23. júl. 2012 - 12:31

Stuðningsmenn ÍA ætla ekki að semja níðsöngva um Gary Martin

Við erum ekki vanir að syngja níðsöngva um önnur lið eða leikmenn þeirra, en ég get lofað þér því að það verður ekki klappað fyrir Gary Martin þegar skagamenn mæta KR ingum úti næsta mánudag, segir einn úr harðkjarna hóp stuðningsmanna ÍA.

Hvernig er stemmingin í bænum með þessi félagskipti ? Hún er bara góð enda fólk almennt sátt við að losna við mann sem líkaði aldrei við að búa í bænum og betra að fá pening núna fyrir hann heldur að missa hann seinna.

Er þetta ekki mikill missir fyrir ÍA? Jú, auðvitað Gary er frábær leikmaður og því má ekki gleyma að hann átti stóran þátt í að koma okkur upp en það er enginn stærri en klúbburinn og þannig verður það alltaf uppá skaga.
(11-15) Þ. Þorgrímsson: Korkparket - feb
13.feb. 2016 - 14:50 Ágúst Borgþór Sverrisson

Slæmt tap Man. Utd. verður ekki til að laga stöðu van Gaal

Man. Utd. tapaði í dag á útivelli gegn Southampton, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni. Með tapinu fjarlægist liðið enn úrvalsdeildarsætin fjögur efstu en Man. Utd. var í fimmta sæti fyrir umferðina sem hófst nú um helgina.
12.feb. 2016 - 17:00

Almarr kominn heim reynslunni ríkari

„Það er frábært að vera kominn heim aftur. Ég bjóst alltaf við því að ég myndi einhvern tímann spila fyrir KA aftur en hélt að það yrði seinna á ferlinum en akkúrat núna. En svona æxluðust hlutirnir,“ segir knattspyrnumaðurinn Almarr Ormarsson sem er kominn aftur í KA eftir átta ára fjarveru.
12.feb. 2016 - 14:11 Ágúst Borgþór Sverrisson

Fjögur efstu liðin spila innbyrðis um helgina: Nær Arsenal að minnka forskot Leicester?

Á sunnudag eigast fjögur efstu lið ensku úrvalsdeildarinn í innbyrðisleiknum. Spútník-liðið Leicester er með fimm stiga forystu á toppnum eftir stórkostlegan útisigur á Man. City um síðustu helgi. Á sunnudaginn tekur Arsenal á móti Leicester og getur minnkað forystuna.
12.feb. 2016 - 12:15

Markvörður ÍBV með krabbamein: Eyjamenn sameinast í baráttunni - „Við erum fjölskyldan hans“

„Við erum eins og lítil fjölskylda hérna í Vestmanneyjum. Þetta hefur þjappað okkur mikið saman og ætlum að standa við bakið á Abel í þessu. Það eru allir að hjálpast að.“ Þetta segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, um Abel Dhaira markmann liðsins sem greindist með krabbamein í ristli undir lok síðasta árs.
12.feb. 2016 - 10:55 Ágúst Borgþór Sverrisson

Bikarúrslit í körfubolta á morgun: Tekst Þór að klekkja á KR-risanum?

Bikarúrslitaleikirnir í körfubolta í karla- og kvennaflokki fara fram á morgun, laugardag, í Laugardalshöllinni. Í kvennaflokki keppa Snæfell – Grindavík og í karlaflokki KR – Þór Þorlákshöfn.
12.feb. 2016 - 06:10 Kristján Kristjánsson

Eiður Smári Guðjohnsen gengur væntanlega til liðs við Molde í Noregi

Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í gærkvöldi en allt stefnir í að hann gangi til liðs við félagið. Hann fer í læknisskoðun í dag og ef allt gengur að óskum semur hann við félagið.
12.feb. 2016 - 06:06 Kristján Kristjánsson

Adam Johnson rekinn frá Sunderland vegna kynferðislegrar misnotkunar á barni

Adam Johnson, leikmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið rekinn frá félaginu í kjölfar þess að hann hefur játað sig sekan um kynferðisbrot gegn barni.
11.feb. 2016 - 14:45 Kristján Kristjánsson

Mourinho sagður fá 15 milljónir punda í árslaun hjá Manchester United

Breskir fjölmiðlar eru þess fullvissir að Jose Mourinho muni taka við stjórntaumunum hjá Manchester United í sumar og að Louis van Gaal verði látinn taka pokann sinn. Það eru engir smáaurar í boði fyrir Mourinho eða 15 milljónir punda í árslaun.
11.feb. 2016 - 10:13

Brynjar Eldon ráðinn framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands

Brynjar Eldon Geirsson. Mynd/GSÍ Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót og tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur var golfsambandinu innan handar í ráðningarferlinu. Þetta kemur fram á heimasíðu GSÍ.
10.feb. 2016 - 11:08 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jose Mourinho segist taka við Man. United

Fjölmargir breskir fjölmiðlar segja frá því í dag að þjálfarinn litríki Jose Mourinho hafi skýrt nánum vinum sínum frá því að hann hafi náð samkomulagi við yfirmenn knattspyrnuliðsins Man. United um að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins.

