30. júl. 2012 - 16:54

Skemmtilegar myndir frá Ólympíuleikunum

Patrick Stewart leikari með Ólympíukyndilinn

dana-vollmer-summer-olympics-2012.jpg
Dana Vollmer frá Bandaríkjunum eftir að hafa unnið gull og sett heimsmet í 100m sundi.

Samhæfðar dýfingar karla.

Bandaríska sundliðið að hvetja félaga sína áfram í boðsundi.

Óþekktur afturendi leikmanns í strandblaki.

Bandaríkin troða yfir Frakkland.

Strandblak kvenna.

Bandaríska körfubolta liðið.

Rowan Atkinson fór á kostum á opnunarhátíðinni.dans&joga: NRS Zumbapartý okt 2015
13.okt. 2015 - 21:03

Grátlegt tap gegn Tyrkjum - 20 þjóðir hafa tryggt sér sæti á EM í Frakklandi

Ísland tapaði 1-0 á útivelli gegn Tyrkjum í kvöld í lokakeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu. Tyrkir skoruðu sigurmarkið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum og markið tryggði liðinu sæti í lokakeppninni á EM í Frakklandi á næsta ári. Það fara því þrjú lið beint úr þessum riðli á EM en Tékkar stóðu uppi sem sigurvegarar í riðlinum eftir 3-2 sigur gegn Hollendingum á útivelli í kvöld. Ísland endaði í öðru sæti riðilsins.
13.okt. 2015 - 10:35

Frábær byrjun hjá Haraldi - kylfingur mánaðarins í Sun Belt deildinni

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur náð góðum árangri á fyrstu þremur mótum keppnistímabilsins í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Haraldur, sem leikur með Louisiana - Lafayette háskólaliðinu, var kjörinn kylfingur septembermánaðar í Sun Belt deildinni. 
13.okt. 2015 - 10:20

Tíu vinsælustu knattspyrnumenn veraldar - sjö þeirra koma úr ensku úrvalsdeildinni

Það eru engar stórfréttir að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru vinsælustu knattspyrnumenn veraldar. Þeir tróna langefstir á lista yfir þá leikmenn sem selja flestar keppnistreyjur á heimsvísu samkvæmt samantekt fyrirtækisins kitbag.com. Nýr leikmaður Manchester United er í þriðja sæti en hér fyrir neðan eru tíu vinsælustu knattspyrnumenn veraldar ef tekið er mið af sölu á keppnistreyjum á heimsvísu með nöfnum þeirra.
13.okt. 2015 - 08:07

Sjö ára úrval íþróttaljósmynda frá Alex Grimm

Ljósmyndarinn Alex Grimm hefur tekið saman úrval mynda sem birtar hafa verið á ljósmyndavefnum Getty frá árinu 2009. Eins og sjá má í úrvalinu hér fyrir neðan hefur Grimm náð að fanga frábær augnablik á ýmsum íþróttaviðburðum víðsvegar um veröldina. 
12.okt. 2015 - 08:11

Áfall fyrir Hannes og íslenska landsliðið - gæti verið frá í allt að sex mánuði

Hann­es Þór Hall­dórs­son markvörður ís­lenska landsliðsins í knatt­spyrnu meiddist alvarlega á síðustu æfingu liðsins fyrir landsleikinn gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumótsins. Hannes fór úr axlarlið og hann fór ekki með liðinu til Tyrklands.
12.okt. 2015 - 07:49

Stórkostleg tilþrif í risa vélhjólakeppni á Englandi - myndasyrpa

Weston’s Beach motocross vélhjólakeppnin fór fram í 33. sinn um síðustu helgi á Englandi. Keppnin dregur að sér mörg hundruð þúsund áhorfendur enda eru tilþrifin stórkostleg eins og sjá má í myndasyrpunni hér fyrir neðan.
10.okt. 2015 - 17:12

