30. júl. 2012 - 16:54

Skemmtilegar myndir frá Ólympíuleikunum

Patrick Stewart leikari með Ólympíukyndilinn

dana-vollmer-summer-olympics-2012.jpg
Dana Vollmer frá Bandaríkjunum eftir að hafa unnið gull og sett heimsmet í 100m sundi.

Samhæfðar dýfingar karla.

Bandaríska sundliðið að hvetja félaga sína áfram í boðsundi.

Óþekktur afturendi leikmanns í strandblaki.

Bandaríkin troða yfir Frakkland.

Strandblak kvenna.

Bandaríska körfubolta liðið.

Rowan Atkinson fór á kostum á opnunarhátíðinni.18.des. 2014 - 10:09 Sigurður Elvar

„Of fáar konur þjálfarar og leiðtogar í afreksíþróttum“ – segir Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins

Norska kvennalandsliðið undir stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar er komið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi. Noregur mætir Svíum í undanúrslitum á föstudaginn og í hinum undanúrslitaleiknum mætast Svartfjallaland og Spánn. Noregur og Svartfjallaland mættust í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þar sem Svartfjallaland fagnaði sínum fyrsta Evrópumeistaratitli.
18.des. 2014 - 08:56 Sigurður Elvar

Thierry Henry var einstakur leikmaður – íslenskir sérfræðingar tjá sig um franska framherjann

Thierry Henry hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna frægu eftir farsælan feril en hann mun hefja störf á Sky Sports sem sérfræðingur í leikjum ensku knattspyrnunnar. Henry er markahæsti leikmaður allra tíma hjá Arsenal á Englandi og er af mörgum talinn besti framherjinn sem hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni.
17.des. 2014 - 15:02 Sigurður Elvar

Stóru deildirnar í Evrópu vilja fá HM í Katar 2022 á tímabilinu maí-júní

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram á að fara í Katar árið 2022 gæti farið fram á tímabilinu 5. maí – 4. júní. Lagt hefur verið til að mótið fari fram í nóvember en stóru liðin í Evrópu hafa meiri áhuga á að keppnin fari fram í maí-júní. Það eru samtök félagsliða í Evrópu (ECA) og samtök atvinnuknattspyrnuliða í Evrópu (EPFL) sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé óhætt að halda HM að vori til í Katar en þar er hitastigið helsta áhyggjuefnið.  
17.des. 2014 - 10:03 Sigurður Elvar

Guardiola líkir norska undrabarninu við Messi og Ronaldo – Ødegaard líklega á leið til Bayern München

Þýska sjónvarpsstöðin Sport 1 greindi frá því í gær að stórliðið Bayern München hafi unnið kapphlaupið um norska landsliðsmanninn Martin Ødegaard. Fréttin birtist skömmu eftir að stjórnarmaður Bayern, Karl-Heinz Rummenigge, sagði að hinn 15 ára gamli A-landsliðsmaður væri einn af þeim efnilegustu sem hafi komið fram á þessari öld.
16.des. 2014 - 08:00 Sigurður Elvar

Nýtt „lyfjahneyksli“ verður ekki eins slæmt og þegar Ben Johnson var staðinn að verki

„Þetta verður ekki eins slæmt og sagan af Ben Johnson,“ sagði hinn þekkti breski frjálsíþróttamaður Sebastian Coe í viðtali við BBC í gær þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við stóru lyfjamáli í frjálsíþróttum sem mun koma upp á yfirborðið á næstunni.
16.des. 2014 - 00:15 Sigurður Elvar

Myndband: Stórskemmtileg tilþrif í nýlegri íþróttagrein í Þýskalandi

Samkvæmt upplýsingum á veraldarvefnum eru til um 8.000 mismunandi íþróttagreinar. Ein þeirra er átta ára gömul og er þýsk uppfinning. Íþróttin gengur út á að skalla bolta og er borðtennisborð notað sem leikvöllur. Þessi íþrótt hefur náð töluverðri hylli í Þýskalandi og í þessu skemmtilega myndbandi eru 10 bestu tilþrifin frá síðustu keppnum.
15.des. 2014 - 12:06 Sigurður Elvar

Evrópumeistaralið Real Madrid fær Schalke í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar – margir stórleikir