09.feb. 2016 - 14:42 Ágúst Borgþór Sverrisson

Bæði Víkingur og Valur á eftir Gary Martin en hann verður líklega áfram í KR

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Gary Martin kunni að vera á leið frá KR til annars liðs í Pepsi-deildinni en samkvæmt orðum Kristins Kjærnested, formanns knattspyrnudeildar KR, eru allar líkur á því að hann verði áfram í herbúðum Vesturbæjarliðsins.
08.feb. 2016 - 05:20

Denver Broncos unnu Ofurskálina

Denver Broncos fagna sigri. Hin árlegi leikur um Ofurskálina, Super Bowl, fór fram í Kaliforníu í nótt. Þar mættust Carolina Panthers og Denver Broncos. Fyrirfram var lið Carolina Panthers talið sigurstranglegra en það var hins vegar lið Denver Broncos sem kom sá og sigraði og það nokkuð örugglega.
07.feb. 2016 - 15:36 Ágúst Borgþór Sverrisson

Arsenal gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og heldur sér í toppbaráttunni

Arsenal vann í dag mikilvægan útisigur á Bournemouth í Ensku úrvalsdeildinni, 2-0. Bæði mörkin komiu á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik, Mesut Özil skoraði fyrra markið og Alex Oxlade-Chamberlain það síðara.
07.feb. 2016 - 09:41 Ágúst Borgþór Sverrisson

Enski boltinn: Chelsea – Man. United í dag

Tveir stórleikir verða í enska boltanum í dag. Klukkan 13.30 tekur Bournemouth á móti Arsenal. Bournmouth er í 15. sæti deildarinnar en leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir Arsenal í toppbaráttunni.  Með sigri heldur Arsenal sér í þriðja sæti, þremur stigum frá toppliði Leicester. Með tapi fer Arsenal nálægt því að missa af lestinni.
06.feb. 2016 - 14:53

Leicester vann toppuppgjörið og er komið með sex stiga forystu á toppnum

Leicester vann í dag frábæran útisigur á Man. City í uppgjöri tveggja efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni, 3-1. Leicester hefur þar með sex stiga forystu á City og forysta liðsins á toppinn verður aldrei minni en fimm stig eftir umferðina, en Arsenal og Tottenham, sem eru 8 stigum á eftir Leicester eiga bæði eftir að keppa um helgina.
05.feb. 2016 - 15:45 Ágúst Borgþór Sverrisson

Toppuppgjör í enska boltanum: Man. City – Leicester

Leicester lagði Liverpool í vikunni Unnendur ensku knattspyrnunnar eru búnir að taka frá hádegið á laugardag því þá eigast við Man. City og Leicester í toppuppgjöri ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn, sem fer fram í Manchester, hefst kl. 12.45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og erlendum sportstöðvum.
05.feb. 2016 - 10:00

Dagur segir vitleysu að íslenska landsliðið hafi dregist langt aftur úr öðrum – Merkel vill fara í fjallgöngu á Íslandi

Dagur Sigurðsson, landsliðasþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, er ekki sammála þeim sem segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi dregist langt aftur úr öðrum og telur hann að liðið sé enn mjög sterkt. Liðið hafi misst fótanna í einum leik, gegn Hvít-Rússum, og það hafi farið með þetta.
05.feb. 2016 - 09:24

Valdís Þóra verður frá keppni vegna aðgerðar á þumalfingri

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, verður frá keppni í nokkrar vikur vegna aðgerðar sem hún fór í snemma í morgun.
04.feb. 2016 - 17:05 Ágúst Borgþór Sverrisson

Töluverðar breytingar hjá KR: Skipt um fyrirliða – Sagt að ungir leikmann fái aukin tækifæri í sumar

KR fagnar titli fyrir nokkrum árum - í fyrra kom enginn titill Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, telur líklegt að ungir leikmenn fái aukin tækifæri með KR í sumar. KR hefur losað sig við töluvert marga leikmenn í vetur og fengið færri nýja til liðs við sig. Liðið var þó að landa samningi við mjög sterkan leikmann í vikunni.
02.feb. 2016 - 21:59 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester heldur sínu striki og Arsenal dottið niður í fjórða sæti

