23. júl. 2012 - 12:31

Stuðningsmenn ÍA ætla ekki að semja níðsöngva um Gary Martin

Við erum ekki vanir að syngja níðsöngva um önnur lið eða leikmenn þeirra, en ég get lofað þér því að það verður ekki klappað fyrir Gary Martin þegar skagamenn mæta KR ingum úti næsta mánudag, segir einn úr harðkjarna hóp stuðningsmanna ÍA.

Hvernig er stemmingin í bænum með þessi félagskipti ? Hún er bara góð enda fólk almennt sátt við að losna við mann sem líkaði aldrei við að búa í bænum og betra að fá pening núna fyrir hann heldur að missa hann seinna.

Er þetta ekki mikill missir fyrir ÍA? Jú, auðvitað Gary er frábær leikmaður og því má ekki gleyma að hann átti stóran þátt í að koma okkur upp en það er enginn stærri en klúbburinn og þannig verður það alltaf uppá skaga.
31.okt. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Endurkoma LeBron James til Cleveland snérist upp í martröð – stórstjarnan langt frá sínu besta

Gríðarleg eftirvænting ríkti fyrir leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks í gær í NBA deildinni í bandaríska körfuboltanum. Þar lék hinn 29 ára gamli Lebron James  sinn fyrsta heimaleik með Cleveland frá því hann gekk á ný í raðir félagsins eftir fjögurra ára dvöl hjá Miami Heat.
30.okt. 2014 - 11:34 Sigurður Elvar

„Þjálfarakapallinn“ í efstu deild karla í knattspyrnu gekk upp með ráðningu Bjarna til KR

„Þjálfarakapallinn“ í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, er klár fyrir næsta tímabil eftir að KR-ingar réðu þá Bjarna Guðjónsson og Guðmund Benediktsson til starfa í vikunni. Bjarni verður aðalþjálfari og Guðmundur verður aðstoðarþjálfari.  Þar með hafa öll liðin í efstu deild ráðið þjálfara en Arnar Grétarsson tekur við þjálfun Breiðabliks þar sem Guðmundur Benediktsson var áður þjálfari. Jóhannes Harðarson tekur við liði ÍBV af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni.
29.okt. 2014 - 21:23 Sigurður Elvar

Öruggur sautján marka sigur Íslands gegn Ísrael – sterk byrjun í undankeppni EM 2016

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppnina fyrir Evrópumótið 2016 með 17 marka stórsigri gegn Ísrael, 36-19. Staðan var 14-9 í hálfleik en innkoma Sigurbergs Sveinssonar og  markvarðarins Arons Rafns Eðvarssonar breytti miklu í leik Íslands í síðari hálfleik. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins töluverðir.
29.okt. 2014 - 07:00

Hinn 98 ára gamli Stefán Þorleifsson lék á 98 höggum og vill gera betur á næsta ári

Stefán Þorleifsson á 6. braut á Grænanesvelli í Neskaupstað. Mynd/GSÍ Stefán Þorleifsson, fyrrum íþróttakennari, er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og hann nýtir hvert tækifæri til þess að leika golf. Það vakti athygli á dögunum að Stefán lék á aldri sínum, 98 höggum, á Stefánsmóti SÚN, sem haldið er árlega honum til heiðurs á Grænanesvelli. Stefán skellti sér í haust til Tenerife með fjölskyldu sinni þar sem hann lék tvo golfhringi og er það án efa einsdæmi hjá íslenskum kylfingi á þessum aldri.
28.okt. 2014 - 08:26 Sigurður Elvar

Varnarmenn áberandi á listanum yfir fljótustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar - Phil Jagielka sá fljótasti

Hraði er mikill kostur hjá knattspyrnumönnum og þeir fljótustu eru oftar en ekki þeir eftirsóttustu á leikmannamarkaðinum. Breska dagblaðið Daily Mail birti í gær áhugaverðann lista yfir fljótustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar en rannsóknin var gerð í samvinnu við EA Sports.
28.okt. 2014 - 08:07 Sigurður Elvar

