23. júl. 2012 - 12:31

Stuðningsmenn ÍA ætla ekki að semja níðsöngva um Gary Martin

Við erum ekki vanir að syngja níðsöngva um önnur lið eða leikmenn þeirra, en ég get lofað þér því að það verður ekki klappað fyrir Gary Martin þegar skagamenn mæta KR ingum úti næsta mánudag, segir einn úr harðkjarna hóp stuðningsmanna ÍA.

Hvernig er stemmingin í bænum með þessi félagskipti ? Hún er bara góð enda fólk almennt sátt við að losna við mann sem líkaði aldrei við að búa í bænum og betra að fá pening núna fyrir hann heldur að missa hann seinna.

Er þetta ekki mikill missir fyrir ÍA? Jú, auðvitað Gary er frábær leikmaður og því má ekki gleyma að hann átti stóran þátt í að koma okkur upp en það er enginn stærri en klúbburinn og þannig verður það alltaf uppá skaga.
Svanhvít - Mottur
01.júl. 2015 - 21:11

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty – glæsileg tilþrif

Ljósmyndarar Getty voru á öllum stóru iþróttaviðburðunum á heimsvísu í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta sem valið var sem úrval vikunnar. Að venju er íþróttaflóran fjölbreytt og úr ýmsum að velja.
01.júl. 2015 - 14:40

Myndaveisla: Afreksfólk í fótboltagolfi - Missti skóinn í miðju sparki

Fótboltagolf hefur slegið í gegn sem ný afþreying fyrir alla aldurshópa erlendis. Um síðustu helgi opnaði fótboltagolfvöllur í Skemmtigarðinum í Grafarvogi en fótboltagolf hefur slegið í gegn sem ný afþreying fyrir alla aldurshópa erlendis. Haldin var vígsluathöfn þar sem knattspyrnukapparnir og landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason ásamt Karenu Ómarsdóttur, knattpspyrnukonu, mættu golfurunum Birgi Leif Hafþórssyni, Ólafi Loftsyni og Emil Þór Ragnarssyni í léttum leik.
01.júl. 2015 - 08:28

Bandaríkin í úrslit á HM – Japan og England eigast við í kvöld

Bandaríkin leika til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Þýskalandi í gærkvöld í undanúrslitum. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þar sem ríkjandi heimsmeistaralið Japans leikur gegn Englendingum.

Þetta er í annað sinn í röð sem Bandaríkin leika til úrslita á HM en Japan hafði betur árið 2011 í úrslitum eftir vítaspyrnukeppni.
30.jún. 2015 - 00:14

Stórveldin í kvennaknattspyrnunni eigast við í undanúrslitum HM í Kanada

Bandaríkin og Þýskaland eigast við í kvöld í undanúrslitum á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kanada. Bandaríkin léku til úrslita árið 2011 gegn Japan sem eru ríkjandi heimsmeistarar og mæta liðið Englands á morgun í síðari undanúrslitaleiknum.
29.jún. 2015 - 23:33

Petr Cech samdi við Arsenal - einn besti markvörður heims segir Wenger

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech (33) hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið  Arsenal. Félagið staðfesti kaupin á heimasíðu sinni í gær. Cech hefur leikið með Chelsea í rúman áratug eða frá árinu 2004 og er kaupverðið um 2 milljarðar kr.
29.jún. 2015 - 11:17

Spánverjar fara í mál gegn FIFA – gríðarlegt tekjutap áætlað vegna HM 2022

Samtök liða í efstu deild í spænsku knattspyrnunni hafa ákveðið að höfða skaðabótamál gegn FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Telja spænsku samtökin að félagsliðin í þeirra röðum tapi allt að 10 milljörðum kr. á því að FIFA hafi breytt tímsetningunni á lokamóti HM í Katar árið 2022.
27.jún. 2015 - 18:37

Fuglastríðið í KPMG-bikarnum skilaði einni milljón til Reykjadals - Pressuliðið sigraði landsliðið

Pressuliðið hafði betur gegn landsliðinu í KPMG-bikarnum sem fram fór við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli í dag. Þar áttust við úrvalslið áhuga - og atvinnukylfinga og landsliðin sem valin voru fyrir verkefnin á Evrópumótunum sem fram fara í byrjun júlí. Keppendur léku vel við góðar aðstæður og sumarbúðirnar í Reykjadal nutu góðs af því. 
27.jún. 2015 - 11:50

