10. ágú. 2013 - 18:30Guðjón Ólafsson

Sorglegur ferill Justin Fashanu - Fyrsti og „eini“ samkynhneigði leikmaður enska boltans

Á mínu þriðja ári í Háskóla Íslands gerði ég ritgerð sem sneri að samkynhneigð og knattspyrnu. Í ljósi þess að um helgina fagna samkynhneigðir Gay Pride fannst mér við hæfi að rifja upp sögu Justin Fashanu, en sá er fyrsti og „eini“ knattspyrnumaðurinn í sögu enska boltans sem opinberlega hefur komið út úr skápnum. Það gerði hann árið 1990, eftir að hafa verið í lélegum feluleik í heilan áratug.

Allan sinn knattspyrnuferil þurfti Fashanu að berjast gegn því mótlæti sem honum mætti og ekki bætti það stöðu hans á þessum tíma að hann var svartur á hörund, með tilheyrandi apahljóðum og bananaköstum úr áhorfendapöllunum.

Þið takið eftir því að ég set „eini“ samkynhneigði í gæsalappir. Enska knattspyrnan og umgjörðin í kringum hana virðist vera þannig úr garði gerð að samkynhneigðir leikmenn einfaldlega passa ekki inn í handritið. Skýrsla, sem unnin var fyrr á þessu ári, heldur því fram að um þessar mundir séu allt að átta samkynhneigðir leikmenn í efstu deild á Englandi. Þeir þori hins vegar ekki að koma opinberlega fram vegna ótta við stuðningsmennina.

En lítum yfir átakanlegan feril Justin Fashanu sem endaði með þeim sorglega hætti að hann stytti sér aldur þann 2. maí árið 1998.

___________________________________

Sorglegur ferill Justin Fashanu

Knattspyrnuferill og ævi Justin Fashanu er eitt besta dæmi þess hve erfitt það getur verið fyrir samkynhneigða að fóta sig í heimi knattspyrnunnar. Árið 1980, þá aðeins 19 ára gamall, var Fashanu keyptur í raðir Nottingham Forest, sem var stórlið á þeim tíma. Væntingarnar til hans voru gríðarlegar en á þessum tíma var hann ekki opinberlega kominn út, en í raun og veru gerðist það ekki fyrr en tæplega tíu árum síðar.

Þrátt fyrir að vera ekki opinberlega kominn út þá gerði hann sér fulla grein fyrir því að hann væri samkynhneigður sem gerði þennan áratug virkilega erfiðan fyrir Fashanu. Hann átti mjög erfitt með að halda hinu samkynhneigða einkamáli sínu frá fótboltanum, sem á þeim tíma mætti sérstaklega miklum fordómum. Ekki nóg með það að þurfa berjast á móti þessu mótlæti heldur mættu honum einnig kynþáttafordómar, með tilheyrandi apahljóðum og bananaköstum úr áhorfendapöllum þess tíma, í ljósi þess að hann var svartur á hörund. Þetta hafði þó minni áhrif á hann því á endanum voru það fordómar í garð kynhneigðar hans sem urðu honum að falli. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera það opinbert var fólk farið að gruna ýmislegt, til að mynda þjálfari hans, sem kallaði hann ósjaldan „djöfuls homma“ (e. bloody poof).

Þrátt fyrir að hafa hlegið þetta af sér hafði þetta gríðarlega neikvæð áhrif á Fashanu sem aftur hafði áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Fashanu varð órólegur með tímanum. Hann leitaði í trúarbrögðin og frelsaðist en þar mættu honum aðeins ný vandmál. Hin sameiginlega mótstaða við kynhneigð hans úr heimi knattspyrnunnar og heimi kristninnar varð ferli hans endanlega að falli. Árið 1990 lét hann því loksins verða að því að opinbera samkynhneigð sína og varð þar af leiðandi fyrsti og eini atvinnumaðurinn í sögu enskrar knattspyrnu til að tilkynna slíkt. Einnig var haft eftir honum að hann vissi af tólf öðrum leikmönnum í sömu stöðu og hann. Í kjölfarið mætti honum ótrúleg mótspyrna í samfélaginu og til að mynda gaf bróðir hans opinberlega út að Fashanu væri úrhrak.