Valdís í 8.-9. sæti og Ólafía í 10.-14. sæti á lokamótinu á Englandi

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 8.-9. sæti á lokamótinu á LETAS atvinnumótaröðinni sem lauk í dag á Englandi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 10.-14. sæti. Valdís lék samtals á einu höggi undir pari (72-72-71) en Ólafía lék á +1 samtals (68-74-75). Sigurvegarinn Natalie Escuriola frá Spáni var á -8 samtals en þetta var lokamótið á LETAS mótaröðinni á þessu tímabili og nú tekur við úrtökumótið fyrir sjálfa LET Evrópumótaröðina.
10.okt. 2015 - 17:09

Frábær lokahringur hjá Axel - tryggði sér keppnisrétt á Nordic League mótaröðinni

Axel Bóasson úr Keili endaði í 23. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic League atvinnumótaröðina í golfi sem lauk í dag. Ólafur Björn Loftsson endaði í 49. sæti en þeir eru báðir búnir að tryggja sér keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili.
09.okt. 2015 - 12:28

Myndasyrpa frá fyrsta vinnudegi Jürgen Klopp á Anfield

Það ríkir mikil spenna og eftirvænting í herbúðum Liverpool og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum enska úrvalsdeildarliðsins vegna komu Jürgen Klopp. Þjóðverjinn var kynntur til sögunnar í dag sem nýr knattspyrnustjóri liðsins og gerði hann þriggja ára samning við hið sögufræga félag sem hefur 18 sinnum unnið Englandsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá fyrsta vinnudegi Klopp á nýja vinnustaðnum, Anfield.
09.okt. 2015 - 09:12

Verður Jürgen Klopp bjargvættur Liverpool? - fær 3 milljarða kr. fyrir samninginn

Jürgen Klopp var í gær ráðinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool. Klopp, sem er 48 ára gamall Þjóðverji, segir að verkefnið sé það stærsta sem hann hafi tekist á við en hann var áður þjálfari Dortmund og undir hans stjórn varð liðið tvívegis þýskur meistari.
09.okt. 2015 - 08:29

Ólafía efst og Valdís á meðal 10 efstu eftir fyrsta hringinn á lokamótinu á LETAS

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðir stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða -4 og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10.-14. sæti.
09.okt. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Hringdi í 112: „Cristiano Ronaldo stendur fyrir utan húsið mitt og ætlar að berja mig“

Það er ekki á hverjum degi sem hringt er í lögregluna og tilkynnt að heimsfrægur maður standi fyrir utan hús tilkynnanda og ætli að berja hann. En það er nákvæmlega það sem gerðist á miðvikudagskvöldið en þá var tilkynnt til lögreglunnar að Cristiano Ronaldo stæði fyrir utan hús tilkynnanda og ætlaði að berja hann.
08.okt. 2015 - 11:10 Kristján Kristjánsson

Afhjúpanir úr búningsklefa Liverpool: Kynlíf, einelti og ótrúleg laun

Þegar Martin Hansen gekk til liðs við enska knattspyrnuliðið Liverpool árið 2006 var hann aðeins 16 ára. Hann vann sig upp innan félagsins og þegar hann var 19 ára gerði hann nýjan samning við félagið og hafði sem svarar til tveggja milljóna íslenskra króna í mánaðarlaun. En lífið hjá Liverpool var ekki bara dans á rósum, samkeppnin var mikil, leikmennirnir misstu samband við raunveruleikann á köflum og stríðni og einelti viðgekkst.
08.okt. 2015 - 08:18

Blatter verður líklega settur af í 90 daga sem forseti FIFA

Siðanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur lagt það til að Sepp Blatter forseti FIFA, verði settur af í embætti í 90 daga á meðan málefni hans eru til rannsóknar. Blatter, sem er 79 ára gamall, er grunaður um aðild að ýmsum spillingarmálum sem tengjast FIFA og saksóknari í Sviss er með mál sem tengjast honum til rannsóknar.
08.okt. 2015 - 07:58

