23. júl. 2012 - 12:31

Stuðningsmenn ÍA ætla ekki að semja níðsöngva um Gary Martin

Við erum ekki vanir að syngja níðsöngva um önnur lið eða leikmenn þeirra, en ég get lofað þér því að það verður ekki klappað fyrir Gary Martin þegar skagamenn mæta KR ingum úti næsta mánudag, segir einn úr harðkjarna hóp stuðningsmanna ÍA.

Hvernig er stemmingin í bænum með þessi félagskipti ? Hún er bara góð enda fólk almennt sátt við að losna við mann sem líkaði aldrei við að búa í bænum og betra að fá pening núna fyrir hann heldur að missa hann seinna.

Er þetta ekki mikill missir fyrir ÍA? Jú, auðvitað Gary er frábær leikmaður og því má ekki gleyma að hann átti stóran þátt í að koma okkur upp en það er enginn stærri en klúbburinn og þannig verður það alltaf uppá skaga.
(21-31)NRS  heilsudrekinn apríl 2016
23.maí 2016 - 15:00 Arnar Örn Ingólfsson

Panta þrefalt meira magn af smokkum nú en fyrir fjórum árum

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Rio de Janeiro munu dreifa 450.000 smokkum á meðal keppenda.

22.maí 2016 - 22:00

Eimskipsmótaröðin: Andri Þór sigraði örugglega á Egils-Gullmótinu

Mynd: golf.is Andri Þór Björnsson úr GR sigraði nokkuð örugglega á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Strandarvelli á Hellu. Andri lék frábært golf þegar mest á reyndi og sigraði með sex högga mun.
22.maí 2016 - 21:00

Eimskipsmótaröðin: Þórdís sigraði á Egils-Gullmótinu eftir bráðabana

Mynd: golf.is Þórdís og Karen Guðnadóttir úr GS háðu mikla baráttu um sigurinn í ágætu veðri á Strandarvelli. Karen náði um tíma tveggja högga forskoti á Þórdísi en það snérist við á 11. og 12. holu. Þórdís jafnaði við Karen og þær voru jafnar eftir 54 holur.
21.maí 2016 - 19:18 Ágúst Borgþór Sverrisson

Manchester United bikarmeistari: Sigurmarkið kom í framlengingu

Jesse Lingaard fagnar sigurmarki sínu (EPA) Manchester United varð í dag enskur bikarmeistari eftir sigur á Crystal Palace í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London, 2-1. Sigurmarkið kom í síðari hálfleik framlengingarinnar en United-menn lentu undir seint í venjulegum leiktíma.
21.maí 2016 - 09:56 Ágúst Borgþór Sverrisson

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í dag: Man. Utd. – Crystal Palace

Manchester United og Crystal Palace leika í dag til úrslita í ensku bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum og hefst kl. 16.30. Manchester United hefur 11 sinum áður unnið bikarkeppnina en Crystal Palace aldrei.
18.maí 2016 - 20:55 Ágúst Borgþór Sverrisson

Draumur Liverpool breyttist í martröð: Sevilla Evrópudeildarmeistari

Spænska liðið Sevilla varð Evrópudeildarmeistari þriðja árið í röð í kvöld með sigri á Liverpool í úrslitaleiknum, 3-1. Með sigri hefði Liverpool komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en núna er hlutskipti liðsins það að vera ekki með í neinni Evrópukeppni á næsta ári.
17.maí 2016 - 10:20 Ágúst Borgþór Sverrisson

Stórleikur í Vesturbænum: Þrír leikir í Pepsi-deildinni í kvöld

KR og Stjarnan mætast í Frostaskjólinu í kvöld í stórleik 4. umferðar Pepsi-deildarinnar og hefst leikurinn kl. 20. Víkingur Ólafsvík er sem stendur í toppsæti deildarinnar en Stjarnan getur endurheimt toppsætið ef liðið leggur KR í kvöld.
15.maí 2016 - 16:32 Ágúst Borgþór Sverrisson