Luis Suárez er ekki tilnefndur í kjörinu á knattspyrnumanni ársins hjá FIFA

Luis Suárez er ekki á meðal þeirra sem koma til greina í valinu á knattspyrnumanni ársins hjá FIFA þegar Gullknötturinn (FIFA Ballon d'Or) verður afhentur í janúar á næsta ári. Í gær var greint frá því hvaða leikmenn og þjálfarar eru tilnefndir en heimsmeistaralið Þýskalands er með marga úr sínum röðum á þessum lista.
27.okt. 2014 - 10:55 Sigurður Elvar

FIFA vill banna leikmönnum að fagna mörkum með „Klose“ heljarstökkinu

Læknanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins hefur hug á því að leggja það til að leikmönnum verði bannað að fagna mörkum með því að fara í heljarstökk á knattspyrnuvellinum. Á dögunum lést 23 ára gamall leikmaður á Indlandi, Peter Biaksangzuala, eftir misheppnað heljarstökk þar sem hann lenti á höfðinu og hálsbrotnaði. Þetta hörmulega slys hefur verið til umfjöllunar hjá FIFA og verður ekki langt að bíða þar til að leikmönnum verður bannað að fagna með þessum hætti.
27.okt. 2014 - 09:46 Sigurður Elvar

Eru mörkin hjá Swansea of stór? – markvörður Leicester krafðist þess að mörkin yrðu mæld

Gylfi Þór Sigurðsson kom við sögu í báðum mörkum Swansea í 2-0 sigri liðsins gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinn um helgina. Wilfried Bony skoraði bæði mörkin en Gylfi fór af leikvelli rétt eftir annað markið vegna smávægilegra meiðsla.
27.okt. 2014 - 09:08 Sigurður Elvar

Fyrirliði knattspyrnulandsliðs Suður-Afríku skotinn til bana

Senzo Meyiwam, fyrirliði landsliðs Suður-Afríku í knattspyrnu karla, var skotinn til bana í gærkvöld bænum Vosloorus rétt við Jóhannesarborg. Meyiwam var 27 ára gamall og lék sem markvörður hjá Orlando Pirates í Suður-Afríku. Hann var skotinn á heimili unnustu sinnar, Kelly Khumalo, sem er þekkt tónlistarkona og er talið að þeir hafi ætlað að komast yfir farsíma hennar.


25.okt. 2014 - 11:26 Sigurður Elvar

Byrjunarliðin í „El Clásico“ kosta tæplega 170 milljarða kr. – gríðarleg eftirvænting fyrir stærsta leik tímabilsins

Real Madrid og Barcelona mætast í hinum eina sanna „El Clásico“ í dag en leikurinn er á meðal stærstu knattspyrnuleikja tímabilsins. Viðureignir þessara stórliða í spænska boltanum skilja ávallt eftir sig eftirminnileg atvik og dramatíkin er ávallt til staðar. Leikurinn fer fram í höfuðborginni Madríd á Spáni og fyrir leikinn í dag hefur Real Madrid fagnað sigri í 70 leikjum þegar þessi lið eigast við og Barcelona er með 66 sigra.
24.okt. 2014 - 09:27 Sigurður Elvar

„Manchester United rís upp eins og Fönix“ – Einar Örn spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum

Það verður að venju nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Níunda umferðin hefst með leik West Ham og Englandsmeistaraliðs Manchester City og er það hádegisleikurinn. Stórleikur helgarinnar er án efa viðureign Manchester United og Chelsea sem fram fer á sunnudaginn. Pressan.is fékk Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann og íþróttastjóra á RÚV til þess spá í spilin fyrir leiki helgarinnar.
24.okt. 2014 - 08:00

Hrekkjavakan er líka fyrir fullorðna: Myndir

Síðustu ár hefur færst í vöxt að Íslendingar klæði sig upp í búning á hrekkjavöku, og þá ekkert síður fullorðnir en börnin. Mikið af fólki heldur sérstök hrekkjavökupartý. Þangað mætir fólk í búningum sem það hefur búið til, keypt eða jafnvel leigt.