Ólafía og Valdís hefja leik í dag á lokamótinu á LETAS mótaröðinni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik í dag á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Englandi og er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Tuttugu efstu á stigalista mótaraðarinnar fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í lok ársins. 
07.okt. 2015 - 10:09

Kostnaðurinn við ÓL 2016 veldur áhyggjum í Brasilíu

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fram fara í borginni Rio de Janiero í Brasilíu á næsta ári hafa ákveðið að draga verulega úr kostnaði við ýmsa þætti ÓL. Samkvæmt áætlun sem nýverið var samþykkt á að lækka kostnaðinn um 30% en heildarkostnaður við framkvæmdina á að vera um 450 milljarðar kr.  Eins og staðan var fyrir nokkrum vikum var ljóst að framkvæmdin færi langt fram úr áætlun og hafa skipuleggjendur leikanna gripið í taumana.
07.okt. 2015 - 09:40

Chelsea þarf að greiða Mourinho risaupphæð ef hann verður rekinn

Starfsöryggi knattspyrnustjóra í bestu deildum heims er ekki mikið og margir hafa nú þegar misst vinnuna á yfirstandandi leiktíð. Englandsmeistaralið Chelsea hefur ekki byrjað titilvörnina vel undir stjórn Jose Mourinho en hann er á sínu þriðja ári með liðið eftir að hann tók við liðinu á ný eftir dvölina hjá Real Madrid á Spáni.
07.okt. 2015 - 09:17

Axel komst örugglega áfram á lokaúrtökumótið í Danmörku

Axel Bóasson úr Keili tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina. Axel endaði í 3.-4. sæti á -2 samtals en hann lék síðari keppnishringinn á 75 höggum en hann lék fyrri hringinn á 67 höggum. 
06.okt. 2015 - 08:17

Þetta er ekki leyfilegt - íshokkíleikmaður fékk risakeppnisbann fyrir þetta brot

Raffi Torres leikmaður bandaríska íshokkíliðsins San Jose Sharks hefur verið úrskurðaðu í langt keppnisbann vegna brots í æfingaleik gegn Anaheim Ducks.
06.okt. 2015 - 07:56

Jürgen Klopp gæti samið við Liverpool fyrir lok vikunnar

Enskir og þýskir fjölmiðlar greina frá því að allar líkur séu á því að Jürgen Klopp taki við sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool. Þar á meðal hefur Sky fréttastofan fjallað um málið, BBC og Thelegraph. Klopp er 48 ára gamall og var áður þjálfari þýska liðsins Dortmund en hann hætti með liðið s.l. vor og tók sér frí frá þjálfun. BBC segir að samningar við Klopp gætu náðst fyrir vikulokin en Liverpool leikur gegn Tottenham um þar næstu helgi.
05.okt. 2015 - 08:16

Myndasyrpa frá alþjóðlegu strandblakmóti í Bandaríkjunum

Strandblak nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er íþróttin á meðal þeirra allra stærstu á Ólympíuleikunum. Nýverið fór fram alþjóðlegt mót í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum og hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá lokakeppnisdeginum.
05.okt. 2015 - 08:02

Góður árangur hjá kvennasveit GR á EM í Ungverjalandi - enduðu í fjórða sæti

Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur tók þátt á Evrópumóti klúbba sem fram fór í Ungverjalandi og lauk í dag. Leikið var á Old Lake vellinum og náði GR fjórða sætinu af alls 14 þjóðum sem tóku þátt.
04.okt. 2015 - 20:00

Brendan Rodgers sagt upp störfum hjá Liverpool - hver tekur við stórliðinu úr Bítlaborginni?