Leikmenn Real Madrid fagna Evrópumeistaratitlinum s.l. vor. Mynd/Getty Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í morgun. Eins og búast mátti við verða margir stórleikir í næstu umferð og margar áhugarverðar viðureignir.  Evrópumeistaralið Real Madrid frá Spáni mætir Schalke frá Þýskalandi.
15.des. 2014 - 00:05 Sigurður Elvar

David de Gea í heimsklassa – spænski markvörðurinn hetja Man Utd í 3-0 sigri liðsins gegn Liverpool

David de Gea fær mikið hrós frá knattspyrnusérfræðingum eftir 3-0 sigurleik Manchester United gegn Liverpool í gær. Spænski markvörðurinn varði sex skot frá leikmönnum Liverpool úr sannkölluðum dauðafærum og eftir leikinn sagði hinn norski Ole Gunnar Solskjær að hann hafi aldrei orðið vitni að annari eins markvörslu á Old Trafford.
14.des. 2014 - 12:02 Sigurður Elvar

Enski boltinn verður einnig á föstudagskvöldum – nýr sjónvarpssamningur gæti gefið af sér 850 milljarða kr.

Frá og með tímabilinu 2016 verður fjórða leikdeginum bætt við í ensku úrvalsdeildinni. Á því tímabili sem hefst eftir um 20 mánuði verða leikir á föstudagskvöldum og bíða margir spenntir eftir því hvernig sú nýbreytni muni takast. Enska úrvalsdeildin hefur fram til þessa verið með leiki um helgar og á mánudagskvöldum einnig.
14.des. 2014 - 09:30

Man Utd. - Liverpool: Einn stærsti leikur ársins í dag

Einn stærsti leikur ársins í enska boltanum verður háður í dag er erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool eigast við á Old Trafford í Manchester. Eftir erfiða byrjun hafa bæði liðin rétt nokkuð úr kútnum í deildinni undanfarið, þá sérstaklega Manchester United.
13.des. 2014 - 11:16 Sigurður Elvar

„Hvílík gæfa fyrir Liverpool að fá þennan leik“- útvarpsmaðurinn Kjartan Guðmundsson spáir í leiki helgarinnar

Heil umferð fer fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stórleikur helgarinnar er viðureign Manchester United og Liverpool. Pressan fékk útvarpsmanninn Kjartan Guðmundsson til þess að spá í leiki helgarinnar en Kjartan er eldheitur stuðningsmaður Liverpool og KR-hjartað slær ört hjá fjölmiðlamanninum.
12.des. 2014 - 20:49 Sigurður Elvar

Torres er ráðgáta segir Scholes - dýrasti leikmaður Englands gæti snúið til baka fyrir ekki neitt

Samkvæmt frétt í enska dagblaðinu The Mirror hafa félög í ensku úrvalsdeildinni fengið tilboð þess efnis að fá hinn þrítuga Fernando Torres í sínar raðir án þess að greiða fyrir spænska framherjan. Torres hefur átt erfitt uppdráttar frá því Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir metfé eða 50 milljónir punda (10 milljarða kr.). Það er hæsta upphæð sem enskt félag hefur greitt fyrir leikmann.
12.des. 2014 - 00:15 Sigurður Elvar

Myndband: Góð æfing til að drepa tímann í prófatörninni

Prófatörnin stendur núna yfir hjá flestum sem stunda nám og margir þeirra æfa fótbolta – eða hafa æft fótbolta. Við hér á pressan.is mælum með þessum æfingum fyrir þá sem vilja drepa tímann í próflestrinum – allt sem þarf er ruslafata, bolti, og hugmyndaflug. Góða skemmtun.
11.des. 2014 - 19:00 Sigurður Elvar

Fjölbreytt íþróttaflóra og glæsileg tilþrif í úrvalsmyndum vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar frá Getty ljósmyndaþjónustunni voru að venju á flestum stærstu íþróttaviðburðum heims á undanförnum vikum. Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim myndum sem þeir töldu sjálfir hafa staðið upp úr á síðustu vikum. Þar er íþróttaflóran fjölbreytt að venju og margir sem koma við sögu.
11.des. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

Ævintýraleg skíðaferð – hvað fær menn til að gera svona hluti?