Þýskaland og Bandaríkin mætast í undanúrslitum á HM - stórleikir í kvöld

Bandaríkin og Þýskaland mætast í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvennaliða í knattspyrnu sem fram fer í Kanada. Átta liða úrslitin hófust í gær með tveimur leikjum og í kvöld skýrist það hvaða tvær þjóðir tryggja sér þau tvö sæti sem í boði eru í undanúrslitum.
26.jún. 2015 - 09:40

KPMG-bikarinn í Grafarholti - safnað fyrir sumarbúðunum í Reykjadal

Það verður mikið um að vera á Grafarholtsvelli í Reykjavík laugardaginn 27. júní þar sem helstu afrekskylfingar landsins munu etja kappi í KPMG-bikarnum. Þar mæta þrjú landslið sameinuð til leiks í keppni gegn helstu atvinnukylfingum Íslands sem verða í fremstu röð í úrvalsliði atvinnu – og áhugakylfinga.
25.jún. 2015 - 17:28

Landsliðshóparnir fyrir EM eru klárir hjá Úlfari - mikil samkeppni um sæti

Úlfar Jónsson tilkynnti í dag valið á landsliðum Íslands í golfi sem taka þátt á Evrópumótunum sem fram fara í byrjun júlí. Úlfar sagði að valið hefði verið erfitt enda mikil samkeppni um sæti í landsliðunum þremur sem tilkynnt voru í dag. Þau eru þannig skipuð.
25.jún. 2015 - 10:57

Stórleikir framundan á HM í Kanada - Þjóðverjar með markahæstu leikmennina

Heimsmeistaramót kvennalandsliða í knattspyrnu stendur nú sem hæst í Kanada og átta liða úrslitin fara fram á föstudag og laugardag. Heimsmeistaralið Japans tryggði sér áframhaldandi þátttöku með 2-1 sigri gegn Hollendingum. Norðurlandaþjóðirnar sem voru eftir í keppninni féllu báðar út í 16-liða úrslitum.
25.jún. 2015 - 10:01

Lawrenson: Peningar eru að eyðileggja unga enska leikmenn

Mark Lawrenson, einn helsti sparkspekingur breska ríkisútvarpsins BBC, gagnrýnir hugarfar þeirra leikmanna sem valdir voru í U-21 árs landslið Englendinga fyrir EM. Lawrenson telur að sú kynslóð sem skipi liðið sé „ofdekruð“ og hafi ekki þann neista og vilja sem til þurfi í slíkri keppni. Hann telur að leikmennirnir séu nú þegar á of háum launum og þeir séu einfaldlega „sáttir“ við stöðu mála og leggi ekki mikið á sig til þess að ná enn lengra.
24.jún. 2015 - 15:15

Mýrarboltinn næst skrýtnastur

Mýrarboltinn á Ísafirði Mýrarboltinn á Ísafirði er næstskrítnasta útgáfa knattspyrnu samkvæmt alþjóðlega fótboltamiðlinum Copa90 sem valdi nýverið fimm undarlegustu leikform fótbolta á YouTube rás sinni. Mýrarboltinn á Ísafirði hreppti þar annað sætið með þeim orðum að þátttaka í honum væri gríðarlega skemmtileg og fólk kæmi alls staðar að úr heiminum til að spila.
24.jún. 2015 - 00:01

Finna þarf nýjan mótherja fyrir Gunnar Nelson í snatri

Gunnar Nelson verður í stóru hlutverki á stóru UFC bardagakvöldi sem fram fer 11. júlí í Bandaríkjunum. Mótherji Gunnars, John Hathaway frá Bandaríkjunum, varð að draga sig úr keppni í gær og þarf því að finna nýjan mótherja í snatri. Frá þessu er greint á Vísi.
23.jún. 2015 - 18:47

Spenna hjá Pétri og Alexander í raunveruleikaþættinum „Altered Course”