Brendan Rodgers var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool. Liðið gerði 1-1 jafntefli í dag í grannaslagnum gegn Everton og liðið er sex stigum frá efsta sætinu í 10. sæti deildarinnar. Í tilkynningu frá Liverpool segir m.a. að ákvörðunin hafi verið erfið en að mati stjórnenda félagsins er þetta rétta skrefið til þess að snúa gengi liðsins við.
03.okt. 2015 - 16:00

Stórfyrirtækin Visa, Coca-Cola og McDonalds vilja að Blatter stígi til hliðar

Stórfyrirtækin Visa, Coca-Cola og McDonalds sem eru stórir styrktar – og samstarfsaðilar Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, krefjast þess að Sepp Blatter forseti FIFA verði settur af hið fyrsta. Blatter hefur neitað að stíga til hliðar en öll spjót beinast að Blatter í spillingamálum sem hafa verið helsta fréttaefnið upp á síðkastið úr herbúðum FIFA.
02.okt. 2015 - 10:46

Mögnuð húðflúr hjá stuðningsmönnum enskra liða - stórleikir um helgina

Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og ber þar hæst að grannaliðin úr Liverpool eigast við og Arsenal tekur á móti efsta liði deildarinnar, Manchester United. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea taka á móti Tottenham þar sem Gylfi var eitt sinn leikmaður. Allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
02.okt. 2015 - 10:07

Endaspretturinn framundan hjá Ólafíu og Valdísi á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu

Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik í dag á LETAS mótaröðinni. Mótið fer fram á portúgölsku eyjunni Azores og er leikið á Terceira vellinum. Þetta er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu á næst sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. 
02.okt. 2015 - 10:04

Ólafur Björn úr leik á úrtökumótinu í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson er úr leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golf. Ólafur, sem er í GKG, lék í gær á 78 höggum eða +7 á Hardelot vellinum í Frakklandi. Samtals lék Íslandsmeistarinn frá árinu 2009 á +12 (72-75-78) en þeir sem voru á +10 samtals komust í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi. Ólafur endaði í 78.-79. sæti af alls 103 keppendum sem tóku þátt á þessum velli en 22 efstu komast áfram á annað stig úrtökumótsins.
01.okt. 2015 - 09:45

Cristiano Ronaldo rauf 500 marka múrinn - ótrúleg tölfræði hjá stórstjörnu Real Madrid

Cristiano Ronaldo skoraði sitt 500. mark á ferlinum í gær í Meistaradeildarleik gegn sænska liðinu Malmö þar sem íslenskir landsliðsvarnarmaðurinn Kári Árnason leikur. Ronaldo skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri og hefur hann nú skorað 501 mark á ferlinum.
01.okt. 2015 - 09:00

David West „fórnaði“ 1,3 milljörðum kr. í þeirri von að ná NBA meistaratitli

David West er ekki þekktasti körfuboltamaður veraldar en Bandaríkjamaðurinn hefur leikið í 13 tímabil í sterkustu deild heims, NBA-deildinni. West hefur vakið gríðarlega athygli að undanförnu fyrir þá ákvörðun að „fórna“ 1,3 milljarða kr. samningi og skrifa þess í stað undir samning hjá San Antonio Spurs þar sem hann fær 200 milljónir kr. í tekjur.
30.sep. 2015 - 16:30 Kristján Kristjánsson

Aðdáendur Manchester United og Chelsea eru þeir ófríðustu

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá eru aðdáendur Manchester United og Chelsea þeir ófríðustu af stuðningsmönnum liða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
30.sep. 2015 - 08:02

Alfreð með magnað sigurmark í Meistaradeildinni gegn Arsenal

Alfreð Finnbogason lét svo sannarlega vita af sér í gær, þegar hann skoraði sigurmark gríska liðsins Olympiacos gegn Arsenal á útivelli í Meistaradeild Evrópu. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur íslenska landsliðsframherjans en hann er í láni frá spænska liðinu Real Sociedad.
30.sep. 2015 - 00:01

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - skemmtilegir taktar

Ljósmyndarar Getty voru að venju víðsvegar á ferðinni á helstu íþróttaviðburðum liðinnar viku. Hér er fyrir neðan eru bestu myndirnar að þeirra mati. Að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin frábær.
29.sep. 2015 - 08:10

Er erfiðara að leika gegn liðum sem eru einum leikmanni færri?