23.okt. 2014 - 16:14 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um Balotelli?: „75% líkur á því að hann verði seldur á brunaútsölu í Kolaportinu“

Mario Balotelli hefur verið helsta fréttaefnið í gær og í dag eftir 3-0 tap Liverpool gegn Evrópumeistaraliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær. Ítalski framherjinn þótt afspyrnuslakur í leiknum og var honum skipt útaf í hálfleik. Hann náði að skipta um keppnistreyju við hinn umdeilda Pepe á leiðinni inn í búningsklefan og sú ákvörðun fór afar illa í stuðningsmenn Liverpool. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til að velta fyrir sér stöðunni á Balotelli – og framhaldinu.
23.okt. 2014 - 10:05 Sigurður Elvar

Ísland í 28. sæti og bestir á Norðurlöndunum - besti árangur frá upphafi á FIFA listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 28. sæti á heimslista FIFA sem uppfærður var í morgun. Aldrei áður hefur karlalandsliðið verið á meðal 30 efstu á þessum lista en liðið var í 36. sæti síðasta þegar listinn var uppfærður. Þá hafði liðið bætt árangurinn frá því í júní árið 1994 þegar Ísland náði 38. sæti í júní. Ísland er ofar á þessum lista en allar aðrar Norðurlandaþjóðir en Ísland hækkaði sig um sex sæti frá því að listinn var birtur síðast. Frá því í ágúst hefur Ísland farið upp um 17 sæti.
22.okt. 2014 - 11:38 Sigurður Elvar

Tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi

Það eru margir snillingar sem hafa látið ljós sitt skína í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá því að deildin var sett á laggirnar árið 1992. Margir frábærir framherjar hafa leikið í deildinni og samkvæmt úttekt sérfræðinga vefsíðunnar sportsbreak.com eru eftirtaldir framherjar þeir bestu sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni.
21.okt. 2014 - 22:00 Sigurður Elvar

Myndskeið: Missti stjórn á sér og rotaði dómara á EM í hnefaleikum unglinga í Króatíu

Vido Loncar frá Króatíu á yfir höfði sér langt keppnisbann í hnefaleikum eftir að hann réðst á dómara í hnefaleikahring í Zagreb. Þar fer fram Evrópumeistaramót í áhugahnefaleikum unglinga. Loncar var ekki sáttur við niðurstöðu dómara leiksins þegar þeir dæmdu Algirdas Baniulis frá Litháen sigur í viðureigninni.
21.okt. 2014 - 13:00 Sigurður Elvar

Taarabt reif sig úr að ofan og svarar Redknapp fullum hálsi – er ekki 20 kg. of þungur

Adel Taarabt fékk væna „gusu“ frá Harry Redknapp knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins QPR um helgina. Þar sagði Redknapp að Marókkóbúinn væri 20 kg. of þungur og að hann nennti varla að æfa þrátt fyrir að vera með um 13 milljónir kr. í vikulaun. Adel Taarabt var ekki sáttur við þessa gagnrýni Redknapp og í viðtali við Daily Mail sagði Taarabt að Redknapp færi ekki rétt með staðreyndir en Taraabt var ekki í leikmannahópnum í 3-2 tapleiknum gegn Liverpool um s.l. helgi.
21.okt. 2014 - 12:16 Sigurður Elvar

Ancelotti spilar „You'll Never Walk Alone“ fyrir vini sína heima í stofu - stórleikur á miðvikudag

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á miðvikudaginn. Gareth Bale, dýrasti knattspyrnumaður heims, verður ekki klár í slaginn hjá Real Madrid en hann er meiddur og Cristiano Ronaldo er til alls líklegur eftir að hafa skorað 15 mörk það sem af er tímabilinu.
20.okt. 2014 - 11:05

Þröstur hljóp nakinn niður Laugaveginn: MYNDBAND

Þröstur Ingason er mikill stuðningsmaður Breiðabliks. Sagði Þröstur að hann myndi hlaupa nakinn niður Laugaveginn ef að Breiðablik myndi enda neðar en Valur í Pepsí-deildinni í sumar. Breiðablik endaði í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir liði Vals. Frá þessu er greint á Fótbolti.net.
20.okt. 2014 - 10:30 Sigurður Elvar