Hann hélt þó áfram í boltanum og tók þeim örfáu boðum sem stóðu til boða. Hann reyndi fyrir sér í þjálfun í Bandaríkjunum og svo virtist vera að líf hans væri að komast á réttan kjöl. Þær vonir voru fljótt skotnar á kaf eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur Fashanu en hann var sakaður um kynferðislega áreitni á sautján ára gömlum dreng. Þetta leiddi til þess að Fashanu stytti sér aldur þann 2. maí árið 1998 en í sjálfsmorðsbréfi hans neitaði hann allri sök en sagðist ekki geta gert fjölskyldu sinni og vinum meiri skaða.

Hin sorglega saga Fashanu hefur haft gríðarleg áhrif um heim allan og mikið verið vitnað í hana í baráttunni við þennan draug knattspyrnunnar. Nákvæmlega tíu árum eftir lát hans voru samtökin The Justin Campaign stofnuð. Þar er um að ræða herferð sem ætlað er að vekja athygli á þessum málefnum og koma í veg fyrir að slík sorgarsaga eigi sér stað aftur.

Myndir: Getty Images
18.feb. 2017 - 12:35 433

Ronaldo og Angelina Jolie gera þætti um flóttafólk

Cristiano Ronaldo og Angelina Jolie eru að fara að gera sjónvarpsþætti um líf flóttamanna. Þættirnir verða teknir upp í apríl og er ætlað að varpa ljósi á líf flóttamanna.
16.feb. 2017 - 18:10 433

Viðars æði í Ísrael

Það má með sanni segja að hálfgert Viðars æði sé búið að grípa um sig í Ísrael. Viðar Örn Kjartansson hefur slegið í gegn hjá Maccabi Tel Aviv og raðar inn mörkum.
16.feb. 2017 - 15:40 433

Siggi Raggi vildi fá íslenska leikmenn – Freyr var á móti því

Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur tjáð þeim leikmönnum sem hugsa um það að fara til Kína að framtíð þeirra í landsliðinu gæti verið í hættu. Í Kína er verið að byggja um kvennaknattspyrnuna og miklir fjármunir í boði, leikmönnum eru boðin laun sem ekki þekkjast í öðrum deildum.
15.feb. 2017 - 14:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Ríkharður Jónsson er fallinn frá

Ríkharður Jónsson fyrrum landsliðsmaður og landliðsþjálfari féll frá í gær 87 ára að aldri. Ríkharður er einn af betri knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt. Hann var mikill markaskorarari og var um tíma markahæsti leikmaður í sögu Íslands þangað til Eiður Smári Guðjohnsen bætti met hans.

15.feb. 2017 - 09:58 433

Margir íslenskir landsliðsmenn í klípu

Þegar rúmur mánuður er í næsta leik Íslands í undankeppni HM gegn Kosóvó í undankeppni HM má með sanni segja að útlitið hafi oft verið bjartara. Margir lykilmenn landsliðsins eru á bekknum eða meiddir þessa stundina en síðustu ár hefur þetta ekki verið staðan.
14.feb. 2017 - 15:00 433

Ný Guðjohnsen mættur í landsliðið

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Edinborg í Skotlandi. Leikið verður gegn heimamönnum, Austurríki og Króatíu og fara leikirnir fram dagana 27. febrúar til 3. mars.
14.feb. 2017 - 14:00 433/Hörður Snævar Jónsson

Formannskjör KSÍ: Atkvæðin sem „gufuðu“ upp fóru í flug frá Eyjum

Björn Einarsson sem tapaði í baráttu sinni um formannsembætti KSÍ vakti athygli á því í gær að atkvæði sem hefðu kosið um formannsembættið hefðu ekki öll skilað sér þegar kosið var í aðalstjórn. Þarna munaði nokkrum atkvæðum en á því var mjög eðlileg skýring.