Man. Utd. missti af meistaradeildarsætinu án þess að spila – Arsenal krækti í annað sætið

Sprengjuleitarmaður að störfum á Old Trafford í dag (EPA). Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer í sögubækurnar fyrir annað en knattspyrnu: Leik Man. Utd. og Bournemouth var aflýst vegna sprengjuógnar og var Old Trafford leikvangurinn rýmdur. Leikurinn fer fram síðar.
12.maí 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Geysilega spennandi umferð í Pepsi-deildinni í kvöld

Þriðja umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu verður leikin í kvöld. Þar ber hæst stórleik KR og FH en margir aðrir mjög spennandi leikir eru á dagskrá. Leikur KR og FH verður í Frostaskjóli og hefst kl. 20. Umferðin hefst hins vegar á leik ÍBV og Víkings Ólafsvíkur í Vestmannaeyjum kl. 18
09.maí 2016 - 14:05 Arnar Örn Ingólfsson

Landsliðshópurinn: Eiður Smári fer með

Íslenska landsliðið í knattspyrnu.
Leikmannahópur íslenska landsliðsins í knattspyrnu var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Pressan greindi frá því fyrr í dag, að Lars Lagerback muni láta af störfum eftir Evrópumótið í sumar.

09.maí 2016 - 13:29 Arnar Örn Ingólfsson

Lars hættir sem þjálfari landsliðsins

Lars Lagerback
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ greindi frá því á blaðamannafundi fyrir stundu að Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins mun láta af störfum eftir Evrópumótið í Frakklandi í Sumar. Heimir Hallgrímsson tekur við liðinu.

08.maí 2016 - 22:05 Ágúst Borgþór Sverrisson

Óvænt úrslit í Laugardal – Víkingur Ólafsvík með fullt hús stiga

Annarri umferð Pepsi-deildarinnar lauk í dag og kvöld með fimm leikjum. Á Ólafsvík unnu heimamenn í Víkingi glæstan sigur á Val, 2-1. Tokic skoraði bæði mörk Ólafsvíkinga en Rolf Toft skoraði mark Vals.
08.maí 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Barátta um meistaradeildarsæti

Þrír leikir verða í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klukkan 12:30 keppa Tottenham og Southampton. Tottenham er í öðru sæti deildarinnar og  Southampton í því sjöunda. Satt að segja skiptir leikurinn ekki mjög miklu máli.
08.maí 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Röndóttur Reykjavíkurslagur og Íslandsmeistararnir fara upp á Skaga

Fimm leikir verða í dag og kvöld í 2. Umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu en umferðin hófst í gær með sigri Fjölnis á ÍBV í Grafarvoginum en Fjölnir er nú með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Klukkan 16 í dag keppa Víkingur Ólafsvík og Valur á Ólafsvík.
07.maí 2016 - 16:00

Stefnir á atvinnumennsku

Elías Rafn Ólafsson er markmaður í íslenska unglingalandsliðinu U17 í knattspyrnu. Hann byrjaði að æfa blak fimm ára gamall en einbeitir sér nú að knattspyrnunni. Elías gengur í Smáraskóla, heldur upp á Fast and the Furious myndirnar og veit ekkert betra en medium rare nautasteik með bearnaise
05.maí 2016 - 08:36

Biðin á enda hjá Ólafíu - keppir á sterkustu mótaröð Evrópu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Lalla Meryam mótið fer fram í Marokkó og er leikið á Royal Dar Es Salam vellinum.
03.maí 2016 - 20:51 Ágúst Borgþór Sverrisson

Meistaradeildin: Tvær vítaspyrnur varðar er Atletico Madrid komst í úrslitaleikinn

Guardiola kveður Bayern án þess að vinna Meistaradeildina (EPA)

Atletico Madrid sló í kvöld út þýska liðið FC Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, þrátt fyrir 1-2 tap í leik liðanna í München, en Atletico vann fyrri leikinn 1-0 og komst í úrslitaleikinn vegna útivallarmarksins.

