist að þeirri niðurstöðu að munurinn geti verið allt að 26%, 
17.mar. 2015 - 15:54

Lélegasta knattspyrnulandslið heims heldur sigurgöngu sinni áfram – Bhutan komst í riðlakeppni HM 2018

Bhutan, sem hefur setið í neðsta sæti styrkleikalista FIFA á undanförnum misserum, er á sigurbraut þessa dagana. Karlalandsliðið í knattspyrnu sem hefur verið óumdeilt slakasta landslið heims hefur nú unnið tvo leiki í röð og tryggt sér sæti í riðlakeppni heimsmeistaramótsins 2018.
16.mar. 2015 - 15:54 Sigurður Elvar

Eiður Smári í landsliðið á ný? – markahæsti leikmaður Íslands verður líklega í hópnum gegn Kasakstan

Eiður Smári Guðjohnsen verður í landsliðshóp Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM sem fram fer þann 28. mars samkvæmt heimildum Vísis. Landsliðshópurinn verður tilkynntur á föstudaginn en Vísir hefur heimildir fyrir því að búið sé að sækja um vegabréfsáritun fyrir markahæsta leikmann íslenska knattspyrnulandsliðsins frá upphafi.
16.mar. 2015 - 10:40

Frábær sigur hjá Guðmundi í keppni við þá bestu í háskólagolfinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék frábært golf á Seminole Intercollegiate háskólamótinu sem lauk í gær í Bandaríkjunum.  Guðmundur gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu en hann lék á 17 höggum undir  á 54 holum sem er gríðarlega gott skor. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst sigrar á háskólamóti en hann er á lokaári sínu hjá East Tennesse State háskólaliðinu.
13.mar. 2015 - 19:00

Hleypur eins og vindurinn þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóm – þetta myndband framkallar gæsahúð!

Kayla Montgomery, er 18 ára og hún er í fremstu röð í sínum aldursflokki í langhlaupum í Bandaríkjunum. Árangur Montgomery hefur vakið mikla athygli þar sem að hún greindist með MS sjúkdóminn fyrir þremur árum. Þrátt fyrir sjúkdóminn hefur Montgomery haldið áfram að bæta sig en hún getur ekki staðið á eigin fótum eftir að hún kemur yfir marklínuna. Þar tekur þjálfari hennar á móti henni og grípur hana.
12.mar. 2015 - 08:20 Sigurður Elvar

Zlatan líkir leikmönnum Chelsea við börn – PSG sló Chelsea út í Meistaradeildinni

Zlatan Ibrahimovic getur þakkað liðsfélögum sínum í franska liðinu PSG fyrir að liðið er enn með í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli liðsins í gær gegn Chelsea. Sænski landsliðsframherjinn fékk rautt spjald á 30 mínútu sem var nokkuð umdeilt en hann var ósáttur við viðbrögð leikmanna Chelsea eftir að hann braut á Brasilíumanninum Oscar.
12.mar. 2015 - 00:20

Ótrúleg útskýring á fólskulegri árás – þjálfari sparkaði 7 ára dreng niður í fótboltaleik

Valentin Pavlov ætti ekki að koma nálægt þjálfun barna í knattspyrnu miðað við ótrúlegt dómgreindarleysi sem hann sýndi. Pavlov er þjálfari 7 ára drengja liðs í Moskvu í Rússlandi og hann sparkaði niður 7 ára gamlan dreng við hliðarlínuna í leik á dögunum.
11.mar. 2015 - 08:09 Sigurður Elvar

Carlo Ancelotti baðst afsökunar á lélegum leik Evrópumeistaraliðs Real Madrid eftir 4-3 tap

Real Madrid á skilið að vera gagnrýnt eftir 4-3 tap á heimavelli gegn þýska liðinu Schalke í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu – sagði Carlo Ancelotti þjálfari Evrópumeistaraliðsins frá Spáni í gær. Þrátt fyrir tapið er Real Madrid komið áfram í 8-liða úrslitins ásamt Porto frá Portúgal.
10.mar. 2015 - 10:12

Arjen Robben er ekki gerður úr gleri – meiðslavandræðin úr sögunni með nýrri nálgun

Arjen Robben hefur átt stórkostleg tímabil með Bayern München í Þýskalandi. Hollenski landsliðsmaðurinn náði aldrei að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar hjá Chelsea á Englandi og Real Madrid á Spáni. Meiðsli einkenndu feril hans á Englandi og Spáni – en þýskur sérfræðingur fann lausn á meiðslavandamálum Robben sem hefur varla misst úr leik eftir það.
10.mar. 2015 - 09:08

Tíu létust í þyrluslysi í Argentínu - þrír franskir afreksmenn á meðal þeirra látnu

Tíu manns létust í Argentínu í þyrluslysi í gær við upptökur á raunveruleikaþætti. Tvær þyrlur rákust saman í þessu hörmulega slysi og voru þrír franskir afreksmenn í íþróttum á meðal þeirra sem létust.
09.mar. 2015 - 13:48