Sjö einstaklingar ákærðir í Noregi fyrir að hagræða úrslitum í fótbolta

Sjö einstaklingar eru ákærðir í Noregi vegna gruns um að þeir hafi hagrætt úrslitum í tveimur knattspyrnuleikjum þar í landi árið 2012. Fimm þeirra tóku þátt í leiknum sem leikmenn tveir til viðbótar eru grunaðir um að hafa tekið þátt með öðrum hætti. Ríkissaksóknari, Astrid Lykkjen, segir í samtali við norska Dagbladet að ákært sé fyrir grófa spillingu og peningaupphæðirnar sem um ræðir eru háar.
20.okt. 2014 - 08:34 Sigurður Elvar

20 kílóum of þungur og nennir ekki að æfa

Adel Taarabt var ekki í leikmannahóp QPR í gær í ensku úrvalsdeildinni í ótrúlegum 3-2 tapleik liðsins gegn Liverpool. Hann var samt sem áður einn af hápunktunum á fréttamannafundi hjá knattspyrnustjóra QPR – Harry Redknapp eftir leikinn.
18.okt. 2014 - 17:37 Sigurður Elvar

Svíar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í hópfimleikum kvenna – silfrið til Íslands

Svíar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í kvennaflokki í hópfimleikum eftir harða keppni gegn íslenska liðinu sem hafði titil að verja. Munurinn var aðeins tæpt stig á liðunum þegar uppi var staðið en keppnin fór fram í Laugardalshöllinni og var umgjörð mótsins frábær. Svíar fengu 60,150 stig og Ísland 59,166 stig en danska liðið varð í þriðja sæti.
17.okt. 2014 - 13:48 Sigurður Elvar

Myndband: Handboltakona æfði „sirkusatriði“ til að halda sér við efnið á meðan hún var meidd

Thea Mørk hefur vakið athygli á vefsíðum víðsvegar um heim að undanförnu fyrir tækni og færni sína með bolta. Mørk leikur með norska liðinu Larvik í heimalandinu en er hægri hornamaður og tvíburasystir hennar Nora Mørk er í norska landsliðinu.
16.okt. 2014 - 12:00

Íslendingar eru opinberlega með besta knattspyrnulandslið Norðurlanda

Á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem verður birtur 23. október munu Íslendingar í fyrsta sinn vera ofar á listanum en Danir, Svíar og Norðmenn. Þetta þýðir auðvitað að Íslendingar geta með stolti sagt að þeir eigi besta knattspyrnulandslið Norðurlandanna.
16.okt. 2014 - 10:59 Sigurður Elvar

Myndband: Stuðningsmenn með gott skopskyn – leiðbeindu sínum mönnum að markinu

Íslenskir handboltamenn hafa á undanförnum gert góða hluti með þýska handboltaliðinu Magdeburg en minna hefur farið fyrir knattspyrnuliði bæjarins sem leikur í fjórðu efstu deild þar í landi. Stuðningsmenn FC Magdeburg eru spaugsamir og hafa gaman af lífinu ef marka má viðbrögð þeirra við vandamálum félagsins.
16.okt. 2014 - 10:41 Sigurður Elvar

Messi er öðlingur – gaf eiginhandaráritun úti á miðjum velli áður en öryggisverðir gripu í taumana

Lionel Messi er mikill öðlingur ef marka má viðbrögð hans í vináttulandsleik Argentínu gegn Hong Kong á þriðjudaginn. Argentínumenn sigruð 7-0 en áhorfendur studdu vel við bakið á gestunum enda ekki á hverjum degi sem stórstjörnurnar mæta til leiks á þessum slóðum. Lionel Messi kom inná sem varamaður þegar 30 mínútur voru eftir af leiknum – hann afrekaði samt sem áður að skora tvö mörk og gefa eina eiginhandaráritun á þeim tíma.
15.okt. 2014 - 23:40 Sigurður Elvar

Magnað myndskeið: Svona fagnaði íslenska landsliðið eftir 2-0 sigurinn gegn Hollandi

Það vita nánast allir Íslendingar hvar þeir voru staddir þegar íslenska karlalandsliðið lagði Hollendinga 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Sigur íslenska liðsins er sögulegur – og án efa einn af hápunktunum í íslenskri íþróttasögu.
15.okt. 2014 - 09:00

Mikið drama í leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM: Íþróttir og stjórnmál fara ekki vel saman

Í gærkvöldi léku Serbía og Albanía í undankeppni EM í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Serbíu. Leikur var flautaður af áður en fyrri hálfleik var lokið vegna slagsmála og óeirða. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hafði áður flokkað leikinn í hæsta áhættuflokk vegna þeirra illdeilna og haturs sem ríkir á milli Serba og Albana.