Days of my youth er nafn á kvikmynd sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. Þar er fylgst með ferðum ofurskíðamanna sem takast á við áskoranir sem fáir láta sér detta í hug að framkvæma. Í þessu myndbroti er sýnt frá eftirminnilegust ferð Cody Townsted úr þessu ævintýri og er óhætt að segja að þetta sé frekar óhugnaleg skíðabrekka. Sjón er sögu ríkari en hér fyrir neðan eru myndbrot úr myndinni.

10.des. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Magic Johnson vonast til þess að gamla félagið tapi sem flestum leikjum í vetur

Magic Johnson, sem á sínum tíma var einn þekktasti leikmaður NBA deildarinnar og aðalstjarna LA Lakers, vonast til þess að Lakers tapi sem flestum leikjum í deildinni á þessu tímabili. Magic leggur það til að forráðamenn liðsins taki þá ákvörðun að tapa frekar en að vinna. 
10.des. 2014 - 00:00 Sigurður Elvar

Golfíþróttin getur tekið á – þessi ungi maður „missti það alveg“ á flötinni eftir misheppnað högg

Það getur tekið á að halda ró sinni þegar stutt pútt fara ekki rétta leið í golfíþróttinni. Þessi ungi kylfingur leyndi ekki vonbrigðum sínum þegar hann náði ekki að framkvæma það sem hann ætlaði sér að gera. Hann fór alla leið með svekkelsið í kjölfarið eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan en myndatökumaðurinn skemmti sér ágætlega samt sem áður.
09.des. 2014 - 15:25 Sigurður Elvar

Úrslitaleikirnir á EM í körfu fara fram í verkfræðilegu „undraverki“ – mögnuð fjölnota bygging

Stade Pierre-Mauroy í frönsku borginn Lille er verkfræðilegt undur en þar munu úrslitaleikirnir á Evrópumóti karlalandsliða í körfuknattleik fara fram í september á næsta ári. Dregið var í riðla í gær og það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fái tækifæri að keppa í þessari mögnuðu höll sem er orðsins fyllstu merkingu fjölnota mannvirki.
09.des. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

Jón Arnór: „Sjokk að fá þessi lið en þetta verður gaman“ – stærstu stjörnur Evrópu mæta Íslendingum á EM í Berlín

Það er óhætt að segja að íslenska karlandsliðið í körfuknattleik hafi fengið erfitt verkefni þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins á næsta ári. Ísland er í B-riðli ásamt flestum af stærstu körfuboltaþjóðum Evrópu og verður riðillinn leikinn í Berlín í september 2015 í Þýskalandi.  
08.des. 2014 - 17:25 Sigurður Elvar

Heimilishundurinn hjá Aggerfjölskyldunni drapst á snyrtistofu – fjölskyldan er í sorg

Fjölskylda eins þekktasta knattspyrnumanns Danmerkur Daniel Agger, er í mikill sorg eftir að heimilishundurinn dó eftir heimsókn á hundasnyrtistofu.
08.des. 2014 - 08:30 Sigurður Elvar

Framherjar Man Utd eiga enn mikið inni - Radamel Falcao getur bara leikið í 20 mínútur í leik

Radamel Falcao hefur ekki náð að gera stóra hluti með Manchester United á þessu tímabili. Lánsmaðurinn er að sögn Louis van Gaal knattspyrnustjóra liðsins ekki í nógu góðu líkamlegu ástandi og að hans mati getur Kolumbíumaðurinn aðeins leikið í 20 mínútur eins og staðan er á landsliðsframherjanum í dag. Manchester United mætir Southampton á útivelli í kvöld og gæti með sigri komist upp í þriðja sæti deildarinnar. 
07.des. 2014 - 16:14 Sigurður Elvar

Ronaldo bætti þrennumetið á Spáni – 18. sigurleikur Real Madrid í röð

Cristiano Ronaldo setti met í gær þegar hann skoraði þrennu í 23. sinn á Spáni. Portúgalski landsliðsframherjinn var aðalamaðurinn í  3-0 sigri Evrópumeistaraliðsins gegn Celta Vigo. Þetta var 18. sigurleikur Real Madrid í röð. Ronaldo hefur skorað 200 deildarmörk fyrir Real Madrid í 178 leikjum og hann þar „aðeins“ 28 mörk til viðbótar til að ná bæta félagsmetið sem er í eigu Raúl.  
07.des. 2014 - 14:01 Sigurður Elvar