14.feb. 2017 - 10:18 433

Formaður FH útskýrir mál sitt – Ekkert að því að allir hafi atkvæðisrétt

Viðar Halldórsson formaður aðalstjórnar FH vakti athygli fyrir ummæli sín í Akraborginni í gær. Viðar ræddi þar um ársþing KSÍ um liðna helgi þar sem Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ en FH-ingar studdu Björn Einarsson í kjörinu.
13.feb. 2017 - 21:00 433

Björn Einars: 17-18 atkvæði sem gufuðu upp

Björn Einarsson þurfti að sætta sig við tap í formannskjöri KSÍ um helgina en hann beið lægri hlut gegn Guðna Bergssyni. Björn bjóst við sigri í kosningum helgarinnar og segir hann að tapið hafi komið sér mikið á óvart.
13.feb. 2017 - 17:45 433

Formaður FH: Óeðlilegt að bumbuboltinn hafi áhrif á stefnu KSÍ

FH studdi við bakið á Birni Einarssyni á ársþingi KSÍ um helgina en Björn bauð sig fram í formmansstólinn ásamt Guðna Bergssyni. Guðni hafði betur að lokum í kjörinu en mörg minni lið á Íslandi kusu fyrrum landsliðsmanninn.
13.feb. 2017 - 09:26 433

Guðni fagnaði með sögulegri kampavínsflösku

Guðni Bergsson var á laugardag kjörinn formaður KSÍ en hann hafði betur gegn Birni Einarssyni sem bauð sig einnig fram. Ársþing KSÍ fór fram í Vestmannaeyjum á laugardag og vann Guðni með 83 atkvæðum gegn 66.
11.feb. 2017 - 16:54 433

Guðni er nýr formaður KSÍ

Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ en þetta varð ljóst eftir kosningu á ársþingi KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum. Hann hafði betur í baráttu við Björn Einarsson sem er formaður aðalstjórnar Víkings.
10.feb. 2017 - 13:37 433

Gylfi þénar 10 milljónir í hverri viku

Gylfi Þór Sigurðsson er launahæsti leikmaður Swansea ásamt Fernando Llorente og þénar 70 þúsund pund á viku. Gylfi gerði nýjan samning við félagið í sumar og fær því 10 milljónir á viku í grunnlaun.
10.feb. 2017 - 10:26 433

Ósætti í landsliðinu - Leikmenn keyptu íbúð en fengu minni pening

Miklar upphæðir hafa streymt til leikmanna undanfarið eftir magnaðan árangur að komast á EM og svo árangurinn í Frakklandi. Til að mynda kemur fram að hver leikmaður Íslands á EM í sumar hafi fengið 15 milljónir í sinn hlut. Sama hvort þeir spiluðu eða ekki.
09.feb. 2017 - 17:00 433

Geir: Mér hafa verið eignuð sum af þessum erfiðu málum

Það mun draga til tíðinda á ársþingi KSÍ um helgina þegar nýr formaður mætir til leiks en Geir Þorsteinsson lætur þá af störfum. Guðni Bergsson eða Björn Einarsson taka við starfinu af Geir hefur unnið gott starf fyrir sambandið á flestum sviðum þrátt fyrir að vera umdeildur á köflum.
09.feb. 2017 - 10:10 433

Hetjuleg barátta Íslands í Las Vegas

Íslenska karlalandsliðið spilaði vináttuleik við Mexíkó í nótt en leikurinn fór fram erlendis. Margir nýir fengu tækifæri með landsliðinu í nótt og nýttu það vel.
08.feb. 2017 - 11:02 433

Fréttaskýring – Fyrir hvað standa Björn Einarsson og Guðni Bergsson

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 71. ársþing KSÍ og verður það haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum. Alls hafa 153 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 83 fulltrúa frá 13 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.
07.feb. 2017 - 09:31 433

Enskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir Gylfa

Gylfi hefur verið í mögnuðu formi með Swansea á þessu tímabili og hefur rifið liðið upp síðustu vikur. Hann hefur skorað sigurmörk gegn Liverpool og Southampton og var einnig á skotskónum í naumu tapi gegn Manchester City um helgina.
06.feb. 2017 - 09:13 433

Gylfi sá besti á Englandi

Enginn miðjumaður á Englandi hefur tekið þátt í fleiri mörkum á tímabilinu en Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi hefur verið langbesti leikmaður Swansea á tímabilinu en liðið er að berjast á botninum.
06.feb. 2017 - 04:31 Kristján Kristjánsson