Það gerist oft að leikmenn eru reknir af leikvelli í knattspyrnuleikjum og þurfa þjálfarar að bregðast við því með ýmsum hætti. Oft hafa þeir þjálfarar sem eru með 11 leikmenn inni á vellinum sagt að það sé erfiðara að leika gegn liðum sem hafa aðeins 10 leikmenn inni á vellinum.
29.sep. 2015 - 07:42

Hvaða leikmenn hafa skarað framúr í bestu deildum Evrópu? - tölfræðin segir alla söguna

Tölfræði er stór hluti í íþróttaheiminum og sérstaklega í stóru atvinnumannadeildunum víðsvegar um heiminn. Svissneska fyrirtækið CIES og OptaPro halda utan um tölfræði í stærstu deildum Evrópu í knattspyrnunni og hafa fyrirtækin birt lista yfir þá leikmenn sem hafa skarað framúr á tölfræðisviðinu í fimm stærstu deildum Evrópu.
28.sep. 2015 - 07:55

FH meistari í sjöunda sinn - ótrúlegur árangur Hafnarfjarðarliðsins frá árinu 2003

Fimleikafélag Hafnarfjarðar tryggði sér sigur í Pepsi-deild karla um helgina en þetta var sjöundi Íslandsmeistaratitill FH í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2004. FH sigraði Fjölni, 2-1, á heimavelli sínum í Kaplakrika en lokaumferðin fer fram um næstu helgi.
28.sep. 2015 - 07:33

Jordan Spieth vann risapeningapottinn í Atlanta - fékk 1,5 milljarða kr.

Jordan Spieth sigraði á lokamóti FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni sem lauk í gær í Atlanta í Bandríkjunum. Spieth, vann sér inn rétt tæplega 1,5 milljarð kr., fyrir sigurinn en hann sigraði með fjögurra högga mun.
26.sep. 2015 - 09:32

Frábært myndband frá SpeedGolfmóti í Brautarholti

Fyrir nokkrum vikum fór fram fyrsta SpeedGolf mót Íslands í samstarfi við Speedgolf Iceland. Í þessu afbrigði af golfíþróttinni er keppt um að slá sem fæst högg og að fara 9 holur á sem stystum tíma.
26.sep. 2015 - 00:01

Keppnisdagskráin fyrir HM 2022 er klár - úrslitaleikurinn á þjóðhátíðardegi Katar

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, greindi frá því í dag að heimsmeistaramótið árið 2022 sem fram fer í Katar hefjist 21. nóvember og úrslitaleikurinn fer fram 18. desember.
25.sep. 2015 - 08:09

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - flott tilþrif

Ljósmyndarar Getty voru á flestum stórviðburðum í íþróttalífinu í síðustu viku og hér fyrir neðan má brot af því besta sem þeir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og margar íþróttagreinar sem koma þar við sögu.
25.sep. 2015 - 07:55

Fjör og gleði á æfingu hjá Liverpool – myndasyrpa

Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir leikur með enska liðinu Liverpool og þar á bæ er æft af krafti en liðið leikur í efstu deild á Englandi og hefur fagnað enska meistaratitlinum undanfarin tvö ár. Baráttan um titilinn í fyrra var ótrúlega spennandi þar sem Chelsea og Birmingham börðust einnig um titilinn.
24.sep. 2015 - 09:00

Markaþurrð hjá stórstjörnunum í ensku úrvalsdeildinni - minni spámenn í efstu sætum markalistans