15.okt. 2014 - 08:39 Sigurður Elvar

Gylfi Þór í sama flokki og Fabregas og Messi – Blómstrar í hlutverki „tíunnar“ hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson er markahæstur ásamt fleiri leikmönnum í undankeppni EM karlalandsliða í knattspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur farið á kostum í leikjum íslenska landsliðsins og hann hefur einnig sýnt sínar bestu hliðar með Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Fjölmargir erlendir miðlar hafa á síðustu dögum fjallað um ótrúlega snilli Gylfa Sigurðssonar.
14.okt. 2014 - 08:24 Sigurður Elvar

Norska undrabarnið Ødegaard bætti rúmlega þrjátíu ára gamalt Evrópu met „Sigga Jóns“

Norðmaðurinn Martin Ødegaard bætti met í gær sem hafði verið í eigu Sigurðar Jónssonar frá árinu 1983. Ødegaard kom inn á sem varamaður fyrir norska A-landsliðið í undankeppni EM gegn Búlgaríu á Ullevaal vellinum í Osló. Ødegaard er fæddur 17. desember árið 1998 og var því 15 ára og 300 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik í undankeppni EM.
14.okt. 2014 - 08:05

Lars Lagerbäck – Dáðasti og mest elskaði maðurinn á Íslandi

Sigrar í fyrstu þremur leikjunum í riðlakeppninni í undankeppni EM. Landsliðið efst í sínum með riðli með fullt hús stiga og markatöluna 8-0. Hver getur ekki glaðst yfir því? Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er það besta sem hefur komið fyrir íslenska knattspyrnu.  Ekki skrítið að vinsældir hans hafa náð nýjum hæðum. Lars Lagerbäck er dáðasti og mest elskaði maður Íslands.
14.okt. 2014 - 07:57 Sigurður Elvar

Myndband: Gylfi truflaði Einar við vinnu sína á RÚV - samstarfsmennirnir fögnuðu mikið

Það ríkti gríðarleg spenna á flestum heimilum og vinnstöðum landsins í gær þegar Ísland og Holland áttust við í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu karla. Það sátu allir „límdir“ við tækin og fögnuðu hverju marki með stæl eins og Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV varð var við í gær.
13.okt. 2014 - 22:58

Íslenska sjokkið! Mikil umfjöllun í heimspressunni um sögulegan sigur Íslands á Hollandi

Sigur Íslands á Hollandi í  undankeppni EM er nær undantekningarlaust efsta frétt í  umfjöllun  evrópskra netmiðla um knattspyrnu í kvöld. Sjá má íslenska landsliðið á forsíðu netmiðla þar sem Ísland er sjaldséð umfjöllunarefni.
13.okt. 2014 - 21:02 Sigurður Elvar

Magnaður 2-0 sigur Íslands gegn HM bronsliði Hollands – Gylfi með bæði mörkin og Ísland á toppnum með fullt hús stiga

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann einn stærsta sigur sinn frá upphafi í kvöld með 2-0 sigri gegn HM bronsliði Hollendinga á Laugardalsvelli. Tíu þúsund áhorfendu studdu vel við bakið á íslenska liðinu á ísköldu en fallegu haustkvöldi í Reykjavík þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands – það fyrra úr vítaspyrnu á 10. mínútu og það síðara með þrumuskoti á 42. mínútu. Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, 9 stig, og liðið hefur ekki fengið á sig mark fram til þessa.
13.okt. 2014 - 12:38 Sigurður Elvar

Heimir verður áfram þjálfari FH – óvissa með framhaldið hjá Rúnari og „Gumma Ben“

Þjálfaramálin í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, eru að skýrast. Heimir Guðjónsson mun skrifa undir tveggja ára samning við FH á morgun – en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2007. Enn er óvissa hjá KR þar sem Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins hefur verið orðaður við erlend lið og það er óvíst hvort Guðmundur Benediktsson verður áfram þjálfari Breiðabliks. ÍBV í Vestmannaeyjum á enn eftir að ráða eftirmann Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar en hjá öðrum liðum er búið að ganga frá þjálfaramálum fyrir næsta tímabil.
13.okt. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um möguleika Íslands gegn Hollendingum?