Tveir íslenskir afrekskylfingar taka þátt í spennandi raunveruleikaþætti á bandarísku golfstöðinni Golf Channel. Þar sem keppt er í tveggja manna liðum í óhefðbundinni útgáfu af golfíþróttinni. Þættirnir voru teknir upp á Jamaíku og fyrsti þátturinn var sýndur þann 15. júní. Mikil spenna var í öðrum þættinum þar sem íslensku kylfingarnir lentu í miklu mótlæti en þáttinn má sjá hér fyrir neðan.  
23.jún. 2015 - 13:06

Golfið er ávanabindandi - hugsa um það dag og nótt

Jón Arnór Stefánsson, sem kjörinn var íþróttamaður ársins 2014, hefur í mörg horn að líta í sínu lífi. Hann hefur verið atvinnumaður í körfuknattleik frá árinu 2002 og leikur nú með einu af bestu liðum Evrópu, Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór er líkt og margir afreksíþróttamenn frekar svekktur yfir því að hafa ekki kynnst golfíþróttinni fyrr, en hann nýtir hverja stund sem gefst til þess að leika golf. Golf á Íslandi ræddi við hinn 32 ára gamla KR-ing um golfíþróttina - sem er að hans sögn heillandi og skemmtileg íþrótt.

22.jún. 2015 - 11:06

Glæsilegt tilþrif í íþróttamyndasyrpu vikunnar frá Getty

Ljósmyndararnir frá Getty hafa tekið saman brot af því besta frá íþróttaviðburðum víðsvegar um heiminn. Að venju voru mörg glæsileg tilþrif eins og sjá má í myndasyrpunni hér fyrir neðan.
22.jún. 2015 - 10:13

Heiða fagnaði sínum fyrsta stóra titli á Íslandsmótinu í holukeppni

Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar fagnaði sigri í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni sem lauk í blíðskaparveðri á Jaðarsvelli á Akureyri í gær. Heiða sigraði Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR í úrslitum 4/3. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja eftir 2/0 sigur gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK.
21.jún. 2015 - 16:49

Axel fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í holukeppni á Jaðarsvelli

Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5.
20.jún. 2015 - 07:55

Bein lýsing: Íslandsmótið í holukeppni á Jaðarsvelli - Eimskipsmótaröðin

Undanúrslitaviðureignirnar á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni standa nú yfir.  Fylgst er með gangi mála á Twittersíður GSÍ og er hægt að sjá þær færslur hér neðst í fréttinni.
19.jún. 2015 - 15:59 Sigurður Elvar

Ísland mætir Noregi enn og aftur á EM - riðlarnir klárir í Póllandi 2016

Dregið var í riðla í dag fyrir Evrópumeistaramótið í handbolta karla sem fram fer í Póllandi í janúar 2016. Ísland var nokkuð heppið með mótherjana í riðlinum en liðin sem Ísland mætir eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía. Mótið fer fram eins og áður segir í Póllandi dagana 17. – 31. janúar.
19.jún. 2015 - 11:35

Hafþór Júlíus sterkasti Maður Íslands fimmta árið í röð! MYNDBAND

Hafþór Júlíus Björnsson, vinsælasti aflraunamaður heims, vann það ótrúlega þrekvirki að verða Sterkasti maður Íslands fimmta árið í röð. Það hefur enginn annar leikið eftir. Keppnin var haldin í Fjölskyldugarðinum og Vonarstræti sem og í Mosfellsbæ.
18.jún. 2015 - 17:45

Aron verður áfram með íslenska landsliðið – samdi til tveggja ára

Aron Kristjánsson verður áfram þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik en frá því var gengið í dag. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Handknattleikssamband Íslands en viðræður þess efnis hafa staðið yfir í nokkur tíma.
18.jún. 2015 - 07:48

Margir stórleikir í 16-liða úrslitum á HM kvenna í Kanada

Línurnar eru farnar að skýrast á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kanada. Í gær fóru fram lokaleikirnir í riðlakeppninni og 16 liða úrslitin hefjast á laugardaginn. Svíar komust naumlega áfram í 16-liða úrslitin og mætir firnasterku liði Þýskalands í 16-liða úrslitum. Heimsmeistaralið Japans fær Holland og Englendingar mæta liði Noregs.
18.jún. 2015 - 07:31

Mun þessi uppfinning gjörbreyta knattspyrnuþjálfun barna?