Leicester heldur enn þriggja stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir mjög góðan heimasigur á Liverpool í kvöld, 2-0. Jamie Vardi skoraði bæði mörkin. Á sama tíma gerði Arsenal markalaust jafntefli við Southampton og er því dottið niður í fjórða sæti, með jafnmörg stig og Tottenham sem vann útisigur á Norwich 0-3.
02.feb. 2016 - 14:50 Ágúst Borgþór Sverrisson

Styrkir Leicester stöðu sína á toppnum? Margir áhugaverðir leikir í enska boltanum í kvöld

Fjölmargir spennandi leikir verða í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Topplið Leicester tekur þá meðal annars á móti Liverpool. Leicester er með þriggja stiga forystu í toppsætinu en Man. City og Arsenal koma næst og eru jöfn að stigum.

01.feb. 2016 - 09:00

Myndasyrpa frá fögnuði Þjóðverja - Dagur fær mikið lof fyrir árangurinn

Dagur Sigurðsson fagnaði Evrópumeistaratitlinum í handknattleik karla í gær þegar Þýskaland sigraði Spánverja í úrslitaleik EM í Póllandi. Dagur er annar íslenski þjálfarinn sem nær að stýra landsliði til sigurs á stórmóti í handknattleik. Þórir Hergeirsson hefur fagnað mörgum titlum á stórmótum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins.
01.feb. 2016 - 08:35

Aron sló í gegn í sínum fyrsta landsleik - myndband og myndasyrpa frá Los Angeles

Bandaríkin unnu 3-2 sigur á Íslandi í vináttulandsleik sem fram fór á StubHub Center vellinum í Carlson í gærkvöld, sunnudag. Fimm íslenskir leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik í leiknum.
Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark Íslands, nýliðinn  Aron Sigurðarson úr Fjölni kom Íslendingum yfir 2-1 með glæsilegu marki en það dugði ekki til. Mörkin úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. 
01.feb. 2016 - 08:04

Stórkostleg myndbönd og samantektir frá X-Games í Aspen

Það voru glæsileg tilþrif sem keppendur á X-games sýndu um helgina í Aspen í Bandaríkjunum. Þar er keppt í 20 mismunandi keppnisgreinum í íþróttum þar sem snjór kemur við sögu. Keppt var á skíðum, snjóbrettum og snjósleðum. Hér fyrir neðan eru samantektir úr ýmsum greinum á X-games og segja myndböndin allt sem segja þarf.

31.jan. 2016 - 18:14

Þjóðverjar Evrópumeistarar: Dagur búinn rita nafn sitt stórum stöfum í þýska íþróttasögu

Þjóðverjar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta eftir stórsigur á Spánverjum í úrslitaleik EM á Póllandi, 24-17. Titill Þjóðverja að þessu sinni eru einhver óvæntustu tíðindi handboltasögunnar vegna þess að Þjóðverjar tefldu fram að virtist hálfgerðu varaliði eftir mikil meiðsli lykilmanna.

31.jan. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Úrslitaleikurinn á EM í handbolta í dag: Tekst Degi að fullkomna kraftaverkið?

Spánverjar og Þjóðverjar leika í dag til úrslita á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Póllandi. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu RÚV sem hefst kl. 16.20.

29.jan. 2016 - 12:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Þýskir fjölmiðlar segja að Dagur hafi breytt þýskum handboltamönnum í Íslendinga

Þetta er klárlega lið sem endurspeglar karakter þjálfarans en hver hefði trúað því að svona margir Germanir gætu breyst í kalda og taugasterka Íslendinga, segja þýskir fjölmiðlar um framgöngu þýska handboltalandsliðsins undir stjórn Íslendingsins Dags Sigurðssonar.

29.jan. 2016 - 08:18

Stórkostleg tilþrif á æfingadögum fyrir X Games í Aspen

Í dag hefjast svokallaðir X Games í Aspen í Bandaríkjunum þar sem keppt er í fjölmörgum greinum á snjó. Leikarnir hafa notið gríðarlegra vinsælda enda eru tilþrifin stórkostleg sem keppendur sýna.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá æfingadögunum sem hafa farið fram að undanförnu þar sem keppendur hafa fínpússað atriði sín. Sjón er sögu ríkari.29.jan. 2016 - 08:07

Tennisspaðinn fær að kenna á því - myndasyrpa

Úrslitin á fyrsta risamóti ársins af alls fjórum í tennisíþróttinni ráðast um helgina í Ástralíu. Mótið á sér langa sögu en leikið er á gerviefni líkt og á Opna bandaríska meistaramótinu. Á hinum risamótunum tveimur er leikið á mismunandi undirlagi. Leirvellir eru notaðir á Opna franska meistaramótinu og grasvellir á Wimbledonmótinu á Englandi.
29.jan. 2016 - 07:58

Nær Serena Williams 22. risatitlinum í Ástralíu?