03.maí 2016 - 11:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ögurstund í Meistaradeildinni: Hvort kemst FC Bayern eða Atletico Madrid í úrslitaleikinn?

Þýska stórliðið FC Bayern München tekur á móti spænska liðinu Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrlistum Meistaradeildarinnar. Altetico vann fyrirr leik liðanna í Madrid og getur því tapað leiknum í München með einu marki ef liðinu tekst á skora á velli Þjóðverjanna.
02.maí 2016 - 23:16 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester Englandsmeistari: Leikmenn trylltust af fögnuði – MYNDBAND

Myndbandið hér að neðan sýnir viðbrögð leikmanna Leicester eftir að  Chelsea hafði náð jafntefli gegn Tottenham og Leicester var þar með orðið Englandsmeistari. Gleðin var að vonum mikil í herbúðum Leicester-liðsins, en leikmenn liðsins komu saman og horfðu á leik Chelsea og Tottenham í kvöld.
01.maí 2016 - 21:59 Ágúst Borgþór Sverrisson

Frábær útisigur nýliðanna frá Ólafsvík og Fjölnir vann Val

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar hófst í dag og kvöld. Víkingur frá Ólafsvík vann óvæntan og glæsilegan útisigur gegn Breiðabliki, sem varð í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, 2-1. Þorsteinn Már Ragnarsson kom Ólafsvíkingum yfir í fyrri hálfleik með glæsilegu marki.

01.maí 2016 - 15:05 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester ekki meistari í dag

Man. Utd. og Leicester gerðu í dag 1-1 jafntefli á Old Trafford. Með sigri hefði Leicester tryggt sér Englandsmeistaratitilinn en nú þarf liðið tvö stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér titilinn ef Tottenham vinnur alla sína þrjá leiki.
01.maí 2016 - 11:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag: Íslandsmeistararnir mæta nýliðunum

Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í dag. Mótið verður flautað í Laugardalnum klukkan 16 þegar nýliðarnir í Þrótti taka á móti Íslandsmeisturum FH. Klukkan 17 keppa ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum.


01.maí 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester getur orðið Englandsmeistari á Old Trafford í dag

Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og einn þeirra gæti orðið örlagaríkur. Kl. 11 tekur Swanesa á móti Liverpool en klukkan 13 hefst leikur Man. Utd. og Leicester á Old Trafford. Þegar þremur umferðum er ólokið duga Leicester þrjú stig til að hreppa titilinn. Með sigri gegn Man. Utd. í dag verður Leicester Englandsmeistari.


 

 

28.apr. 2016 - 21:42

KR Íslandsmeistari þriðja árið í röð

KR varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja ári í röð í körfubolta karla eftir sigur á Haukum að Ásvöllum í Hafnarfirði, 80-74. KR vann úrslitaeinvígi liðanna 3:1. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill KR í röð.Leikurinn í kvöld var lengi jafn og spennandi en KR-ingar sigu fram úr á lokamínútunum.
27.apr. 2016 - 10:29

Háspenna í Meistaradeildinni: Atlético Madrid – Bayern München í kvöld

Atlético Madrid tekur í kvöld á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst kl. 18.45. Í gærkvöld gerður Man. City og Real Madrid markalaust jafntefli í fyrri viðureign sinni í undanúrslitum.
25.apr. 2016 - 21:26

KR mistókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn

Haukar unnu KR í kvöld í framlengdum og hádramatískum leik í úrslitaleinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þetta var þriðji leikur liðanna og staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir KR. Með sigri í kvöld hefði KR tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
25.apr. 2016 - 21:02

Tottenham að missa af enska meistaratitlinum: Gerði aðeins jafntefli við WBA

Tottenham náði aðeins jafntefli í kvöld gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn var háður á heimavelli Tottenham. Craig Dawson, leikmaður WBA, gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik og þannig komst Tottenham yfir. Þessi sami leikmaður skoraði hins vegar jöfnunarmark WBA í síðari hálfleik.
25.apr. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

KR getur orðið Íslandsmeistari í kvöld, þriðja árið í röð

KR og Hauka mætast í kvöld í þriðja úrslitaleik sínum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í KR-heimilinu og hefst kl. 19.15. KR hefur unnið tvo fyrri leiki liðanna og getur því tryggt sér titilinn í kvöld.