Rúmenskur knattspyrnuþjálfari sem starfað hefur lengi í Danmörku er maðurinn á bak við þessa uppfinningu sem gæti breytt miklu í knattspyrnuheiminum. „Höfuðið upp“ kallast þessi græja sem hengd er á leikmanninn og gerir það að verkum að leikmaðurinn getur ekki séð boltann þegar hann tekur við boltanum með fótunum.
17.jún. 2015 - 16:09

Frábær dagur hjá íslensku kylfingunum á Opna breska áhugamannamótinu

Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi.
16.jún. 2015 - 08:03

Ótrúlegar útskýringar vegna lyfjamála í íþróttum - hér eru nokkur dæmi

Lyfjamál í keppnisíþróttum koma upp með reglulegu millibili. Sjaldan kemur það fyrir að játning liggi fyrir um leið og niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu sýna fram á notkun ólöglegra lyfja. Reglan er yfirleitt sú að íþróttafólkið dregur fram ýmsar skýringar á niðurstöðunni og hér fyrir neðan er stikla á stóru í furðulegustu afsökunum. Þar kemur krem sem á að örva hárvöxt frá Suður-Kóreu við sögu.
15.jún. 2015 - 09:19

Öruggur sigur hjá Guðrúnu Brá á Símamótinu á Hlíðavelli

„Það hefur oft verið mitt hlutskipti að enda í öðru sæti og það er gott að breyta því með svona sigri,” sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eftir að hún landaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag á Hlíðavelli. Sigur Guðrúnar var nokkuð öruggur en hún lék af yfirvegun á lokahringnum eða einu höggi yfir pari við erfiðar aðstæður eða 73 höggum.
15.jún. 2015 - 09:14

Kristján Þór fagnaði sigri á Símamótinu eftir bráðabana

„Ég hugsaði bara um að koma boltanum á flötina í bráðabananum. Það var ljúft að sjá boltann fara ofaní fyrir parinum,“ sagði Kristján Þór Einarsson eftir sigurinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk með bráðabana á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær.
14.jún. 2015 - 10:45

Frábært tilþrif - bestu íþróttamyndir vikunnar hjá Getty

Ljósmyndarar Getty voru að sjálfsögðu á öllum stórviðburðum íþróttalífsins á heimsvísu í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta og að venju er íþróttaflóran fjölbreytt. Íslendingar koma þar við sögu en Kiel fagnað þýska meistaratitlinum í handbolta karla - en Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins og Aron Pálmarsson er leikmaður liðsins.
13.jún. 2015 - 09:00

Manchester United í vandræðum með stóra aðdáendur: Verða að selja XXXXL boli

Sumir aðdáenda Manchester United hafa kvartað undan því að bolir með merki félagsins, sem félagið selur í verslun sinni, séu of litlir. Félagið hefur því ákveðið að bregðast við þessu og frá og með ágúst verður hægt að kaupa boli í stærð XXXXL. Bolirnir verða frá Adidas en félagið er með auglýsingasamning upp á 750 milljónir punda við íþróttavöruframleiðandann.
12.jún. 2015 - 20:37

Ævintýrið heldur áfram: Ísland á toppnum eftir sigur á Tékkum

Viðureign Íslands og Tékklands var rétt í þessu að ljúka. Ísland hafði betur með tveimur mörkum gegn einu. Tékkar komust yfir í byrjun seinni hálfleiks en íslenska liðið svaraði með tveimur mörkum.  
12.jún. 2015 - 11:30

Pistill knattspyrnukonu um áhugaleysi kvenna vekur athygli

Sólrún Sigvaldadótti, félags- og fjölmiðlafræðingur og knattspyrnuþjálfari hjá Víking, skrifaði á dögunum pistil um umfjöllun fjölmiðla um kvennaknattspyrnu sem birt var á fótboltafréttavefnum fotbolti.net.
11.jún. 2015 - 14:17

Sérfræðingarnir eru bjartsýnir fyrir stórleikinn gegn Tékkum - hver verður hetja Íslands?