Norska „undrabarnið“ Martin Ødegaard skoðar aðstæður hjá Liverpool og Arsenal

Norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Martin Ødegaard, er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Ødegaard, sem er aðeins 15 ára gamall, mun æfa með og skoða aðstæður hjá stærstu félögum Evrópu áður en hann ákveður sig um framhaldið. Hann var á dögunum á æfingu hjá Liverpool á Englandi og þessa stundina er hann að skoða aðstæður hjá Arsenal.
05.des. 2014 - 16:15 Sigurður Elvar

Vonlaust að verða afreksíþróttamaður á Íslandi nema í hand- og fótbolta

Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, er þaulreyndur í faginu og  hefur upplifað ýmislegt á löngum ferli sem afreksíþróttamaður, kennari og þjálfari. Þráinn skrifar í pistli sem hann sendi frá sér á dögunum að afreksmenn í öðrum íþróttum en fót- eða handbolta svelti fjárhagslega á Íslandi. Þráinn bendir á þá köldu staðreynd að þeir sem ákveði að leggja afreksíþróttir fyrir sig í öðrum greinum hafi engar fjárhagslega forsendur til að fara í atvinnumennsku. 
05.des. 2014 - 14:51 Sigurður Elvar

Mun Louis van Gaal losa sig við 14 leikmenn úr röðum Manchester United á næstu mánuðum?

Robin Van Persie er einn af fjölmörgum leikmönnum Manchester United sem gætu verið á förum frá félaginu ef marka má nýjustu vangaveltur breskra knattspyrnusérfræðinga. Hinn 31 árs gamli hollenski landsliðsframherji hefur aðeins skorað fjögur mörk á tímabilinu en samningur hans rennur út sumarið 2016. Daily Mail greinir frá því í dag að van Persie sé einn af 14 leikmönnum Man Utd sem eru á „svarta listanum“ hjá Louis van Gaal knattspyrnustjóra liðsins.
04.des. 2014 - 10:41 Sigurður Elvar

Eiður Smári skrifar líklega undir í dag hjá Bolton - gæti spilað sig inn í landsliðið á ný

Eiður Smári í leik með Bolton þegar hann lék síðast með liðinu. Mynd/Getty Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, sagði á fundi með fréttamönnum í morgun, að Eiður Smári Guðjohnsen myndi væntanlega skrifa undir samning hjá félaginu síðar í dag. Eiður Smári hefur æft með Bolton á undanförnum vikum en félagið er í næst efstu deild á Englandi og hefur gengi liðsins verið frekar dapurt það sem af er en liðið er í 18. sæti af alls 24 liðum eftir 19 umferðir.
04.des. 2014 - 09:42 Sigurður Elvar

Beckham nær ekki að „skora“ hjá borgaryfirvöldum í Miami – bygging á nýjum leikvangi í uppnámi

David Beckham hefur á undanförnum misserum lagt mikla vinnu í að setja á stofn nýtt knattspyrnulið í Miami sem fengi að taka þátt í MLS-atvinnumannadeildinni þar í landi. Glæsilegar teikningar hafa verið gerðar af nýjum knattspyrnuvelli í miðborg Miami og mikil eftirvænting hefur verið í loftinu vegna aðkomu enska knattspyrnumannsins sem er án efa einn sá allra þekktasti á heimsvísu.
04.des. 2014 - 09:12 Sigurður Elvar

Rússnesk stjórnvöld sökuð um að skipuleggja lyfjanotkun í rússneskum íþróttum

Rússnesk yfirvöld eru sökuð um skipulagt svindl hvað varðar lyfjanotkun íþróttafólks þar í landi. Mynd/Getty Harðar ásakanir í garð Rússa eru settar fram í þýskri heimildamynd sem nýverið var sýnd. Í myndinni er sýnt fram á að rússneskir íþróttamenn- og konur noti ólögleg lyf með skipulögðum hætti til þess að bæta árangur sinn og „svindlið“ sé vel skipulagt af forsvarsmönnum íþrótta í Rússlandi.