 


24.apr. 2016 - 17:24 Ágúst Borgþór Sverrisson

Meistarabragur á Leicester: Unnu stórsigur á Swansea

Leicester fagnar marki í leiknum í dag Leicester náði í dag aftur 8 stiga forystu á toppi ensku úrvalseildarinnar – að minnsta kosti tímabundið, er liðið vann stórsigur á Swansea, 4-0. Leicester, sem lék án markamaskínunnar Vardy, sýndi meistaratakta í leiknum og var ákafklega markvisst í aðgerðum sínum.
24.apr. 2016 - 11:54 Ágúst Borgþór Sverrisson

Toppliðið tekur á móti Gylfa Þór og félögum : Leicester getur náð 8 stiga forystu

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klukkan 13 tekur Sunderland á móti Arsenal og kl. 15:15 keppa Leicester og Swansea. Leicester getur með sigri náð tímabundið 8 stiga forsystu en Tottenham, sem er í öðru sæti, á leik á mánudagskvöldið, gegn WBA.

23.apr. 2016 - 18:16 Ágúst Borgþór Sverrisson

Man. Utd. með sigurmark á lokamínútunum

de Gea varði vítaspyrnu Man. Utd. vann í dag dramatískan sigur á Everton í undanúrslitum bikarkeppninnar, 2-1. Martial skoraði sigumarkið á lokamínútunni. Belginn Fellaini kom Man. Utd. yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Í byrjun síðari hálfleik varði David de Gea, markvörður Man. Utd., vítaspyrnu frá Lukaku.
23.apr. 2016 - 16:25 Ágúst Borgþór Sverrisson

Liverpool tapaði niður unnum leik – Man. Utd. og Everton keppa

Fjórir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool undirstrikaði óstöðugleika sinn með klaufalegu jafntefli við Newcastle á heimavelli, 2-2. Liverpool komst í 2-0 forystu í leiknum en Newcastle, sem er í harðri botnbaráttu, náði að jafna.

21.apr. 2016 - 21:16 Ágúst Borgþór Sverrisson

KR Lengjubikarmeistari: Fjörugur úrslitaleikur röndóttra Reykjavíkurliða

Liðin fyrir leik. Mynd: Friðgeir Bergsteinsson

KR vann sigur á Víking í úrslitaleik Lengjubikarsins í Egilshöll í kvöld, 2-0. Leikurinn var mjög fjörugur og bæði lið áttu mörg færi en KR-ingar voru heilt yfir betri. Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR, það fyrra með skalla eftir glæsilega sendingu frá nýliðanum, Valtý Má Michalessyni.

21.apr. 2016 - 20:46 Ágúst Borgþór Sverrisson

Arsenal í þriðja sætið eftir góðan sigur á WBA

Arsenal varð bikarmeistari í fyrra Arsenal vann í kvöld öruggan sigur á WBA í leik sem liðið átti inni á liðin fyrir ofan í deildinni. Bæði mörkin í leiknum skoraði Al­ex­is Sanchez. Arsenal er nú í þriðja sæti deildarinnar með 63 stig. Tottenham er í öðru sæti með 68 stig en Leicest er efst með 73.