Ísland og Tékkland eigast við á föstudaginn í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18.45. Þar eigast við tvö efstu liðin í riðlinum en Tékkar eru með 13 stig í efsta sæti riðilsins en Ísland kemur þar á eftir með 12 stig. Tvö efstu liðin komast í úrslitakeppni EM í Frakklandi á næsta ári.
10.jún. 2015 - 00:02

Þannig gekk sjöunda umferðina í Pepsi-deild karla fyrir sig

Það voru mörg óvænt úrslit í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Línurnar eru aðeins farnar að skýrast á toppi og botni deildarinnar. Hörður Magnússon fór yfir gang mála í sjöundu umferðinni í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport ásamt sérfræðingunum Hjörvari Hafliðasyni og Hirti Hjartarsyni.
10.jún. 2015 - 00:01

HM kvenna fer vel af stað í Kanada - myndasyrpa

Heimsmeistaramót kvennalandsliða í knattspyrnu stendur nú sem hæst í Kanada. Alls eru 24 þjóðir sem taka þátt. Þetta er í sjöunda sinn sem HM kvenna í knattspyrnu fer fram og er Kanada gestgjafi keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Keppnin stendur yfir í einn mánuð og fer úrslitaleikurinn fram 5. júlí.
09.jún. 2015 - 23:30

Ísland-Tékkland: Eftirpartý á Hressó

Hressingarskálinn í Austurstræti verður með eftirpartý í kjölfar leiks Íslands og Tékklands næstkomandi föstudag. Kveikt verður á grillinu og búist er við rífandi stemmingu fram á nótt hver svo sem úrslitin í leiknum verða. Hljómsveitin Kvika, sem á m.a. lagið Melody Maker, mun spila inni. Hljómsveitin Dalton mun svo spila úti. Svo eftir miðnætti tekur við DJ André Ramirez sem mun spila fram á rauða nótt.

09.jún. 2015 - 23:00

Uppboð í þágu barnaspítala Hringsins: Miði á Ísland-Tékkland í boði

Tólfan, stuðningsmannafélag íslenska landsliðsins, mun standa fyrir uppboði á einum miða á leik Íslands og Tékklands sem fer fram á föstudaginn ásamt Tólfutreyju frá Henson og 100.000 króna gjafabréfi frá Gaman Ferðum og Netgíró. Einnig verða boðnar upp nokkrar rútur af Carlsberg í boði Vífilfells. Fer uppboðið fara fram á vefsíðunni Bland.is og mun öll upphæðin renna til barnaspítala Hringsins. Uppboðinu lýkur svo í þættinum Virkir morgnar á Rás 2 í beinni útsendingu kl 11:30 föstudaginn 12. júní.

09.jún. 2015 - 13:40

Lagerbäck hlakkar til leiksins gegn Tékkum: „Það skemmtilegasta við að vera þjálfari“

Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá mætir Ísland Tékklandi á föstudagskvöldið og hefst leikurinn kl.18:45.Um er að ræða undankeppni EM 2016 í Frakklandi en íslenska karlalandsliðið hefur aldrei komist á stórmót, mun leikurinn því skipta sköpum. Lars Lageräck þjálfari er spenntur fyrir leiknum og segir tilhlökkunina vera það skemmtilegasta við þjálfarastarfið.

09.jún. 2015 - 00:04

Verkfalli RSÍ frestað – landsleikurinn gegn Tékkum verður í beinni á RÚV

Verkfalli Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands og Matvæla- og veitingafélags Íslands sem átti að hefjast annað kvöld hefur verið frestað til miðnættis 22.júní. Þetta var ákveðið á samningafundi félaganna við Samtök atvinnulífsins í kvöld. Frá þessu er greint á RÚV.
08.jún. 2015 - 17:11

Bein útsending frá stórleiknum gegn Tékkum í uppnámi vegna verkfallsboðunar RSÍ

Það stefnir allt í að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða verði ekki sýndur í beinni útsendingu á föstudagskvöld. Ástæðan er að boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefst á miðnætti á miðvikudaginn og stendur yfir í sex daga. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur hafnað beiðni RÚV um undanþágu en frá þessu er greint á Vísir.is.
08.jún. 2015 - 12:00

Tveir Íslendingar á lista yfir tuttugu bestu knattspyrnumenn allra tíma á Norðurlöndunum

Tveir Íslendingar eru á lista yfir tuttugu bestu knattspyrnumennina sem Norðurlönd hafa alið. Það var sænska Aftonbladet sem stóð fyrir valinu og fékk íþróttafréttamenn og knattspyrnusérfræðinga frá öllum Norðurlöndunum til að velja bestu leikmennina.
07.jún. 2015 - 09:01