Cristiano Ronaldo hefur ekki skorað úr aukaspyrnu síðan í apríl í fyrra

Cristiano Ronaldo hefur í gegnum tíðina skapað þá ímynd að hann sér stórhættulegur í aukaspyrnum með Real Madrid á Spáni og landsliði Portúgals. Ef rýnt er í tölfræðina á undanförnum mánuðum kemur í ljós að Ronaldo ætti kannski að stíga til hliðar þegar kemur að aukaspyrnunum og leyfa liðsfélögum sínum að spreyta sig. Ronaldo hefur nú sparkað boltanum í átt að marki í 51 aukaspyrnu í röð án þess að skora.
08.mar. 2015 - 14:42 Sigurður Elvar

Aníta fimmta í úrslitum á EM – Evrópumet hennar hefði dugað til sigurs

Aníta Hinriksdóttir varð fimmta í úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Prag í Tékklandi. Aníta var um tíma með forystuna í hlaupinu en keppinautar hennar fóru framúr á lokahringnum. 
08.mar. 2015 - 10:45 Sigurður Elvar

Spennan magnast - Úrslitahlaupið hjá Anítu á EM í Prag hefst kl. 14.15 í dag

Aníta Hinriksdóttir keppir í dag kl. 14.15 í úrslitum i 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Prag í Tékklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 19 ára gamla Aníta keppir í úrslitum á stórmóti fullorðinna.
07.mar. 2015 - 10:54

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar vísar enn og aftur í heimahagana með nýju húðflúri

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður enska 1. deildarliðsins Cardiff er ávallt að bæta í húðflúrasafnið. Aron birti í gær nýtt húðflúr sem er staðsett á hægri framhandlegg en þar leika Glerá og Glerárkirkja aðalhlutverkið.
05.mar. 2015 - 17:20 Sigurður Elvar

Glæsileg tilþrif - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar Getty voru á flestum stóru íþróttaviðburðum heims í síðustu viku. Hér fyrir neðan er brot af því besta að þeirra mati og er komið víða við. Þar má nefna skíði, akstursíþróttir, siglingar, fótbolti, golf, hnefaleikar og fleiri íþróttir.
04.mar. 2015 - 09:02 Sigurður Elvar

Tíu ríkustu eigendur enskra úrvalsdeildarliða – Usmanov er í sérflokki

Það eru miklir fjármunir sem velta í gegnum ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu á hverju ári. Það kemur því ekki á óvart að margir af eigendum enskra úrvalsdeildarliða eru á meðal þeirra efnuðustu í heiminum. Forbes tímaritið hefur tekið saman lista yfir ríkustu einstaklinga veraldar og á þeim lista eru margir eigendur enskra úrvalsdeildarliða.  Samtals eru þessir eigendur metnir á um 8400 milljarða kr.
03.mar. 2015 - 07:42 Sigurður Elvar

Olsen laug og dregur allar ásakanirnar um lyfjamál Tiger Woods til baka

Dan Olsen hefur dregið til baka allar ásakanirnar sem hann setti fram í útvarpsviðtali gegn Tiger Woods. Olsen sagðist m.a. hafa heimildir fyrir því að Woods hefði fallið á lyfjaprófi og væri í eins mánaðar keppnisbanni að þeim sökum.  
02.mar. 2015 - 19:45 Sigurður Elvar

Óli Stef svaraði kalli Arons – stefnir á að leika með danska liðinu KIF Kolding

Ólafur Stefánsson mun á næstunni hefja æfingar að nýju sem handknattleiksmaður. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, lagði skóna á hilluna árið 2013, en hann hefur svarað kalli Arons Kristjánssonar þjálfara danska liðsins KIF Kolding. Í samtali við Vísi segir Ólafur að hann ætli að æfa með Kolding og sjá síðan til hvort hann geti hjálpað til hjá liðinu. 
02.mar. 2015 - 10:09 Sigurður Elvar

Féll Tiger á lyfjaprófi? – Olsen með alvarlegar ásakanir

Dan Olsen er lítt þekktur PGA kylfingur en hann hefur sett fram þá kenningu að Tiger Woods hafi fallið á lyfjaprófi og sé að taka út eins mánaðar keppnisbann af þeim sökum. Í útvarpsviðtali á WVFN setur Olsen fram ýmsar kenningar varðandi Woods og segir hann að heimildirnar séu traustar.
02.mar. 2015 - 10:04 Sigurður Elvar

Ótrúleg sigurganga - Jose Mourinho er engum líkur

Jose Mourinho bætti enn einum titli í stórt safn sitt um helgina eftir 2-0 sigur Chelsea gegn Tottenham í úrslitum deildabikarkeppninnar á Wembley. Athygli vakti hvernig Mourinho fagnaði sigrinum. Hann leyndi ekki tilfinningum sínum í leikslok og tók síðan upp símann og hringdi í fjölskyldu sína.
28.feb. 2015 - 09:52