Íslenska karlalandsliðið mætir stórliði Hollands í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins. Ísland er í efsta sæti A-riðils ásamt Tékkum en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina í undankeppni fyrir stórmót. Ísland hefur unnið Tyrki og Letta með sömu markatölu, 3-0, og sjálfstraustið er því mikið hjá íslenska liðinu fyrir viðureignina gegn Hollendingum. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að spá í spilin fyrir stórleikinn í kvöld og spurningarnar voru eftirfarandi:
12.okt. 2014 - 21:00

Hollendingar ekki sigurvissir: „Við höldum alltaf að við séum bestir. Svo gerist eitthvað sem sýnir að við erum það ekki“

Á morgun fer fram stórleikur á Laugardagsvelli þegar Íslendingar taka á móti Hollendingum í riðlakeppni fyrir EM 2016. Margir bíða með öndina í hálsinum eftir því hvernig leikar fara enda mikið í húfi fyrir bæði liðin. Ísland fer í leikinn með fullt hús stiga, samtals 6 stig en Holland með 3 stig.
11.okt. 2014 - 07:00

Gummi Ben fór á kostum í lýsingunni í úrslitaleik HM í Ólsen Ólsen – Jóhann heimsmeistari

Óopinbert heimsmeistaramót í Olsen Olsen fór fram í höfuðstöðvum hraðflutningafyritækisins DHL í Reykjavík á dögunum.  Þar áttust við Guðmundur Viðar Mete og Jóhann Jóhannsson. Það var mikil og flott umgjörð þegar úrslitaleikurinn fór fram og lýsti sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson leiknum af sinni allkunnu snilld.
10.okt. 2014 - 21:45 Sigurður Elvar

„Simmi Vill“ óskar eftir kraftmeiri „fögnum“ hjá íslenska landsliðinu – brot af því besta á Twitter

Sigmar Vilhjálmsson vill að Aron Einar og félagar hans fagni mörkunum af meiri ákefð. Landsmenn fylgdust grannt með íslenska karla landsliðinu í Riga í Lettlandi í kvöld þar sem Ísland sigraði 3-0.  Á samskiptavefnum Twitter var að venju margt skemmtilegt í gangi þar sem Íslendingar voru að tjá sig um gang mála í leiknum. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða bara Simmi Vill kenndur við Hamborgarfabrikkuna, vill að íslensku landsliðsmennirnir fari á námskeið í því að fagna mörkunum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem fleygt var fram á Twitter um leikinn í kvöld.
10.okt. 2014 - 20:52 Sigurður Elvar

Besta byrjun Íslands í undankeppni fyrir stórmót – öruggur 3-0 sigur gegn Lettum í undankeppni EM

Ævintýrið hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu hélt áfram í Riga í Lettlandi í kvöld þegar liðið lagði heimamenn 3-0 í undankeppni Evrópumótsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur fyrstu tvo leikina í undankeppni á stórmóti. Ísland er í efsta sæti ásamt Tékklandi með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina með sex stig, Hollendingar eru með þrjú stig, en Ísland mætir Hollandi á mánudaginn á Laugardalsvelli.
10.okt. 2014 - 18:14 Sigurður Elvar

Íslenska U21 árs landslið karla í góðri stöðu gegn Dönum eftir markalaust jafntefli í Álaborg

Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu er í góðri stöðu eftir fyrri umspilsleikinn gegn Dönum um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Liðin áttust við í dag í Álaborg í Danmörku og ekkert mark var skorað í leiknum – en Danir sóttu linnulaust í síðari hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið gegn sterkri vörn Íslands.
10.okt. 2014 - 17:15