Öruggur sigur kvennalandsliðsins – Guðrún Brá efst í einstaklingskeppninni

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér yfirburða sigur á Smáþjóðaleikunum í golfi sem lauk í dag á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í einstaklingskeppninni – en hún lék á -1 samtals og var þremur höggum betri en Sophie Sandolo frá Mónakó. Karen Guðnadóttir varð þriðja á +14 samtals og Sunna Víðisdóttir varð fjórða á +15 samtals.
07.jún. 2015 - 08:56

Glæsilegur sigur karlaliðsins á Smáþjóðaleikunum - Kristján á besta skorinu

Íslenska karlalandsliðið sigraði með yfirburðum í liðakeppninni á Smáþjóðaleikunum í golfi á Korpúlfsstaðavelli sem lauk á laugardaginn. Ísland lék samtals á 14 höggum undir pari vallar og var 31 höggum betri en Malta sem varð í öðru sæti.
07.jún. 2015 - 08:49

Barcelona jafnaði við Bayern München og Liverpool með fimmta Evrópumeistaratitlinum

Barcelona tryggði sér í gær fimmta Evrópumeistaratitil í sögu félagsins með 3-1 sigri gegn Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fór fram í Berlín í Þýskalandi og sýndu bæði liði stórkostleg tilþrif í mögnuðum leik. Barcelona landaði þar með þriðja stóra titlinum á þessu tímabili en liðið vann bæði deild - og bikar á Spáni. Juventus var í sömu stöðu en þetta er í sjötta sinn sem ítalska liðið tapar í úrslitum um Evrópumeistaratitilinn.
06.jún. 2015 - 00:01

Sérfræðingarnir spá Barcelona sigri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar - Eggert hefur trú á Tevez

Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar hafa skorað samtals 120 mörk fyrir spænska meistaraliðið Barcelona á tímabilinu. Aðeins þrjú félagslið í Evrópu í fimm stærstu atvinnudeildum Evrópu hafa náð að skora fleiri mörk samtals á tímabilinu. Þríeykið frá Suður-Ameríku verður án efa í aðalhlutverki í kvöld þegar úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í Berlín í Þýskalandi. Þar mætir Barcelona ítalska liðinu Juventus og hefst leikurinn kl.  18.45 og er hann í opinni dagskrá á Stöð 2 sport.
05.jún. 2015 - 09:00

Sterkasti maður heims 2015: Fyrsta grein - Myndbönd og viðtöl

Sölvi Fannar, umboðsmaður Hafþórs Júlíusar Björnssonar, var í Kuala Lumpur í Malasíu á dögunum og fylgdist með keppninni Sterkasti maður heims. Sölvi ræddi við foreldra Hafþórs og náði mögnuðum myndskeiðum frá keppninni sjálfri. Sölvi segir að mótið hafi aldrei verið jafn erfitt en Hafþór hafi staðið sig eins og hetja líkt og sjá má í mögnuðu myndskeiði hér fyrir neðan.
05.jún. 2015 - 00:01

Kvennalandsliðið með yfirburði í golfkeppninni á Smáþjóðaleikunum

Íslenska kvennalandsliðið í golfi heldur sínu striki á Smáþjóðaleikunum en annar keppnisdagur af alls fjórum fór fram í gær. Leikið er á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur / Sjórinn og Áin.
05.jún. 2015 - 00:01

Glæsileg tilþrif - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Glæsileg tilþrif einkenna bestu myndirnar sem íþróttaljósmyndarar Getty tóku í síðustu viku. Íþróttaviðburðirnir voru stórir sem smáir og myndirnar segja allt sem segja þarf.
05.jún. 2015 - 00:01 Sigurður Elvar

Karlaliðið raðar sér í þrjú efstu sætin – ellefu högga forskot

Íslenska karlalandsliðið er með ellefu högga forskot í liðakeppninni þegar keppni er hálfnuð í golfkeppninni á Smáþjóðaleikunum. Íslenska liðið raðar sér í þrjú efstu sætin í einstaklingskeppninni og skor þeirra er gott. Kristján Þór Einarsson er efstur á -5 samtals, Haraldur Franklín Magnús er þar næstur á -2 samtals og Andri Þór Björnsson deilir þriðja sætinu á pari vallar með Daniel Holland frá Möltu.