Serena Williams er ein fremsta íþróttakona allra tíma. Bandaríska tenniskonan leikur til úrslita á Opna ástralska meistaramótinu í tennis um helgina og gæti hún landað 22. risatitlinum í einliðaleik kvenna. Alls hefur hin 34 ára gamla Williams unnið 36 risatitla því hún hefur 13 sinnum sigrað í tvíliðaleik og tvívegis í tvenndarleik. Williams leikur gegn Angelique Kerber frá Þýskalandi í úrslitaleiknum í ár.
28.jan. 2016 - 07:56

Dagur hetja og Guðmundur skúrkur - ótrúleg atburðarás á EM í Póllandi

Noregur, Þýskaland, Króatía og Spánn leika til undanúrslita á föstudaginn á Evrópumeistaramóti karlalandsliða í handknattleik í Póllandi.
27.jan. 2016 - 15:00

Gylfi Þór nýtur sín betur undir stjórn nýrra manna hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson hefur smátt og smátt náð sér á strik með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað alls fimm mörk á tímabilinu í deildinni og þar af þrjú eftir að Garry Monk var leystur undan samningi sínum við félagið sem knattspyrnustjóri.
27.jan. 2016 - 08:37

Handboltaveisla á RÚV í dag - Íslensku þjálfararnir mætast í lokaumferðinni á EM

Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson/Samsett mynd Lokaumferðin í milliriðlunum tveimur á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla fer fram í dag. Alls sex leikir eru á dagskrá og verða fjórir þeirra sýndir á rásum RÚV. Íslensku þjálfararnir Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson mætast þegar Þýskaland og Danmörk eigast við í mikilvægum leik kl. 17.15. Norðmenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem liðið á í höggi við Frakkland en Norðmenn eru í efsta sæti milliriðils 1.
26.jan. 2016 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Allt gengur á afturfótunum í Ólympíulandinu Brasilíu

Frá Brasilíu. Það er óhætt að segja að allt gangi á afturfótunum í Brasilíu þessa dagana en óðum styttist í að Ólympíuleikarnir verði haldnir þar. Ef spilling, stjórnmálalegt og efnahagslegt öngþveiti eru skilyrði fyrir að halda Ólympíuleika þá stendur Brasilía vel að vígi.
26.jan. 2016 - 08:18

Ibrahimovic sat eftir með sárt ennið í kjörinu á íþróttamanni ársins í Svíþjóð

Það ríkir töluverð óánægja í Svíþjóð með þá staðreynd að knattspyrnuhetjan Zlatan Ibrahimovic fékk ekki viðurkenningu hjá sænska íþróttasambandinu þegar verðlaunað var fyrir íþróttaafrek ársins 2015 í Globen í Stokkhólmi í gær.
26.jan. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Magnaður árangur Guðmundar Guðmundssonar með danska landsliðið: 25 sigrar í 30 leikjum

Frá því að Guðmundur Guðmundsson tók við stjórn karlalandsliðs Dana í handbolta fyrir um 20 mánuðum hefur liðið leikið 30 leiki. 25 þeirra hafa unnist, 3 hafa tapast og jafnteflin eru 2. Síðasti sigurinn kom á sunnudaginn þegar sterkt lið Spánverja var lagt að velli í milliriðli EM í Póllandi.
26.jan. 2016 - 07:49

Magnað sjónarspil í úrvalsmyndum vikunnar frá Getty

Að venju var mikið um að vera í íþróttalífinu í Evrópu og víðar í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty voru með myndavélarnar á lofti á öllum stærstu viðburðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta. Úrvalið er fjölbreytt þar sem skíði, golf, knattspyrna, tennis og fleiri íþróttir koma við sögu.
25.jan. 2016 - 08:25

Dagur og Guðmundur í góðri stöðu með sín lið á EM - Norðmenn í dauðafæri

Það er mikil spenna á Evrópumeistaramóti karlalandsliða í handknattleik nú þegar keppni í millriðlum stendur sem hæst. Norðmenn hafa komið gríðarlega á óvart og er liðið í góðri stöðu til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum í fyrsta sinn í sögunni.
25.jan. 2016 - 08:08