Upprisa Ólafs Karls: Máni hjálpaði honum úr óreglunni

Ólafur Karl Finsen var hetja dagsins er Stjarnan og FH börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta um síðustu helgi. Allt var á suðupunkti í uppbótartíma og 6.500 áhorfendur með öndina í hálsinum er Ólafur Karl gekk að vítapunktinum.
10.okt. 2014 - 08:23 Sigurður Elvar

Tiger Woods er ekki lengur verðmætasta „vörumerkið“

Tiger Woods hefur á undanförnum árum verið verðmætasti íþróttamaður heims á tekjulista tímaritsins Forbes Magazine. Allt frá árinu 2008 hefur Woods verið efstur á þeim lista en hann hefur misst þá stöðu líkt og að hann mátti sjá á eftir efsta sæti heimslistans til Rory McIlroy frá Norður-Írlandi.
09.okt. 2014 - 14:08 Sigurður Elvar

Ofurskálarleikurinn langverðmætasti íþróttaviðburður heims – HM í fótbolta í fjórða sæti

Forbes tímaritið er með áhugaverða samantekt um verðmæti íþróttaviðburða víðsvegar um heiminn. Einstaka viðburðir eru verðmætari en aðrir eins og gefur að skilja. Samkvæmt samantekt Forbes er Ofurskálarleikurinn í bandarísku NFL deildinni verðmætasti íþróttaviðburður heims.
08.okt. 2014 - 15:10 Sigurður Elvar

Áhrif steranotkunar til staðar mörgum árum eftir að keppnisbanni lýkur – endurkoma Gatlin umdeild

Heitar umræður eiga sér nú stað hjá fagfólki varðandi tímaramma á keppnisbönnum hjá íþróttafólki sem hefur haft rangt við á ferli sínum og fallið á lyfjaprófi vegna notkunar á ólöglegum lyfjum.
Niðurstöður rannsókna hjá vísindamönnum við háskólann í Osló benda til þess að þeir sem noti steralyf geti hagnast á notkun þeirra í mörg ár og jafnvel áratugi.
08.okt. 2014 - 10:45 Sigurður Elvar

Myndband: Fimm ára drengur samdi við NBA liðið Utah Jazz – skoraði eftirminnilega körfu

Bandaríska NBA körfuboltaliðið Utah Jazz gerði sögulegan samning við 5 ára gamlan dreng, JP Gibson, sem greindist nýlega með bráðahvítblæði. Samningurinn var í gildi í einn dag og fékk JP Gibson að taka þátt í æfingaleik með NBA liðinu. 
07.okt. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Michael Phelps í sex mánaða keppnisbann og verður ekki með á HM – farinn í meðferð

Michael Phelps hefur verið úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann í sundíþróttinni og hann fær ekki að taka þátt á HM í sundi á næsta ári. Phelps, sem er er sigursælasti keppendi allra tíma á Ólympíuleikunum, var á dögunum tekinn fyrir ölvunarakstur og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann kemur sér í slík vandræði. Þetta er í annað sinn sem hann gerir slíkt og bandaríska sundsambandið gaf út yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá keppnisbanninu.
07.okt. 2014 - 10:34 Sigurður Elvar

Schumacher mun ná að lifa eðlilegu lífi á ný segir John Todt vinur þýska ökuþórsins

Jean Todt, sem er góður vinur  Michael Schumacher, er bjartsýnn fyrir hönd þýska ökuþórsins sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarna mánuði eftir alvarlegt höfuðhögg sem hann fékk í skíðabrekku í desember á síðasta ári. „Við getum búist við því að Schumacher geti lifað nokkuð eðlilegu lífi áður en langt um líður,“ segir Frakkinn Todt í viðtali við RTL í Belgíu.
06.okt. 2014 - 11:30 Sigurður Elvar

Cristiano Ronaldo er óstöðvandi í spænsku deildinni – 22 þrennur og jafnaði met

Cristiano Ronaldo jafnaði met um helgina þegar hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid gegn Athletic Bilbao í spænsku deildinni. Portúgalski landsliðsframherjinn hefur verið óstöðvandi að undanförnum, en hann hefur skorað 13 mörk í 6 deildarleikjum og var þetta í þriðja sinn sem hann skorar þrennu í deildinni.