03.des. 2014 - 14:51 Sigurður Elvar

Mikil eftirvænting vegna endurkomu Tiger Woods – fór „aftur í tímann“ til að finna gömlu sveifluna

Tiger Woods keppir í fyrsta sinn frá því í ágúst í þessari viku og mikil spenna hefur myndast fyrir endurkomu kylfingsins. Woods hefur verið að glíma við meiðsli í langan tíma en hann virðist vera búinn að ná sér af þeim og ætlar sér stóra hluti á árinu 2015.
03.des. 2014 - 08:55 Sigurður Elvar

Írska landsliðskonan Stephanie Roche keppir við van Persie og Rodriguez um mark ársins hjá FIFA

Stephanie Roche, sem er 25 ára gömul, gæti orðið fyrsta konan sem fær Puskas verðlaunin hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir mark ársins. Írska landsliðskonan er á meðal þeirra þriggja sem koma til greina í valinu en Hollendingurinn Robin van Persie og James Rodriguez frá Kólumbíu koma einnig til greina í valinu.
02.des. 2014 - 16:07 Sigurður Elvar

HM í Katar: Vandræðin halda áfram – ekkert sýnt frá stórmótinu í Þýskalandi

Vandræðagangurinn í aðdraganda HM í handbolta karla í Katar heldur áfram en stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands hafa ákveðið að sýna ekki frá mótinu. Eins og frægt er orðið fengu Þjóðverjar sæti á mótinu með umdeildri ákvörðun handknattleikssambands Evrópu sem lét Þjóðverja fá sætið sem fyrsta varaþjóð inn á HM í stað Íslands – eftir að Ástralar fengu ekki að keppa. 
02.des. 2014 - 14:20 Sigurður Elvar

Zlatan leikur í svartmáluðum takkaskóm - vill fá 1,6 milljarða kr. fyrir nýjan skósamning

Það hefur farið lítið fyrir Zlatan Ibrahimovic á undanförnum mánuðum en sænski landsliðsmaðurinn hefur glímt við meiðsli. Ibrahimovic lék með PSG í Frakklandi gegn Marseille þann 9. nóvember s.l. og þar vakti skóbúnaður framherjans mikla athygli.
02.des. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

Louis Van Gaal vill að Brasilíumaðurinn Anderson létti sig verulega

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur gefið Brasilíumannium Anderson skýr fyrirmæli. Anderson þarf að létta sig verulega – en Van Gaal hefur beðið þolinmóður í nokkra mánuði eftir að Anderson sýni vilja til að komast í liðið. Anderson hefur ekki leikið með aðalliði Man Utd frá því í lok ágúst en hann var skilin eftir á Englandi þegar liðið æfði og keppti í Bandaríkjunum fyrir keppnistímabilið.  
01.des. 2014 - 18:30

Sprenghlægileg viðbrögð ungabarns við æsispennandi fótboltaleik

Orðatiltækið, börnin læra það sem fyrir þeim er haft á sannarlega við í myndbandinu hér að neðan. Þar má sjá skemmtilegt svipbrigði nokkurra mánaða drengs klippt inn í æsispennandi fótboltaleik.
01.des. 2014 - 17:00 Sigurður Elvar

Eiður Smári færist skrefi nær Bolton – gæti leikið sinn fyrsta leik um helgina

Eiður Smári Guðjohnsen færist skrefi nær því að semja við enska B-deildarliðið Bolton. Bæði fotbolti.net og mbl.is greina frá því að íslenski landsliðsmaðurinn hafi komist að samkomulagi við Bolton og gæti hann leikið sinn fyrsta leik um næstu helgi. Félagið hefur ekki staðfest þessar fregnir en Eiður Smári á að leika með varaliðinu í kvöld gegn Middlesbrough.
01.des. 2014 - 08:22 Sigurður Elvar

Messi fékk vatnsflösku í höfuðið þegar Barcelona fagnaði sigurmarkinu gegn Valencia