Þegar sex umferðir eru búnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er áhugavert að skoða lista yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Stóru nöfnin í framlínum stærstu liða Englands eru ekki á þeim lista en framherji nýliða Bournemouth, Callum Wilson, og Riyad Mahrez hjá Leicester, eru markahæstir með fimm mörk hvor.
24.sep. 2015 - 08:32

Lewandowski bætti þýska þrennumetið en var langt frá heimsmetinu

Robert Lewandowski skoraði eins og kunnugt er fimm mörk á níu mínútum fyrir Bayern München gegn Wolfsburg og hefur afrek hans verið krufið til mergjar í fjölmiðlum víðsvegar um heiminn.
23.sep. 2015 - 08:21

96% fyrrum leikmanna úr NFL deildinni með sjaldgæfan heilaskaða

Í skýrslu sem nýverið kom út vegna rannsóknar á tæplega 100 fyrrum leikmönnum úr bandarísku NFL deildinni kemur í ljós að flestir þeirra voru með sjaldgæfan heilaskaða, CTE. Gerðar voru ítarlegar rannsóknir á ástandi heila þeirra eftir að þeir létust og eru niðurstöðurnar mikið áhyggjuefni fyrir NFL deildina.
23.sep. 2015 - 08:00

Margrét Lára lék sinn 100 leik í sigri á Hvít-Rússum: Einu marki á eftir Messi

Kvennalandsliðið vann öruggan 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. Sigurinn hefði getað orðið stærri en Margrét Lára Viðarsdóttir misnotaði víti í sínum 100 landsleik.
23.sep. 2015 - 07:42

Lew­andowski skoraði fimm mörk á níu mínútum - jafnaði 32 ára gamalt met Atla Eðvaldssonar

Pólski landsliðsmaðurinn Robert Lew­andowski, fram­herji Bayern München, skoraði í gær fimm mörk á níu mín­útna kafla í 5:1 sigri á Wolfs­burg í þýsku 1. deild­inni í knatt­spyrnu. Þar með jafnaði hann met sem íslenski landsliðsmaðurinn Atli Eðvaldsson setti fyrir 32 árum.
22.sep. 2015 - 09:00

Úrvalsmyndir úr leikjum í enska boltanum frá því um helgina

Sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk um helgina. Manchester City er efst í deildinni með 15 stig en Manchester United kemur þar á eftir með 13 stig. Hér fyrir neðan má sjá úrval af myndum sem ljósmyndarar Getty tóku um helgina og völdu sem úrvalsmyndir.     
22.sep. 2015 - 07:47

Bestu íþróttamyndir liðinnar viku frá Getty - frábær tilþrif

Ljósmyndarar Getty voru að venju á öllum stærstu íþróttaviðburðum liðinnar viku víuðsvegar um heiminn. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og margar íþróttagreinar sem koma við sögu.
21.sep. 2015 - 08:01

Spánverjar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum með öruggum sigri gegn Litháen

Spán­verj­ar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í körfuknattleik karla í gær með öruggum 80-63 sigri gegn Litháen. Leikurinn fór fram í Lille í Frakklandi og sáu um 27.000 áhorfendur leikinn sem er met í Evrópu.
21.sep. 2015 - 07:42

Björn Óskar sigraði í Samsung Unglingaeinvíginu í Mosfelllsbæ

Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði í Unglingaeinvígi Samsung sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Björn Óskar stendur uppi sem sigurvegari í þessu skemmtilega móti þar sem flestir af bestu yngri kylfingum landsins fá þátttökurétt.
19.sep. 2015 - 10:25

Zlatan býður öllum í Malmö á stórleikinn gegn PSG - leigir aðaltorg bæjarins

Zlatan Ibrahimovic er engum líkur en sænski landsliðsframherjinn hefur verið þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Ibrahimovic hefur nú leigt aðaltorgið í gamla heimabænum Malmö þegar lið hans PSG frá Frakklandi mætir Malmö á útivelli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sena: John Grant okt 2015