 


20.apr. 2016 - 14:40 Kristín Clausen

EM stofa á Ingólfstorgi í sumar: Heimavöllur í hjarta borgarinnar

Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa ætla í samstarfi við KSÍ, Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir að vera með EM stofu á Ingólfstorgi í sumar í tengslum við þátttöku landsliðs karla í knattspyrnu í úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016. Um er að ræða einstakan viðburð í íslenskri íþróttasögu sem fær nú að njóta sín í hjarta höfuðborgarinnar.
20.apr. 2016 - 14:30 Kristín Clausen

Messi blokkaði einn heitasta aðdáanda Barcelona á Instagram og hún er brjáluð

Einn heitasti aðdáandi katalónska fótboltaliðsins Barcelona kallar sjálfa sig Miss BumBum Brazil. Hún er einstaklega ósátt þessa dagana sökum þess að ein stærsta stjarna liðsins, Lionel Messi, er búinn að blokka hana út af öllum samfélagsmiðlum sem hann er með aðgang á. Miss BumBum segir ástæðuna þá að kærasta hans hafi verið svo afbrýðisöm út í sig.
19.apr. 2016 - 21:07 Ágúst Borgþór Sverrisson

Stórsigur KR í fyrsta úrslitaleiknum

KR vann stórsigur á Haukum í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, en leikurinn fór fram í Frostaskjóli. Lokatölur urðu 91-61 fyrir KR sem náði strax í byrjun sterkum tökum á leiknum og jók forskotið jafnt og þétt.
19.apr. 2016 - 14:00 Kristín Clausen

ÍBV heiðrar minningu Abel í sumar: „Vonandi verður þetta hefð því að það geta allir lent í þessu“

ÍBV ætlar að heiðra minningu Abel Dhaira í tengslum við leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig það verður gert.  Abel, sem varði mark ÍBV undanfarin ár, lést í mars eftir stutta en harðvíga baráttu við krabbamein.
18.apr. 2016 - 21:11 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tottenham með stórsigur og saxar á forskot Leicester

Frá leiknum í kvöld Tottenham vann í kvöld stórsigur á Stoke á útivelli,4-0, í ensku úrvalsdeildinni, og minnkaði með sigrinum forskot Leicester á toppnum niður í fimm stig. Bæði liðin eiga fjóra leiki eftir og því komin nokkur spenna í toppbaráttuna, ekki síst þar sem aðalmarkaskorari Leicester, Jamie Vardy, verður líklega í leikbanni í næsta leik.
17.apr. 2016 - 14:37 Ágúst Borgþór Sverrisson

Dramatík hjá Leicester og West Ham – Öruggur sigur hjá Liverpool

Tveir afar umdeildir dómar urðu til þessa að Leicester lenti undir gegn West Ham 1-2 og allt leit út fyrir að liði væri að fara að tapa sínum fyrsta leik í langan tíma. Framan af þróaðist leikurinn eins og dæmigerður sigurleikur hjá Leicester. Jamie Vardy kom heimamönnum yfir í 1-0 á 18. mínútu eftir vel útfærða sókn.

16.apr. 2016 - 15:59 Ágúst Borgþór Sverrisson

Góður sigur hjá Man. Utd. – Gylfi Þór og félagar töpuðu fyrir Newcastle

Man. Utd. vann 1-0 sigur á Aston Villa á Old Trafford leikvanginum í dag. Ungstirnið Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Sigurinn eykur lítillega vonir Man. Utd. um að krækja í meistaradeildarsæti á lokaspretti deildarkeppninnar.

16.apr. 2016 - 12:29 Ágúst Borgþór Sverrisson

Enski boltinn: Man. Utd. – Aston Villa og Chelsea – Man. City meðal leikja í dag

Chelsea fagnar titlinum í fyrra. Ekkert slíkt á dagskrá í vor.

Þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni hefjast kl. 14 en núna stendur yfir fallbaráttuslagur Norwich og Sunderland. Kl. 14 tekur Man. Utd. á móti Aston Villa, Everton fær Southampton í heimsókn og Newcastle tekur á móti Gylfa Þór og félögum í Swansea.