Leikmenn Barcelona fagna sigurmarkinu gegn Valencia. Mynd/Getty Það gekk mikið á undir lokin í viðureign Valencia og Barcelona í spænsku 1. deildinni í gærkvöld. Staðan var markalaus þegar komið var fram í uppbótartíma og þá fóru hlutirnir að gerast. Leiðinlegt atvik átti sér stað þegar leikmenn Barcelona fögnuðu  markinu. Vatnsflösku var kastað í átt að leikmönnum Barcelona þar sem þeir fögnuðu við endalínuna og fékk Argentínumaðurinn Lionel Messi flöskuna í höfuðið.
30.nóv. 2014 - 20:23 Sigurður Elvar

Myndband: Skíðastökkvarar sluppu ótrúlega vel eftir harkalegt fall

Anze Lanisek frá Slóvakíu og Andreas Wellinger frá Þýskalandi verða að teljast heppnir að hafa ekki slasast alvarlega í skíðastökkskeppni sem fram fór um helgina í Finnlandi. Lanisek hrapaði til jarðar þegar bindingin á öðru skíðinu losnaði. Wellinger missti jafnvægið í miðju stökki þegar vindhviða varð til þess að hann missti jafnvægið. 
28.nóv. 2014 - 17:00

Hið vinsæla góðgerðarhlaup The Color Run: Miðasala hafin

The Color Run verður haldið í fyrsta skipti á Íslandi laugardaginn 6. júní 2015 og miðasala er hafin á miði.is.  Hlaupið er 5 km langt þar sem litagleði og tónlist ræður ríkjum. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl hlaupsins og meðal annarra samstarfsaðila má nefna Nýherja og Bai5. The Color Run er tileinkað réttindum barna og stefnt er að því að 5 milljónir króna renni til góðgerðarmála vegna viðburðarins.
28.nóv. 2014 - 16:00

Íslenskur kylfingur fékk 12 mánaða keppnisbann fyrir svindl

Íslenskur kylfingur var í sumar úrskurðaður í 12 mánaða keppnisbann fyrir að hafa breytt skorkorti sínu eftir að ritari þess hafði skrifað undir það. Þetta kemur fram á kylfingur.is.
28.nóv. 2014 - 14:47 Sigurður Elvar

Gylfi Þór fer á kostum – Andri Yrkill spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum

Það eru margir áhugaverðir leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina en heil umferð fer fram. Eflaust verða flestir með augun á gengi Liverpool sem tekur á móti Stoke á laugardag – en gengi Liverpool hefur ekki verið gott að undanförnu og starfsöryggi Brendan Rodgers knattspyrnustjóra er ekki eins mikið og áður.
27.nóv. 2014 - 14:33

Myndband: Það gengur á ýmsu í „ræktinni“ – fór þessi „gaur“ yfir strikið?

Það gengur á ýmsu í líkamsræktinni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Þar fer ungur maður nokkuð yfir strikið hvað varðar „hávaðamörkin“ og þeir sem upplifðu þetta gátu lítið annað gert en að brosa út í annað. Við mælum með að hækka nokkuð vel í græjunum þegar horft er á þetta myndband.
27.nóv. 2014 - 07:50 Sigurður Elvar

Konur kunna ekki að spila fótbolta: Lesandi tjáir sig um kvennalandsleik

„Konur kunna ekki að spila fótbolta,“ er rauði þráðurinn hjá David Hickey í aðsendri grein um knattspyrnu sem birt var í breska dagblaðinu The Independent. Greinin hefur vakið gríðarlega athygli þar sem Hickey tjáir sig um upplifun sína af því að hafa horft á vináttulandsleik kvennalandsliða Englands og Þýslalands á Wembley. Leikurinn fór fram um síðustu helgi þar sem metfjöldi, 46.000 áhorfendur, mættu á kvennalandsleik á Englandi.
26.nóv. 2014 - 08:49 Sigurður Elvar

Messi bætti enn einu metinu í safnið – skoraði þrennu með hægri

Lionel Messi hefur safnað markametum að undanförnu. Mynd/Getty Lionel Messi bætti í gær markametið í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona gegn Apoel Nicosia á útivelli í gær. Luis Suarez skoraði einnig fyrir Barcelona en þetta er fyrsta markið sem landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ skorar fyrir Barcelona.
25.nóv. 2014 - 13:35 Sigurður Elvar