Gylfi Þór skoraði mikilvægt mark fyrir Swansea - baráttan harðnar á Englandi

Heil umferð fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark í 2-1 sigri Swansea á útivelli gegn Everton en Swansea er í mikilli fallbaráttu. Þetta var þriðja mark Gylfa Þórs á þessu ári en alls hefur hann skorað fimm mörk á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni.
22.jan. 2016 - 13:15

Aron hættur sem þjálfari íslenska handboltalandsliðsins

Aron Kristjáns­son er hættur störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hann greindi frá þessari ákvörðun á fundi sem Handknattleikssambandið hélt í hádeginu í dag. Aron nýtti sér uppsagnarákvæði í núgildandi samningi hans við HSÍ sem var til ársins 2017.  
22.jan. 2016 - 11:10

Eiður Smári enn samningslaus - hafnaði tilboðum frá Asíu og Evrópu

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er enn samningslaus en hann býst við að mál hans skýrist á allra næstu dögum eða vikum. Eiður Smári segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann hafi nú þegar hafnað tveimur tilboðum, frá liði í Asíu og liði í Evrópu.
21.jan. 2016 - 09:30

Spænsku risarnir í tveimur efstu sætunum yfir tekjuhæstu knattspyrnulið Evrópu

Spænsku knattspyrnurisarnir Real Madrid og Barcelona eru í tveimur efstu sætunum á lista yfir 20 tekjuhæstu knattspyrnulið Evrópu. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte tók listann saman.
20.jan. 2016 - 12:21

Úthlutun úr Forskoti afrekssjóði kylfinga - Ólafía fékk hæsta styrkinn

Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga og fá fimm atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR) og Axel Bóasson úr (GK).
20.jan. 2016 - 10:20

„Gaupi“ vill fá Kristján Ara eða Geir Sveins sem landsliðsþjálfara - HSÍ segir þjálfaramálin vera til skoðunar

Aron Kristjánsson / Mynd-Getty Samningur Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara karlalandsliðsins í handknattleik rennur út árið 2017. Árangur íslenska landsliðsins á EM í Póllandi var slakur og liðið er á heimleið eftir riðlakeppnina og eru miklar líkur á því að nýr þjálfari verði ráðinn þegar samningur Arons rennur út.
20.jan. 2016 - 10:08

Logi Geirsson lyfti lóðum fyrir útsendingu: MYNDBAND

Logi Geirsson handboltakappi vakti mikla athygli í EM - stofunni í gærkvöldi. Ekki bara var Logi orðheppinn og vakti athygli fyrir breiða upphandleggsvöðva, heldur sló myndskeið af Loga líka í gegn þar sem hann sést lyfta lóðum af miklu kappi í sjónvarpssal.  
20.jan. 2016 - 09:07

Guðjón Valur gefur kost á sér áfram - óvissa um framtíð margra lykilmanna eftir martröðina á EM

Mikil óvissa er hjá mörgum lykilmönnum íslenska landsliðsins í handknattleik hvað varðar framtíð þeirra með liðinu. Eftir stórtap liðsins í gær gegn Króatíu á EM í Póllandi gáfu nokkrir þeirra í skyn að þeirra tími með liðinu væri liðinn.
19.jan. 2016 - 21:15

Ísland úr leik eftir afleitan leik gegn Króatíu: Áttum aldrei möguleika

Íslenska landsliðið í handbolta er úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir háðulega útreið gegn Króatíu. 
19.jan. 2016 - 08:01

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - bandarísk tilþrif

Að venju voru ljósmyndarar Getty á flestum íþróttaviðburðum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá Bandaríkjunum.
19.jan. 2016 - 07:50

Magnað myndband frá KKÍ í samvinnu við Félag heyrnarlausra – Hulda syngur „Ég er kominn heim“

Lagið Ferðalok eftir Emmerich Kálmán með texta Jóns Sigurðssonar hefur notið gríðarlega vinsælda á undanförnum misserum. Sérstaklega á stórum viðburðum og hafa stuðningsmenn íslenskra landsliða í mörgum íþróttagreinum sungið lagið við hvert tækifæri.
18.jan. 2016 - 14:00

Skin og skúrir úr enska boltanum - myndasyrpa frá leikjum helgarinnar

Wayne Rooney var hetja Manchester United í gær þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur gegn erkifjendunum frá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal og Leicester eru með 44 stig í tveimur efstu sætunum eftir 22 umferði en Arsenal gerði markalaust jafntefli gegn Stoke á útivelli. Manchester City er í þriðja sæti með 43 stig og Tottenham er í fjórða sæti með 39 stig.

Sena: Eivör jan feb 2016