Sögulegur sigur New England Patriots í Super Bowl

Tom Brady var sáttur með sigurinn. New England Patriots unnu fimmta Super Bowl sigur sinn í nótt eftir ótrúlega endurkomu. Þetta var í 51. sinn sem leikið var um Super Bowl og fengu áhorfendur svo sannarlega mikið fyrir peningana. Í fyrsta sinn í sögunni þurfti að framlengja Super Bowl en úrslitin voru einnig söguleg fyrir annað en framlenginguna því aldrei hefur lið lent svo mikið undir í Super Bowl, eins og New England Patriots gerðu í nótt, og náð að vinna.
03.feb. 2017 - 09:44 433

Lagerback hefur haft áhyggjur af skoðun Íslendinga á sér

Lars Lagerback sem í vikunni tók við norska landsliðinu hefur áhyggjur af því að íslenskir stuðningsmenn séu ekki sáttir með sig. Lagerback hætti með íslenska landsliðið síðast sumar eftir frábæran árangur á EM
01.feb. 2017 - 20:11 433

Rosalegu tilboði frá Kína í Gylfa hafnað

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið besti leikmaður Swansea City á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur vakið athygli margra liða fyrir sína frammistöðu og gæti yfirgefið lið Swansea næsta sumar.
01.feb. 2017 - 14:38 433

KSÍ og Heimir gerðu allt til þess að halda Lagerback

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands segir að hann og KSÍ hafi gert allt til þess að halda Lars Lagerback áfram í starfi. Lagerback hætti með íslenska landsliðið eftir EM síðasta sumar og sagði að hann væri ekkert að yngjast.
01.feb. 2017 - 11:17 433

Lars Lagerback ráðinn þjálfari Noregs

Lars Lagerback hefur verið ráðinn þjálfari Noregs en þetta var staðfest rétt í þessu. Lagerback hafði síðustu mánuði verið ráðgjafi hjá sænska landsliðinu.
31.jan. 2017 - 21:44 433

Gylfi enn á ný hetja

Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu og var boðið upp á nokkra fjöruga leiki. Lið Watford kom mörgum á óvart og hafði betur gegn Arsenal á útivelli með tveimur mörkum gegn einu.
31.jan. 2017 - 15:16 433

Landsliðshópur Íslands sem fer til Las Vegas

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið þá leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í Las Vegas á miðvikudag í næstu viku. Marigr nýliðar eru í hópnum en alls sjö leikmenn hafa ekki spilað leik fyrir landsliðið
31.jan. 2017 - 09:27 433

Emil um pistilinn frá konunni – Fjölmiðlar hafa mikil áhrif

Emil Hallfreðsson kantmaður Íslands og Udinese var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni í gær. Emil hefur verið talsvert í fréttum undanfarið eftir að eiginkona hans vakti athyli á því að fjölmiðlar væru að sniðganga Emil.
30.jan. 2017 - 20:44 433

Birkir Bjarna söng íslenskan slagara fyrir nýja liðsfélaga

Birkir Bjarnason, miðjumaður íslenska landsliðsins skrifaði á dögunum undir samning við Aston Villa. Birkir kom til félagsins frá Basel í Sviss þar sem að hann hefur leikið undanfarin tvö ár.
30.jan. 2017 - 10:13 433

Eldur í einu þekktasta mannvirki Englands

Það var talsverður reykur sem lagði frá Old Trafford heimavelli Manchester United nú í morgun. Eldurinn kviknaði í Sir Bobby Charlton stúkunni um klukkan 07:00 í morgun.
27.jan. 2017 - 11:00 433

Eiginkona Emils bendir á að hann fái lélega umfjöllun á Íslandi

Emil Hallfreðsson leikmaður Udinese gerir það gott í Seriu A sem er ein allra sterkasta deild í heimi. Umfjöllun um Emil er þó ekki mikil hér á landi ef mið er tekið af upplifun eiginkonu hans, Ásu Maríu Reginsdóttir.
26.jan. 2017 - 20:59 433