15.apr. 2016 - 11:17

Dregið í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni: Ronaldo glímir við City og Liverpool fékk Villareal

Dregið hefur verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Margir fagna því að stórliðin Real Madrid og FC Bayern drógust ekki saman í Meistaradeildinni enda væri um að ræða magnaðan úrslitaleik ef bæði liðin komast áfram úr undanúrslitum.
10.apr. 2016 - 17:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Toppliðin blómstruðu: Leicester heldur sjö stiga forystu

Frá leik Sunderland og Leicester (EPA)

Þrír áhugaverðir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar af tveir afar mikilvægir í titilbaráttunni. Leicester vann 2-0 útisigur á Sunderland eftir frábærlega skemmtilegan síðari hálfleik þar sem bæði lið fengu mörg opin færi. Leicester var þó betri aðilinn allan leikinn.

10.apr. 2016 - 09:49 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester gæti náð 10 stiga forystu í dag

Topplið Leicester í Ensku úrvalsdeildinni á leik í hádeginu í dag þegar liðið heimsækir Sunderland en leikurinn hefst kl. 12.30 og er víða í beinni útsendingu, meðal annars á Stöð 2 Sport. Liðið í öðru sæti, Tottenham, á síðan útileik gegn Man. Utd. kl. 15 í dag.
10.apr. 2016 - 08:21

Hátíð í bæ hjá GKG - fjölmenni við opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar var opnuð með formlegum hætti í gær. Mikið fjölmenni mætti til þess að skoða nýja mannvirkið sem er á tveimur hæðum og mátti heyra á gestum að ný viðmið hefðu nú verið sett í aðstöðu fyrir golfklúbba landsins.
09.apr. 2016 - 15:58 Ágúst Borgþór Sverrisson

Gylfi Þór skoraði sigurmarkið gegn Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins í frábærum heimasigri Swansea gegn Chelsea í dag. Gylfi átti afar góðan leik en mark hans kom á 25. mínútu leiksins. Á sama tíma vann Southampton heimasigur á Newcastle, 3-1, Crystal Palace vann Norwich 1-0 en Aston Villa tapaði heima gegn Bournemouth 1-2. Watford og Everton gerðu jafntefli 1-1.

09.apr. 2016 - 13:45 Ágúst Borgþór Sverrisson

Arsenal kvaddi titilbaráttuna endanlega í markasúpuleik

Özil skoraði fyrsta markið í leiknum

West Ham og Arsenal gerðu 3-3 jafntefli í sviptingasömum leik á Upton Park í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalseildinni. Arsenal komst í 2-0 í fyrri hálfleik en lenti síðan undir. Andy Carroll skoraði þrennu fyrir heimamenn.

08.apr. 2016 - 16:00 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Kári kom út úr skápnum 26 ára: Skilur leikmenn sem vilja ekki opinbera samkynhneigð sína

Umræðan um að fordómar gagnvart samkynhneigðum séu innan Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) hefur farið stigvaxandi og talið er að þörf sé á að taka á vandamálinu en lítið hefur verið um viðbrögð að hálfu sambandsins í málinu samkvæmt gayiceland.is. Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Roald Viðar Eyvindsson töluðu við íþróttamenn sem eru orðnir þreyttir á viðbragðsleysi sambandsins og kalla eftir aðgerðum frá stjórnarmönnum.
07.apr. 2016 - 21:11 Ágúst Borgþór Sverrisson

Afar góð úrslit hjá Liverpool í Meistaradeildinni

Liverpool náði afbragðgsóðum úrslitum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld er liðið náði jafntefli gegn Dortmund á útivelli, 1-1. Divock Origi kom Liverpool yfir 1-0 á 35. mínútu en þýski landsliðsmaðurinn Mats Hummels jafnaði fyrir heimamenn með skallamarki snemma í síðari hálfleik.


 


Prentmet:  NRS E