Kaffið frá 10-11 yljar á æfingum í Básum – glæsileg aðstaða

Ómar Örn Friðriksson frá GR og Sigurður Karlsson frá 10-11 fá sér tíu dropa í glæsilegri kaffistofu Bása. Mynd/GR Margir kylfingar hafa lagt ótrúlega miki á sig við æfingar í vetur í æfingaaðstöðunni Básum í Grafarholti. Eins og vitað er hefur veturinn alls ekki verið mildur og það þarf mikinn vilja til þess að takast á við slíkar aðstæður.
27.feb. 2015 - 09:36 Sigurður Elvar

Bestu ljósmyndir Getty - fjölbreytt flóra íþróttagreina í úrvali vikunnar

Að venju var mikið um að vera í íþróttalífinu a heimsvísu í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty voru á flestum þeirra og hér fyrir neðan má sjá bestu myndirnar að þeirra mati. Það er fjölbreytt flóra af íþróttum sem koma við sögu í þessari myndasyrpu.
27.feb. 2015 - 09:17 Sigurður Elvar

Chelsea landaði risasamningi við dekkjaframleiðanda – 8 milljarðar kr. á ári

Chelsea hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af fjármálum á undanförnum árum og nýr risasamningur félagsins við japanska fyrirtækið Yokohama tryggir fjárhagsstoðir toppliðsins í ensku úrvalsdeildinni enn frekar. Yokohama, sem er þekkt fyrir framleiðslu á hjólbörðum, verður aðalsamstarfsaðili Chelsea næstu fimm árin og er samningurinn sá næst stærsti á þessu sviði hjá ensku úrvalsdeildarliði.
27.feb. 2015 - 00:01 Sigurður Elvar

Sigmundur Már verður fyrsti íslenski dómarinn í lokakeppni EM í körfubolta

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA Europe dómari hjá KKÍ, hefur verið tilnefndur af evrópska körfuknattleikssambandinu til að dæma á lokamóti EM, EuroBasket 2015, nú í haust. Þessi útnefning er mikil viðurkenning fyrir íslenskan körfuknattleik og íslenska dómara og er því nú enn einn nýr kaflinn skrifaður í körfuknattleikssögu Íslands.
26.feb. 2015 - 08:41 Sigurður Elvar

Knattspyrnuleikir bannaðir í Grikklandi – stjórnvöld hafa fengið nóg af ofbeldi og slagsmálum

Stjórnvöld í Grikklandi hafa í nógu að snúast við að slökkva elda í efnahagslífinu og þar á bæ er þörf á vinnufriði. Ríkisstjórn Grikklands hefur nú bannað alla knattspyrnuleiki í landinu um óákveðin tíma vegna óláta og ofbeldis á knattspyrnuleikjum að undanförnu.
26.feb. 2015 - 08:08 Sigurður Elvar

Mikil uppbygging framundan hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á næstu árum

Frá vinstri: Gunnar Ingi Björnsson, varaformaður GM, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Guðjón Karl Þórisson formaður GM við undirritun samningsins. Nýverið var skrifað undir samning á milli Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar um þátttöku Mosfellsbæjarí verkefnum til uppbyggingar íþróttamannvirkja á vegum GM á næstu 6 árum. Ný íþróttamiðstöð verður reist miðsvæðis á Hlíðavelli – sem mun hýsa alla þjónustu við félagsmenn.
25.feb. 2015 - 09:42 Sigurður Elvar

Englendingar vilja ekki missa jólatörnina – og Þjóðverjar vilja bætur vegna vetrar HM 2022

Eins og fram kom í gær geta knattspyrnuáhugamenn á Íslandi og víðar „sötrað“ jólabjórinn þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fer fram árið 2022 í Katar. Keppnin á að hefjast 26. nóvember og úrslitaleikurinn fer fram á Þorláksmessu eða 23. desember 2022. Þessi óhefðbundni tímarammi mun setja keppnishaldið í mörgum stærstu deildum heims úr skorðum tímabilið 2022-2023 og tímabilin þar á undan og eftir raskast eitthvað líka. 
25.feb. 2015 - 09:00 Sigurður Elvar

Luis Suarez hefur breyst – vinnusemi og óeigingirni einkenna hinn umdeilda framherja

Luis Suarez hafði fyrir leikinn í gær gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, aðeins skorað 7 mörk í 22 leikjum fyrir Barcelona. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ vaknaði heldur betur til lífsins í gær þegar hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri Barcelona í sínum fyrsta leik á Englandi eftir brotthvarfið frá Liverpool.
24.feb. 2015 - 09:50 Sigurður Elvar

Myndband: Tíu ára sonur LeBron James er með ótrúlega hæfileika í körfuboltaíþróttinni

Það er ljóst að Bronny James, tíu ára gamall sonur LeBron James, á framtíðina fyrir sér í körfuboltaíþróttinni. Faðir hans var á sínum tíma eitt mesta efni sem fram hefur komið í Bandaríkjunu. James hefur verið í fremstu röð í NBA deildinni allt frá því hann kom í deildina árið 2003 þá 19 ára gamall en hann leikur nú með Cleveland Cavaliers.