Gylfi elskaði að skora á Anfield - Gamal United maður

Miðjumaðurinn reyndist hetja Swansea um helgina þegar liðið vann magnaðan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield. Gylfi skoraði sigurmark Swansea undir lok leiksins en hann studdi Manchester United á sínum yngri árum.
25.jan. 2017 - 13:10 433

Birkir mættur til Englands

Aston Villa hefur staðfest kaup sín á Birki Bjarnasyni frá Basel í Sviss. Birkir hefur staðið sig afar vel í Sviss en hann gekk í raðir félagsins frá Ítalíu og hefur fest sig í sessi.
24.jan. 2017 - 18:49 433

Birkir að semja við sögufrægt lið á England

Birkir Bjarnason er á leið til Aston Villa í ensku Championship-deildinni the Birmingham Mail greinir frá þessu í kvöld.Birkir er að yfirgefa lið Basel í svissnensku úrvalsdeildinni og fer í læknisskoðun hjá Villa á morgun.
23.jan. 2017 - 15:30 433

Landsliðsmaður glímir við Kárahnjúkastíflu

Jón Daði Böðvarsson framherji Wolves á Englandi og íslenska landsliðsins er að glíma við miklu stíflu upp við markið þessa stundina. Framherjinn gekk í raðir enska liðsins síðasta sumar og fór af stað með látum með því að skora í sínum fyrsta leik.
23.jan. 2017 - 10:20 433

Gylfi gerir magnaða hluti í erfiðustu deild í heimi

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið besti leikmaður Swansea City á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi reyndist hetja Swansea um helgina á Anfield er liðið vann afar góðan 3-2 útisigur á Liverpool.
21.jan. 2017 - 14:23

Gylfi hetjan gegn Liverpool

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea er liðið heimsótti Liverpool á Anfield í dag. Leikurinn var afar leiðinlegur í fyrri hálfleik en hvorugu liðinu tókst að koma skoti á markið.
20.jan. 2017 - 09:13 433

Breiðablik framleiðir bestu leikmenn landsins

Sex Íslendingar leika nú í fjórum strekustu deildum í Evrópu en um er að ræða England, Ítalíu, Þýskaland og Spán. Sverrir Ingi Ingason bættist í þenann hóp í gær þegar hann skrifaði undir samning við Granada á Spáni.
19.jan. 2017 - 09:25 433

Manchester United aftur tekjuhæsta félag í heimi

Manchester United er aftur orðið tekjuhæsta félagið eftir mikla einokun Real Madrid síðustu ár. Real hefur verið á toppnum yfir tekjuhæsta félagið í heimi í 11 ár.
18.jan. 2017 - 16:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Þetta eru bestu leikmenn heims að mati leikmanna Pepsi deildarinnar

Á hverju ári velur FIFPro lið ársins í knattspyrnuheiminum en leikmenn um allan heim velja liðið. Í ár ákvað svo FIFPro að skoða hvað leikmönnum í öllum löndum finnst. Leikmenn í Pepsi deildinni voru því beðnir um að velja lið ársins 2016. Í liðinu eru fimm leikmenn Real Madrid, þrír koma frá Barcelona og þrír frá FC Bayern. Liðið sem leikmenn á Íslandi völdu er mjög öflugt og er hér að neðan.

18.jan. 2017 - 13:50

Forstjóri Olís svitnaði yfir stórsigri Íslands

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, viðurkennir að hann hafi verið farinn að svitna yfir stórsigri Íslendinga á Angóla í gær og þeim afslætti sem búið var að lofa. Olís og ÓB veita 27 krónu afslátt af eldsneytislítranum í dag eftir 33-19 sigur Íslands á Angóla á HM í handbolta í gærkvöld. 