Paul Gascoigne er þakklátur fyrir þá aðstoð sem hann fær

Paul Gascoigne og Gary Mabbutt saman á leik á White Hart Lane heimavelli Tottenham. Mynd/Getty. Paul Gascoigne hefur glímt við ýmis vandamál frá því leikmannaferli hans lauk og þar hefur áfengisneysla hans verið helsta fréttaefnið. Hinn 47 ára gamli Gascoigne vakti mikla athygli í gær þegar hann sagði frá því að Arsenal og Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins hafi aðstoðað hann fjárhagslega þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í október s.l.
25.nóv. 2014 - 12:26 Sigurður Elvar

Skjárinn tryggði sér útsendingaréttinn frá EM karla í knattspyrnu 2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í góðri stöðu í baráttunni um að komast alla leið í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi árið 2016. Það er mikill áhugi á landsliðinu og það er vel merkjanlegt hjá sjónvarpsstöðvum landsins sem kepptum um að fá sjónvarpsréttinn frá EM 2016.
24.nóv. 2014 - 16:24 Sigurður Elvar

Menntamálaráðherra Íslands sigraði Steinda JR. og Hafþór Júlíus í troðslukeppni – KKÍ og DHL sömdu

Frá vinstri, Hannes formaður KKÍ, Steindi JR, Illugi Gunnarsson, Hafþór Júlíus og Atli Einarsson frá DHL: Mynd/KKÍ. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála, tók þátt í troðlu – og skotkeppni í tilefni dagsins og skemmtikrafturinn og sjónvarpsmaðurinn Steindi JR. tók þátt líkt og Hafþór Júlíus Björnsson, næst sterkasti maður heims. Illugi hafði betur í bráðabana en tilþrifin má sjá hér fyrir neðan.
24.nóv. 2014 - 12:58 Sigurður Elvar

Mesti hávaðinn á Old Trafford – stuðningsmenn Chelsea þeir næst háværustu í ensku úrvalsdeildinni

Þrátt fyrir að Roy Keane fyrrum leikmaður Manchester United hafi gagnrýnt stuðningsmenn liðsins á sínum tíma fyrir að hafa meiri áhuga á rækjusamlokunum í veitingsölunni en leiknum sjálfum eru stuðningsmenn liðsins þeir háværustu í ensku úrvalsdeildinni.
24.nóv. 2014 - 11:15 Sigurður Elvar

Ungverjar telja að brotið hafi verið á sér með því að taka Ísland inn á HM í Katar

Hassan Moustafa forseti IHF er hér lengst til vinstri en Egyptinn er afar umdeildur í sínu embætti. Mynd/Getty Eins og fram kom á föstudaginn ákvað Alþjóða handknattleikssambandið að Ísland og Sádí-Arabía fengju sæti á heimsmeistaramóti karla sem hefst í janúar í Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein fengu ekki inngöngu á mótið en þjóðirnar höfðu dregið lið sín úr keppni vegna stjórnmáladeilu þeirra við Katar – en báðum þjóðum snérist hugur á síðustu stundu en IHF tók það ekki til greina.
23.nóv. 2014 - 09:58 Sigurður Elvar

Messi skrifaði enn einn kaflann í metabækurnar – markahæsti leikmaður allra tíma í spænsku deildinni

Lionel Messi skrifaði enn einn kaflann í metabækurnar í gær þegar hann skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu fyrir Barcelona gegn Sevilla. Messi skoraði þrennu í 5-1 sigri liðsins og hann er nú markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi og bætti met Telmo Zarra en hann skoraði 251 mark á árunum 1940-1955 fyrir Athletic Bilbao.
22.nóv. 2014 - 10:15 Sigurður Elvar

Guðmundur telur að IHF hefði átt að draga á ný í riðla fyrir HM í Katar – hafa skaðað ímynd handboltans

Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu á HM í fyrsta sinn á stórmóti. Mynd/Getty Eins og greint var frá í gær komst stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að þeirri niðurstöðu að Ísland og Sádí Arabía verði boðið að taka þátt á heimsmeistaramóti karlalandsliða sem fram fer í janúar í Katar. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin höfðu áður tilkynnt að þau myndu ekki mæta til leiks vegna stjórnmáladeilu við Katar – en síðar drógu þessar þjóðir það til baka en IHF taldi það of seint og umrædd handknattleikssambönd fengu háa sekt.

Sena: - Unglingurinn des (út 24)