18.jan. 2017 - 08:30 Kristján Kristjánsson

Danskir sjónvarpsþulir missa sig úr hlátri við lýsingu á leik Íslands á HM: Myndband

Í gær spilaði íslenska karlalandsliðið í handknattleik við lið Angóla í lokakeppni HM í Frakklandi og vann öruggan sigur. Leikurinn var sýndur beint í Danska ríkissjónvarpinu en danskar sjónvarpsstöðvar fylgjast vel með keppninni og sýna alla leiki íslenska landsliðsins í beinni útsendingu. Skemmtileg uppákoma átti sér stað í útsendingunni í gær þegar þulirnir misstu sig gjörsamlega úr hlátri.
17.jan. 2017 - 09:42 433

Sverrir að fara að berjast við Messi og Ronaldo

Sverrir Ingi Ingason er á barmi þess að skrifa undir hjá Granada í spænsku úrvalsdeildinni. Frá þessu segja fjölmiðlar á Spáni. Granada er sagt vera að kaupa kaupa Sverri frá Lokeren fyrir 1,5 milljónir evra.
15.jan. 2017 - 09:33 433

Einkunnir úr tapi Íslands – Guðlaugur Victor bestur

Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum en þeir dugðu ekki til sigurs. Ísland komst í úrslitaleikinn með sigri á Kína en um var að ræða æfingamót. Viðar Ari Jónsson og Sigurður Egill Lárusson þreyttu frumraun sína með landsliðinu í þessum leik.
15.jan. 2017 - 09:32 433

Ísland tapaði úrslitaleiknum

Ísland tapaði úrslitaleiknum í China Cup sem fram fór nú í morgun en andstæðingarnir voru Síle. Eina mark leiksins skoraði Ángelo Sagal á 19 mínútu fyrir Síle.
13.jan. 2017 - 13:48 433

Franskir fjölmiðlar birta lygar um Kolbein

Franskir fjölmiðlar í dag lygar um Kolbein Sigþórsson framherja Nantes. Frá því var sagt að franska félagið vissi ekkert hvar Kolbeinn væri staddur og að hann væri ekki að biðja um launin sín. Andri Sigþórsson umboðsmaður og bróður Kolbeins sagði í samtali við 433.is í dag að þessar fréttir væru langt frá því að sannar.
13.jan. 2017 - 13:06 433

Ná ekki tali af Kolbeini sem biður ekki um laun

Samkvæmt fréttum frá Fraklkandi í dag nær franska félagið, Nantes ekki í Kolbein Sigþórsson framherja félagsins. Kolbeinn var á láni hjá Galatasaray fyrri hluta tímabils en þeim samningi var rift.
12.jan. 2017 - 15:30 433

Hóta að setja stuðningsmenn United og Liverpool í fangelsi

Lögreglan á Englandi ætlar að taka hart á þeim mönnum sem voga sér að fara yfir strikið þegar leikur Liverpool og Manchester United fer fram um helgina. Gríðarlegt hatur ríkir á milli þessara liða og birtist það oft í ljótri mynd. Stuðningsmenn Liverpool leika oft hrapandi flugvél til að leika eftir flugslysið í Munchen þegar stór hluti leikmanna United lést.

12.jan. 2017 - 09:45 433

Ef ný ríkisstjórn væri knattspyrnulið

Ný ríkisstjórn tók við völdum í gær við hátíðlega athöfn á Bessasstöðum. Það er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks sem stýrir stjórninni en með honum eru þeir Benedikt Jóhannesson hjá Viðreisn og Óttar Proppe hjá Bjartri Framtíð.
11.jan. 2017 - 15:31 433

Landsliðiðið gæti unnið ein virtustu verðlaunin í íþróttaheiminum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið tilnefnt til hinna virtu Laureus verðlauna en þau hafa verið afhent árlega frá árinu 2000. Liðið er tilnefnt í flokknum „Framfarir ársins“ fyrir afrek sitt á EM í Frakklandi síðasta sumar. Laureus verðlaunin eru með virtustu viðurkenningum í íþróttaheiminum og hafa margar stjörnur úr hinum ýmsu íþróttagreinum verið tilnefndar í gegnum árin.
10.jan. 2017 - 13:54 433

Einkunnir úr sigri Íslands í Kína - Björn bestur

Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrra mark leiksins í dag en það kom á 64 mínútu eftir geggjuð tilþrif frá Birni Daníel Sverisssyni. Það var svo varamaðurinn Aron Sigurðarson sem bætti við þegar lítið var eftir.

Veiðipressan
vinsælast
Makaleit: Fann frábæran mann....sept 2016